Lögberg - 28.04.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.04.1927, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. APRIL 1927. Jögbetg Gefið út hvern Fimtudag af Tfce Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. T«Uimari N-6327 06 N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáaknh til blaSsina: THE eOLUN(BIIV Pl^íSS, Ltd., Bo« 317*. Wlnnlpsg, *an- Utanáakrift ritstjórans: tOirOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnlpog, R(aa. VerS $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Tha ‘•Lögberw'' hi prlntað anó publlahed by The Colurnblh. Preaa. Umlted, ln the ColumbU Hulldlnc. Bargent Ave., Winnlpe*. Manltoba. Opið bréf til kjósenda Manitoba-fylkis, frá hinum ný- Jcjörna leiðtoga frjálslynda flokksins, Mr. H. A. Robson. Frá sérhverju héraði þessa viðáttumikla fylkis, berast daglega raddir, er krefjast þess ákveðið og ótvírætt, að allir þeir, er frjáls- lyndu stefnunni unna, hefjist nú þegar handa og berjist til sigurs við kosningar þær, sem í aðsigi eru. Því til viðbótar má á það benda, að kjósendur virðast staðráðnir í, að krefjast sannrar lýðstjómar, er fyrir brjósti beri vel- ferð allra stétta jafnt. Stéttarstjórn er með öllu óviðeigandi í fylki þessu. Frjálslynd stjórn hlýtur aftur á hinn bóginn,að verða fylkisbúum til blessunar í heild. Raddir þær, sem til vor berast, sanna afdráttarlaust, að fólk ber enn fullkomið traust til frjálslyndu stefnunnar, og er fúst á að leggja hart að sér, til að flýta fyrir sigri hennar. Eins og ástandinu nú er farið, hefir frjáls- lyndi flokkurinn alveg óviðjafnanlegt tækifæri til að láta gott af sér leiða, og vér erum stað- ráðnir í, að láta ekkert það ógert, er stuðlað getur að aukinni velmegun fylkisbúa yfirleitt. Minning hinna hraustu og hugprúðu land- nema, er erjuðu hér fyrstir jörðina og gerðu sér hana undirgefna, krefst áframhaldandi iðju og atorku. Það voru þeir, er gerðu land vort það sein það nú er, eitt langfrægasta ak- ur\rrkjuland í heimi. Þeirra vegna og niðja \x>rra, ber oss að beita til þess allri orku, að íbú- um fylkis þessa megi sem allra bezt vegna. Það væri barnalegt fram úr öllu hófi, að gera sig ánægðann með markaðs skilyrði þau, er bændur undir núverandi kringumstæðum, verða að sætta sig við. f landi, þar sem eins margir lifa af akuryrkju og hér er raun á, ber til þess brýn nauðsyn, að fyrirhyggju sé gætt og framtíðar markaðurinn víkkaður og trygð- ur. Markaðurinn er ekki ávalt lengi að breyt- ast. Eftirspum framleiðslunnar getur þorrið, og er þá sýnt, að setja verður svo undir lek- ann, að ekki hljótist verulegt tjón af. Það sem nú hefir sagf verið í sambandi við akuryrkj- una, gildir að sjálfsögðu einnig um búpenings- ræbtina og afurðir hennar. Ibúum Manitoba- fyLkis yfirleitt, ríður á því öUu öðru meir, að hagur búenda verði trygður sem frekast má verða. Og saga landbunaðarins hér í fylkinu, ætti að verða oss knýjandi hvöt til framtaks í þessu efni. Sá sannleikur er að verða æ ljós- ari, með sérhverjum líðanda degi, hve þörfin á þ\n evkst, að bændum sé trygð aukin eftirspurn innanlands á vöram þeim, er þeir framleiða. Það leiðir af sjálfu sér, að jafnframt því, sem aðrar iðnaðartegundir þroskast og borgirnar vaxa, þá muni eftirspumin eftir innlendum fæðutegundum aukast að sama skapi. Því fleiri og stærri sem iðnaðarborgiraar eru, þess hærra og jafnara verð fær bóndinn fvrir fram- leiðslu sína, auk þess sem sannvirði jarðeigna, verður með þeim hætti einum haldið við. Bændur þessa lands, hafa í flestum tilfell- um s.jálfir skapað markaðsskilvrði fyrir vöru sína, óstuddir af hlutaðeigandi stjórnarvöld- um. Þeir hafa að mestu leyti háð sína eigin baráttu. Þó er það engum vafa bundið, að hverri stjóra sem er, ber til þess brýn skylda, að vaka á verði og gera alt, sem í hennár valdi stendur til að opna nýjar markaðsleiðir. — Frjálslvndi flokkurinn í Manitoba hefir mál þetta efst á stefnuskrá sinni, og er staðráðinn í að fylgja því fram með öllu því afli, er hann á yfir að ráða. Bændum er þess full þörf, að máli þessu sé sint í fullri einlægni, og undir framkvæmd þess er efnaleg velfarnan borgar- búa að mestu leyti komin líka. Bændum hefir fyrir löngu skilist, hve afar nauðsynlegt það er, að sem allra tryggastur markaður fáist fyr- ir framdeiðslu þeirra. Þess vegna hljóta hverj- ar þa>r ráðstafanir, er í þá átt miða, að verða þeim kærkomnar. Ti'l þess að markaðsmálinu verði skjótt kom- ið í viðnnanlegt liorf, þarf samstæðan stjórn- málaflokk, — ílokk, sern ekki er líklegur til að hverfa úr sögunni þá og þegar. Ósamstæðir flokkar, eða flokksbrot, sem sfofnað var til sök- um ánægju manna á meðal, er frá stríðinu staf- aði, hafa engin þau skilvrði fyrir höndum, er til þess þarf að hrinda stórmáilum í framkvæmd. Athugum snöggvast hvernig ástatt er í Que- bec og Ontario. Aitvinnumálin í þeim tveim fylkjum standa í meiri blóma um þessar mund- ir, en dæmi eru áður til. Má það vafalaust því þakka, hve hlutaðeigandi stjórair hafa gengið rösklega að verki og beitt sér fyrir hin og þessi stórmál, er mest. vörðuðu almennings heill. Ber í því efni sérstaklega að geta afskifta þeirra af markaðsmálunum, er orðið hafa bændum til ómetanlegra hagsmuna. Auk þess má benda á hina stórkostlegu pappírs fram- leiðslu, nýting vatnsorku í stórum stíl, og margt fleira. Að því er slíka framleiðslu á- hrærir, höfum vér gilda ástæðu til að líta öf- undaraugum til bræðra vorra eystra. Stöðug, vellaunuð atvinna, og margaukin notkun inn- anlands framleiðslunnar, er hornsteinninn und- ir sannri þjóðarvelmegun.. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, er efna- leg velgengni fólks vors að mestu leyti komin undir erlendum markaði. Tækifærunum, til aukins innanlands markaðar, hefir hvergi nærri verið gefinn sá gaumur, er skyldi. Óttinn greiðir engu góðu máli götu. Þau fvrirtæki, sem reynst hafa annars staðar vel, ættu að geta gert híð sama hér, þegar um svip- uð þroskaskilyrði er að ræða. Skiftir það minstu máli, hvort heldur er um að ræða la^n- ing járnbrauta, eða rekstur annara samgöngu- tækja, nýting vatnsorku og þar fram eftir göt- unum. Alstaðar má koma endurbótum við, sé hagsýni beitt og nægt hugrekki til staðar. — Meginmál þau, er flokkur vor hefir á stefnu- skrá sinni, miða öll til að auka tekjur fylkisins, skapa jafnari atvinnu og breyta ástandi fylk- isbúa m.jög til hins betra, frá því sem nú gengst við. Frjálslyndi flokkurinn er alvöruflokkur, sem leggur undir úrskurð kjósenda hvert það mál, er hann hefir á stefnuskrá sinni, með ótak- markað traust á réttdæmi þeirra, óháður öðr- um flokkum fyrir fult og alt. Vér höfum á því óbifandi trú, að sérhvert mál sé rætt frá öllum hliðum, og munum vér kosita kapps um, að skýra svo málin frá vorri hlið, að eigi geti orðið um það vilst, að hvaða takmarki flokkur vor stefnir. Oss er það brenn- andi áhugamál, að kjósendur geri sér sem allra mest far um, að kryfja til mergjar hvert stefnu- skráratriði út af fyrir sig, áður en að kjörborð- inu kemur, og erum vér þá ekki í nokkrum vafa ( um það, að mikill meiri hluti þeirra aðhyllist þá stefnuna, er skýrast til þess miðar, að hefja Manitoba til öndvegis, innan vébanda fylkja- sambandsins. Rœða flutt á samkomu í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, á Sumardaginn fyrsta. Eftir Mrs. W. J. Lindaí. Herra forseti. Háttvirta samkoma! Við erum saman komin hér í kveld, sam- kvæmt þeim góða og gamla íslenzka sið, að fagna sumardeginum fyrsta. Þið munið, með hvaða ánægju var tekið á móti þessum degi á íslandi. Hinn langi og kaldi vetur var liðinn 0g allir hlökkuðu,til hinnar inndælu sumarblíðu. Mér skilst, að þessi dagur hafi haft sér það að einkenni, að hjörtu allra voru full af gleði og góðum vonum. Gamlir jafnt sem ungir léku sér eins og börn, einu sinni á ári. Mér er sagt, að enginn hafi mátt skorast undan að fara í skollaleik þann dag. Oft hefir verið-sagt, að Is- lendingar væru fremur alvörugefnir, en þenn- an dag réði bjartsýni Qg þakklætistilfinning. Og nú erum við hérsaman komin til að fagna sumri. Viðfangsefni okkar, sorgir og gleði- efni okkar eru að vísu nokkuð á annan veg, en á gamla landinu. En það er ekki örðugdi fyrir okkur, að finna okkur hér gleðiefni. Má segja með sanni, að við höfum, einmitt nú, góðar og gildar ástæður til að vera bjartsýn. Eg ætla að leyfa mér í kveld að draga at- hygli yðar að málefni, sem er ef til vill meira áríðandi en nokkurt annað, ekki að eins sjálf- um oss, heldur veröldinni í heild sinni — eg á við vonina og möguLeikana um varanlegan frið milli þjóðanna. Eg vil ræða þetta mál blátt á- fram og líta á ýmsar horfur þe^s, sem ekki var viðeigandi að ræða á stríðstímum. Nií er tími til að ræða þetta mál, því það er of seint, þeg- ar út í ófriðinn er komið. Við höfum oft heyrt orðatiltækið “Búið yður á friðartímum undir 81100” (In times of piece prepare for war). En að búa sig undir stríð, styður áreiðanlega að því, að stríð komi. Þess vegn vil eg breyta orðtakinu og segja: Búið yður á friðartímum undir varanlegan frið. Það er með þessu móti eingöngu, að við getum vonast eftir að friður haldist. Það er ekki þörf á að útskýra fyrir yður, að stríð er sú mesta ógæfa, sem fyrir nokkra þjóð getur komið. Vér höfum öll lifað þann ægilegasta ófrið, er nokkum tíma hefir átt sér stað. Það er ekki viðeigandi á þessum gleði- degi, að eg rifji upp endurminningar um Irú eymd og hörmung, er þá átti sér sfað. En af því við höfum þessa reynslu, þá er það okk- ar innilegasta ósk, að annað eins komi aldrei fvrir aftur. En sá misskilningur ríkir hjá mörgum, a*ð halda, að þetta sé málefni, sem sé ákveðið af stórveldunum og að við ráðum engu því viðvíkjandi. Auðvitað vitum við, að ef farið væri að óskum lýðsins, þá mundi aldrei vera lagt út í stríð. Við verðum að láta þá, sem að ráða yfir landi og lýð, skilja, að við, fólkið, sem þeir eiga að stjórna, viljum ekki ófrið. Og ef þeir geta að eins skilið það, þá mun þess ekki langt að bíða, að stríð hætti að eiga sér stað. Þetta á ekki að eins við okkar eigin þjóð, heldur allar aðrar þjóðir jafnframt. Það tekur engu tali, að stríð sé óhjákvæmilegt, —langt er þar frá. Það er nú á tímum álitin fjarstæða fvrir menn, sem eiga í deilum, að berjast Jiangað til annar hvor fellur. Sá tími er í nánd, að það verði álitið jafn. óviðeigandi fyrir þjóðir, að reyna að útkl.já sín vandamál með þes.su móti. A stríðstíinunum gerðu allir sér von um, að þetta stríð væri háð til þess að aldrei aftur gæti annað eins komið fyrir, — að stríðið hefði ver- ið úrslitabarátta milli hernaðarandans og frið- arstefnunnar. Allir litu.fagnaðaraugum og eft- irvæntingar til friðarþingsins í Versölum. Við, og heimurinn allur, urðum fyrir nokkrum von- brigðum, því andi sá, sem ríkti í hjörtum þjóða þeirra, er sigur báru úr býtum, var ekki þess eðlis, að upp af því fræi gæti friður sprottið. Stríð hefir samskonar áhrif og áfengi. Menn komast undir áhrif, sem að vara lengi og erf- itt er að losna við. Mannfélagið* þarf langan tíma til að útrýma eitri því, sem stríð skilur eftir. Þjóðirnar, er þátt tóku í stríðinu, voru of hatursfullar gagnvart óvinum sínum, of á- kafar í að eyðileggja Þýzkaland. Þegar mað- ur athugar, hvað mikið bardagaþjóðiraar voru búnar að leggja í sölurnar og hversu beyzkur hatursandi hafði fest rætur í hjörtum þeirra, þá er ekki hægt að álasa fulltrúum þeirra þótt þeir settust að friðarborðinu sem .s:(vurveg- arar, staðráðnir í að hefnast á óvinum sínum og setja þeim þá kosti, er þeir gætu heimtað. Nú litu allir þeir, sem þráðu varanlegan frið, til Wilsons forseta, sem flutti kenningar svo fagrar og háfleygar, að hrifið höfðu. hugi allra, bæði í löndum bandamanna og óvinanna. En þótt Wilson gerði sitt ítrasta til að fýlgja fram “reglunum f.jórtán ’ ’, fengu þær illa iitreið á friðarþinginu,— var það til þess, að hann fór heim veikur bæði á líkama og sál. — Þótt frið- arsamninga væri búið að semja, hélt stríðinu samt áfram, jafnvel þótt ekki heyrðust fall- byssudynur, og skotgrafir væru tómar. I stað- inn fvrir að vera undirstaða til friðar, glæddu samningarnir hatur og öfund l>á, er þegar bjó í brjósti manna. Ekki er rétt að láta ábyrgð- ina hvíla eingöngu á herðum þeirra er við frið- arborðið sátu. Leiðtogar leiða ekki ætíð, heldur hrinda í framkvæmd stefnum og óskum þeifra, er þeir þjóna. Þeir hafa áhrif á almennings- álitið, en skapa það sjaildan. Eg held maður megi með sanni segja, að það hafi verið meiri óánæg.ja og vantraust meðal þjóðanna, eftir en fyrir stríðið. Afleiðingin var sú, að óánægjan átti sér stað einnig meðal þeirra, er áður voru samherjar. Svona hefir það verið, og svona verður það enn, að sá, sem ósigur bíður, lítur svo á, að hér ráði aflsmunir en ekki réttur, og öllum kröftum er að því beint, að vera betur viðbúinn í næsta sinn. Ljóst dæmi þéss’ er ó- .friðurinn milli Frakka og Þjóðverja 1870. Frakkar álitu friðarkostina rangláta, er hafði þau áhrif, að stappa í þá stálinu að búa sig sem bezt undir og ná sér niður á Þjóðverjum við fvrsta tækifæri. — Þrátt fyrir það, að þjóðira- ar voru dauðþreyttar á stríðinu, þá leit, fyrstu árin eftir friðarsamningana, alls ekki út. fvrir varanlegan frið. Herbúnaður var ekki mink- aður; þjóðimar höfðu van'traust hver á annari. Ef friður á að verða varanlegur, er nauð- synlegt að horfa dýpra og lengra til baka og athuga tildrögin til stríðs. Fyrst er verzlunar-samkepni. Ósjaldan kemur það fram í alþjóða málum, að anðurinn er tekinn fram yfir jafnvel sjálft mannslífið. Allir hinir stærri iðjuhöldar þjóð anna reyna hver í kapp við annan að ná undir sig mörkuðum, löndum og landshlutum, þar sem mest fæst af efnum þeim og vöram, sem fram- leiðendur þurfa á að halda. Eins er það at- hugavert, að margir verða stórauðugir af því að framleiða hergögn, og munu þeir reyna ó- beinlínis, ef ekki beinlínis, að varaa því, að herbúnaður sé minkaður. Atvinna þessara manna er undir því komi, að alheimsfriður komist ekki á. Ef engin hætta væri á stríði, mundu þjóðirnar hætta við að kaupa hergögn, æfa hermerin og láta byggja herskip. Auðvald- ið hefir meiri áhrif á stjórnir og stefnur þeirra, en margir halda. Það er altítt, að stríð eru háð að eins í hagnaðarskyni. — Ein þjóð reyn- ir að ná yfirráðum yfir löridum, sem hafa ein- hverja sérstaka náttúru auðlegð. Þ.jóðir og einstaklingar mis-skilja oft hvað er sönn ættjarðarást. Það er mjög lofsvert, að vera*hollur borgari, rétt eins og maður á að vera trúr vinum og ættmönnum. En maður verður að gæta þess, að föðurlandsástin sé rétt- lát og heimti ekki meira en honni ber. En ýmsum stjómmálamönnum hættir við því, að nota sér þessa göfugu dygð til að fá almenning í lið með sér til að herja á aðrar þjóðir í eigin- g.jörnum tilgangi. Ættjarðarástin er þá leidd' afvega. — Eins og samgöngutækjum og öðru slíku er nú farið, þá eru þ.jóðirnar í raun og veru miklu nær hver annari en var og hafa meira saman að sælda. Hver þ.jóð og hver ein- staklingur þarf því að skilja, að það sem er nauðsynlegt fyrir manns eigin þjóð, það er líka nauðsynlegf fyrir nágrannaþjóðiina: og það sem er vor hagur, það er líka hagur nágrann- anna. Fyrir áhrif stjóma og blaða, sem stjórnir ráða yfir, er oft kveikt í hjörtum manna al- gjörlega röng tilfinning ganvart landi sínu, í sambandi við önnur lönd, sem kölluð ier föður- landsást. Fólkið veit e'kki hvað er rétt eða rangt, og trúir því stjórnmálamönnum og blöð- um. Þessu til sönnunar má benda á, að engin af öllum þjóðunum, sem þátt tóku í stríðinu hinu mikla, hafði nokkurn efa um það, að henn- ar málstaður væri algjörlega réttur, og að á- byrgðin fyrir stríðinu hvíldi algjörlega á herð- um óvinanna. Því var svo komið fyrir, að hver þjóð var fullviss þess, að óvinaþjóðiraar hefðu brotið ekki einungis öll alheims lög stríðs, held- ur og allar réttlætistilfinningar þjóðanna, Allir héldu, að grimdarverkin ættu sér stað að eins öðru megin. Til þess að vera þjóðhollur í orðs- ins rétta skilningi, þarf maður að skapa í sjálf- um sér og sýna í hvívetna góðvild gagnvart öllum þjóðum. Framtíð þjóðar vorrar er und- ir því komin, að þjóðin læri að beita sínum eig- in kröftum í heimalandi sínu — að hún læri að l rækta landið og færa sér í nyt þau náttúrugæði, j sem það hefir fram að bjóða. Er þá kröftum þjóðarinnar betur varið, heldur en að nota þá til að berjast við aðrar Jijóðir, sem er ekkert annað en tjón eitt fyrir alla, sem hlut eiga að máli. Það sem hér er sagt um vora eigin þ.jóð, má með jafn miklum sanni segja um allar aðr- i ar þjóðir. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Llmited Office: 6th Floor Bank ofHamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimc Samlagssölu aðferðin. | Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- E = afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega E E laegri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin = = hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = = vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni E E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E E vörusendingar og vörugæði. = Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E E fyrgreind þrjú meginatriði trygð. Manitoba Co-operative Dairies Ltd. E 846 Sherbrooke St. • ; Winnipeg, Manitoba = ?mmmmmimmimmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmim£ Önnur ástæða fyrir stríðum, er sú, að aðalatriðið af því, sem börn- in læra í sögu á skólanum, er um stríS. Hetjur þeirra eru menn- irnir, sem leiðtogar voru í bar- daganum, og myndastyttur eru herforingjum reistar. Frægðar- hlið hernaðarins er haldið á lofti, en tapið og harðneskjan er lát- liggja í þagnargildi. Þegar út- skýrt er fyrir unglingum, hvern- ig á stríðum standi, þá eru þeir oftast látnir skilja, að ekki hafi verið hægt að komast hjá þvi að stríðið ætti sér stað. Þeim er ekki komið í skilning um, ati oftast hefði verið hægt að sneiða fram hjá stríði, ef hyggilega og sann- gjarnlega hefði verið að farið. Þegar börnum er sagt frá stríð- unum, þá er alt of lítið gert úr þeim hörmungum, er þau hafa í för með sér, en meiri áherzla lögð á ímyndaðan frægðarljóma. Uppvaxandi kynslóð ætti að vera kent að þekkja striðin eins og þau eru, eins og þú og eg þekkjum þau, eins og hermennirn- ir þekkja þau, en helzt af öllu eins og vesalings fólkið í Belgíu og á Frakklandi þekti þau á stríðstím- um, þá mundu ekki börn ímynda .þér, að yfir stríðinu hvíldi nokkur dýrðarljómi, og okkar drengir mundu aldrei leggja út í það með þeirri hugsun, að það væri ekki annað en skemtilegt æfintýri. Það er gert alt of mikið að því að innræta börnunum þetta tvent, ótta og tortrygni til anp- ara þjóða — sérstaklega þeirra, er hafa verið óvinaþjóðir. “Car- negies Foundation for Piece’’ hef- ir kostað rannsókn i skólabókum í stríðslöndunum. Kom þá í Ijós, að Frakkland gekk lengst í þess- um efnum. Þar voru að finna mjög ófagrar lýsingar af aðför- um Þjóðverja. Til dæmis: . . . . “Þessir ruddar virða ekkert. Þeir hafa myrt börn, konur og gamal- menni; þeir hafa brent heimili vor og sjúkrahús. Sonur minn og .Frakklands, þessum glæpum mátt Iþú aldrei gleyma."’ 410,000 eintök af þessum bókum fundust i ýmsum skólum á Frakklandi ár- ið 1922. Nokkurn veginn hið sama má segja um skólabækur í Belgíu og á Þýzkalandi. Ef að þetta er látið viðgangast, þá er7 ekki að undra, þótt hatur og ótti milli þjóðanna haldist við. í þess stað er mesta þörf á, að innræta unglingum friðarhugs- un. Það þarf að kenna börnun- um, að börn hinna þjóðanna eru bræður þeirra og systur, og að mannlegar tilfinningar og hjarta- lag, er allsstaðar sjálfu sér líkt. Við verðum að koma í veg fyrir að 'hatrið milli þjóðanna gangi eins og erfðafé frá einni kynslóð til annarar. Þetta verður að ger- ast í skólunum; og hugsunarhætti þjóðanna má breyta á einum mannsaldri. Við sem nú lifum, þekkjum þetta betur en nokkur önnur kynslóð á undan okkur. Síðan 1922 hefir verið haldinn nokkurs konar árlegur hátíðisdag- ur í ýmsum löndum 18. maí, sem nefndur er “Goodwill Day”. Til- gangurinn með þessu er að taka einn dag á ári til að kenna börn- um um allan heim alþjóða bræðra- lag. Börnin í Wales viðvörpuðu út um allan heim árin 1922—26 þessum boðskap: “Við, piltar og stúlkur í Wales, fögnum öllum piltum og stúlkum í öllum löndum veraldarinnar. Viljið þið, allar miljónir barn- anna, vera með okkur í bæninni, að guð megi blessa einlæga við- leitni beztu manna og kvenna allra þjóða, sem gjöra það sem í þeirra valdi stendur til að jafna með sér ágreiningsmál án bar- daga? Þá verður þess ekki þörf, þegar við vöxum upp, að við sýn- um föðurlandsást vora með því, að við ihötum og myrðum hvert annað.” Þetta ávarp gefur hinar beztu vonir. Eg vil geta þess, að það er áformað að halda “Goodwill Day” í barnaskólunum í Winni- peg 18. maí í vor. Það væri gott ef þið, sem börn eigið á skólum, vilduð spyrja þau, þegar þau koma heim þenna dag, hvað þau hafi lært þessu viðvkjandi. Eg vildi óska að sumardagurinn fyrsti væri líka nokkurs konar “Góðviljadagur” hvað okkar þjóð- flokk snertir. Ef okkur hepnast aö kenna ung- dóminum hina meiri og göfugri ættjarðarást, sem að sýnir öllum þjóðum sanngirni og góðvild, þá heyrði maður minna talað um þjóðahatur eða efling flota og herbúnaðar. Það er að eins á friðsamlegan hátt, að þjóðirnar geta lært að skilja hver aðra t>g sýnt hver annari góðvild og sann- girni. Síðustu árin hefir friðarhug- myndin náð mikilli útbreiðslu. Alt upp til þessara siðustu ára hefir friðarhugmyndin átt afar- örðugt uppdráttar, en nú er alt öðru máli að gegna — friðar- hugsunin er þjóðunum nú ekki lengur ógeðfeld. Menn eru nú farnir að skilja, að þeir “sem með vopnum vega, munu og fyrir vopnum falla.” Jafnvel Frakkar og Þjóðverjar virðast nú hafa komið auga á þann sannleika, að stríð borgi sig ekki og að hvorki þeir, sem vinna né tapa geti stað- ið sig við að útkljá mál sín á þann hátt, þó ekki sé af öðrum gofugri ástæðum en þeim, að þær sjá að slíkt hlyti að eyðileggja þær. Winston Churchill, fjár- málaráðherra í brezka ráðuneyt- inu, lýsir stríði þannig, að það sé það afl, er líklegt sé til að eyði- leggja mannkynið. Si%ustu árin hefir allur herútbúnaður verið svo stórkostlega umbættur, að hernaðartækin eru nú miklu voðalegri en nokkru sinni áður. Má þar sérstaklega benda á loft- förin og eiturgasið. Annað stríð mundi leiða í ljós enn þá meiri hættu fyrir almenning, sem ekki tekur beinan þátt í stríðinu. Þekking er nú orðin svo fullkom- in, að menn vita hvernig hægt væri að sýkja heila þjóð með eit- urgerlum. Menn hafa náð þeirri þekkingu, að þeir vita hvernig hægt er að eyðileggja mann- kynið. Oss er öllum kunnugt, að í gamla daga jöfnuðu menn sakir sínar með því blátt áfram að berjast. Sá sem var sterkari, vann, hinn veikari tapaði. Þetta breyttist eftir því sem menning- in óx og löggjöf varð til. Nú láta menn dómara skera úr þrætum sínum samkvfpmt lögum og rétti, en hnefaréttur ræður ekki lengur lögum og lofum. Sá sem að sær- ij náungann, er álitinn hættuleg- ur maður, og er álitið, að hann hafi ekki að eins gjört þeim rangt til, er hann særði, heldur líka ríkinu, sem hann tilheyrir. ÖIl- um er trygð vernd laganna. — öðru máli er að gegna, þegar um þjóðir er að ræða. Þar hafa ekki dómstólar verið til að skera úr á- greiningsmálum, og þar hefir hnefarétturinn verið látinn ráða. Sterkari þjóðin vann sigur yfir þeirri, er ósterkari var. En einn kemur öðrum meiri, og sigurveg-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.