Lögberg - 03.03.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 03.03.1927, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MARZ 1927. Bls. 6 Dodas nýrnapillur oru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllmn lyf- sölum eða frá The Dodd's Medi- cine Company, Toronto, Canada. viðurkent, að sumir kaflarnir í fornsögum vorum séu svo listi- lega vel'ritaðir, að þeir fyllilega jafnist á við það bezta, sem finn- ist í klassiskum fræðum Grikkja og Rómverja. Hverjir voru þessir menn, sem rituðu svo frámunalega vel ís- lenzkt mál, að enginn hefir síðan náð hámarki þeirra, og því síður tekið þeim fram? Þeir voru ekki háskólastimplaðir menn; þeir voru ekki menn með doktors- eða prófessorstitla. Þeir voru bara bændur — óðalsbændur úti á Is- landi, sem iðkujðu vrt og strit, og frelsi og fróðleSk. Oss er ljúft að láta hugann hvarfla við þenna kafla sögunnar. Það er svo mikill menningarblær yfir forfeðrum vorum á söguöld- inni og friðaröldinn'i, eða fram að 1120. “En allir dagar eiga kvöld og allar nætur morgunn.” Með Sturlungaöldinni fer að syrta að. Deilur og vígaferli færast í vöxt; og um miðja 13. öld er þjóðin búin að tapa sjálfstæði sínu. Eftlr það er sorglega dimt yfir íslenzku þjóðlífi í margar aldir, eða þar til um miðja átjándu öld, að loks tek- ur að birta aftur og nýtt framfara- skeið er fyrir hendi. Á þessu langa og raunalega tímabili sög- unnar, var eins og alt yrð'i þjóð- inni tjl ógæfu. Hver óhamingjan rak aðra. Á Sturlungaöldinni voru margir af ágætismönnum þjóðar- innar vegnir, eða drepnir, og það oft á níðingslegasta hátt. Þar af leidd'i mestu óstjórn og agaleysi 1 landinu. Svo komu drepsóttir — Svartidauði og Stórabólan, eldgo^ og ísaár, og aðrar hörmungar, sem dundu yfir þjóðina. En þrátt fyrir alt þetta mótlæti, sem þjóðin varð að þola, sjáum vér, þá er vér lcsum söguna, að ísland hefir átt margt ágætra sona, sem reyndu af öllum mætti að Ieiða þjóðina gegn um þessar hörmungar, út úr dimmunni ogíinn í birtuna. Þeir standa eins og fjallháar eikur í sögueldinum um margar aldir eft- ir að smáviðurinn er fallinji og fú- inn. Það eru slíkir menn, sem haldið hafa menningarblysinu á lofti á neyðartímum þjóðarínnar. Menn, sem varið hafa öllum kröft- um sínum og lífi til viðrisnar landi oe þjóð. Menn, sem svo að segja hafa logað af löngun og ákafa, til að vekja þjóðina f svefni, dofa og dáðleysi, og hefja hana úr dýpstu niðurlæging, til vegs og gengis. Þeir menn eru skærustu og björt- nstu Ijósin á söguhimni þjóðanna. Og þótt þeir sjálfir hverfi af stjörnusviðinu, halda þe'ir áfram að lýsa mönnum leið um ókomnar aldaraðir. íslánd hefir eignast marga slíka menn. Þeir eru vorir sönnu for- feður. Látum oss minnast þeirra oft. Látum oss geyma minningu þeirra sem helga dóma. Vínbannið í sðasta blaði Lögbergs er rit- stjórnargrein um vínsölu. Þar er þess getið, að í ráði sé að stofna vínsölustofur (saloon) í bæjum — og líklega í sveitum líka — þar sem hægt verði að fá keypt öl og létt vín, til neyzlu á staðnum. Þess er getið í greininni, að þetta muni verða borið undir atkvæði bæjarbúa. Greinarhöf. telur þetta óráðlegt, og ræður mönnum sterk- lega til að vinna á móti því. Hygg eg það sé rétt athugað, því ekki er líklegt, að opinber vínsöluhús styðji að útrýmingu vínsins. Það er annars orðið stórkostlegt vandræðamál vínbannsmál'ið. Ekki einungis hér í fylkinu, heldur í öll- um löndum, þar sem það er komið °g nokkur reynsla er fengin fyr- ,r afleiðingum þess. Þeir hafa ekki ræzt spádómar bannvinanna, að með algjörðu vínbanni yrði allri áfengisnautn útrýmt á stutt- um tíma. Því er nú ver, að svo er /ekki. Það er stórt spursmál, hvort áfengisnautn hefir nokkru sinni haft verri og víðtækari afleiðing- ar heldur en nú. Þe'tta mun nú Þykja nokkuð djúpt tekið í árinni, en eg hygg það sé sönnu næst. Að vísu er ekki hægt að sanna það með tölum, því enginn veit hversu mikið er flutt inn af vírii, og því síður hvað mikið er búið til af því leynilega. Hvort eins mikið er drukkið nú af áfengi eins og áður, er ekki gott að segja, en eflaust er eytt eins miklu af peningum fyrir vín nú, eins og nokkru sinni áður. Vínið er nú afar dýrt, eins cg allir Vita. Það er einokunar- vara, sem engin samkepni nær til. En það er nú ekki það versta, hversu mikið er drukkið. Hitt er verra, að góð vín eru varla fáan- leg og afar dýr; en í þess stað drekka menn alls kyns ólyfjan, sem spillir heilsu manna og stund- i:m reynist banvæn. En hvað veldur þessu óláni? Hvernig verður ráðin bót á því? Eg er ekki fær um að svara þess- um spurningum til hlítar, en eg álít, að hver hugsandi maður ætti að íhuga þœr, og skapa sér á- kveðnar skoðnir í þess máli. Það getur farið svo, að við þurfum að greiða atkvæði um það áður en langt líður. Eg hygg því það væri gott fyrir okkur, að rifja upp fyr- ir okkur ganginn í þessu máíi frá byrjun og athuga afleiðingarnar af því. Hverjar eru orsakirnar til þess, að vínbannslögin hafa verið brot- in meira en önnur lög? Þær eru að minni hyggju margar, og liggja nokkuð djúpt. Eg vil að eins benda á tvær af þeim. Fyrst og fremst eru bannlögin skerðing á frelsi einstaklingsins. Það þola menn illa nú á dögum, því flest nýrri lög miða að þ;í að auka e'instaklings frelsið, eða þess óska menn að minsta kosti. Eftirlitið, var slælegt strax í bvrjun, og menn urðu þess fljótt varir, að stærri mennirnir fóru kring um lögin, og neyttu víns eftir sem áður. Þessum mönnum var hlíft við sektum í lengstu lög. Þar af leiddi oft, að lögreglan varð máttvana, því oft kom það fyrir, að verstu lögbrjótarnir gátu dregið þá með sér, sem ekki þótti sæmandi að hreyfa við. En “hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það”.— Gott dæmi þess, hvað laglega er farið í kring um lögin, er, hvernig vln hefir verið selt í hótelum. Það er al. kunnugt, að vín hefir verið selt í hótelum árum saman, síðan lögin komu í gildi. Eigendurnir hafa notað sérstaka menn til þess. Það hefir komið fyrir, að þessir menn hafa verið staðnir að verki, og sektaðir. Eigandinn hefir sett upp saklteysissvip, og rekið þenn- an náunga úr vistinni, sem fór svona illa að ráði sínu. Sektin hefir verið borguð, en enginn ve'it hver hefir lagt til peningana. Eftir stuttan tíma kemur annar, og selur vín á sama stað. Það er lát- ið afskiftalaust, þar til einhver kærir. Þannig endurtekur sama ssgan sig. Enginn hreyfir við hús- eiganda. Það eru ranglátir þjón- ar, sem lögbrotunum valda. Þessar hygg eg að séu aðal or- sakirnar. Of ströng lög, sem þessi kynslóð þolir ekki; en of lint og hlutdrægt eftirlit. Afleiðingarnar af þesu öllu eru öllum kunnar. Það er farið í kring um lögin, og þau brotin á allan hátt. Það eru eflaust fáar undantekningar, að þeir, sem vilja neyta víns, láti löghlýðni aftra. sér frá því. Margir óhlutvandir menn settu upp vínsuðuvélar og græddu á því stórfé. Þetta mun stjórnin hafa séð, og fékk því leyfi þings- ins til að setja upp vínsölu, sem hún rekur sjálf. Þar átti að gjöra tvent í eiiyi, að gefa vínmönnum tækifæri til að fá vín með frjálsu móti, og gefa fylkissjóði tekjur; því vínin eru afar dýr. En þetta mishepnaðist algjörlega. Það gaf ólöglegu vínsölunni byr undir báða vængi, jþví nú þurftu þeir, sem þá verzlun ráku, ekki annað en að kaupa stjórnarleyfi, og hafa stjórnarvín á reiðum höndum til að veita riinum sínum heima hjá sér. Svikin vín gátu þeir því betur selt í laumi og á lægra verði en stjórn- arvínin. Afleiðingin af þessu er sú, að nú er ólögleg vínsala að kalla má í hverju stræti í Winrii- peg og víða með stuttu millibili. Stjórnarsalan hefir því eflaust aukið óleyfilega vínsölu að stór. um mun. Vínsuða fer óðum í vöxt og er þó varið stórfé til að upp- ræta hana. Mundi ekki hafa verið heilla- vænlegra fyrir stjórnina, að selja vínin á sanngjörnu verði? Hún ætti að geta komist að eins góðum innkaupum eins og heildsölu vín- salar gjörðu fyrrum, og enda betri. Vín hennar ættu því ekki að þurfa að vera stórum dýrari, en þau voru áður seld í smásölu. Með því væri tvent unnið: Það myndi seljast miklu meira af vín- inu, og það mundi hnekkja mjög gróða þeirra, sem seldu svikin vín. Þá er e'in sú afleiðing af bann- lgunum, að þau hafa skapað nýja <4Golden Grain” Brand No. 832 Russet Harness Bezta tegund af Aktígjum í Canada Þessi ágætu, brúnleitu aktýgi eru tilbúin úr völdu efní, hinu sama og notað var í þúsundir aktýgja, sem notuð voru í ridd- araliðinu. Hafa náð mikillli útbriðslu og reynast ágætlega. Beizli: Hringkrúnu gerð, % þuml. checks concord. Augna- skýlur samstæðar, kúptar og þægilegar, með látúns deplum. Taumar 1% þuml., tvíþættar, þrísettar, gegnsaumaðar, sterk- ar. Þykkir fallegir púðar 1% þuml. brjóstborðar og Martm- gales. Kviðbönd egta leður 1% þuml. Fóður eins þuml. Spennur, sterkar Breeching með 1 þuml. 5 hringja sniði, skraut top, og sterku samanbrotnu sæti. Stálkrókar, látúnsboltar. Aktýgi, sem verulega taka öðrum fram (án kraga) $59.65 Án Breeching .......................... (án kraga) $45.00 No. 823—“Gölden Grain”, Layer Trace, Japan Tnmmed aktýgi, úr Nr. 1 leðri, (án kraga) .......... $32.2d No. 827—“Golden Grain” 2 þuml. ólar (án kraga)..... $38.40 No. 824—“Golden Grain” Layer ólar (án kraga) ...... $31.75 No. 818—“Golden Grain” ágæt aktýgi (án kraga) ..... $30.25 VERD í MANITOiBA OG SASKATCHEWAN Finnið viðskiftamann yðar, sem næstur er, og faið að S3a “Golden Grain” og “Horse Shoe Brand” aktýg'i og kraga. Verið viss um GG eða skeifa sé á hverri ol._______ tegund af lagabrotum. Þau laga- brot eru nú eflaust tíðari, en nokkur önnur lgabrot hér í fylk- inu. Allir vita, að virðingarleysi fyrir lögum i eina átt, gjörir mann ótrauðari fyrir í aðrar áttir. Þetta hefir skaðleg áhrif á hugsunar- hátt unglinganna. Eg hefi líka tekið eftir þvi, að það er langtíð- ast, að unglingar brjóti lögin, með því að neyta víns ólöglega. Síðan bindíndisfélögin hættu að starfa, hefir fjöld'i af yngri mönnum far- ið að neyta víns, sem áður voru bind'indismenn. Þtessi er líklega langhættulegasta afleiðing af lög- unum. Um það leyti, sem lögin gengu Þeir, sem ætíð hafa verið and- vigir bannlögunum mundu segja: Afnemið vínbannið með öllu! Gefið hverjum sem vill leyfi til að selja vín, eins og áður var. Það verður eina ráð'ið til að fyrir- byggja sölu og tilbúning á sviknu og skaðlegu víni, og það skiftir mestu. Undir þetta mundu nokkrir bindindismenn og bindindisvinir skriífa, sem skárra ráðið af tvennu illu. Þó með þeirri viðbót, að bönnuð yrði áfengissala til neyzlu á öllum op'inberum stöðum. Sú vínsala hefir að mínu áliti ætíð verið skaðlegust. Hún hefir skap- að drykkjusamsæti, sem allir hafa átt aðgang að. Þar hefir margur í gildi, voru bindindisfélögin vel j ungiingurinn lært að drekka, sem á veg komin með að vinna einhuga fylgl yngri kynslóðarinnar. Svo var það* í sve'itum þeim, ey eg þekki. Það var að komast inn í meðvitund þeirra, að vínnautn væri fyrirlitleg. Það var víða svo, að gömlu karlarnir voru varla á- litnir “húsum hæfir”, ef það vildi til, að við fengum okkur í staup- inu. Það leit því út fyrir, að vín- nautn mundi deyja út með næstu kynslóð. En þetta breyttist fljótt, þegar bannlögin komu. Eldri mennirriir hættu flestir að neyta vins. Þeir álitu það fyrir neðan sig, að neyta þess ófrjálsir, og höfðu andstygð á tilbúnu víni. — Vera má, að sumir hafi ekki treyst sér til að dylja lagabrotin sem skyldi. En þetta snerist fijótlega við. Yngri mennirnir fóru smárn saman að neyta víns, fléstir 1 hófi auðvitað, eins og gjörist með byrjendur. Þéir byrj- uðu þegar gömlu mennirnir hættu. Hvort orsökin hefir verið sú, að yugra og eldra fólkið virðist oft ekki eiga hægt með að verða sam- ferða, veit eg ekki. Vera má, að það hafi líka stutt að þessu, að um sama leyti komu margir yngri menn heim úr hernum. Þeir hfðu vanist víni í skotgröfunum, og álitu það holt og hressandi. Af þessari vaxandí vínnautn yngri mannanna, er aftur önnur alda runnin, sem eg hefi heyrt, að óðum grafi um sig í bæjunum. Sé það satt, þá er það sorgleg breyt- ing frá því sem áður var, og getur haft verri og viðtækari afleiðing- ar, en orðum verði að komið. — Einkar hentugar stofnanir fyrir þess konar, mundu drykkjustofur þær, sem nú er talað um að koraa á fót. Flestum hugsandi mönnum mun koma saman um, að ekki megi lengur við svo búið starijda. En hver ráð eru heillavænlegust til að ráða bót á þessu böli? Bannvinir munu svara því á þessa leið: Herðið á eftirlitinu. Hækkið sektirnar. Sendið’ heilan her af eftirlitsmönnum og lögregluþjón- um út um allar sveitlr. Gjörið þjófaleit í hverju húsi í bæjum og bvgðum, og hlífið engum, sem nokkur grunur fellur á. Upprætið með öllu alla vínsölu og vínsuðu á einu ári. Þá þorir enginn að fremja slíkt framar, og þá verður hægt að halda öllu í góðri reglu framveg- is með litlum kostnaði. Þetta mundi mörgum þykja djarflega og drengilega talað. En sá galli er á, að það mundi reynast bæði óvinsælt og lítt framkvæm- anlegt. Auk þess mundi það kosta of fjár. Til þess að koma því í framkvæmd, þyrfti heilan her manna. Lögreglan í Winnipeg aldrei hefð'i leiðst út í það annars. Þar hefir margur eldri maðurinn eytt tíma og peningum, sem hann mundi hafa notað betur, ef slíkir staðir hefðu ekki verið til. Hvor þesis'i vegur er nú heilla- vænlegri? Um það verða sjálf- sagt mjög deildar skoðanir. — Er nokkur meðalvegur til, sem væri áiitlegri? Sá gjörði þarft verk, sem gæti bent á hann, og komið honum í framkvæmd. Eg get ekki séð hann, og mundi því hallast að síðari tilögunni, því hana álít eg framkvæmanlega, en hina ekki. Eg hefi sterka trú á því, að bind indishreyfingin vinni bug á of- drykkjunni í opinberri og drengi- legri baráttu. Eins og nú standa sakir, er sú barátta vonlítil, þegar bindindisfélögin eiga við óvirii að etja, sem fara í felur, og vega að þeim í myrkri. Vogar P.O., 12. febr. 1927. Guðm. Jónsson. Hvert skvMi stefnt? Framh. frá bls. t. Lögmál það, sem snillingurinn hér ræðir um, gildii' á öllum öld- um. Hvenær sem einhver telur ræzt hafa í verki hæstu hugsjón sína, þegar hann er algjörlega á- nægður með starf sitt, þá er hann dauðadæmdur. Hann getur eigi hærra klifað, er kominn á efsta þrep framfaiastigans. Annað hvort vjerður hann staðar að nema eða færast niður á við. En að standa 1 stað er tíðum hið sama og vera að fara aftur. Enska skáld- ið Robert Browning orti fagurt og öflugt kvæði um Andrea del Sarto, mann þann, sem kallaður var “málarinn fullkomn'i”. Hann þarf eigi lengur að gera neinn upp- drátt að málverkum sínum, sú tíð er löngu liðin. Hann getur málað í fullkominni fegurð hverja mynd þá, sem honum í huga kemur. Er slíkur maður öfundsverður ? Svo hyggja vinir hans. En því fer fjarri um Andvea sjálfan. Hann öfundar vini sína, sem eiga hug- sjónir hærri og fegurri, en þeir geta á tjald málað. Þeir eiga mark, sem bendir þeim áfram og ofar, að keppa að. Sé ekkert að að keppa, hverfur þráin til fram- sóknar. Hyer maður, sem eigi setur sér ákveðið takmark, er sem áttavitalaus skipstjóri úti á regin- sævi. Hann veit eigi hvar lands skal leita. Eins og skýstólpi um daga og eldstólpi um nætur hafa hugsjón- iinar beint þjóðum og einstak- lingum veginn til framsóknar. Og hver sú þjóð, sem hugsjónasnauðu ir mjög á um það hvert stefna skuli. Svo var það um vinina tvo, sem Einar Kvaran lýsir í einu kvæöa sinna. Þá dreymdi báöa: “eitt ljómandi land, sem var langt úti’ í reginsævi.” En ólík var draummyndin aö svip og dráttum: “Annan dreymdi þar afar-há fjöll meS útsýni af gnæfandi tindum, en hinn dreymdi skógbelti og skín- andi völl, meS skjól fyrir öllum vindum.” Vinir þessir eru táknmynd þeirra tveggja lífsskoSana, sem mest ber á. Annar er ímynd þess anda, sem ann makræSinu, velur sér greiSfær- an almannaveg. Hinn er ímynd framsóknarinnar; hræöist eigi brattann eöa óruddar urðir. Gnæf- andi tindurinn þar sem útsýnin fegursta bíSur bergklifrandans, eggjar hann lögeggjan. í Og -mennirnir hafa frá aldaöSli dreymt svipaSa drauma. og vinina, og gerir það enn. Sé einhver srvo blásnauöur, aS hann eigi ekki slíkt draumaland er harin aumkvunar- verSur í meira lagi. AuSvitaS er eg hér aS ræSa um vökudrauma manna. Og um þá segi eg afdrátt- arlaust því fegurri og stærri sem þeir draumar eru því göfugra og innihaldsríkara verSur líf vort. Þó oss gleymist þaS oft, er því samt svo fariS, aS framfarir mannkyns- ins eiga rót sína að rekja til draum- landa þess. Þær eru árangurinn af draumum og fórnfúsu starfi djúp- særra og langsýnna spekinga. Þess- ir menn ruddu oss braut “til áfang- ans þar sem vér stöndum;” þeir náimi landiö; vér hyggjum í skjóli þeirra. Sagt hefir þaö vitur maSur, aS saga þjóSanna væri í raun-og veru saga fárra manna. Víst er um þaS, aS í sögu hverrar þjóöar eru nokkr- ir þeir menn, sem segja má aS “séu höfSi hærri en allur lýSur.” Þeir standa í fylkingarbrjósti og 'hafa meö störfum sínitm varpaS bjarma frægSar á land sitt og þjóS. I þessum flokki eru: skáldin. lista- mennirnir, vísindamennirnir og stjórnmálaskörungar þjóSanna. Þeir eru mennirnir, sem átt hafa draumlöndin fegurst. Þeir eru máttarstólpar menningarinnar. Þeirra arfþegar erum vér og þeir geta veriS oss leiSarljós. Þeir voru dyggir þjónar hugsjónanna göf- ugustu, þessvegna' lifa þeir þótt }æir deyi. En líf manna skyldi eigi reiknaS í árum heldur í dáSum. Og göfug störf eru aS jafnaSi árangur stórra drauma. Undir merki göfugrar hugsjónar skal því stigiS yfir þrepskjöld hins nýja árs. “Beittu stjörnu fyrir vagninn þinn,” mælti einn speking- anna. Vel megum vér þau orS í minni festa. AS vísu er meira skjól í dölunum en á tindum uppi, en fögur er útsýn af fjöllum. Mikilleiki Leifs hepna. Blaðið Chicago Tribune, flutti þann 7. febrúar siðastliðinn rit- stjórnargrein um Leif Eiríksson, er telur hann hafa verið Norð- mann í húð og hár, og þess vegna beri norsku þjóðinni að sjálf- sögðu allur heiðurinn af landnámi hans og sigurvinningum. Maður að nafni Olav E. Roy, hefir sýnilega orðið óánægður með áminsta ritstjórnargrein, því fáum dögum síðar birtist eftir hann í téðu blaði eftirfylgjandi greinarkorn: “Því hefir nýlega opinberlega verið haldið fram, að Leifur Ei- ríksson hafi verið Norðmaður. Þetta er ekki rétt. Hann var fæddur á íslandi, líklega 790. Fað- ir hans var norskur, en móðir ís- lenzk. Þá var ísland frjálst lýð- veldi. Árið 986 fluttist fjðlskylda Leifs til Grænlands og stofnsetti með fram suðvesturströndinni, þýðingannikið lýðfrjálst, land- nám. Fólk þetta játaði kristna trú og lét reisa margar kirkjur, og árið 1126, eða 310 árum fyrir fæð- ingu Columbusar, var skipaður h'inn fyrsti Grænlandsbiskup, Ar- nold að nafni. Skýrslur um hagi þessa kristna nýlendulýðs, er að finna í skjalasöfnunum í Róm, svo að á sögu lslands e'ina þarf ekki að byggja i þessu efni. Nýbvggj- ar stunduðu mjög fiski- og dýra- veiðar, og dafnaði hagur þeirra vel lengi fram eftir. Svo kom plágan mikla, er nefnd hefir ver- ið “Svarti dauði” og f^r um land- ið eldi eyðileggingarinnar. Óvið kvað vera ófáánleg til að taka það lífi lifir, á skamt til glötunar. að sér, enda mundi sá mannafli! Hugmyndirnar eru það, sem menn hrökkva skamt. Það er hætt við, i hugsa, hugsjónirnar það sem þeir að herllðið vildi heldur vera fyrirjkcppa að. Þær eru máttugt afl. utan þá atvinu. Til þess að koma I Vitf ingur einn sagði: “Það eru þessu í framkvæmd, irtund'i þurfa: eigi unnin afrek, sem göfga mann- að beita harðstjórn í miðalda stíl. jjnn og hefja, heldur það, sem Slíkt mundi þessi kynslóð illa þolai hann vildi unnið þafa.” og mundu stór vandræði af hljót-j En mennirnir eru misjafnir a<5 rtst. i eðlisfari og tilhneigingurr). Þá grein- Rosc TiioIStre, Fcbr. 3, 4 and 5. ráðanlegur ótti greip þá hina fáu, er eftir lifðu, flýðu þeir óðul sín, skildu eftir búpening allan og leituðu vestur á bóginn. Fátt er líklegra en það, að Leif- ur Eiríksson og félagar hans hefðu stofnsett varanlegt land- nám í Norður-Ameríku, ef þeir hefðu verið jafnvel útbúnir að ný- tizkuvopnum og Columbus var, en slíku var ekki að heilsa. Fjarlægðin frá Noregi til ís- lenzku nýbygðanna á vesturströnd Grænlands, nemur um 1,700 míl- um. Fjögur hundruð ára bygging Grænlands af hinum íslenzku, norrænu víkingum, þegar miðalda myrkrið stóð sem hæst, skapar í raun og veru fyrstu kaflana í sögu Norður-Ameríku. Þegar Leifur lenti við strendur Ameríku, blakti fáni íslenzka lýðveldisins við hún, en skip Columbusar sigldu öll und- ir hinum konunglega, spanska fána. í opinberum byggingum hinnar amerísku þjóðar og skemti- görðum, getur að líta gulli greypt nafn Columbusar. En hvað er um minningu Leifs? Það er ekki að eins viðeigandi, heldur og bein skylda frá söglegu sjónarmiði, að Leifi E'iríkssyni sé skipaður sá sess með Bandaríkjaþjóðinni, er honum fyrir löngu bar, og að það verði viðurkent í eitt skifti fyrir öll, að hann var Islendingur, full- trúi lýðveldanna tveggja, íslands og Grænlands.” Hagic baking POWDER fejEgjjrugBlSj^ Magic bökunarduft, er ávalt það bezta í kökurog annað kalfi- brauð, það inniheldur ekkert alum, né nokk- ur önnur efni, sem valdið gætu skemd. Nýjasta og bezta BRAUÐTEGUNDIN Búin til með ágœtasta rjómabús smjöri j|| Það er smjörið í Bamby brauði, sem gerir það öllu ' öðru brauði betra. Hvert einasta brauð í umbúðum. gr==-i : Kaupið þessa brauðtegund strax í dag! Fæst hjá mat- \ m vörukaupmanninum. Canada Bread umferðasölum eða B E með því að hringja upp B2017-2018. Canada Bread Co. Limited A. A. RYLEY, Manager í Winnipeg i - Biðjið um 4 t % 4 ÍT T f ❖ f f m RIEDLE’S BJÖR LAGER Og STOUT t f f The Riedle Brewery f Stadacona & Talbot, - Winnipeg f Phone 57241 t f f ❖ f f X f f ♦?4 X f Y ♦♦♦ v ♦♦♦♦^♦'^♦'^♦♦♦♦'^♦^♦♦♦♦'^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦'^♦♦♦♦♦♦♦♦^í^^^*^ ♦♦♦

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.