Lögberg - 26.05.1927, Side 1

Lögberg - 26.05.1927, Side 1
40. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 26. MAl 1927 NÚMER 21 Thomas Hermann Johnson DÁINN ,Æ&\ ALLINN er frá sá maður, sem um langt skeið hefir verið forvígismaður Islendinga í Canada. Ber nú að minnast eiginleika hans og athafna. 1 stuttri blaðagrein, er semja verður í flýti, verð- ur það ekki gert til hlítar. Sagnritarar þjóðar- innar fá það hlutverk. Með pennadráttum þeim, sem héra fara á eftir, verður ekki meira færst í fang, en að teikna litla, en, ef verða mætti, ljósa mynd hins mæta manns. Ætt og æska. Faðir Tómasar H. Johnson var Jón Björnsson frá Héðinshöfða I Þingeyjarsýslu, er lézt í Baldur, Manitoba, 27. ágúst 1918, gáfumaður mikill, glaðlyndur og guðhræddur. Foreldrar Jóns voru Björn bóndi Kristjánsson frá Illuga- stöðum Jónssonar og kona hans Álfheiður Einarsdóttir, föðursystir Helga lektors Hálfdanarsonar, föður Jóns bisk- ups. Þjóðkunnir bræður Björns voru þeir Kristján amt- maður á Akureyri, séra Jón á Yzta-Felli og séra Benedikt í Múla. Hafa í föðurætt Tómasar verið margir vitrir menn og atorkusamir. Móðir Tómasar var Margrét Sigríður Bjarnadóttir frá Fellsseli í Köldukinn og Kristbjargar konu hans. Var Bjarni maður frábærlega listfengur og þjóðhaga smiður. Margréti, móður Tómasar, er á þá leið lýst af þeim, er hana þektu, að hiin hafi verið hið mesta kvenval, — góð kona og fyrirhyggjusöm um alla lduti. Einkenni ættanna beggja voru augljós í eðlisfari Tómasar. Tómas var fæddur á Héðinshöfða 12. febrúar 1870, og ólst þar upp og í Tröllakoti í Þingeyjarsýslu, þar til hann var níu vetra. Þá er hann var á áttunda árinu misti hann móður sína, og á næsta ári, 1897, fluttist hann með föður sínum og systkinum til Vesturheims. Þótt ekki væri hann eldri en níu vetra, er hann vfir.sraf ættjörð sína og liti hana aldrei framar, mundi hann vel átt- haga sína og geymdi jafnan skíra mvnd af Héðinshöfða í huga sínum. Isíandi unni hann alla daga, og hvar sem hann kom, lét hann íslenzks uppruna síns getið og taldi sér það sæmd, að vera af íslenzku bergi brotinn. Tómas var yngstur sinna systkina, en önnur böm þeirra Jóns Björnssonar og Margrétar, systkini Tómasar, voru þessi: Kristján, einn af landnemum Nýja íslands, síðar bóndi í Arggyle og kaupmaður í Baldu'r, Manitoba, dáinn 1919. Jónína Þuríður, fyrri kona Sigurjóns Snædals og móðir dr. J. Gr. Snidals í Winnipeg; dó í Argýle-bygð árið 1887. Arngrímur, er lengi bjó í Victoria, B. C., en nú er bú- settur í Winnipeg. Jón, er dó í Smithers, B. C., 1917. Kristín Sigríður, dó í Winnipeg 1886. Björn, dó í Winnipeg 1885. Bjarni Benedikt, dó ársgamall á Islandi. Halldór Geir, lengi bóndi í Argyle-bvgð, nú búsettur í Winnipeg. Þrjú hin elztu þessara systkina voru flutt til Ameríku á undan föður sínum og vngri systkinum, er með honum komu vestur. Var Kristján þá búsettur að Lundi í Nýja Islandi, nálægt þar sem nú er Winnipeg Beach, og var Tómas þar hjá bróður sínum hálft annað ár. Var hann og löngum eftir það á vegum Kristjáns og vár það honum gæfa mikil, því Kristján var sem kunnugt er hinn bezti drengur, atorku- samur og framsækinn. Kendi Kristián hinum unga bróður sínum góða siði og fagurt dagfar. Kristján var maður guð- rækinn og heimili þeirra hjóna jafnan með kristilegum blæ. Var Tómas á heimili þeirra Kristjáns og Arnbjargar um tíma, eftir að þau fluttu til Argylo. Árið 1880 kvæntist Jón Bjömsson, faðir Tómasar, í annað sinn og átti Helgu Gísladóttur. Var hún dóttir þeirra hjóna, Gísla Sigurðssonar og Guðbjargar Sigurðardóttur, er bjuggu1 í Skógum í Beykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu. Hafði hún áður verið gift Benedikt Andréssvni á Bakka á Tjörnesi. Hann var stýrimaður á hákarlaskipi og druknaði vorið 1870. Áttu þau Benedikt og Helga son þann, Qr Kristján heitir, og nú er verzlunarstjóri í Baldur, Man. Með honum kom Helga til Ameríku 1879. Er hún enn á lífi og til heimilis hjá Kristjáni syni sínum. Helga er hin ágæt- asta kona og reyndist stjúpbörnum sínum bezta móðir. Var Tómasi einkar hlýtt til hennar og mintist hennar með þakk- læti fyrir ástríki það, ér hann jafnan naut af liennar hálfu, þá er hann var í föðurgarði. Fyrstu spor sín í Vesturheimi steig Tómas í Ííýja íslandi á landnámstíðinni öndverðri. Lærði hann þar, 9— 11 ára drengurinn, að þekkja og stríða við erfiðleika frum- búa-lífsins. Þar lærði hann fyrst að beita þeim kröftum, sem honum vom meðskapaðir og síðar reyndust svo miklir. Var það honum gagnlegur reynsluskóli. Það gagn hafði hann og af verunni að Lundi, að hann lærði þar þegar ensku af Kristjáni bróður sínum. Vorið 1881 fluttist f jölskyldan til Winnipeg. Var 'Tómas þá ellefu vetra. Þau 46 ár, sem liðin eru síðan, átti hann oftast heima í Winnipeg. Alt var hér þá ungt og með miklu æskufjöri. Borgin var ung. Bygð íslendinga í borginni enn yngri. Aldrei hefir félagslíf íslendinga verið með meira fjöri en þá var. Barnabrek félagslífsins voru mörg, en skomtilegt var það. ‘ ‘ Framfarafélaeáðhóf g*öngu sína; “Gróðafélagið” rann upp eins og vígahnöttur; “Leifur” fór að koma út; skólar voru haldnir rúmhelga daga og helga; fundahöld voru tíð og mál rædd með brennandi áhuga; The Occidental Society var stofnað og fundir þar haldnir á ensku, svo “landinn” fcngi æft sig í að tala opinberlega ó enskri tungu. Heimili Jóns frá Héðinshöfða var annað tveggja aðal-bóla íslenzks mannfélags í Winnipeg. Höfðu þau hjón þar greiðasölu og var þar jafnan margt manna, og þar til heimilis sumir þoir, er mest létu til sín taka í félags- málum. Inn í þetta fjöruga félagslíf kom Tómas ungi og hrifu straumarnir hann óðar með’sér. Hann var allra ís- lenzkra drengja glæsilegastur. Söngrödd átti hann óvenju- lega fagra, og leið ekki á löngu áður hann var fenginn til að skemta með söng sínum á samkomum og í veizlum “land- anna.” Hann var hrókur alls fagnaðar í hverri ungmenna sveit. Unglingarnir létu ekki sitt eftir liggja og mynduðu félög sín á meðal og höfðu það alt eftir, er hinir oldri höfðu fvrir þeim. Tómas var þá ávalt aðal-leiðtogi. Leiðtoga- hæfileikarnir komu snemma í ljós. Það er ekki ofsagt., að á þeim árum væri “Tumi Jónsson” augasteinn íslendinga í Winnipeg. Seinna hét liann ávalt “Tom”. Ekki má ætla, að lífið hafi verið unglingnum leikur einn um þessar mundir. Hann varð að vinna og taldi það ekki eftir sér. Faðir hans liafði mjólkursölu með höndum. Tómas leitaði að kúnum og bar rajólkina út um bæinn, alt af kátur og syngjandi. Þá lagði hann og fvrir sig “blaða- mensku”, er hann svo nefndi síðar. Varð blaðadrengur og hljóp um bæinn kvölds og morguns að selja dagblöðin; græddi hann á því drjúgan skilding, að honum fanst þá. Margir, er þar voru viðstaddir, minnast þess gamanyrðis, er féll af vörum 'Tómasar í veizlu, er Einari H. Kvaran var haldin, þá er hann kom hér í kvnnisför síðast. Thomas H. Jolmson mælti ]iar fvrir minni heiðursgestsins. Vék hann að því, er E. H. Kv. var hér vestra fyrsta sinn. Sagði T. H. J. þá: “Á þeiin árum voram við hr. E. H. Kvaran báðir við blaðamensku riðnir. Hann var ritstjóri Lögbergs, en eg bar Free Fress út um bæinn. 10. maí 1885 var Tómas fermdur í Fyrsta lúterska söfnuði í Winnipeg, af séra Jóni Bjarnasyni, og var í hópi þeirra ungmenna, er vora fvrstu fermingarbörn þess safn- aðar, eftir er séra Jón tók þar við fastri prestsþjónustu. Var liann jafnan í sunnudagsskóla safnaðarins, og þar sem annars staðar öðrum ávalt til fvrirmyndar. Menta-ferill. Þegar Tómas kom til Winnipeg 11 ára gamall, hóf hann skólagöngu sína í bamaskólum borgarinnar. Var hann með fyrstu drengjum íslenzkum, er í það stórræði réðust. Það verður ekki sagt, að “útlendu” börnin ættu um þær mumjlir sjö dagana sæla í skólunum hér. Þau mættu þar mestu fyrirlitningu annara bama og jafnvel sumra kennaranna Einir fjórir eða fimm íslenzkir drengir héldu hóp saman í gamla Centra/-skólanum. Var ]Tðmas sjálfkjörinn foringi þeirra. Áttu þeir oft í vök að verjast. Tómas lét aldrei sækja gull í greipar sér. Bardagamaður varð hann síðar, sem kunnugt er, á pólitiskum vígvelli þessa lands. Þegar í æsku komu þau einkenni í ljós, er síðar auðkendu hann sem bardagamann. Á þeim æskuárum, sem nú um ræðir, var hann (eins og ávalt síðar) einkar góðljmdur og aldrei bar hann heiftarhug til þeirra, sem hann lenti í ófriði við. Aldrei lagði hann til orustu fyrirhyggjulaust. Alt athug- aði hann jafnan nákvæmlega fyrir fram. Fyrir því var hann og ávalt sigursæll. Ekki leið heldur á löngu, áður en Tómas varð hugíjúfi allra í skólanum, jafnt enskra sem ís- lenzkra. Hann var svo vel gefinn, skemtilegur, glæsilegur og að eðlisfari svo til foringja fallinn, að allir vildu hans vinir vera. Það átti að liggja fyrir þessum útlenda dreng, sem haustið 1881 innritaðist í barnaskólann og varð í bili fyrir atkasti annara, að sitja í skólastjóm Winnipegborgar og stýra mentamálum liennar. Tómas lauk barnaskólanámi. Þar á eftir gekk hann á gagnfræðaskólann (Central Collegiate) og lauk þar prófi. tFékk hann þá kennaraleyfi og gerðist baraakennari í fylkis- skólunum. Hann lét þó ekki þar við staðar numið, heldur braust í það að komast á æðri skóla. Um áramótin 1889-90 fór hann til St. Peter í Minnesota og innritaðist í Gustavus Adolphus College. Las hann þar almenn fræði í hálft sjötta ár. Á supiram kendi hann í bamaskólum og aflaði sér á þann hátt fjár til skólagöngu. Hann var ágætur námsmað- ur, jafn á flestar greinir, og stundaði nám sitt með þeirri ráðdeild, sem einkendi allar athafnir hans. Hann útskifað- ist úr Gustavus Adolphus College (B. A.) vorið 1895, með loflegum vitnisburði. í skóla átti Thomas H. Johnson frábærum vinsældum að fagna. t Gust. Ad. Coll. hefir enginn maður verið meir met- inn en hann, bæði af kennurum og nemendum. Siðprýði hans og glæsimenska ollu því. Hann var líf og sál í öllu skemtana- og félagslífi skólans. Sönglist hans náði þar fyrst að njóta sín til fulls, fékk hann þar bæði tilsögn og æfingu í þeirri grein. Hann var tenor í karlakór þeim, er garðinn gerði þar frægan. Ferðaðist sá söngflokkur víða um Minnesota-ríki og víðar og var í miklu afhaldi. Á því ferðalagi kvntist Thomas H. Johnson mörgum þeim, er síð- ar urðu með beztu vinum hans. Sumir þeirra manna, er með honum vora í skóla, skipuðu síðar æðstu sæti bæði í ríki og kirkju þar syðra, og hélzt vinátta þeirra við Thomas H Johnson óslitin til dauðadags. Sá af kennur,um hans, sem mest áhrif hafði á hann, var göfugmennið dr. phil. J. P. Uhler. Honum unni Tómas til dauðans og dr. Uhler Tómasi engu síður. Gustavus Adolphus College skoðar Thomas H. Johnson sem einhvem sinn ágætasta son. Um haustið 1895 byrjaði Thomas H. Johnson laganám sitt. Kom hann sér fyrir hjá lögfræðingunum Richards & Bradshaw og lærði hjá þeim. Báðir þe9sir menn, Mr. Rich- ards og Mr. Bradshaw, reyndust honum góðir viíiir. Mr. Richards^ varð síðar dómari. Hafði hann sérstaklega mikið álit á Tómasi og spáði vel fyrir lionum. Árið 1900 lauk Thomas II. Johnson fullnaðarjn’ófi í lögum og voru honum veitt það sama ár málaflutningsmanns réttindi í ríkinu (Called to the bar). Opinber störf. Þegar er Thomas H. Johnson hafði lokið námi, gekk liann í félag með öðrum ungum lögfræðingi, Mr. Edwin Loftus, og nefndist félagið Loftus & Johnson. Eftir fá ár gekk Mr. Loftus að öðru starfi, en Mr. .Tohnson gerði félag við Mr. G. R. Howard, merkan lögfræðing, og voru saln,- an nokkur ár, og hét félagið Lfowtird & Johnson. Þar næst gerðu þeir félag með sér Mr. Johnson og Mr. S. J. Rothwell. Hét það Rothwell & Johnson. Voru þeir lengi í félagi sam- an. Árið 1908 gekk Hjálmar A. Bergman í félag með þeim ,og nefndist það þá Rolitwell, Johnson & Bergman. í febrú- ar 1924 andaðist Mr. Rothwell. Eftir það voru þeir tveir einir Islendingamir, Thomas II. Johnson og Hjálmar A. Bergman. Hét félagið Johnson & Bergman. Hafa þeir tveir saman getið sér góðan orðstír, því báðir vora yfir- burðamenn, hvor á sínu starfssviði. Mjög bráðlega eftir er hann tók að gegna málaflutnings- manns embætti, for Thomas H. Johnson að láta til sín taka urn opinbei mál. Hann var einn í tölu þeirra, er stofnuðu Frjálslynt félag ungra manna (Young Men’s Liberal Club). \ar hann frá uppbafi eindreginn fylgismaður stjómmála- flokks þess, er sig nefndi Frjálsívnda flokkinn (Liberal Party) og þeim flokk fylgdi hann trúlega til æfiloka. Arið 1904 var hann kosinn í skólastjóra borgarinnar. Varð hann svo vel kyntur af því starfi, að árið 1907, er kjósa átti nýtt þmg í Manitoba, þá var T. H. J. valinn af frjálslynda flokkn- um til þess að sækja um þingmensku í Winnipeg' Sótti hann þá á móti þeim manni, er verið hafði borgarstjóri og talinn var hinp mesti garpur í andstæðinga-flokknum. Hét hann Thomas Sharpe. En svo fóru leikar, að Thomas H. Johnson vann frægan sigur. 1 kosningabardaga þeim kom það fyrst opinberlega í ljós, hver hæfileikamaður 'T. H. J. var, hve fimur hann var í orðasennum og einbeittur. Þegar á þing kom, var floklair T. H. Johnsons í miklum minni hluta, og hélzt það um átta ára skeið. Fékk hann á þeim árum ágæta æfingu á þingi. Leið ekki á löngu áður en hann var viður- kendur með lang-merkustu þingmönnum; aflaði hann sér svo mikillar þekkingar á landsmálum og stjórnarfarslegri sögu landsins, að þar stóð honum helzt enginn á sporði. í kappræðum hritkku flestir undan honum. Mr. T. C. Norris var foringi flokksins frá 1910, en merkið bar raunar Thomas Framhald á bls. 5

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.