Lögberg - 24.03.1927, Síða 3

Lögberg - 24.03.1927, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN '24. MARZ 1927. Sls. S I Konungsþjónus.u, é Eftir Aðalstein Knstjánsson. XI. Kristilegt félag ungra manna frá Canada og Bandaríkjunum, hafði veitt mikla hjálp, og sýnt mikinn dugnað, í Lundúnaborg og fleiri borgum Englands og Skotlands, þó fiest af starfsfólki þeirra. væri á Frakklandi. Félög þessi liöfðu haft mikinn ýiðbúnað, til þess að veita hermönnum fæði og húsnæði um þessi jól. Stórar byggingar höfðu verið reistar og tjöld, Fimtíu þúsund hermenn borðuðu jólamat hjá félögum þessum í Lundúnaborg. Brezka stjórnin skamtaði enn allar lífsnauð- synjar, því annars hefði orðið vistaskortur. Þjöðin'var orðin því svo vön, að undan því var ekki kvartað. Ríka fólkið, aðalsmenn og kon- ungshirðin laut þar sömu lögum og lífsreglum, eins og fátæklingar. Hverjummanni var mælt ■og vigtað. Veitingahús gerðu áætlanir um tölu gesta. Þetta fyrirkomulag varð til þess, að Banda- ríkja- og Canada félögin höfuð rausnarlegri veitingar, því að þau höfðu nægilegar matar- byrg’ðir, og sykur og ávexti, sem Englendingar voru mjög fátækir af. Eins og áður hefir verið tekið fram, þá spöruðu Englendingar ekkert til þess að .svna hermönnum og öllum gestum sínum alla þá greiðvikni og góðvild, sem kring- umstæður leyfðu. , Fyrir tilstilli Canadadeildar Kristilegs fé- lags ungra manna, þá var mér boðið að dvelja hjá gamalli læknisekkju um jólin. Var þar annar hermaður í boði með mér, frá Saskat- chewan, Canada. Eftir að eg hafði neytt morgunverðar, á að- fangadag jóla, þá tók eg mér far með neðan- jarðarlest til Ilammersmith, sem er í vestur- hluta Lundúnaborgar. Læknisekkjan, sem mér hafði verið boðið að dvelja hjá,- bjó þar með dóttur sinni. Höfðu þær mæðgur dvalið mörg ár í Suður-Afríku, læknirinn hafði verið þar í stjórnarþjónustu, þegar hann lézt. Var oikkur þarna vel fagnað. Það leyndi sér ekki, að allur mögulegur sparnaður var þar við hafður. Þetta var fyrsta húsið — fyrsta heimilið í Lundúnum—, sem eg kyntist, þess vegna veitti eg öllu nánari eftirtekt, Borðbún- aður, bókasafn, og allur húsbúnaður benti til þess, að þarna hefðu verið talsverð efni. En það var eins og fólkið væri í efa um, hvort óhætt væri að neyta þess, sem á borð var borið, að svangra manna sið. Þetta ko*m ekki til af nizku eða smásálarskap. Undanfama marga mánuði —undanfarin tvö eð þrjú ár, þá var þííð orðin föst regla, í flestöllum Evrópulöndum, sem í stríðinu tóku þátt, að spara, “að draga af sér mat,’’ eins ogkomist var að orði á íslandi, til þess að senda hermönnum, sem í stríðinu voru. Jólatré var reist í þessu húsi á jóladags- kvöld. Voru þar milli tíu og tuttugu manns í boði, og voru veitingar þá fremur góðar. Var okkur, Canada-gestunum, sýnd sú góðvild og hugulsemi, að við meðtókum gjafir af jóla- trénu, eins og vinir og ættingjar þeirra mæðgna. Á jóladag fór eg að skoða hina frægu AVest- minster Abbey kirkju, þar sem konungar Breta eru krýndir, og þar sem þeim hefir verið sýnd- ur sá heiður, þegar þeir ekki lengur geta setið eða staðið undir kórónunni, að hinar jarðnesku leifar þeirra hafa verið grafnar mitt á milli skálda og listámanna af Guðs náð. — Nú bíða menn eftir því, að fá að vita, hverjir eru félag- ar þeirra hinu megin. — Þennan jóladag var svo mikil aðsókn að kirkju þessari, að margir hrósuðu happi að komast þaðan með óbrotin bein, og sál og lík- ama undir einni og sömu stjpm. Eftir hálf- tíma erfiðisvinnu og stympingar, og hátíðlegá vinsamlegar hrindingar, náði eg annari hendi í útidyrgstafjþessa sögufræga, “veglega” must- eris. Þá var eg búinn að gleyma bæn þeirri, sem eg í auðmýkt, lítillæti og lotningu, hafði tekið saman mínum jarðneska konungi til dýrð- ar. Þegar svo var komið, þa sá eg þann kostinn beztan, og mér boðlegastan, að fara ekki lengra þann daginn, svo eg sneri til baka, en fór þang- að í kvnnisferð síðar. AVestminster Abbey-kirkjan var fvrst bygð snemma á sjöundu öld, af Sebert, konungi Austtír-Saxanna. Henry III. er talinn að hafa bygt mestan hluta þessarar frægu kirkju, eins og hún er nú. Hið skrautlega bænahús, eða kapella, var bygð síðar, eða 1512, af Henrv VI I. Hinn frægi krýningarstóll var smíðaður fyrir Edward I. Steinn sá, sem er undir hásætis- eða krvningarstóli þessum, segja gömul munn- mæli að sé sá hinn sami, þar sem hinn “dygð- ugi” Jakob svaf og dreymdi hina sögufrægu drauma. Steinn þessi er 26 þumlungar á lengd, 16 á breidd og 11 þuml. þykkur. Bretakonung- ar hafa verið krýndir í Valhöll þessari síðan á seytjándu öld. ‘ Tilkomumestu byggingarnar í Lundunaborg eru: St. Páls kirkjan og þinghúsið, þótt margar séu þar sögufrægar og merkilegar byggingar. Allmikill drykkjuskapur átti aér stað í Lund- únum um þessi jól. Það var ekkert óeðlilegt, þegar athugað var, livað hennennirnir höfðu prðið að líða og stríða. Margnur hafði um sárt að binda. Það, sem vakti bæði undrun og að- dáun, var það, hvað alt fór friðsamlega fram.. Ekki er það óhugsandi, að það hefði raskað ró —að sumum hefði ekki'orðið svefnsamt, ef þeir hefðu séð og skilið það, sem hulið var í djúp- inu. Því oft gerði hin sama hugsun vart við Sig, sem áður hefir verið tekið fram. Það var eins og frosnar clfur mannlegra tilfinninga væru að brjóta af isér ísinn. — Ef þeir hafa séð og skilið það, sem hulið var í þeirri liring- iðu, þá hafa þeir máske huggað sig við það, að “Heimurinn náðarkrafta geymir. ” Tugir og hundruð þúsunda, á meðal her- mannanna, höfðu óskað og vonað, að þeim yrði gefið tækifæri til þess að taka Berlín. — Þeim fanst, að sigurvinningunum hafa verið spilt fyrir þeim — sigurgleðin eyðilögð* Þeir voru bæði hryggir og reiðir, — þeir voru heiftúðug- ir;— þeir voru hermenn, sem höfðu verið að berjást, — þeir höfðu verið að vega menn í fjögur ár. Þeir höfðu svo oft hugsað um sig- urvinningana, sem hinir þýzku höfðu unnið í byrjun stríðsins. “Var þetta endirinn? Ekk- ert tækifæri til þess að berjasFeinu sinni enn? Enginn herforingi að hrópa til þeirra framar: “Attention! Alarch”? Þá heldur ekkert gam- an að því, að svngja hersöngva, ef þeir hÖfðu ekkert tA'kifæri til þess að berjast. Jú, það var hverju orði .sannara, að þeir þráðu friðinn, þeir voru fyrir löngu búnir að fá nægju sína af bardögum, nema þeir, sem höfðu fyrir skömmu innritast í herinn. En þeir höfðu ekki náð til Vilhjálms keisara, eða prinzlinganna, sona hans. Það var-það tvent, sem þeir höfðu von- ast eftir í sigurlaun — að taka þá alla til fanga — já, en hvað ætluðu þeir sér að gera við þá? Það var ekki til neins að segja neinum frá því nú, hvað þeir ætluðu sér. Vopnahlé hafði ver- ið samið fáeinum dögum of fljótt. Berlín hafði verið sama sem á þeirra valdi, þá hafði dreymt um hin skrautlegu borgarhlið opin, og þeir voi*u tilbúnir að ganga með fylktu liði inn í borgina, — ogjþá var þeim bannað að halda áfram. — 1 Ilvað var þá næst? “að láta flá sig drotna háa”? — að byrja aftur þar, sem fyr var frá horfið? — að þjóna herrum þessarar jarðar fyrir sultarlaun — og “konungunum af Guðs n'áð ’ ’ ?— “Eg hitti marga Winnipeg-menn í Lundún- um. Sumir af þeim höfðu verið fangar á Þýzkalandi svo árum skifti. Þeirf voru nú á f heimleið. Eg sneri aftur til herbúðanna í Chatham þriðja janúar. Áður en eg yfirgaf Lundúna- borg, ])á fór eg til “Canadian High Commissio- ner”, og bað hann að aðstoða. mig til þess að fá , lausir úr hernum. Hann tók því vel, en sagði, að eg yrði að öllum líkindum að bíða nokkrar . vikur. XII. Flestir Islendingar, sem lengi liafa' dvalið í útlöndum, skilja hvaða fögnuð það veitir, að finna eitthvað íslenzkt,—að hitta gamlan “ sveit- unga.” — Þegar, af tilviljun, eða eftir langa leit, maður mætir eða sér eitthvað af íslenzk- um ættum eða uppruna, þá mun sú tilfinning oftast gera vart við sig, að minsta ko^ti fyrst í stað, að það sé úr manns eigin sveit, hvaðan sem það er af landinu. En það getur líka valdið svíðandi sársauka, að hitta gamlan “sveitunga” — hitta gamlan vin, mitt í hring- iðu stórborganna, ósjálfbjarga, ellihruman, ein- mana og yfirgefinn. Það er einkennilegur íslendingur, sem alist hefir upp í sveit á Fróni, ef honum hefir aldrei þótt vænt um hest, eða smalahund. Hvernig mundi þér geðjast að því, lesari kær, að hitta uppáhalds reiðhestinn þinn, sem áður bar þig yfir grundu græna, með hringaðan makka? Þá varst þú þér þess meðvitandi, að h'ann var einn af þínum trvggustu vinum, fullur af fjöri og lífsgleði hoppaði hann vit á hagann, þegar þú tókst lit úr honum beizlið. Hvernig mundi þér líka það, að mæta honum blindum og útslitnum, gráum fyrir liærum, í einhverju kolaskoti stór- borganna, — ofanjarðar eða neðan? “Bjart- 1 sýnis ”-postularnir segðu, að það væri af öf- ugri lífsskoðun, ef þér ékki léki hýrubros um brá við þess konar endurfundi. — Það var ekki minn uppáhalds reiðhestur, sem eg mætti þann- ig útlítandi, en hvers reiðhestur var það? Oft varð mér starsýnt á íslenzku og rúss- nesku hestana í Chatham. Eg gekk stundum til þeirra, þar sem þeir stóðu á strætunum, oftast • með lítinn flutningsvagn í togi. Þeir eru hent- ugir fyrir alls konar smá-kaupmenn og fakand,- •sala. Það var einn góðan og eftii'minnilegan "þoku- og rigningardag, að eg var á gangi eftir einni af fjölförnustu götum Chatham borgar. Sá eg þá gamlan, úfinn og grettan Gyðing koma keyrandi t með föggur sínar eftir strætinu. Ilafði hann jarpsokkóttan hest fyrir kerrunni. Mér varð ærið starsýnt á förumann þennan, — sérstaklega þó á jarpsokka litla, — það var eitt- hvað óvanalegt í sambandi vit^ þessa ferðafé- Laga, sem dró að sér athygli mína. Hvað var það? — Það var ekki um að villast, eg var þama augliti til auglitis við íslending í nauð- um staddan. “Sokki litli” minti mig ó hest, sem eg hafði þekt í fjalldölum Fróns, þe^ar eg var lítill drengur. Mér fanst undir eins að við vera gamal-kunnugir — mér fanst við vera gamlir vinir —uppeldisbræður. “Sokki” var magur og þreytulegur, og ’grár fy'rir hærum. Eg skoðaði hann nákvæmlega, Gvðingurinn var ekkert að flýta sér. Hann spurði mig, hvað eg héldi hann væri gamall. “Hann ernokkuð seig- ur, en hhnn er blindur,” bætti hann við glott- andi. (“He is a brick”). {<Hann var svona, þeg- ar hann kom úr námunum — hann er líklega tólf eða fjórtán ára,” sagði hann. Eg kann ekki mikið að dæma um aldur hesta. en eg þóttist vis^ um, að jarpsökki litli væri að minsta kosti tuttpgu, sennile^a tuttugu. og tveggja vetra. Hann hafði verið vel upp alinn. Það var auðséð á byggingu hans og vöðvalagi, þótt lítið væri eftir af vöðvum. Einnig þóttist eg viss um það, að hann liafði verið reiðhestur, af göngulagi hans að dæma og hvernig hann bar^ til sitt fríða höfuð; — svipurinn var þreytuleg- ur, það var höfuðburður og ganglag, sem fyrst vakti athygli mína, þegar eg sá Gyðinginn koma keyrandi. — Jarpsokki litli hafði verið seldur til Englendinga, þeir höfðu sent hann í kola1- námur, þar sem hann hafði verið kviksettur eins og lifandi lík, í mörg ár. — Úr námunum unum var svo Sokki litli útleystur blindur. Eg bað Gyðinginn að selja mér Sokka. Eg . ætlaði mér að útvega honum varanlegan hvíld- arstað, í einni heræfinga skotgröfinni, sem var þar skamt frá, það var rétt byrjað að fylla þær upp aftur. Er hann virkilega blindur? spurði eg sjálfan mig, um leið og eg strauk honum um höfuðið. Hefir hann nokkra hugmynd um, að eg er Islendingur? Eg þorði ekki að tala ís- lenzku við Sokka, eg var hræddur um, að eg mundi særa mann með því. Eg efaðist ekki minstu vitund um það, að eg gæti látið hann vita, að eg væri Islendingur, ef eg talaði ís- lenzku við hann. Ef eg “hóaði” eins og smal- arnir á Fróni — hann mundi kannast við það, þótt ekki kæmi bergmálið til baka — þarna voru engin fjöll. Sokki mundi kannast við það, ef eg pefndi nafn hans. Það var enginn efi á því, að hann hafði verið kallaður “Sokki1’. Gyðigurinn stóð þarna skamt frá mér, hann skofcraði til mín tortryggilegum, glottandi glóð- araugum. — Það fór um mig hrollur, hann hélt að eg væri að narra sig. Við dauða sínum gat hann búist, hvenær sem var, en að nokkur jarðarbúi væri svo heimskur, að gefa gull fyrir blindan, útslitinn, gráhærðan, íslenzkan klár, • það var ekkert verzlunarvit í því — og annað en verzlunarvit átti engan rétt á sér á þessu torgi. — Skeð getur, að hermennirnir hafi einhvern tíma glettst eitthvað við karltetrið og dót hans. Ekki dettur mér í hug að efast um það, að* Gyðingurinn hafi nokkurn tíma gleymt að leggja “hans liátign” Georg V. liðsyrði r bæn- um og bænahúsum. En eg er nærri því viss um, að hermennirnir hafa stundum verið hafðir þar útundan. — Eg var í enskum einkennisbúningi, 'Gyðing* urinn vissi hvað lítið kaup þeir fá. Stéttar- bræður hans í kauptúnum og borgum Englands og Skotlands voru því kunnugri en flestir aðr- ir, liversu margt^að hermennimir lögðu á “metaskálar fyrir fáeina silfurpeninga.” Hver sem ástæðan hefir verið, þá vildi hann ekkert tala við mig um sölu á jarpsokka. Eg(spurði hann, hvar hann ætti heima, eða hvenær hann mundi verða þarna á ferð aftur; hann glotti og hristi höfuðið, sem svar við spumingum minum. Hann sagðist “kannske verða þarna á ferð síðar”, en stund og stað vildi hann ekki nefna. Hann trúði mér ekki, hélt að eg væri að skopast að sér og föraneyti sínu, — hann vildi losast við mig. — Svo keyrði hann á stað, — eg labbaði frá “ Sokka” litla og okkur var báðum dimt fyrir augum. — • XIII. Eins og áður Jiefir verið getið um, þá hafði * eg sótt um lausn úr hernum. Þetta sama kvöld var mér tilkynt, ásamt fleiri hermönnum, að næsta morgun yi'ðum við sendir til Kristalls halLarinnar í Lundúnum, og þar yrðu af okkur leystir rembihnútar “hans hátignar. ” En eg hafði ásett mér að hafa upp á Gyð- ingnum aftur, til þess að frelsa “Sokka”. Ef eg hafnaði þessu boði—þesfeu tækifæri, þá var með öllu óvíst, að mér bepnaðist að fá mift - konunglega vistarband leyst, þar til eftir flein mánuði. A Gyðinginn “gangandi” var ekki gott að treysta, það var alveg eins líklegt, að hann sæist þarna aldrei framar. Eg vildi ekki verða niðurseta Georgs V., úr því að útséð var um það, að eg kæmist á vígstöðvar — þegar friður hafði verið saminn. Svo eg afréði að * taka þetta tækifæri en þá var líka útséð um það, að eg gæti hjálpað jarpsokka gamla. Þegar eg yfirgaf Chatham næsta morgun, þá var eg að hugsa um “sokka” — blindan, út- slitinn íslending í Gyðinga höndum. Vel var það mögulegt, að hann myndi eins vel eftir æskustöðvum sínum eins og eg. Hafði hann verið uppalinn í heiðardalnum mínum? Eg er alveg búinn að gleyma eymamarkinu, — hvers reiðliestur var hann? — Eg var snögglega vakinn upp úr þessum hugleiðingum, við óp og hróp, og andfælur sveitarforingjans. “ At-tenti-on’, March! hrópaði hann með ámátlegri, drynjandi rödd. Undirföingi þessi atti að fylgja okkur til Iviist- allsh'allarinnar, sem nú var notuð fyrir skrif- '' stofur. Ekki þurfti eg að óttast það,_að eg sæi þar blindan, íslenzkan klár. En ekki var það ómögulegt, að eg kynni að mæta þar einhverj- um, sem þjáðist af sjóndepru, eða hefði máske alveg tapað sjóninni í “lýðstjómar þjónustu. Þegar eg kom til Ivristalls hallarinnar,^mætti eg þar herlækninum fra Ástraliu í databuningi. Hvers vegna hafði hunn tapað undirforingja- stöðunni? XIV. \ SIR BASIL TIIOMSON, Yfirmaður leynilögreglunmr brezku, 1913—20, —yfirmaður hins heimsfrcega “ Scotland Yard” Eg hafði eitthvað lesið um Basil Thomson, áður en eg kom til Englands. B^tir að eg kom þangað, þá hevrði eg oft talað um hann. “ Já, Basil Tliomson hefir getið sér frægan orðstír, í viðureign við vikadrengi Vilhjálms keisara á stríðsárunum.” Það var ekki nuðvelt fvrir mig að vita, hver þessi undramaður var, fyrst þegar eg heyrði hermennina tala um hann. Þeir mintust hans á dularfullan hátt, rétt eins og ef hann tilheyrði einhverju mahnfélagi, sem okkur Væri lítið kunnugt um. Það var minst á talsmáta og orðfæri Englendinga hér að fram- an, hversu tilbreytilegt það væri. — Hljóðskraf hermannanna og augnatillit vakti hjá mér smá- smugulega iforvitni, þegar þeir voru að henda á milli sín “gælunöfnum” um margra alda göm- ul fangahús og aftökustaði, sem áttu langa og blóði-drifna sögu. — Basil ThoiAson hafði auk- ið miklu við sögu þessara fangahúsa og aftöku- staða, á stríðsárunnm. — Það er fremur sjaldgæft, nú á tímum, að lieyra reglulega vel sagðar sögur. Þó menn séu nú stafrofsfróðari, hafi fleiri orð sér til aðstoðar, eru þéir fremur fáir, sem fara vel MOI|E GRAIN Betra korn ojí hærra verð fæst sé alt smut eyðilag’t. Pundskanna af Standard Formal- dehyde nægir í 40-50 bush. af hveiti. Þér getið reitt yður á hreint útsæði, auk þess flýtir Formafdehyde þrpska hveitlsins. Sáið saina dag og þér hreinsið útsæðið. Hreinsið áhöldin öll með Formaldehyde- blöndu. Standard Fromaldehyde er ágætt fyrir hafra, bygg og ánnað korn. Sömu- leiðis karfcöflur og garðávexti. Selt í ] p. og 5 p. könn. og stórslött- um hjá öll. kaupm. S^iUT xoo per cent Effective \ STANDAKD CSEMICAL COMPANT UMITtD Montreal WINN3PEO Toro.nto með þá fornu list. Ef borið er saman við það, 0 þogar sagðar vom sögur eins langar og Njála og Egilssaga, og sagðar af þeirri list, að öllum var vel skemt. Skömrnu eftir að stríðið var afstaðið, veitt- ist mér tækifæri að hlusta á Basil Thomson. Það eru engar öfgar, að hann er snillingur að segja sögur, enda er efni hans tilvalið, til , þess að kitla og æsa ímyndunarafl flestra. Smá- brot og stórglæpir, sem framdir hafa verið á móti gömlum venjum og siðalögnláli, er ljúft umhugsunarefni — gott að muna, þægilegt til frásagnar. Fjöldinn lætur ótvírætt í ljós van- þóknun sína yfir sögum, sem illa fara. Þó hafa hinir sömu innilega ánægju af því, að heyra sagðar sögur af glæpamönnum, eins og þeir . væru ekki mannlegar verur. — Að njósna um óviriina — um nágrannana, með öllum þeim áliyggjum, stíði og striti, sem því fylgir, er jafngamalt eins og lífið á jörðunni.y Fuglar loftsins og dýr merkurinn- ar, eru alt af að njósna. Hætturnar eru ótelj- andi. !Ætli mannkynið hafi ekki enn meðferð- is helzt til mikið af tortrvgni dýranna? Það er oft getið um njósnara í fomum sög- um, á stríðsárunum. En lærðir og æfðir leyni- lögregluþjónar voru þá ekki þektir. Aldrei hafa njósnarar verið eins mikið notaðir. eins og í þessari síðustu styrjöld. Öll jörðin var tafl- borð þeirra, ekkert var sparað, sem vísindin og mannlegur skilningur var megnugur að veita ]>eim til aðstoðar. Á fvrstu áram stríðsins, þá voru þýzkir njósnarar flestum öðram snjallari, bæði í Evrópu og Ameríku. Njósnarvefur þeirra var ofinn engu síður í kring um lýð- veldisforseta, heldur en ráðgjafa konunganna. Sbr.: “All iri a Life Time”, eftir Henry Mor- genthau, sendiherra Bandar,kjanna til Tyrk- lands. “Barátta við njósnara”, í The World’s Work”, og fleira." “Ef eg væri spurður, hvaða hæfileikar væra þýðingarmestir, fyrir ötulan njósnara, mundi eg svara, að þann fyrst af öllu þarfnaðist að vita nokímð um alla skapaða hluti undir sól- unni,” kegir ,hinn slungni Basil Thomson. — “Enginn getur vitað fyrirfram, hvaða stöðu eða starf er lieppilegast fvrir njósnara að velja sér, til þess að reka fyrirskipanir og erindi giftusamlega. Lærdómur leynilögregluþjóna er svo margbrotinn og dularfullur; þótt margir séu kallaðir í þann skóla, þá ýru hinir útvöldu fremur fáir.” ótti og áhyggjur eru fósturforeldrar tor- trygni og hjátrúar.—Magir sönnuðu með fram- komu sinni á stríðsárunum, að þessu var þann- ig varið. Bkki þurfti annað, en að gefa tor- tr^gniskreddum þeirra svolítið af fersku lofti; •þeir, sem haldnir voru af þeim vandræðum, sáu hvað meiningarlaust og marklítið það var. “Eimi sinni komu hjón til mín, til þess að klaga útlendan þjón, í einu af hinum stærri gistihúsum í Lundúnum,” segir Basil Thom- son, “þau voru ekki í nokkrum efa um það, að . hann væri þýzkur njósnari. Þau stóðu betur að vígi til þess að fá sökudólginn handsamaðan, heldur en margir aðrir, sem gengu viti *ínu fjær af hræðslu og tortrvgni, þó tilefni fyrir þeim ótta. væri oft lítið annað en skugginn þeirra sjálfra, eða einlivers annars, sem af til- viljun var viðstaddur. — Þessi óttaslegpu hjón höfðu sannanir í höndum. Það var matarseð- ill, með fremur ógreinilegum blýants uppdrætti öðru megin. Þau sögðust hafa horft a þjóninn, þegar hann var að draga þennan hættulega uppdrátt, sem þau fullyrtu að væri af Kensing- tonhöllinni og garðinum. Þau sögðu, að hér væri ekki um að villast, auðvitað ætlaði þessi maður, að senda Þjóðverjum uppdráttinn.” “Eg lét taka þjón þann, sem þau tilnefndu, fastan”, sagði Ba‘sil Thomson. “Þarna var fvrir framan mig glaðlegur, hrokkinhærður og ráðvandlegur, svissneskur unglvngur. Eg spurði hann fyrst um allar fyrirætlanig hans; svaraði hann öllum spurningum greinilega, og með ■djörfung. Svo sýndi eg honum uppdráttinn, sem hann athugaði um stund. —- Svo skellihló hann, og sagði: “Svo uppdrátturinn minn lenti þá hér. Eg var nýkominn á þetta hótel, eg markaði kross við öll þau borð, sem eg átti að annast um.” “Auðvitað bað eg svissneska drenginn vel að lifa, og í friði að fara, þegar eg hafði full- vissað mig um, að hann sagði satt.”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.