Lögberg - 14.04.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 14.04.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 14. APRÍL 1927. Bls. 7 » Líður að öllu leyti betur og er hraustari. Þess vegna er það, að Mr. F. Hart- man ræður öllum til að nota Dodd’s Kidney Pills. Maðuh í Alberta þjáist af Nýrna- veiki og læknast af Dodd’s Kidney Pills. Piers, Alta, 11. apríl (einuka- skeyti). “Mér hafa reynst Dodd‘s Kid- ney Pills mjög vel við nýrnaveiki” segir Mr. Fred. Hartman, sem er alþektur og vel metinn maður í Piers, Alta. “iEg átti vanda til að vera ilt í bakinu, en síðan eg fór að nota Dodd’s Kidney Pills, liður mér miklu betur og er langt um frískari. Eg fékk vond köst og leið mjög illa. Þegar eg fór að brúka Dodd’s Kidney Pills, fór mér strax að batna.” Það er alveg furða,’ hve margt fólk lætur sér líða illa dag eftir dag af verkjum, höfuðverk og bakverk. Það líður mikið vegna þess að það veit ekki hvernig það getur losnað við kvalirnar. En Dodd’s Kidney Pills hafa bein á- hrif á nýrun. Þær styrkja þau svo og græða, að þau vinna sitt verk, sem er að hreinsa óholl efni úr blóðinu. Aðfiuningar G.A. í Hkr. Frh. frá bls. 3 um, í helgisiðum og í starfsað- ferð, en JodoKflokurinn eða nokk- ur annar. Og það, sem þessum flokki svipar til kristinna, að þessu leyti, er ekki til kaþólskra, heldur til reformeruðu kirkjunn- ar. Um þetta atriði, í sambandi við Shin-flokkinn, fer dr. Soper svofeldum orðum: “fThey are opposed to Christi- anity, but pay it the high com- pliment of copying its methods. Preaching halls have been pro- vided and sermons are delivered. Sunday schools are conducted, provided with the help and ap- paratus of the Christian schools, sometimes with a pathetic inab- ility to put on the original touch, W'hich would them soundly Budd- histic. Young Men’s Buddhist Associations have been organized, in various cities, and a periodical literture attempts to meet the intellectual needs of the alert young studens and the cultured men and women. They are a force to be recckoned on, with an enormous following, and a readiness to make almost any move to meet the new situations as they arise.” — (Bls. 247-248.) Á íslenzku: “Þeir eru á móti kristnum trúarbrögðum, en sýna þeim samt þá virðingu, að stæla starfsaðferð þeirra. Samkomu- salir hafa verið bygðir, þar sem prédikanir eru fluttar. Sunnu- dagskólar eru í gangi, þar sem notuð eru tæki og hjálparmeðul kristinna skóla, og það stundum með svo brjóstumkennanlegm ó- mögulegleika að gefa þessu þann frumlega blæ, að það geti heitið verulega Búddhatrúarlegt. Búdd- hatrúarfélög ungra manna hafa verið stofnuð í ýmsum borgum, fog blöð og tímrit er reynt að láta uppfylla upplýsingarkröfur hinna ungu, námgjörnu stúdenta og mentaðra manna 0g kvenna. Þeir er afl, sem taka þarf með í reikn- inginn, hafa feiknamikið fylgi, 0g eru reiðubúnir að taka til bragðs nærri hvað sem er, til að mæta nýjum kringumstæðum jafnóðum og þær koma í ljós.” Hví skyldi nú G. Á. vera að þvertaka fyrir, að Búddhatrúin stæli nokurntíma kristna trú? Ef G. Á. hefði ekki verið búinn að skýra manni frá því, að hann hefði kynt sér Búddhatrúna, þá hefði maður sjálfsagt freistast til að halda, að hann væri sum- staðar þar hálf-ókunnugur. En nú með því að hann er fróður um þessi mál, þá verður maður að ætla, að eitthvert aðgæzluleysi hafi hent manninn, því sannleik- urinn sýnist halda sig á talsvert öðrum slóðum heldur en G. Á. virðist fara sumstaðar í þessari ritgjörð sinni. Útskýring G. Á. trúnni á Am- ida, í Japan, er rétt að því leyti, sem sú trú var þar til áður en Shinran kom þar til sögunnar. Má þar sérstaklega tilnefna Jodo- fiokkinn, er hélt mjög fram kenn- ingunni um Paradís, þar sem Amida réði fyrir. En með Shin- ran breyttist trúin á Amida svo, að hún verður nauðalik trú krist- inna manna á Krist, eins og þeg- ar hefir verið bent á. Þá er spurningin: Hvar fékk Shinran þessa kenningu sína? Próf. Arth- ur Lloyd, háskólakennari í Tokyo, hefir rannsakað þetta í mörg ár. Er hann sannfærður um, að Shin- ran, sem víst er að var í Kína um nokkurt tímabil, hafi þar komist i eitthvert samband við kristna kenningu, en það er algjörlega sannað, að í Kína voru kristni- boðar Nestoriusalr kirkjunnar fram á þrettándu öld, nefnilega fram að eða fram yfir það tíma- bil, er Shinran var þar í landi. Frá heimkomu Shinran til Japan er svo Amida boðaður sem frelsari Búddhatrúarmanna. Þessi rann- sókn prófessors Lloyd og niður- staða sú, sem hann hefir komist að, er hvorttveggja þess vert, að á það sé minst. En mér skilst á G. Á. að maður hafi engan rétt til að álíta, að annarleg trúarbrögð, eins og t. d. Búddhatrúin, hafi orðið fyrir áhrifum frá kristn- inni, nema maður um leið kann- ist jafnframt við, að kristin trú- arbrögð hafi líka orðið fyrir á- hrifum frá annarlegum trúar- brögðum. En mér skilst, að þeg- ar um það er að ræða, að finna það sanna á einhverju sviði, þá komist svona jafnréttis slumpa reikningur naumast að. Raunar hefi eg aldrei neitað því, að kristin trúarbrögð hafi stundum orðið fyrir áhrifum af öðrum trúar- brögðum. Eg veit meira að segja, að slíkt hefir oft komið fyrir, og það svo mjög, að kristnin hefir stór-aflagast, eða jafnvel eyði- lagst á vissum svæðum. Hinu ■ hefi eg neitað, að boðskapur Krists og Nýja Testamentisins eigi á nokkurn hátt rætur sínar í heiðnum trúárbrögðum. Það vona eg að G. Á. samsinni með mér. Getum við þá verið á einu máli um það og sjálfsagt margt íleira. (9) Er það sem líkt er, að sjálf- sögðu skylt hvað öðru? Það er þá ein aðfinningin, eða ásökun G. Á. í minn garð, að eg haldi því fram, að það, sem líkt er, hljóti að vera skylt. Er bezt að láta G. Á. tala sjálfan: “Sú ranga skoðun, sem kemur í ljós í J-itgerð séra Jóhanns, og sem er meginatriði ritgerðarinn- ai, er að það sem er líkt einhverju öðru, hljóti að vera skylt því.” Það sem helzt mætti finna að þessari sakargift er það, að hún er ekki sönn. Það er nú kannske ekki stórt atriði í hugum sumra manna nú á dögum, en eg hygg samt,, að flestir Séu svo gamal- dags enn þá, að þeir vilji fremur fara með það, sem er rétt, og þar með G. Á. sjálfur. En honum hefir einhversstaðar yfirsézt, er hann las grein mína. Eg tók það einmitt fram, þar sem eg mintist á kenningu Búddha og heimspeki Grikkja á hans tíð, er þá stóð með blóma, að þó að þessu svip- aði mjög saman, að því er meðal- hófs kenninguna snerti, þá væri það út af fyrir sig engin sönnun fyrir sameiginlegum uppruna, eða beinu samþandi þar á milli. Svo G. Á. hefir lesið grein mína fremur lauslega og ekki sýnt þá nákvænvni, að því er þetta atriði snertir, sem maður hefði búist við hjá þeim, sem tekur sér það hlutverk á hendur, að gefa öðrum áminningu. Það eina, sem eg hefi gjört í þessu efni, er það, að benda á þau rök, sem eru afar- sterk, og að sumu leyti ómótmæl- anleg, fyrir því, að Búddhatrúin, bæði fyr og síðar, hafi sniðið kenningar sínar og hagað starfs- aðferð sinni mjög eftir kristinni trú. Eg hefi ekki orðið var við, að G. Á. hafi hreyft sig til mót- mæla, þeghr ,!gífurlegai* 'fullyrð- ingar hafa sézt um það, að Krist- ur hafi snapað saman hjá héiðn- um fornaldarspekingum það, sem hann kemur með í náðarboðskap sínum. Og þó er at^ðvitað ekki hægt að gjöra þá staðhæfingu, nema með hinni mestu ósvífni og stærstu óskamfeilni, algjörðu blygðunarleysi, að því er snertir óll rök. En því er maðurinn svona hörundssár fyrir hönd Búddha, þó bent sé kurteislega á, hvernig kenningar hans hafa breyzt og einnig á þau sennilegu rök, hvernig breytingarnar ‘geti ver- ið tilkomnar? Eg hefi reynt að skrifa um þessi mál hlutdrægnis- laust og styðjast við^það, sem eg hefi fundið áreiðanlegast og bezt þar að lútandi. Býst eg við, að alt sanngjarnt fólk sjái það glögt, ef það gefur því gætur. Stundum er sagt, þegar ein- hver fer að berjast fáfengilegri baráttu, að hann “berjist við skugganna sinn.” Það virðist mér G. Á. hafa gjört í þetta sinn. Hann hefir verið að berjast við skuggann sinn. Aðfinningar hans nær eingöngu sprottnar af mis- skilningi, eða af ónákvæmni og 1 aðgæzluleysi, sem er lítt skiljan- legt. Sé það nú lífsnauðsyn fyrir G. Á. að hafa þá skemtun, að “berjast við skuggann sinn,” þá ei vonandi, að hann yerði aldrei fyrir því slysi, sem henti íslenzka fræðimanninn í fornöld, að tapa skugganum sínum. En að hann gæti líkst Sæmundi hinum fróða Mæður, sem reynslu hafa, segja, að Zam-Buk sé bezta með- alið til að græða sár og hör- undskvilla barna, vegna þess: Að það er jurtameðal—engir eitraðir litir. Að það varnar sóttkveikju— kemur í veg fyrir, að ígerð hlaupi í skurði eða brunasár. Að það er græðandi—dregujr úr alla verki. Græðir ávalt. Jafn gott fyrir fullorðna. Selt í öllum búðum og hjá lyfsölum. í því að vera ábyggilegur fræði- naður, það held eg að væri æskilegt. Þá verður þó G. Á. að gæta síp betur en hann hefir nú gjört. Jóhann Bjarnason. Fundargerð Sveitar- stjórnar í Bifröst Þriðji fundur sveitarráðsins var haldinn p skrifstofu sveitarinn- arinnar, í Arborg, dagana 2., 3. og 4. marz 1927. Viðstaddir voru: B. I. Sigvalda- son, oddviti; G. Sigmundson, J. Eyjolfson, M. Wojchychyn, T. Ingaldson, S. Finnson, C. Tomas- son, O. Meier, og F. Hakonson. Oddviti setti fundinn 2. marz kl. 8 síðdegis og bað skrifara að lesa fundargerning frá síðasta fundi. Skrifari las fundargerninginn. Eyjolfson og Wojchychyn lögðu til, að fundargerningurinn \ væri 'samþyktur, eins og hann var les- inn, — Samþykt. í fundarbyrjun tók forseti það fram, að sveitarráðsmönnum væri ekki heimilt að framkvæma sjálf- ir nokkra vegavinnu fyrir sveit- arfélagið, sem borgað væri fyrir og enn fremur, að þeim væri ekki heimilt að nota nokkra peninga, sveitnni tilheyrandi, til nauð- synjaverka, sem fyrir kynnu að koma, nema með skriflegu sam- þykki oddvita. Eftir þessu bæri sveitarráðsmönnum að haga sér framvegis. Mrs. Paul Barada, viðvíkjandi innköllun á skatti af S E 18-23- 3 E. Finnson og Wojchychyn lögðu til, að engin skattheimt af fyr- nefndu landi skyldi koma til greina og að J. Eyjolfson sé falið að líta eftir fjölskyldunni, ef hjálp væri nauðsynleg. — Samþ. Mrs. Stefak, viðvíkjandi inn- köllun á skatti af S E 28-21-3 E., að upphæð $57.49, samkvæmt samningi við sveitarráðið 1926. Sigmundson og Wojchychyri lögðu til, að þessir $57.49 séu strykaðir út gegn S. E. Yi Sec. 28- 21-3 E. >— Samþykt. John Máriaz mætti á fundinum og bað um fátækrastyrk, Finnson og Meier lögðu til að veita honum $10.00 nú og skyldu ástæður hans frekar rannsakað- ar. — Samþykt. / Mike Sumka mælrti á fundinum viðvíkjandi kaupum á N E Yi Sec 32-21-1 E. Wojchychyn og Tomasson lögðu til, að skattsöluskirteini fyrir N. E. 32-21-1 E. sé selt Mike Sumka fyrir $200.00 og séu $50.00 borg- aðir strax og $150.00 1. nóv. 1927 eða fyr með 7 prct. vöxtum, og að hann borgi skatt af landinu 1927 og sömuleiðis fyrir eignarbréf.— Samþykt. John Prezesníuk mætti við víkjandi greiðslu á skatti af S.E. 34-23-2 E. Finnson og Ingaldson lögðu til að gefa eftir $37.00 af skattinum á þessu landi, ef $100.00 væru borgaðir nú strax. — Samþykt. Sam Pasicka mætti á fundinum viðvíkjandi John Pitniski, sem hann flutti á Almenna spítalann, og óskaði að sá kostnaður væri borgaður. Eyjolfson^ og Ingaldson lögðu til að greiða Sam Pasicka $10.00 fyrir að flytja John Pitniski á spítalann og heim aftur.—Samþ. Frank Dolinsky mætti sjálfur fyrir sveitarráðsmönnum og til- kynti þeim, að hér eftir væri hann ekki fær um að borga skatt vegna þess hve gamall hann væri^ orðinn. Hann óskaði að fá leyfi sveitarráðsins til að mega vera á landinu ogj vera undanþeginn skattgreiðslu. Wojchychyn og Hakonson lögðu til að leyfa Dalinsky að vera á landinu S. W. y4 Sec. 24-21-2 E. fyrst um sinn. — iSamþykt. Mike Slavinsky fór fram á upp- gjöf á nokkrum hluta af skatti á N. W. V4 Sec. 20-21-1 E. Skatt- ur fallinn í gjalddaga $170.00. Hann bauð að 'greiða $100 sem fulla borgun. Eyjolfson og Sigmundson lögðu til að ekkert væri gefið eftir af skatti af þessu landi. Breyting- artillaga frá Wojchychyn og Mei- er, að Slavinski greiði $110 nú, .$25 1. pkt. og afgangurinn gefinn eftir. — Breytingartillagan samþ. Eyjolfson 0g Wojchychyn lögðu til, að hér eftir sé öllum málum viðvíkjandi uppgjöf skatta á lönd- um, sem eignarbréf eru fyrir, sé vísað til Municipal Commission- er. — Samþykt. Nicola Midynski fór fram á uppgjöf á skatti á landi S. W. 4- 22-2 E. Sveitarráðinu fanst ekki ástæða til að gera nokkuð í þvi efni. ^ohn Ratkowsky fór fram á uppgjöf á skatti á N. E. 19-21-1 E. Sveitarráðið sá sér ekki fært að veita þetta. Mrs. (Tarachuk að S. W. 34^21- 1 E. bað um fátækrastyrk. Sigmundson og Ingaldson lögðu til að Wojchychyn sé falið að kynna sér ástæður þessarar konu og gefa skýrslu um þær á næsta fundi. — Samþykt. Otto Meier bað um fátækra- styrk fyrir John Pritniski, Sigmundson og Finnson lögðu til að fela M. Meiej; að líta eftir þörfum þessa manns og gera það sem nauðsynlega þyrfti til að hjálpa honum.—Samþýkt. Oddviti skýrði frá, að sveitin hefði fengið tilkynningu um hækkun á niðurjöfnunarskránni, er næmi $439,000. Hefði hann falið skrifara að mótmæla þess- ari hækkun, og einnig hefði hann og skrifari farið til Winnipeg til að mæta á fundi skattanefndar- innar og vonaði hann að nefndin mundi taka sanngjarnt tillit til kröfu sveitarinnar. Andrew Melnychuk, S. W. 34-21- 2 E. bauðst til að borga tveggja ára skatfr á því landi, ef sveitar- ráðið vildi ónýta skattsölu 1925— Sveitarráðið vildi ekki samþykkja það. Thordur Anderson bauðst til að borga $100 skatt á N.E. 2-23-3 E, fyrir lok marzmánaðar, ef beiðni um eignarbréf fyrir þessu landi frá sveitarráðinu væri afturköll- uð. Eyjolfson stakk upp á því, að sveitin fengi eignarbréf fyrir þessu landi og seldi Mr. Ander- son þegar hann væri fær um að borga fyrir það. Mr. Anderson var ánægður með það. Eyjolfson og Sigmundson lögðu til, að fela Jóni Sigurðssyni, að Vidir, Man., að yfirskoða og koma jöfnuði á virðingu fasteigna í Bifrastarsveit fyrir árið 1927, fyrir $5.00 borgun á dag.—Samþ. Næst kom fyrir útnefning em- bættismanna. \ Eyjolfson og Sigmundson lögðu til, að þessir menn séu skipaðir vegabótastjórar fyrir árið 1927, eða þar til að aðrir menn séu skipaðir í þeirra stað:' Deild 1: Laugi Helgason, Hnausa; V. Sigvaldason, Geysir; S. B. Ein- arson, Hinausa; S. Thordarson, Hnausa; Jón S. Nordal, Geysir; Jónas ólafson, Árnes; Frank Rud- nicki, Jarslow; H. Godlhart, Hnausa; S. E. Jóhannson, Bif- röst. Deild 2: J. Sigurdson, Riverton’. G. O. Gíslason, Geysir; Sig. Thor- arinson, Riverton; Mag. Ander- son, Geysir; Joe Nordal, Geysir. Deild 3: John Makuzy, Skylake; Mike Kuz, Silver; D. Zar, Sky- lake; Wasyl Stunyk, Silver. Deild 4: B. S. Guðmundson, Ar- borg; H. Nowaselski, Arborg; Sig Pálson, Framnes; F. Fulta, Ar- borg; Páll Th. Stevenson, Ar- borg; M. Marko, Humrlik; E. L. Johnson, Deild 5: Wasyl Danezchuk, Mor- weena; D. Chyzy, Vidir; Valdi Sigvaldason, Vidir; O. Kozub, Vidir. Deild 6: Páll Jakobson, Hecla; Jens Johnson, Hecla. Deild 7: Kost Lysowick, Okno; Dori Austman, Sylvan; Carl Wei- keý Rosenburg; 'Tonas Hykowy, Okno. Deild 8: S. Pálson, Howardville; O. Vigfússon, Hcíwardville; J. Fetrazchuk, Riverton; Fred Paka, Riverton. — Samþykt. Wojchychyn og Meier lögðu til, að þessir menn séu skipaðir “poundkeepers” fyrir árið 1927, eða þar til aðrir menn eru skip- aðir í þeirra stað: Deild 1: Sveinn Eyjólfsson Bif- röst; Joe M. Einarsson, Hnausa; Eli Einarson, Arnes; J. Nordal, Geysir; John Saj, Bifröst;. Deild 2: J. M. Jónasson, Geysir; Magn. Eyjolfson, Riverton; Jul- ius Sigurdson, Riverton; Sigfús Björnson, Riverton; B. Hjörleifs- son, Riverton; Sam. Zagazewski, Ledwyn; B. Halldorson, Rivert. Deild 3: John Sysak, Skylake; A. Melnychuk, Silver; Mike Traze, Silver. Deild 4: Lulli Holm, Arborg; Swain Swainson, Arborg; E. L. Johnson, Arborg; P. S. Guðmund- son, Arborg; Martin Luty, Ar- borg. Deild 5: Onafry Smolak, Mor- weene; J. Jóhannesson, Vidir; W. Kozub, Vidir; A. McDowell, Ar- borg. Deild 6: B. W. Benson, Hecla; G. Tomasson, Hecla. Deild 7: Alfred Miller, Rosen- burg; R. Lysowivk, Vidir; B. Crozwones, Sylvan; Jónas Jónas- son, Vidir; M. Gulay, Sylvan; Nick Fedora, Akro. Deild 8: C. A. Hakonson How- ardville, John Pawluk, Riverton; Emil Petrachuk, Thornecliffe. ■— Samþykt. Eyjolfson og Finnson lögðu til að þessir menn séu skipaðir lög- reglumenn fyrir árið 1927, eða þar til að aðrir menn eru skipað ir þeirra stað: E. G. Martin, Hnausa; Helgi Stefánsson, Riverton; Joe T. Jon asson, Riverton; J. Sigvaldason, Vidir; Joseph Aberek, Okno; Mike Traze, Arborg; Mike Chernowski, Riverton; J. G. Spring, Howard- ville; Nick Wasylyzyn, Skylake. — Samþykt. Finnson og Ingaldson lögðu til að þessir menn séu skipaðir eld- gæzlumenn fyrir árið 1927, eða þar til að aðrir menn séu skip- aðir í þeirja stað: F. Finnbogason, Hnausa; A. Milnychuk, Silver; A. Tarazchuk, Skylake; A. Magnusson, Vidir; Kr. Kristinson, Geysir; J. J. Doll, Hecla; Mike Allan, Okno; S. Brandson, Arborg; Joe Petra- chuk, Riverton; Fi;ed. Palka, Shorncliffe; Gestur Palson, Hecla —Samþykt. Hakonson—Lampel kosningin: Stefna var tilkyt sveitarskrif- ara að mæta í Winnipeg fyrir hönd sveitarinnar, til að gefa á- stæðu fyrir því, að sveitinni bæri ekki að borga kostnað við kosn- inguna. Eyjolfson og Tomasson lögðu til, að lögmanni sé falið að verja þetta mál fyrir sveitarinnar hönd. —Samþykt. — (Með tillögunni greiddu atkvæði: Eyjolfson, Tom- asson, Ingaldson, Finnson og Sig- mundson; móti: Woychychyn og Meier.) Bænarskrá um almenna keyrslu- braut í Mikley var lesin. — Mál- inu frestað þar til síðar. Bænarskrá um framlenging Framnes brautarinnar var frest- að til næsta fundar. Bréf var leáið frá Louis Bujars frá Sylvan, Man., þar sem hann biður um fátækrastyrk handa móður sinni. Eyjolfson og Wojchychyn lögðu til, að fela þetta mál O. Meier til rannsóknar og afgreiðslu. — Sam- þvkt. Ingaldson og Finnson lögðu til að framlenging Humrlik vegar- ins sé frestað. — Samþykt. Stadnek — S. E. 26-22-2 E. Fyrverandi Sveitarféhirðir, Ing- aldson, áagði sveitarráðinu að John Stadnek ætti inni hjá sveit- inni hér um bil $35.00 fyrir vega- vinnu. Vildi Mr. Stadnek að þess- ir peningar gengju upp í skatt, er honum bæri að greiða. Sagði hann, að þessi tala væri tekin eft- ir minni, þar sem vegareikning- arnir væru nú fyrir réttinum til sýnis. SveiUrráðið ákvað, að látið þetta bíða, þangað til reikn- ingarnir kæmu aftur. Mr. Ingaldson sagði, að þorpið Arborg ætti $42.93 hjá sveitinni, sem hefðu verið borgðir fram yf- ir það sem rétt var. Finnson og Eyjolfson lögðu til að sveitin endurborgi þorpinu þessa upphæð. — Samþykt. Mr. I. Ingaldson hreyfði þvi máli, að lána samkomuhús sveit- arinnar fyrir fundi. Eyjalfson og Wojchychyn lögðu til, að lána húsið fyrir smáfundi fyrir $1.00; en séu fundarmenn 10 eða þar yfir þá fyrir $2.00 hvern fund. — Samþykt. Málil um keyrslubraut með fram íslendingafljóti, um 24 og 25-23- 2 E. lagt yfir til óákveðins tíma. Bréf frá fyrverandi sveitarráðs- manni N. Pastukzenko, þar sem hann krefst $16.00 skaðabóta. Eyjolfson og Wojchychyn lögðu til að borga honum $16.00—Sam- þykt. Tilboð var lesið frá J. Sig^ valdasyni viðvíkjandj vegastæði um Sec. 8-23-4 E. Býður að gefa sveitinni 3 ekrur af landi og selja hitt fyrir $50.00 með því skilyrði að landið sé varið með girðingum. Eyjolfson og Sigmundson lögðu til, að fela lögmanni að gera samninga við Mr. Sigvaldason þessu viðvíkjandi. — Samþykt. Bréf frá Laufás skólahéraði, þar sem beðið er um eignarbréf fyrir hálfri ekru, þar sem skól- inn stendur. Eyjolfson og Ingaldson lögðu til að fresta þessu máli til frek- ari athugunarý — Samþykt. Að mölbera brautina sunnnan við Hnausa— Oddviti gat þess, að O. John- son hefði samið um að mölbera 1V4 mílu fyrir 65c. hvert yard af 1% mílu fyrir 65c hvért yard af möl. En sá hluti brautarinnar væri 1% míla. Hér væri því % míla fram yfir það sem hann hefði samið um, en Q. Johnson væri viljugur að mölbera þann hluta fyrir 70c.. yardið. S. Kar- dal hefði tekið að sér 1 mílu fyrir 58c. yardið og J. H. Johann- esson aðra mílu fjTÍr 70 á yardið. En hann gæti ekki staðið við þá samninga vegna þess, að hann fengi ekki möl hjá Martin. Sigmundson og Ingaldson lögðu til, að Jóhannesson og Kardal sé bætt upp 5c ó hvert yard af möl. — Samþykt. Mr. Sigmundson hreyfði því, að nauðsynlegt væri að endur- bæta Kjarna brúna. Signiundson og Tomasson lögðu til, að Mr. Ingaldson sé falið að gera svo við brúna, að hún sé fær fyrst um sinn.—Samþykt. Fundi frestað til kl. 7.30 síð- degis 4. marz 1927. Forseti hreyfði þrí að gefa 20 prct. afslátt af skatti fyrir árið 1926, ef hann væri borgaður fyrir vissan tíma. Sveitarráðinu leizt ekki vel é það. Innköllunarmaður, G. O. Ein- Þessum Manni Var Aftur Farið, Óstyrkur og Taugaveiklaður. Mr. G. W. Alderson, Bazine, Kans., var mjög aftur farið, þeg- ar hann var 75 ára, veikur og taugaslappur, og hafði veik nýru og lifur. Hann segir: “Eg hefi reynt margskonar meðul, en Nuga- Tone hefir reynst mér bezt.” Nuga-Tone læknaði lasleika hans, veitti honum nýja krafta og þrek og gerði hann feitari. Þessi mað- ur er bara einn þeirra mörgu þúsunda, sem góðs hafa notið af þessu meðali. Nuga-Tone er einnig ágætt við magaveiki, lystarleysi, taugabil- un, máttleysi og öllum slíkum las- leika. Því fylgir ábyrgð, og ef meðalið dugar ekki, þurfið þér ekkert að borjja. Fáðu þér flösku og reyndu sjálfur ágæti þess. Forðastu eftirlíkingar. Heimt- aðu Nuga-Tone. arson las upp skýrslu um starf sitt seinnipartinn í janúar og febrúar. Eyjolfson og Sigmundson lögðu til, að keypt séu 8 eintök af “Mun- icipal and Assesment Aet” til af- nota fyrir sveitarráðsmenn. — Samþykt. Eyjolfson og Sigmundson lögðu til að tími G. O. Einarsonar, sem innköllunarmanns, sé framlengd- ur til 1. maí 1927. Breytingartillaga frá Finnson og Ingaldson, að G. O. Einarson sé ráðinn til 15. apríl 1927 með sömu launum. — Breytingartillagan samþykt. Hjálmar Jóhannesson bað um uppgjöf á skatti. Sigmundson og Eyjolfson lögðu til, að ef Jóhannesson borgaði nú $60, af $80 sem hann skuldaði, þá skyldi afgangur gefinn eftir vegna tjóns af eldi, sem hann hefði orðið fyrir. — Samþykt. Sigmundson og Eyjolfson lögðu til, að pftirfylgjandi útborganlr séu samþyktar: 1— Spítalagjöld. $685.25. Til verkfræðings, $214.50. í’erðakqstnaður, $24.30. Arborg brunnur, $1.50. Kostnaður, $11.75 Fátækrastyrkur, $46.10. Skaða- bætur, $16.00. Deild 8, $13.00. Kosntður $1.#0. Excise Stamps, $3.00. Skrifs. kostnaður, $22.75. Frímerki og símakostn., $31.50. —Samþykt. Eyjolfson og Ingaldson lögðu til, að slíta fundi og að næsti fundur verði haldinn í Arborg 25. apríl 1927. >— Samþykt. Bernarsamþyktin og íslenskir rit- höfundar.— Forsætisráðherra hef- ir borist tilboð eða tilmæli frá þjóðabandalaginu um að Island gangi undir ákvæði Bernarsam- þyktarinnar (um rithöfundarétt).— MeÖ samþykt þessari er trygSur réttur rithöfunda þeirra þjóða, er samþyktin nær yfir, gegn heimild- arlausri notkun á verkum þeirra, svo sem með þýðingum eSa öðru sliku. Hefir áSur lpomið til orða, aS ísland gengi in í samþyktina, en ekki orðið úr. — Forsætisráðhcrra hefir nú skipaS þriggja manna nefnd, til |)ess að gera tillögur um máliS, og eru nefndarmennirnir þessir: Þorsteinn Gíslason, ritstjóri, dr. Guðm. Finnbogason, landsbóka- vörður. og IndriSi Waage, formað- ur Leikfélags Reykjavíkur. —Vísir. HOLT. RENFREW &Com f í r y Limited Portage and Carlton WINNIPEG Óvanalegt verð á fallegum nýjum klæðnaði fyrir vorið Nú eru aðeins fáir dagar til páskanna. Veljið yður fatn- aS nú strax. Komist hjá þrönginni á síSustu stundu. Aldrei fyr höfum vér haft á boðstólum jafn góSan fatn- að hvað snertir efni og sniö. Allar tegundir, sem út- gengilegastar eru. Fyrfr Kvenmenn og Ungar Stúlkur Yfirhafnir frá - Fatnaðir frá - Kjólar frá - Sportswear frá - Hattar frá - - $16.50 - $16.50 - $22.50 - $16.50 - $ 4.95 Glófar, Sokkar og fleira með álíka lágu verði. Týskan heimtar Fallega Fur Scarfs Byrgðir vórar af Fur Scarfs úr tóu- eða oturskinnum hafá aldrei verið eins miklar. Allar tegundir af lituðu fur. Alt verð mjög sanngjarnt. Komið i búSina eSa skrifiS oss eftir upplýsingum. Kaupið Fur Yfirhöfn yðar nú fyrir komandi ár. Óunnið fur er mikið að hækka í veði og furkápur verSa töluvert dýrari næsta haust. Kaupið furkápur af oss Budget Buying Plan, sem er 10% út j hönd, og afgang- urinn eins og yður er þægilegast. Kápurnar geymdar í öruggum stað, þar til þér þurfiö þeirra, yöur aö kostn- aðarlausu. Ef þér eigiö heima annarsstaöar, þá skrifiö oss viðvíkjandi verölagi og því hvernig vér gerum við- skifti við utanbæjar fólk. VARNINGUR KARLMANNA Vér seljum alt sem karlmenn þarfnast nema skófatnað " FATNAÐl, YFIRHAFNIR, HATTA OG FURNISHINGS mcð sanngjörnu vcrði. Spyrjið eftir Tíu Viku Borgunarskilirálum á klæðDaði og yfir- höfnum, 10 prct. út í hönd, og afganginn í 10 vikulegum af- borgunum. Aðal Umboðsmenn fyrfrr SOCIETY BRAND CLOTHES.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.