Lögberg - 28.04.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.04.1927, Blaðsíða 6
LöGBERG, FIMTUDAGINN 28. APRÍL 1927. Silfurlax-torfurnar. Eftir REX BEACH. “Þú gefur mér eitthvaS að gjöra—eitthvaS, sem ekki þarf sterk átök við, eSa aS bera þunga kassa, og þá skaltu sjá hvaS eg get gjört. Eg segi þér alveg satt, aS vinnan er einmitt þaS, sem eg hefi verið að leita að, þó eg skildi það ekki, og svo verð eg sterkur og sólbrendur eins og þú. Segðu mér, hvaða tegundir af skam- byssum og loðskinnafötum að eg þarf að kaupa og svo skal eg leggja tíu þúsund dollara í þetta fyrirtæki. Það er alt sem eg get mist.” “Þú þarft hvorki á loðfötum né skambyss- um að halda,” mælti Emerson og brosti. “Dag- amir verða langir og heitir, þegar við komum til Kjalvík, og blómabreiðumar mæta auganu alstaðar.” “Það er ágætt. Eg er mesti blómavinur. Ef að eg get ekki veitt lax, þá skal eg verða ykkur nytsamur á einhvern annan hátt.” “Getur þú haldið reikningsbækur?” “Xei, en eg get leikið á ‘mandolin’, svaraði Clyde glaðlega. “Eg býst við, að dálítið af hljómlist léti ekki illa í eyra þar úti í óbygöun- um. ” “Getur þú leikið á “mandolin?” spurði Fraser og Ieit á Clyde með rannsakandi augna- ráði. “Eg skyldi nú segja það. Eg hefi ekki æft mig um tíma, en—” “Taktu hann í þjónustu þína,” mælti Fras- er og sneri sér að Emerson. “Hann getur set- ið í dyrunum á niðursuðu verksmiðjunni með fjallablóm í hárinu og leikið “La Palonea”. Það gerir fólkið í hinum niÖursuðuverksmiðj- unum afbrýðissamt. Fáðu hengisæng og skáp úr gleri, þá getur verið að Willis Marsh heim- sæki þig á kveldin við og við.” “Vertu ekki að henda gaman að þessu,” mælti Clyde alvarlegur. “Mér er full alvara með að fara. ” “Eg að spauga?” sagði Fraser og datt hvorki af honum né draup. “Eg skal hugsa um þetta,” mælti Emerson alvarlega, sem kom Fraser til að skellihlæja. “Ertu að hlæja að mér?” spurði Clyde nokkuð æstur. Fraser setti sjálfan sig í stellingar og svar- aði: “ Eg held nú ekki! Mér datt að eins dá- lítið atvik í hug, sem kom fyrir hann föður minn, þegar eg var lítill drengur,” og hann fór aftur að skellihlæja. Clyde leit til hans illúðlega, en það var ekki hægt að merkja á honum, að hann væri að renda gaman að neinum sérstökum, svo Clyde hélt sér við málefniÖ, án þess að skifta sér meira af honum. “Þú hugsar um þetta, en í millitíðinni ætla eg að taia við nokkra kunningja mína og við skulum allir neyta miðdagsverðar saman í há- skólakiúbbnum á morgun, og þar getur þú sagt ' þeim um þetta fyrirhugaða áfram þitt.” Fraser hætti að hlæja skyndilega, þegar Emerson steig á fótinn á honum undir borðinu. En Clyde fór aftur að láta sig dreyma um fiskimanns hæfileika sína. Alt í einu tók Fraser fram í samtalið og mælti: “Þar kemur George Balt. Hann geng- ur víst í svefni, og heldur að þetta sé “mani- cure ”-stofa. ” Emerson sneri sér við í stólnum og sá Balt í dyrum salsins og hafði hann auðsjáanlega verið að reyna að vekja eftirtekt þeirra á sér, en hafði ekki einurð á að ganga inn í salinn, sem fullur var af fólki. Þegar hann sá að Em- erson hafði komið auga á sig benti hann honum að koma til sín. “ Látið þið hann koma hingað,” mælti Clyde, “mig langar til að kynnast honum. Hann lít- ur út fyrir að vera maður að mínum geðþótta.” Emerso gaf Balt bendingu um að koma til þeirra og þegar hann sá að ekkert undanfæri var, herti hann upp hugan og gekk inn úr dyr- unum til þeirra félaga, en á leiðinni vildi hon- um það til, sökum þess að hann var óvanur, að reka sig á eitt borðið, er fólk sat við. Hann vildi reyna að sýna kurteisi með því að afsaka óhapp það við fólkið, sem við borÖiÖ sat, en steig nokkur skref aftur á bak og rak sig á leir- ker eitt mikið, sem stóð þar í salnum, og var nærri búinn að setja það um. “Eg vildi heldirr taka uxa þarna í gegn um salinn, heldur en hann,” sagði Fraser. “Hann brýtur líklega eitthvað áðul* en hann kemst til okkar. ” Balt fann til þess, að hann vakti óþægilega mikla eftirtekt fólksins í salnum, og jók það á fátið, sem á hann var komið. Hann var orð- inn kafrjóður í andliti og svitadroparnir stóðu á enni hans. “Eg vona, að yfirveitingamaÖurinn fari ekki að eiga neitt við hann,” sagði Emerson. “Hann er orðinn nógu reiður til að slíta hann í sundur tætlu fyrir tætlu.” En hann hafði varla slept orðinu, þegar þeir sáu hann hraða sér í áttina til Balts og heyrÖu hann tala til hans. “Nei, eg er ekki viltur!” heyrðu þeir Balt seRja- “Eg á hér heima, og það er betra fyrir þig að verða ekki í vegi fyrir mér, ef að þú vilt ekki að eg gangi yfir þig.” Hann gerði sig lík- legan til að ráðast á þjóninn, sem leizt hann ekki árennilegur og hypjaði sig afsíðis eins fljótt og hann gat, en Balt, sem vakiö hafði al- menna eftirtekt í salnum og hlátur margra út af viðskiftum hans og þjónsins, lagði á rás eft- ir gólfinu yfir silkislóða kvenfólksins, eða ann- að, sem í vegi var og hlemdi sér niÖur á stól við borðið hjá þeim félögum, sem marraði og brakaði í undan þunga hans. “QiefiS þið mér lemonadi að drekka, fljótt! Eg er allur af göflum genginn. Eg get hreint ekki fótað mig á þessu gólfi. Það er hált ein3 og ís.” Eftir að Clyde hafði verið kyntur Balt, sem hann virtist litla eftirtekt veita, tók hann aft- ur til máls um leið og hann tók vasaklút sinn upp úr vasa sínum og þurkaÖi af sér svitann: “Eg hefi staÖið þama í salsdyrunum í tíu mín- útur og verið að reyna að vekja eftirtekt ykkar a mer.” “Hvað gengur að?” “Það gengur alt að! Hávaðinn ep alveg ó- þolandi hér í hótelinu. Eg hefi verið í' þrjá klukutíma að reyna til að sofna, en hljóðfæra- flokkurinn hefir verið að spila hér í salnum, sporvagnamir á stólpabrautunum fara með skarkala fram hjá herbergisglugganum mínum á fárra mínútna fresti, híjóðpípumar í verk- smiÖjunum öskra og klukkur hringja og —. Er hvergi hægt að finna gistihús, þar sem maður getur haft frið í nokkrar mínútur? Eg vil komast burtu héðan sem allra fyrst — aftur í land friðarins. ” “Þú venst við þetta fljótlega,” svaraði Em- erson. “Eg? Nei, aldrei! Eg vildi að eg væri aftur kominn heim, þar sem maður getur not- ið svefns og friÖar.” , “Þetta líkar mér,” tók Clyde fram í. “Eg er þér samþýkkur, og eg vil fara með þér.” “Þú vilt fara með mér?” endurtók Balt. “Hr. Clyde býðst til þess að leggja tín þús- und dollara í fyrirtækið,” mælti Emerson., “með því móti, að hann fái sjálfur að fara til Kjalvík með okkur og hjálpa til við að starf- rækja niðursuÖu verksmiðjuna.” George Balt virti Clyde nákvæmlega fyrir sér og brosti. “Hr. Emerson ræður því,” mælti hann. “Ef að hann er því samþykkuir, þá er eg það.” . Þetta gaf Clyde kjark og tækifæri til þess að fara aftur að telja upp' veiÖimannshæfi- leika sína. Á meðan hann var að tala, köinu þrír menn inn í salinn og settust við borð, er var næst við borð þaÖ, er þeir félagar sátu við. Þegar þeir settust niður, varð Balt litið til þeirra. Hann varð alvarlegur mjög alt í einu og setti glasið, sem hann hafði verið að drekka úr, niður á borðið. “Hvað gengur að?” spurði Emerson, því hann sá að Balt var orðinn fölur í framan og hvesti augun á komumenn. “Það er hann!!’ mælti Balt lágt, “hund- spottið að tarna.” “Sittu kyr,” mælti Fraser. Balt hafði stað- ið upp af stól sínum og krept hnefana. And- litsdrættir hans voru orðnir harðir og háls- taugarnar þrútnar. Fraser sá heiftarsvipinn á andliti Balts og hið ógnandi augnaráð hans, svo hann reis á fætur og dró Balt með sér nið- ur á stólinn. “Láttu ekki eins og flón,” sagði hann ön- uglega. Clyde furÖaði sig á þessu háttalagi Balts, og vildj fá að vita hvað því ylli. “Það er hann,” hvæsti Balt og horfði illúÖ- lega á einn manninn, sem sezt hafði við borðið rétt hjá þeim. “Það er Willis Marsh.” “Hvar?” spurði Emerson og sneri sér hvatlega við á stólnum, en það var óþarft fyrir Balt að benda á manninn, því einn af aðkomu- mönnuín stóð við bakið á stól sínum eins og myndastytta, og studdi höndunum á stólbakið. Ósegjanleg undrun lýsti sér í svip hans, og bros var að deyja út á vörum hans. Maðurinn var þéttvaxinn, á að gizka um þrítugs aldur og vel klæddur. Það var ekkert sérstakt við hann, sem vakti eftirtekt, nema ef til vill hárið, sem var rautt á lit. Hörundsliturinn var bjartur, munnurinn lítill, en varir þykkar. Að öllu leyti var hann snyrtilegur og menn hefðu getaÖ í- myndað sér, að hann hefði verið alinn upp í bæ og væri fésýslumaður, þó enginn embættissvip- ur Ijómaði á honum. Emerson sannfærÖist að minsta kosti um það, að hann hafði taum á skapi sínu. Hann leit til Balts og kinkaði kolli, til merkis um að hann þekti hann, svo var eins og að hann átt- aði sig, bað félaga sína að\fyrirgefa og gekk " þangað sem að hinir sátu, sem s)tóðu upp á móti honum, og hrikti enn í stól Balts, um leið og hann stóð upp eins og hinir. “Vertu rólegur, félagi!” hvíslaði Fraser að honum. “Láttu hann tala.” “Sæll vertu, George! Hvað í ósköpunum ert þú að gjöra hér? Eg þekti þig varla.” Málrómur Willis var fullur og þýður. A- herzlurnar báru vott um, að hann væri úr Austurfylkjunum. Mqð uppgerðar hæversku rétti hann Balt höndina, sem Balt lézt ekki sjá, en var auðsjáanlega að hugsa um, hverju hann ætti aÖ svara. Að síðustu hreytti hann út úr sér: “Þú skalt ekki rétta mér höndina, því hún er óhrein og þáð er blóð á henni.” “Heimska!” svaraði Marsh brosandi. “Við skulum verða vinir aftur, Balt. Látum hið liðna eiga sig. Eg kom til að sættast við þig og spyrja þig frétta frá Kjalvík. Ef að þú ert hér í verzlunarerindum, og eg get hjálpað þér—” “Þú, svívirÖilega kvikindi,” hvæsti George í hálfum hljóðum. “Nú, jæja, ef þú vilt vera sauðþrár—” Willis Marsh ypti öxlum kæruleysislega og beiskjuhreimur var í rödd hans, “þá hefi eg ekkert viÖ því að segja.” Hann leit forvitnis- lega til félaga Georges, eins og að hann vildi lesa út úr þeim erindi GeQrges, en það augna- tillit varði ekki lengi, að því er Fraser og Clyde snerti, en hvíldi síðast á Emerson. Við þessi ummæli brutust einhver reiðivrði út af vörum Balts, og hann tók spor í áttina til Marsh, en Emerson gekk á milli þeirra og mælti: “Við Balt erum lítið eitt missáttir út af verzlunarviðskiftum,” sagði Marsh ísmeygi- lega, ,‘ sem eg vonaði að væri gleymt. Það voru smámunir—” ‘Hagaðu þér eins og maður. Gerðu ekki neinn óróa hér,” og áður en Balt áttaði sig, hafði Emerson tekið handlegg hans undir hönd sér og snúið honum frá Marsh. Þetta gerði Emerson svo eðlilega, að enginn sem í salnum var veitti því eftirtekt. Marsh hneigði sig kurteislega og gekk til sætis síns. En Emerson og Balt gengu til dyranna. Emerson, sem hélt Balt fast við sig, fann að titringur var á honum og heyrði að hann dró andann þungt, og meÖ það eina í huga að geta komið honum út úr salnum án þess að veizluspjöll yrðu, leit liann um öxl sér til Frasers og Clyde, sem komu á eftir þeim, og brosti, en talaði stöðugt við Balt unz þeir voru komnir út úr salnum; þá slepti hann honum og sagÖi blátt áfram: “Það er bezt fyrir þig að fara að hátta, og láta vonzk- una rjúka úr þér. Þú varst nærri búinn að eyðilegggja alt.” “Hann reyndi til þess að taka í höndina á mér,” tautaði Balt. “Það auðvirðilega hund- spott reyndi virkilega að heilsa mér með handa—:” Framhadið heyrðist ekki nó skild- ist, sem einu gilti, því það var ekkert annað en hótanir og ragn, sem entist þangað til hann sté inn í lyftivélina. Clyde seri sér að Emerson, og vildi fá skýringu á öllum þessum leyndar- dóm. “Maðurinn, sem við mættum þarna inni, er yfirmaður niðursuðu verksmiðjanna í Kjalvík og það eru miklar líkur til þess, að við verðum að eiga í höggi við hann. Hann er svarinn ó- vinur George Balt, og ef hann fær nokkra vitn- eskju um erindi okkar hingað, þá er úti um fyrirtækiÖ.” “ Jæja, það ræður algjörlega úrslitunum, að því er mig snertir”, mælti Clyde ákveðinn, “það er óumflýjanlegt að það leiði til illindis og áfloga.” “Þú meinar, að þú vilt ganga í félag við okkur?” “Vil ekki! Eg má til með að gjöra það. Tíu þúsundin læt eg þig hafa, og ef þú vilt ekki taka mig með þér með góðu, þá fel eg mig í far- angri þínum og fer eigi að síður.” 1 ELLEFTI KAPITULI. Það var nærri mánuður liðinn, áður en Em- erson sagði Balt frá vonbrigÖunum, sem í huga þeirra beggja höfðu verið síðustu dagana. “Það virðist, sem þetta ætli að mistakast fyrir okkur.” “Sannarlega! Þú hefir reynt alla mögu- lega vegi. Er ekki svo?” “Algjörlega. Eg hefi reynt alt nema hús- brot, og eg get hvergi fengið þessi hundrað þúsund dollara. í byrjun virtist það ætla að verða auðvelt, en tímarnir eru harðir og eg er búinn að fá hvert cent frá vinum mínum og kunningjum, sem þeir geta lesað við sig. og sumir þeirra hafa lagt til meiri peinga, en þeir eru færir um.” “Þetta er stór peninga upphæð,” mælti Balt og stundi við. “Eg hefi aldrei áður gert mér fyllilega ljóst, hversu stór hún er,” svaraði Emerson. “En ef við fáum ekki hundrað þúsund lollar- ana hér, þá er óhugsandi að bankarnir í Seattle láni okkur það sem á vantar.” “Það er ekki viðlit að leggja út í þetta í smáum stíl,” stagði Balt, hugsaði sig svo lítið um og hélt svo áfram: “Við getum ekki beðið hér mikið lengur. Við ættum í rauninni að vera komnir vestur að hafi nú. Það vantar tuttu^Tu og fimm þúsund dollara upp á hundr- að þúsundin. Er ekki svo?” “Jú, og eg sé engan veg til þess að fá þau. Eg hefi gjört alt sem eg hefi getað og Clyde Uka, en árangurslaust. ’ ’ A andliti Emersons mátti sjá að viÖleitni hans að hrinda þessu fyrirtæki í framkvæmd, hafði fengið mjög á hann. Svipurinn var þreytu legur, eins og á hann hefði sótt svefnleysi. Á hann var þunglyndið líka farið að sækja, sem að Fraser hafði svo oft orðið var við í Alaska, og þuglyndisköstin jukust, eftir því sem tím- inn leiÖ. Hverju augnabliki hafði hann varið á daginn til þess að reya að hrinda því í fram- kvæmd. Hann hafði hlegið- að erfiðleikunum og vísaÖ vonbrigðunum á bug. Hann hafði leitaÖ til hvers einasta manns, sem honum gat komiÖ til hugar að fáanlegur væri til að leggja fé í fyrirtækið. Frá einni skrifstofunni til ann- arar fór hann og sagði mönnum frá þessu fyrirtæki, með sömu orðunum og sama ein-\ beitta áhuganum. En það var þröngt með pen- inga og þeir, sem þá höfðu, höfðu lagt þá í eitt- hvað annað, eða áttu Eost á að leggja þá í eitt- hvað, sem nær þeim var og sem þeim virtist hættuminna. Emerson hafði unnið hart á þeim þremur árum, sem hann var í Alaska, og mætt mprgum vonbrigðum, en aldrei á æfi sinni hafði hann lagt eins mikið á sig og þennan mánuð, sem hann*var búinn að vera í Chicago, og aldrei hafði honum fundist gæfan vera eins þverúðug við sig. Er hann hafði barist hlífðarlaust og aldrei komiÖ til hugar að láta yfirbugast, þar til hann nú, eftr að hafa selt 75 þús. doll. virði í fyrirtæki sínu og sá að fokiÖ var í öll skjól með tuttugu og fimm þúsundirnar, sem eftir voru. 1 fjölmenni var hann glaður og enginn gat séð á honum annað en alt gengi að óskum, en þegar að hann var einn, yfirbuguðu erfið- leikamir hann, sem þó enginn vissi um nema félagar hans tveir. Það var einn annar maður, sem einhvern grun rendi í að alt væri ekki með feldu, en ekki hafði Mildred hinn minsta grun um, hvað erfiðlega gekk fyrir honum. Hún vissi ekki einu sinni um fyrirætlanir hans. Hann var oft með heni á kvoldin, og hún hefði gjarnan viljað vera meira méð honum, ef hann hefði fengist til að vera lengur úti á kveldin, því á daginn hafði hann mörgu að sinna, fen til þess var hann ófáalegur, því hann vissi að hann þurfti á öllum sínum þrótt að halda til annars. Aldrei mintist Mildred eða faðir hennar á binn óþekta biðil hennar, þegar Emerson var viðstaddur, en sú þögn í sambandi við þann leyndardómsfulla mann, hafði æsadi áhrif á skapsmuni Emersons, og þótt Mr. Waylands væri á yfirborÖinu vingjamlegur við Emerson, þá fanst honum að frá honum stafaði einhver andúð til sín, og ef að alt þetta var ekki nægi- legt til að ergja hann og beygja, þá bættu þeir Fraser og Balt það upp með því að vera að arga í honum með eitthvaÖ sýknt og heilagt. Sá fyrnefndi var alt af að flækja. Emerson í fárán- legt verzlunarbrall með sér. Emerson gat ekki með nokkru móti losnað við hann, svo honum að síðustu fanst hann heyra glamrið í hlekkjum og málróm fangavarðarins. Hvað eftir annaÖ hafði hann flett ofan af framferði Frazers, og haldið að hann væri laus við hann, en óðara hafði sótt í sama fariÖ og Emerson kominn í sömu flækjuna. Undir vanalegum kringumstæðum hefði það verið hlægilegt, en eins og á stóð, var það sorglegt. George Balt hafði haft sig hægan, síÖan um kveldið, að hann mætti Nash, og mest af tím- anum var hann einhvers staðar einn. Það var nokkur léttir fyrir Emerson, þar til að hann kom að honum óvörum í þeim pörtum borgar- inna, sem hann var ókunnugur í, á þeim tímum sem enginn skyldi halda að hann ætti nokkurt eridi þar um, og sá hann þá, að hann var að leita eftir einhverju. Fyrst í stað áttaði Em- erson sig ekki á þessu, en það tók hann samt eklri lengi, að átta sig á, að Balt lagði leiðir sínar á daginn um biÖsali gistihúsanna, en á kveldin um þá parta borgarinnar, sem leikhús- in voru í, til þess að leita að mótstöðumanni sínum Marsh, ög á engan hátt gat hann fengið hann til að hætta því. Emerson forðaðist að hugsa um hvað fyrir mundi koma, ef hann mætti manninum, sem hann var að leita að; en til þess kom ekki, því hvemig sem Balt leitaði, fann hann Marsh Willis hvergL Alt þetta jók á áhyggjur Emersons, og svo nærri honum hafði það gengið, með vonleys- inu um að fá peningana sem hann þurfti, að kraftar hans voru að þrotum komnir. Balt hafði nú komiÖ inn í herbergið til Emersons til þess að tala við hann um daginn og veginn, og Emerson sagði honum frá óförum sínum. “Það er sárt, eftir alt sem við höfum geng- ið í gegn um,aÖ þetta skyldi fara svona,” mælti Balt. “Það verða vonbrigði fyrir Cherry,” bætti hann við eftir litla þögn. “Eg hafði nú ekki hugsað neitt um það,” mælti Emerson. “Þú veizt, að þetta er síöasta tækifæri hennar.” “Hún sagði mér það. Og mér þykir leitt, að eg skyldi taka þig alla þessa leið og að svo skyldi ekki verða neitt úr neinu, en —” “Eg set það ekki fyrir mig,” greip Balt fram í. Eg fer til baka út í óbygðir og dreg þar fram lífiÖ einhvern veginn, eins og eg gerði, og einhvem) tíma rætist úr fyrir mér. En hún er kona, og getur ekki mætt árásum frá Willis Marsh eins og eg.” “Þekkir þú annars Cherry? Hver er hún og hvað er um hana?” spurði Emerson, sem þótti vænt um að brjóta upp á umtalsefni, sem dró huga hans frá aðal umhugsunarefninu. “Hún er stúlka, sem ekki getur neitt aumt séð,” svaraði Balt, og sú eina persóna, á meðal hvítra manna, Indíána eða Mongóla, sem tal- aði vingjarnlega til mín, eða gaf mér mat, þeg- ar eg var hugraður, þar til eg hitti þig. Það er alt, sem eg veit um hana. Eg væri orðinn vitlaus, ef það væri ekki fyrir hana,” og Balt nísti tönnum, þegar hann hugsaði um allar þær hörmungar, sem hann hafði þurft að ganga í gegn um. ÁSur en Emerson gat haldið samtalinu á- fram, þá kom Alton Clyde inn til þeirra, með hvíta glóva á höndum, prúðbúinn, með staf í hendi með gyltu handfangi á. “Heilir, fiskifélagar! Eg leit inn til þess að gera út um smáatriÖi í sambandi við ferð iokkr. Eg vil, að skraddarinn fari að sauma fötin á morgun.” Emerson hristi höfuðið. “Þú þarft ekki á nemum ferðafötum að halda,” sagði Balt. “Og því ekki? Hefir nokkuð komið fyrir, sem fælt hefir fiskinn?” spurði Clyde. “Eg get ekki fengið peningana,” svaraði Emerson. “Þú hefir ekki enn getað fengið þessi tutt- ugu og fimm þúsund, sem vantaði upp á” spurði Clyde. “Nei. Og eg hefi enga von um þau”. “Það er illa farið. Eg var búinn að velja mér ágætan fatnað. Alensk föt og sterk.” “Það er ekki hætta á að þau rifni, en eg held, að strigabuxur hefðu dugað”, svaraði Balt. Clyde sló með stafnum á tána á skó sínum og starði fram undan sér hugsandi. “Þetta eru vonbrigði fyrir mig og okkur alla, og það verða líka vonbrigði fyrir Mildred. Hefirðu sagt henni frá því?” “Nei. Hún veit ekki einu sinni um fyrir- ætlanir mínar, eg ætlaði mér ekki að segja henni neitt um það, þangað til eg væri búinn að fá peningana. Nú get eg ekki sagt henni frá að mér hafi mishepnast í annað sinp.” , “Þetta eru hin mestu vonbrigði fyrir mig,” mælti Clyde. Svo varð stundarþögn. Þá gekk hann að talsímanum og kallaði í hótelskrifar- ann og sagði: “Utvegaðu mér leiguvagn stráx. Eg kem undir eins ofan.” “Hann sneri sér að Emerson og Balt og mælti: “Nú ætla eg að reyna hvað eg get gert. Mér hefir aldrei látið vel að selja hlutabréf, en ferð þessi gerði mér gott, og mig sárlangar til þess að lenda í svaðilförum. Mér finst að eg finni púðurlyktina og eg ískra í skinninu að komast á stað. Látum okkur nú sjá hvað eg get gert.” Og hann sló stafnum í stól og stik- aði svo beint á dyr með einbeittnissvip á and- litinu. “Þið fréttið frá mér í fyrramálið. ”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.