Lögberg - 17.03.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 17.03.1927, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FTMTUDAGINN 17. MARZ 1927. BIs. 5 Dodds nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna ogr gigt 'bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og ðnnur veikindi, eem stafa frá nýr- unuAi. — Dodd’e Kidney Pills koeta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllu*m lyf- •ölum eða frá The Dodd's Medi- cine Company, Toronto, Canada. fellow fer svo allttr eftir þessum karakter, sem hann gefur Þangbrandi. Klerkur kemur skipi sínu í Álfta'fjörð; en “fólkið rýndi í bækur sínar dag og nótt”, og skifti sér lítið af klerki. Þar er nú ein kórvillan. Það var lítið um bækur á Islandi til að rýna í á þeim tímum. Bóklistar-öld- in, sem forfeður okkar urðu frægir af, hófst ekki fyr en hundrað og tuttugu árum síð- er. ,j Þó kemst Þang.brandur í kynni við íslenzka sögumenn og skáld á skytningi — “the alehouse”(!) — og þrefa þeir við hann um kosti lands og þjóðar, draga síðan með við- arkoli skrípamynd af honum á knæpuvegginn með háðsyrðum neðan undir; en klerkur reið- ist og flýgur á mennina og gengur af tveim þeirra dauð- um — þeim Þorvaldi veila og Veturliða skáldi. Síðan verð- ur hann guðrækinn yfir úrslit- unum: " ‘To-day we are gold To-morrðw mould,’ Muttcrcd Thangbrand, Olaf’s prkst.” Þetta er auðvitað alt saman óslitinn ímyndunar-vefur frá upphafi til enda, og er því ekki ómaksins vert að bera það saman við frásögumar forn- íslenzku. En þó finst mér að Longfellow hefði getað komist feti nær hinu sanna, án mikill- ar eftirrýningar um þessi mál, heifði liann athugað söguþætt- ina betur, sem fyrir honum lágu. Hann hefði mátt ráða það af orðum Snorra og öllum gangi sögunnar, að það voru trúmálin, sem ollu deilum Þangbrandar við Islendinga, og að vígin voru að sjálfsögðu unnin á þeim vettvangi. Hon- um hefði átt að vera það ljóst, að deilan í knæpunni gat með engu móti átt sér stað, eins og sakir stóðu. Kristnir klerkar voru ekki vanir á þeim tímum að sitja við öldrykkju með heiðnum mönnum. En hafi skáldið hugsað sér, að jiessir drykkju - félagar Þangbrands væri kristnir eða primsigndir, þá hlutu þeir um leið að vera vinveittir klerki, meðhalds- menn hans í flokkaskiftingu þeirrar tíðar, og þá var loku fyrir það skotið, að þeim og honum lenti saman í mann- dráps-rimmu út úr sama sem engum hlut. Hér er því ekki að eins um “uppdiktuð” atvik að ræða, heldur um samsetn- ing, sem í instu rót er óeðli- legur, og villandi. Eftir \úg þessi, lætur skáldið Þangbrand flýja til Noregs aft- ur, lalf-hræddan við hegjnng- una. Hér eru tvær víllur: Kvæðið getur fyrst og fremst ekkert um þap, að Þangbrand- ur hafi hristríað nokkum mann á Islandi; hann er látinn koma, svalla, fljúgast á, drepa menn og hverfa heim aftur við svo búið; þvert ofan í frásögn Snorra, sem getur um allmik- inn og markverðan trúboðs- árangur, eins og rétt er. Hér var þv( ekki vanþekking til af- sökunar. En hin missögnin er í því fólgin, að Þangbrandur er látinn hraða sér burt “af ótta við öxina og reipið”— “Much in fear of axe and rope”. Það er gefið í skyn með öðrum orðum, að hann hafi verið hræddur við dauða- dóm og aftöku. Longfellow er auðsjáanlega ókunnugt um það, að íslenzka lýðveldið gaf sig ekki við böðulsverkum. Þvngsta hegning tff ríkisins liálfu var útlegð, skóggangs- sekt; en þegnarnir réðu því sjál'fir, hver fyrir sig. hvort þeir vildu eltast við skógar- manninn og murka úr honum lífið, eða láta hann hlutltausan. Mér finst, það vera tvöfald- ur skaði, að Longfellow skyldi ekki forvitnast meira um ferð- ir Þangbrands á íslandi. Vill- urnar urðu miklar og meinleg- ar fyrir bragðið, eins og nú var sýnt; en þó er hitt nærri því lakara, að hann fór þar á mis við ágæt yrkisefni. Hugs- um okkur, hve mynarlega hann liefði getað ort út af öðrum eins söguatriðum eins og sam- tali þeirra Síðu-Halls um Míkael höfuengil; e^a bólm- göngunni við Þorkel að Stafa- felli, þegar Þangbrandur bar róðukross ifyrir skjöld, og hafði þó sigur og drap Þorkel; eða níðvísum Þorvalds veila og feigðarför hans í móti Þang- brandi og þeim félögum; eða þá viðtali þeirra prests og Steinunnar, móður Skáld-Refs, þegar hún boðaði honum heiðni og sagði meðal annars, að Þór hefði boðið Kristi á hólm. — Einhvern pata hefir þó Longfellow haft af þeim orðaskiftum; því að í kvæðinu, The Challenge of Thor, sem er inngangur Ólafsljóða, hefir hann þessa sömu hugmynd að yrkisefni, þó klerks og kerling- ar sé þar hvergi getið. Hefði Longfellow lesið Dasents þýð- inguna á Njálu, sem kom á prent einum tveim árum á und- an ólafsljóðum, þá myndi hann hafa kveðið alt öðru vísi um Þangbrand prest, lieldur en hann gjörir; en það er eins og örlaganomir einhverjar hafi synjað honum þeirar gæfu. Kveð eg svo Longfellow, með virktum og bið þess, að enginn virði það á verra veg, þótt all- stórar missagnir finnist í þess- um kvæðaflokki hjá honum. Ljóðin eru snildar-góð, engu að síður, og ekki of dýrt kveð- in, andlega talað, ívrir al- menning. Og missagnirnar eru varla skaðlegar, nema þá þess- ar síðastnefndu. En það er með söguvillur eins og margt annað, sem rangt er eða nei- kvætt, að þegar eftir þeim er grafið, þá má oft hafa merki- leg sannleiksatriði supp úr krafsinu. (Meira). *»1 Inn í Jökulgil. * Það er ekki nein ferðasaga, sem eg ætla aö skrifa um ferö mína austur í Jökulgil, heldur aðeins nokkur hugföll, eftir því sem þau koma mér í hug. Eg hefi lika áSur minst á þessar stöðvar, sem eg fór um núna, i greinínni “Inn aS veiði- vötnum,” sem» eg skrifaði í Lög- réttu fyrir nokkrum árum. Það er mikiS aðdráttarafl sem fjöllin eiga í hugum manna. eink- um þó þeirra, sem einhverntíma hafa orðið snortnir af mikilleika og prýSi náttúrunnar. Sá sem einu sinni hefir gefið sig á vald æðstu og göfugustu tilfinningu sinnar. Sá sem einu sinni hefir þegiS það, að falla í oþinn fallafaSm og fylla huga sinn af inndælustu fjallarós- um, hann er konungum jarðarinnar sælli, því hann gleymir silíkum rós- um aldrei aftur, af því þær voru engin eftirlíking, Þær voru heil- brigðisvottur andlegs útsæis, sem göfgar hugann meir og meir eftir því sem andinn leitar áfram og upp á viS. Hugur og hugsanir mannsins þurfa alt af að vera að koma inn í ný og ný sumarlönd, — inn í nýj- an og nýjan fjallafaðm, fullan af fjallarósum og tilbreytilegum ljós- um. Heimurinn þarf alt af aS vera að fá eitthvað af nýjum ljósum. Ef alt af er haldið að okkur sama ljós- inu, verSur það um síðir svo hvers- dagslegt að viS tökum ekki eftir því. Ef við viljum koma einhverju í framkvæmd með farsælum árangri verðum viS að muna eftr systrun- um fjölbreytni og tilbreytni og fá þær i lið með okkur og þá mun starfið blessast. Fyrsti vertilegi áningastaÖur okkar var i Hraunteigsskógi, sem er austan megin við Rangá, neSan undir Heklu. Eg man ekki eftir öllu unaSslegri stund en á meÖan við stóðum hérna við. Reyndar var al- skýjaSur himin, en veðrið var samt unaðslegt og blæjalogn. Hér og þar um skóginn eru smáar hraunsúlna- borgir prýddar skógarhrislum. Það var eins og þetta væri útibú frá þeim, sem átti viðlendur miklar hvar sem farið væri um. Einn af okkur var svo djarfur að stikla eft- ir hálum steinum út í skógivaxinn hólma i Rangá og náði þaÖan mynd af fögrum flúöum og Lágafossi lengra upp frá. Eg sest niÖur og hlusta. Alt er þögult. Það er eins og alt hjálpist að til að gera þögnina sent tilkomu- mesta og fá á hana einhvern helgi- blre, sem maöur ber lotningu fyrir. Þögnin getur stundum talað miklu gleggra og skýrara en hávaði með ys mikinn. Hvaö er nú þetta, sem við og við heyrist hátt uppi í fjall- inu, likt og snögg soghljóð eða eins og andköf í ungbarni, sem átti eftir að fæðast. Daginn eftir skildi eg POSTULIN GEFINSí hverjampakka GLÆÐIR GÁFUR BARNA. Læknar segja að ROBIN HOOD Rapid Oats geri börnin gáf- aðri, svo að þau fái alt af há mörk við nám sitt í skólanum. Hvers vegna vér gefum fagra hluti í kaupbætir í stað þess að eyða stór- fé í auglýsingar gefum vér fallegan hlut með hverjum pakka. Vér vit- um þér segið nágrönn- um og vinum þetta og það er góð auglýsing. j Spyrjið kaupmanninn. ROBIN HÖOD Rapid Oats hvað þessi hljóðbrigði áttu að þýða. Við lágum um nóttina í litlu skógarrjóðri á Merkigili fyrir inn- an Galtalæk, en ekki varð okkur þar svefnsamt, því, hestar okkar undu sér þar ekki eins og við, og fórum við því á stað þegar sól tók aftur að lýsa. Við nutum þarna mjög fallegrar sólaruppkomu, en þetta var stutt gaman skemtilegt, því það var eins og náttúran hefði svo mikið og fjölbreytt verk fyrir liendi, að hún mætti ekki lengi vera að tefja sig á því. að sýna okkur inn í skrautbúr sitt. Hún skrapp að- eins ofurlitla stund í skrautklæði sin, eins og til að sýna okkur hvern- ig bútiingurinn færi. Og við fund- um allir til þess, hvað vel hann fór. Þetta var okkur á við góða morgun- messu áður en við lögðum á stað. Hún hafði líka aldrei sýnt sig í þessum búningi áður, þvi náttúran er alt af nógu rík af tilbreytni og þarf aldrei að nöta alveg það sama aftur um alla hina óendanlegu ei- lífð. Þá erum við mennirnir svo bundnir og smáir, að okkur finst þaö nauðsynlegt að nota það sama sem allra lengst, þó það sé fyrir löngu úr gildi gengið og eigi ekki við yfirstandandi tima. Ef við lit- um til himins, þá sjáum við stöð- uga breytingu á loftinu og hina eilífu tilbreytni á öllu. Og þó eru mennirnir ekki komnir lengra en það, að þeir hugsa að mannleg orð geti verið eilíf og þurfi ekki að breytast. Ilún er lágvaxin þessi þró unarhugsjón mannsins. Eg fann til þess núna eins og stundum fyr, þegar eg hefi riðið inn eftir söndunum fyrir innan Rang- áubotna, að nu væri eg að leggja upp í nýtt ferðalag þar sem eitthvað óþekt og nýtt biði min. Hér er líka eins og eitthvað nýtt opnist til hálfs, sem vekur forvitni manns til að fá að sjá lengra inn eftir,—fá að sjá það sem er bak við næstu f jöll- in. Landið hækkar og vonirnar stækka. Fagurt fjallahlið blasir við framundan okkur og við sjáum nýja fjallatinda í gegnum hliðið, en alt af skyg-gir næsta fell eða fjall á hið þarnæsta. Alt af hvílir einhver hulda á þvi, sem framundan er og svo mun það verða um alla eilífð, aldrei verður hægt að komast fram fyrir Ráðgátufell. Eftir þvi sem eg kom lengra inn i hinn dýrðlega fjallakór, eftir því verður meira að sjá og tilbrevtingarnar fjölbreytt- ari. Alt er í eilífri mótsögn en þó í stöðugu samræmi við sjálft sig. Það dimmir í lofti og himininn breytir útliti. Skýin hlaðast hvert utan að öðril, og þau litu fit sem margbreytilegir þokukúfaf, sem stöðugt þeytast hver á annan svo að alt kemst á ringulreið og eilífir blossar devja á sömu svipstundu og þeir verða til. Það þýtur í fjalla- skörðum eins og gnýþrungið hljóð berist úr fjarska, sem boði hel eða brimorustu á milli tveggja stórafla. Svo er eins og alt detti i dúnalogn aðra stundina og risavaxin öfl hvíli sig og drægi nú hægt andann. En snögglega byrjar brimorustan aft- ur á ný magnaðri en fyr og nú fær hvert fjallið eftir anpað á sig þunga löðrunga, svo að þessi hávöxnu og hrikalegu fjöll andvarpa þungan og stynja mæÖilega eins og vildu þau spvrja: “hvenær hættir þessi eilífa harátta,” Og stormurinn svaraði: “Aldrei, aldrei á meðan þið eruð til,” og kastaði heilum flóka fullum af' vatni framan í þau. Þá fóru fjöllin að gráta og tárin runnu í lækjum niður eftir kinnum þeirra svo að áin, sem rann i gegnum f jöll- in, varð svo mikil, að hún flóði yfir bakka sína. Þegar þú ert einn á f jöllum uppi þar sem stormurinn er sá eini sem virðist geta rofið hipa þungu og lamandi fjallaþögn, þá er eins og alt hjálpist að til að glepja þagAar- eiðmæli fjallanna og alt komist í algleyming. Þá er eins og fárramir flugvængir magnist við ofurmagn sjálfs sín, svo að fjöllin reka upp þungar stunur. Þá finnur híftn ein- mana vegfarandi svo glögt til þess, hvað hann er kraftalitill og smár á móts við hið sterka og stóra, sem náttúran hefir að bjóða. Hann öf- undar jafnvel smáfuglinn, sem flögr ar undan ofviðrinu og leitar sér skjóls í ofurlitlum klettaskúta. “Við þurfum að koma á kaldan stað, yfir karlmensku vorri halda próf,” segir Hafstein.. Og víst er það gott fyrir alla að koma við og við þangað, sem reynir á sjálfa okkur, bæði andlega og likamlega. En það eru flestir sem friðinn kjósa, þó hann sé ekki altaf það á- kjósanlegasta fyrir þroskun vora. Þroskun vor er fólgin í baráttu og erfiðleikum en ekki í því. að eiga alt af náðugt og rólega daga. Fjöl- breytileg lífsreynsla er því nauð- synleg hverri vakandi sál, sem vill sem flest vita og revna sjálf. Það verður altaf erfitt að klifa upp á efsta hnúkinn þar sem víðsýnið skin, en enginn man eftir þeim erf- iðleikum þegar hann er kominn upp á hnúkinn og fær að njóta hins dýrðlega útsýnis. Alt sem er mik- ils virði kostar mikla fyrirhöfn. Þessvegna er það mikill misskiln- ingur, að vor æðsta sæla fáist án fyrirhafnar og erfiðleika. Þú getur ekki látið aðra hugsa fyrir þig, þú verður að gera það sjálfur ef þú vilt njóta árangursins sjálfur. Bittu þig aldrei svo fast niður í þokudöl- um, að þú getir ekki hvenær sem þú vilt flogið upp á sólgylta tinda, þar sem viðsýnið skin. Ofviörið liður hjá, og við höld- um áfram eftir 5 tima töf við Land mannahelli. FjöIIin eru dimm og þungbúin á svipinn eftir þessa hörðu viðureign við ofsafengna vinda. En þó að fjöllin séu ekki eins fasmikil eins og hinir striðu stormar, standast þau samt marg- ítreíkuð áhlaup æðandi vinda. Þegar viö komum upp á háfjall- garðinn upp af Dómadal sáum við stöku tinda lengst í burtu, er teygðu ig upp úr þokuskýjunum og hafði þeim tekist að ná í kvöldsólina til þess að láta hana hlýja sér um vanga. Ná blasir við okkur Kirkju- fell; svipmikið fjall en fátækt af gróðri. Við förum fram hjá Frostastaða- vatni og himbriminn heilsar okkur með heillandi söng og klýfur í sund- ur hina þungu og lamandi fjalla- þögn með hinni dýrlegu rödd sinni. Mér finst alt af einhver holl andleg næring i þvi að heyra rödd him- brimans bergmála um þögulan fjallakór. Rödd hanshefir svo hreim mikinn helgiblæ í sér, að eg hverf með hugann frá öllu þvi hversdags- lega og smáa, er eg hlusta á hann Rödd hans leiðir mig inn á einhver undralönd, þar sem hugtök gróa í hugtúnum — þar sem bergmál líð- andi augnabliks endurtekur sig hækkandi, smækkandi eftir hugfalls nótum. Hugur minn kemst á flug þegar eg heyri röddu þessa unaðs- lega fugls, sem fjöllin gevma í boð- sölum sínum — þessa fugls, sem fyllir upp hið auða rúm á milli hrikalegra fjalla, með hinni gjall- andi básúnurödd sinni. Mér hlýnar i huga er eg minnist söngvarans mikla, sem dvelur lang- vistum inni á milli hinna þögulu fjalla. Eg vildi að eg gæti fært ykk- ur fult skip af fjallarósum — gæti lofað ykkur að hlusta á söngvarann mikla með mínum eigin eymm, hlusta á fossins dynjandi nið, þar sem standberg nötra, og á hinn sí- kvika flúðanna flaumnið. Eg sting hér niður staf mínum og læt hann biða mín hér við Frostastaðavatn, þar til eg fer hér um næst, og býst eg við að taka hann þá upp aftur. Við komumst ekki nema lítið inn í jökulgilið og snerum þar aftur, því gilið var fult af þoku og súld. Áform okkar var að ná fallegum myndum úr Tökul- gili, en það var ekki nógu vel bjart til þess. Fjöllin eiga margt í skauti sínu, sem ekki er almennings eign og síst þeirra, sem aldrei hafa heimsótt þau. Það er svo margt sem er mik- ils virði að ná í, sem menn hugsa síst að sé nokkurs virði og sjaldn- ast reynist það best, sem hægt er að nú í án fyrirhafnar. Vanalega borg- ar það sig best sem eithvað þarf að leggja í sölurnar fyrir. Vertu aldr ei of spar á þvi, að auka þitt innra manngildi, þó það kosti þig fyrir- höfn og tímatöf, því sá timi sem þér finst þú kastir á glæ til þess, geta oft verið dýrustu stundir lífs þíns. ól. Isl. Lögr. “Sínum augnm lítur hver á (brota) silfrið.” Þessi erindi eru úr bréfi til Miss Thórstínu Jackson, stuttu eftir að “Saga íslendinga í N. Dakota kom út. Bók þin hefir stytt mér margar stundir, streymir þaðan ylur hlýrri daga, endurnýjast frænda og vina fundir forðum sem að hreifðu strengi Braga. Heima á Fróni hugur er að sveima, hratt i æðum blóðið fer að streyma Þar er getið margra mætra drengja, merkra landmáskvenna ekki síður, og bófa*, sem að hefði átt að hengja hegning sú, án eia, margra bíður, Fæstar eru lýsingarnar ljótar, eg las þær allar mér til sálubótar. Þökk og heiður þú munt seinna hljóta, þó að nokkra galla megi finna, Ánægjunnar munu margir njóta að mega lita ásýnd feðra sinna, og heyra hvað þú hefir stílað sniðugt hlæja og hvisla “sú hefir krítað liðugt.” *Hér er átt við þá, sem ekki vildu beygja sig undir Volstead lögin, samanber æfisögu K. N.s, því mið- ur óprentaðri ennþá, þar sem getið er hinna illræmdu svo kölluðu þurru-laga. Þau voru brotin ljóst og leynt. lof þeim fáir sungu, uns að Káinn bar upp beint blcxtingar uppástungu. K. N. Sendibréf til K. N. Júlíusar frá M. M. Mel- stcd, Calif. Skjálfhenda. Bkkert frétta íslendingar, allir þegja. Eg er einn sem góla og gala, en geitum mínum þögull smala. Allar þínar eru rósir orðnar skakkar; láttu aftur ljóð þín vekja og leiðindin í burtu hrekja. Ekki skaltu inn í “Frýsir” aftur ganga, þar eru ljóð þín fegurst frosin, það finst ei nema spaðagosinn. Eg skal segja ykkur satt, og engu ljúga: Hér er gaman helst á kvöldin þá hugi saman leggur f jöldinn. Á skrilsháttinn ekki skal eg orði minnast, Hann er bara lífsins leikur leiðitamur, hvergi smeykur. Bjórkútar og brennivínsins byttur tómar. Þó eru tukthús full af föngum og fall í spori hvar vér göngum. breska vélin og sé eg hana ekki meir. En hinar tvær snúa við og halda til suðurs og fara geyst, en ekkert fær Bandaríkja vélin gert hinni. Japanska vélin er nú komin góðan spöl á undan og leit út sem hún væri lögð á flótta. en þá hugsa eg og tala við sjálfan mig. Nú ætla þeir að leika á Bandaríkja vélina og steypa sér ofan yfir þá, en þá skeði mikilfengleg sjón. Rétt áður en Bandaríkjavélin er búin að ná hinni, þá bilar kraftur hennar og hún stansar og fer að síga niður og rétt í sömu andránni bílar kraftur þeirrar japönsku. og báðar vélarn- ar falla með feikna hraða til jarð- ar og gýs þar upp mikill eldur, en svo var fa.ll Bandaríkja vélarinnar mikið, að skrokkur hennar sundur- tættur hentist vist hundrað fet í loft upp og féll svo ofan í bálið, og þá vaknaði eg, og varð mér strax að orði. Þarna sá eg fall Bandaríkj- anna og hinnar japönsku þjóðar, en Bretar skerast úr leik áður en deil- an er úti. En hætt jnunu þeir kom- ast. Þessa ráðningu fékk eg. Hvort hún reynist rétt, læt eg ósagt. Vökudraumu er bar fyrir mig klukkan eitt eftir hádegi í nóvem- ber 1926. Eg sá stóra byggingu á að giska hundrað feta langa eða meir. Breiddina sá eg ekki greini- lega. Byggingin hafði tvö loft og í austurendanum á báðum loftum voru borð með borðbúnaði. Hvítir diskar og bollapör, algjörlega sama á báðum borðunum. en allur vest- ur endinn er stórt þvottahús og er sagt við mig — nú ætla auðmenn- irnir að aðskilja sinn ‘þvott frá öllum veikum og fátækum, eða frá almúganum, og finst mér eg þá tala við sjálfan mig, eða sem svar. Látum auðvaldið eiga sína ó- hreinu leppa og dalla. Ahnúginn get ur unnið sér, en afsagt þeim riku að vinna fyrir þá. Og ef strið kemur þá látum hina auðugu ganga- á und- an, en vitið þá! hvort þeir ekki kalla á þá fátæku. Þessi fyrirburður var ekki lengri en mér fanst strax að þessi vitran ætti við forsetakosningar í Banda- rikjunum. Að auðvaldið kaupi þann mann er það helst kýs, en hirði ekki um vilja almennings. M. M.hfclstcd. Athugasemd. í Lögbergi frá 17. febr. 1927 er sagður draumur eftir M. Tngimars- son, Hann er vel sagður og merki legur og ef fólk gerði það að vana sinum að skrifa upp merkilega drauma, áður en þeir koma fram, þá hefði fólk oft flókna gátu úr að ráða og gerir það mannlífinu gott, eða ætti að gjöra, að athuga vel fyrirburði þá er hverjum einum eru gefnir á jnismunandi hátt, hvort heldur það er í vöku eða svefni. Því allar vitranir eru gefnar sem 1 viðvörun. Það er fræðluskóli dreg- inn úr sálarlifinu. Eg hefi marga góða drauma og sendi litið sýtiishorn til yfirvegun- ar. Það var á útlíðandi árinu 1925 að mér fanst eg vera staddur úti og var umhverfið með sama útliti og í vökunni. Eg horfði til austurs og sé þrjár stórar flugvélar á góðri ferð norður geiminn, og er mér gefið nafn hverrar þeirrar. Að vest- _ an verðu er Bandaríkja vélin i miðjunni er japanska vélin en að austan er breska vélin. Þær tvær reka japönsku vélina á undan sér (a milli sin) norður. En þær gátu ekkert mein gjört henni. Hún þvældist fyrir þeim og tafði gang þeirra mikið og þessi leikur hélst nokkra stund, en svo hverfur Það sem síst má gleymast Hiuggið, huggið lýð minn, segir Guð yðar. Hughreystið Jeúsalem ésöfnúðinn) og boðið henni að á- þján hennar sé á enda. Es. 40, r, 2. Þetta er það sem síst má gleym- ast. Guð er Guð allrar huggunar, og hann kallar sinn heilaga anda huggara og hann býður þjónuni sínum að hugga hvern annan, ’ 4,18 og hann býður þeim að hugga lýð sinn. Fyrir utan það að alstaðar finnast sálir, sem þrá og þarfnast huggunar, sálir, sem sorgir hafa beygt, eru það aðrir sem þarfnast og eiga skilið að fá uppörfun — hughreystingu. Margt trúfast guðs- barn hefir harða baráttu þótt litið beri á. Oft væri það styrkjandi svölun fyrir þann sem byrðina ber, að fá hughreystandi viðurkenning- arorð. Mönnum hættir til þess að skrifa hrós um þá einstaklinga, sem eithvað töluvert ber á í mann- félaginu, en stærstu hetjurnar í mannfélaginu verða þar oft út undan. Eg er sjálfur sannfærður um, að Guð á engar stærri hetjur heldur en sannkristnar, trúfastar <'g dyggar mæður og konur. Þær eru líka oft viðurkendar af mönn- um, en oft skortir á hughreystingu í þeirra garð. Konur eru oft trú- aðri en menn, getur það vel komið af því, að þeim er sérstaklega falið §} BAKIÐ YÐAR EIGIN Í BRAUD i m,a s I ROYAL CAKES Sem staðist hef. ir reynsluna nú yfir 5o ár vandasamasta verkið, og það er að móta lunderni ungu og upprennandi sálnanna, og beina fótum þeirra inn á friðarins braut. Það kemur því oft fyrir, að konan verður að berj- ast trúarinnar góðu baráttu án þess að hafa hluttekningu mannsins í þeim efnum. Hún reynir þá að breiða verndarvængi sina yfir barns sálirnar, sent henni hefir verið trú- að fyrir. Þær eru hennar stærsti fjársjóður og húrt þráir að geta fært Guði þær sem lifandi, heilaga, honum þóknanlega fórn.” Hve mikið verk hún oft vinnur, hve margar stundir hún vakir og biður, hve mörg bænar andvörp hún sendir upp og hve mörg tár hún oft fellir, veit aðeins einn al- vitur Guð. Hve tnikils hún oft þarfnast og þráir hughreystingu, er öllum hulið. Hér erum vér svo spar- ir á það, sem svalar hjörtunum og græðir sárin? En það eru ekki eingöngu móður- hjörtun, sem blæða undan hirting- arvendi erfiðleikanna, vonbrigð- anna og kulda lifsins. Þetta getur einnig bevgt |>ann viljasterkasta og hraustasta karlmann, svo að hann af hjarta þrái samúð og hugsval- andi uppörvunarorð og jafnvel þar sem gleðin á heima eru hughreyst- andi orð mikils viröi. Vér getum einnig hugsað oss föður eða son systur eða bróður, sem elskar Drottinn sínn og sann- leikann meira en jafnvel föður eða móður, eða son eða dóttur, sem berst trúarinnar góðu baráttu og er sannleikanum trúr, þótt hann mæti ákafri mótspyrnu frá sinum nánustu og vrði að fara á mis við samúð og hluttekningu heimilis- manna sinna og vina. Drottmn a mavga slika hetju, og taki enginn annar eftir trúmensku þemn, þa rrerir hann það vissulega, þv> aO augu Drottins hvarfla um alla jörðina til þess að hann meg» syna sig máttkan þeim til hjalpar se eru heilshugar við hann. 2 Kron. 16 9. Svo sá sem er trur tnerki. - beri^ sannleikans, j*" getur huggað sig við. að sa Gu . sem sér í leyndrrm mun endurgjalda honum. Drottin sendir sialfur o um bvilikum þennan huggunarnka boðskap. Því að svo sepr hmn há og háleiti, hann sem rikir ciltt- lega og heitir Heilagur : Eg bv a háum og heilögum stað, en einnig hjá þéim, sem hafa sundurkraminn og auðmýktan anda til þess að lifga anda hinna auðmjúku og til þess að lífga hjörtú hinna sundur- krömdu .” F.s. 57, 15. Drottinn er sjálfur hjá þeim, sem gott gera, til þes að sýna sig “máttkan þeim til hjálpar” og andi drottins, huggar- inn dvelur hjá þeim, svo “þreytist ekki gott að gera.” Pctur Sigurðsson. Rose Thaaitre, 17.—18—19. Mnr„ Rose Theaitre 21.—22. og 23. Mars. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.