Lögberg - 17.03.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 17.03.1927, Blaðsíða 3
I Konungsþjónustu, Eftir Aðalstein Knstjánsson. Frá Bristol vorum við sendir tafarlaust til hinna sögufrægu Hounslow herhúða, sem eru í útjaðri Lundúnaborgar. Hounslow er gömul og fremur óvistleg hermannaborg, en þar hafa haft aSsetur flestallir frægustu herforingjar Breta, um alda skeið. Þess vegna fylgja þess- um staS æfintýri mörg. Morguninn eftir aS eg kom í herbúSir þess- ar, sem mintu mig á fjárrétt á Islandi, voru her- foringjar aS “draga almenning og úrtíning” þann, sem kom meS mér þangað. Voru tólf hundruð í þeim söfnuSi, frá nærri því öllum þjóSum jarSarinnar. Var þeim skift niSur milli hinna ýmsu herdeilda brezka hersins, eftir verk- legri þekkingu, trúarbrögSum og þjóSerni. ViS vorum á ferS og flugi allan daginn, frá kl. 6 aS morgni og þar til komiS var dagsetur; höfSum aS eins fáeinar mínútur, til þess aS taka úr okk- ur sárasta sultinn. Eg var eini Islendingurinn, þarna á þessum staS, þess vegna tók það yfirmenn allmikinn tíma og útreikning, aS koma sér niður á í hvaSa herdeild þeir ættu aS skipa mér. Oftast mun hafa veriS gerS tilraun til aS flokka hermönn- um saman eftir þjóSerni og trúarbrögðum.— Snemma morguns, á þriSja degi eftir aS eg kom til Hounslow, þá var eg sendur til Chatham, sem er nálægt 70 mílum frá Hounslow herbúS- um, þvert yfir Lundúnaborg aS fara. 1 þeirri ferS kyntist eg fyrst' hinni illræmdu Lundúna- þoku. Samskonar þoka er aS vísu þekt á “Fróni”, aS því undanteknu, aS þar er þoka drotning engilhrein og fersk — ný-upprisin úr hafsins huldu sölum — óspilt af hinum ban- væna kolareyk, og ryki stórborganna á Eng- landi og Skotlandi. í þetta skifti hafSi eg enga viSdvöl í Lundúnum. 1 Chatham var eg gerSur meSlimur í verk- fræSingadeild hans hátignar, “The Royal En- gineers”, og var þar vel tekið, af yfirmönnum og undirgefnum. Kom mér þaS vel, því eg var æriS dasaður eftir alt ferðavolkiS frá Can- ada, enda var þaS sízt aS undra, allur viSur- gemingur hafSi verið slæmur, alla leið frá því aS viS fórum frá Nova Scotia, þó út yfir tæki, fyrstu dagana eftir aS viS komum til Englands. ViS vorum oft þannig settir, aS viS höfSum ekki tækifæri til þess aS komast á matsölustaSi. Næstu þrjár eSa fjórar vikur var alt fremur viSburSalítið, innan landamerkjanna í mínum sjóndeildarhring. ÞaS væri ekki vandfundið söguefni, ef lýsa ætti daglegum störfum og öllu fyrirkomulagi í herbúSum. ÞaS gæti hvorki orSiS sönn mynd af ástandi þar, á friðar- eða stríSstímum. Vopnahlé hafði verið samið; og þótt heræfingum væri haldiS áfram, þá vonuð- ust flestir eftir því, að friðarsamningar mundu verða undirritaSir innan skamms, svo lausn fengist iír herþjónustu. Á friðartímum, þá geta hermennirnir notið tilsagnar í ýmsum námsgreinum, sér að kostn- aðarlausu. - í verkfræðingadeildum er eðlilega . lögS áherzla á þær námsgreinar, sem mest þörf er fyrir í sambandi við herútbúnað. Allir með- limir í verkfræÖingadeildinni geta gengið undir próf, sem tfé- eða járnsmiðir, ásamt mörgum öðrum iðnaðargreinum, undir eins og þeir inn- ritast. Ef þeir standast þessi próf, þá er hækk- að kaup þeirra, en um leið hafa þeir harðari vinnu; þess vegna eru það ekki nærri því allir, sem leggja mikið kapp á það, að taka þessi próf, eða vinna þau. Einnig eru haldnir fyrirlestrar, og myndir sýndar, þar sem hermennirnir geta notið fróð- leiks og skemtunar, sér að kostnaðarlausu. Skömmu eftir að eg kom í herbúðirnar í Chatham, var fluttur þar fyrirlestur, af Eng- lending, sem til margra ára hafði starfað í sendiherraskrifstofum Breta í útlöndum. SagSi hann, að fjöldi af því fólki, sem vann í sendi- herra- og ræðismanna-skrifstofum þessum, hefði verið Þjóðverja-sinnar—þeim vinveitt, og vit- að um ýmislegt af fyrirætlunum þeirra og ráða- bruggi. Bretastjórn hefði þes» vegna orðið að kalla marga heim, þegar stríðið hófst, sem grunaSir voru um gravsku. — Svo sniðuglega hafði umboðsmönnum ÞjóSverja tekist að vinna hinna brezku þjóna— Rogers Casement var ekki sá eini, þó fáir fylgdu hans dæmi nema stutt á leið. — Meira um hann síSítt. Bæði Frakkar og Bandaríkjamenn voru því kunnugir, hversu margar aðferðir \ ilhjálmur Þýzkalandskeisari og höfuðsmenn hans notuðu tií þess að vinna traust og hylli þeirra manna, sem skipaðir voru í stjórnarþjónustu. Margt var dregið fram í dagsljósið á stríðsárunum, sem sannaði það, að þýzka stjórnin hafSi verið að undirbúa stríð til margra ára, þótt Vilhjalm- ur létist vera friðelskandi guðspjalla-trúboði. Brask þeirra við uppreisnarmenn í Mexico, sem getið var hér að framan, var ein aðferð þexrra, af mörgum svipuðum. IX. Þegar örlaga-þættir þeir, sem saman voru ofnir, tuttugu og fimm eða fimtíu ár á undan stríðinu, verða mönnum skiljanlegri heldur en nú, þá verður máske fundurinn, sem haldinn vár í Potsdamhöllinni 1896, eins sögufrægur og Aþenu-dómaranna, sem dæmdu Socrates til líf- láts, eða samsærismannanna, sem brendu Sav- onarola í Florence, en þau samsæri voru sam- kembd gegn einstökum mönnum og skoðunpm þeirra. t Potsdamhöllinni, 1896, var bruggað sam- særi, sem orsakaði landplágur meðal allra þjóða, og komandi kynslóðum. A fundi þessum voru leynifélög stofnuð í öllum borgum, og fjölda mörgum smærri þorpum, um þvert og endilangt Þýzka ríkið. Öll þessi félög voru stofnuð í eiiium og sama tilgangi — nefnilega að flýta fyrir — undirbúa og bygg-ja undirstöð- p LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. MARZ 1927. ur undir hið þýzka heimsveldi. Fundir voru haldnir vikulega, og skýrslur gefnar — merktar “Secret and Confidential”. 1 skýrslum þess- um var þaÖ sýnt, hvað miklar tekjur þýzka stjórnin gæti vonast eftir að hafa af vissum námum og verksmiðjum, í Ameríku og Evrópu, og víðar, ásamt öðrum fróðleik, sem skýrslur þessar höfðu að bjóða. % Þýzkum alþýðumönnum, sem voru meSlimir í félögum þessum, voru gefin mörg fögur loforð um auð og upphefð, þegar þýzka þjóðin hefði sigrað og tekið það sæti, sem henni hefði verið af alföður áskapaS—sem öndvegisþjóð jarðar; þá yrðu hinir fátæku þýzku leiguliðar og iðnað- armenn, landeigendur búsettir í skrauthýsum; þeir hefSu þá allir “bílaM og franska og rúss- neska þjóna í einkennisbúningum, — þýzka “of- urmennið’’ (superman) aðalborið — aðrir þjóð- flokkar auðvirðilegir þrælar, skapaðir til að taka fyrirskipuum möglunarlaust. Undirforingjar áttu að líta eftir því, að öll- um fyrirskipunum væri samvizkusamlega fram- fylgt í herbúSum. Flestir virtust þeir vera skylduræknir. Eftir að vopnahlé var samið, var eftirlit ekki alveg eins strangt eða reglu- bundið. Þrem vikixm eftir að eg kom til Chatham, þá var það einn dag, þegar við vorum að borða miSdagsverð, að yfirforingi verkfræðingadeild- ar, kom í njósnarferð. Máltíð þessi var vana- lega heilgrjóna- eða kálmetis-súpa, svo lítill kjötbiti, sem svaraði hálfum íslenzkum spað- bita, skorpusteik (pie) eða soðin grjón á litlum diski, með sírópi. Þetta var aðal máltíðin. Eftir að herforinginn hafSi athugað þaS, er á borð var borið, spurði hann byrstur: “Hvar er brauðið? VitiS þið ekki, að það á að vera brauð með þessari máltíS?” Þeir, sem voru að bera mat á borð, urðu hvumsa við — þeir voru seinir til svars. Þeir fóru eftir skipunum ann- ara, gerðu eins og þeim var sagt. Undirforingj- ar, sem eftirlit höfðu, vissu, að það átti að vera brauð með þessari máltíð, en þeir létust ekki sjá annað, en að alt væri í réttri röð og reglu. BrauSiS kom á hverjum degi eftir þetta. Allar lífsnauðsynjar voru í mjög háu verði. Það var varla mÖgulegt að fá keypta vanalega máltíð, í nágrenni okkar. ViS vorum við her- æfingar, ýmsa snúninga og skyldustörf, frá því klukkan átta að morgni og þar til klukkan fjög- ur síðdegis, oftast í rigningu eða þoku. Mér var sagt, þegar eg kom til Chatham, að það hefði rignt í sjö sunnudaga samfleytt. ÞaS var uppihaldslaust framhald á hinu sama tíðarfari fjóra sunnudaga, eftir að eg kom þangað. Þegar hinum daglegu skyldustörfum var lokið klukkan fjögur, þá var okkur gefið te, með tveimur brauðsneiðum. Eriglendingar og Skotar borða allan mat fremur í rífara lagi; þeir ern margir góðir búmenn, og þess vegna ekki vanir við tóma aska. Þetta voru fátækir verkamenn, eða menn, sem höfðu haft smá- verzlanir; mjög margir af þeim höfðu f jölskyld- ur að sjá um, en þeirra litlu laun hrukku naum- ast fyrir tóbak og öl. Inntektir þær, sem þeir höfðu í byrjun stríðsins af hinum litlu verzlun- um eða öðrum innieignum, vorn í flestum til- fellum fyrir löngu eyddar. Þeir voru þess vegna oft svangir, um það var mér kunnugt; mögluðu þeir þá drjúgum. Þegar eg bar saman í huga mínum, það, sem þessir menn höfðu orðiÖ að líða síÖastliÖin f jög- ur ár, við landa mína á Fróni, sem foru fokvond- ir yfir því, að Englendingar höfðu tekið af þeim nokkra vöruslatta og borgaS eitthvað minna, heldur en ef vörumar hefðu verið seldar um- boðsmönnum Þjóðverja, þá verð eg að kannast við það, að þama á þessum stað höfSu Bret- arnir hluttekningu mína óskifta. Það, sem vakti sérstaka eftirtekt mína og undran, var það, að þessir menn, sem vom mrk- ill meiri hluti Englendingar og Skotar, hversu hungraðir er þeir vom, þá létu þeir sinn síðasta peniug fyrir te, tóbak eða öl. Margir af þeim kusu heldur sterkari drykki; það var bannað með lögum, að selja hermönnum áfengi, en eft- irlit með þeim lögum var ekki strangt. Engum þjóðflokk hefi eg kynst, sem er eins auðugur af særingum, blótsyrðum og alls konar gjöguryrðum, eins og Englendigar og Skotar, þegar þeir em í síum heimahögum og þeim finst að alt ganga öfugt, en þeir fara varlega með þann orSaforða í viÖurvist útlendinga. Eg var þarna sem einn af þeim—það var varla unt að þekkja mig frá Englending eða Skota, eftir að eg hafði verið þama stuttan tíma. Gafst mér því gott tækifæri til þess að læra — til þess að hlusta á þeirra konunglegu húskveðjur—heima- tilbúnar, frá ýmsum tímum. Sumar af þessum “drottinlegu” bænum voru fremur fornfálegar — auðsjáanlega teknar saman af góðum vilja, en fremur litlum lærdómi. Mállýzkur þessar mintu mig á einkennisbúninga, sem eg hafÖi séð á forngripasöfnum. Sum af hinum hljómríku lýsingarorðum, höfðu vafalaust verið mótuð og steypt í viÖburðm liðinna alda. Áhrif þessara lýsingarorða ómuðu í líkklukknahljóm þeim, sem tilkynti Norðurálfu, að Charles I. hefði verið gefið heimfararleyfi, og Georg III. hrundiS úr hásæti. — En, nú er eg að villast út af alfara- leið! Því hver lætur sig nokkru máli skifta um ætt og uppruna glettnis- og gjoguryrða alþýðu- mannanna brezku? X. Skömmu eftir að eg kom til Chatham, þá sótti eg um lausn úr hemum. Þrátt fyrir mínar marg-ítrekuðu tilraunir, þá hafði eg orðið of seinn til þess að komast á vígstöðvar. Þess vegna var tilgangslaust fyrir mig, að sitja nú í herbúðum. Þótt vopnahlé hefði verið samið, þá var friðurinn enn þá óviss; það var ekki víst, hversu fúsir Þjóðverjar yrðu til þess að undir- rita friðasamninga, ef þeir fréttu, að allar her- sveitir úr nýlendum Breta og Bandaríkjanna hefðu verið sendar heim. Þess vegna var eðli- legt að búast við því, að Bretastjóm mundi fara varlega, og ekki gefa nxörgum lausn. Þeir höfðu fleiri miljónir í herþjónustu—í sjó- og landher. s Eftir að byrjaS var að veita hermönnum lausn, þá var það regla stjórnarinnar, að veita þeim hermönnum úr nýlendunum fyrst heimfar- arleyfi, sem lengst höU5u verið í herþjónustu, ef þeir báðu um lausn. Og nærri því allir þeir, sem tilheyrðu brezka hernuni úr nýlendunum, vildu komast heim sem allra fyrst. Með þessu fyrirkomulagi, þá gat það dregist nokkuð lengi, að eg fengi lausn. Eg sótti um jólafrí, til þess að geta hvílt mig, og séð fleira en gufuna úr soðkötlunum í Chatham. 19. desember var mér veitt tveggja vikna frí. Eg var fljótur að búa mig til brottferðar. Þann tuttugasta kom eg til Lundúna, í steypirigningu. Borgarbúar vora þá rétt að vakna upp til Ijóssins og lífsins, efti- meira en fjögurra ára höxrmngar. Nætur-heimsóknir Þjóðverja í loftskipum, vora orsök til þf'ss, að litlu börnin voru orðin myrkrinu svo vön, að nu var rétt eins og þau óttuðust ljósið. Þjóðverj- ar voru nú ekki líklegir til þess að koma eins og þjófar á nóttu, til þess að ausa eldi og brenni- steini yfir Lundúnaborg og nágrennið. En hver mun nokkurn tíma gleyma þeim heimsókn- um? 1 einni slíkri næturferð Þjóðverja til Englands, létu lífið fjöratíu unglings drengir úr brezka sjóhernum, ásamt nokkrum bömum og gamalinennum. Þær heimsóknir höfðu or- sakaS svo mikinn ótta og sársauka, að endur- minningarnar voru óafmáanlegar; litlu börnin mundu aldrei gleyma þeim til daganna enda. Sem afleiðingar af þeim heimsóknum, þá höfðu margir mist heilsuna, og sumir vitið. Umbótatilraunir mannanna hafa oft verið ærið ósamkvæmar. Eftir að margir helztu s^jómmálamenn og rithöfundar, — og Þýzka- landskeisári var einn af þeim—, höfðu í mörg ár rætt og ritað um alþjóðafrið, þá fundu Þjóð- verjar upp hernaðaraðferS meS eiturgasi, sem var mikið manxxskæðari, ódrengilegri og óridd- aralegri, en dæmi era til í hemaSarsögu hinna svo kölluðu siðuðu þjóða. Hvað kemur næst? Ef einhver spyrði: “Hve marga gesti höfð- uð þið í Lundúnaborg um jólin 1918?” mvndi jafnvel höfundum alfræðibóka ekki verða greitt xxm svar, því gestir Englendinga og Skota skiftu mörgum miljónum, þessi sögufrægu jól. Tugir og jafnvel íxundruð þúsunda af hermönnum þeim, sem komu til Englands frá því fyrsta des- ember þar til þrítugasta og fyrsta janúar, frá Frakklandi og Þýzkalandi og öðum herstöðv- um, ferÖuðust til Skotlands og Irlands, af því Lundúnaborg hafði ekki rúm fyrir gesti sína. Hermennirnir höfðu frítt far með jámbrautum, meðan þeir voru í jólafríi. Englendingar gerðu alt, sem þeir gátu, til þess að heiðra gesti sína, — til þess að jólin gætu orSið þeim til skemt- unar. Þegar enskir og skozkir hermenn komu heim til sín, þá voru margir af þeim óánægSi*r; her- menn úr nýlendunum og Bandaríkjunum voru alt af í heimboðum. Allir virtust bera þá á höndum sér, og þeir höfðu mikið meiri peninga. Bretar borguðu sínum hermönnum lægra kaup — liðuga krónu á dag. Bandaríkin, Canada og Ástralía borguSu í kring um fimm krónur á Sumir enskir og skozkir hermenn höfðu ekki komið heim frá því í stríðsbyrjun, — þeir höfðu verið fjarverandi í fjögur ár. Nií voru þeir hafðir út undan. (Margir hinna útlendu her- manna, höfðu verið að eins fáa mánuði í stríð- iixu, — í herþjónustu. Nú skipuðu þeir öndvegi í hinum, glæstu sölum lávarðanna, og ‘ * stáss- stofum” kotunganna. Þegar þeir komu á forn- ar stöðvar, þá voru engin heimboð fyrir þá. Þetta var tilfinnanlegast fyrir þá, sem engin heimili höfðu—og þeir voru margir. Dauðsföll og slysfair höfSu gereytt óteljandi heimilum. Það var bæði broslegt og sorglegt, að hlusta á tvo Skbta segja frá sínum harmasögum, heyra þá lýsa viðtökum, sem þeir ættu að mæta í þessu jólafríi, þegar þeir komu heim. Engin heimboð fyrir þá. Það, sem þeir kvörtuðu undan mest af öllu, var það, að ættingja- og vinstúlkur þeirra höfðu engan tíma til þess að sinna þeim. Sumar létust ekki einu sinni þekkja þá. Þessir Skotar tilheyrðu verkfræðingadeildinni, sem eg var í. Þegar eg kom til Lundúnaborgar þennan NóaflóÖs-desemberdag, voru öll greiðasöluhús full. He»menn, verzlunarmenn embættismenn og embættislausir menn, sem ekki kunnu nægi- lega mikið til þess að “verzla” eða gerast em- bættismenn, voru þar, frá öllum löndum og heimsálfum. Fulltrúar til friðarþings á Frakklandi komu í stérhópum, nærri því daglega, með fjölda af skrifurum, og annað fylgilið. Woodrow Wil- son, forseti Bandaríkjanna, var þá staddur á Frakklandi; var hann væntanlegur til Lundúna- borgar á milli jóla og nýárs. Flestallir höfðu verið komnir í herþjónustu, konur jafnt sem karlar höfðu verið í einkennis- búningum. Síðustu árin, sem stríðiS stóð vfir, þá tóku konur að sér störf karlmanna til þess að þeir gætu gengið í herinn. Þær unnu á járn- brautarlestum strætisvögnum og stjórnuðu bíl-. um, plægðu akrana og unnu að uppskeranni. Nú um þessi jól vora nægilega margir lausir úr her- þjónustu, til þess að taka við erfiðari störfum af kvenfólkinu. Allir voru nú að bursta rykið af gömlu föt- unum, konungshirðin, aðalsmenn — og höfð- ingjar — og allir þeir, sem ofarlega stóðu í hin- um óstöðuga og óvissa tröppustiga félagslífs- ins, höfSu meiri viðbúnað^ og áhyggjur fyrir væntanlegri heimsókn Bandaríkjaforsetans, en fyrir korau jólanna. Woodrow Wilson hafði sent mannkjminu sinn nýja siðalærdóm — fjórtán reglur (Four- teeix Points). Vopnahlé h *fði verið samið á þeim grandvelli. En það var eftir, að vita, ' Sia. 3 hvort friðarsamningamir yrðu stílaðir, sam- þyktir og undirritaðir í sama anda. Evrópa laut þessxxm tuttugustu aldar Móse, í djúpri auðmýkt og lotningu. Þeir, sem bezt skildu mannlegan veikleika, og breyskleika, voru sagnafáir — þeir biðu átekta. Margir af þeim, sem völdin höfðu, vora trúlitlir. . Hinn nýi sátt- máli hafði ekki unnið traust þeirra og hylli. Þrátt fyrir hinar háfleygu vonir, sem svo marg- ir höfðu gert sér, með það, að þessi dæmalausa blóðfórn mundi verða til þess, að lyfta mann- kyninu upp úr díki öfundar og haturs, þar sem hver hugðsar mest um það, að skara eldi að sinni köku, þá kom það fljótlega í ljós, eftir að vopna- hlé var samiÖ, að hver hugsaði mest um sitt heimafólk, minna um velferð mannkvnsins í heild sinni. Allar þjóðir jarðarinnar lofuðu guð og réttu hver annari þreyttar og særðar vinahendur — brostu í gegn um tárin. — Var guð þess megnugur að lækna þrautirnar, taka burtu sárasta sviðann? — margir spurðuþeirrar spuraingar. Voru sálir mannanna, hér á þessari jörð, nokkurn tíma svo sameinaðar í einlægri bæn og lotningarfullri tilbeiðslu til guðs, eins og fyrstu klukkutímana eftir að vopnahlé var samið? Það var því líkast, sem frosnar elfur mannlegra til- finninga væru að brjóta af sér ísinn — eins og þær væra leystar úr læðingi. Margir óskuðu og vonuðu, að sá jakaburður, sem braut niður há- sæti konunga og keisara, er krýndir vora, léti ekki þar staðar numið, því mörgu þurfti að víkja úr vegi, fyrir hinni nýju þjóðfélagsbygg- ingu. — GOTT EFNI, ÞEKKING OG RElNSLA, OG LÖNG GEYAfSLA 1 EIKARTUNNUM, ER ÞAÐ SEM ÞARF TIL AD FRAMLEIDA C£HadiaN@jb cWhisky One 51b Can Protecls a Car of Wheat Það sem þessi kanna hefir að geyma, blandað við 40 gallons af vatni, er nog til að hreinsa 40—50 bushel af utsæðishveiti, svo ekki sé hætta á, að það skemmist af smut. Þeir sem rækta verðlauna kornteg- undir láta sér gkki detta í hug að sá, án þess að hreinsa útsæðið með For- maldehyde. Þeir vita það eina áreið- nalega ráðið til að fyrirbyggja smut. 'Smut gerir busr. lOc minna virði og uppskeruna minni. Gróði því marg- faldur við notkun Formaldehyde, í meiri og betri uppskeru. Þetta því bezta leið til að avaxta fé yðar. <3 STANDARD ÍS&Maldehyd| í\ KILLS V SMUT lOO per cent Effective ASK YOUR DEALER STANDARD CHEMICAL CO. LTD. Montrep.l WINNIPEC Toronto £KH3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<B3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<HS<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3» ' ' NÝ BÓK BJARNI ÞOR^TEINSSON: SÁLMASöNGSBÓK (áður útg. 1903) SÁLMALAGAVIÐBÆTIR (áður útg. 1912) HÁTÍÐASÖNGVAR (áður útg. 1899) Þessar þrjár bækur eru nýútkomnar í 2. útgáfu, allar í einu lagi, 257 sálmalög auk Hátíðasöngvanna. Þeir, sem vilja eignast þessa langstærstu og fullkomn- ustu ísl. sálmaöngsbók, sendi pantanir sínar updirrituð- um aðalútsölmanni, ásamt andvirðinu í ábyrgðarbréfi, og verður bókin send þeim um hæl burðargjaldsfrítt. — Verðið er: innb. 6 dollarar, í kápu 5 dollarar. — Hátíða- söngvarnir fást einnig sérprentaðir og kosta $1.50. PJETUR LÁRUSSON, Hofi, Reykjavík, Box 941, Iceland, Europe. <HKHKHKHWHKHKH3XKHKHKHKHKHWH3<H3<HKHKHWHKHKHKHKHKHKHKKH35 0<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3<H3 Sendið korn yðar til UNITEDGRAIN GROWERS tJ Bank of Hamilton Chambers WINNIPEG Lougheed Building CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. ><H3<H3<H3x3<H3<H3<B3<H3<H3<H3<H3<H3<B3<H3<H3<B3<H30<H3Ö<H3<H3<H3<H3CH3íH3<H

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.