Lögberg


Lögberg - 05.05.1927, Qupperneq 1

Lögberg - 05.05.1927, Qupperneq 1
ÚQ b cr i. 40. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 5. MAÍ 1927 II NÚMER 18 Canada. Hon. R. W. Craig, K.C., sem verið hefir dómsmálará'Öherra í Manitoba siðan Bracken stjórnin komst tii valda, hefir nú sagt af sér því embætti. Kom þaÖ ekki á óvart, því þaS hafÖi áöur heyrst aS hann væri ráSinn í því að hætta aÖ gefa sig við stjórnmálum og sækja ekki um kosningu við þær kosningar, sem nú eru fyrir dyr- um. Eftirmaður hans er William James Major. Lagði hann af em- bætjiseiðinn næsta dag. Mr. Major er Englendingur, en kom hingað vestur tvítugur að aldri. Tók em- bættispróf í lögum 1913, í Winni- peg og hefir stundað lögfræðis- störf síðan. Við stjómmálum hef- ir hann ekki gefið sig sérstaklega. Mr. Major sækir um þingmensku í Winnipeg að sagt er. * * * f júlimánuði í sumar er gert ráð fyrir að eitt af skipum stjórnar- innar, Stanley, verði sent frá Hali- fax norður til Hudson Bay með flugvélar og nálega fimtiu menn og mikið af vistum, byggingaefni og allskonar útbúnaði. Eiga menn þessir að vera þar norður frá í eina fimtán mánuði og athuga alt sem við kemur siglingum um fló- ann og sérstaklega innsiglingunni. Þeir eiga að vera þar á flugi dag- lega, hverju sem viðrar, allan þenn- an tíma og kynna sér sem vandleg- ast veðurlag ísrek og srtrauma og hvað annað sem siglingum á þess- ari leið getur viðkomið. Þegar norður kemur verður þessu liði skift í þrent. Hefir einn flokkur- inn aðsetur sitt í Nottingham-eyj- unni, annar í Port Burwell, en aðal stöðvarnar verða á Baffin eyjunni. Allir þessir staðir eru á því svæði þar sem siglt er inn í sjálfan Hud- son flóann. Öflug loftskeytatæki verða einnig flutt þarna norður og er gert ráð fyrir að leiðtogarnir sendi skeyti til Ottawa svo að segja daglega. •* ■* * Charlés A. Dunning, járnbraut- arráðhera, kom til Winnipeg í vik- unni sem leið og var þá á leið til Regina og sagðist hann mundi koma viða við í Vestur-Canada í þessari ferð og þar á meðal fara eins langt norður eftir Hudson flóa brautinni, eins og járnbrautateinar væru lagðir. Mr. Dunning sagði blaðamönnum í Winnipeg, sem fundu hann að íháli, að hann hefði ekkert að segja þeim í þetta sinn annað en það að hann væri á ferð hér vestur í embættiserindum. * * * Tíðin hefir verið mjög úrkomu- söm nú að undanförnu, víðast hvar í Vestur-Canada. í byrjun þessarar viku féll all-mikill snjór víða í Alberta og á sumum stöðum í Saskatchewan. í Manitoba hafa verið rigningar miklar og kalsa- veður. Vegir eru mjög illir yfir- ferðar og bændur hafa enn mjög lítið getað unnið á ökrum sínum og er sáning mjög skamt á veg komin og víða hefir alls ekki ver- ið hægt að byrja á sáningu eða vorvinnu' |á ökrum vegna bleyt- unnar. Hins vegar er nú orðið svo áliðið, að nauðsynlegt er að koma hv,eitinu í jörðina sem fyrst úr þessu og er því meir en lítið ó- álitlegt ef ekki skiftir nú um tíð- arfar innan skamms. * * * Árið 1926 var eytt til keyrsluvega í Canada fjárupphæð, sem nemur í öllum fylkjunum $45,563,000. Þar af til nýrra vega $29.595,000, en til viðhalds keyrsluvegum, áður bygðum. $15.968.00 Alls voru bygðar 5,788 mílur af nýjum veg- um í Canada árið 1926, en pening- ar voru notaðir til viÖhalds á meir en fjörutiu þúsund mílum vegar. Manitoba fylki varði alls $1,100,- 000 til vegabóta og þar af $950,- 000 til að byggja nýjar brautir, sem voru all 665 mílur. Saskatch- ewan fylki gerði 489 mílur af nýj- um brautum og Alberta fylki 652 milur. Alt stefnir nú aö því að gera vegina þannig úr garði, að hægt s:é að komast eftir þeim í bílum, hverju sem viðrar. Að öðrum kosti ná vegirnir ekki tilgangi sínum. * * * Dougla^ Lorne Mc Gibbon lést að heimil sínu í Montreal hinn 20. f. m., 57 ára að aldri. Iðjuhöldur mikill og fjármálamaður. Bandaríkin. Auðmaður í New York, John Markle, er að gefa afar mikið fé til sjóðsstofnunar í líkingu við hina miklu sjóði, sem kendir eru við Rockefeller og Cornegie og á vöxtunum að vera varið til að styrkja visindalega starfsemi. Sjóð- urinn á að bera nafnið “John and Mary K. Markle Eoundation”, og verður byrjaður með $3,000,000. * * * Það dugar ekki fyrir fólkið í Portland, Oregon, að vera úti á götum borgarinnar á nóttunni, eða frá miðnætti og þangaÖ til bjart er orðið á morgnana. Þeir sem það gera mega búast við að verða tekn- ir fastir og setir i tukthúsið, sam- kvæmt síðustu fyrirmælum borgar- stjórnarinnar þar. Það sem komið hefir þeim, sem þar ráða fyrir til að gera þessar ráðstafanir, er það að þar í borginni hafa nýlega rán verið framin hvert eftir annað, og náðu ræningjamir -48,000 á skömmum tima, og voru ránin öll framin að næturlagi. Víðast, eða kannske alstaðar, mun það vera lögum gagnstætt, að þeir keyri bíla, sem hægt sé um að segja, að þeir séu undir á- hrifum víns. En óvíða mun vera eins hart tekið á þessu, eins og í rikinu Indiana. Þar hafa nýlega verið samþykt lög, sem sem leggja $100 til $500 sekt við fyrsta broti eða þrjátíu daga til sex mánaða fangelsi. Brjóti menn í annað sinn, mega þeir búast við að lenda í hegningarhúsinu í eitt ár að minsta kosti og jafnvel í fimm ár. Þetta þykir mörgum nokkuð hart að gengið, en löggjafarnir þar suður frá segja, að lögin séu nauðsynleg, því drukkinn maður, sem keyrir bíl, sé engu síður hættulegur heldur en vitskertur maður, sem hefir hlaðna byssu. • • • Flugmönnunum Bert Acosta og Clarence V. Chamberlain hefir hepnast að vera lengur uppi í loftinu í einu heldur en nokkrir aðrir hafa enn getað, eða 51 kl.- stund, 11 mínútur og 20 sekúnd- ur. Þreyttu þeir flugið hér um bil 6 kl.stundinn lengur heldur en Drounin og Landry gerðu á Frakklandi í ágústmánuði 1925. Vatnsflóð afskapleg hafa að undanförnu verið, og eru enn, á afar stóru svæði meðfram Miss- issippi fljótinu. Hefir ákaflegur vöxtur hlaupið í fljótið og marg- ar aðrar stórár, sem í það renna. Hefir fljótið víða flætt yfir bakka sína og er talið að vatns- flóðið nái yfir einar 11,000 fer- mílur af landi og hefir það gert ákaflega mikið tjón á ökrum, byggingum og margskonar mann- virkjum, sérstaklega á bændabýl- um. Fréttirnar segja, að um þrjú hundruð manna hafi farist í þess- um vatnsflóðum og 150,000 orðið heimilislausir, nú í bili að minsta kosti. Tjón meira og minna hef- ir flóðið unnið alls í sjö ríkjum. Bretland. Miss Megan Lloyd George, er vanalega með föður sínum þegar hann sækir stjórnmálafundi og heldur þar ræður. Stundum segir hún fáein orð á slíkum fundum, en varla verður sagt að hún hafi hald- ið stjórnmálaræðu fyr en nú í vik- unni, sem leið. talaði hún þá á stjórnmálafundi í London og var aðal efni ræðunnar að segja kon- unum að bæði ihaldsmenn og verkamenn væru svo önnum kafn- ir viÖ sin eigin flokksmál, að þeir hefðu engan tíma til að sinna þörf- um húsmæðranna, og því væri lang best fyrir þær að hallast að frjálslynda flokknum. Ekki segist ungfrúin hafa í huga að sækja um þingmensku nú fýrst um sinn. Breskum blöðum verður mjög skrafdrjúgt um þá' breytingu á kosningalögum, sem stjórnin er að koma á, að konur fái kosningarrétt þegar þær eru 21 árs, í stað 30 ára, eins og nú er. Sum stórblöðin, eins og t. d. “Daily Mail” berjast ákaft Mr. og Mrs. Kristján Albert. giiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiBiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiimmiiii Til Mr. og Mrs. Kristján Albert í gullbrúðkaupi þeirra. Þið bygðuð í vortrúnni bústað þann, er bylurinn aldrei kaldan fann, því yl-hjörtun daglangt dreymdi drauma, sem enginn gleymdi. Og því er svo heiðbjart og hlýtt í kveld, að hjörtun geyma þann sama eld, er ástin í æsku glæddi, þótt umhverfis stormur næddi. Að hafa jafn sólauðugt sjónarmið og sumar í hjörtunum, líkt 0g þið, er samlífsins sigurmerki, — sælan í orði og verki. Að finna’ ykkur ennþá jafn ung í liug, með úitsýni stærra og hærra flug, er vinunum vordags gróði, vermdur í hjarta-ljóði. á móti þessari breytingu. Daily Mail, segir meðal annars, að ungu stúlkunum sé ómögulega treystandi til að greiða atkvæði skynsamlega, og svo verði þær !sálfsagt alt of “rauðar”. Öðrum blöðum þykir þessar ástæður gegn lagabreyting- unni æði léttvægar og segjast ekki vita betur en að stúlkur séu alveg eins skynsamar eins og piltarnir, og segja að þeim sé engu síður treystandi til aÖ fara vel með sinn kosningarétt. En eitt er víst, að þar sem kvenfólkið er í miklurn meirihluta á Bretlandi, þá getur það ráðið þar kosningaúrslitum, þegar þessi fyrirhugaða lagabreyt- ing er komin í gildi. * * * Á fundi óháðra verkamanna, sem haldinn var í London hinn 18. apríl, skuldbundu félagsmenn sig til þess, að taka engan þátt í her- þjónustu, ef til stríðs kæmi milli Breta 0g Kínverja, þar á meðal að neita því þverlega, að fram- leiða hergögn eða flytja þau. * * * Fyrir brezka þinginu liggur lagafrumvarp þess efnis, að það takmarkar rétt manna til að hefja verkföll. Nái frumvarpið fram að gdnga, verða ólögleg öll verkföþ, sem hafin eru í þeim til- gangi hð neyða stjórnina til að fallast á kröfur verkamanna, eða sem á einhvern hátt eru hættuleg þjóðfélaginu að áliti stjórnarinn- ar. Frumvarpið veitir vernd stjórnarinnar öllum þeim, sem neita að taka þátt í ólöglegum verkföllum. Er þetta lagafrum- varp til orðið út af hinu mikla almenna verkfalli, sem átti sér stað á Bretlandi fyrir ári síðan. Verkamannafélögin berjast ákaf- lega gegn þessari lagabreytingu og hafði það komið til orða að hefja alment verkfall hinn 1. þ. m. Af því verður þó ekkert. — Hinn 29. apr. héldu verkamenn þing mikið til að ræða þetta mál 0g voru á því þingi mættir full- trúar verkamannafélaga, er telja um fjórar miljónir manna. Ekki náði sú hugmynd þar fram að ganga, að hefja verkfall og var mikill meiri hluti fulltrúanna henni mótfallinn. Börðust þó nokkrir hinna ákafari verka- mannaleiðtoga af öllu afli fyrir því, að verkfall væri hafið. Baráttan gegn frumvarpi þessu er ekki þar með lögð niður af hálfu verkamanna, en hún verður háð að mestu innan þings, en ekki utan, enda eru verkamenn all- f jölmennir á þingi og geta vel lát- ið þar mikið til sín taka. Segja fréttir frá London, að ekkert mál hafi komið fyrir brezka þingið, sem ákafari mótspyrnu hafi mætt heldur en þetta, að undanteknu heimastjórnarmáHnu írska, á sinni tíð. * * * Beatty jarl leggur niður em- bætti sitt hinn 31. júlí næstkom- andi, sem æðsti yfirmaður brezka flotans. Hefir hann gegnt því embætti síðan 1919. Hann er nú hálf sextugur að aldri, en var að eins þrettán ára, þegar hann fyrst fór að vinna á brezkum her- skipum. Hlaut hann all-mikla frægð og viðurkenningu í stríð- inu og sérstaklega fyrir framkomu sína 1 sjóorustunni miklu við Jótland. Eftirmaður hans verð- ur Sir Charles Madden. Ilvaðanœfa. Hinn nýi stjórnarformaður í Japan, barón Tanaka, hefir látið blöðin flytja þá skoðun sína, að hann telji afskifti kommúnist- anna á Rússlandi af málum Kín- verja mjög hættuleg og sízt til þess fallin, að friður geti komist á í Kína, og telur hann sennilegt að þau geti valdið friðslitum víð- ar í Austurálfunni, en það séu mál, sem Japanar geti ekki látið sig litlu skifta, hvort friður sé í nágrannalöndunum, eða hvort þar logi alt í ófriði. Segir Tanaka, að hann vonist til, að sínir “vinsam- legu nágrannar”, Rússarnir. muni vel skilja hvað hann eigi við með því 1 að láta þennan boðskap frá sér fara. \ * * * Þýzk stúlka, sem nefnir sig Ethel Chiles, en heitir réttu nafni Kate Gussfeldt, hefir verið tekin föst í London á Englandi og sök- uð um að hafa reynt að fá ferða- skírteini undir fölsku yfirskini. Yar hún dæmd í tveggja mánaða fangelsi og verður svo flutt til Þýzkalands. Lögreglan á Eng- landi segir að hún sé njósnari. Hefir stúlka þessi verið í ýmsum löndum síðan 1925 og þar á með- al í Canada. ÁVARP, flutt af Mrs. Haraldur 01s*n. Heiðruðu, kæru gullbrúðhjón, og gestir! Eg hefi verið beðin að tala nokkur orð til Mrs. Albért. Og það hefði verið mér sönn ánægja, ef eg hefði haft hæfileika til að gjöra það á þann hátt, sem sæmi- legt væri við svo hátíðlegt tæki- færi. Mrs. Albert hefir komist upp á hæsta tindinn, eg ætla að kalla það “Sigurhæðir”. Það eru mjög fáar konur, sem eiga því láni að fagna, að búa með manni sínum í ástúðlegu hjónabandi í 50 ár. Það er langur tími, og það er svo ótölulega margt, sem hefir skeð í heiminum á þessu tímabili. Þó við að eins bindum okkur við okk- ar eigin þjóð, þá er það mikil breyting, sem hefir átt sér stað, bæði heima á gamla landinu og hér hjá þjóðarbrotinu vestan hafs. En eg ætla ekki að fara út í þá sálma, það hefir svo oft verið talað um framfarirnar og breyt- ingarnar frá frumbyggjaralífinu og landanum hossað fyrir dugn- aðinn. Það er eitt, sem ekki hefir breyzt á þessum 50 árum: Það er trygðin hennar 'Mrs. Albert til manns. síns. Eg er viss um, að hún Mrs. Albert yrði önnur Berg- þóra, að því leyti, að hún gengi viljug undir feldinn með manni sínum, ef til þess kæmi. Mrs. Albert hefir ýms sér- kenni fornkvennanna íslezku, t.d. gestrisnina, hjálpsemina og dugn- aðinn, þegar hún vill koma ein- hverju í verk. Eg er viss um, að flest af ykkur hafa einhvern tíma 0g mörg af ykkur oft verið gest- ir hjá Mrs. Albert og fundið hve innilega góð hún var gestum sín- um. Það eru sumar konur, sem hafa lag á því, að láta gestum sín- um líða vel, og Mrs. Albert er ein af þeim konum. Og svo er hjálp- semin. Það eru margir, sem vita um það, að Mrs. Albert hefir far- ið frá heimili sínu, til þess að hjálpa, þar sem veikindi og aðrar bágar kringumstæður áttu sér stað og rétt núna nýlega var eg svo greinilega mint á það í sam- bandi við þetta samkvæmi; það var kona, sem lét í ljós, að sig langaði til að vera með að heiðra þessi hjón. Hún sagði: “Eg er í skuld við Mrs. Albert; eg er ekki búin að gleyma því, þegar hún kom til mín og vakti með mér yfir veiku barni okkar.” Eg er viss um, að það eru fleiri, sem muna svippð atvik frá fyrri tíð- um. Og svo er dugnaðurinn. Við kvenfélagskonur, sem höfum unn- ið með Mrs. Albert, margar af okkur frá 30—40 ár, getum borið uiú, að Mrs. Albert hefir ávalt sýnt dugnað og ósérplægni, þeg- ar við höíjum verið að vinna fyrir kvenfélagið. Mrs. Albert var um langt skeið djákni hjá Fyrsta lút. söfnuði, og þá þurfti hún oft að taka á kröftunum til þess að heimilið ekki liði við það sem hún vann út á við. En heimili Mrs. Albert hefir æfinlega ýerið mesta myndarheimili og hún sýnt þar bæði dugnað og rausn, og það er vitnisburður þeirra, sem hafa átt heimili hjá henni, og þeir eru margir. Iþg er ein af þeim fáu, sem hér eru viðstaddir, sem sáu Mrs. Al- bert, þegar hún var ung stúlka. Eg vildi eg gæti dregið upp mynd af henni, eins og hún leit út þá. Eg býst við að hú,n hafi verið 16 til 17 ára, þegar eg sá hana. Eg var þá unglingur, nokkrum árum yngri. En það sem vakti athygli mína var, hvað mér fanst hún falleg; hún hafði mjög fagran yf- irsvip, var fjörug, síbrosandi og með mjög mikið gulbjart hár, svo flétturnar, þegar hún nældi þær undir húfuna, náðu niður á mitt bak; og það þótti nú prýði á kon- um í þá d^ga; og eg skal- segja ykkur það fyrir satt, að ungu piltarnir á Húsavík litu upp, þegar hún Kristjana Kristjáns- dóttir frá Flatey kom í kaupstað- arferð þangað. Eg sagði í byi-jun, að Mrs. Al- bert hefði komist upp á Sigur- hæðir. En hvað sér hún frá þessum sigurhæðum sínum? Þeg- ar þún horfir til baika, þá sér hún liðna æfi sína, með öllum þeim margvíslegu breytingum, sem mannsæfin geymir í skauti sínu: sorg og gleði, heilbrigði og van- heilsu, uppfyltar óskir og vonir, Mr. Paul Bardal, sá er leiddi söngflokk Fyrstu lút. kirkju til sigurs í y^ hljómlistarsamk'ep 1 li Manitoba-fylkis ' þ. 29. apríl s. I. sem hafa brugðist; en eg veit að hún Mrs. Albert er svo bjartsýn, að hún sér miklu meira af sól- skini en skuggum. Það er tvent, sem mér finst muni standa skýr- ast fyrir hennar hugskotssjónum nú á þessum heiðursdegi hennar; það fyrra eru synirnir hennar, sem ætíð hafa verið svo góðir við hana; það eru svo ljúfar endur- minningar frá þeim tíma, þegar þeir voru heima hjá henni og vildu alt gera henni til gleði. En þó að kringumstæðurnar hafi valdið því, að hún getur ekki notið nærveru þeirra nú í seinni tíð, er það svo óblandin ánægja fyrir hana að frétta af þeim, og velgengni þeirra og fjölskyldna þeirra. Hið síðara er maðurinn hennar, sem hefir verið henni skjól og skjöldur á liðnu æfinni, eða eins og hún sjálf komst einu sinni að orði: “Hann hefir borið mig á höndunum í gegn um lífið”. Svo hún Mrs. Albert hefir átt miklu láni að fagna. En hvað sjáum við, þegar við horfum með henni Mrs. Albert inn í framtíðina frá sigurhæð- unum? Við sjáum undur fagurt sólsetur, og það er haustkveld, því akrarnir eru bleikir og laufin á trjánum búin að fá sitt marg- lita skraut; sólin sendir gullna geisla yfir lög og láð, það er friður og ró yfir öllu, eins og náttúran sé að hvílast eftir vel unnið dagsverk. Tvær persónur leiðast niður hæðina, þau ganga mjög hægt, eins og þau séu að treina sér kveldkyrðina, og þau raula undur blítt fyrir munni sér: “Vor er indælt, eg það veit, þá ástar kveður raustin, en ekkert fegra’ á fold eg leit, en fagurt kvöld á haustin. * Tölum við um trygð 0g ást, tíma löngu farna,- unun sanna’ er aldrei brást, eilífa von guðs barna.” Mr. Skúli Sigfússon, þingmað- ur, var útnefúdur í einu hljóði á fundi á Oak Point, á laugardag- inn var, til að sækja um þing- mensku í Sc. George kjördæminu við næstu fylkiskosningar, af hálfu frjálslynda flokksins. 9 til 1 og frá 2 til 6 að deginum og svo a<5 kveldinu frá kl. 7.30 til 10 Þann 27. apríl síðastl. lézt að heimili sínu í Grand Forks, N.- Dak., John S. Johnson, hálfátt- ræður að aldri. Var hann hálf- bróðir Mr. Stefáns Johnsonar, að 694 Maryland SL hér í borginni. Hinn framliðni lætur eftir sig konu og tvær dætur. Or bœmum. ólafur Egilssoli frá Langruth, Man., var staddur í borgiðni fyrri hluta vikunnar. Sagði hann, að í sínu nágrenni væri enn ekk- ert byrjað að vinna á ökrum, vegna þess að landið væri alt of blautt til þess að hægt væri að byrja á sáningu. Mr. Egilsson kom til að leita sér lækninga. Með honum var kona hans og dóttir. Mrs. Arthur Lockerby (áður Lína Baldwinson), lagði af stað suður til Oakland, Cal., síðastlið- ið laugardagskveld, ásamt börn- um sínum fimm. Var maður hennar kominn þangað fyrir rúni- um þremur mánuðum, og hafa þau ákveðið að setjast að þar syðra. Mr. Thór. Lifman, frá Árborg, Man., leit inn á skrifstofu vora síðastliðinn þriðjudag og bað þess getið, að ‘Old Timers Dance’ og myndasýning, sem Arborg Im- plements og Motors, hefðu á- formað að halda þann 13. þ. m., hefði orðið að fresta sökum ó- færra vega. Síðar verður aug- lýst nær skemtisamkoman verður haldin. Nýir kosningalistar verða prentaðir fyrir Winnipeg og aðra bæi í fylkinu og notaðir við fylk- iskosningarnar, sem fram fara i Manitoba áður en langt um líður. Skrásetning fer fram í Winnipeg hinn 10., 11. og 12. þ.m. Er afar- áríðandi að skrásetjast meðah tími er til, því að öðrum kosti geta menn ekki greitt atkvæði, þegar að kosningunum kemur. — Skrásetningar skrifstofurnar verða opnar fyrnefnda daga kl. Samkoman sem Dorkas félagið hélt í Goodtemplarahúsinu í vik- unni, sem leið, hin 27. apríl var mjög vel sótt, og fólkið skemti sér ágætlega. Mr. og Mrs. T. M. Johnson frá Brown, Man. hafa nýlega flutt til borgarinnar ðg er nú heimilisfang þeirra að 637 Alverstone St. Árni J. Árnason frá Church- bridge. Sask. kom til borgarinnar á mánudaginr^É|fcr.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.