Lögberg - 03.03.1927, Side 1

Lögberg - 03.03.1927, Side 1
 40. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 3. MARZ 1927 Helztu heims-fréttir Canada. FJÁRLÖGIN SAMÞYKT. Þegar blað vort er alsett, berast þær fréttir, aö fjárlagafrumvarp Samibandsstj órnarinnar er samþykt meS iii atkv. gegn 88. Með því greiddu atkvætii allir liberals og progressive-liberals. Breytingartil- laga sú, er George Coote bar fram út af lækkun tekjuskattsins, var feld og greiddu atkvæði móti henni 162 en með aðeins 20. Þessir 20 voru bændaflokksmennirnir frá Al- 'berta, verkamanna þingmennirnir og independent pogressives. Hveitisamlagið greiðir binn 15. þ. m. aðra borgun fyrir uppsker- una 1926. Sú upphæð sem bænd- urnir fá í þetta sinn er ijc fyrir hvert bushel hveitis, miðað við No. 1 Nojthern, ioc fyrir hafra, 8c fyrir bygg og 20C fyrir flax. * * * Eimskipafélög þau hin mörgu, er sláturgripi flytja frá canadisk- um höfnum til Bretlands, hafa lækkað flutningsgjald sem nemur $5.00 af hverjum nautgrip, eða úr $20 niður i $15. Það var landbún- aðar ráöuneyti sambandsstjórnar- innar, er gekst fyrir breytingu þess- ari og fékk henni hrundið í fram- kvæmd. . Ekki er það nokkrum minsta vafa bundið að flutnings- gjöldin séu enn of há, þótt hér se að visu um talsverða bót að ræða. Flutningsgjald á gripum frá Canada til Bretlands fyrir stríðið. nam $8.00 á sláturgrip hvern. • * • Þótt eklki sé við því búist, a8 fylkiskosningar 5 Manitoba fari .fram fyr en einhvern tíma í næst- komandi júnií-mánuði, þá er stjórn- arflokkurinn þegar farinn að týgja sig til orustu. Hélt stjórnarfor- maðurinn Hon. John Bracken fund siðastliðinn miðvikudag i Dauphin, þar sem mættir voru fulltrúar frá hinum ýmsu bændafélögum kjör- dæmisins, og brýndi fyrir þeim mjög, hve afaráriðandi það væri, að stuðningsmenn stjórnar sinnar svæfu ekki á verðinum. Útnefning af hálfu ibændaflokksins fer þó ckki fram i kjördæmi þessu fyr en nokkru seinna. Sem stendur er Dauphin kjördæmið í böndum frjálslynda flokksins,—þingmaður þess Mr. Espler. Er bann hinn vinsælasti maður og þykir líklegur til sigurs í kjördæminu, verði hann á annað borð í kjöri, sem nokkum- veginn mun mega fullyrða. • » » Samkvæmt yfirlýsingu stjórnar- formannsins í Saskatchewan, Hon. J. G. Gardiner sem jafnframt gegn- ir fjármálaráðgjafa embættinu, lækka skattar fylkísbúa um 25 af 'hundraÖi eftir því sem áætlað er í hinu nýja fjárlagafrumvarpi, sem fyrir skömmu var lagt fram í fylk- isþinginu. * * * Látinn er nýverið Arthur Plante, fylkisþingmaður fyrir Beauharnois hjördæmið í Quebec, fimtíu og átta ára að aldri. Hann þótti einn hinna áhrifamestu þingmanna íhalds- floklksins í fylkisþinginu sérstak- kga þó á sviði f jármálanna. * * * Hon. J. G. Gardiner,. stjórnar- formaður Saskatchewan fylkis, til- hynti nýlega í fylkisþinginu að fullráðið væri nú, að steypa skyldi hewan Co-operative Creameries, og Sanian í eina fjlagsheild Saskatc- Caulders’ Creameries, Ltd., er haft ^fir aðal bækistöð sína í Moose Jaw. * * « Sundmaðurinn George Young, ■sem frægur er * orðinn fyrir að synda yfir Catalina sundið, er nú aftur kominn til Toronto, þar sem hann á heima. Var honum þar fagnað með miklum gleðilátum af Þúsundum manna þegar hann kom a jámbrautarstöðvarnar og þaðan yfgdi fóllksfjöldinn honum til ráö- huss borgarinnar, þar sem borgar- stjorinn tók á móti hinum unga sigurvegara og þakkaði honum þann heiður, sem bann hefði unnið Toronto borg1. • * • íhaklsflokkurinn í Canada ætlar að halda allsherjar þing í Winni- P^g 11. október í háust til að velja ? krmni leiðtoga. Nefnd sú, sem Friega mætti í Ottawa til að ráð- stafa þessu máli, varð öll ásátt um stund og stað, þótt töluverðar um- ræður yrðu um það hvort þingið ætti að vera haldið 1 Ottawa eða Winnipeg. Ætlast er til að á þessu iþingi eigi sæti allir sambandsþing- menn og senatorar, sem flokknum tilheyra. Einnig þingmannaefni, er eklki náðu kosningu við kosningarn- ar í baust og stjórnarfomienn og þingleiðtogar í fylkinu, sem ihalds- flokknum tilheyra. Auk þess er ætlast til að pólitisk félög íhalds- manna i fylkjunum sendi nokkra fulltrúa á þingið og fer tala þeirra eftir fólksfjölda í fylkjunum og iber þá væntanlega að sama brunni, að Ontario-fylki ræður mestu um val hins nýja leiðtoga. Bandaríkin. Coolidge forseti hefir neitað að staðfesta lög þau, sem kend eru við Haugen-McMary og samþykt voru af sambandsþinginu og eru þess efnis að styrkja bændastéttina. fThe Farm relief bill). Verður þetta mál ekki tekið upp aftur á þessu þingi, þvi vonlaust þykir að nægi- lega margir þingmenn fáist til að greiða frumvarpinu atkvæði, svo hægt sé að gera það að lögum gegn vilja forsetans. Þessi neitun for- setans mun mælast heldur illa fyrir í Miðríkjunum, eða í þeim ríkjum þar sem akuryrkja er mest stund- uð, en þeim mun betur í Austur- ríkjunum, þar sem auðmennimir eru flestir. Coolidge forseti hefir staðfest lög, sem banna að senda með pósti skammibyssur og önnur vopn, sem menn geti borið á sér án þess að á því beri. • * • Efri málstofan hefir samþvkt breytingar á póstgjöldum, sem lækka tekjur af póstflutningum um $30,000,000. » * « Á aðfaranótt sunnudagsins 27. febrúar dreymdi átta ára gamlan dreng í Detroit, Mich,, sem Morris Couzens heitir, að litlum vagni, sem hann átti og hafði til að leika sér að, hefði verið stolið, en vagn- inn átti að vera framan við húsið. Drengurinn vaknaði við þennan vonda draum og stökk út úr rúm- inu og niður stigann, en þegar nið- ur kom varð hann þess var að 'kviknað var í húsinu, en hann slapp þó út óskemdur. Móðir hans og þriggja ára gamall bróðir brunnu inni og mundi þessi drengur vafa- laust hafa farist líka, ef ekki hefði verið fyrir drauminn, sem varð til þess %ð vekja hann og koma hon- um til að þjóta upp úr rúminu og út til að gæta að vagninum stnum. • * • Utanríkisráðgjafi Bandaríkjanna Kellogg, hefir nýlega gefið út yfir- Ijýsingu þess efnis, að sá sé full- kominn vilji Bandaríkjastjómar, að svo verði málum skipað til að Kinverjar fái sjálfir eingöngu að ráða tollmálastefnu sinni, án íhlut- unar af hálfu erlendra stjórnar- valda. » * * Fullyrt er að Coolidge forseti sé ]>ess albúinn að komast að nýjum viðskifta- og öryggissamningum við þær ýmsu stjórnir, er nú sitja við völd í Kína, heldur en bíða von iif viti, eftir því að allsherjar stjórn komist á í landinu, sem óhugsanlegt sé að segja nokkuð um hvenær kunni að verða. • • • Ríkisþingið í -New York hefir samþykt þingsályktunartiljögu, er skorar á þjóðþing Bandaríkjanna að breyta vínbannslögunum þannig að hverju ríki verði í sjálfsvald sett hvaða aðferðum það vilji beita að því er viðkemur sölu eða sölu- banni áfengra drykkja. » * * Hgastofa Bandaríkjanna áætl- ar, að Iþann 1. júlí næstkomandi muni fólkstala ríkjasambandsins verða ikomin upp í 118,628,000. * * * Senator Abraham Greenberg, hefir nýlega lagt fyrir efri mál- stofu ríkisþingsins i New York frumvarp, er fram á ]>að fer, að stjórnin skipi fasta nefnd, er strangt eftirlit skuli hafa með sýn- ingum kvikmynda, sem og dramá- tiskum sýningum á hinum ýmsu leikhúsum innan vébanda ríkisins. Telur hann sýningar oft hafa verið 'beinlínis siðspillandi og leitt til margvíslegra vandræða. * * * Þegar Coolidge forseti fyrir skömmu tók á móti hinum nýja sendiherra Dr. Don Alejandro Cesar frá Nicaragua, sagði hann meðal annars, að það væri fjarri iþvi, að Bandaríkin vildu skifta sér af málum þess rikis eða leggja því fyrir lífsreglurnar. Þar á móti væri Bandaríkjunum það mikið gleði- efni, að vita af því að rikin í Mið- Ameriku væru sem sjálfstæðust og tækju sem mestum framförum í hvívetna. Bandaríkja-stjórnin hefir ákveð- iö aö skipa sérstakan stjórnarfull- trúa (hninisterj til að líta eftir hags munum Bandarikjanna í Canada, með aðseturstað í Ottawa. Sá mað- ur, sem til þess er valinn, heitir William Phillips og er nú sendi- herra Bandarikjanna í Belgíu. Hef- ir útnefning hans verið lögð fyrir stjómin í Ottawa, sem væntan- lega hefir ekkert á móti því að taka á móti þessum manni, sem fulltrúa nágranna þjóðarinnar. Mr. Phillips er frá Boston og mentun sina fékk hann við Harvard háskólann. Síð- an 1903 hefir hann gegnt ýmsum trúnaðarstöðum fyrir Bandaríkin, ibæði innan lands og utan og þykir útnefning hans ibenda í þá átt, að stjómin skoði þetta nýja embætti Iþýðingarmikið og vandasamt, þar sem hún velur mann til að gegna því, sem hefir sérstaklega víðtæka reynslu og þekkingu á stjórnmál- um. * * * Svo segir Dr. Nicholas Butler, forseti, Columbia háskólans, að þeg- ar tími sé til þess kominn, muni Coolidge forseti lýsa yfir því, að hann sé ófáanlegur til að taka út- nefningu sem forsetaefni 1928 Segir Dr. Butler að það væri gagn- staatt heilbrigðri skynsemi, ef for- setinn gæfi enn kost á sér við næstu kosningar, en heibrigða | skynsemi haf.i forsetinn þegið í j ríkum mæli. * * * Mrs. Ada Sawyer Garrett heitir kona ein í Chicago, sjötug að aldri. Hún hefir hafst við í litlu, dimmu og illa hirtu herbergi í lélegu leigu- húsi þar í borginni. Þaðan var hún tekin fyrir skömmu og flutt á sjúkrahús, þá mjög aðframkomin af matarskorti. Það er nú gömul saga, því miður, að margir hafa orðið að liða og láta lífið, vegna þess að þá hefir skort daglegt brauð. En hér er ekki því til að dreifa, því þessi kona á að minsta kosti fimm miljónir dollara. En sparsemin og sjálfsafneitunin, þessar góðu dygðir, geta líka geng- ið úr hófi, eins og hér hefir raun á orðið, þar sem vellauðug kona er svo sparsöm við sjálfa sig, að hún er rétt að því komin að missa líf- iö fyrir þær sakir. Bretland. Breska þingið var sett á þriðju- daginn hinn 8. febr. Þar voru við- stödd konungur og drotning, og setti konungur þingið. Þar eru nú þrír aðal stjómmálaflokkar, sem allir eru æði fjölmennir og hafa mikið að segja og þá vitanlega einnig þrír flokksforingjar. Stan- ley Baldwin, leiðtogi íhaldsflokks- ins og stjórnarformaður ver gerðir stiómarinnar gegn öllum árásum og1 að finningum ; Ramsay Mac- Donald, leiðtogi verkamannaflokks- ins, hefir margt að athuga við gerðir stjómarinnar og lítur heldur , út fyrir að hann geri sér töluverðar vonir um að komast til valda áður en langt um líður; Lloyd George, hinn gamli og frægi stjórnmála- maður, er leiðtogi frjálslynda flokksins og er ihann nú liðfæstur á þingi. En ekki lætur hann það á sig fá, en berst fvrir sinum skoð- unum og sínum flokk alt hvað af tekur og virðist langt frá, að hon- um sé það nokkuð á móti skapi að taka viö stjórnartaumunum, ef þjóðin vildi svo vera láta. * * * Eins og kunnugt er, þá eru það, karlmenn einir, sem sæti eiga í efri málstofu breska þingsins. Nú er konurnar farið að langa til að kom- ast þangað lika, og þykir ekki ólik legt að lávarðarnir taki því vel, því það væri sjálfsagt miklu skemti- legra fyrir þá að hafa konur þar með sér. Lady Astor ætlar að flytja lagafmmvarp á breska þing- inu þess efnis að heimila einum fjórtán konum, sem em nógu auð- ugar og hátt settar í þjóðfélaginu, að taka sæti í lávarðadeildinni. Frú- in segir að lávarðadeildin sé hin eina stofnun í þjóðfélaginu, sem ekki viðurkenni rétt konunnar. En nú ætlar hún ekki lengur að láta það svo til ganga, ef hún má ráða. * * * Hinn 25. febrúar fóm fram aukakosningar til breska þingsins í Stounbridge á Englandi. Fóm þær þannig að þingmannsefni verka- . mannaflokksins W. Wellock náði kosningu með 16,561 atkvæði. Þingmannsefni íhaldsflokksins, H. B. Hogbin hlaut 13,461 atkvæði og A. J. Glyn Edwards þingmannsefni frjálslynda flokksins 9,535 atkvæði. Þetta er sjötta kjördæmið, sem verkamannaflokkurinn hefir unnið við aukakosningar þar í landi síð- an 1924 að almennar kosningar fóru fram. Þykir verkamonnum jætta góðs viti og hyggja gott til næstu almennra kosninga, en hins vegar verða pólitísk veðrabrigði oft með skjótum svifum og kunna fáir þau fyrir að sjá. Hvaðanœfa. Samkvæmt nýjustuvsímfregnum, hefir Mrs. Sun Yat Sen, ekkja stjórnmálamannsins nafnkunna, er um eitt skeið var bráðabyrgðar for- seti Kanaveldis, gerst liðsforingi í her Nationalistanna kínversku, sem kominn er í nánd við Shanghai. Forsetaekkjan er útskrifuð af Wesleyan College og þykir í hví- vetna hinn mesti skörungur. Commúnista þingmaðurinn franski, V aillanf-Couturier hefir verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsisvist fyrir grein, er hann nýlega reit í blaðið L’Humanite, þar sem hann tók1 að sér að halda uppi vöm fyrir Anteo Zamboni, þann er banatilræði sýndi Musso- lini stjórnarformanni ítaliu, í borg- inni Bologna. * * * Tekjur þær. er sjórn Frakka inn- heimti frá spilaknæpum þar í landi námu á svðastliðnu ári, rúmum þremur miljónum sterlingspunda. Hefir sú ttekjugrein aldrei áður komist á jafnhátt stig í sögu hinnar frönsku þjóðar. Hvert skyldi stefnt? Ræða, flutt á afmælissamkomu stúkunnar Heklu 30. des. 1926. Eftir Riichard Beck. Vér stöndum, að kalla má, á krossgötum. Sandkomin í stunda- glasi hins líðanda árs fækka óð- um; annað dagar senn. Dulið er nð mestu, hvað það hefir að færa. Hjá því getur eigi farið, að það flytur viðfangsefni, sem ráða verður fram úr; baráttu, sem enda hlýtur annað hvort í sigri eða ó- sigri. Og þetta eitt vitum vér með vissu: Árið, sem fram undan er, færir oss ný tækifæri — tækifæri, sem nota má til mikils, til einskis eða verra en einskis. Við stönd- um að egja má á þrepskildi nýrr- ar veraldar. Á því vel við að spyrja sjálfa oss: “Hvert stefn- ir ?” Vér lifum á öld véla og véla- braða. Mest þykir um það vert, að fara sem allra hraðst. Minna er oft um það spurt, hvort stefnt sé í rétta átt. Eg veit að skáldið kvað: “Að komast sem fyrst og að komast sem lengst, er kapp þess, sem langt þarf að fara.” En hitt mun skáldið einnig hafa haft í hug, að áfangastaðurinn væri þess virði að þangað væri náð. Leiti menn sér hvíldar eða skemtunar, sækja fáir um fjöll og firnindi til þess staðar, sem enga fegurð á. Hví skyldum vér þá eyða æfi vorri í hégómaleit? Menn segja oft, að tíminn sé pen- ingar. Satt er það að tímanum má breyta í gull og silfur, 0g margir álna veraldargáfu sína á auðsins kvarða, telja æfina í aur- um. En ekki munu allir sammála um það, að krónueign sé áreiðan- legur mælikvarði manngildis. Kunnugt er um menn, sem létu eftir sig miljónir króna, en voru þó ekki tíu aura virði meðbræðr- um sínum eða þjóðfélagi, hvað þá mannkyninu í heild sinni. Aðrir, som snauðir voru að veraldlegum fjármunum, hafa látið eftir sig störf, sem aldrei fyrnast, unnið þjóð sinni og veröld allri ómetan- legt gagn. Tíminn er miklu meira en peningar; hann er lífið sjálft. Æfi manns er sem perlufesti og augnablikin eru perlumar; glatist eitthvert þeirra, er dýrmætri perlu á glæ varpað. Eg minnist grísks málsháttar, sem ræðir um að missa marksins. Margir leggja ör á streng, benda boga sinn og skjóta, en kom- ast að því fyr eða síðar, að þeir miðuðu ekki að mark- inu rétta, heldur einhverju, sem að eins líktist því. Markið sanna verðum vér að finna, áður en vér skjótum örinni af boga lífs vors, því vér eigum að eins eina örina,, þar sem þessi æfi vor er. Ef vér gerum eigi meira, þegar dagar vorir eru taldir, en að “auka eigu jarðar um ein klyf af mold”, þá höfum vér mist marksins al- gjörlega. Vér menn berum tign guðdóms- ins á enni og eld hans í hjarta. Oss hæfir að eins göfugt tak- mark. Þá er Thorvaldsen, mynd- höggvarinn mikli íslenzki, sá af- hjúpað líkenski sitt af Kristi, er mælt, að hann hafi grátið. Vinir hans, sem til hans komu til þess að óska honum til hamingju, furð- aði á að heyra hann mæla: “Snild minni er að fara aftur.”— “Hvað áttu við?” spurðu vinir listamannsins. (Thorvaldsen svar- aði: “Líkneski þetta er hið fyrsta verka minna, sem eg hefi verið fvllilega ánægður með. Til þessa hefir hugsjón mín verið langt ofar því, sem eg gat í framkvæmd kom- ið. Eg get aldrei framar gert smíðisgrip þann, sem mikil snild sé á.” Framh. á bls. 5. Áttunda ársþing Þjóð- rœknisfélagsins. Þess er ekki þörf að skýra hér frá því, sem fram fór á ársþingi Þjóðræknisfélagsins, sem haldið var í Goodtemplarahúsinu í Win- nipeg dagana 22.—24. febrúar, því gera má ráð fyrir, að skýrsla um gerðir þingsins, frá skrifara þess, birtist í þessu blaði á sínUhi tíma, eins og á undanförnum árum. Einstöku atriða er þó rétt að scgja frá, eins og t. d. hverjir voru valdir í stjórnarnefnd fé- lagsins þetta árið, en þeir eru all- ir kosnir til eins árs að eins. Þeir efu: Ragnar E. Kvaran forseti; J. ,J. Bildfell varaforseti, Einar P. Jónsson skrifari, Guðm. Eyford varaskrifari, Árni Eggertsson fé- hii^ðir, Jakob Kristjánsson vara- féhirðir, H. S. Bardal fjármálarit- ari, A. Sædal varafjármálaritari, og P. S. Pálsson skjalavörður. Eitt af þeim málum, sem þingið hafði til meðferðar, var væntan- leg þátttakaVestur-Islendinga í hátíðahöldum þeim, sem fram eiga að fara á íslandi 1930 út af þúsund ára afmæli Alþingis. Til að hafa það mál með höndum voru kosnir: J. J. Bildfell, Árni Egg- ertsson, Jakob Kristjánsson, A. P. Jóhannsson og séra Rögnvaldur Pétursson. Að kveldi fyrsta þingdagsins fóru fram glímur, sem sjö ungir menn tóku þátt í. Var þar margt fólk saman komið og naut góðrar skemtunar af að horfa á íslenzka glímu. Sá sem þetta skrifar. er ekki glímumaður og skal því hér ekki um þær dæmt og ekki sagt frá vopnaviðskiftum, en leikslok- in urðu þau, að fyrstu verðlaun hlaut Björn Skúlason frá Oak Point; önnur verðlaun Benedikt Ólafson og þriðju verðlaun Sig- urður Sigurðsson, sem báðir eiga heima í Winnipeg. Áður en glím- urnar byrjuðu, flutti þáverandi forseti félagsins, séra Jónas A. Sigurðsson, snjalla og skemtilega þjóðræknishugvekju, sem gerður var að góður rómur. Einnig lék miss Hermannson á fiðlu. Á miðvikudagskverd'ið, 23. febr. var almenn skemtisamkoma hald- in undir stjórn deildarinnar Frón. Hún var vel sótt, fólkið éiginlega miklu fleira, en þægilegt húsrúm var fyrir. En svo hefir þjóðrækn. ismönnum líklega fundist, að þröngt mætti sáttir sitja, og hægt væri að komast af með nokkuð lít- ið af hreinu andrúmslofti eina kvöldstund. iEn það var áreiðan- lega af skornum skamti í Good- templarahúsinu þetta kveld. «— |1 NÚM ER 9 J I! Prófessor Svb. Sveinbjörnsson látinn Þau harmatíðindi hefir ræðismaður Islands og Danmerkur hér í borginni, Mr. A. C. John- son, tilkynt oss, að látist hafi í Kaupmanna- höfn þann 23. f.m., prófessor Sveinbjörn Svein- björnsson, tónskáldið ástsæla, höfundurinn að hinum dásamlega þjóðsöng Vorum, “Ó, guð vors lands”, ásamt mörgum öðrum ógleyman- legum tónlistaverkum. Dauðdagi Sveinbjörns- sonar var fagur, eins og alt æfistarfið, — hann hneig út af við slaghörpuna, — hljóðfærið, sem hann elskaði mest, og leið á vængjum söngs og samræmis, ungur í hugsan og sál, — upp í dag- inn mikla. Við fráfall Sveinbjörnssonar, er þungur harmur kveðinn að ástvinum hans, hinni íslenzku þjóð í heild og öllum þeim öðrum, er því láni áttu að fagna að kynnast honum per- sónulega og listaverkum hans. — Minning hans geymist jafnlengi og íslenzk tunga verður töluð. — E. P. J. Sveinbjörn tónskáld Sveinbjörnsson. 28. júní 1847 — 23. fébrúar 1927. Ó, Gtuð vors lands, er söngva sál Nú svifin liæða til, Að leika tóna og ljóða mál Við lífsins undirspil? Því dýrstu hljóma heilög sál 1 hjarta skáldsins bjó, Unz ekkert glapti guðleg mál, En glevmdist líf. — Hann dó. Ó, ættlands guð, í engla sveit Til Islands sendu hann, Að syngja frægum feðra reit Um frið og kærleikann; Um æðstu tóna, — æðra og meir, Sem eru’ oss nú gm megn, — Unz hjá oss loksiiis dauðinn deyr Við drottins tóna regn. 26-2-27 Jónas A. SigurÖsson. Skemtiskráin var löng og góð; of löng, því hún var ekki úti fyr en klukkan að ganga tólf um nóttina, og þó vantaði eina ræðuna, líklega langa ræðu, því Dr. Sig. Júl. Jó- hannesson gat ekki komið. Séra Albert Kristjánsson talaði í nærri klukkutíma um íslenzkar dygðir. Mintist ekki á ódygðirnar, sem betur fór, því þá hefði ræðan ekki orðið eins skemtileg og sjálfsagt alt of löng. Söngurinn var mikill og góður, en sérstaklega þótti mörgum ánægjulegt að heyra Mrs. Stefánsson syngja íslenzku söngv- ana og bera orðin svo skýrt fram, að naumast varð annað heyrt, en hér Væri ísl. söngkona að syngja. Skemtiskráin endaði með því, að sungið var “O Canada” og var ætl- ast til að allir syngju, og gerðu margir einhverja tilraun til þess, en söngurinn fór herfilega út um þúfur. Má það merkilegt heita, að milli fjögur og fimm hundruð írlendinga, sem langflestir eiga he'ima í Canada, skuli ekki geta sungið þjóðsönginn svo sæmilega fari. Ef dæma má eftir því, hvernig söngurinn tókst í þetta sinn, þurfa þeir áreiðanlega að læra betur og væri óskandi að þeir gerðu það heldur fjm en síðar. Síðasta kveldið, sem þingið sat, kom það til umræðu, að styrkja kenslu í íþrótta og líkamsæfingum með fjögur hundruð dollara tillagi úr félagsjóði. Allir viðurkendu nauðsyn þessa máls, en ýmsum fanst, að félagið gæti ekki staðið sig við að leggja fram þessa pen- inga. Þá stóð upp A. S. Bardal cg sagði, að sér væri það ljóst engu síður en öðrum, að líkams- æfingar og íþróttir gerði fólkið hraust og langlíft, og væri því út- fararstjóranum ekki til hags- muna; en hvað sem þvi liði, þá væri sér ljúft að greiða götu þessa máls og skyldi hann leggja fram fjórða hluta af þeirri upphæð, sem fram á væri farið, eða $100. A. P. Jóhannson sagðist einnig skyldi leggja til hundrað dollara til þessa máls og W. J. Jóhannsson sagði, að þriðju hundrað dollar- aranna mætti vitja til sín. Voru þar með á svipstundu fengnir þrír fjórðu hlutar þess fjár, sem farið var fram á og vafalaust legst eitthvað til með það, sem á vantar. Er það mikið gleðiefni, að þetta þarfa mál fékk svo góðan byr. Eins og tekið er fram í upphafi þessarar greinar, er hér að eins drepið á fáein atriði í sambandi við þjóðræknisþingið, en frá gerð- um þess verður nákvæmlega skýrt í fundargerningunum.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.