Lögberg - 07.04.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.04.1927, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. APRÍL 1927. Silfurlax-torfurnar. Eftir REX BEACH. Aftur tók Balt til máls á þessa leið: “Það sagði mér maður einu sinni, að ríku mennirnir í Áusturríkjunum létu kvenfólk skafa og fsegja á sér neglurnar. Er það satt?” “Já,” svaraði Emerson. Aftur varð þögn. Svo ræskti Balt sig og sagði !kæruleysislega: “Eg býst ekki við, að þú bafir nokkurn tíma látið þær fægja negl- urnar á þér. ” “ Jú, það gerði eg,” svaraði Emerson. Balt opnaði munninn til að tala, en bætti auð- sjáanlega við að segja það, sem bonum var í hug og mælti: “Það er lrklega bezt fyrir mig, að fara ekki lengra en á Vesturströndina, og bíða þar eftir þér.” “Langt frá,” svaraði Emerson ákveðið. “Þú ferð með mér alla leið. Mér veitir ekki af að hafa þig mértil hjálpar við að útvega stofn- féð- Þú veizt alt um þetta fiskiútbald, en eg ekki. ” “Nú, jæja. Eg skal fara. Ef að þú getur sætt þig við að hafa mig með þér, þá skal eg gera mér að góðu kjólklædda fólkið og fægðu fingraneglumar. Við verðum þar ekki lengi hvort sem er.” “Hvenær komst þú síðast til mannabygðaT” spurði Emerson. “Fyrir fjórum árum,” svaraði Balt. “Hefirðu nokkura tíma, komið til Austur- ríkjanna?” ^‘Eg held það. Eg á systur í Spokane Falls, en mér fellur ekki þar að vera. ” ‘ ‘ Eg er viss um, að þú skemtir þér vel í Chi- cago,” sagði Emerson og brosti. 1 þessum svifilm kom Fraser til þeirra og kastaði á þá kveðju glaðlega. “Jæja, svo við erum nærri komnir, erum við ekki ? Eg segi það satt, að eg er feginn. Eg hefi látið greipar sópa á skipinu.” — Fraser hafði skilist við félaga sína á leiðinni, sem Em- erson þótti vænt um, því honum leiddist nær- vera hans, og höfðu þeir því haft næði til að athuga fyrirætlanir sínar og ráða ráðum sín- um. “Eg náði í bóndason eftir kveldverðinn, og náði út úr honum öðrum þrjú hundruð og fim- tíu- Eg kem frá honum núna”, sagði Fraser. “Þrjú hundruð og fimtíu?” spurði Balt. “ Já, eg fór að spila við hann. Eg er hissa, hve auðvelt er að leiða þessa snáða á nefinu,” svaraði Fraser. “Hvar fékstu peninga til að spila upp á?” ,-spurði Emerson. “Eg vánn nokkra dali í gærkveldi í ‘Bridge’ við Danson drengna,” svaraði Fraser “En það hefir ekki tekið smáræðis peninga að, spila við ])á. Þeir sýnast vera örir á fé og hafa nóg af því. Hvar fékstu peninga?” “Eg seldi kafteininum námalóð daginn áð- ur,” mælti Fraser hlæjandi. “Fórstu að blekkja gamla manninn?” spurði Emerson gremjulegía. i “Heyrðu mér, eg fyrirbýð—“ “Blekkja! Hver segir, að eg hafi blekt hann, eða nokkurn annan? Mér dytti ekki í hug, að svíkja versta óvin minn. ” “Þú áttir engar námalóðir. ” “Hvers vegna heldurðu það? Alaska er víðáttumikið land.” “Þú sagðir mér það.” “Svo. Eg átti engar námalóðir, þegar ég talaði við þig um það- En síðan að eg kom um borð í þetta skip í Juneau, þá hefir lukkan leik- ið við mig. Þegar að þú og Balt voruð að byggja niðursuðuhús í huganum, þá var eg að vinna. Og mér farnaðist fremur vel, ])ó eg segi sjálfur frá, sem eg ætti þó ekki að gjöra.” Emerson ypti öxlum og mælti: “Þú hættir ekki fyr en þú kemst í eitthvert klandur, og ef þii gerir það, þá hefi eg sagt þér að frá mér er ekki hjálpar að vænta. Eg er búinn að hjálpa þér, alt sem eg get. ” “Eg held nú ekki, að það verði af því, að eg komist í neitt klandur,” svaraði Fraser vfir- lætislega. “Og hvers vegna? Vegna þess, að eg hefi ekki neitt rangt í frammi. Það geri eg ekki.^ En heyrðu, það var sannarlega leikfang, að ná í peningana út úr þessum gemlingum. Það var nærri því eins og að misþyrma sak- lausum lömbum.” Hann glamraði í nokkrum gullpeningum í vasa sínum og fór að blístra all-hótt. “Hve ,nær leggjum við á stað til Chi- cago?’ spurði hann svo. “Við,” endurtók Enierson. “Eg sagði þér, að þú færir ekki nema til Seattle. Eg get ekki felt mig við framferði þitt. Eg hekl að það sé bezt fvrir þig, að Verða eftir. Heldur þú það ekki sjálfur?” “Það er máske bezt, ” svaraði Fraser kæru- leysislega. “Tíminn einn segir til þess.” Hann bauð þeim góða nótt og hvarf til þess að fá sér dúr. En um morguninn, þegar þeir komu í Iand, kom hann til þeirra, Emerson og Balt, og sté upp í sama vagninn og þeir óku til gisth húss þar í borginni, og hann ritaði nafn sitt á- samt þeim á gistiskrá hótelsins. Hann hvarf þeim von bráðara, er þeir fóru að líta sér eftir fatakaupum, og keyptu sér báðir alklæðnaði. Fötin, sem þeir voru í, leyndu ekki hvaðan þau voru komin; samt virtikt fólkið ekki taka eftir þeim, en Sea,ttle er síðasti biðstaðurinn og oft fyrsti lendingarstaður manna, sem fara til og frá hins þögula og víðáttumikla Norðurlands. Skröltið á götunum ætlaði að æra þá, andrúms- loftið varð þoim ógeðfelt, og fólksstraumur- inn á götunni gjörði ])á ringlaða, eftir einver- una 0g kyrðina í Alaska. 1 hvert sinn, sem í einhverju brast, eða hljóðbrigði urðu, þá hrökk Balt við. Hann fór mjög varlega, og hljóp sem mest hann mátti, þegar hann þurfti að fara vfir göturnar. “Ef að einhverjar af þessum klukkum hringja á bak við mig, þá brýst eg bara í gegn um glergluggann þamá,” sagði Balt. Þegar hann í fyrsta sinni sá borð fyrir utan búðar- glugga með ávöxtum á, stökk hann þangað og fylti vasa sína. “Mig er búið að dreyma um þessa hluti í fjögur ár, ” mælti hann, “og eg stenst ekki mátið lengur. ” Hann beit í ávöxt, er hann hafði náð í, með ákafa, hélt svo á eftir félaga sínum og var að narta í ávextiná smátt og smátt, en bætti alt af í vasa sína, í hvert sinn sem færi gafst. Til þess að sýna, að hann var fús á að leggja alt í sölumar fyrir Emer- son, kvaðst hann mundi sætta sig við nýja klæðnaðinn, ef Emerson vildi kaupa hann, og það tók ekki all-lítið stapþ fyrir Emerson að sannfæra Balt um að slík fómfærsla væri með öllu óþörf. “Það er betra fyrir þig, að segja mér til í siðum fólksins í Austurríkjunum,” sagði Balt, “eða eg er í standi til að móðga vini þína og standa í vegi fyrir áætlunum þínum. Eg skal vera í búningnum á strætisvögnum, þar til eg venst honu. ” “Kunningi, það tekur meira en viku að venjast slíkum búningum,” svaraði Emerson brosandi, sem þótti gaman að öllu saman, því Balt hagaði sér eins og drengur, sem er að leggja upp í undursamlega ferð. “Ef að það er ein af þessum stúlkum það- an að austan, sem fægir neglur manna hér í Se- attle, þá er bezt að vísa henni til mín, og eg skal æfa mig. Hún getur í það minsta reynt að temja mig.” “Já, það skemdi ekki að hreinsa mesta hraslið af beinunum á þér,” mælti Emerson, og brosti klæðsalinn að þeirri athugasemd, sem hafði tekið eftir því, hve óhreinn Balt var um hendurnar. Það tók nokkurn tíma að finna föt, sem pössuðu Balt- Og þegar þeir að síðustu komu til baka á gistiliúsið, þá beið fréttaritari þar eftir Emerson. “Við sáum, að þú vayst kominn,” sagði fréttæritarinn, “og Mr. Aþens sendi mig.” “Aþens! Billy Aþens?” “Já. Hann er ritstjórinn. Eg held að þið séuð skólabræður. ?Hann vildi fá að vita, hvort þú værir Boyd Emerson, fótboltaleikari frá Michigan.” “Já, jæja,” tautaði Emerson, “Billy Aþ- ens var bezti drengur. ” “Hann hélt, að þú mundir kunna að segja eitthvað skemtilegt í fréttum frá Alaska,” mælti blaðamaðurinn. “En eg þarf annars ekki á því að halda frá þér, því félagi þinn hef- ir verið að segja mér alt um þig, ferð þína og giftu.” “Félagi minn?” “Já, Mr. Frobisher. Hann heyrði, þegar eg var að spyrja eftir þér, og bauðst til að segja mér fréttimar í þinn stað og í þínu nafni. ” “Forbisher!” endurtók Emerson og botn- aði ekki minstu vitund í þessu. “Já, maðurinn sem þarna stendur yfir frá,” mælti blaðamaðurinn og benti með hend- inni á Fraser, sem stóð þar skamt frá og hafði ekki augun af þeim, alvarlegur á svip, með ann- að augað lokað, og stakk tungunni öðru megin út í kinnina, svo hún gúlpaði út. “ó, já! Forbisher,” stamaði Emerson. “Eg kannast við hann.” “Hann er einkennilegur náungi, er hann ekki ?- Hann sagði mér, hverig að þið hefðuð farið að hjálpa stúlkunni, þegar hún fór í ána hjá Kjalvík.” “Gerði hann það?” “Það var sveimér spennandi og er ágæt blaðasaga, 0g eg skal sjá um, að ekki verði úr henni dregið. Hann ætlar að sjá um, að eg fái að taka þátt í námafélaginu, sem þú ætlar að stofna. Eg hefi að vísu ekki mikla peninga, en það sýnist vera ágætt—” “Hvað komust þið langt í samningunum um þátttöku þína í námafélaginu?” spurði Em- erson. “Nógu langt til þess, að eg hefi brennandi þrá til þess að gjörast hluthafi. Eg skal fá piltana á skrifstofu blaðsins til að leggja sam- an og koma með peningana liingað í kveld.” “Mér þvkir fyrir, en eg verð að tala við Mr. Forbisher um þetta alvarlega. Eg held að við seljum engum óviðkomandi hluti í fé- lagýiu.” “Svo þú vilt þá ekki taka mig í félagið?” “Ekki sem stendur”, svaraði Emerson. “Mér þvkir það slæmt! Eg vildi að eg gæti komist í félag við einhvern heppinn náma- mann. Þegar maður verður að draga fram líf- ið á kaupi, einn mánuðinn eftir annan, þá verð- ur maður öfundssjúkur, að sjá ykkur koma með fnllar töskur af peningum frá Klondyke. Má- ske, að þú gefir mér tækifæri síðar?” “Getur verið,” svaraði Emerson. Þegar fréttaritarinn var farinn, gekk Emerson hvat- lega til Frasers, sem sat í makindum og revkti Jangan vindil, sem á var stór, gyltur bréf- hringur. “Heyrðu mér, Mr. ForbisKer! Hvað mein- arðu með að flækja mér inn í klækjabrögð þín og svik?” \ Fraser brosti. “Forbisher er ágætt nafn; það er eins og málmhljómur í þ\n, og eg held að það festist við mig. Forbisher!” “Láttu af þessari andstyggilegu klækjar viðleitni þinni- Ef þú reynir-slíkt aftur, þá segi eg skilið við ])ig með ölíu.” “Ekki nema það þó,” sagði Fraser hæglát- lega. “Sagðir þú að þessi náma væri einskis- virði? Það var slæmt. Þessi fréttaritari lof- aðist til að taka nokkra hluti strax og sagðist skvldi rejma að fá ritstjórann til að gjöra það líka. ” “Ritstjórann!” endurtók Emerson byrstur. “Eg skal segja þér, að hann er vinur minn, og það er ekki óhugsandi, að eg þurfi á vináttu hans að halda, þegar eg kem aftur austan frá Chicago. ’ ’ “Nú, það gerir allan muninn. ” “Hlustaðu nú á mig, Fraser. Þú verður að láta mig vera fyrir utan alt krókaprang þitt. Þú hefir verið mér að ýmsu leyti geðugur, en ef eg frétti aftur um uppátæki þín líkt og þetta síðasta, þá fæ eg þig í hendur lögreglunni. ” “Þú ættir ekki að láta þessa heimsku sliga þig, lífið út,” mælti Fraser. “Haltu þig að mér, og eg skal sjá um, að þér græðist nóg fe mér fellur vel við þig—” Emerson, sem orðinn var reiður, fór í burtu frá honum, sannfærður um, að í Fraser væri ekki ein einasta heilbrigð siðferðistaug. Samt gat hann ekki gleymt því, að það var fyrir þá ómögulegu mannpersónu, að hann var ekki enn í búðinni í Katmai með framtíðarvonir sínar hmndar til granna, og mýkti það nokkuð skap hans. hverju fyrirtæki. Það er of mikið af Alaska fyrirtækjum á boðstólum í Seattle.” Emerson hugsaði sig um, áður en hann svar- aði: “Eg býst við, að þú flækir mig í ein- hverju, sem kemur okkur báðum í hegningar- húsið; svo til þess að vernda sjálfan mig, skal eg segja þér, hvað eg skal gjöra- Eg hefi veitt þv, eftirtekt, að þú ert vel fær verzlunarmað- ur, 0g ef þú vildir taka að þér eitthvert starf, sem lögum er samkvæmt—” PANTIÐ ÚTSÆÐI NÚ ÞEGAR í DAG “Heyrðu,” kallaði Fraser á eftir honum, “hvenær förum við?” en Emersop gegndi hon- um ekki, en gekk rakleiðis til herbergis síns, til þess 'að hafa fataskifti. Þegar hann var klædd- ur, flýt.ti hann sér á hraðskeytastöð, og sendi tvö símskeyti til Chicago, annað til skraddara, sem hann þekti, hitt sendi hann til fólks, sem bjó í húsi, er stendur við strandarveginn. Síð- ara símskeytið olli honum allmikillar umhugs- unar, því hann reif hvert uppkastið í sundur eftir annað; að síðustu rétti hann eitt að sím- ritaranum með feimnis, en þó kæraleysis látr bragði. Af símastöðinni fór hann að heim- sækja einn af helztu bankastjóranum í borg- inni, og frá honum aftur á gistihúsið. Fyrsti maðurinn. sem hann rak sig á á hó- telinu, var George Balt- Hann stóð þar í bið- salnum og horfði á neglumar á höndunum á sér, sem vora undursamlega hreinar og gljá- andi. “Komdu og sjáðu þær,” sagði Balt, undir eins og hann kom auga á Emerson. “Þær era eins hreinar og hundstennur. Þær glitra, svo eg er hræddur við að snerta nokkurn skapað- an hlut. ’ ’ “Eg er búinn að semja við bankann,” sagði Boyd. “Alt sem eg þarf nú á að halda, eru hundrað þúsund dollarar. Bankinn lætur mig fá alt hitt.” “Það er ágætt,” svaraði Balt, (án þess að taka hugann frá neglunum á höndum sér. “Það er sannarlega undravert! Eru þær þó ekki glampandi?” “Þær era fallegar.” “Móðins, held eg.” “Þessi hundrað þúsund dollara gjöra allan mismuninn. þrautin er nú auðunnin. Við skulum nú sjá um, að það nái fram að ganga. Þessir bankastjórar vita, hvað þessar laxveið- ar meina. Þeir segja, að við getum ekki skað ast á laxveiði í Kjalvíkánni. ” “Þeir vita líklega hvað þeir eru að tala um. — Eg held að stúlkan hafi haldið, að eg væri frá Klondvke,” mælti Balt enn fremur- “Hún setti tvöfaldan prís. En hún er allra lagleg- asta stúlka. Eg var hálfpartinn utan við mig, þegar eg kom inn til hennar og settist niður, svo eg gat ekki látið mér detta nokkur skapað- ur hlutur í hug til að tala um. Eg steinþagði því, en hún virtist ekki taka eftir því, og þegar eg fór, bað hún mig að koma aftur. Hún er sannarlega viðfeldin stúlka.” “Varaðu þig,” mælti Emerson og hló. “Það er eins 0g allir menn frá Alaska falli flatir fyrir þessum naglasköfuram fyr eða síðar. Það er eins og það liggi í blóðinu. Eg vona, að þú lendir ekki í neinu giftinga-braski. ” “Hamingjan góða! Hún mundi víst ekki líta á mig, ” svaraði Balt og roðnaði út undir eyru. Um kveldið neyttu félagarnir máltíðar, sem sómdi þeim mönnum, er lengi höfðu verið norður í Alaska, eftir að 'þcir árangurslaust höfðu leitað að Fraser, því hann var enn tengd- ur þeim slíkum böndum, er þeir einir þekkja, er sameiginlega hafa mætt erfiðleikum lífsins 0g hættum. En hann fanst hvergi. “Það er varla drengilegt,” sagði Böyd. “Hann hefði að minsta kosti getað kvatt okkur. ” .... “Þegar hann er í kring, þá reiðist eg hon- um; og þegar að hann er farinn, þá sakna eg hans,” svaraði Balt. “Hann hefir kannske farið að gylla eittlivert- fvrirtækið, eða ginna einhvem. ” A vagnstöðinni biðu þeir þar til á síðustu mínútu, í þeirri von, að Fraser mundi koma þangað. Svo stigu þeir upp í lestina og gengu til svefnvagnsins í verra skapi, en þeir vildu viðurkenna- Þegar lestin fór á stað, gengu jreir til reykingarsalsins og voru enn í daufu bragði. Þegar þeir settust þar niður, voru þeir ávarpaðir og þektu strax róm þess, er talaði. “Sælir þið,” sagði Fraser, því þetta var enginn annar en hann, og hann glotti að undr- unarsvip þeim, er lýsti_ sér á andlitum þeirra. “Hvað ert þú að gera hér?” spurðu þeir báðir í senn. “Eg? Á leið austur. ” “Hvert þangað?” “Til Chicagb, eða er það ekki áfangastað- urinn? Eg hélt að þið hefðuð sagt það.” Svo kveikti Fraser rólegur í öðram vindli. “'Æ'tlarðu að fara til Chicago?” hrópaði Balt. “Sannarlega,” svaraði Fraser. “Við verð- 1 um að sjá þessu framgengt,” og hann hag- ræddi sér makindalega í stólnum og blés út ur sér reykjarhringjum, sem hann svo Horfði á í loftinu. “Fremur laglegur vagn þetta.” “Já,” svaraði Emerson óráðinn í, hvort hann ætti heldur að láta sér líka samfylgd Fras- ers vel eða illa. “í hvaða vagni ertu?” “Þessum — sama og þú ferðast í. Eg hefi leigt mér enda herbergið“ “Hvað ætlar þú að gjöra í Chicago?” “Eg hefi nú ekki ráðið það við mig að fullu enn þá, en eg máske reyni að selja hluti í ein- 89c ■ÚTSŒÐIS HAFRAR' Pokar sem taka 3 bu^. 20c að auki. BUSIIELH) OG pAR YFIR, FRA ÖLRIJM McKENZIE RÚDUM. K20 Banner K30 Victory K50 Leader K40Garton22 K60 Alsas Send'iö iP'aníta.n;ír yíar I dlag. Vér sendnm vöruna þegtar þér éskitS. Pcsisít ihafnar eru vaMir útsæSishafnar með eftirliiti stjórnarlinnar. No. 1 e&a góð tegund af No. 2. Verðið miiSaS viS þaiS að 'telk'in séu 30 buBh'el eSa méira. SKRIFII) T JUIR SÉRSTÖKU VERÐI A JARN- BRAUTAR VAGXÍILÖSSUM. VERÐ Á ÖÐRU ÚTSŒÐI Bramdion iMoose Jaw Saskaltoon Edmo nton or Cafligary Gamet, certified ...$3.00 1)116. $3.00 bus. $3.10 bua. $3.15 bua. Garnet, cert., Fancy .. 3.25 “ 3.25 “ 3.50 “ 3.40 “ Marquis No. 1 .. 2.10 “ 2.10 “ 2.25 “ 2.30 “ Marquig, Reg. 2ntf Gen. 2.50 “ 2.50 “ 2.60 “ 2.60 “ Mindum Durum No. 1 .. .. 2.60 “ 2.60 “ 2.70 “ 2.85 OATS:— Banner No. 1 .. 1.15 “ 1.15 “ 1.20 “ 1.15 “ Victory No. 1 .. 1.15 “ 1.15 “ 1.20 “ 1.15 “ Sweet Clo?er No. 1 ...13.75 cwt. 13.75 cwtf. 14.25 cwt. 14.75 cwt. Pokar Þar aS auki fyrir 200 hver. VerSáð miðað vIS 10 hus. eða meira. 5o. medra fyfir bus. of imánna er t-ekið. AWiar aSi-ar tegundir aS finna i ver'Ssikránnd. 88 BUS. VERÐSKRA GEFIJÍS. HiafliS eint. af h'enni iheima 'hjá ySur. Kiostar ekk- ent 'en er þess virSi aS hafa ibana. BiSj'iS um eint.' Vér sendum þaS frítit. CUCUMBER 555—E-ARIiY RUSSIAN iLitiM ávöjctur ’sem vex fljótit. Ætti aS vera I hverjum garði. 550—IvOXG GREEJÍ Bezta iteg'umd af stærri Cu- cambers 8—12 þmil. dökkiblátt. VerS hvier teig:.: pk. 10!c oz. 25o %pd. 75c, %Pd- 1$ 1.2i5. PóiStgjald borgiaS. A. E. McKENZIE CO., Limited BR.AXÐOX, MOOSE JAW, SASKATOOX, EDMOXTOX, OADGARY. Sendið pantanlr yöar til þess bæjar sem næstur er. Sendið korn yðar tii UNITED GRAIN GltOWERS Bank of Hamilton Chambers WINNIPEG Lougheed Building CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. j)><H><H><H>)><H>)>)><«H><H><H><H>)><H><H><H><H>)>)>)>)><H>)>)>)><H><H>)><H>)><H><HjI'J um Y ^ V x x T x x x ♦> | Biðjia RIEDLE’S i f x f f ♦> f f f f X f ♦> BJÓR LAGER Og STOUT The Riedle Brewery Stadacona & Talbot, - Winnipeg | Phone 57241 " ^♦'^♦^^♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦^^♦^v f f ♦?♦ * f f x f f f x f f ♦> -'iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu | D.D.Wood&Sons [ selja allar beztu tegundir 1 KOLA ( tuttugu og sex ár höfum vér selt og flutt heim til = almennings beztu tegundir eldsneytis, frá voruYard E | Horni Ross Avenue og Arlingtcn Strœtis | = Pantið frá oss til reynslu nú þegar. Phone 87 308 | 3 símalínur = ....................................

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.