Lögberg - 21.04.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 21.04.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG,. FIMTUDAGINN 21. APRÍL 1927. Bls. 7 Leið ákafan bakverk en batnaði vel. Mrs. A. Wilcox NotaSi Dodd’s Kidney Pills. Kona í Saskatchewai hefir mik- inn bakverk og fær bata. Strasbourg, Sask., 18. apríl — (einkaskeyti.) — Hve ágætlega Dodd’s Kidney Pills réynast, er enn sýnt með eftirfarandi bréfi frá^ Mrs. A. Wilcox, sem er góðkunn kona í iStrasbourg, Sask. Hún segir: “Mér var svo ilt í bakinu, að eg tók mjög nærri mér að standa upp af stólnum, ef eg settist nið- ur, því þá kendi eg mjög mikið til. Eg fékk mér öskju af Dodd’s Kidney Pills, og hefi ekki haft bakverk síðan.” Hversu vel Dodd’s Kidney P'ills reynast við nýrnaveiki, sést bezt á því, hve afar margir hafa þær ávalt við hendina. Þeim hefir skilist, að rétti vegurinn til að koma í veg fyrir hinar hættulegu afleiðingar af nýrnaveikinni, svo sem gigt og sykurveiki og hjart- veiki o. fl., er að halda nýrunum alt af heilbrigðum. Dodd’s Kidney Pills eru nýrna- r.ieðal. Þær lækna þau og halda þeim heilbrigðum, svo þau séu fær um að hreinsa óhollu efnin úr blóðinu. Fást hjá öllum lj^solum eða The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto. Jarðarför Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Jaröarförin í gær, 22. marz var með viðhafnarmestu jarðarförum er hér hafa farið fram. Tilfinnanlegt var sem fyrri, hve dómkirkjan rúmar lítinn hluta af fólks'fjölda þeim, sem komast vildi i kirkjuna. Sorgarathöfnin í kirkjunni átti að byrja kl. 1.30. Löngu fyrir kl. 1 byrjaði fólkið að hópast að kirkj- unni. En allar dyr voru læstar, enda hefði kirkjan troðfylst á svip- stundu, ef mönnum hefði verið hleypt inn, sem vildu. Kl. 1 var fólki hleypt inn á sval- irnar. Lítill munur.sást á þvi að mannfjöldinn úti fyrir minkaöi viö það. En nú fór fólk að tinast ipu um “sakristíu”-dvrnar. Eigi var var séð nein regla á því, hverjir fengu þar aðgang. Þingmenn og bæjarstjórn og nokkrir embættis- menn komu laust fyrir kl. 1.30. En á tilsettum tíma komu konurnar skrautbúnu inn kirkjugólfið. Þær voru fimtiu að tölu. Mun vart hafa sést hér tigulegri fylking. Sjaldan hefir betur sést en við þetta tæki- færi, hve mikil tign er ýfir þessum yndisfagra þjóðbúningi vorum. Á eftir þeim kom fylking stú- denta. Skipuðu þeir sér í tvísetta röð eftir kirkjugólfinu. Kistan var borin í kirkju í fyrra- dag, sem fyr er getið. Var hún enn srveipuð isienzka fánanum. Blóm- skrúð og blómsveigar voru um hana öllu megin. Margt blómsveiga kom frá Danmörku og mikið bætt- ist við hér. M. a. kom J. Fenger konsúll með blómsveig mikinn frá ræðismönnum erlendra rikja hér í bænum. Sem fulltrúi þeirra var hann viðstaddur jarðarförina. Fontenay sendiherra var þar sem fulltrúi dönsku stjórnarinnar. Eyrst var leikið. Largó eftir Handel; uo félagar úr hljómsyeit- inni spiluðu með orgelinu. jÞa var sunginn sálmurinn: “Mér kenn þú líkt þér bjarkarblað,” sem er þýð- ing eftir’ Grím Thomsen á danska sálminum “Eær mig o Skov at visne glad.” Karlakór K. U. F. M. söng. Að þvi búnu flutti sr. Eriðrik Hallgrímsson ræðu. Yrði of langt að rekja efni hennar hér ítarlega Hann talaði m. a. utn, aö hið látna tónskáld, hefði skoðaS listina sem heilagt ætlunarverk, og það ætlunarverk rækti hann m. a. með Þetta Meðal Læknar Nýrnaveiki og Blöðrusjúkdóma. Hér er meðal, sem þeim öllum þykir vænt um, sem líða af nýrna- veiki og blöðrusjúkdómum. ‘ bak- verk og hvíldarleysi á nóttunni, htlum svefni 0g eru að tapa krottum og taugarnar að verða onýtar, og sem líða af höfuðverk og svima og öðru því líku. Nuga- Tone styrkir taugarnar og vöðv- ana og veitir öllum líffærunum þytt &fl og líf og bætir heilsu- farið yfirleitt. Mr. John Chase, Kelly, La., rit- ar: “Áður en eg for að nota Nuga-Tone, var eg allur af mér genginn. Varð að fara úr rúm- mu á hverri nóttu, stundum fiói’- um sinnum, vegna blöðrusjúk- dóms. Síðan eg fór að nota Nuga- Tone, sef eg j einum dúr alla nótt- ina og hefir Nuga-(Tone reynst mér ágætlega.” Nuga-Tone verð- ur að gera hið sama. fyrir þig, eða ef ekki, þá þarft þú ekki að borga fyrir það. Fæst hjá öllum lyfsðjum. Fyrsta flaskan sannar agæti þess, en verið öll viss um að fá Nuga-Tone. Eftirlíkingar eru ekki nejns virði. því, aS gefa þjóÖ sinni dýrölegasta þjóSsönginn, sem til er — þjóð- sönginn, sem vegna tónanna varÖ þjóðsöngur vor. I endalok ræSu sinnar talaöi hann nokkur orð á ensku, er einkum var beint aö ekkju hins látna, sem fylgdi honum til grafar eftir 37 ára sam- veru. Karlakórinn söng því næst 1 .<*-ers- ið úr sálminum “Hærra minn guð til þín” á frumtexta. Þá söng flokkurinn 3 erindi úr sálminum “Alt eins og blómstrið eina.” Enginn útfara/sálmur nær öðr- um eins tökum á íslendingum og þessi. En að þeim sálmi loknum skifti um raddir uppi á svölunum og söng blandaÖur kór “Ó guÖ vors lands.” Við fyrstu tóna þjóösöngsins risu allir upp. Meðan hinn mikli söngflokkur kvaddi höfundinn, mun enginn viðstaddur hafa veriS ósnortinn af hrifningu. ÞaS voru ógleymanleg augnablik. MeÖ þjóS- söngnum sjálfum sendi þjóÖin höf- undinum sí'ðustu kveðju. Borgarstjóri og bæjarfulltrúar sjö báru kisturia úr kirkjunni. Hljómsveit spilaði “Aases Död” eftir Grieg.. —Mbl. Blótnsveigar voru qtal margir sendir á kistu Sveinbjörns Svein- björnssonar, m. a. frá ríkisstjórn- inni dönsku, stjórnarráðinu, sendi- ráði íslands í Höfn, krónprinsin- um, bæjarstjórn Rvíkur, Félagi ísl. stúderita í Höfn, íslendingafélagi, Söngfélagi danskra stúdenta, “Isl. Flandels Forening,” “Dansk isl. Samfund,” Aarhusianer Samfund- et,” Karlakór K. F. U. M., og Stú- dentafélagi Reykjavíkur. —Mbl. Kveðjuathöfn í Kaupmannahöfn áðtir en líkitk, var flutt á skip Segir svo í fregn frá sendiherra Dana hér, aö kístan hafi verið sveip uð íslenzka fánanum og fagurlega skreytt blómsveigum frá konurígi og krónprins. Við kistuna stóSu hiSursvörð íslenzkir stúdentar, en blóm og áletraðir sveigar þöktu gólfiÖ umhverfis. ViSstaddir voru m. a. Madsen Mygdal, forsætisráÖherra Dana, Sv. Björnsson sendiherra, Jón Krabbe skrifstofttstjóri, háskólakennararn- ir Valtýr GuÖmudsson og Oluf Krabbe, Bogi Melsted magister, dr. Sigfús Blöndal, Sven Poulsen rit- stjóri, Finsen dómari, Faber full- trúi, og auk þeirra flestir íslending- ar í Höfn. Eftir að suginn hafði verið sálm- urinn “Eg lifi og eg veit,” fram- kvæmdi séra Haukur Gtslason kveðjuathöfnina, og síðan var sung ið “Kallið er komið.” Að síðustti var sungið seinasta erindi af þjóðsöng íslendinga, og nteðan hann var leikinn á orgelið, bþru íslenzkir stúdentar kistuna út. Glimuflokkur Hafnar- stúdenta. Khöfn. 28. febr. '27. Eins og alkunna >er. hefir íslenskt stúdentafélag starfað um margra ára skeiö hér i Kaupmannahöfn. — Eru í félaginu rædd flest mál milli himins og jarðar og þó sérstaklega þau, er snerta land vort og þjóð. Eru rnargir heitir í þeim málum meir en títt er úti á íslandi og vak- andi vel um hag allan og fram- kvæmdir. Mun óhætt að segja rfö fjör mikiö er í félaginu þótt eigi séu starfandi meðlimir fleiri en um 20. — í félagi þessu gerðfst það á októberfundi sl. árs, að borin var upp tillaga um stofnun glímuflokks;. Sáu menn strax. að þarna var urn nauðsynjamál og þjóðlegt mál að ræða, og var tillagan samþykt í einu Tiljóði, voru kosnir 3 stjórnendur og rituðu 12 menn sig á meðlima- skrá á þeim fundi. Þá var æfinga- salur þegar útvegaður og belti gerð. Varð inntökugjald þess vegna 3 krónur og gjald siðan 1 króna á mánuði hverjum. Hófust nú æfing- ar og hafa staðið síðan, elnu sinni vikulega tvo tíma í sénn. Glímu- kenpara vorum við svo hepnir að fá skömmu eftir <að æfingar hófust. Er maðurinn Jón Helgason um- -boðsali og fyrverandi félagi Jó- hannesar Jósefssonar. — Hefir hann enga þóknun tekið fyrir starf sitt. Myndir hafa verið teknar af flokknum og birtar í Berlinske Tid- ende og í B. T. Þá var flokkurinn fenginn til að glima i Stundenter- foreningen sl. laugardag á “íslands'- kvöldi” er þar var haldið í mörg hundruð manna viðurvist. Þótti stórmikið til glímunnar koma og sögðu jafnvel gamlir glimumenn að okkur hefði vel tekist. Vorum við 6 sem glimdum og höfðum sýn- inguna með líku sniði og Danmerk- ur fararnir. — Gerði J. H. fyrst grein fyrir glímunni sem íslenzkri íþrótt og voru brögð sýnd af tveim mönnum á undan. — Þá gaf Jón Krabbe rausnarlega gjöf, þar sem voru s'ex ágætir prjónabúningar ftricotj. Sýndi han það þarna, sem oftar, að hann er höfðingi mikill. Vonum við nú að geta haldið á- fram æfingum fram til sumars, þó að fjáAiagurinn sé. ekki sem best- ur, höfum við einlægan vilja á að» þroska okkur, sem best og um leið veita öðrum löndum hér í nýlend- unni tækifæri til hins sama. Eitt þykir okkur Öllum hryggi- legt: það, að stúdentar heima, sem eiga marga ágæta glímúmenn og eru svo miklu fleiri en við, skuli ekki enn haía haft manndáð í sér til að stofna glímu- eða íþróttafélag nokkurt. Eiga þeir þó ólikt hægara með það en við, ef ekki vantaði viljann. — Um glímuna hefir verið sagt hér, að hún væri “Akademisk Sport” eða “göfug,” og ekki er það ómögulegt að stúdentar heima vakni einhverntíma við þær fregnir að stofnuð hafi verið glímufélög við erlenda háskóla, væri það ó- neitanlega leiðinlegt, á meðan þeir sjálfir sýna henni engan sóma. Binn af glímumönnum. —Mbl. Hákarlaveiðar. Eyrir 12 árum tókst dönskum manni, Kr. Bendixen, eftir margar og margvislegar tilraunir, að súta hveljur og skráp af sjávardýrum. ( Gerði hann margar tilraunir um að koma upp í Danmörku sútunariðn- aði eftir þessari aðferð sinni, en það tókst eigi. Um það leyti er striðið hófst, komst hann í samband við dr. Alf Ehrenreich og tók hinn síðarnefndi það ac|séi> að fara til Ameríku og réyna að koma þar upp félagsskap, sem vildi hagnýta sér uppgötvun- ina. Þetta tókst honum. En hann og samverkamenn hans ráku sig fljótt á það, að félagið varð sjálft að stunda veiðarnar líka, til þess að fult gagn yrði að uppgötvun- inni. í fyrstu var byrjað að veiða mar- svín og súta hveljur af þeim, efl smátt og smátt fóru menn að gefa meiri gaum að hákarlaveiðutn. En það var erfitt í fyrstu að fást við skrápinn, — ná af honum öllum brjóskgöddunum, án þess að skemma sjálft skinnið. — En svo tókst þeim að finna aðferð til þess og hefir hún smám saman verið endurbætt þannig, að nú er hægt að búa til hið fínastp leður úr skrápnum og gefur það ekkert eft- ir fínasta saffian. Þegar verksmiðjan í Ameríku var komin vel á laggirnar, snéri dr. Ehrenreich aftur heim til Evrópu. Það var árið 1922. Tóku þeir Ben- dizen þá enn höndum saman og hafa gert margar uppgötvanir til þess að nota sem mest af hákarlin- um. — Hafa þeir fengið einka- leyfi á þeim uppgötvunum og var þá stofnað félag í París til þess að hagnýta þær, og byrjaði það veið- ar suður í Rauðahafii Ehrenreich er sjálfur þar syðra sem forstjóri félagsins’. Heffr hann gefið góða lýsingu á hákarlaveiðunum og telst hoúum svo til, að í höfunum muni vera um 500 tegundir hákarla. Það er skiljanlegt að sútunarað- ferð á skrápum og hveljum sé mjög frábrugðin sútun skinna af land- dýrum. Er alt undir því komið, að farið sé með skrápana eftir vissum reglum alt frá því að sjávardýrin veiðast. Ýmsir hafa komið með skrápa og hveljur til félaganna og viljað selja, en það hefir jafnan komið upp úr kafinu, að eigi hefir verið hægt að súta þá skrápa og hveljur, vegna þess, að eigi var far- ið réttilega með þau í upphafi. Hákarlarnir cru veiddir í nct sem eru sérstaklega útbúin. Er hvert net um 500 feta langt og fiskiþátarnir eru svo stórir, að hver þeirra hefir 10—15 n,et. Þegar komið er með hákarlana að landi. er fleginn af þeim skráp- urinn. Er það gert með sérstökum vélum og svifta þær öllum skrápnum af í heilu lagi. í júlímánuði í sumar fór Ben- dixen til Englands og stofnaði þar nýtt hákarlaveiðafélag. — /Etlar það að stunda veiðarnar hjá Queenslandi éAstralíu) og þar á einnig að stofna annað innlent fé- lag í sama tilgangi. Því hefir oft verið haldið fram, að eigi muni vera nægileg mergð hákarla og háfa í höfunum til þess aE hægt sé að reka þessa atvinnu í mjög stórum stíl. En þetta er mis- skilningur. í öllum heimshöfum úir og gráir af hákörlum, sérstaklega í suðurhöfum. Amerisku verksmiðj- urnar eru á Floridaskaga og þar fram undan hafa veiðimenn séð svo stórar hákarlstorfur að nema mundi miljónum hákarla í hverri. 1 norðurhöfum er líka mikið af há- körlúm og öðrum sjávardýrum, er veiða mætti með miklum hagnaði, þótt eigi hafi það venð gert fram að þessu. Hjá íslandi, Grænlandi og Fær- eyjurn hefir hákarl verið veiddur vegna lifrarinnar, en venjulega öllu öðru hent. Það er að vísu rétt, að lifrin er mikils virði, en skrápurinn er þó enn meira virði. Af hákarlin- um má nota alt. Úr lifrinni fæst iðnaðarlýsi og olia, sem ágæt er til smjörlíkisgerðar, gólfdúkagerðar o. s. frv. Enn fremur má fá mikið lím úr hákarli, ílmrö, hænsnafóð- 1 ur, einangrunarefni, mat, og úr uggum og sporði er búinn til rétt- ur, sem Kínverjum þykir hið mesta sælgæti. Verksmiðjurnar geta því hagnýtt sér veiðina á margan hátt, og þótt veiðarnar séu reknar í stór- um stíl, þá verða þær ekki önnur eins rányrkja og verið hefir, meðan ekkert var hirt annað en lifrin. hjóna. Elstur þeirra er Jóhannes, glímukappinn mikli, sem nú dvelur í Ameríku. Af 10 systkinum Jósefs heitins eru nú aðens tvær systur á lífi: frú Anna, kona Árna Jóhannssonar banka manns í Reykjavík, og fru Viktoria Larsen í Sæby á Jótlandi. Á.J. —Mbl. Frú Thora Havsteen ekkja Jakobs Tiavstecn etazráðs andaðist nðfamnótt sunnudíies b. 20. marz Bendixen segir að reka megi há- karlaveiðar hjá-íslandi með góðum árangri, en hann heldur þý að slík- ar veiðar muni borga sig enn betur hjá Grænlandi.' Lesb. Mbl. Mál Sauðárkróksdrengsins. 1 gær var hæstaréttardómur upp kveðinn í málinu Réttvísin gegn Guðbirni Jónssyni og Jónönnu Ste- fánsdóttur. Sækjandi var skipaður Björn ,Kalman og verjandi Guðm. Ólafs- son. Undirréttardomur hljóðaði upp á 5 daga vatn og brauð, fyrir bæði hjónin. Hæstaréttardómur varð þyngri, hljóðaði upp á 2x5 daga vatn og brauð. Auk' þess voru þau dæmd til að greiða legukostnað drengsins, krón- ttr 428.54 en engar örkumlabætur, enda höfðu forráðamenn drengsins ekki farið fram á það. En máls- kostnað allan voru þau dæmd til að greiða. *, Ýmislegt kom fram í málinu fyr- ir réttinum, er var þeim hjónum til málsbóta. M. a. það, að þau eru einyrkjar, og þurfti konan að ganga á engjar og sinna búverkum heima fyrir. Hafði þriggja ára gams*t barn að sjá fyrir, og var ólétt. Vanhirðan á aðkomudrengnum varð um háannatímann, og gátu þau hjónin ekki gert sér í hugar- lund, að drengurinn hefði Iangvar- andi mein af vosbúðinni á fótun- um. v Hirting sú, sem drengurinn hafði orðið fyrir, taldi rétturinn ekki saknæma og taldi með $llu ósannað að drengurinn hefði verið sveltur, cn því hafði móðir drengsins haldið fram. Mbl. 17. marz. Þjórsártún, 15. marz. Ágætt tíðarfar. Heilsufar dágott, nema kikhósti er víða. I Sauðholti er altaf flóð öðru hverju og virðist altaf vofa yfir, ef vatn vex í ánni. Fyrir helgina varð að sundriða í ánni. Fyrir helgina varð að sundriða að bænum. Vatns- flóð er sífelt mikið kringum Sauð- holt og lítur býsna ískyggilega út með þessi flóð þar. k . Borgarnesi 16. marz. Ágæt tíð, hláka og hlýindi. Heilsufar heldur gott; kikhóstinn er að vísu víða; en er yfirleitt væg- ur. Fyrir nokkru lést hér Þorsteinn Pétursson bóndi á Miðfossum i Andakíl, dugnaðarbóndi um sex- tugt. Hafði hann átt við veikindi að stríða um hríð. Verkamannafélagið í Borgarnesi á nú í samningum við vinnuveit- endur kauptúnsins um kaupgjald. Undirbúningur undir brúarbygg- I ingu á Hvítá hjá Ferjukoti er byrj- aður. Einnig mun eiga að dytta að i vegum, er skemdust í flóðunum í vetur. Finnbogi Þorvaldsson verkfræð- ingtir er hér staddur og starfar að bryggj umæli ngum. Var hann hér í haust og gerði mælingar og áætl- anir. Nú mun helst vera í ráði, til þess að forðast dýpkanir og geypi- kostnað af þeim, að byggja bryggju á suðurodda Brákareyjar og brú yfir Brákarsund. En fullnaðará- kvarðanir hafa auðvitað engar ver- ið teknar enn. —Mbl. manns.á Húsavík. Hafði hún dval- ið þar síðustu árin, síðan hún misti mann sinn. Banamein hennar var hjartabilun. Mestan hluta æfi sinnar hafði hún verið búsett hér á landi. Frú Thora Havsteen var mæt kona, vel mentuð og höfðingi í lund. —Mbl. Úr Fljótsdalshéraði er Lðgrj. skrifað 27. jan. 1927: Af tíðarfarinu er bað að segja, að veturinn byrjaði með miklum snjó, ^vo að tók fyrir jörð á flest- um 'bæjum austan Lagarfljóts. en að vestan var allgóð jörð og á Jökuldal voru ágætir hagar. Hef- ir þar fallið ágætlega í vetur. Hlákur gerði ekki fyr en á jóla- föstu og fylgdu þeim svo mikil úrfelli, að ætla má að hey hafi sumstaðar skemst og svo varð á öðrum stöðum vart neðangangs í heystæðum. Síðan þessar hlákur gerði, hefir tíðarfar verið gott og hagar nægir, fyr en nú að hagar | eru litlir á bæjunum er standa j hæst (næst fjallasíðunni) beggja 1 megin á Héraðinu. Heyskapur var í sumar sæmilegur, en kvart- að var um óþurka á miðjum slætti og blautt var engi á Úthéraði. j Vænleiki fjár var í fullu meðal- I Iagi.\ Sauðfé hefimvarið misjafn- j lega hra^ust. Víðast hefir það | verið hraust og sagði einn bóndi j við mig, að það myndi ,að þakka i undangengnu góðæri. En í Fljóts- ; dal hefir borið mikið á bráðafári. ; Á Skriðuklaustri er sagt að sé j farið 50 fjár. Hörgull hefir ver- 1 ið á bóluefni og hefir þVí verið j gripið til bóluefnis frá árunum litlu eftir aldamótin síðustu. Gafst það vel, þar sem eg hefi áreiðanlegar fregnir af. En á einum bæ fréttist, að það hefði ekki gefist vel, en vera má, að svo magnað fár hafi verið komið í hjörðina, að sú hafi verið orsök- in. Til eru þeir bæir, þar sem fárgjarnt hefir verið, að ekki hefir verið bólusett, én sama sem ekkert drepist. Þá fagnaðarfrétt hefi eg að færa, að rafveita er hlaupin af stokkunum í Hrafnsgerði; er þar bæði hit'un 0g lýsing. Sigurður Jónsson frá 'Seljarnuýri í Loð- mundarfirði annaðist uppsetning- una fyrir ákvæðisverð. Er litið svo á, að uppsetningin hafi orð- ið ódýrari fyrir þetta, en þó tala sumir um, að þetta hefði mátt vera ódýrara, ef Búnaðarsam- band Austurlands hefði beitt sér fyrir þessu. En eg vildi segja, eí Búnaðarfélag íslands léti þetta til sín taka. Það eru um 10 ár siðan eg sagjði við einn ráðunaut Búnaðarfélags íslands: Þið ætt- uð nú um 10 ára skeið að snúa ykkur mestmegnis að rafveitu á sveitabæjum, og af hendingu varð f.vrir mér bréf frá árinu 1917, frá feinum háttsettum manni við Bún- aðarfélagið, þar sem hann er að svara mér viðvíkjandi því, hvað Búnaðarfélag íslands gæti sint rafveitu á sveitaheimilum. Að fleiri séu, er líta líkt á þetta og eg, sést bezt á því, að ýmsir hafa látið í Ijós óánægju um láns- kjörin við Ræktunarsjóðinn. Og svo skal eg g^a þess, máli minu til stuðnings, að Guðmundur Snorrason, fyr bóndi í Fossgerði á Jökuldal, nú fluttur til systur- Jósef Jónsson, Lundargötu 15 á Oddeyri, andaðist á heimili sínu 17. marz eftir langvinn og þungbær veikindi, sjötugur að aldri. Hann var skorinn upp á sjúkra- húsi Akureyrar í apríl í fyrra vegna garnasjúkdóms ; fékk nokkurn bata, en því miður ekki varanlegan. Kom hingað suður í nóvember fyrra árs, og lagðist á sjúkrahúsið í Hafnar- firði. Við uppskurS þar kom það í ljós, að sjúkdómur hans var ólækn- andi krabbamein. Þar lá hann 10 vikur og hrestist svo, aíS hann komst heim til sín í byrjun febrú- ar. LeiÓ honum 'bærilega nokkurn tíma eftir að heim kom, en svo á- gerðist sjúkdómurinn og dró liann til dauða. Jósef heitinn var sonur Jóns bónda Jónssonar á Kroppi í Eyja- firði, síðar í Hamarkoti, og konu hans Önnu Þorláksdóttur. Orðlagð- ur dugnaðar og sæmdarmaður og hraustmenni með afbrigðum, trygg- ur í lund og vinfastur. Kona J’ósefs, frú Kristín Einars- dóttir, lifir mann sinn og 5 upp- komin og mannvænleg bcu n þeirrg sonar síns, Snorra Halldórsson- ar læknis á Síðu, kom til mín í vor á'leið að sunnan. Hann seg- ir: það er merkilegt með sveit- irnar í Skaftafellssýslunni, eins og þær eru afskektar, að þær skuli fremstar í því að hagnýta séy raforkuna. Og hann bætti því v:8: Þar sem svo hagar til, að ekki er stórun^ erfiðleikum bund- ið að hagnýta raforku, þá á að byrja á því að hagnýta hana, láta þá umbótina ganga fyrir, þótt ábýlið krefjist ýmsra annara. — Svona leit Guðmundur á og hefir hann ávalt verið talinn með hygn- ari hændum. Það eru víst marg- ir fleiri en eg, sem líta svo' á, að Búnaðarfélag íslands, en sérstak- lega hin óþörfu búnaðarsambönd verji alt of miklu fé til funda- halda og fyrirlestra. Beztu fyr- iiíestrarnir eru framkvæmdir. Þessi eina rafveita í Hrafns- gerði hefir þau áhrif, að maður- inn, er eí nefndi að hefði gengið frá vélunum,\er nú uppi í Héraði, eftir beiðni, að líta á líklega staði, þar á meðal Brekku í Fljótsdal. Búnaðarsi ,íT b. Austurlands hafði mann í þjónustu sinni í fyrra vet- ur til að leiðbeina með rafveitu. í haust er leið setti hann upp raforkustöð á Sléttu í Reyðar- firði. Ungur maður og efnileg- ur, úr Fljótsdal, var þar með honum, að kynna sér þessi störf. Á Ljósalandi í Vopnafirði var snemma í vetur sett upp aflmikil rafstöð. Hefir hið opinbera lagt eitthvað til hennar, því 100- kert ljós er þar á hlaðinu, sem viti. En Ljósaland er næst yzta bænum, að norðanverðu við Vopnfjörð, svo ljósið sézt langt að austan, utan af Héraðsflóa, og inn á höfn á Vopnafirði. Hver gekk frá rafveitunni á Ljósalandi veit eg ekki með vissu, en eg ætla það hafi verið Skarphéðinn Gísla- son, sem verið hefir^ í þjónustu Búnaðarsambands Austurlands Það er víst, að Skarphéðinn pant aði til stöðvarinnar. Skarphéð- inn hefír kynt sig vel og ekkert komið fram er sýndi, að hann væri ekki vaxinn starfi sínu, en lltið hefir hann tekið fyrir verk síh, miðað við það er nú gerist. í vetur er leið var ekki hægt að segja, að Fljótið legði upp úr. Það er orðið svo flesta vetur, að íyrir ofan Ás leggur það ekki, fyr en um miðjan marz, og fyrir ofan Brú leggur það ekki nema lítilsháttar fyrir jól. Fyrir fimm- tíu árum var þetta öðru vísi. Þá var það um jól jafnaðarlegast lagt upp að Ormastaðaá'. Nú er það fyrir nokkru lagt upp að Mjóanesi. í frostleysunum fram- ;<n af í vetur voru menn þó farn- ír að tala um að gerandi mundi að setja á laggirna? mjólkurbú við Fljótið, er væri ekki öllu neð- ar en við Ormastaðaá og láta mótorbáta safna saman rjóman- um. En þetta mun hafa haft mestan byrinn fyrir það, að í sumar var hé* Reyðfirðingur, norskur í aðra ætt, sem annað- ist flutning á Fljótinu. Fór liann langt niður fyrir brú og hafði oft við orð að flytja eftir Fljót- inú niður að Fossi og inn Fljóts- dalinn eftir ánni á flatbotnuðum bát. Þá vel er athugað, sýnist miklum mun apðveldara að reka mjólkurbú hér á Fljótsdalshér- aði nú, en var fyrir 30 árum þegar Sigurður heitinn Sigurðs- son hreyfði því. Það gera veg- irnir. Bílfær vegur um Vellina inst inn í Skriðdal frá Egilsstöð- um norður hjá Heiðarenda og vegur út Eiðaþinghána út að Eiðum. Svo er verið að leggja akfæran veg frá brúnni inn Fell- in. Það er því ekki nema fram- taksleysi að reka hér ekki stórt mjólkurbú. — Nú eru ISeyðfirð- ingar farnir að láta til sín heyra að fá bílveg frá Seyðisfirði til Iléraðs. Það er fylsta ástæða til þess. En það gengur furðu næst, að enginn íbúi Fljótsdalshéraðs skuli láta til sín heyra. Það má þó geta nærri, að jafn fjölmenn og stqr bygð með ótal framleiðlsu skilyrðum, hafi þörf fyrir meira en þessa einu leið, Fagradalinn, til strandarinnar. Akvegur frá Seyðisfirði til Héraðs er ekki síð- ur fyrir Héraðsbúa en Seyðfirð- inga. Úthérað er illa set^ vegna^ hafnleysis. Braut til Seyðis- fjarðar yrði því mun notadrýgri en til Reyðarfjarðar. Norskur verkfræðingur hefir fyrir löngu skrifað ú Andvara um akveg frá Seyðisfirði til Héraðs. Heilsufar er gott. Hinir ungu læknar hafa bezta traust. Á Hjaltastað er nýbygt íbúðarhús fyrir lækninn. Er það steypt með tvöföldum veggjum og loft steinsteypt. Þá má geta þess, að við Eiða- stóólahús var, í sumar, bygð stór viðbótarbygging. Er þessi bygg- ing ölí úr steinsteypu: veggir (tvöfaldir), loft og stigar og tal- in hin vandaoasta. Bygginguna gerðu eftir samningi Sigurður Björnsson trésmiður á Seyðis- firði og Jón Sigfússon steinsmið- ur á Seyðisfirði. þ Runólfur Bjarnason. Hafití þér húðsjúkdóm ? GJALDIÐ varúðar við fyrstu em- kennum húSsjúkdóma! Ef þer finn- ið til sárinda eSa kláSa, eSa hafiS sprungur í hörundi, er bezt aS nota strax Zam-Buk. Þau græBa fljótt. Sé húðin bólgin af kláSa, eSa sár- um og eitrun, er ekkert meSal, sem tekur jafn-fljótt fyrir ræturnar og Zam-Buk. Áburðuriim frægi, Zam- Buk, læknar og græSir nýtt skinn. Zam-Buk bregst aldrei það hlut- .verk sitt aS græSa og mýkja og hef- ir sótthreinsandi áhrif. Eru smyrsl 1 bau nú notuS i miljónum heimila.. Fáið öskju af þessum merku jurta- * smyrslum, og hafiö ávalt viS hendina. Mrs. W. Campbell, aS Bonny River Station, N.B.. segir: “Sprungur á. andliti og handleggjum dóttur minn- ar, urðu að opnum sárum. ViS reynd- um ýms meSul, en ekkert hreif nemæ undrasmyrslin Zam-Buk. amBuR FáiS öskju af Zam-Buk í dag! Bin stccr'ð a'3 eins, 50c. 3 fyrir $1.25.. Zc.m-Buk Medicinal Sápa, 25c. st. Ðánarfregn. Jón Gíslason Reykdal lézt að ’Eeimili Sigurðar sonar síns, í Blaine, Wash„ 6. marz s.l. Hinn látni var fæddur í Mýra- sýslu á íslandi 21. ágúst 1852, en um ætt hans og uppvaxtarár er mér ókunnugt. — Hann fluttist vestur um haf árið 1881. Átti hann heima í Minneota-nýlend- unni um langt skeið, en fluttist vestur að hafi árið 1899. Átti hann heima í Seattle nokkur ár, en hvarf svo norður yfir fjöll og bjó á heimilisréttarlandi sínu skamt frá Wynyard, Sask., um skeið. — Hingað til Blaine kom hann fyrir rúmum 17 árum. Átti hann fyrst heimili skamt fyrir sunnan bæinn við hinn svonefnda Dakota-læk, en bygði sér síðar hús inni í bænum og bjó í því þar til hann varð ekkjumaður í annað sinn fyrir rúmu ári síðan. Flutti hann þá til sonar síns og bygði sér lítið hús rétt hjá íbúð- arhúsi hans. jón sál. var tvíkvæntur. Hét fyrri kona hans Þóra Halldóra. Henni giftist hann heima á Is- landi, en um ætt hennar veit eg ekkert. Þau eignuðust 4 börn og eru tvö þeirra enn á lífi: Helgi Reykdal, til heimilis í N. Dakota, og Mrs. K. Magnússon í San Di- ego, Cal. Fyrri konu sína misti Jón heit. árið 1889. Árið 1891 gekk hann að eiga Ragnhildi Friðriku Jónsdóttur, ættaða úr Húnavatnssýslu á ís- landi. Þau eignuðust tvö börn; er annað, Sigurður Reykdal í Blaine, enn á lífi. Jón sál. var mjög áreiðaniegur í öllum viðskiftum. Tryggur vin- ur var hann vina sinna, en sein- tekinn. Hann var talsvert forn í skapi og fastheldinn á g^mlai venjur. Trúmaður var hann að hætti hinna eldri manna og ekki gefinn fyrir breytingar í þeim efnum fremur en öðrum. Hann var jarðsunginn frá ís- lenzku lútersku kirkjunni í Bliane 10. marz af séra H. E. Johnson. H. E. Johnson. ^ttHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKrtHKl Sendið korn yðar til UNITED GR&IN GROWERS t- Bank of Hamilton Chambers WINNIPEG Lougheed Building CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.