Lögberg - 31.03.1927, Blaðsíða 2

Lögberg - 31.03.1927, Blaðsíða 2
jbis. 2 LöGBERG, FIMTUDAGINN 31. MARZ 1927. ^2SÍS2SZSE5a5ESZ525HSHSH5HSaSHS2S5SE5HSHSHS2SHSHSB5ES25aSa5ESHSHSasa5HS2SHSHSHSB5H5H5S5H5a£r2SESHSHSHSHSHS25íSHSHSaSHSHSHSaSZSHSZSZSZ5a5asaS2SH5HS2SHSZ5a5H5HS2S'E5aíí SÓLSKIN Sérstök deild í blaðinu SH5H5H5HS?C. 7tStScSH5HSH5HSH5H5H5H5H5HSHSHSH5H5H5HSHSHSH5HSH5H5HSHSHSHSHSasai,HiSHSHSH5HSHSH5HSHSHSH5HSHSHSH5HSH5H5HSH5H5H5HSH5HSH5HSHSHSHSHSHSESH5HSH5H5HSHSHSH 5HSHSHSH5HSH5i Tvenn ólík hjón. (Niðurlag.) Svona liðu stundir fram, þar til er börn þeirra Jóns og Gísla voru upp komin. Þá hagaði for- sjónin því svo til, að eftir 26 ár lögðu þeir Jón og Gísli aftur saman í brúðkaupsveizlu. Þá gekk sonur Gísla, sá er hét Jónas, að eiga fóstursyst- ur sína Kristveigu, sem hann unni og hún hon- um, og Brynjólfur, sonur Jóns á Miðskóla, gekk að eiga efnaða bóndadóttur þar í sveitinni, og ætlaði hann síðan að taka við búi föður síns, er tekinn var að þreytast á bústanginu. Brúð- hanpsveizlan fór fram á prestssetrinu. Að lok- inni hjónavígslu hittust þeir Jón og Gísli ein- mitt á sama bletti og þeir höfðu átt tal saman a forðum daga um hjónabandið, áður en þeir kvonguðust. Báðir voru þeir nú dálitið glaðir af víni. Gísli vakti fyrst samræðu og mælti : “Góðan daginn, félagi! Hvað er nú í frétt- um? Margt hefir á dagana drifið, síðan við sátum hérna við lækinn forðum. Við skulum nú lofa unga fólkinu að halda uppi söngnum, en segðu mér álit þitt nú um hjónabandið. Við höfðum síðast óÞkar skoðanir um það, en nú höfum við báðir reynsluna fvrir okkur í því efni. ” , “Um það er bæði margt og fátt að segja,” svaraði Jón, “eftir því, hvernig það er tekið; en fæst orð hafa minsta ábyrgð.” “Já, svo segir máltækið,” sagði Gísli: “en annað segir líka: “öl segir allan vilja”, og það mun rætast á okkur báðum.” “Jæja. Sama er mér, þó eg segi þér álit mitt. Hjónabandið er, eins og alt lífið, erfiði og áhyggjur, er enginn sólarbjarmi uppljóm- ar,” sagði Jón- “Sussu, sussu! Talaðu ekki svona, Maður! Er það mögulegt, að nokkur maður geti haft slíkan hugsimarhátt ? ” “Já! Við hjónin erum svo ólík, og eg hefi sífelt orðið að hafa vakandi auga á konunni minni, svo að hún slægi ekki slöku við heimilið, og volið og amstrið í henni hefir oft verið mér til leiðinda. En að láta undan kenjum henn- ar, það hefi eg um fram alt varast; því að þá hefði nú fvrst farið út um þúfur að marki.” “Já! En í því hefir þér yfirsézt, kunningi! Með því hefðir þú áunnið þér ást hennar og traust; og þegar það er unnið, er mikið og hinn rétti grundvöllur farsæls hpúskaparlífs lagð- ur. En—af börnunum hefir þú eflaust haft mikla gleði?” “Nei, nei! Því fer fjarri. Þau eru mér ó- skaplík öll. Þau hafa lunderni móður sinnar. Þau hafa því hneigst til hennar og hanga á henni. Það, sem eg bvð þeim, gjöra þau með ólundarsvip. Þegar þau vilja fá eitthvað, heimta þau, en biðja ekki, alveg eins og móðir þeirra gerir. Fái þau það, sem þau vilja, taka ]>au við því eins og rakkar. Fái þau það ekki, fara þau sína leið með storkunarglotti. Þú get- ur getið nærri, hvað þetta vanþakklæti og skeytingarleysúer kveljandi. ” “Það kemur alt af því, Jón minn, að þú hef- ir firt þau frá þér þegar í æsku, með ónærgætni og hörku. Börnin eru viðkvæm og þola ekki slíkt. — En þú hefir þó ánægju af auðnum?” Nei, ekki af honum heldur! Að vísu get eg ekki að mér gert, að hlynna að honum eftir föngum. En í honum eru alt of margir melir) 7*" konan, börnin, sveitarómagarnir, prestur- inn, kirkjan og sýslumaðurinn, auk margra annara, svo að eigi er hægt að hafa verulega gleði af honum- Eg er þræll allra þessara. Einka-ánægjan ntín er, að mynnast ofurlítið við þessa.” Um leið og Jón sagði þetta, dró hann hálf- flosku upp úr vasa sínum og saup á, og rétti Gísla síðan með þessum orðum: “Þegar eg vökva mig á þe^su, Gísli minn, drukna áhyggjumar um stund, en síðan vakna þær aftur, með endumýjuðu afli. Það ber við, þegar eg hefi hæfilegt í kollinum, að eg verð s\ o blíður í mér, að eg vil faðma og kyssa kon- una mma, en hun forðast mig þá, eins og eg væri glepsandi ljón eð^. — eg veit ekki hvað.” Það kemur af því, að þú ert sv’o óþvður vanalega. En það er hvorttveggja, að við höfðum snemma ólíkt álit um hjúskaparlífið enda hefir það gefist okkur mjög misjafnt'. Oll ohammgja þín stafar að æltun minni af því að þú hefir valið þér konu eftir''höfði, en ekkí hjarta, eða með öðrum orðum, konu, sem þú elskaðir ekki. Þú vildir fá auðsveipa konuy og menn eiga í hlut. Það leynir sér ekki, þegar samkomulag hjóna er litlu eða engu betra en hunda og katta. — Anægður var eg, þegar ver- ið var að lysa með okkur Ingunni minni forð- um, en þaðan af anægðari er eg nú. Þá lifði eg í von, en nú í skoðun, eins og að orði kveður i ntnmgunm. Við hjónin höfum eigi verið svo samlynd sem samhent í öllu. Við höfum jafn- an raðfært okkur hvort við annað. Því kallað- ir þu forðum, að eg hefði konuríki. Þetta konunki mitt hefir þtó gefist betur, en ein- ræði Þitt og annara- Barnið frá Kambsnesi, sem þu tokst forðum að hálfu, er varla mat- vmnungur enn, og Stína garmurinn er þó ekki svo dla gefin. En hún komst á hrakning, af ÞV1 aÍiHí7l dir ekkl ,áta að orðum koim þinn- ar ao halda hana lengur, og ekki einu sinni að ollu um veturinn. Hjá Hálfdáni leið hún sult og seyru svo að góðverk þitt varð að engum notum. Svo fékk hún einlægt illa staði upp fra þvi, garmurmn. En börnin, sem við tókum, líta sæmilega út, held eg. Að minsta kosti sýndist mér hún Veiga mín sóma sér allvel á brúðarbekknum í dag. Hún hefir verið mér eins hlýðin og mín eigin börn, og eg hefi sann- arlega haft mikla ánægju af henni. Keli litli er nú að læra trésmíði fyrir norðan, og eg vona að hann verði röskur og góður drengur. Hefði eg ekki haft konuna með í ráðum, hefði eg aldr- ei tekið nema annað bamið, og óvíst hvað lengi. En hamingjunni sé lof, að svona fór. — Eg er allvel efnaður maður, en engan auð á eg, sem eg met til jafns við konuna mína og börn- in mín. Við samgleðjumst og samhryggjumst hvort með öðru, og handa þeim, er afgangs kunna að verða því, er eg skulda hjúum og sveitafélagi, gestum og gangandi, og eg vona, að enginn mölur verði í þeim, því að eg hefi ekki að minni vitund útsogið hús ekna og föð'- urleysingja. Já! Eg er miklu hamingjusam- ari í dag, en þegar eg var sjálfur brúðgumi. — En við höfurn nú verið hér alt of lengi, að rifja upp endurminningar okkar. Við skulum því koma heirn. Eg held að konan mín fari að undrast um mig.” “Ekki verður konan mín hrædd um mig. Hún verður víst fegin, að eg verði sem lengst í burtu,” sagði Jón og saup á flöskunni sinni sér til huggunar- Eftir það gengu þeir heim. Veizlan fór fram með kurteysi og prýði- Gestimir drukku minni brúðhjónanna með mörgum heillaóskum og síðan minni tengdafor- eldranna. Karlarnir hringdu saman staupum sínum brosandi og Gísli mælti: “Lifi ást og skvnsemi! En bezt væri, að þær héldust ávalt í hendur.” Að veizlunni endaðri hélt hver heim til sín. Ekki er þess framar getið, hvem þátt ást og skynsemi hafi átt í lífi ungu hjónanna. — Svarti ormurinn og rauða rósin. Einu sinni var kóngur, sem átti marga fax- prúða fáka, og fljótandi skip. Þúsund þjópar lutu boði hans og banni. Hann bjó í skraut- legri höll og áttj fagra drotningu. En hann átti ekkert bam, og olli það honum mikillar sorgar. Loks kom þó að því, að drotning ól undur fagurt meybam. Varð konungur þá svo glað- ur, að hann sló upp stórveizlu og lét kalla sam,- an alla vitringa í ríki sínu. Þeir áttu sem sé að spá fvrir hinu tigna bami. Vitringamir sátu lengi á ráðstefnu og urðu loks allir sammála. Var elzta vitringnum falið á hendur að lesa spádóminn upp fyrir konungi í áþpyra allra boðsgestanna, og hóf hann mál sitt á þessa leið: “Dóttir vðar hátignar mun verða gædd öll- um þeim kostum og dygðum, er prýða mega unga kóngsdóttur. Líf hennar mun verða eins og alheiður sólskinsdagur, þangað til hún er átján ára. En þá munu koma tveir kóngssynir, sinn úr hvoru landi, og biðja hennar. Hamingjan er með öðrum þeirra, og kjósi dóttir yðar þann, þá mun hún verða sælasta drotning undir sólunni. Þá mtín uppskeran verða ríkuleg. Þá mun inndæll blómailmur 1 fylla loftið. Þá munu allir beztu söngfuglar heimsins safnast saman í laufgræna lundinn hjá konungshöllinni og vekja ungu konungs- hjónin með unaðsfögru kvaki á hverjum morgni. En óhamingjan eltir hinn, 0g kjósi dóttir vðar hann, þá mun hún verða vansælasta drotn- ingin undir sólunni. Þá mun uppskeran bregð- ast. Þá mun hvert blóm missa ilm sinn. Þá munu allir beztu söngfuglarnir hnípa þögulir á risnuðum og kræklóttum skógarhríslunum, og þá munu ungu konungshjónin hrökkva upp við hrafnakrunk og kríugarg á hverjum morgni. Báðum biðlunum má dóttir yðar ekki hafna. Því þá verður ríkið konungslaust eftir yðar dag. Því miður getum vér ekki spáð lengra fram í tímann. Vér vonum, að yðar hátign virði os.s það til vorkunnar. Vér höfum reynt að grufla og grufla lengra fram í tímann, en það er eins og einhver hulin hönd 'breiði blæju fyrir augu vor. Það er eins og einhver rödd hvísli oss í eyra: “Hingað og ekki lengra!” Vitringurinn þagnaði og horfði í gaupnir sér, en konung setti dreyrrauðan. Að vísu þakkaði hann vitringunum fyrir spádóminn, en svo varð hann áhyggjufullur út af honum, að hann festi aldrei væran blund eftir þetta. Nú leið og beið, þangað til kóngsdóttir var orðin átján ára. Kóngur og drotningu sáu / varla sólina fyrir henni, og allir lutu henni með lotningu, því hún var svo1 góð og yndisleg, að engin var slík kóngsdóttir í heimi. En nú er að segja frá því, að einn góðan veðurdag komu tveir kóngssynir með fríðu föm- neyti, og báðu konung að gefa sér dóttur aína. Kóngur var alveg ráðalaus og vísaði þeim til dóttur sinnar, en hún bað um frest, þangað til daginn eftir, og var henni veitt sú bón. Kóngsdóttir lét óðara kalla saman alla vitr- inga ríkisins, og bað þá fyrir hvera mun, að segja sér nú, hvorn kóngssoninn hún ætti að kjósa. En þeir komust allir í bobba. Þá ráfaði kóngsdóttir út í skóg. Þar sett- ist hún niður í rjóðri einu og fór að gráta. Alt í einu varð hún þess vör, að hún var ekki ein. Hún sá engnlfagran smádreng, sem var hð leika sér þarna í skógarrjóðrinu, rétt hjá henni. Aldrei hafði hún séð jafn fallegan dreng. Augu hans voru blá eins -og himin- himinhvelfingin, en hárið hrokkið og gullbjart, eins og sólarljósið. Og eftir því vora fötin hans falleg: Húfan var hrit sem mjöll, kápan heiðblá, sokkarair sefgrænir og skórnir alsett- ir glitrandi perlum. “Ertu álfur eða engill?” spurði kóngsdótt- ir, frá sér numin af undrun. “Eg er hvorugt.” “Hvað heitir þú, ljúfurinn minn?” “Eg heiti Vorboði,” svaraði drengurinn brosandi. “Þékkir þú mig ekki?” “Ónei, eg hefi aldrei séð þig fyr. Þú ert þó, vænti eg ekki sonur vorgyðjunnar?’’ “Jú, það er eg reyndar,” svaraði dreng- hnokkinn, og var auðheyrt, að hann skammað- ist sín ekki fyrir ættemið. “Æ, hvað varðar mig annars um þetta?” andvarpaði kóngsdóttir og fór að gráta aftur. “Hættu að gráta, góða kóngsdóttir,” sagði Vorboði-litli. “Segðu mér að eins hvað veldur hugarsorg þinni. Hver veit nema eg geti hjálpað þér.” Kóngsdóttir sagði honum alt eins og var. En Vorboði varð glaður í bragði og mælti: “Gott og vel! Láttu báða biðlana koma inn í blómsturgarðinn þinn um hádegisbilið á morgun. Þá skal eg koma og tala við þá. Mun eg svo slá húfuna af öðrum þeirra með sprot- anum mínum. Það er einmitt kóngssonurinn, sém þú átt að kjósa þér fyrir eiginmann.” Kóngsdóttir þakkaði Vorboða mörgum fögrum orðum þessa hjálpsemi hans. :Siðan gekk hún glöð heim til hallar. Morguninn eftir fór kóngsdóttir í fegursta hátíðabúninginn sinn, er allur var skreyttur ljómandi perlum og glóandi gimsteinum. , Um hádegisbilið gekk hún með foreldrum sínum og allri hirðinni út í blómsturgarðinn. Voru biðlarnir þar fyrir, samkvæmt beiðni hennar- Þeir féllu í stafi, þegar þeir sáu hvað kóngs- dóttir var fögur og biðu óþolinmóðir eftir svarinu. “Reiðist mér ekki, göfugu herrar,” mælti kóngsdóttir, um leið og hún hneigði sig með yndislegri kurteisi. “Eg á von á gesti, sem ætlar að tala við yður fáein orð.” t sama bili köm Vorboði litli hlaupandi inn í blómsturgarðinn, með sprota í hendinni. Hann gekk rakleiðis að öðmm kóngssjminum og mælti: “Hvað sérðu hérna fyrir framan þig?” “Eg sé nú svo margt, til dæmis að taka svarta orminn, sem iðar þarna í moldinni,” svaraði kóngssonurinn. Þá sneri Vorboði sér að hinum og mælti: “Hvað sérðu héma fyrir framan þig?” “Eg sé svo margt, til dæmis að taka rauðu rósina þama,” svaraði þessi kóngssonur. Þá sló Vorboði af honum húfuna með sprota sínum, og í sama bili varpaði kóngsdóttir sér í fangið á honum. Alt fór þetta fram á svo skjótri svipan, að kóngssonurinn rissi ekki hvaðan á gig stóð veðrið. Hann gat ekki komið upp einu einasta orði fyrir undmn og gleði. “Ekki skaltu lengur berliöfðaður vera, son- ur sæll,” sagði gamli kóngurinn, um leið og hann tók af sér kórónuna og seti hana á höfuð kóngssonarins. Svo gaf hann honum dóttur sína og alt ríkið. Þegar hinn kóng|;sonurinn sá þetta, þá labb- aði hann sneyptur burt og sást aldrei framar þar um slóðir. En það er af Vorboða litla að segja, að þeg- ar hann var búinn að óska ungu brúðhjónunum til hamingju, þá hljóp hann aftur út í skóginn og faldi sig. Fallega rættist spádómurinn: Kóngsdóttir varð sælasta drotning undir sólunni. Upp- skeran varð ríkuleg. Inndæll blómailmur fylti loftið, og allir beztu söngfuglar heimsins söfn- uðust saman í laufgræna lundinum hjá kon- ungshöllinni og vöktu ungu konungshjónin með unaðfögru kvaki á hverjum morgni. —Svinb. Sveinsson—Þrjú æffntýri- Gamli hundurinn hætti lífi sinu til að , bjarga mér. Eg er uppalinn á sveitabæ, og mér þótti vænt um allar skepnumar sem þar vora. Einu sinni þegar eg var dálítill hnokki, skreið eg gegn um vírgirðingu, inn { gripahagann. Stór, fjögra vetra boli kom fljótt auga á mig og tók þegar til fótanna og stefndi beint á mig. Eg varð afskaplega hiæddur, og hljóðaði upp yfir mig af öll um mætti. En áður en þessi hræði- lega skepna komst alla leið til mín, kom gamli hundurinn okkar og beit í granir nautsins og slepti ekki takinu fyr en eg var sloppinn út fvrir girðinguna. Varð þeta til að frelsa líf mitt. Það var ekki hundurinn einn, sem heyrði þetta neyðaróp mitt, því þarna voru þrír kett- ir, fimtán kýr, nokkrir hestar, margar kindur, tvær konur og einn karlmaður. Skepnumar allar, sem þama vora, að hundinum undantekn- um, létu það, sem hér var að gerast, algerlega afskiftalaust, hvort sem þær nú skildu það eða ekki. Konurnar hljóðuðu og báðu fyrir sér, en maðurinn hringsnerist og leitaði að barefli, eða einhverju vopni, sem hann aldrei fann. En aumingja gamli hundurinn, sem var orðinn fjórtán ára og farinn að missa sjónina, og þar að auki orðinn stirður og gigtveikur, lét ekki á sér standa og kom strax mér til hjálpar, með 'þeim einu vopnum, sem hann hafði og náttúran hafði lagt honum til. Nautið gerði alt sem það gat til að losna við huildinn og hristi hausinn ákaflega, en hann slepti ekki takinu, Ipó hann væri þama í mikilli hættu staddur. Hann varð að hætta lífi eigin lífi til að bjarga mér. Kötturinn er eigingjara; honum þykir vænt um að maðurinn láti vel að sér og strjúki sig. En ef til þess kemur, að hann eigi að sýna • Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 1516-220 Medlcal Arts Bldj. Cor. Graham og Kemiedy Sta. Phoae: 21 834. Ofíic* tlmar: 2 j Helmili: 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnlpeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN isL lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 McArthnr Bullding, Portage Ave. P. O. Box 1666 Phones: 26 849 og 2,6 840 COLCLEUGH & CO. Vér legrírjum sérstaka áherzlu á aC selja meðul eftir forskrlftum lækna. Hin beztu lyf, sem hært er aC fftt eru notuC eingröngru. I>egar þér kómiC meC forskriftina til vor, meglB þér vera viss um, aC fá rétt þaC sem læknirinn tekur til. Notre I)ame and Sherbrooke Phones: 87 659 — 87 650 Vér seljum Giftingraleyfisbréf W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. fsienzklr lögfræðingar. 356 Main St. Tals.: 24 961 356 Main St. Tals.: A-496S þeir hafa einnlg skrifstofur aC Dundar, Riverton, Gimll og Plney og eru þar aC hitta & eftirfylgj- and timum: Lund'ar: annan hvern miCvlkudar Riverton: Eyrsta fimtudag. Gimli: Fyrsta miBvikudag. Piney: PriBJa föstudag 1 hverjutm m&nuCl. DR 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg Cer. Graham og Kennedy Sta. Phones: 21 834 Office timar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. A. G. EGGERTSSON ísl. lögfræðingur Hefir rétt tll aC flytja m&l b»Cl I Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofa: Wynyard, Sask. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Pane: 21 834 Office Hours: 3—5 r Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. Athygli! Komið með næstu lyfjaávísun- ina yðar til vor. Þaulæfðir sér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medlcal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Ste. Phoie: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er aB hitta kl. 10-12 f.h. og 2-6 e. h. Heimili: 373 River Ave. Uals. 42 691 A. G. JOHNSON 907 Confederation IJfe Bldg. WINNTPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsáhyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraö samstundis. Skrlfstofusími: 24 263 Heimajslmi 33 328 DR. A. BLONDAL Medlcal Arts Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdóma. Er aC hltta frft kl. 10-12 tf h. og 3—6 e. h. Olfice Phone: 22 296 Heimlll: 80'6 Vlctor St. Slmi: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. J. J. SWANSON & CO. IAMITED R e n t a 1 8 Insurance Real Estate Mortgages 609 Paris Building, Winnipeg Pohnes: 26 349—26 340 DR. J. OLSON Tannkrknlr 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Heimllls Tals.: 38 626 / ; DR. G. J. SNÆDAL Tannla-knJr j 614 Somerset Blook Cor. Portage Ave og Donald 8t. Talslmi: 28 889 Emíl Johnson SERVIOE ELEOTRIO Rafmagna Contractlng — AXlt- kyns rafmagsndhöld seld og vtd þau gert — Eg sel Moffat og McClary Eldavélar og hefi þasr til sýnis d verkstæOi mínu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingin viC Young Street, Wlnnipeg) Verkst.: 31 507 Heima.: 27 286 Gtftinga- og Jarðarfara- Blóm meC litlum fyrirvara BIRCH Blómsali 593 Portage Ave. Tals.: 30 720 St. John: 2, Rlng 3 V'erkst. Tals.: Helma Tals.i 28 383 29 884 G. L. STEPHENSON PDUMBER Allskonar rnfinagnsftliöld, svo nm straujfim, víra, ailar tegundir t( glösiun og aflvaJca (batteries) VERKSTOFA: 676 HOME BT. A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur likkistur og annast um út- farir. Aiiur útbúnaCur eft beztl. Enn fremur seiur hann allskonar mlnniavarCa og iegsteina. Skrifstofu talB. 86 607 Heimllia Tals.: 58 302 Islenzka bakaríið Selur heztu vörur fyrir l:>-gsta verð. • Pantanlr afgreiddar bæW fljótt og veL Fjölbreyt* úrral Ilreln og lipur viðsklftl. Bjamason Baking' Co. 676 SARGENT Ave. Wlnnlpeg. Phone: 84 298 Tais. 24 153 NewLyceum PhDtoStudia Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið. hreysti og hugrekki í annara þágu, þá verður ósköp lítið úr honum. Hesturinn dregur ækið eða ber húsbónda sinn þangað til hann dettur dauður niður, ef þess er af honum krafist. En það kemur ekki til af því, að honum þyki svo vænt um húsbónda sinn, heldur hinu, að hann beygir sig undir vilja mannsins, sem er svo miklu sterkari en hans eigin vilji. í haganum reynir hann oft af fremsta megni, að láta jafnvel húsbónda sinn ekki ná sér- Hollusta hundsins er þar á móti fríviljug og algjörlega óeigingjörn. Þesá vegna finst mér svo mikið til hennar koma.—J. L. S.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.