Lögberg


Lögberg - 02.06.1927, Qupperneq 1

Lögberg - 02.06.1927, Qupperneq 1
40 ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 2. JÚNÍ 1927 I! NÚMER 22 Walter J. Lindal. Canada. Magne Killen, hveitikaupmaður frú Noregi var staddur í Winnipeg í vikunni, sem leið. SagSi hann a'ð viðskifti milli Noregs og Canada hefðu all-mikið aukist síðustu árin og gætu enn vaflaust orðið miklu meiri, ef rétt væri með farið. Sér- staklega sagði Mr. Killen að það væri hveiti og aðrar korntegundir og ávextir, sem Norðmenn þyrftu að kaupa. Sagði hann að áður hefðu þeir aðallega fengið hveiti frá Rússlandi, en nú kaupi þeir mest af þvi’ frá Canada og Banda- ríkjunum, og áleit hann að hveitið frá Canada væri hið besta, sem hægt væri að fá nolikursstaðar. * * * Hveiti hefir hækkað mjög í verði síðustu dagana, væntanlega vegna votvi'ðranna. Var komið upp í $1.65 maí um helgina. * * * Sir Robert Borden, fyrverandi stjórnarformaður í Canada er um þessar rnundir við, Oxford háskól- ann á Englandi og flytur þar fyr- irlestra samkvæmt samningi við nefnd þá, sem rieður yfir Rhödes sjóðnum, sem ælaður er1 til menta- mála. * * * Tekjur af símakerfi Manitoba- fylkis voru á fimm mánaða tíma- bili, sem endaði 30. apríl þ. á. $1,- 400,585, sem er $56,917 meira en á satna tíma árið sem leið. Þeir sem simakerfið nota og borga sín árs- gjöld eru 68,232, eða 2,559 fleiri en þeir voru fyrir ári síðan. * * * Sambandsstjórnin hefir slitið viðskiftasamningi þeim, sem verið hefir í gildi milli Canada og Rúss- lands. Segir stjórnin að Rússar hafi rofið þennan samning í vissum at- riðum og geti hann því ekki hald- ist i giidi. Lýsir stjórnin yfir því, að þetta hafi verið gert eftir vand- lega athugun og á engan hátt hafi verið að þvi hrapað. Ennfremur að þetta þýði alls ekki að viðskiftum sé lokið milli þessara landa, þvi þau geti vel haldið áfram án sérstakra samninga milli þjóðanna. Það at- nði sem hér er sérstaklega átt við að brotið hafi verið, er það að í j samningnum stendur að hver þjóð- in um sig lofar hinni því að gera en£a tilraun i þá átt, að hafa nokk- ur áhrif á stjórnarfyrirkomulag hmnar þjóðarinnar. Þetta atriði tel- ur# stjórnin í Canada að stjórnin á Rússlandi hafi brotið með því að hafa hér í landi menn, sem hún sjálf launar og ætlað er það hlut- verk að gera Canada-menn ó- ánægða með sitt eigið stjórnarfyr- irkomulag. Stjórnin tekur það skýrt fram, að viðskifti milli þjóðanna geti haldið áfram þrátt fvrir þetta, en ])ar sem Rússar hafi ekki haldið sína samninga, geti þeir ekki lengur notið hlunninda af fyrnefndum samningi. * * * Á fimtudagskveldið í vikunni sem leið, hélt liberal flokkurinn í Winnipeg útnefningarfund til að útnefna þingmannaefni fyrir fylkiskosningarnar, sem fram fara 28. þ. m. Fjögur hundruð tuttugu og níu fulltrúar mættu á fundin- um og auk þeirra mikill fjöldi fólks og bar fundurinn það1 ljós- lega með sér, að frjálslyndi flokk- urinn í Winnipeg er vel vakandi og áhugunarsamur um þær kosn- iagar, sem nú eru fyrir höndum. Þegar allir voru komnir í sæti og ’fundurinn settur, risu allir á fætur og stóðu litla stund hljóðir til að láta í ljós virðingu sína fyr- ir minnirigu hins nýlátna leið- toga, Hon. T. H. Johnson, og sam- hrygð sína til fjöískyldu hans. J. J. Morkin, . forseti liberal flokksins í Winnipeg, var fundar- stjóri. Fundurinn samþykti að útnefna sex þingmannsefni, en eins og kunnugt er, þá eru tíu þingmenn alls kosnir í Winnipeg. Þeir, sem kosningu hlutu, voru: H. A. Robson, K.C., leiðtogi frjáls- lynda flokksins í Manitoba; Mrs. R. A. Rogers, sem kosin hefir ver- ið í Winnipeg við tvær síðustu fylkiskosningar. Voru þau bæði þosih í einu hljóði. Hinir fjórir, sem kosnipg hlutu, voru: Duncan Cameron, Walter Lindal, John MacLean og H. Ralph Maybank. Stungið var upp á þremur mönn- um þar að auki, en sem ekki náðu útnefningu. Allir þeir, sem stungið var upp á, fluttu stuttar ræður, töluðu fimm mínútur hver Meðan á því stóð að telja atkvæð- in, flutti Mr. Robson ræðu. Hafði hann ýmislegt að athuga við gerðir Bracken stjórnarinnar, þau fimm ár, sem hún hefir setið að völdum, en þó miklu meira við aðgerðaleysi hennar. Einn þeirra manna, sem útnefn- ingu hlaut, og sem því verður í váli við kosningarnar, er íslend- ingur, Mr. Walter Lindal lög maður. Það dylst ekki, að mörg- um íslendingum í Winnipeg er það mikið ánægjuefni, að Mr. Lin- dal hefir gefið kost á sér til þingmensku, og mun þeim yfir- leitt vera ljúft að styðja að þvi, að hann nái kosningu, enda þykja sterkar líkur til að svo verði. ■» * * Vegná rigninganna síðastliðnar vikur, hefir gengið mjög seint að sá hveiti alstaðar 1 Sléttufylkjun- um, en sérstaklega í Manitoba en þó mun því nú hér um bil lok- ið. Samkvæmt skýrslu, sem blað- ið ‘Manitoba- Free Press’ flutti á laugardaginn í vikunni sem leið, er í þetta sinn hveiti sáð í miklu færri ekrur heldur en í fyrra, eða að eins 17,859,417 ekrur, en í fyrra voru hveitiekrurnar 21,677,- Einar Jdnasson merkisberi frjálslyndaflokksins í Gimli kjördæmi. Á afar-f jölmennum fundi, er haldinn var í Riverton, síðastliðið þriðjudagskveld, þar sem mættir voru fulltrúar frá því nær öllum kjördeildum Gimli kjördæmis, var Mr. Einar Jónasson, kjörinn í einu hljóði merkisberi frjálslynda flokksins, við fylkiskosningar þær, er nú fara í hönd. 814. Er munurinn mestur í Mani- toba, eða 25 af hundr, í Saskatche- wan 20 af hundr. og í Alberta 10 af hundr. Kemur þetta til af þvi, að landið hefir alt til þessa víða verið svo blautt, að ekki hef- ir verið hægt að sá í það. Ef tíðin leyfir, verður væntanlega sáð óvanalega miklu af öðrum korntegundum, sem ekki þurfa eins langan tíma til að vaxa eins og hveiti, svo sem byggi, höfrum o. fl. ■*• * * Sumir þeirra, sem nú eru að flytja til Canada frá Bretlandi, koma hingað vel vopnaðir og hafa með sér skambyssur og skotfæri, til að verja sig, þegar hingað kem- ur fyrir bjarndýrum, Indíánum og útilegumönnum. Það væri ekki mikið tiltökumál, þótt einstöku mönnum detti þetta í hug, en hitt er einkennilegra, að það er ein af stjórnardeildunum á Englandi, sem þessu ræður, sú sem eftir- launamál hefir með höndum, og þessir vopnuðu menn eru eftir- launamenn, sem stjórnin borgar laun sín fyrir fram fyrir nokkra mánuði, svo þeir geti farið til Canada og haft nokkra peninga afgangs þegar hér kemur. En stjórnin vill sjá um það, að þess- um peningum sé ekki eytt í ó- þarfa, og því fá þessir eftinlauna- menn ekki alla upphæðina í pen- ingum, neldur sumt af henni í á- vísunum á ýmislegt, sem stjórn- ardeildin álítur að þeir þurfi helst á að halda. Er það sérstak- lega klæðnaður og tvær skam- byssur og skotfæri handa hverjum manni. Bretland. % Eins og getið var um í siðas blaði, lét breska stjórnin lögreglur rannsaka nákvæmlega bygingu þá London, þar sem erindrekar Rús: höfðu skrifstofur sínar. Var þ borið við, að einhver stjórnarskji hefðu tapast og grunaði stjómir að þau mundu hafa lent í höndui Rússa. Ekki munu þessi sérstök skjöl haf fundist, en stjórnin líti svo á a'ð hér hafi fundist þau gög sem geri sér ómögulegt að halc því sambandi, sem Bretar og Rús ar hafa haft sin á milli. Ilefir þ- Breta-stjórn, með samþykki þing ins sagt stjórnarfarslegu sambam við Rússa slitið og boðið sendisve þeirra í London, sem virðist vep: hafa all-f jölmenn, að hafa sig burt og sönuúeiðis kallað sina umboð menn heim frá Rússlandi. Eki varð þingið þó sammála um þeti og báru verkamenn fram tillö'g þess efnis, að rannsaka málið be ur, áður en sambandinu væri sliti' Var sú tillaga feld með miklum a kvæðaiyun. Eins og nærri má geta pr mik: umtal um þetta tiltæki brezl: stjórnarinar, ekki á Bretlandi ai eins, heldur út um allan heir Finst ýmsum að hér sé ískyggile ófriðarblika í lofti, en aðrir halc að svo þurfi alls ekki að vera c benda meðal annars til þess a ekkert samband hafi stjórnir Banc rikjanna og Rússlands sin á mil og líti þó engir svo á, að þar sé < friðarhætta yfirvofandi. Brezl stjórnin lítur svo á. að því er sé verður, að Rússar hafi mjög mi beitt réttindum sínum þar i landi c notað stöðu sina til undirróðurs c æsinga og ekki geti komið til má að það sé lengur liðið. Ilvaðanœfa. Tveir franskir flugmenn, Nun- gesser og Coli, lögðu af stað í loft- fari frá Paris á laugardaginn 7 mai og ætluðu að fljúga þaðan til New York, án jtess að koma nokkurs- staðar við á leiðinni.. Þegar þeir lögðu af stað stefndu þeir í áttina til írlands, en síðan hefir ékkert af þeim frést sem ábyggilegt getur talist. Að visu sáu einhverjir til loftfars vfir Nýfundnalandi tveim THE FATHERS OF CONFEDERATION MEMBERS OF THE QUEBEC CONFERENCE, OCTOBER, 1864 F. Palmer F. B. T. Carter R. B. Dickey Hcwitt Bamard (Secy.) Ambroac Shea John A. Macdonald Peter Mitchell W. H. Pope J. M. Johnson W. A. Henry E. B. Chandler Adama G. Archibald George E. Cartier Thomaa H. Haviland J. H. Gray A. A. Macdonald « Charles Fiaher George Colea J. C. Chapaia i Sir Etienne Paachal Taché Alex. T. Galt J. Cockbum William McDougall J. McCuily W. H. Steevea John Hamilton Gray Alexander Campbell Hector L. Langevin Oliver Mowat Thomaa D’Arcy McGee Edward Whalen Samuel L. Tilley George Brown Charlea Tupper * Til kaupenda Lögbergs! Þegar Lögberg hóf göngu sína, fyrir 40 árum, þá var það ákveðið að blaðið skyldi borgað fyrirfram, eins og viðgengst um flest hérlend blöð. Þrátt fyrir þann ásetning, skipaðist niálum þvi miður þannig, að tiltölulega fáir greiddu andvirði blaðsins fyrirfram, en þó var þeim sent það eftir sem áður. Leiddi þetta til þess, að skuldir söfnuðust svo mjög, að einstökum kaupendum varð tilfinnanlega örðugra um greiðslu, en ella myndi verið hafa. Uppsagnir því aðeins gildar, að hlutaðeigandi kaupendur séu með öllu skuldlausir við blaðið. Útgáfunefnd Lögbergs hefir nú ráðið Ií þjónustu sína velmetinn mann til innköllunar fyrir blaðið hér í borginni og trevstir því eindre gið að erindi hans verði í hví- vetna vel tekið. F. Stephenson, ráðsmaöur. ... dögum síðar, en engin vissa virðist vera fyrir því, að þar hafi þeir Nungesser og Coli verið á ferð. Mikið hefir þegar verið gert til að reyna að finna mennina, en það hefir, eins og fyr segir, enn ekki hepnast og eru nú víst flestir orðn- ir vondaufir um að þeir muni koma fram hér eftir. 0r bænum. Arni Eggertsson, J. J. Vopni, J. J. Svvanson og Olgeir Friðriksson verða erindrekar Fyrsta lút. safn- aðar á næsta kirkjuþingi. Metúsalem Jónsson frá Árborg, Man., kom til borgarinnar á mánu- daginn í þessari viku og fór heim- leiðis aftur næsta dag. Hann var að leita sér lækninga. SKÓLALOKASAMKOMA. Ársloka samkoma Jóns Bjarna- sonar skóla var haldin í Fyrstu lút. kirkju á mánudagskveldið í þessari viku, og var hún bæði vel sótt og skemtileg og fór prýðisvel fram. Forseti skóla- ráðsins, Dr. BjöVn B. Jónsson, stýrði samkomunni, sem hófst kl. 8.30, eins og auglýst hafði verið. Var þetta hin/ 14. ársloka sam- koma skólans, því þaðjengi hefir hann nú staðið. Skemtiskráin var löng og góð. og stóð samkom- an yfir í tvo klukkutíma. Séra. K. K. Olafson, forseti kirkjufélags- ins, kom til borgarinnar til að vera á samkomunni @g hélt hann aðal ræðuna og talaði til skóla- fólksins, sem nú er að útskrifast af skólanum, sextán að tölu. Af hálfu skólafólksins fluttu ræður Miss Lillian Thorvaldson og Heimir Thorgrímsson. Er óhætt að segja, að þeim fórst það báðum vel og myndarlega. Mrs. Joanna Stefánsson söng nokkra ein- söngva, sem mikill rómur var gerður að, sem vænta mátti, þar á meðal tvo íslenzka söngva: “Móðir við barn’’ eftir Björgvin Guðmundsson, og “Komum, tín- \im berin blá” eftir Jón Frið- finnsson. Einnig sungu þau du- et, Mi[s. Stefánsson og Mr. Árni Stefánsson. Enn fremur sungu tvö lög þeir herrar Jóhannsson, Stefánsson, Thorólfsson og Sig- mar. Hljóðfærasláttur var þar einnig um hönd hafður og þótti vel takast. Miss Salóme Halldórsson, for- stöðukona skólans, skýrði frá hverjir af nemendum skólans hefðu til þess unnið að nöfn þeirra væru grafin á Arinbjarnar- fcikarinn og eru þau þetta árið: Signý Bardal, Harald Gísla^on, Harold Jóhannsson, Lillian Thor- valdson og Anna Marteinsson. Nöfn þeirra, sem í þetta sinn útskrifast af skólanum. eru: Úr xi. bekk: Eyjólfur Ander- son, Guðný Benjaminson, Hall- dór Bjarnason, Margrét Einarson, Franklin Gillies, Edward Magn- ússon, HerSiann ólafsson, Magn- ús Paulson, Magnús Thorlaksson, Lillian Thorvaldson, og Guðrún Thomsen. Úr xii. bekk: Sella Johnson, Anna Marteinsson, Mabel Reyk- dal, Vigdís Sigurdson, og Heimir Thorgrímsson. 0r Framnesbygð í Nýja íslandi. Þeir Framnesbúar hafa lestr- arfélag, er “Mímir” heitir. Varð það tuttugu og fimm ára gamalt 7. maí síðastl. Var þess minst með hátíðarhaldi þann dag, er fór fram í samkomusal bygðar- innar. Mun margt fólk hafa ver- ið þar viðstatt. Því miður var fréttaritari Lögbergs ekki þar staddur. hafði þá öðru að sinna En gestir, er á mótinu voru, hafa vakið athygli mina á tvennu, er þar fór fram. Er annað ræða, er Guðm. bóndi Magnússon flutti. Hitt er kvæði, ort af Bergi J. Hornfjörð og þar af honm flutt. Hafði ræða Guðmundar stefnt í þá átt, að vekja framgjarna unga íslendinga til umhugsunar um framtíð þeirra hér í landi. Var sýnt fram á, hvað margt og mikið gott býr í íslenzku þjóðerni, sem ungir menn hér geta ávaxtað og látið verða að einhverju nytsömu og miklu, jafnframt og þeir læra að nota sér það sem bezt er hér fram boðið. Með því að sameina þetta tvent, það merkilega sem íslenzki arfurinn á í sér fólgið, og það bezta, sem hér er að hafa og læra af góðu fólki, taldi ræðu- maður að væri hinn sanni vegur til heilla og frama fyrir alt ís- lenfckt ungt fólk í þessu landi. — Guðmundur Magnússon er maður bráðskýr og vel máli farinn. Var gjörður hinn bezti rómur að ræðu hans. Kvæðið, er Bergur bóndi Horn- fjörð flutti, hafa ýmsir samkomu- gestir óskað eftir að fá að sjá á prenti. Sendi eg það ’ því Lög- bergi hér með. — Fréttar. Lögb. * * * FJALLKONAN Flutt á 25. ára afmæli lestrarfé- lagsins “Mímir” að Framnes P.O., 7. maí 1927. Heill þér árna, fslands drotning, einu ljóði með, fús eg vil þér veita lotning; við það hugann gleð. Að þú megir ísland vernda alla heims um tíð, og þér hagsæld ætíð senda, árdags sólin fríð. Margt á daga drifið hefur, dimmum tímum á; samt var gleði sorgum meður, sem þig studdi þá. Hungur, drepsótt, ís og eldur, einokun og bann— margur sonur sást þá heldur, sem þig elska vann. — Eftir þessa ógnar tíma aftur lýsti til; sæludagar, sem nú skína , sem þér leika’ í vil. Aldrei framar aftur kemur ógnar tími sá, I hagsæld, frami verði, vinur, vegi þínumv á. Tign þú íslands ætíð sýnir, óðals borna dís, arfi þínum aldrei týnir, er þá gæfan vís. Börnum þínum þú skalt kenna þeirra feðra dygð, þá mun sæmdar sól upp renna sælli yfir bygð. B. J. Hornfjörðu Hátíðarnefndin er reiðubúin að starfa. Hátíðarnefnd hefir verið mynd- uð í fylkinu, til að styðja að há- tíðahaldi í minningu um sextíu ára afmæli sambandsins. Nefné þessi hefir aðal-aðsetur sitt í Winnipeg, en meðlimi hefir hún víða í Manitoba. Sir James Aik- ins, fyrverandi fylkistjóri, er for- maður þessarar nefndar. Tilgangur nefndarinnar er að vekja áhuga innan fylkisins fyrir hátíðahöldum í sambandi við sex- tíu ára minningu Canada sem skipulagsbundinnar þjpðar og að aðstoða hátíðanefndir innan fylk- isins. Vonast er til, að hver bygð minnist dagsins á einbvern hátt, svo að bæði ungir og aldnir verði snortnir af sögunni um þróun Canada. Fylkisnefndinni er ant um, að hjálpa nefndur.um í bygðunum, og hún er reiðubúin að athuga öll vandamál, sem bygðanefndirnar leggja fyrir hana, sérstaklega hvað útvegun ræðumanna snert- ir og undirbúning sýninga, skrúð- gangna og annara hátíðabrigða. Einnig væri nefndinni þökk á. að fá bendingar frá bygðanefndum, sem gætu orðið öðrum til að- stoðar. öll bréf ættu að sendast til rit- ara hátíðarnefndar Manitobafylk- is, Dr. D. S. Woods, Room 327 Parliament Buildings, Winnipeg. Háskólaprófin í Mani- toba. Nöfn islenzkra stúdenta, er gengu undir próf. AGRICULTURE ist year: Hallur Bergsteinss.—iB. 4th year: Björn Pétursson—iá $100.00 Scholarship. 5th vear: Leifur Bergsteinss.—iA. MEDICINE 5th year: Larus >A. Sigurdson— Pass. Einar J. Skafeld—Pass. ENGINEERING ist year: Hanson, H. G. II. Pétursson, H. S. II. 2nd year: Otto H. Bjarnason—iB. Clifford P. Hjaltalín—iB. Ed. W. Oddleifsson II. 3rd year: T. BorgfjörS, II. F. Pétursson, iB. 4th year JCivil engineeringj H. I. S. Borgfjörð—iB. ýElectrical engineering) I. C. Ingimundsson—iB. ARTS AND SCIENCE Hámark 4 stig fyrir hverja námsgr. ist year: Barney S. Bjarnason—12 Guðmundur S. Christie—20 Joe Freeman—20 S. Milton Freeman—20 Francis P. Gíslason—20 Harry G. Goodman—20 > Axel Oddleifsson—20 Kristinn Olafsson—20 Johann.H. Stadfeld—20 Barney ,Thordarson—20 2nd year: Harvey II. Arnason—20 Ethel Bergman—20 Egill Fáfnis—12 Fri'ðrik Féldsted—20 Sigfús Gillies—16 Beatrice Gíslason—20 Daniel Hallson—20 Thelma Jóhannsson—20 Ethel M. Johnson—12 Gyða Johnson—20 Tohn Oddstad—8 Sigurdur Sigmundson—20 Aldis Thorlakson—13 3rd year: John Johnson—8 Gunnsteinn Johnson—12 Thorarinn Johnson—12 Harold T. N. Peterson—14 Theodore Sigurdson—16 , 4th year: Heiðmar Bjömson—iB. , Margaret Pétursson—iB. Olof Sigurdson—iB. Carl Thorelsson—II — Took half of 4th vear work onlv. Horítc Economics’ Diploma Course at Agricultureal College. Bertha Thorwardson—iB. Svlvia Bildfell—iB. Margaret Brandson—Special course of 2tid. ^rd and 4th year subjects, average iB.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.