Lögberg - 05.05.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 05.05.1927, Blaðsíða 7
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 5. MAl 1927. Bla. 7 Hafði nýrnaveiki árum saman M. J. Anderson Reyndi Dodd’s Kidney Pills. Þessi Maður Hefir Ekki Fundið Til Veikinnar Síðan. Battle Creek, Sask., 2. maí — (einkaskeyti)— í öllum sveitum Canada er ein- hver, sem dáist að Dodd’s Kidney Pills. Þær hafa læknað fólk af nýrnaveiki um alt þetta mikla land í 35 ár. Það er þeirra hlut- verk. Þær lækna að eins nýrun og þau veikindi, sem frá þeim stafa. Af því meðalið læknar slíka sjúkleika, er það nú svo afar vinsælt. Lesið það sem Mr. James Anderson hefir um það að segja: “í mörg ár Iþjáðist eg af nýrnaveiki, sem ekki gat batn- að fyr en eg fékk Dodd’s Kidney Pills. Síðan eg fór að nota þær, hefi eg ekki fundið til veikinnar og hefi þær æfinlega við hend- ina.” Dodd’s Kidney Pills hreinsa blóðið af óhollum efnum og blóð- ið flytur öllum hlutum líkamans líf og fjör. Ef þú hefir fundið til lasleika, sem stafar frá nýrunum, þá gerir þú alt sem hægt til að varna því að hann magnist. Eini áreiðan- legi vegurinn er að nota Dodd’s Kidney Pills strax í dag. Ranghermi. Það er ekki oft sem eg sé Heims- kringlu, en þá sjaldan að það ber við, finn eg jafnan einhverja á vexti þar, sem sanna hvers eðlis það tré er. Einhver G. A. er að skrifa í blaðið, 16. marz 1927, um breyti- þróunarkenninguna, eða öllu held- ur um mótþróann i Bandaríkjunum gegn henni, og segir þá þessa frétt um leið: “Annar fundamentalisti, George iMcCready Price að nafni, hefir lýst mikilli vanþóknun yfir jarð- fræðisrannsóknum, sökum þess að þær stylðji Ibreytiþróunárkenning- una.” Þetta eru bein ósannindi, sem höfundur nefndrar greinar ekki getur varið. Eg kannast vel við (kenningu Dr. Ptice. Hann er sjálfur jarSfræSingur og hefir gert það aS lífsstarfi sínu aS ferS- ast um heim allan í jarSfræSis- rannsóknum. Hann hefir veriS aS ferðast nýlega í Alpafjöllunum, og eg hefi lesiS mjög viturlega grein eftir hann um þær rannsóknir sín- ar, þar sem hann gerir rökstuddar athugasemdir viS hinar kátlegu á- gizkanir vantrúuSu jarSfræSing- anna. Dr. Price hefir aldrei lýst van- þóíknun sinni yfir jarSfræSisrann- sóknum, en hann hefir hrakið meistaralega, bæSi í ræSu og riti margar ágiskanir og staShæfingar vantrúuSu jarSfræSinganna, og lýst vanþóknun sinni yfir þeim. Þetta er sannleikurinn. En látum nú menn hafa mis- munandi skoSanir um alla hluti. ÞaS hefir löngum viSgengist, en að nota bein ósannindi til þess aS varpa skugga á skoðana andstæS- inga sína, verSur æfinlega aS álít- ast óheiSarleg vörn. Pétur SigurSsson. GeðofsL Getir þú ekki stjórnað geðsmun- um þínum sjálfur, þá getur einhver annar, sem er nógu sterkur, gert það fyrir þig. Setjum svo aS þér verSi þaS á að stiga á hrífunai sem liggur úti í garSinum meS tindana upp og setjum svo aS þú gerir það þannig aS hrífuskaftiS reisist upp og lendi beint í andlitinu á þér. Þér gremst þetta aS sjálfsögSu, hversu föst- úm eSa lausum tökum siSfágunin Icann aS hafa náö á þér. En ef þú ert vel siSaSur maSur eSa svona líkt og fólk er flest, þá mundi þér Bezta Meðalið Til Að Ná Aftur Tapaðri Heilsu. Taugaslekkja og óstyrkir vöðv- ar og önnur veiklun aðal líffær- anna, er bein aflieðing þess, að blóðið er ekki heilbrigt, eða þá að maður hefir lagt of mikið á sig þar með ofboðið taugum og vöðvum, t. d. með ónógum svefni, snöggri breytingu, eða þá að ell- in er að færast yfir mann. Við þessu er ekkert eins gott og Nuga- Tone, þetta ágæta heilsulyf, sem hefir bjálpað (þúsundum manna til að ná aftur heilsu sinni, þeg- ar ekkert annað hefir dugað. f 35 ár hefir Nuga-Tone reynst margfaldlega þess virði, sem það kostar, þegar um þann lasleika er að ræða, sem stafar af því, að líkaminn er orðinn slitinn og þreyttur. Allir lyfsalar selia þér þetta meðal með þeim skilningi. að skila aftur peningunum. ef meðalið reynist ekki fullkomlega eins vel og því er lýst. Fáðu þér flosku strax í dag og reyndu sjálfur ágæti þess. Neitaðu eft- irlíkineu, vertu viss um að fá Nuga-Tone. verða það fyrst aíS taka hrífuna og hengja hana þar sem hún á að vera; en ef skapsmunirnir eru ó- tamdir og óviðráðanlegir, þá er hefnigirni þinni ekki fullnægt fyr en þú hefir brotiS hrífuna og kast- að brotunum eins langt í burtu eins og þú getur komið þeim. Það er auðskilið að náttúran hefir lagt manninum til skap, því hann þarf á því að halda. Reiðin er nokkurskonar trylling, sem veld- ur því að jafnvel hinn veiki gleym- ir eyðileggingunni, sársaukanum og veikleikanum. Það er nauðsyn- legt að gleyma þessu þegar maður verður að berjast fyrir lifi sínu, eða mat sínum. Það er engum vafa bundið, að geðofsinn var manninum nauðsyn- legur, þegar maSurinn var viltur eða hálf-viltur, en nú er öðru máli að gegna. Nú er vargaskapurinn bara til óþæginda og leiðinda og álíka gagnlegur eins og botnlang- inn. Börnin hafa miikið skap, og þau nota það óspart, þegar þau læra af reynslunni að það dugar þeim vel til að fá það sem þau vilja. Haldi þau því við, þegar þau eldast og þroskast, á er þaö vegna þess að þau finna að þarna eiga þau inn- stæðu sem gefur þeim arð í því um- hverfi sem þau lifa í. Börn leggja vanalega niður geðofsann þegar þau komast að því að þau vinna ekkert með honum og hann er þeim bara byrði. Sama má segja um fullorðna. Hafi fullorðinn maður þessa ó- stjórnlegu skapsmuni, þá er það af því, að hann hefir ekki verið svo lánsamur, að nokkur hafi orðið til þess, meðan tími var til, að láta hann finna á áþreifanlegan hátt að þetta gæti hann ekki komist upp með Enginn hefir “tekið niður í honum rostann.” Einu sinni sá eg geðofsann í al- gleymingi. Maðurinn, sem eg á við, var að reyna að koma loki á oliu- könnu, en það gekk illa og lokið féll ekki. Kastaði hann þá könnunni þar sem hann stóð og trampaði á henni þangað til hún var orðin al- veg ónýt. Þessi m'aður drap einu sinni hvolp í reiði sinni og í annað sinn kastaði hann skó í konuna sína, en hann gat haldið sér í skefjum þeg- ar það var nauðsynlegt, og hann gerði það einu sinni þegar stór og sterkur, bláeygður maður hrakti hann út að veginum og hótaði að gefa honum eftirminnilega ráðn- ingu, ef hann hreyfði sig eða opn- aði munninn til að segja nokkurt orð. Þótt geðofsi þinn sé erfðafé, þá er það engin afsökun og enn síður nokkuð til að þykjast af. Nærri altaf ber hann 'vott um hug- Ieysi. Þú hefðir ekki það geðslag nú, ef þú hefðir ekki haldið því við og þroskað það, á þeim árum, þeg- ar lund þín var að mótast. Og þú þroskaðir það ekki, með því að beita ofstopanum við þá, sem voru sterkari en þú sjálfur. Ef þú hefð- ir reynt það, þá hefði það verið brotið niður, og ef til vill hefði eitthvað af tönnunum í munninum á þér brotnað um leið. Þú beittir því þar á móti við þá, sem voru þér veikbygðari, og þroskaðir þar með i sjálfum þér, eitthvað sem ó- mögulega á það skilið að vera talið gott og göfugt. Þrátt fyrir geðofsann ert þú ekki æfinlega hættulegur maður. Þú ert skaðlaus gagnvart manni, sem er sterkari en þú og hefir auk þess gott barefli við hendina, en hús- munirnir geta vel orðið fyrir skakkafalli af þínum völdum. Þú ert líklegur til að sparka í stólana af mestu grimd og kasta bókinni út um gluggann ef þér fellur illa við annaðhvort. Enginn skyldi hræðast geðofsann. Hlann tilheyrir langoft- ast þeim sem svala geði sínu á stól- um og öðrum dauðum hlutum. R. Q- Skáldið frá Sandi. Þú, Háloga helga strönd, átt heiðríkjukveldin . skír, og svalgeim og segulbönd ' og sólnæturtjöldin hýr. — Ber skin yfir skúralönd þinn skáldfrægðarljómi dýr. Um Bjarmalands bragafjall skín bál — yíir dal og hvál. Þar óðvaldur Islands snjall til eldrauna fægði mál. Þar sauð hann úr síum gjall, þar svarf hann hið hvassa stál, Hann þeysir á risareið, sá riddari’, um héruð vor á bragfáki listaleið með lofstír og vald og þor 'og magnar það mesta skeið, og markar þau dýpstu spor. Vér heilsum þeim geysta gand og gunnreifa drotni taums, sem undir sig leggur land með ljósvaldi sagnaflaums — og græðir upp grjót og s a n d við gullýrur ljóðastraums. Vér hlustum á hörpusöng, sem hríðgöll í freraslóð, sem fossdyn í fjallaþröng, ROBIN HOOD FLOUR Mjölið er malað úr allra bezta hveiti, sem er sað- samt og styrkir vöðvana. Húsmæður hafa líka reynt það, að þetta mjöl er allra bezta tegund, rétt eins og peningaábyrgðin segir. sem fallbrim við klettahlóð, sem blæsúg við bjarkagöng, sem barnsgrát — og dánaróð. Þeim söngvara’ um sónarmið, þeim svan upp við hljómaborð, þeim fluggamm um fræðisvið skal fagnað um þvera storð. Hann þarf ekki varptóls við, svo víðfleygt er hvert hans orð. I vígfimri víkingsmund hans vigur er íslenzkt mál. Það ljómar sem logi um grund og leiftrar sem norrænt stál. — því hvessir það hetjulund, — því heykir það kveitusál. Hann miðar til marks af list og mundar sinn boga’ af snild 0g hæfir jafnt inst sem yzt til ádeilu’ og lofs — að vild. —Hann brýtur hvern kalinn kvist, en kjarnmennin tekur gild. Þú listjöfur ljóðs í sal og lávarður spekimáls — þinn hróður æ hefjast skal sem háfjall úr röstum áls. — Þótt lofuðungar látri’ í val, þú lifir og vakir frjúls. Stefnn Sigurðsson. —Lesb. Mbl. Staða mín. er elzta staða mannfélagsins. Mín staða er sú staða mannfé- lagsins, sem mér fellur bezt og sem eg vildi helzt skipa, sú að vera móðir og húfreyja. Þegar fólkið er að vorkenna mér að gegna húmóðurstörfunum, sem mörgum finst að hljóti að vera erfið, ófrjálsleg og leiðinleg, þá brosi eg bara að þeim, því það er svo langt frá því, að mér falli þau illa. Þau eru ekki nærri því eins þreytandi eða leiðinleg, eins og að sitja við ritvélina allan dag- inn, dag eftir dag og viku eftir viku. Eg gerði þetta í sjö ár samfleytt, áður en eg giftist. 0 Maðurinn minn er verkamaður. Við eigum eitt barn og við erum að kaupa hús. Það er Imitt hlutskifti, að kaupa alt til heimilisins. Eg lít eftir útgjöldunum og gegni því vandasama verki, að láta litlar tekjur endast til að mæta miklum útgjöldum, og við erum siþátt og smátt að vinna sigur á óvininum, fátæktinni. Það er mitt verk að þvo þvottinn og slétta hann, mat- reiða, sauma og halda húsinu hreinu, og einnig að hirða um garðinn að mestu leyti. Er þetta ekki leiðinlegt? Er það ekki mesti þrældómur? Nei. I*að liggur ekki nærri. Mat- reiðslan þarf stöðugrar aðgæzlu; það þarf að líta eftír því, að mat- urinn brenni ekki í ofninum og að það sjóði ekki upp úr pottinum 0g eg hefi ánægju af að hafa sterkar og stöðugar gætur á þessu. Verði eg þreytt á því að vera inni, þá fer eg út í garðinn og slæ grasflötinn með litlu sláttu- vélinni, eða hreinsa arfa og ann- að illgresi úr garðinum. Stund- um fer eg út bara til að njóta ilmsins af blómunum og svo að tala við nágrannakonurnar hinu megin við girðinguna. Mér fellur þessi vinna meðal annars vegna þess, að eg get hagað henni að miklu leyti eftir mínu eigin höfði. Eg ræð mér s.iálf og þarf ekki að gera neinum húsbónda eða verkstjóra grein fyrir því, hvernig eg ver tíman- um. Eg er minn eiginn herra, sem kallað er. Áður en eg giftist, vann eg sjálf fyrir eins miklum peningum, eins og maðurinn minn vinnur fyrir nú. Eg átti fallega loðkápu og eg sótti leikhúsin óspart, en ekki vildi eg skifta um og fá aftur þá stöðu, sem eg hafði, en láta af hendi þá, sem eg hefi nú. Mér líkar að þjarka dálýtið við mat- salana um verðið á kartöflunum, kjötinu og eggjunum- og öðru slíku. Þegar eg finn að það hef- ir þann árangur, að eg hefi um mánaðamótin dálítinn afgang af þeim peningum, sem ætlaðir voru til áð kaupa mat fyrir, þá skilst mér, að eg sé töluverður hag- fræðingur og að mér hafi hepn- ast að nota þá hæfileika mér og mínum til gagns. Að eiga þægilegt og laglegt t t t t T t x t t ♦> um Biðjið RIEDLE’S BJÓR LAGER t t t ♦1« Og STOUT t t t t t i t t T V t t ♦> The Riedle Brewery | Stadacona & Talbot, - Winnipeg % T t ♦> Phone 57241 X t ♦> heimili, með fallegum grasfleti og blómagarði, og að eiga ein- hvern, sem kallar mann mömmu og sem elskar mann og annast, þegar maður er sjálfur orðinn gamall, það eru þau lífsins gæði. er eg vildi helzt kjósa. W. B. B. Eg vil verða vitavörður Eg er alls ekki óánægður með það verk, sem eg hefi á hendi. sem er í því fólgið, að passa hóp af hæsnum, hjálpa til við hús- verk og að vinna við bókasafn þorpsins, þar sem eg á heima. En það er mjög algbngt, að menn láti sig dreyma um eitthvert starf, sem þá langar til að vinna og sem þeim finst að sé öllu öðru starfi göfugra og ánægjulegra, og það verk, sem eg hefi látið mig dreyma um, er að verða vita- vörður. Eg vildi, að minn viti væri á einhv^rri óbygðri og eyðilegri sjávarströnd. Eg mundi hvorki hræðast brimhljóðið ^né sjávar- rótið og héldur ekki einveruna. Eg mundi þvert á móti hafa mikla ánægju af að horfa á þann stórkostlega hrikaleik náttúrunn- ar, sem þar fer fram. Þá mundi það ekki síður veita mér mikla á- nægju, að finna til þess, að það væri eg, sem bæri alla ábyrgðina á því, að minn viti varpaði stöð- ugt skæru og björtu ljósi út í myrkrið og storminn. Þá mundi eg enn fremur hafa mikla ánægju af því, að athuga veðrabrigðin. Eg hefi í nokkur ár unnið að veðurathugunum fyr- ir stjórn Bandaríkjanna, og það hefir komið mér til að veita veðr- inu nákvæma eftirtekt, athuga það og gera mér grein fyrir því dags daglega. Miklu heldur vildi .eg hafa ein- hverja manneskju hjá mér, stund- um að minsta kosti. Eg skyldi á- reiðganlega hafa nokkra ketti mér til skemtunar. Töluvert mik- ið af bókum og tímaritum yrði eg að hafa hjá mér 0g fá alt af við og við eitthvað nýtt af því tagi. Eg skil, að þetta verk er tölu- vert örðugra, heldur en þáð í fljótu bragði virðist vera, en eg vildi engu síður vinna verkið fyr- ir þá skuld. Trúr vitavörður get- ur unnið fyrir þjóðfélagið, sem bezt hann getur og að hann er að hjálpa sjómanninum, sem oft er í svo miklum háska staddur. G. H. Ný uppgötvun. Ungur, danskur stúdent, Seot Iversen að nafni, er í þann veg- inn að verða heimsfrægur fyrir stórfeldar umbætur, sem hann hefir gert á bifreiðum. Sérfræð- ingar telja þessar umbætur svo mikils virði, að þær muni á skömmum tíma gerbreyta fyrir- komulagi bifreiðanna og gera þær haldbetri og margfalt ódýr- ari en hingað til hefir verið. ýms stærstu bifreiðafélög heimsins hafa boðið honum milj- ónir króna fyrir einkaleyfi á upp- götvununum, en hann hefir ekki tekið neinu boði enn. Uppgötvanir Iversens skiftast í þrent. í fyrsta lagi hefir hann fundið nýjar fjaðrir. Hristing- urinn á bifreiðunum með þessum fjöðrum, verður miklu minni en með gamla laginu og miklu minna reynir á bifreiðina á vondum vegi. Og fjaðrirnar eru þannig úr garði gerðar, að jafnt reynir á þær allar, en ekki mest á þær lengstu eins og nú. Enginn nún- ingur er á milli fjaðra blaðanna innbyrðis, og þarf því ekki að bera á þær. Þá hefir Iversen smíðað nýjan hemil. Með honum er hægt að stöðva fcifreiðina á margfáilt styttra færi en með þeim heml- um, sem nú eru notaðir, og er hinum nýja hemli miklu síður hætt vjð bilun. Loks hefir hann smíðað nýjan hrejTil (<motor) fyrir bifreiðar. Iversen segir, að gallinn á þeim hreyflum, sem nú eru notaðir, sé sá, að breyting bensínsins í þeim sé ekki nógu fullkomin. Oft komi fljótandi bensín inn í “cyl- inderinn” og þynni áburðinn, sem þar er fyrir svo að bullan skemm- ist. Hann hefir því gert nýja dælu, sem hann setur í samband við hreyfilinn og framleiðir hún um 1100 atm. þrýsting, svo að eimurinn verður afar fingerður, hver dropi að eins 1-3. úr rúm- millimeter. Hreyfillinn sjálfur er að öðru leyti mjög líkur Diesel- vél. Hann er miklu aflmeiri en þeir, sem nú eru notaðir, eða um 120 hestöfl. Með svo sterlíri vél .þurfa engin “gear”-skifti að vera á bifreiðinni, en hraðinn tempr- aður með bensínsgjöfinni ein- göngu. Stúdent þessi er að eins 21 árs gamall, og er nemandi á “Poly- teknisk Læreanstalt” í Kaup- mannahöfn. Er hann talinn frá- bær hugvitsmaður og hefir auk þess, sem hér er nefnt, gert ýms- ar merkilegar uppgötvanir og hefir aðrar í smíðum. Bifreiða- smiðja ein í ítaliu er nú að smíða bifreið eftir fyrirsögn hans og á hún að sýna hvers virði uppgötv- anir Iversens verði í framkvæmd- inni. Vill hann eigi binda sig neinu bifreiðafélagi né selja upp- götvanir sínar fyr en reynsla er fengin fyrir því, hvernig þessi bifreið gefst.—Vísir. Þrjátin ára afmæli. Þrjátíu ár eru liðin á þessum vetri siðan Leikfélag Reykjavíkur var stofnað. Verður það á enga vog vegið hve mikla ánægju og menningu það hefir fært bæjarbú- um og þeim er til bæjarins hafa komiíS. v 'vv I þessari viku mintist félagið af- mælisins með sýningu leikrita fjögur kvöjd i röð, og var sýnt sitt leikritið í hvert sinnið^; Æfintýri, Afturgöngur Ibsens, Þrettánda kvöld eftir Shákespeare, og Á Út- leið. Hefir það aldrei verið gjört hér fyr að leika fjögur löng leik- rit, hvern daginn eftir annan og Grœðsla með því að nota Zam-Buk gefur daglega undursamelg- an árangur. Reynið það við öllum skurðum og sárum. Og ykkur mun furða á afleiðing- unum. — Græðslu krafturinn kemur frá plöntu-vö'kva, sem kemst inn í höruudið, og um- myndar það. Þetta Grœðandi lyf græðir innan frá og eyðir meinsemdum, er liggja djúpt í hörundið eða undir því Það eyðir verkjum og ónotum og dregur alla óhollustu út úr sárum og skurfum. Zam-Buk er jurta sefni, sem græðir sár náttúrlegan hátt. r—5 Zam-Buk Ver rotnun og ætti því að vera hið fyrsta sem notað er við sár. Hvort sem er um að ræða skurði, bruna, mar eða annað því um líkt, þá græðir Zam-Buk það fljótlega. Að bera það á dag- lega kemur í veg fyrir að nokkuð ilt verði úr slíku. 50c. askjan hjá lyfsölum. ber hinn gleðijegasta vott um auk- inn þrótt Leikfélagsins og hinn mesta dugnað. Hafa sýningarnar og yfirleitt verið bæði félaginu og einstökum leikendum til sóma. En fyrir hinn unga leikstjóra, Indriða Wjbage, sem jafnframt er einn að- alleikandinn öll kvöldin, eru þessi leikkvöld þó einkum til sóma; ber það af hve mikinn áhuga hann hefir sýnt við þetta starf og að verðleikum létu áhorfendur honum í té hina mestu samúð. Mun það vera samhuga ósk bæjarbúa, að Leikfélagi Reykjavíkur megi sem best farnast. Hefir það og vafa- laust aldrei fyr átt á að skipa jafn- mörgum og góðum kröftum og nú. —Tíminn. “Alkohol úrelt svikalyf” heitir bæklingur, sem Jónas læknir Krist- jánsson hefir þýtt úr ensku. Er ritið eftir amérískan vísindamann, og ræðst hann á þá kenningu að vínandi sé styrkjandi fyrir líkam- ann og telur, aS læknar eigi að leiða almenning frá þeirri villu. Hin Eina Hydro Steam Heated i WINNIPEG Þar sem þér getið fengið bílinn yðar þveginn, það er að segja hreinsaðannogolíubor- inn á örstuttum tíma, meðan þér standið við, ef svo býður við að horfa, eða vér send- um áreiðanlegan bílstjóra eftir bíl yðar og sendum yður hann til baka, á þeim tíma er þér æskið, Alt verk leyst af hendi af aulvönum sérfræðingum. Þessi bifreiða þvottastöð vor er á hentugumstað í miðbænum, á móti King cg Rupert Street. Praipie City Oil Co. Ltd. Laundry Phone N 8666 Head Office Plione A 6341

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.