Lögberg - 02.06.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 02.06.1927, Blaðsíða 5
LöGBERG, FIMTUDAGINN 2. JÚNl 1927. Bls. 5 Dodas nýrnapillur cru bests nýrnameðalið. Lœkna og gigt 'bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllu*m ‘lyf- *ölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Company, Toronto, Canada. iNæsti kafli bókarinnar fjallar um Robert Marion LaFollette. Sá maður er vafalaust ágætasti full- trúi sem völ er á, fyrir það, sem drengilegast er til í stjórnmála- taráttu í Bandaríkjunum. Nokk- ur vafi kann að leika á þvl, hvort hann hefir verið jafn djúphygg- inn stjórnmálamaður, sem hann var mikill drengskaparmaður. Hann var of mikið barn þess þjóðhagsfyrirkomulags, sem nú er á leiðinni til grafar, til þess að eftirtíminn muni nefna, hann stjórnspeking. En engurp manni hefir verið meiri alvara með að sauma nýjar, góðar bætur á gamalt fat, en honum var. Bar- átta hans gegn auðfélögunum var barátta höfðingja og mikilmenn- is. Og svo var um alla hans bar- áttu fyrir því að auka veg þjóð- ar sinnar. Um þriðja manninn, sem ritað er um í bók þessari, Theodore Roosevelt, er íslenzkum almenn- ingi hér í álfu vafalaust mest kunnugt. Roosevelt var svo glæsi- legur maður, að öll veröldin veitti honum athygli. Enda leynir það sér ekki í bók þessari, að höfund- urinn er mjög hugfanginn af honum. Hann bregður upp ýms- um myndum af honum, alt frá bernsku *til æfiloka, sem honum finnst sérkennilegar fyrir skap- ferli hans. Enda þótt greinarkorn þetta eigi ekki að vera neinn ritdómur um bók þessa, þá skal sú hugsun ekki dulin, að mjög munu menn verða ósammála um niðurstöður höfundarins um áhrif Roosevelts á heimsmálin á sinum tíma. Og miklu maklegra er að gera ítar- lega grein fyrir afskiftum La Follettes af ófriðarmálunum miklu, heldur en Roosevelts. En svo ósammála sem menn kunna að verða um dóm höfundarins á Roosevelt, þá mun þess þó gæta enn meira um Thomas Woodrow Wilson, sem er síðasti maðurinn, sem bókin fjallar um. Ritgjörðin um Wilson er lengst og ítarlegust allra ritgjörðanna. Wilson kemur svo mikið við sögu vorra tíma, og áhrifin af starfi hans vara við svo miklu lengur, en æfi þeirra manna, er nú lifa, og það liggur við, að hann sé enn of nærri oss, til þess að unt sé að búast við að fullkomlega sann- gjarn dómur verði um hann feld- ur. En vissulega hefir hr. A. K. hlotið að verja mikilli vinnu og fyrirhöfn til þess að geta fært mönnum allan þann fróðleik um Wilson, er hann gerir í ritgjörð þessari. Eg er því sannfærður um, að menn muni yfirleitt hafa ánægju af lestri hennar, er svo reyndist*um sjálfan mig, þótt eg liti á svo að segja hvert atriði í síðari hluta ritgjörðarinnar öðr- um augum en höfundurinn gerir. Ritgjörðin um Wilson lyktar með hinum frægu “fjórtán gréin- um.” Lestur þeirra hefir dálítið skringileg áhrif á mann nú. Bil- ið milli þess, sem mönnum var talin trú um, að þeir væru að fara yfir í Evrópu til þess að berjast fyrir, og þess, sem reynd- ist, er skringilegt — að því leyti, sem það er ekki sorglegt. Síðasti kafli bókarinnar er nefndur “í konungsþjónustu” — ýmsar endurminningar frá dvöl höfundarins í enska herliðinu. Er þar víða komið við og skemtilegt aflestrar. Verður það vafalaust betur rakið af þeim, sem skrifa um bókina ritdóm. Er það.og þess vert, því að höfundurinn hefir á ýmsu sérkennilegar skoðanir og beitir athygli sinni á aðra lund en títt er. Þrjú kvæði eru birt í bókinni. Kvæði um Roosevelt, eftir Kip- ling, er Stephan G. Stephansson hefir þýtt. Kvæði um Wilson, eftir Worrell Kirkwood, er Einar P. Jónsson hefir þýtt, og að lok- um frumsamið kvæði um La Follette, eftir Ó. T. Johnson. Séra Jónas A. Sigurðsson hefir ritað einkar læsilegan form^la fyrir bókinni.*) Stjórnarnefnd Þjóðræknisfé- lagsins er hr. Aðalsteini Kristj- ánssyni stórlega þakklát fyrir hina höfðinglegu gjöf hans til félagsins. Ragnar E. Kvaran. ______,______ ’ i Eg laumast tál pess neSanmáls ati stynga þvl a8 vimi mínum og sam- verkamanni I þjóðræknismálum, sr. Jónasi A. Sigurðssyni, að eg varð aldrei var við neina “lltitevirðingu á öllu amerlsku hjá h&vaða heimaþjððar- innar” þann tíma, sem eg dvaldii þar I landi. En vitaskuld—það voru ekki nema nærri þvl þrjáltíu ár! Jí. E. K. Mmningar. Eftir Bjöm Jónsson. (Framh.) 1 Eg hætti þar, sem landið mitt og fjöllin mín voru að hverfa. Duttu mér þá í hug fjórar fer- skeytlur, þó eg muni ekki nema tvær. Kvð eg þig, mitt kæra land, kosti meður fína, Náðar drottins blessað band bindi gæfu þína. Eg eþó lifi’ um aldir hér, alt af þín eg sakna. Þegar lífið þrotið er, þín við brjóstin vakna. Þegar við vorum búin að kveðja landið okkar eftir föngum, var farið að búa sig í rúmið, og þakka góðum guði fyrir það liðna, og biðja hann nú hvað heitast að hægt er að hugsa sér um annað betra. Að hverfa frá vissu, sem mað- ur fór frá, og ganga út í óvissu með sjálfan sig, með konu og börn, í einu orði sagt, alt það kær- asta, sem maður átti, enginn hlut- ur af æfi mannsins getur orðið KEMgMæHEMSKSSílSMHMSMEKSMSHSKlSEíSsKSKlSKlSKiSKSKSSCSaDÍSKlEMSHEK “ . H S H X M K M H K H æ H S H K M B H 8 H S H æ H S M E M W S H ÞEGAR ÞER BYGGÍÐ Þá gœtið þess að hafa HYDRO LJÖS ogORKU í nýja húsinu yðar. Símið 84 8124 eða komið til Hydro 55 PrincesslStreet. Yfir 20miljónir hafa vérið tparaðirbeejarbúum með Hydro ódýra verði. s e r v i c e WínnípeóHijdro, w E ARE a^, COST 55 • 59 KTWEEM NOTRE B»ME iK. Prlncess St «D McOEIMOT m. yonr ^ PARTNERS EF ÞÉR HAFIÐ VINI HEIMA Á GAMLA LANDINU FARBRÉF til og frátil ALLRAST AÐA HEIMINUM sem þér viljið hjálpa til að kom- ast til þessa iands, þá komið og finnið oss. Vér gerum allar nauðsynlegar ráðstafanir. ALLOWAY & CHAMPION, Rail Agents 667 Main Street, Win nipeg, Phone 26 86 Umboðsmenn Fyrir ÖII Gufuskipafélög eÖa skrifið einhverjum umboðamanni tilfinningaríkari, en á þessum vegamótum. Fyrst var nú, ef svo mætti að orði kveða, einn þuml- ungur milli lífs og dauða. Ann- að, að nú var hún mamma, móð- irin okkar, í hverrar faðmi við höfðum liðið súrt og sætt, var nú með öllum sínum kostum og ó- kostum að öllu horfin. Yrði okk- ur reikað út að borðstokknum, sá- um við ekkert nema ólgandi haf- flötina, sem svo marga hefir spent greipum dauðans. Ó, var það þó ekki voðalegt? Var Frakka-stríðið nokkuð voðalegra? Sá maður kúluna, þegar hún stefndi á mann? Eg segi nei, hún var fljótari en svo. Við vissum, að það var stríð upp á líf og dauða. Við sáum djöfulinn (ef hann er til í þessa orðs merk- ingu) í manninum eða mönnun- um í stríðinu. En við borðstokk- inn, skamt frá skipinu, sáum við rísa upp þann voða brotsjó, sem sí og æ hækkaði, þar til þessi kynjakraftur höfuðskepnunnar, sem manni liggur við að hugsa að guð ráði ekkert við, þetta ferlíki, lyftir sér tvær, eða ef til vill þrjár mannhæðir upp fyrir skips- þiljur; ef það er holsjór þá bogn- ar hann áður en hann springur, og hvaða smáskip, sem verður fyr- ir því að komast í það ginnunga- gap, þarf engu að kvíða; það eru að eins stóru skipin, sem komast út úr því. Hinn brotsjórinn fer öllu hærra, og orgar þar niðri í vítinu, líkt og eldgígur og spring- ur svo í háa loft. Alt sem hann gerir, að eg hygg, er, að löðrið hálf-fyllir skipin með þessari ei- myrju, sem oftast fyllir litlu fleyturnar, er svo oft eiga guðs náð að þakka að hann stýrði hendi mannsins sem við stýrið sat, að láta ekki bíða ganglaust þar til alt var komið 1 kaf. Flest- um mlínum formönnum bar saman um það, að brotsjóir væru vana- lega þrír. Hjá einum ungum for- manni var eg, sem hleypti vana- lega upp í þá alla, þá var skipið orðið ganglaust og fylti svo í seinasta sjónum. Flestir góðir formenn höfðu það svo, að hleypa upp í þá fyrstu með vindlausum seglum; ef skipið var ekki hlað- ið, þá reyndist það vel; svo var að hleypa vindi í seglin, einkum bugspjótsegl, og ef aftursegl var haft, skera sjóinn á snið, og þá kom oft mikið á í framrúmi; svo varð að hleypa með öllu undan, og þá kom aldrei mikið inn, en formaðurinn hvarf og skutur að mestu. — Svona sjói þekti eg og reyndi oft við ísland. Eg er ekki á því, að maður hafi nokkurn tíma staðið nær dauðanum en þarna; en þó er mikil von, ef barkamaður á opnu skipi góðu og formaður voru samataka og með fullum kjarki, og engin mistök áttu sér stað. Til dæmis reri maður á sama skipi og eg hjá ólafi Bjarnasyni á Litlateigi, hét sá Tímóteus Stefánsson frá Glitstöðum; hon- um var bjargað, þegar ólafur á Bakka við Reykjavík druknaði við 7. mann á sex manna fari; Jón Ólafsson í Hlíðarhúsum bjargaði tveimur, þessum T. iS. Hann sagði að formðurinn hefði kallað að gefa úr ^eglinu. Þegar aust- urrúmsmaður [fór að lösa segil- ið, þá var þvjí hnýtt um röngina, en átti að eins að vera brugðið um hana, svo ekki þyrfti annað en grípa snögt í endann, og þá var alt laust. í staðinn fyrir það gat hann ekki leyst, og skipið fór um á augabragði, sem ekki hefði orðið, ef alt hefði verið rétt. Nú er eg farinn að kenna þeim sem lesa sjómannafræði, og það kemur sér vel, þegar við förum til hinna stjarnanna, ef þar er stundaður sjór. Nei, þetta er fyrsti draumurinn minn á hafinu. Við vorum nýbúin að kveðja landið kæra, ísland, háttuð ofan 1 rúm og farin að dreyma. Mjög lítið gerðist sögulegt á íslandshafi, nema að mér fæddist tengdasonur’þar. Skipið sem við vorum á hét Camoens; kafteinn- inn á skipinu bað um, að barnið væri látið heita eftir skipinu, og var barnicí látið heita Guðmund- ur Camoens; hann á fyrir konu Ólöfu dóttur okkar, stórefnuð hjón. Faðir hans: Helgi Árna- son og móðir hans hét Guðrún Jónsdóttir, merkishjón að aust- an. — Það ríkti friður og eining meðal farþegja á skipinu, sem voru að sögn rúm 409, og það eitt duldist ekki, að mörgum þótti gott frjálsræðið. Það var engum markaður bás, meira en svona og svona. Rúmin voru ekki talin. heldur ekki hvað margir voru i hverju rúmi. Eg vissi bezt um mitt rúm, að í því voru fimm manns, og sannaðist þar, að “þröngt mega sáttir sitja. — Svo- leiðis stóð á, að barnunga fallega stúlku langaði sem fleiri að kom- ast til Vesturheims, og var að biðja marga um hjálp, peninga- lán; fór hún til B. L. Baldvinsson- ar, mín og fleiri. B. L. B., sem öllum vildi hjálpa, sagðist skyldi reyna hvað hann gæti; kona m,ín sagðist skyldi gefa henni að borða á skipinu, svo hún kom um borð eins og hinir. Hún þekti okkur undir augun, eins og Fúsi á hala þekti Grímólf fyrir rétti, og ekki meira. Eg var búinn að lána þá tvö fargjöld, og vildi ekki lána meira. Eg var úrillur og kveld- svæfur, sem Kveldúlfur gamli, og steig snemma í rekkju, sem vandi minn hefir alt af verið. Tæplega held eg nokkur geti hugsað sér hvað mér brá, þegar eg um morg- unum fór að rísa upp og núa stýr- urnar úr augunum og sá fyrir of- an okkur ljóphærðan, ljómandi fagran koll, með fallegt, þykt og mikið hár, sem breiddist í bylgj- um yfir alt rúmið. Eg misti sjón- Mikill Almennur FUNDUR haldinn af Bracken stjórnarfor- manni °g þingmannaefnum stjórnarflokksins Col. Royal Burritt, D.S.O. Hon. W. J. Major Dr. E. W. Montgomery Max Steinkopf tala á hinum Mikla ALMENNA FUNDl WALKER LEIKHÚSINU Föstudaginn 3. Júní Klukkan 8,30 1! ina og fór að gizka á hvað þetta gæti verið, en skildist þó á end- anum að kona mín hafði fundið ljúfling þessum stað þarna hjá okkur, og hefðu fáar konur leikið það eftir henni, sem þó er óræk- ur vottur þess hvað góð kona vill að sér þrengja til hjálpar þeim er á aðstoð þurfa að halda, iíkt og Abígael og Ester drotning til forna. Jæja, þetta gekk alt slysalaust, i og eftir fimm daga lentum við í Leith á Skotlandi; var strax fariðj til Edinborgar og svo Glasgow, en þar beðið viku eftir skipinu, er flytja átti okkur yfir Atlantsála. Þar sást ýmislegt, sem. eg hefi ekki séð síðan. Við hjón og börn vorum í einu herbergi á hóteli, þar sem enginn var til að rífast við okkur og leið okkur þar vel. Svo var lagt á Atlantshafið. Þar kom mikil breyting á alt. Engin vfrjáls verzlun til, alt varð að gjörast eftir föstum, óbifan- legum réglum. Þar voru hjóna- skilnaðir að lögum, svo bóndinn mátti að eins um eina stund, um miðdagsleytið, sjá konu og börn, og man eg að það þótti harð- stjórn, og mikil óánægja var oft að heyra á mörgum. Var vinur minn B. L. B. ekki öfundsverður af starfi sínu; hann var alt af á| þönum; konur og börn veik, og ekki mátti nema vissa stund dags- ins maðurinn koma inn og hjálpa konu sinni með börnin, og pilt- arnir máttu ekki vita hvar stúlh- urnar voru, sem kom sér illa þeg- ar um kærustupör var að ræða. Það voru heldur lítil brjóstgæði að finna þar. Baldvin 'var ágætis leiðsögu- maður, vildi öllum hjálpa, en gat ekki. Það var sérstaklega einn maður (dáinn nú), sem einlægt var að kvarta og setja út á alt og alla. Þá segir Baldvin við hann, að það sé ekki um að tala, að ann- að hvort sé hann -verstur, eða þá allir verstir við hann. Það var 'eins og brimalda, sem alt í einu fellur og kyr alda rís upp aftur. Eg horfði á manninn, meðan þetta var að verka á hann. Það leit svo út, að inntakan hefði unnið svo á heila mannsins, að eitthvað væri nú hæft í þessu. Verstur vildi hann ómögulega vera^ það var óþolandi. Nú, ef allir væru verstir við hann, þá var það enn verra að eiga alla að óvinum, og eitthvað hlaut að vera rangt við það af hans hendi. Mun hann þá hafa komist að þeirri niðurstöðu að breyta til, og var líka alt bú- ið, hann varð alt annar maður. Alt annað var furðu gott, þrátt fyrir þetta framanskráða varð- hald, fyrir okkur unga fólkið.— Leiðin smá styttist, unz að lokum var lent í Qúebec, varð þá marg- ur feginn að losast úr haldinu, sérdeilis þeir, er einlægt kvöldust af hinni leiðu sjósótt. Eg man. ekki til, að neinn dæi á þessari sjóleið, en eitt barn fæddist. Þegar við komum í land, var allur þessi stóri hópur settur við ágætan kvöldverð og svo lagt á stað áleiðis til Winnipeg. Staðið var við í Montreal alt að því klukkutíma. Þar voru margir vasaþjófar og svartamyrkur. Bald- vin setti þrjá af okkur, til eftir- lits; mig minnir að Jón Halldórs- son frá Hrauntúni væri einn, en hver sá þriðji var, man eg ekki fyrir víst. Eg var með 50 krónu úr í barminum; fann eg að hönd kemur inn í barminn og á sama augabragði komið með úrið út og hendin á mér komin utan um hendi þjófsins. Þá kallaði eg til hinna og hann slepti ekki fyr en eg var búinn að kalla; mér fanst hendin ekki mjög sterk, en hún var búin að slíta keðjuna. Tveir af ferðafólkinu hafði mist lítils- háttar af peningum. (iFramh.) Frá íslandi. Bæjarstjórnin hefir með öllum atkv. gegn einu, samþykt að veita Kamban iooo kr. styrk til þess aS láta sýna hér í bæ tvö af verkum sínum: “Vér morSingjar” og sendiherrann frá Júpiter.” HiS síS- arnefnda er nýsamiS og óprentaö. Helgi P. Briem, sonur Páls Briems amtmanns hefir hlotiS 500 kr. verSlaun af “Gjöf Jóns SigurSs- sonar” fyrir ritgerS um sjálfstæSi íslands 1809 fjörund hundadaga- konungj. 6. þ. m. andaSist í ViSey, frú Þorbjörg Magnúsdóttir, móSir þeirra Ólafs Gíslasonar forstjóra og Magnúsar sýslumanns. Fyrir nokkru lést Þorsteinn Pétursson bóndi á MiSfossum í BorgarfirSi, merkur og duglegur bóndi um sextugt. Undirbúningur undir brúarbygg- ingu á Hvítá hjá Hvitárvöllum er byrjaSur. Gert er ráS fyrir aS byggja brúna á tveim árum, þannig aS brúin verSi fullgerS sumariS 1928. —VörSur. ÍS ER ÓDÝR Hann kostar aðeins fá cents á dag og er sendur heim itil yðar. Með þvi að nota Is, sparið þér mikið af fæðu, sem annars mundi fara forgörðum. Ef þér hafið ekki kæli- skáp, getið þér fengið þann, sem yður hentar, gegn væg um afborgunum. Komið inn eða hringið upp. ARCTIC Búið til yðar eigin Sápu og sparið peninga Alt sem þér þurfið er úrgansfeiti og GILLETTS HREINT | vc OG GOTT LY L Upplýsingar eru á hveTri dós Fæst í mat- vörubúðum. WONDERLAND. “Mare Nostrum” (Our Sea) beitir kvikmyndin sem sýnd verð- ur á Wonderland á mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Þessi mynd er sérlega fall- eg og vel léikin. Hún er frá Mið- jarðarhafinu og tekin snemma á stríðsárunum. Hún sýnir æfin- týri njósnarans og sjómannanna, og sýnir manni margt viðvíkjandi kafbátahernaði’ oð ýmsu fleiru þar að lútandi. Leikendurnir eru ílestir Norðurálfufólk og leysa þeir hlutverk sín prýðisvel af hendi. Sérstaklega gera þýzku leikendurnir ágætlega vel. tJt- sýnið er með afbrigðum fallegt. Fimtu- Pöstu- og Laugardag þessa viku á ROSE THEATRE 1. RÝMKUN A BJÓRSÖLU Eruð þér meðmæltur rýmkun á bjórsölu frá því sem nú er? 2. EF MEIRI HLUTINN SVARAR 1. SPURNINGUNNI JÁTANDI, HVORT VILJI® ÞÉR Þá HELDUR KJÓSA? YES X NO (A) BJÓR í GLASA-TALI sem þýðir, að bjór sé seldur í glasa-tali undir stjórnarreglum 0g eftirliti á stöðum, sem leyfi cr veitt til þess, sem þó séu ekki langborð (bars); slíkir staðir fái leyfi hjá vínsölunefndinni, og hefir hún rétt til að aftaka það leyfi, nær sem hún álítur að þær reglur, sem hún hefir sett fyrir bjórsölunni, séu á einhvern hátt brotnar. HÐA AB) BJÓR 1 FLÖSKUM Beer by the Glass X sem þýðir það, að bjór sé seldur í lokuðum floskum af Vínsölunefndinni í Stjórnarvín- Beer by the Bottle söluhúsum til neyzlu á heimilum eða bráða- byrgða dvalarstöðum. Sé sölunni þannig háttað, að kaupandi tekur sjálfur það sem hann kaupir og þarf það ekki að vera meira en ein flaska í einu. SALA ÖLGERJJARHÚSANNA. Eruð þér með því, að aftaka rétt öigerðar- félaganna til að selja bjór beint til þeirra, sem leyfi hafa til vínfangakaupa f YES NO X Til þess að fá bjór, verðið þér að merkja atkvæðaseðla yðar með X aftan við orðið “YES” í 1. spurn. Til að fá bjór i glasatali, verðið þér að marka gjörseðla yðar aftan við orðin “Beer by the Glass” í 2. spurningu. Þér fáið bjór í flöskum, með því að marka atkvæðaseðla yðar með X aftan við orðið “NO” í 3. spurn. Merkið ekki X aftan við bæði “Beer by the Glass” og “Beer by the Bottle” í 2. spurningu, því þá eyði- leggið þér atkvæðaseðilinn. INSERTED BY THE BREWERS’ ASSOCIATION

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.