Lögberg - 24.03.1927, Side 8

Lögberg - 24.03.1927, Side 8
I ^ÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. MARZ 1927. Bls. 8 l Jr Bænum. Mr. Albert Oliver frá Cypress River, Man., innköllunarmaður Lögberg's, var staddur í borginni nokkra daga í vikunni sem leið. Sat hann hér þing Canadian Order of Foresters félagsins, sem hér var haldið í síðustu viku. Mrs1. Sigríður Elíasson, Selkirk, Man., lézt hinn 9. þ.m., að heimili Mr. og Mrs. P. H. Skagfjörð, eftir langvarandi veikindi. Hennar verður nánar getið síðar. Mr. Sölvi J. Anderson frá Saska- toon hefir dvalið í borginni undan- farna daga. Starfar hann fyrir Manu facturers lí f sábyrgSar félagið, og kom hingaö úr skemtiferS frá iíermuda. Hann hvarf heimleiðis á mánudagskvöldið var. • Á hljómleikasamkepni, sem fram fór i Sélkirk, Man. fyrrihluta vik- unnar sern leið, unnu þessi íslenzku ungmenni verðlaun : August og Elín Nordal, börn A. F. Nordal og Ólöf Henrickson. dóttir J. Henricksonar. Einnig Meran Gemmel, dóttir Frank Gemmel. mannsins sem talar ís- lensku eins vel og íslendingar sjálf- ir. Ennfremur unnu verðlaun á jressari hlljómleikasamkepni: Betá' Milledge og Stanley Wright. Öll eiga ungmenni þessi hima i Selkirk. Norski söfnuðurinn hér í borg- inni efnir til skemtisamkomu í Fyrstu lút. kirkjunni á Victor Str. íþriðjudagskveldið hinn 5. apríl næstkomandi. Er skemtiskráin næsta fjölbreytt. Af fslendingum taka í samkomunni þátt, þeir séra Björn B. Jónsson, D.D. og Mr. Paul Bard^l. ÖUum ágóðanum verður varið til líknarstarfa. Samkoman hefst kl. 8.15 stundvíslega. ROSE THEATRE Fimtu- föstu- og laugardaginn í þessari viku TheFlame of Yukon Einnig verður Omará leik sviðinu, maðurinn sem alt veit, Sérstakt fyrir börn kl. 1.30 á laugardag. Mánu- þriðju- og miðvikudag í næstu viku Broken Hearts of Hollywood Mynd sem þér mun líka Athygli skal hér með dregin að fyrirlestri þeim, sem séra Guðm. Arnason flytur i samkomusal Sam- (bandskirkju miðvikudagskveldið hinn 30. þ. m. Má búast þar við fróðleiks erindi, því fyrirlesarinn er athugull og glöggur maður. Kvöldvaka verður haldin hjá þjóðræknisfélagsdeildinni Frón í neðri sal Goodtemplarahússins mánudagskvöldið 28 þ. m. Upplest- ur flytja: Séra Guðm. Árnason, Sig fús Halldórs frá Höfnum, séra Rögnvaldur Pétursson, Ragnar H. Ragnar. Lesturinn byrjar stundvísega kl. 8.30. Samskot verða tekin. Fjöl- mennið. Allir eru velkomnir. Kajrpræða fer fram á næsta Heklufundi um hvort hafi haft meiri áhrif á mannfélagið bundið mál eða óbundið. Þeir sem kapp- ræða málið eru þeir E. H. Fáfnis og Bjarni Magnússon. Goodtempl- arar, fjölmennið. “It Is Not Death to Die.” heitir nýtt og ljómandi fallegt lag eftir próf. S. K. Hall, sem Mr. Paul Bardal söng í fyrsta sinn við guðs- þjónustu í Fyrstu lút. kirkju á sunnudagskveldið siðastliðið. Að kveldi hins 18. þ. m. andaðist að heimili sínu í Los Angeles, Cal. fí-ú Þórunn Thorvaldsson, ekkja Stígs sál. Thorvaldssonar, 73 ára að aldri. Hún var systir Dr. Ó. Björnssonar í Winnipeg og þeirra svstkina. Dr. Tweed verður á Gimli mið- vikudaginn og fimtudaginn hinn 30. og 31. þ. m. Mr. J. K. Ólafsson þingmaður frá Gardar, North Dakota kom til horgarinnar á laugardaginn í( vik- unni sem leið. Lúterska ungmennamótið, sem getið var um í síðasta blaði, hefst í kirkju Fyrsta lút. safnaðar á föstudagskvöldið kl. 8. • Elís Thorvaldson og A. F. Björn- son frá Mountain, N. Dakota eru staddir í borginni. Eru þeir tóðir að leita sér lækninga og eru nú sem stendur á Almenna spitalanum. Mr. Guðjón Ingimundarson kom heim til borgarinnar á sunnudag-. inn vestan frá Kyrrahafsströnd þar sem hann hefir verið síðan snemma 1 janúarmánuði. Dvaldi hann lengst í Vancouver, en fór einnig nokkuð suður með strönd- inni og heimsotti íslendinga i Blaine og Bellingham. Lætur Mr. Ingimundarson ágætlega yfir við- tökum landa sinna þar vestur frá og biður Lögberg að færa þeim al- úðarkveðju sína og kærar þakkir fyrir alla gestrisnina og ánægj- una, sem hann naut hjá þeim, en sérstaklega þó fyrir all-fjölment og mjög ánægjulegt samsæti, sem honum var haldið í Vancouver, rétt áður en hann lagði af stað heimleiðis. Vér viljum draga athygli lesenda vorra að auglýsingunni, sem birtist í þessu blaði frá Carter —Latter bifreiðafélaginu, er verzlar með hin- ar ágætu Pontiac Six bifreiðar Landi vor Mr. T. B. Frederickson, starfar fyrir félagið og ættu Islend- ingar að spvrja srig fyrir hjá honum áður en þeir festu kaup- á bifreið- um annarsstaðar. Sölvi J. Anderson frá Saskatoon. sonur Jóns Árnasonar frá Tungu í Gönguskörðum í Skagafirði æskir að fá að vita um nafn móðurömmu sinnar. Faðir Sölva lést að Glenboro fyrir tveimur árum, en kona hans hét Margrét Árnadóttir, dóttir Árna Jónssonar, bróður Baldvins skálda. —Upplýsingar um þetta efni s’end- ist til B. L Baldvinssonar, 729 Sherbrooke St. ^ Friðarverðlaun Nobels. Laugardagskvöldið 12. marz voru gefin saman í hjónaband af Rev. James R. Mutchmore, þau Blanche Johnson, yngsta dóttir þeirra Mr. Bjarna Johnson og Mrs. Oddnýjar Johnson, að 632 Burnell St., og Dr. Russell Johnson Cleave. — Hjónavígslan fór fram á heimili foreldra brúðarinnar, ðg voru nargir boðsgestir viðstaddir, þar á meðal nokkrir ættingjar brúð- gumans frá Carman, Man., þar stm foreldrar hans eru búsettír. Veizlan var hin myndarlegasta. Alderman Blumberg mælti fyrir minni brúðhjónanna og fleiri tóku til máls. Skemtu gestir sén hið bezta fram á nótt. Heimili ungu hjónanna verður fyrst um sinn Ste. 6, Marie Apts., Alverstone St. Misjafnir hafa dómarnir orðið um síðustu úthlutun friðarverðlauna Nobels, sem fór fram í Osló 10. desember. Þykip ýmsum að “frið- arhöfðingjarnir” pýju hafi ekki svo nreinar hendur sem vera skyldi og benda á afstöðu þeirra til friðarhug sjónarinnar, eins og hún var fyrir nokkrum árum. Að vísu væri þafe réttast að veita þeim einum þessi verðlaun, sem gert hafa efling frið- arins að æfistarfi sinu og hvergi hikað frá friðarhugsjóninni. En þeir f jórir menn, sem nú hafa feng- ið verðlaunin, hafa áður látið ó- friðlega og sist verið friðelskandi, þó mi|kið hafi þeir gert til friðar- eflingar síðustu árin og þakka megi þeim öðrum fremur hversu vinsam- leg sambúðin er orðin milli Þjóð- verja annars vegar og Breta og ’ i einkum hinsvegar. Það eru einkum jafnaðarmenn. sem hafa veitst mjög að þessari nlöstöfun, og telja illa farið að verðlauna menn fyrir að slökkva þann eld sem þeir hafi sjálfir hjálp- að til að kveikja. Benda þeir á, að slíkir menn sem Ramsay MacDon- j ald og \’andervelde hefði veri^ bet- j ur að verðlaununum komnir. Hjá þeim sé friðurinn lifandi hugsjón, en hjá hinum ekki. Sænsk blöð láta yfirleitt illa yfir úthlutun verðlaun- anna og segja að verðlaunanefndin tiorska misskilji hlutverk sitt. Hún taki fram fyrir hendurnar á sögunni og 'kveði upp dóma í málum, sem sagan ein eigi að dæma um. — Nefndin /er skipuð af Stór- þinginu norska og er Stang háskóla- rektor formaður hennar, en Frið- þjófur Nansen hélt aðalræðuna í þetta sinn og gerði grein fyrir, hversvegna nefndin hefði kjörið þessa menn. Viðurkendi hann, að þeir væru ekki “idealistiskir” frið- arvinir, en rakti svo sögu Locarno- samninganna alt frá Dawes-tillögun um til síðasta fundar alþjóðasam- t»andsins til þess að sýna afrek hinna fjögra nýkjörnu. Verðlaunin, sem geymd voru í fyrra voru veitt Austen Chamber- l;in og Dawes hershöfðingja, vara- forseta Bandarikjanna, en verðlaun- in í ár Aristide Briand utanríkisráð- herra og Stresemann utanríkisráð- herra. ÖIl munu nöfnin almenningi kunn, því þessir menn hafa jafnan verið á allra vörum hin síðustu ár- in, og er því ekki þörf á langri lýs- ingu á þeim. Briand er frægastur þeirra allra. Hann er nú 64 ára, gerðist blaða- maður og lögmaður á unga aldri og komst á þing 27 ára. Tuttugu ár eru liðin íðan hann komst fyrst í ráðherrasess *og forsætisráðherra Frakka hefir hann verið oftar en nokkur annar maður. Hann var for- sætisráðherra þegar ófriðurinn stóð sem hæst, en varð að fara frá vegna samvinnu Frakka við IJoyd George. Þegar Poincaré myndaði “sterku stjórnina” I vor, þegar alt virtist komið í óefni í Frakklandi, gerði hann Briand að utanríkisráðherra. Gustav Stresemann er 48 ára, doktor i hagfræði og framan af æfi* sinni mjög riðinn við atvinnumál, enda, sjálfur mikill atvinnurekandi. Varð þingmaður 29 ára og hefir síðan setið á þingi nær óslitið. Þeg- ar Bassermann dó iQi/, tók hann við forustu “nationalliberala” flokks ins og hefir verið það siðan. Þegar í sem mestu stappinu stóð út af Ruhrhéraðinu, átti hann frumkvæð- ið að því, að leitað var friðsamlegr- ar satnvinnu við Frakka í því máli og myndaði samstevpustjórn með það fyrir augum 1923. Ráðuneyti hans Iifði aðeins nokkra nináuði en síðar varð hann utanrík^sráðherra í stjórn Marx og Luthers og hefir síð- an verið mestur athafnamaður í ut- anrikismálum Þjóðverja og sýnt þar í senn lipurð og festu. Joseph Austen Chamberlain er 63 ára, sronur hins fræga Joseph Cham- berlain. Stundaði stórnfræði við franska og þýska háskóla og varð þingmaður 1892, og fylgdi eftir það föður sínum dyggilega að málum. Hann var póstmálaráðherra í stjórn Balfour 1902 Hann varð Indlands- ráðherra í samsteypustjórninni 1915 og eftir kosningasigur íhaldsmanna i hittifyrra varð hann utanríkisráð- herra, en Stanley Baldwin mvndaði stjórn. Vakti það ánægju hjá Frökk um, að hann var gerður að utanrík- isráðherra, en gengið fram hjá lord Curzon,, sem nú er látinn. Fyrir þremur árum var sérfræð- inganefnd skipuð til þess að gera út um skaðabótamálið og var Dawes hershöfðingi kosinn formaður henn- ar. Nefnd þessi skilaði áliti sinu 9. apríl 1924. Tillögurnar voru sam- þyktar af öllum aðilum með því lauk skaðabótadeiluntii. \’ar þá fyrst fenginn grundvöllur fyrir samvinnu Þjóðverja við hina fornu fjandmenn sina. Og Dawes hefir fengið heiðurinn af starfi þessarar nefndar. —Vísir. Til sölu fæst nú þegar ágætur sjúkrastóll á góðum völtum, að 901 Lipton Street. Verð $10.00 gegn peningum út í hönd. Kallið upp 27-286. skilnaði, þá er hún var flutt til Winnipeg 7. febr. s. 1. Svo ber að þakka Mrs. Kristinu Borgfjörð, sem auðsýndi henni mikla ástúð og nærgætni og gaf henni peninga, $15.00. . Sömuleiðis þakka eg hjartanlega öllu því góða fólki sem auðsýndi. mér gestrisni og góðvild á margan hátt, þá er eg var á ferð minni síð- astliðinn mánuð í Keewatin og Winnipeg. Guð blessi Jtetta fólk og launi því. Mrs. L■ S. Freeman. Piney, Manitoba. 17. marz. 1927. WALKER. “The Dumbells” eru að koma. Captain Plukett’s kom til Walker •leikbússins á mánudagskveldið 4. apríl og verður hér alla þá viku. Það sem nú verður um hönd haft er “That’s that,” sem er nýr leikur. Það er næstum yfirgengilegt hvað C-apt. Plunkett og piltarnir, sem leika kveld eftir kveld og viku eftir viku„ geta altaf haft lag á því að koma með eitthvað nýtt og skemti- legt, sem fólkið hefir ánægju af. Hér eru sömu piltarnir. sem fólk hefir áður haft svo mikla ánægju af að sjá og heyra leika. Þeir eru Red Newman, Ross Hamilton. Al. Plunkett, Morley Plunkett. Jack Holland. Cvlen Allen og Haward Fogg. Captaip Plunkett hefir séð um alt fyrirkomulag leiksins og fólk má reiða sig á að leíkurinn er mjög skemtilegur. Miklð af fallegum söng og hljóðfæraslætti og dansí. Menn geta nú pantað sæti með pósti. The D’Oyly Carte Opera Com- pany, er nú að koma aftur á Walker íeikhúsið og verður hér á mánu- dagskveldið 18. apríl. Það er ekki líklegt, að þessi ágæta hljómsveit komi nokkurntíma aftur til Winni- peg og áreiðanlega ekki í nokkur ár og ættu því þeir sem fögrrnn söng unna. ekki að sleppa Jæssu tækifæri. Leikurinn Jig-£?s, Maggie og Dintv er nú sýndur á Walker þessa vikuna og þangað ættu ]>eir koma sem vilja skemta sér. Kostaboð Þeir sem gerast meðlimir Þjóð- ræknisfélagsins, geta nú fengið 1,—8. árg. Tímaritsins fyrir að- eins $5.00, með því að senda pant- anir beint til undirritaðs skjala- varðar. Að eins örfá eint. fáan- leg af einum árg. ritsins. í lausasölu kostar ritið 1.—6. árg. hvert 75c„ og 7.-8. árg. hvert $1.00. Einnig eru enn nokkur eint. fa- anleg af History of Iceland fyrir hálfvirði, eða $2.15. P. S. Pálsson, 715 Banning St„ Winnipeg. 100.00 að ÞAKKARAV ARP Fvrir hönd minnar kæru systur Elínar Freeman sem liggur sjúk á Almenna spítalanum i Winnipeg, votta eg hér með innilegt þakklæti til þeírra heiðurshjóna Mr. og Mrs. C. Magnúson i Keewatin, Ont. Fyr- ir alla þá góðu hjálp er þau veittu henni siðastliðið haust er hún fór í kynnisför til frændkonu okkar Mrs. C. /Magnússon, mest til að reyna hvort heilsan gæti nokkuð batnað við tilbreytinguna. En það var nú síður en svo. Sjúkdómur hennar versnaði svo mikið við ferðina að hún treysti sér ekki til baka til Winnipeg, svo þau áðurnefndu hjón lofuðu henni að vera á heimili sínu í þrjá mánuði, henni að kostaðarlausu, þar til hún var flutt á sjúkrahúsið í Kenora. Einnig gáfu þau henni $10.00 að í Björgvinssjóðinn. Aður auglýst ......... $2,248.69 Helgi Johnson, Wpeg Safnað af W. Johnson, Wynyard, Sask.: 1 Gunnar Jóhannsson.......... 3.00 Mr. og Mrs. Stef. Magnusson 2.00 I Mr. og Mrs. G. J. Gujðmunds. 2.00 í Nikulás Guðmundsson ....... 1.00 | Mrs. G. 'Syrup...,......... 1.00 Mr. og Mrs. Carl Grimson.... 1.00 ^ Miss Flornce H. Johnson ... 1.00 j Miss Thelma Margr H. Johns 1.001 Mr. og Mrs. B. Bjarnason. .. 1.00 C. B. Johnson.............. 5.00 Mr. og Mrs. W. Johnson....5.00 Jónas Jónasson, Fort Rouge, Winnipeg .... 5.00 THE WONDERLAND THEATRE Fimtu- Föstu- og Laugardag ÞESSA VIKU COLLEEN MOORE í Twinkletoes Máuu-ÞriSju-Miðv. FimtJdag Næstu viku 4 DAGA 4 J0HNBARRYMOREí D0N JUAN Tilkomumesta myndin sem hefir sýnd verið. Matinee kl 2 hvern dag. Vanaverð. Komið eftirmiðd “Það er til ljósmynda smiður í Winnipeg” Phone A7921 Eatons opposite W. W. R0BS0N 317 Portage Ave. KennedyBldg C. J0HNS0N hefir nýopnað tinsmiðaverkstofu að 675 Sargent Ave. Hann ann- ast um aít, er að tinsmíði lýtur og leggur sérstaka áherzlu á aðgerðii á Furnaoes og setur inn ný. Sann- gjarnt verð, vönduð vinna og lip- ur afgreiðsla. Sími: N-0623. Heimasími — N-8026. Exchange Taxi Sími B-500 $1.00 fyrir keyrslu j til allra staða innan bæjar. ; Gert við allar tegundir bif- ,-reiða, bilaðar bifreiðar dregnar hvert sem vera vill. Bifreiðar » geymdar. i WankFng, Millican Motors, Ltd. ÞJÓÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið sem þessi borg heítr nokkurn tinui balt lnnan vébanda sinna. Fyrirtaks máltlBir, skyr, pönnu- kökui, rullupylsa og þjóCrtaknla- kaffi. — Utanbæjarmenn f& sé. ava.lt fyrst hresslngu & WIOVKIj CAFlí, 61)2 SarRent Ave 31mi: B-3197. Rooney Stevens, eigandl. GIGT Ef þu hefir gigt og þér er llt bakinu eöa I nýrunum, þ& geréir þö réct I aö fá þér flösku af Rheu matic Remedy. Paö er undravert Sendu eftir vitnisburöum fólks, sem hefir reynt þaö. 31.00 flaskan. Póstgjald lOo. SARGENT PHARMACY Ltd. 709 Sargent Ave. Phone A3455 $2,376.69 T. E. Thorsteinson, feh. G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 425 Langside Str. Winnipg Sími: 35 050 Er að hitta: kl. 10-12 f.h. kl. 4-5 e. h. og The Viking Hotel 785 Main Street Cor. Main and Sutherland Herbergi frá 75c. til $1.00 yfir nóttina. Phone J-7685 CHAS. GUSTAFSON, eigandi Ágætur matsölustaður í sam- bandi við hótelið. $50.00 verðlaun Ef Mér Bregst að Græða Hár. ORIENTAL HAIR ROOT HAIR GRÖWER Frægasta hármeðal í heimi. SkölL óttir menn fá hár að nýju. Má 1 ekki notast þar sem hárs er ekki æs'kt. Nemur brott nyt í hári og aðra hörunds kvilla í höfðinu. $1.75 krukkan. Umboðsmenn óskast. Prof. M. S. Crosse 839 Main St„ Winnipeg, Man. LINGERIE VERZLUNIN 625 Sargent Ave. Látið ekki hjálíða að líta inn í búð vora, þegar þér þarfnist Lingerie eða þurfið að láta hemistitcha. Hemstitching gerð fljótt og vel. lOc Silki. 8c.Cotton Hár krullað og sett upp hér. OUNNTjAUGSSOJí, Eigandi Winnipeg MKS. S. Talsími: 26 126 G. THUMAS, C, THORUISON Fyrirlestur um breytiþróunar-kenninguna flytur séra Guðmundur Árnason í samkomusal Sambandssafn- aðar miðvikudagskvöldið 30. mars. ) í fyrirlestrinum verður rakin saga breytiþróunarkenning- arinnar, skýrt frá nýjustu skoðunum vísindamanna í sambandi við hana og rætt yfirleitt um þáð, sem allir þurfa að vita um þessa margumræddu kenningu. Enn fremur verða andmæli manna gegn henni tekin til íhugunar. Margar ágætar myndir ^(lanterh slides) verða sýndar með fyrirlestrinum. Inngangur 35 cents. Byrjar kl. 8. iXHXBX^XXCXHSCBXBXHXHXHXBXBý^HXHXHXHXBXBXHXHXBXHXHXHXHXl Alíslenzkur Dans verður haldinn í I Goodtemplarahúsinu, þriðjudaginn 29. þessa mánaðar. Harmoníka, Fíólín og Píanó Músík. á Byrjar kl. 8.3ð til 1 Inngangur 50c. XhXhXhxhxhxhxj<h><hXhXHXhxhxhxhxhxhXh><hxhxhxhXhxhXhXh>í3 ' HINN NÝI OG FEGRI PONTIAC SIX er nú til sýnis hjá Carfer-Latter Motors Ltd. 131 Portage Ave. E. - Winnipeg Ný jerð. Nýir litir. Nýtt verð. ÞRJÁR NÍJAR GERÐIR. Þrem nýjum og alveg aérstaklega fallegum griðum hefir veiiÖ bætt við Pontiac Six bilana, hinn glæsilegi Sport Roadster, De Luxe Landau Sedan og fjögra manna Sport Cabriolet. Allar tegundirnar eru seldar með verSi, aem því aðeina er haegt að bjóða, að General Motors félagið hefir nóg pen- ingaráð til að kaupa f stórum atíl. Strax þegarPontiac Six bíllinn kom á markaðinn, vakti hann ákaflega mikla eftirtekt og eftirspurn um alt landið. Hefir hann nú náð þeirri full- komnun undir umsjón Generöl Motora félegsins, pð har n h< fit alla kosti sem bíll getur haft. minni kostnað og meiri þaegindi heldur nokkur annar bill af svipuðu verði. Það er yfir 75,000 manna, sem eiga þessa bíla, og eru mjög vel ánægðir með þá. T. B. FREDERICKS0N, Úmboðssali. Nóg úr að velja af öllum tegundum, með gjafverði. Spyrjið um vora þægilegu borgunarskilmála. Sími: 22 737 Opið á kveldin Sími: 22 737 Þér fáið beztu handsaumuð föt með því að finna að máli Tessler Bros. 337Notre Dame Ave. Sími 27951 ROSE HEMSTICHING SHOP. GleymSS ekki ef þið ibaffö, sanima eða Hemstiching eöa þurfiö aö láta yfirklæöa hnappa að koma m-eð það tiiíl '804 Sargent Ave. , Sérstakt athyg'H veitt ma.fi orders. Verö 8c bðmuH, lOic silki, IIEIiGA GOOblIAX. eigandi. GALLSTEINAR Og allskonar maga veiki og lifr- arveiki læknast fljótlega með “Hexophen Capsules”. Ef þú þjá- ist af magaveiki, kveisu, verk und- ir síðunni eða í bakinu, meltingar- leysi, gasi eða af því að hjartað slær ekki reglulega, þá ættir þú strax að nota þetta ábyggilega meðal. Viðurkent í mörg ár. Þús- undir manna hafa reynt ágæti þess. Verðið er $5.00 askjan, sem endast heilan mánuð. Pantið með- alið hjá Anderson and Co„ Box 203 H, Windsor, Ont. Við seljum úr, klukkur og ýmsa gull og silfur-muni, ódýrar en flestir aðrir. Allar vörur vandaðar og ábyrgðar. Vandað verk á öllum úr aðgerðum, klukkum og öðru sem handverki okkar tilheyrir. Tliomas Jewelry Go. 666 Sargent Ave. Tals. 34 152 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith SL Phone A-6545 Winnipeg Blómadeildin Nafnkunna Allar tegundirfegurstu blóma við Kvaða tækifæri sem er, Pantanir afgreiddar tafarlaust Ulenzka töluð í deildinni. Hringja má upp á sunnudög- um B 6151. Robinson’sDept. Store.Winnipeg Strong Reliable Business School MORE THAN 1000 ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTENDED THE SUCCESS BUSINESS COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909. It will pay you again and again to train in Win- nipeg where employment Is at its best and where you can attend the Success Business College whose graduates are given preference by thousands of em- ployers and where you can step right from school into a good position as soon as your course is finished. The Suc.cess Business College, Winnipeg, is a strong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly attendance of all other Business Colleges in the whole province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. Meyers Studios 224 Notre Dame Ave. Allar tjegundir Ijós- mynda ogFilmsút- fyltar. : Stœrsta Ljósmyndastofa í Canada Frá gamla landinu, Serges og Whipcords við afar sanngjörnu verði. i Sellan & Hemenway MERCHANT TAILORS Cor. SheiHprook og William Ave. Phone N-7786 CAMABIAK PACIFIC N OTI D Canadian BUSINESS COLLEGE, Limited 385V2 Portage Ave. — Winnipeg, Man. SP.TLTdíiÍ ac8SE72SZ5T2ScS'£SHS2525?i ';iL-;5Z£25Z5Z5Z5Z5a5E5E525S52í Pacific etmskip, þejar þér ferðist tll gamta landslns, Islands, eöa þegar þér sendiö vinum yöar far- sjald til Canada. Kkki hækt að fá betri aðbúnaft. Nýtízku skip, útböin meö öllum þeim , þægindum sem skip m& veita. Oft larið á milll. I'argjnlcl á þriðja piássi milll Can- ada og Reykjavíkur, $122.50. Spyrjist fyrir um 1. og 2. pláss far- Kjald. LeitiÖ frekari upplýsinga hjá un»- boösmannl vorurn & staftnum skriflö : W. C. CASEY, General Ajrent, Canadian Paclfo Steamshlps, Cor. Portage & Main, Wlnnl|>eg, Man. eöa H. 8 Bardal, Sherbrooke St. Winnlpeg

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.