Lögberg


Lögberg - 24.03.1927, Qupperneq 4

Lögberg - 24.03.1927, Qupperneq 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. MARZ 1927. ^ogberg Gefið út hvern Fimtudag af Tle Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talaimart >'-0327 ofi IS-0328 Einar P. Jónsson, Editor UlánÁ»krih tii blaðsma: W SOLUIRBI^ PRE88, ttd., Box 3171, Winnipeg. I*ar\- Utanáakrift ritstjórans: íOifOR lOCBERC, Bex 3171 Wtnnipsg, tyan. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram The "LÖgber*" ls prlntad and publlshad by Tha Columbla Prass, Llmltad, in tha Columbla Butldin*, KSS 0araant Ava., Winnlpei:, Manitoba. .... i ......................................hnrmTTTr^mi i in iinTTTffiTimTrí Fagnaðarefni, Alt frá þeim tíma, er vopnatakmörkunar- stefnan mikla var háð í Washington, hafa beztu menn þjóðanna verið að brjóta um það heil- ann, að finna sigurvænlegustu aðferðina, er til þess gæti leitt, að takmarka svo her og flota, að hnefaréttarins gætti sem allra minst í ágrein- ingsmálum þjóða á milli, — að í stað sprengi- kúlna og tundurdufla kæmu bróðurlegar sátt- málsgerðir, heimsfriðnum til verndunar. Sér- hvert það skref, er í slíka átt fer, hlýtur að verða hveri'i alvarlega hugsandi sál óumræði- legt fagnaðarefni. Vopnaði friðurinn hefir aldrei gefist vel, — hefir ávalt verið fyrirboði stríðs og hörmunga, og mun svo enn verða. Slíkur yfirbbrðsfriður, er í raun og veru ekkert annað, en grímuklœtt stríð. \ > Núverándi Bandaríkjaforseti, Mr. Calvin Coolidge, íhaldsmaður, sem margir telja til hins gamla skóla í heimspólitíkinni, er þrátt fyrir }iað, einn þeirra manna, er sannað hefir með athöfnum og reynslu, hve þungt honum liggur það á hjarta, að takmörkun hervarna á sjó megi sem skjótast í framkvæmd hrundið verða. Það var hann, er átti að því frumkvæði, að kvatt skvldi til alþjóðamóts í Geneva • á kománda sumri, með það fyrir augum, að greiða vopna- takmörkunarmálinu veg. Enn er pað að vísu á huldu, hve margar þjóðir muni taka þátt í þessu fyrirhugaða móti, en víst er nú þegar um þrjár. sem sé Bandaríkjaþjóðina, Japana og Breta. ' Um einlægni })jóða þessara er ásta'ðulaust að efast. Þó hefir bersýnilega mestrar alvörunnar gætt hjá stjóm Breta, sem ráða má af þeirri yfirlýsingu flotaíhálaráðgjafans, Mr. Bridge- man’s, að stjórnin hafi ákveðið að hætta með öllu við srníð nýrra herskipa, þar til ljóst sé, hvernig málum skipist til á Geneva-stefnunni. Þegar mál þetta bar fyrst á góma, var það talið nokkum veginn sjálfsagt, að stjóm Frakk- lands myndi taka uppástungu Coobdge forseta fi'gins hendi, og sanna þar með alþjóð manna til fullnustu einlægni sína í vopnatakmörkunar- málinu. Undirtektirnar urðu samt, því miður, nokkuð á annan veg. Stjórnarformaður Frakka kvað mótið hvergi nærri undirbúið sem skvldi og taldi á því ýms tormerki, að stjómin gæti léð því nokkurt fullnaðarfvlgi, fvr en þá að sýnt væri, að Norðurálfustórveldin öll væru einhuga i um takmörkun vopna, þar á meðal ítalía. Nú er málinu þó skipað í það horf, að stjóm Frakka hefir ákveðið að senda fulltrúa á Geneva-mótið. til þess að sjá hverju fram vindi, án þess þó að hann skuli verða beinn aðilji að ráðstöfunum þeim, er teknar kunna að verða- Með öðram orðúm, að stjórnin hefir ekki þorað að sitja hjá, er sýnt var hve mikil alvara falst að baki fund- arboðsins og hve samvinnutilraunir hinna þriggja, fyrgreindu þjóða, voru einlægar. Hitt enda víst, að sá mvndi skilningurinn alment orðið hafa, að það sæti sízt á Frökkum, að setja einlægum vopnatakmörkunar tilraunum stólinn fvrir dymar, eftir blóðfórnina miklu þeirri þjóð í hag, er svo að segja allur menningarheimurinn stóð að, á tímum heimsstjnpjaldarinnar'síðustu. ' Hver afstaða Italíu kann að verða til vopna- takmörkunar'málsins, er enn ekki lýðum ljóst. f venjulegum skilningi, er þar við enga stjórn að semja, heldur að eins einn mann, einrænan og óvæginn fulltrúa hnefaréttarins. Mun því úr þeirri átt lítils góðs að vænta nema því aðeins. að óttinn við almenningsálitið verði ofan á, og er slíkur grundvöHur sjaldan tryggur til fram- býðar. 14 Sérhver sá, er að alþjóða frioi vinnur, er fæddur undir ljósberamerki. Mannkynsins þ\uig.stu raunir stafa frá ófriðnum, í hvaða mynd sem er. Þó eru þeir menn/ til, er svo virðast hafa gersamlega mist sjónar á friðar- boðskap meistaraas frá Nazaret, að þeir blanda Saman kjarna friðarmálanna við afslátt og und- anhald. Brjálæði. Tillaga Arthur Ponsonby’s um takmörkun loftflotans brezka, var feld í neðri málstofunni með 197 atkvæðum gegn 24. Minna mátti nú gagn gera. Ponsonby skipar sæti á þingi sem fulltrúi verkamanna, og jafnvel hans eigin flokksbræður voru ófáanlegir með öllu til að ljá uppástungunni lið. Mr. .Tarnes Sexton, verkaflokksþingmaður, komst meðal annars svo að orði: ‘‘Eg ifyrirlít stríð, en mér er það ger- samlega um megn, að veita stuðning pólitiskri brjálæðisstefnu. ” Ponsonby’s tillagan gerði með öðrum orðum ráð fvrir, að tala hermanna þeirra, er í þjónustu loftflotans starfa, skyldi lækkuð úr 33,000 ofan í 1,000, og það er þetta, sem Mr. Sexton kallar pólitiskt brjálæði. Fiotamála ráðgjafinn, Sir Samuel Hoare, kvað enga borg í Norðurálfunni jafn berskjald- aða gegn árásum, sem Lundúnaborg, og þess vegna væri það lífsnauðsyn, að eiga nægilega voldugan loftflota til varnar árásum, of til á- rásanna kæmi. Mr. Sexton og Sir Samuel Hoare, sýnast báðir vera ölvaðir af viðbúnaðarhugmyndinni. Hugmynd sú er næsta einföld. Með henni er eigi að eins gefið í skyn, að von sé á stríði, er gilt geti Bretann lífið, heldur er það beinlínis talið sjálfsagt. Hún heldur því fram, að Bret- inn megi til með að vera við öllu búinn, áður en næsta stríð brjótist út, því gagnslítið sé að her- væðast, þegar á hólminn er komið. Með það fyrír augum, að vera ávalt til taks, er það því talin eina, heilbrigða stjórnmálastefnan, að byggja nýjan kiftflpta, nýja bryndreka og hafa herinn yfirleitt í því fullkomnunarjafnvægi, að hann geti ávalt og á öllum tímum, komið óvin- unum fyrir kattarnef. í öllu þessu, og ef til vill nokkru fleiru, er viðbúnaðarstefnan falin. Hún hafði gersamlega gagnsýrt hugsunarhátt Norðurálfuþjóðanna síðastliðin tuttugu ár á undan heimsófriðnum mikla, og stríðið sjálft tók skarið af, hvað innihaldi viðbúnaðarstefn- unnar viðkom, — hún var vegin og léttvæg fundin- Hugmvndin, sem að baki viðbúnaðarstefn- unnar felst, er sú, að þjóðir þær, er bezt séu við- búnar, er stríð gýs upp, líði minna en hinar, sAn berskjaldaðri eru. Svo má að orði kveða, að öll Norðurálfan hefði verið að hervæða-st frá aldamótunum síð- ustu og fram til ársins 1914. Engin þjóð vildi lenda óviðbúin í stríði. Svo kom stríðið, með öllum þess ægilegu afleiðingum. Þjóðirnaf voru viðbúnar, en hinn blessunarríki árangur, er við- búnáðarstefnunni átti að fvlgja, hefir ekki kom- ið í ljós þann dag í dag. Undirbúningurinn að heimsstyrjöldinni miklu, var upp á það allra fullkomnasta og styrjöldin sjálf einstök í sinni röð. A ifyrstu vikum henn- ar nam tala fallinna, sa<rðra og hertekinna franskra hennanna, miljón eða vel það. * Her- gögnin voru það fullkomin, að brytja mátti niður miljón manna á örstuttum tíma, og sann- ar það eitt út af fyrir sig, hve alveg framúr- skarandi að viðbúnaðurinn hafði fullkominn verið. Og svo þegar að lokum tjaldið féll við endi síðasta þáttar, lágu hlutaðeigapdi Norð- urálfuþjóðir allar í sávum og höfðu fylgt til grafar manndómskjarna sínum, hinum uppvax- andi og djarfa æskulýð, er lífi týndi í þeim ægi- legasta hildarleik, sem mannkvnið nokkru sinni hafði horfst í augu við. Stríðið varð óútmálan- legur sorgarleikur, — sorgarleikur og tap. Og samt sem áður á það að ganga brjálæði næst, eða vera reglulegt brjálæði, samkvæmt yfirlýsingu þeirra Sir Samuel Hoare og Mr. Sextons, á- samt mikils meiri hluta þihgs, að nokkur gkyldi voga að láta sig drevma það djarflega í vöku, að lítið tjón myndi af hljótast, þótt takmarkað- ur yrði að veralegum mun, loftflotinn brezki. Það sýnist því mergurinn málsins, að vænta nýs ófriðar, og þess yegna sé um að gera, að vera við öllu búinn. Að einhver brjálæðistegund komi fram í öllu þessu stímabraki, er ekkert vafamál. 1 heimsstyrjöldinni síðustu, voru að verki öll þau eyðingaröfl, er mannkynið átti vfir að ráða- Völdin voru í örfárra manna höndum, einskonar ‘‘innri hrings”. Þeir báru ábvrgð á útbúnaði leiksviðsins og gáfu út fyrirskipanir um að brytja, en komu venjulegast hvergi nærri, þar sem hættan var mest. Það voru for- ingjar, er að engri ákveðinni niðurstöðu gátu komist;, foringjar, sem sváfu vært og enginn mátti trafla, þótt óvinir væru á næstu grösum að sprengja varnarvirkin; foringjar, sem eng- an ruðari skilning höfðu á stríði en þann, að brvtja niður Þjóðverja og Samherja á víxl. í’lotamála foringjarnir voru margir hverjir af sömu skúffu, — vildu ekkert eiga á hættunni. Viðbúnaðurinn hafði í mörgum tilfellum til þess leitt, að svo dýr, eða dýrxnæt hergögn voru fyri'r hendi, að ekki þótti í mál takandi, að stofna þeini í voða. Gilti þetta einkum og sér í lagi um sjóflotana. Heræfingakerfið, að því er landherinn áhrærði, var svo margbrotið, að það fór fvrir ofan garð og neðan hjá mörgum þeim, er foringjatitil báru. Eins lengi og vér göngum út frá því sem gefnu, að nýtt stríð sé í aðsigi, er sama sorgar- sagan viss með að endurtaka sig. Það er með hinum ímyndaða ófriði, þeim ófriði, sem ein- hvern tíma skal háður verða í framtíðinni, að verið er að réttlæta viðbúnaðarstefnuna, og þess vegna á það eigi að eins að skoðast rétt- mætt, heldur lífsnauðsynlegt, að varið sé til þess fé og friðartíma, að auka heraflann í lofti, og á landi og sjó, hvað sem öðru líður. Stríð verða aldrei útilokuð með stríðum, hvað margir, sem kunna að halda því fram. Slíku fær að eins aukinn skilningur og bræðraþel, hrundið í fram- kvæmd. Aukinn vígbúnaður, hefir ávalt stríð í för með sér, og mun svo enn verða. Mannkynið þolir ekki mörg stríð jafn-víðtæk og það síð- asta. Þess vegna er ekki ósanngjarnt að ætlast til, að þjóðirnar verji kröftum sínum til ein- hvers annars þarfara en þess, að auka á dýrð viðbúnaðarstefnunnar á sviði hermálanna. Hví ættu ekki Frakkar, Bretar, Þjóðverjar, ítalir, Japanar, Rússar og Bandaríkjaménn, að geta komið sér saman um, að fyirrbyggja það, að hörmungarnar frá 1914—18 endurtaki sig? Sameiginlegan grundvöll í þá átt, hlýtur að mega finna, en á viðbúnaðarstefnunni svo nefndu, verður hann aldrei bygður. Það skiftir í sjálfu sér minstu máli, þó Mr. Sexton telji afstöðu Ponsonby’s ganga brjálæði næst. Afstaða hans gagnvart loftflotaniálun- um brezku, er í meginatriðum rétt engu að síður. —Grein þessi er að mestu leyti tekin eftir blaðinu Manitoba Free Press. Frá Lundúnum. Ef til vill eru þeir nokkrir meðal Vestur-íslend- inga, sem gjarnan vilja frétta af högum okkar, og með það í huga efni eg nú í aðra klausu, en ekki af því,. að eg þykist svo tiltakanlega pennafær, enda mun það sýna sig, að svo er ekki. Fyrst af öllu vil eg votta Lögbergi þökk og heið- ur fyrir að hafa komið reglulega í hverri viku. Það skarar svo langt fram úr öllum öðrum Can^dapósti í stundvísi, að það er orðið viðkvæði okkar, þegar við erum að bollaleggja, hvort við munum fá póst “þessa viku” — “Jú alt af þó Lögberg.” En enginn nema sá, sem reynir, mun gera sér í grun, hvað fjarver- andi fólk þráir að fá frétGr að heiman. • Þegar eg skrifaði seinast, vorum við nýlega flutt í þá íbúð, sem við erum nú í. Gat eg þess þá, að okk- ur líkaði hún betur en sú, sem við fluttum úr. Hefi eg ekkert aftur að taka af því, en ef til vill nokkru við að bæta. Þessi íbúð er okkur mjög haganleg, hvað afstöðu og umhverfi snertir, svo að óvíða vær- um við betur sett, og þar að auki fellur okkur vel við fólkið. Okkur reiknast svo til, að við höfuní að einu leyti verið eins heppin að lenda hér, eins og við vorum óheppin með fyrra plássið. Skólans hefi eg þegar minst eins greinilega og getan leyfði. Þó var þar gerð umbót nokkur í vetur, þannig, að tveimur skrifstofum, sem voru inn af að- aldyrum skólans, var breytt 1 eins konar stáss-stofu. Að smíðinu loknu heimsótti Játvarður prinz skólann. Hann er sem sé heiðursforseti og mun hafa átt að vígja verkið með nærveru sinni. Ekki var eg við- staddur þá athöfn, en heyrði mikið um það talað, bæði á undan og á eftir. Álit mitt á skólanum er ó- breytt frá því, sem það var, þegar eg skrifaði fyrri pistilinn, og uni eg vistinni þar ágætlega, og því betur, sem eg kynúist þar meira. Líka hefi eg í seinni tíð fengið mikið meira af gefins aðgöngu- miðum á hina og aðra hljómleika, viðsvegar um borgina. Hefi eg stundum fengið fleiri “tickets” en eg gat brúkað; en þessi lánsemi atvikaðist með þeim hætti, sem nú skal greina: Það var einn morgun, er eg kom í skólann, að dyravörður tilkynti mér, að annar skrifstofustjórinn vildi finna mig. Hvataði eg ferð minni inn á skrif- stofu, dálítið forvitinn, því eg skildi ekkert í hvern þremilinn hann gæti viljáð mér. En eg fékk fljótt sadda forvitni mína, hafði sem sé fengið Islands- bréf, og erindi skrifstofustjórans var að biðja mig um frímerkin af því, og auðvitað varð eg vel við þeim tilmælum, en hann gaf mér þá strax aðgöngu- miða á tvo hljómleika og loforð um meira, og hefir hann efnt það vel. En það er af mér að segja, að fyrir utan þetta hagfæði, þótti mér 'innilega vænt um að hitta þó þarna mann, sem hafði áhuga fyrir, þó ekki vær nema íslenzkum frímerkjum, því oft sárnar mér, hvað ótrúlega fólk hér er fáfrótt um ís- land og íslendinga. ,Eg verð oft að sitja mjög á skapsmunum mínum, til að viðhafa sæmilega hóg- værð, þegar eg er að leiða þá hér í allan sannleik- ann, sem þeir oftast trúa auðsjáanlega mjög l'itlu af. Aftur á móti hefi eg engan hitt, sem ekki kann ein- hver deili á Eskimóum, en að koma þeim í skilning um, að íslendingar eigi ekkert skylt við þann þjóð- flokk, finst mér óeðlilega torvelt. Þá hefi eg einnig hitt nokkr», sem halda að ísland sé sveit einhvers staðar í Danmörku. Sem sagt, hugmyndir Lundúna- búa um ísland, eru svo sem álíka óljósar og hug- myndir íslenzkrar alþýðu um nágrannastjörnu okkar Venus, a. m. k. hreint ekki Ijósari. Til áréttingar skal eg geta þess, að eg hefi e n g a n hitt, sem veit h v a r ísland er, og er þó það fólk, sem eg hefi um- gengist, meira og minna skólagengið. Þeir, sem því eru kunnugastir, vita, að það er einhvers staðar langt norður í fshafi, bygt af hvítum mönnum, og í einhverju sambandi við Skandinavíu. Því nær sama fáfræðin á sér einnig stað, hvað álit fólks hér á Canada snertir. Hafa mér oft gramist ýmsar miður góðgjarnar staðhæfingar um canadiska staðhætti, því að næst íslandi þoli eg afar illa, að hallað sé á Canada og þá, sem þar búa. Ein kona hélt þvi til- dæmis fram, að stór partur af Canadaþjóðinni yrði afstyrmi og vesalingar fyrir það, hvað loftslagið sé óholt; og fleiri svipaðar getgátur hefi eg heyrt, á- samt fáfræði, sem ekki veit, að enska er töluð í Canada. Eg er ekki að fjölyrða svo mjög um þetta af þeirri ástæðu einni, að það hefir margoft meitt til- finningar mínar, heldur af því, að þessi dauðans vanþekking, á umhverfinu, sem mun eiga sér stað a. m. k. hjá öllum stórveldum heimsins, er blátt áfram svo skaðleg, að hún verðskuldar alvarlegar áminn- ingar allra blaða. Það er aðallega tvent, sem eg sé varhugavert'í þessu sambandi. Fyrst og fi;emst það, að fáfræðin hefir því nær æfinlega eitthvað ilt eða niðrandi að segja um það, sem hún þekkir ekki. Eg hefi aldrei heyrt neinn bera því landi eða þeirri þjóð, sem hann er fáfróður um, góða sögu, heldur talar hann þá jafnan um eitthvað, sem er a.m.k. neð- an við hann sjálfan og oft ilt í tilbót. Hitt, sem eg hefi tekið eftir, er það, að allir fá- fræðingar í þessum sökum vita meira um stórveldin en smáþjóðirnar. T. d. finst mér þeir hér vera langtum kunnugri i, Bandaríkjunum, en í Canada. Þetta atriði er kannske ekki eins skaðlegt, en ákaflega heimskulegt. Að dæma þjóðir eftir skrokkatölu, er álíka fjarstæða, og að dæma hveitiakur eftir ummáli eða vatn eftir því, hvað ílátið er stórt. — En nú mun eg vera kominn út frá efninu, og sný þ>á aftur að því, nefnilega, einhverju, sem okkur kemur við. Hér hefir verið einmuna tíð í allan vetur; að eins tvisvar vottað fyrir snjófalli, og jörð alt af algræn. Eg ætti ekki að þurfa að taka það fram, að þetta er sá mildsti vetur, sem eg hefí lifað. “No wonder”, segja þeir ensku og brosa í kampinn, rétt eins og þeir hafi sjálfir búið til veðrið. O, jæja, við eigum víst flest sammerkt í því, að gleyma stundum að gjalda “guði hvað guðs er”, hvað sem keisaranum líður nú, enda er betur passað að hann fái sitt og kannske rúmlega það. En sem sagt, tíðin er betri hér á Englandi, en eg bjóst við, og mega bæði fóst- urlandið og föðurlandið mitt öfunda það. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK FLYTJUM 1. APRlL, 1927 Aðalskrifstofa og afgreiðsla Pro- vince of Manitoba Savings Office verður 1. Apríl flutt í nýtt pláss; það er í nýju byggingunni á norð- austur borninu á Donald og Ellice Ave. gagnvart Coats búðinni. Útibúið í Norðurbœnum verður áfram að 984 Main Street Opið 9 til 6 Laugardögum 9 til 1 PROViNCE OF MANITOBA SAVINGS OFFICE <‘Til að glæða sparsemi og auka velgengni almennings” Dýrtíðina hefi eg þegar minst á. Hún er mikil og yfirleitt virðist mér alt viðskiftalíf hér á afar- einkennilegu stigi, og botna eg el kert í, hvernig það getur drasl- ast. Dagprísar eru mjög algeng- ir, og getur það komið ókunnugum iila. Fengum við talsvert að kenna á því fyrsta sprettinn, en erum nú farin að komast upp á lagið með að ná í sem rýmilegust kaup, en alt af er betra að hafa opin augun til að sjá við smávegis jprakkaraskap. T. d. er mjólkur- reikningur okkar, sem við borgum vikulega, þvínær aldrei rébtur, alf af þetta frá einni til þremur mörk- um ofaukið. En Fríða er einstak- lega aðgætin á öll þess konar mis- smíði og gætti strax áð þessu, og alt af laga þeir reikninginn um- yrðalaust. En samhliða þessu tíðkast hér einnig ýmisleg hugul- semi og ærlegheit, og er það að mörgu leyti einkennilegt og eftir- tektavert, og stingur talsvert í stúf við verzlunarhætti í Ameríku, en ekki nenni eg að fara lengra út í það að sinni. Ekki nenni eg held- ur að fara mörgum orðum um dýr- tiðina, þó vil eg geta þess, að strax í desember, þegar heldur fór að kólna í veðri, setti gasfélagið sína vöru svo ríflega upp, að við getum rétt með herkju treint shillinginn yfir daginn. Þessi prís á gasinu stafar af því, að margir nota það til upphitúnar, og höfum við Wyrt, að það ætti að lækka í verði aftur með vorínu. Þá er hér ein viðskiftastofnun, sem eg get ekki stilt mig um að minnast á, og það eru þvottahús- in. Þau skara langt fram úr öll- um öðrum viðskiftastofnunum, er við höfum þurft að eiga við hing- að til, í óreiðu. Hér eru ill tæki til þvotta og þurkunar, svo að við verðum að trúa þvottahúsunum fyrir stærstu stykkjunum ásamt hálslíni mínu. Höfum við þegar reynt ein fimm, og er það skemst af að segja, að alt af þarf að gera margar ferðir og mikla vafninga til að fá þvottinn aftur, það er að cegja, það af honum, sem ekki er þá alveg tapað. — f einni þeirri ferð kom fyrir atvik, sem mér þótti skringilegt. Eg var þá í íjórða skiftið að vitja um þvott, sem búinn var að vera týndur í hálfa aðra viku. Var eg þá svo heppinn að fá allan þvottinn, að tveim krögum undanteknum, sem aldrei hafa komið til skila. En þegar eg ætlaði að borga reikn- inginn, komu ný vandræði til sög- unnar. Eg hafði ekkert smærra en eins punds seðil, og réðu þeir ekkert við það að skifta honum. En í þeim svif.um kom maður inn að spyrja um þvott, sem búinn var að vera týndur í þrjár vikur. Ekki hafði hann neitt upp úr ferðinni, en með þvi að honum varð kunn- ugt um vandræði mín, bauðst \ hann þegar til að skifta fyrir mig pundinu, ef eg kæmi með sér yfir í búð sína (því hann var verzlun- armaður). Þegar við komum út, barst þessi óreiða þvottahússins í tal, og var förunautur minn svo rólegur, að eg gaf í skyn, að hann mundi vera þolinmóður í meira en meðallagi. Ekki vildi hann gera mikið úr því, en sagði mér í mestu einlægni, að þetta þvottahús væri býsna áreiðanlegt, en þau væru sum fremur trassafengin, bættí hann við, og samsinti eg honum í því, að svo mundi vera. Hánn sagði mér þetta svo sakleysislega, að eg get aldrei varist brosi, þeg- ar mér dettur það í hug. Eg drap á það síðast þegar eg skrifaði, að margir hefði komið mér talvert ólíkt fyrir sjónir, því sem eg hefði heyrt. Eitt af þessu er fólkið. Einhvern veginn hafði eg fengið þá hugmynd, að Eng- lendingar heima fyrir væru mjög “fínir” með sig og ekki lausir við tepruskap. Þetta hefir mér reynst alveg gagnstætt. Mér virðist fólkið hér meira blátt áfram, en í Canada. Menn, sem ganga hér með “Sir” titil, bera það engan veginn utan á sér, og svo kallað pjatt, hefi eg alls ekki orð- ið var við hér. Framkoma fólksins yfirleitt er einhvern veg- inn aðlaðandi og hefir sérstök á- hrif á mann, sem eg get ekki bet- ur lýst með öðru móti en því, að sá sem er hér öllum ókupnugur, eins og við vorum, finnur ekkert til ókunnugleikans, sem eðlilegt væri. Mér finst eg alls ekki vera ókunnugur í London, og get þó varla sagt, að eg þekki nokkum mann. Eg get eiginlega ekki gert mér fulla grein fyrir hvað það er, sem veldur þessum áhrifum, en ef til vill er það þessi smávegis hug- ulsemi, sem eg hefi lítillega drep- ið á hér að framan og er ekki fær um að lýsa, en sem mér finst aðal- lega einkenna þessa borg frá t. d. Winnipeg, og yfirleitt öllum stöðvum, fipm eg hefi dvalið á. Heldur virðist mér fólk hér ganga fátæklega til fara, og í hví- vetna er hér viðhöfð meiri nýtni, en tíðkast í Canada. Finst manni stundum nóg um hirðusemina, enda mun hún ekki vera sprottin af fátækt eingöngu, heldur með- fram af þjóðarvenju. En það er falleg og virðingarverð venja, 8em Ameríkufóik hefði gott af að íhuga, og enginn ætti að hneyksl- ast á. Heimili okkar er rétt við hlið- ina á Olympia sýningarhöllinni stóru. Höfum við litið þar inn, og finst okkur mikið til um sjálfa bygginguna, og eins hitt, hvað öllu er þar smekklega fyrir komið. Kennir hér talsvert listrænu, bæði í byggingarlagi og ýmsu þar- að lútandi, og gætir þess engu síður að innan en utan.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.