Lögberg - 07.04.1927, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.04.1927, Blaðsíða 1
40. ARGANGUR | Helztu heims-fréttir Canada Mjög mögnuS taugaveiki gengur í borginni Montreal si'San meÖ byrj- un þessa mánaðar og heldur enn áfram aS útbreiðast. Á þriðjudag- inn í þessari viku höfðu 1.438 manns veikst þar af þessari veiki. Er mjólk sem seld er í borginni um kent. * • Sambandsstjórnin ætlar að hækka laun allra þeirra sem í hennar þjón- ustu eru um $120.00 á ári, ef árs-. laun þeirra eru nú lægri en $5.100. * * * Hinn 29. f. m. voru liSin 60 ár sið- an lögin sem nefnd eru British North America Act, voru samþykt En þaS eru lögin, sem tengja öll fylkin í Canada saman i eina heild og mætti því telja þenna dag af- mælisdag Canada þjóðarinnar. » * * Nefnd sú í Manitoba þinginu, er til þess var komin að semja spurn- íngar þær, viSvikjandi bjórsölunni, sem ætlast er til að lagðar verði fyrir kjósendur, hefir lokið sínu verki, og eru spurningarnar á þessa leið: 1. Eruð þér með því að rýmkað sé um þá takmörkun sem núgild- andi lög setja fyrir sölu og flutn- ingi á bipr ? 2. EruS þér meS því, að bjór sé seldur i glasatali undir stjórnarregl- um og eftirliti, á stöðum sem veitt er leyfi til þess, sem þó séu ekki langborS óbars) ? 3. Eruð þér meS því að ölgerSar- félögin hafi áfram rétt til að selja bjór-beint til þeirra, sem leyfi hafa til vínfangakaupa ? R. W. Craig dómsmálaráðherra. skýrði þinginu frá því að öll þing- nefndin hefSi komið sér saman um aS orða spurningarnar þannig: ekki aðeins stjómar sinnar, heldur einnig verkamenn og óháðir þing- menn. Hinir flokkarnir hafa engan þátt tekið í þessu. Spurningar þess- ar þvkja nokkuð óljósar, en gera má ráð fyrir aS bjór verði því aðeins seldur í glasatali, aS fyrsta og önn- ur spumingin verði báðar sam- þyktar af meiri hluta kjósenda. * * * Joseph Medard Emard erki- biskup i Ottawa dó þar i borginni hinn 29. f. m. 73 ára aS aldri. * ’ * * Fvlkisstjórnin i Manitoba ætlar að eySa hér um bil $2,000,000 til vegabóta í fylkinu á þessu ári sam- kvæmt því sem W, R. Clubb ráð- herra skýrði þinginu frá í vikunni sem leið. Samkvæmt fyrirætlunum stjórnarinnar verða þessar vega- bætur gerðar á ýmsum stöðum í fvlkinu, en mest af þeim í vestur- hluta fylkisins. * * * Dr. E. D. R. Bissett sambands- þingmaður frá Springfield, Man. heíir farið fram á þaS við sam- bandsstjórnina að hún setti til síðu 900 fermilur af landi í austanverSu Manitoba-fylki, sem ætlaðar séu fvrir almennan skemtistað énation- al parkj. Hefir stjómin, að sagt er, fallist á þessa uppástungu og jafnframt ?ð greiða allan kostnað sem þar af leiðir, þó þarf samþykki fylkisstjórnarinnar í Manitoba, áð- ur en þetta getur orSið fastákveSið Landsvæði þaS, sem hér er um aS ræða takmarkast að austan af landamerkjalinunni milli Ontario og Manitoba fylkja. Norður-tak- mörkin eru við Winnipeg ána og suður takmörkin eru rétt sunnan viS Hawk' Lake. Að vestan á merkjalinan að vera hér um bil 25 mílur vestur frá línunni, sem aS- skilur fylkin. Keyrsluvegur sá, sem verið er aS byggja þvert yfir landið frá austri til vestur liggur um suð- ur hluta þessa landsvæSis. Eins og þegar er sagt er þetta ekki fast ráð- ið og enn óvíst hvað úr því verður. * •* * Sambandsstjómin rgtlar að hafa | sex flugvélar norður viS Hudson flóann í sumar, sem þar eiga að hafa stöSugar gætur á ísreki og öllu því, sem áhrif getur haft á si?1ing- ar um flóann. Sérstaklega út og innsiglinear þann tíma ársins, sem flóinn sjálfur og innsiglingin er opin. Þar sem nú stendur til að siglingar hef jist um Hudsonflóa inn an skamms, eSa þegar járnbrautin þangað er fullgerð, þykir ekkert of vandlega athugaS, sem þar að lýtur. F. M. Black, fyrverandi fjár- málaráðherra í Bracken stjóminni flutti nýlega langa ræðu í Mani- toba þinginu og hafði þar ýmsar aSfinningar fram aS bera viðvíkj- andi gerðum Norris stjórnarinnar, sérstaklega viðvíkjandi bændalán- unum. Fór hann hörðum orðum um stjórnina og gerSir hennar í þessu sambandi. En ekki leiS á löngu þangað til Mr. Norris svaraði þess- um ákærum mjög ákveðið og skor- inort og sá Mr. Black þá þann kost vænstan að lýsa yfir því, að hann hefði alls ekki ætlaS sér að segja eða gefa í skyn, að Mr. Norris, eða nokkur maSur af meSlimum þeirr- ar stjórnar, sem við hann er kend, hafi farið óráðvandlega að, eða væri sekur um nokkuð af þvi tægi og þætti sér fyrir ef orð sin hefSu veriS þannig skilin. * * * Síðan samveldis-fundurinn breski var hadinn í London í haust hefir mikiS veriS rætt og ritað um réttar- stöðu Canada i breska ríkinu. Hinn 31. f. m. flutti J. T. Thorson M.P. frá Winnipeg merkilega ræðu um þetta efni í sambandsþinginu í Ottawa. Er Mr. Thorson talinn einn þeirra þingmanna er mesta þekkingu hafa í þesum efnum og því eðlilega mikið tillit til þess tek- ið, sem hann hefir um þetta mál aS segja. Heldur hann því fram að i tveimur atriSum standi þingið í Canada breska þinginu ekki jafn- fætis. Fyrst og fremst sú eðlilega tilfinning, sem fylgi þeirri stað- reynd að breska þingiS hefir stofn- aS þetta þjóðfélag og í öðru lagi sé Canada háð breska þinginu þannig, að löguin samkvæmt hafi þaS eitt valdjtil að breyta stjórnarskipun þessa lands. Mr. Thorson segir að það jafn- rétti, sem gert er ráS fyrir í skýrslu samveldisfundarins, eigi sér ekki fullkomlega stað, fyr en þær 'breyt- ingar séu gerðar er hér segir: 1. Canada verSur að vera laust við öll yfirráð og umsjón breska þingsins. 2. Canada þingiS verður aS hafa rétt til að semja lög, sem snerti önnur lönd eða landshluta án í- hlutunar breska þingsins. 3. Canada þjóðin verður aS hafa fullan rétt til að framfylgja sínum eigin longum og banna að málum sinum sé skotiS til leyndarráðs Breta, frekar en hún sjálf vilh 4. Canada verður aS fá rétt til aS breyta sinni eigin stjórnarskipun án tilhlutunar breska þingsins. * * ■* Taugaveikin, sem gengið hefir i Montreal, er í rénun, eftir því sem seinustu fréttir segja. Hafa fáir veikst síðustu dagana. Er tala þeirra, sem veikst hafa, alls 1,750. Læknar ráðleggja enn inn- sprautun til að verjast eikinni, og er hún notuð af fjölda fólks í Montreal. Segja læknar, að þeir hafi áreiðanlega komist fyrir or- sök veikinnar og stafi hún frá ó- hollri mjólk, sem seld hafi verið í borginni. * * * Hon. Ernest Lapointe, dóms- málaráðherra, er á leið til Can- berra í Ástralíu. Mætir hann sem fulltrúi Canada, þegar þar verð- ur opnað nýtt þinghús, sem nú er fullgert. M. Lapointe kom til Winnipeg á sunnudagskveldið. Bandaríkin. H:inn 1. þ. m. dó í Monstee, Mich. Richard G. Peters, 95 ára að aldri. Um hann má segja eins og ýmsa fleiri, að hann mátti muna tvenna timana, því tvisvar sinnum á æf- inni græddi hann auð fjár, en dó fátækur maður. Hann lagði aðal- lega fyrir sig viðarverzlun og hafði um eitt skeið yfir meiri skóglend- um að ráða heldur en nokkttr ann- ar maður í Michigan ríkinu. Þegar hann fyrst tapaði eigum sinum og fór á höfuðið, skuldaði hann $2,500, 000 en borgaði þær skuldir að fullu á næstu sex árum og varð aftur ríkur maður. En honum reyndist eins og mörgum öðrum, auðurinn valtastur vinur, og áður en hann dó, var hann aftur búinn að tapa öllum eignum sínum. WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 7. APRÍL 1927 NÚMER 14 Verkfall hófu nú um mánaða- mótin síðustu, um 150,000 manna, sem vinna að linkolatekju í Banda- ríkjunum og sem allir tilheyra alls- herjarfélagskap þeirra manna þar í landi, sem þá atvinnu stunda. Á- greiningurinn, sem verkfallinu veld- ur er, eins og oftast, út af kaup- gjaldinu. Það hefir að undanförnu verið $7.50 á dag samkvæmt samn- ingi við námaeigendur. Þykjast þeir nú ekki lengur geta borgað svo hátt kaup, vegna samkepni við þá náma- eigendur, sem hafi vinnu- menn er ekki tilheyri verka- mannafélögum og neita því að end- urnýja vinnusamninga, sem út runnu hinn 1. þ. m. Verkamenn vilja bins vegar ekki vinna fyrir lægra kaup. Sagt er að mög mikið af kolum sé nú til við námurnar og muni því ekki verða kolaekla fyrst um sinn. Halda margir að þetta kolaverkfall muni standa lengi yfir, en afleiðingamar verða sjálfsagt hinar sömu eins og vant er: hærra verð á kolunum. Bretland. Frjálslyndi flokkurinn hefir unn- ið tvær aukakosningar nýlega, aðra í Leith, hina i North Southwark og þykir honum það góðs viti og benda í þá átt að fólkið sé að hnegjast að sinni stefnu. Hið síðarnefnda þing- sæti losnaði þannig, að þingmaður- inn Haden Guest, sem tilheyrði verkamannafl., sagði af sér út af' ágreiningi við flokk sinn út af ítefnu hans í Kína málunum. Bauð hann sig svo fram við aukakosn- ingarnar i því kjördæmi sem óháð- ur. En kosningarnar fóru þannig: Þingmannsefni frjálslynda flokks- 'ns 7334 atkv.; þingmannsefni verkamanna 6167 atkv. en Mr. Guest. aðeins 3,216 atkvæði. • * • Fjárhagur bresku stjórnarinnar sýnist ekki vera í góðu lagi. Á síð- astliðnum ellefu mánuðum nemur tekjuhallinn $183.468,970 og er kolaverkfállinu og almenna verk- fallnu, sem átti sér stað í fyrra að- allega kent um. Við enda næsta fjárhagsárs á undan, eða 31. marz 1926, var tekjuhallinn ekki nema $70,190,600. * * * Fréttir frá Bretlandi segja að töluverður stefnumunur sé nú orð- inn hjá Ieiðtogum Verkamanna- flokksins. Er það meðal annars fært til að Mr. Wheatley, sem var einn af ráðherrunum í náðuneyti Mac Donalds og einn þeirra manna, sem helst hafa haldið svörum uppi fyrir þann flokk, hefir nú dregið sig í hlé og þykir MacDonald ekki halda fram kröfum verkamanna ' eins djarflega, eða ákveðið eins og hon- um líkar. Ef til vill kemur þessi ágreiningur ekki fram við næstu koningar, en ekki þykir það vafa- samt að hann eigi sér stað innan flokksins og meira að segja milli leiðtoganna sjálfra. Hvaðanœf a. Hertoginn af York, sem er ann- ar sonur Bretakonungs, hefir í vet- ur verið að ferðast um Ástralíu. Hann kom á þessu ferðalagi sinu suður í heimi, við í Nelson, New Zealand og vildi þá svo til að frú hans, sem er vitanlega með honum, var dálítið lasin, ilt í hlásinum, og varð að halda kyrru fyrir í gistihús- inu í nokkra daga. Borgarstjórnin vildi auðvitað sýna hinum göfugu gestum alla gestrisni og umhyggju- semi. og til þess að frúin gæti haft sem best næði meðan hún var las- in var sett upp auglýsing á fjölfarn- asta strætinu í nánd við gistihúsið, þar sem öllum var stranglega boðið að fara sem hljóðlegast og forðast allan hávaða og fólk sérstaklega var- að við að láta lúðrana í bílum sín- um gjalla. Or bœnum. Látinn á Betel, að Gimli, Sig- valdi Gíslason, Vopnfirðingur að ætt, 98 og hálfs árs gamall. Samkvæmt auglýsingu hér í blaðinu, hefir Jón tónskáld Frið- finnsson, 624 Agnes St., umboð fyrir hljóðfæraverzlunina nafn- kunnu, J. J. H. McLean. Getur það verið þægilegt fyrir landa í hinum ýmsu bygðarlögum vorum, að snúa sér til hans, ef þeir þarfn- ast hljóðfæra, af hvaða tegund sem er. Fyrirspurnum svarað um hæl. Þeim Mr. og Mrs. Donald G. Benson að 472 Lipton St. Winnipeg fæddist dóttir hinn 29. marz, Dona Lillian. Jón Þórðarson frá Langruth, Man. hefir verið í borginni nokkra undanfarna daga. Kom hann til að leita sér lækninga og er nú á bata- vegi. Ágúst Eyjólfsson bóndi við Lang- ruth, Man, .var í borginni síðari hluta vikunnar sem leið. Kom með konu sína til lækninga. Mrs. A. P. Jóhannson, sem fyr- ir skömmu gekk undir stóran uppskurð á almenna spítalanum, er nú aftur komin heim til sín og er á góðum batavegi. Stefán Helgason, frá Elfros, Sask., kom til borgarinnar í síð- ustu viku. Á þriðjudaginn hinn 29. marz siðastl. andaðist að Lundar, Man, Eiríkur Guðbrandsson, eftir stutta legu í lungnabólgu. Hann mun hafa verið á sjötugsaldri. Ætt- aður af Austurlandi. Einn af frumbyggjum Álftavatnsbygðar. I bréfi til ritstjóra Lögbergs, frá Harald J. Stephenson, B.A., er nám stundar um þessar mundir við Columbia háskólann i New York, er minst að nokkru islenzku hockey leikaranna, Franks Fredericks'onar og Harry’s Oliver, er leikið hafa í Boston nú í vetur. Segir Mr Steph- enson að mikið sé um menn þessa talað og atgervi þeirra mjög dáð í hinum ýmsu blöðum. Allstaðar seg- ir hann að Frank sé nefndur íslend- ingur eða hinn bráðfrækni íslend- ingur og hlýtur slíkt að vera fagn- aðarefni sérhverjum þeim, er hinni fögru hockey-íþrótt ann, og heil- brigt^ræktarþel jafnframt ber til íslenzks þjóðernis. Um hinn mann- inn, Mr. Oliver, er minna talað, þótt lokið sé lofsorði á list hans. Telur Mr. Stephenson almtaningi senni- 'e^a síður kunugt um jjjóðerni hans. Báðir eru menn þessir harðsnúnir mjög og sverja sig í víkingakynið norræna. , ' Á föstudaginn í siðustu viku komu þau Mr. og Mrs. John Gillis frá Glenboro, Man. tU borgarinnar. Voru þau á heimleið Ifrá California og höfðu farið það^n til Minne- apolis og komu þaðaú hingað. Þau lögðu af stað i þessa ferð 23. nóv- ember i haust og fóru fyrst til Van- couver og svo þaðan sjóleiðis til Seattle og svo með járnbraut suður strondina. Mr. og Mrs. Gillis eiga tvær dætur sem báðar eru giftar og búsettar jiar suður frá. Fóru þau aðallega til að sjá þær. Mr. Gillis lætur ágætlega af ferðinni og segir að hún hafi orðið þeim hjónum hin ánægjulegasta. Hér í borginni dvöldu þau fram yfir helgina. Frá íslandi. “Eiríkur rauði” strandar hjá Kúðaósi. Rvík. 4. marz. Seint í fyrra kvöld fékk Geir Thorsteinsson, útgerðarmaður, loft- skeyti frá skpstjóranum á togaran- utn “Eiriki rauða”, þar s:em skip- stjórinn skýrði frá því, að skipið væri strandað, en vissi ekki glögt hvar, sennilega á Mýratanga, vestan við Kúðaós. Varðskipið “Óðinn,” sem var staddur við Vestmannaeyjar, náði einnig loftskeyti frá ‘Eiriki rauða’ og fór strax austur á strandstaðinn. “Óðinn” kom á strandstaðinn kl. 3 í fyrrinótt. Hann var í stöðugu skeytasambandi við togarann. Þeg- ar birti í gærmorgun sáu skipverjar á ‘Óðni’ menn í fjörunni og þeir sáu einnig menn um borð í togar- anum. Vegna brims gat “Óðinn” ekkert sam'band haft við togarann, nema gegn um loftskeytin meðan þau voru í lagi. Þegar leið fram á morgun égærmorgun) sáu skips- menn á “Óðni” menn á togaranum hópast fram á “hvalbakinn” og um sama leyti voru dregin upp flögg á togaranum, sem gáfu til kynna að nú yfirgæfu mennirnir skipið. Nokkru síðar sáu skipverjar á ‘óðni’ marga menn uppi i fjöru, einnig hesta, og mennirnir dreifðu sér um fjöruna. Þetta ent einu fregnirnar er bor- ist höfðu af strandinu í gærkvöldi. Eins og sést á fregnunum, höfðu skipsmenn á ‘Óðni ekki getað nað tali af skipsmönnum á togaranum; og þeir höfðu ekkert samband við menn úr landi. Skipsmenn á ‘Óðni’ vissu því ekki hvernig skipverjar úr togaranum björguðust á land og ekki hvort allir hefðu bjargast, eða hvort nokkurt slysihefði orðið. Nán- ari fregnir af þessu öllu geta fyrst komið hingað í dag. Hvar cr strandið? í simskeytinu frá skipstjóranum á ‘Eiríki rauða,’ segir, að hann haldi að jieir hafi strandað á Mýratanga, vestan við Kúðaós. En eftir þeim upplýsingum, sem Mbl. fékk í gær frá Vík í Mýrdal, er sennilegra að strandið sé austan við Kúðaós. Maður hafði komið til Víkur í gær austan úr Álftaveri. og sagði hann frá því. að þeir Álftveringar hefðu séð merki þess í fyrrakvöld. að eitthvað var að hjá skipi við sandana, en þeir álitu það vera fyr- ir austan Kúðaós, á Meðallands- fjörum. Enda er þetta sennilegra, þar eð í gærkvöldi hafði enginn sendimaður komið til Víkur til þess að tilkynna sýslumanni strandið. Hafi strandið orðið fyrir vestan Kúðaós, jiá hefði sendimaður átt að vera kominn til Víkur seinnipart- inn i gær, en sé strandið fvrir aust- an ósinn, þá var ekki hægt að búast við sendimanni fyrri en seint i gærkvöldi eða fyrripartinn i dag. “Eiríkur rauði” var nýtt skio. smíðaður 1925 í Selby í Englandi. Hann var með stærstu togurum hér, 44.84 fet á lengd og-var 412 smál.’ brúttó, 174 smál. nettó. •—■ Skipið var vátrygt hjá “Samtryggingu ís- lenzkra botnvörpuskipa,” var Guð- mundur Sveinsson. — Skipstjóri ið var að koma frá Englandi, full- fermt kolum. Keflavík, 4. marz. Ágætur afli undanfarið. Á mið- vikudag var tregari afli, en í gær var ekki róið. Þar til í gær var róið 8 daga samfleytt og var afli tæp 15 og upp í 20 skpd. á bát. Sumir bát- anna fengu 1100 potta af lifur, en núna reikna menn 50 pt. úr skpd. vegna þess hve fiskurinn er lifrar- mikill. Tvö kikhóstatilfelh. Kristófer Ólafsson frá Kalmans- tungu artlar að flytja inn tamin- hreindýr. Eitt af erindum þeim, sem Al- þingi hafa nú borist, er urnsókn frá Kristófer Ólafssyni í Kalmans- tungu um 10000 kr. styrk til að koma á fót hreindýrarækt í átthög- um hans. Hann gerir ráð fytir því, að kaupa 50 dýr 645 kýr og 5 hreinaj og að verð hvers þeirra, hingað kominna verði 150 kr„ en ýmisl. kotnaður 2500 kr. eða sam- tals 10 þús. kr. Hann hefir gert áætlun um fölg- un dýranna á io árum og telst hon- um svo til, að að þeim tima liðnum muni hjörðin orðin 330 fullorðnar kýr, um 250 kálfar og nokkrir full- orðnir hreinar, eða alls 600. A þess- um tima gerir hann þó ráð fvrir, að slátrað hafi verið 400 hreinkálfum og veturgömlum hreinum. —- Bvgg- ir hann þessa áætlun sína á skýrsl- um og reynslu manna á Norður- löndum, í Alaska og víðar. En }>ó býst hann við, að fjölgunin verði meiri hér (vegna minni vanhalda), eða 25—30% meiri. Kristófer hefir aflað sér upplýs- inga um hreindýrarækt víða, og býst hann við að kaupa dýrin frá Noregi undir umsjá og handleiðslu yfirmanns hreindýraræktarinnar t Noregi, Kristian Nissen, sem hefir heitið honunt aðstoð sinni í þessu efni. Kristófer segir svo í greinargerð fyrir umsókn sinni: “Er hér eigin- lega um nýtt landnám að ræða. þar sem notuð verða aðallega lönd, er hærra liggja en venjulegir búfjár- hagar, og sumpart ýmislegur gróð- ur, sent búpeningur vor litur alls eigi við.” Stofninn, að 10 árurn liðnum reiknar hann 30 þús. kr. virði 650 ið) og 20 þús. kr. telur hann að fengist muni hafa fyrir slátur- dýr á þeim tíma. Ekkert er getið um það hvernig þessu fyrirtæki á að haga, hvort landið á að gefa umsækjanda þessi 50 dýr, eða hvort hann ætlast til að landið eigi þau. Seyðisfirði 7. marz. Hundrað ára afmælis Páls Ólafs- sonar var minst á samkomum hér og á Eskifirði og kannské víðar á Austurlandi. Kaupsamningar voru nndir.íkrif- aðir hér á. laugardag. Timakaup karla, dagvinna: 95 aurar, kvenna 66 aurar. Á Hornafirði er aflatregt vegna ‘beitul^ysis, annars göngulegt úti fyrir. Strandmennirnir af “Eiriki rauða” komu hingað til bæjarins kl. 11 í gærkvöldi. Er jætta fljót ferð; þeir fóru í fyrradag frá Vík, voru í fyrrinótt í Holti undir Eyjafjöllum, komu kl. 5 i gær vestur á Rangar- áryglli og stigu þar upp i bílana og óku til Rvikur. Skipsmennirnir voru 18 að tölu og auk þeirra var einn farþegi er kom með togaranum frá Englandi, Þorkell Steinsson sjó- maður úr Hafnarfirði. Loftskeyta- maður af “Eiríki rauða” hafði orð- ið eftir austur i Vik, var lasinn. —Mbl. Landsspítalinn. í gær blöktu fánar við hún -á hinni reisulegu byggingu. f bliðviðrinu i gær varð mörgum litið suður að Landsspitala. Þar voru fánastengur reistar á risi og 7 islenzkir fánar blöktu i sólskininu. Þessi dagur verður að teljast merkisdagur, i starfsemi j>eirri. er konur þessa lands tóku sér fvrir hendur, er þær ákváðu að beita sér fvrir Landsspitalabvggingu. Tiðindamaður Morgunblaðsins h’tti húsameistara rikisins i gær og fór með honum suður að Lands- spitala. Sýndí húsameistari alla bygginguna hátt og lágt. Þegar maður stendur á vellinum framan við spitalann, stingur það eigi eins mikið i augun, og vænta mætti, hve byggingin i raun og veru er stór, þessi stærsta bygging sejn hér hefir verið reist — með 164 herbergjum. fyrir utan stigarúm og ganga. Stærð hússins1 leynir sér nokkuð vegna þess, hve byggingin samsvar- ar sér vel. Standi maður aftur á móti suður við öskjuhlið, þá nýtur spitalinn sin vel vfirflatann að sjá upn að Skólavörðuholtinu. Heyrst hefir, að mönnum þvki sem spitalanum hafi verið valinn staður, helst til nálægt bænum, að bvgð færðist utan um hann á uæstu árum. En til þess er því að svara að hin fvrirhugaða hringbraut kem- ur sem kunnugt er skamt sunnan við spitalann, en sunnan við hana, gegnt spít-alanum, taka við mýrar, sem eigi verður bygt á nema með ærn- um kostnaði. Tilvaldir flugvellir! Þar eiga sjúkravélar að setjast, er koma með veika menn af öllum landshornum, og færa þá til Landsspitala. Eg spurði Guðjón, hvað ætti að vera til skrauts á þröhyrningi j>eim, sem er framan á burstinni ofan við aðaldyr. Er það óráðið enn — óráð- in gáta, sem listamenn vorir ættu að levsa úr. Þar þarf að vera eitt- hvert fagurt og norrænt tákn, sem ætti vel við Landsspitalann. Er steypan ekki falleg? segir Guðjón. og bendir á, hve hún er ljós, j>étt og fin. Jú, víst — en hvað um hina marg umtöluðu steypugalla? LTm þá hefir Guðmundur Hann- esson ritað, og enn er von á skýrslu um rannsóknirnar, er af þeim spunnust. En aðalatriðið er þó það, að hvergi er neinn steypugalli til nú. Og má þvi einu gilda, hvort stafaði af sandi eða sementi. Það tók ó- venjulega langan tima, að stevpan harðnaði á nokkrum köflum i kjall- araveggjunum. Til varúðar var sú stévpa brotin niður — j>ó ekki öll. Tveir veggpartar af stevpu þessari voru látnir óhreyfðir. Og nú eru þeir jafnharðir og aðrir veggir húss- ins. Það er aðalatriðið. Óttinn við j>að að stevpan var lengi að harðna reyndist ástæðulaus — sem betur íer. Við hefjum göngu um þetta mesta stórhýsi íslands, sem enn er ókarað í smíðum frá kjallara til 'mænis. t kjallaranum fær Gunnlaugur Claessen lan.^fe röð herbergja fyrir Ijóslækningar. Kjallarinn er allur ofanjarðar. Þar eru baðherbergi mörg og miðstöðvarherbergi étil vara ef varrni lauganna revnist ó- nógur eða leiðslan kynni að bikrí. Og i öðrum endanum er herbergja- klasi fvrir eldamensku, suðuhús, 'brauðhús. Þá er i hæð: þar á að vera “medisinska” deild spítalans, mót- tökuherbergi sjúklinga, læknaher- bergi, herbergi til kenslu og áhalda- klefar og margt fleira. Um alla j>á herbergjaskipun mvndi mega halda heilan fyrirlestur. Á 2. hæð á að vera skurðlækninga deild. Sjúkrastofur eru alt frá 1 manns stofum upp í 6 manna stof- ur. Þegar þarna kemur upp, fer út- sýni að vera ljómandi fagurt saiður yfir Skerjafjörð, yfir Álftanes og suður svo langt sem augað eygir. Á 3. hæð á að vera berkladeild. Svalir eru þar með suðurhliðinni. svo aka má sjúklingum beina leið úr stofunum út undir bert loft. “Hér er skjól i öllum áttum,” segir Guðjón um leið og við göngum út á svalirnar. Mig grunaði að hann væri búinn að gleyma útsvnningunum. En svo er ekki. f útsynningsroki er líka skjól á svölunum. Þá datt mér í hug, hvernig veður hagar sér í Drangey. Þó eyjan sé flöt að mestu þégar upp er komið, er logn nvrst á evnni, þegar norðanátt er hvöss. Segja fróðir menn að þetta komi til af þvi, að stormurinn skelli á berginu neðan við, en siðan komi stroka upp af bergbrúninni, svo lygnt sé á eynni spölkorn frá brún- inni. Eins getur hér verið í hvass- viðri, sem skellur beint á hinn háa húsvegg undir svölunum. Strokan stendur upp með brikinni framan við svalirnar, en logn er innan við bríkina. Fæðingardeild spitalans er og á 3 hæð. Hún er i álmu ]>eirri hinni 'breiðu, sem bygð er norður úr aðal bvggingunni miðri. Á4. hæð, uppi undir þaki, er litið rúm. Þar verður j>ó herbergi, sem nota á til að halda fvrirlestra. og bókaherbergi. verkstæði fvrir við- gerðir á húsgögnum. rúmfatnaði o. fl. Alls hafa farið 370 þús. kr. i húsið eins og það er nú. —Mbl. 27. febr. Mme. Belmont Gobert. BretakonUngur hefir sæmt ]>essa öldruðu konu titlinum: “Dame of the Order of the British Empire.” Samkvæmt lögum og venjum gat konungurinn ekki veitt konu þess- ari meiri eða hærri viðurkenningu. Þessi kona hefir lengi búið i Bertry Village á Frakklandi. og þar var hún 15. janúar 1915. Þá kom j>ýski herinn jiangað og um tima héldu til 16 þýskir hermenn i húsi hennar og sjálf hafði hún aðeins eitt herbergi til afnota. Meðan þeir enn höfðu þar viðdvöl kom breskur hermaður, sem sloppið hafði úr fangelsi frá Þjóðverjum og bað Mme Belmont Gobert að skjóta vfir sig skjólshúsi. Hún gerði það þó hún hefði ekkert pláss i húsinu, þar sem hún gæti falið hann, nema klæðaskápinn sinn, en hann var i tvennu lagi og með tveimur hurð- um. Niu mánuðum siðar kom það fyrir að Miss Edith Louisa Cavell var skotin fyrir j>að að hafa hjálp- að all-mörgum hennönnum sam- bandsþjóðanna, sem j>á voru her- foringjar þýska hersins. Gerðu Þjóðverjar þá mikla gangskör að því að leita að sambandshermönn- um, sem strokið höfðu frá ]>eim og koma einn daginn til Mme. Belmont Gobert í þeim erindum. Foringinn lét menn sina rannaka húsið ná- kvæmlega og gömlu konunni for ekki að litast á blikuna þegar for- inginn sjálfur gekk að fataskápnum og opnaði þá hurðina. sem til hægri var og leit inn. En til allrar lukku opnaði hann ekki hina hurðina og fann því ekki Patrick Fowler, skjól- stæðing Mme. Belmont Gobert Ekki gat hún dulið það með öllu fvrir nábúum sinum að heima hja sér hefði hún herfanga og reyndust þeir svo góðir drengir að segja ekki til hans, þrátt fvrir það að Þjóðverjar þorguðu vel fyrir allar slikar upplýsingar á þeim tíma. Þarna hafðist Patrick Fowler við i j>rjú ár og niu mánuði. Auðvitað var hann ekki altaf i skápnum. en þangað fór hann alt af þegar hann hélt að Þjóðverjar væru nálægir og aldrei sá hann sér fært að komast burtu fvr en Þjóðverjarnir 1oks yfirgáfu þessar stöðvar 10. októ- ber i<ji8. Herdeild sú sem Patrick Fowler tilhevrði komst að ]>vi fyrir skömmu siðan að Mnve. Belmont Gobert væri i fjárþröng og sendi henni hundrað sterlingspund ^$486) Þegar f jármálaráðherra Frakka, Paul Painlevé frétti jætta heimtaði hann að franska þingið samyþkti að veita konu þessari sæmilegaú lif- evri, því j>að væri ekki soma Frakk- lands samboðið, að hún j>vrfti að lifa á ensku fé.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.