Lögberg - 02.06.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.06.1927, Blaðsíða 6
*1*.« LöGBERG, FIMTUDAGINN 2. JÚNÍ 1927. Silfurlax-torfurnar. Eftir R^JX BEACH. Eg ér að hugsa um að líta ofurlítið betur eftir þessum manni, en eg hefi gjört,” mælti Emerson, og Cherry spurði hann hvað hann meinti með því; þá brosti hann og kvaðst skyldu gæta allrar varúðar. Á leiðinni til baka urðu þau vör við samferðamanninn á meðal farþeganna. En Emerson gaf enga bendingu um, hvað honum bjó í huga, unz skipið var lent í Seattle. Þá sá Cherry, að hann hafði stilt svo til, að þau voru bæði í þéttasta fólkshópn- um við uppgönguna og sá, að gráklæddi mað- urinn var rétt fyrir framan Emerson, og hún varð þess líka vör, að þó Emerson héldi uppi stöðugu samtali við hana, þá hafði hann aldrei augun af manninum og pssaði sig með að vera fast við bakið á honum. Hvernig svo sem fólkið í kringum hann ruddist um. Hún hafði ekki minstu hugmynd um hvað til stóð fyr en brúin var sett í land og þau voru komin út á hana. Það var ofprlítið bil á milli skipsins og bryggjunnar, sem það lá við; þegar þau voru að ganga yfir það, skreikaði Emerson fótur og hann hálf datt. Cherry vissi ekki hvað það var sem fyrir hafði komið, annað en það, að hann slepti henni og féll með öllum sínum þunga á manninn í gráu fötunum, sem var fast hjá hon- um. Þetta atvik bar svo fljótt að, engum datt annað í hug, en að það hefði að eins verið slysni. Þð næsta, sem hún veittti eftirtekt var maðurinn í gráu fötunum, sem var að hrapa ofan millibilið á milli skipsins og hafnarbryggj- unnar og reyna að ná í einhverja festu á skips- hliðinni með höndunum. En Emerson sá hún halda um kaðalinn á brúnni og vera að reyna að ná jafnvæginu. Hróp mannsins, þegar að hann kom ofan í sjóinn, skaut fólkinu skelk í bringu um stund- arsakir, og í æðinu sem á það kom, bárust þau Cherrv og Emerson upp á hafnarbryggjuna; en fóikið áttaði sig fljótt, þegar einn af yfir- mönnum skipsins kastaði líflínu til mannsins, sem var að busla í sjónum og hann var dreginn upp hattlaus og sárreiður. “Mér þykir stórum fyrir, að svona skyldi takast til,” mælti Emerson, er hann náði tali af manninum. “Þetta var algjörlega mín sök. Það var sleipt á brúnni og svo hallaðist hún svo mikið, að eg datt. Þegar að menn veita mér of nána eftirför, þá er eins og eg tapi öllu valdi á sjálfum mér — það er veiklun, sem mér fylgir.” Maðurinn hætti blótsyrðunum í bili og leit hvössum augum á Emerson, en áhrifin frá ðjó- baðinu höfðu þær verkanir á hann, að hann lét sér nægja að hreyta úr sér ónotum. Og í mann- þrönginni skildust þeir og ' Emerson leiddi Cherry frá höfninni og áleiðis upp í bæ, en Cherry varð undir eins vör við, að Emerson kiptist við af hlátri, sem hann var að reyna að bæla niður. “Emerson,” hrópaði hún og lýsti sér undr- un í málrómnum, “svo það varst þú, sem gjörðir þetta. Það var eins líklegt, að þú mundir drepa hann. Segjum að höfuðið hefði rekist á eitthvert tréð!” “Já, það hefði annars verið leiðinlegt”, svaraði Emerson. En þegar honum varð litið framan í Cherry, varð svipur hans harður og málrómurinn grimmur er hann sagði: “Hann hefir máske vit á að skifta sér ekki af mér aft- ur. Eg ætla ekki að leika mér að honum næst.” “f guðanna bænum gjörðu það ekki! Eg hefi aldrei séð þig eins grimmúðlegan. Það hefði getað orðið morð.” “Nú, jæja,” mælti hann og horfði forvitn- islega á hana. r “Mér hefði aldrei getað dottið slíkt í hug um þig,” mælti hún og það var eins og hrollur færi um hana. En hann ypti að eins öxlum og ^agði með áherzlu, sem tók fyrir meira umtal: ' “Hann er spæjari og eg líð engum að njósna um mínar gjörðir.” Bovd Emerson fylgdi Cherry til Hilliards bankastjóra, en fór svo sjálfur þangað, sem hann gisti. Þegar hann kom á hótelið, mætti hann Balt fyrstum manna og var hann í all- mikilli geðshræringu. “Xií er skörin komin upp í .bekkinn! Við fá- um ekki skipið,” mælti hann. “Fáum ekki Margaret?” endurtók Emer- son. “Hví ekki? Samningarnir voru full- gerðir.” “Umboðsmaðurinn símaði og sagði, að við gætum ekki fengið hana. ” “Hvaða ástæður gaf hann?” “Engar. Við fáum hana ekki, og svo er ekki meira um það. Það er eina skipið, sem fá- anlegt var hér á ströndinni. ” “Farangurinn okkar verður kominn hing- að innan tveggja vikna.” “Nokkuð af honum.” 1 “Hvað meinarðu—?” “Kötlunum er haldið. ” “Kötlunum?” “ Já. Lestu þetta,” sagði Balt og rétti Em- erson símskeyti.” Á símskeytinu stóðu að eins tvö orð: “Send- ing tafin.” “Þetta er að verða dáyndis skemtilegt. Það er svo fvrir þakkandi, að það eru fleiri, sem verzla með vélar.” Emerson sendi símskeyti tafarlaust til fé- lagsins og s/gði þeim, að þeir skyldu hreint ekki hafa fvrir að senda pöntun sína.. “Eg á von á, að Cherry hafi átt kollgátuna. Þetta munu vera fingraförin hans Willis Marsh,” hugsaði Emerson með sér. Svo fór hann að segja félögum sínum frá því, sem skeði um morguninn, og áður en hann hafði lokií? við það, hringdi telefónninn. “ófarirnar aukast,” mælti hann, þegar að hann ikom aftur inn í herbergið. “Jackson- Nebur félagið segist ekki geta látið mig hafa vörurnar, sem eg pantaði hjá þeim. Hvað mun það verða næst?” “Við þurfum nú ekki meira til þess að eyðileggja fyrirtækið,” svaraði Balt. “Hvert eitt af þessum aðköstum gjörir það ómögu- legt.” Hér um bil klukkustundu síðar kom Cherry óhoðin inn í herbergið til þeirra. Eg brá mér hingað inn, til þess að segja ykkur nýjar frétttir. Þegar að eg kom frá bankanum, þá fór drengurinn, sem lvftivélinni. stýrir, með mig upp á gólfið, sem er fyrir ofan hæð þá, er herbergi mitt er á, óvart. Eg sjálf tók ekki eftir þessu, svo eg fór út vir lyftivél- inni og inn í ganginn, og hvern haldið þið að eg hafi séð koma þar út úr einu herberginu? Engan annan en spæjarann okkar, og um leið og hann opnaði dyrnar á herberginu, heyrði eg hann segja: “Já, herra, eg skal koma aftur á morgun og segja fréttirnar.” “Hverjum ætlaði hann að segja fréttirn- ar?” spurðu þeir. “Eg veit það ekki. Eftir fáar mínútur kallaði eg ykkur í síma, til þess að láta ykkur vita þetta, en á meðan eg var að bíða eftir sambandinu, þá hefir símamærin einhvern veg- inrt vilst á vírum, eða gleymt að loka hljóðöld- unum, því eg hevrði eftirfarandi samtal: . . : . “Við höfum samið um að kaupa fim- tíu þúsund kassa á fimm dollara kassann. Við héldum, að það væri að minsta kosti tuttugu centum undir vanalegu markaðsverði. ” “Eg var um það loka símanum, þegar eg mundi eftir því, að þú, Emerson, hefðir selt 50 þúsund kassa af niðursoðnum laxi til Black- félagsins á fimm dollara hvern, svo eg hélt á- fram að hlusta og heyröi annan mann segja: “Hvaða maður var það?” “Eg veit það ekki. En hann sagði: “Við skulum selja þér dollar ódýrara hvern kassa.” “Hamingjan góða!” sagði fyrri röddin, — “það meinar tap—” svo heyrði eg ekki meira og hélt að betra væri fyrir mig að koma og segja ykkur þetta sjálf, heldur en að eiga á hættu með að segja ykkur það í gegn um sím- ann.” “Og þú þektir hvorugan manninn, sem tal- aði?” “Nei, en eg sá á nafnaskránni hjá hótel- skrifaranum, að maður að nafni Mr. Jones frá New York býr í nr. 610 og 612,— herbergjun- um, sem spæjarinn kom út úr, og að hann kom á hótelið fyrir tveimur dögum síðan. Eg þori að veðja, að þú heyrir frá Blackfélaginu áður en langt um líður, og maðurinn sem býr í her- bergjunum á Buller hótelinu, er enginn annar en Willis Marsh.” Gieorge Balt tók heldur en ekki upp í sig. “Það lítur út fyrir, að þeir hafi okkur í hendi sér og það er alt að kenna lausmælginni úr honum Fraser,” sagði hann. “Það skal samt skríða til skarar með okk- ur,” sagði Emerson ákveðinn. “Ef að eg fæ peningana í Tacoma—” “Eg skal veðja, að það er Black félagið,” sagði Cherry. “Það er Tacoma,” sagði Emerson með - hljóðberann við eyrað. “Það hlýtur að vera bankinn, þó þeir segðust ekki sétla að láta mig vita um lánið fyr en á morgun.” 1 gegn um dymar á herberginu, sem þau voru í, heyrðist til Emersons við símann í næsta herbergi: ^“Sæll! Já, Boyd Emerson talar.” Svo kom nokkur þögn og Emerson stóð og hlustaði, en ekkert heyrðist inn í herbergið til hinna, nema ógreinileg suða í símanum. “Hvers vegna? Geturðu ekki gefið mér neinar ástæður? — Eg hélt þú Hefðir sagt. — Nú jæja. — Vertu sæll.” Emerson hengdi upp hljóðberann gætilega og með einbeittnis svip á andlitinu sneri hann sér að félögum sínum, hristi höfuðið og gaf þeim merki, sem ekki varð misskilið. “Hvað þá! Nú strax?” spurði Cherry. “Þeir hafa náð í bankastjórann í síma. Spæjarinn hefir máske símað Marsh frá Tacoma. ’ ’ “Það meinar, að þýðingarlaust er að reyna frekar í Taooma. Hinum bönkunum hefir óef- að verið gjört aðvart. Ef að eg gæti komist í burtu án þess nokkur vissi, þá skyldi eg reyna Vancouver næst”, mælti Emerson. “í>að lítur fremur skuggalega út,” sagði Cherry. r “,Eins og nú standa sakir,” mælti Emerson, ‘ ‘ þá eigum við hundrað þúsund dollara virði af vélum og vistum, sem til einskis verður notað og enginn vill kaupa. ’ ’ “Og alt er það að kenna lausmælgi og prentsvertu,” bætti Cherry við. 15. KAPITULI. “Hvernig annars ganga~hlutirnir?” spurði Alton Clyde Emerson síðar í vikunni og sam- talið í enda síðasta kapítula átti sér stað. “Eg hefi enga hugmynd um það, ” “Við erum í gapastokkhum.” “Hvernig þá?” “Blaðagreinin kom því á stað,” mælti Em- erson önugur. “Fraser blaðraði vitleysunni út úr sér og bankarnir neituðu að lána mér. Eg hefi reynt hvern einasta banka hér í borginni, Tacoma, Vanoouver og Victoria, en það virðist að þeim hafi öllum verið sagt frá væntanlegu stríði um yfirráðin þar norður frá. Skipið, sem við vorum búnir að semja um leigu á, var tekið af okkur aftur, og þó að eg sé búinn að koma auga á annað skip, þá þori æg ekki að festa það fyr en ef eg sé veg út úr vandræðun- um. Svo hefir pöntunum okkar verið haldið til baka — vélunum, byggingarvið o. fl. Eg hefi ekki verið að ergja þig á að tala um þetta við þig, því eg veit ekki hvað hver nóttin hefir áð geyma í skauti sínu. Nú vill Black félagið reyna að brjóta samningana, sem við gjörðum við það um kaupin á veiðinni.” Emerson varp öndinni mæðilega, og það var eins og hann kyktist saman á stólnum, sem sýndi, að hann var sárþreyttur líkamlega og andlega. — Svo bætti hann við: “Eg býst við, að fokið sé í flest skjólin. Eg er að því kominn að gefast upp. ” “Nú, jæja!” stundi Alton Clyde upp og það var næstum spaugilegt að sjá votta fyrir á- hyggjusvip á andliti hans. “Þá er mál að hætta,” sagði hann. “Eg er ekki hættur enn,” svaraði Emerson. “Eg er að gjöra alt sem eg get, en hlutimir eru svo þrælslega tvinnaðir. Nokkuð af vör- um okkar er komið hingað, sumt af þeim situr fast einhvers staðar á járnbrautunum, og sumt af þeim virðist vera alveg týnt. Yið höfum orðið að skifta á vélum, skuldareikningar okk- ar eru fallnir í gjalddaga og — en til hvers er að berjast? Við þurfum peninga, það er grunntónninn í öllu málinu. Þegar Hilliard brást, þá/datt botninn úr öllu saman.” “0g þessi tíu þúsundmín eru töpuð!” taut- aði Clyde og stundi við, “tíu þúsund dropar af hjartablóði mínu! Hamingjan góða! Hvílík- ur verzlunarmaður að eg er! Heyrðu, eg ætti að vera innkaupsmaður fyrir bændafélag; eg er sérstakur snillingur með að gylla það, sem einskis virði er, og nú hefi_jjg ekki unnið neitt veðmál síðan að Bull Kun orustan stóð yfir.” “Hwið er um tuttugu og fimm þúsundin, sem þú fékst lánuð?” spurði Emerson. Clyde fór að skellihlæja. “Það er þó svei mér skemtilegt. Eg hafði nú ekki hugsað neitt um þau.” “Kringumstæðumar, sem við erum í, geta .máske verið einkennilegar, en eg sé ekkert hlægilegt við þær,” sagði Emerson. “Þú mundir gera það, ef þú vissir hvemig í öllu liggur, en það get eg ekki sagt þér. Eg lofaði að segja engum, hvaðan þeir peningar eru, og þegar að eg lofa einhverju, þá stend eg við það.” — Eftir nokkra stund spurði Clyde mjög alvarlegur: “Ef að Hilliard hefir öll lyídavöldin í þessu máli, hví lætur Cherry hann þá ekki ljúka fjárhirzlunni upp?” “Cherry! Hvernig á hún að fara að hjápa?” “Hún getur gert alt við hann, sem hún vill.” “Hvað áttu við?” “Þér þykir máske ekki mikið koma til mín sem fjármálamanns,” svaraði Clyde, “en þeg- ar til kvenfólksins kemur, þá er eg eins út- smoginn og vatnsrotta; eg hefi liaft augun á henni og hún er á réttri leið. Fólkið er farið að tala um það. Á hverju einasta kveldi býður hann henni á leikhús og til kveldverðar. Á hverjum degi sendir hann henni skrautlega og dýra blómavendi, sem smákossar með gim- steinum eru faldir í, og bifreiðina hans hefir hún við hendina hve nær sem hún vill, og hún er farin ab umgangast bifreiðarstjórann með auðsærri fyrirlitningu. Ef það bendir ekki á—” “Heimska!” greip Emerson fram í, “hún er alt of heiðarleg stúlka til þess að taka nokk- urn þátt í því, sem þú vilt gefa í skvn. Þú. miskilur kurteisi Hilliards algjörlega.” Clyde var ekki ánægður með, að láta Emer- son bera brigður á þekkingu sína í þessu máli, svo hann mælti einarðlega: “Eg skal segja þér nokkuð; hann hefir mist jafnvægið. Eg held að eg þekki einkennin. Þú getur trúað doktor Clyde til þess.” “Þú segir, að fólk sé farið að tala um þau?” “ Já, eg held nú það. Það sér hver einasti maður í bænum nema þú og maðurinn, sem sel- ur blöð og tímarit hérna á götunum, sem er blindur.” * Emerson stóð á fætur og fór að ganga of- urhægt fram og aftur um gólfið í herberginu. “Ef að Hilliard hefir lokkað Cherrv með flaðri sínu, þá skal eg—” Clyde for að skellihlæja. “Vertu ekki að fárast vfir henni. Það er Hilliard, sem ástæða væri að vorkenna. Hún hefir tekið hann með sér, til að sýna honum Seattle upp á viðtekinn hátt, og líklega ekki þann ódýrasta.” “Hún er ekki slík stúlka, sem þú heldur,” mælti Emerson af allmiklum þjósti. “Vertu ekki barn, þangað til skeggið á þér er orðið svo sítt að þú dettir í því. Stúlkan er um það bil að brjótast inn í örvggisskápinn hans Hilliards, og þegar hún er komin þangað og hefir kveikt á gasinu og er með ferðatösku sína til að láta í seðlana hans Hilliards. Hví ekki að hiðja hana að láta nokkra seðlabunka í töskuna handa okkur?” “Ef eg kemst ekki fram úr þessu, án þess að fá peninga hjá kvenfólki, þá hætti eg við alt saman,” mælti Emreson. Emerson hefði máske reynt að lýsa svipn- um á andliti Clydes og eins tilburðum hans, ef þau Cherry og Fraser hefðu ekki komið inn í herbergið til þeirra. “Hvernig gekk það í Vancouver?” spurði Cherry. “Það gekk hreint ekki neitt; bankastjórarn- ir vildu ekki einu sinni hlusta á mig, og eg gat ekki fengið neinn einstakling til þess að ljá mér eyra. ’ ’ “En, heyrðu,” tók Fraser til máls. “Hvíi læturðu mig ekki selja eitthvað af hlutabréf- unum þínum? Ekki brestur mig málfæri eða einurð.” Emerson reiddist og mælti: “Þú hefir þeg- ar sýnt það. 'Ef þú hefðir haldið þér saman, þá værum við komin á leið til Kjalvíkur.” Fraser fölnaði í framan og svaraði: “Eg sagði þér, að eg hefði ekki sagt frá þessu fyr- x irtæki þínu.” “Það er ekki til neins fyrir þig að halda þessu áfram,” hrópaði Emerson í æstu skapi. “Eg get þolað alt nema lýgi.” Clyde sá, að í óefni var komið á milli Em- ersons og Fraser, *vo hann flýtti sér að standa á f®tur. “Eg held eg fari,” sagði hann og tók upp hatt sinn og göngustaf og fór sem skyndi- legast úr herberginu. Burtför hans virtist ekki vekja neina undrun, eða eftirtekt, nema hjá Fraser, sem#ekki hafði augun af honum, og virtist vera allmikið niðri fyrir. “Eg held að Fraser sé saklaus af því, sem þú berð á hann, Emerson,” sagði Cherry. “Þú getur verið alveg viss um það,” sagði Fraser og leit þakklátum augum til Cherry. “ Eg er máske refur, en eg er ekki sníkjudýr, og eg veit hvenær mér er óhætt að tala og hve- nær ekki. Eg sat einu sinni fimm ár í fangelsi saklaus, og það get eg gjört aftur, ef á þarf að halda.” Hann keyrði hattinn ofan á höfuðið á sér og stikaði út úr herberginu. “Eg held að hann segi satt,” sagði Cherry. , ‘ ‘ Hann gotur ekki á heilum sér tekið út af því, að þú trúir honum ekki.” “Við höfum komist að niðurstöðú í þessu máli,” svaraði Emerson og gokk órólegur um gólf í herberginu. “Þegar eg hugsa um, hve heimskulegt lítilræði það var, sem olli vand- ræðunum sem við erum í, þá gæti eg gert út af við hann, og líklega gerði, ef eg gæti ekki kent sjálfum mér um.” Hann stanzaði um stund og leit á Cherry. “Eg er að bíða eftir að skrugg- an dynji yfir áður en eg fer og'jafna saknimar við Mr. Jonos frá New Yorkí herbergi 610 í Buller hótelinu.” “Þú meinar ekki, að þetta skuli taka enda með neinum slíkum harmleik?” spurði hún. “Þegar eg hitti þig fyrst í Kjalvík, þá sagði eg þér, að okkert skyldi komá í veginn, eða stöðva mig frá því að hrinda þessu fyrirtæki í framkvæmd. Eg meinti það. Eg er ákveðnari nú, en eg var þá. Eg hefði getað staðið niður við höfnina um daginn og horft á manninn drukna sökum þess, að liann dirfðist að koma á milli min og þess, sem eg vildi fram koma. Eg get gengið inn í herbergið til Willis Marsh og hengt hann í greip minni, ef að það hjálpaði til mér til að ná markinu. Já!” — hér reyndi Cherry til að taka fram í, en hann sinti því ekki. “Eg veit að þetta er rangt, en svona er eg innan brjósts. Sál mín hefir kvalist, þangað til hún er orðin svo sljó, að hún kennir ekki sársauka lengur. Eg hefi unnið, sveizt og kvalist í þrjú ár, og aldrei notið mín sökum kvíðvænlegrar yfirvofandi hættu. Oftlega hefi eg verið kominn upp á tind velgengninnar til þess að vera kastað niður aftur fyrir eitthvert lítilræði, eins og þetta síðasta.. Geturðu furð- að þig á, þar sem eg hefi séð mannorð mitt eyðileggjast og hrynja, að eg er hættur að vera vandur að meðulunum, sem eg nota til þess að ná takmarkinu? Eg hefi barist ærlega hingað til, en nú segi eg þér, að biðlund mín er þrot- in og að eg reiðubúinn að leggja alt í sölurnar að ná takmarkinu — og takmarkið er að ná í Mildred Waylands.” “Þú ert þreyttur og yfirspentur,” mælti Cherry stillileg. “Þú meinar ekki það sem þú sagðir. Þetta fyrirtæki, hversu mikla ánægju sem það kann að færa þér, ef það hepnst, er ekki þess vert, að borgað sé fyrir það með t mannslífi, né heldur er það vert þrauta þeirra, sem þú líður fyrir það. ” “Máske ekki frá þínu sjónarmiði,” sagði hann frekjulega. “Hvaða heimskingi eg var, að byrja á þessu! Áð hugsa að eg gæti unnið með engum vopnum og engri hjálp, nema frá hálfrugluðum fiskimanni og hugsunarlausri undirtyllu—” “Og frá stúlku,” bætti Cherry við og svo bætti hún við mjög alvarlega: “Þetta er alt mér að kenna, eg kom þér út í þetta.” “Xei, eg ásaka engan nema sjálfan mig. Hvaða sök, sem þú kant að eiga í þessu, þá er það að eins ein persóna, sem við það líður, og j)að erf þú sjálf.” “Hvað meinarðu?” spurði Cherry. Spurning hennar hafði engin áhrif á hann. “Látum okkur vera einlæg. Það er bezt að segja hverja sögu eins og hún er og láta þar við sitja. Eg skifti á vináttu minni og pening- um. Þú leggur heiður þinn á móti bankaseðl- um Hilliards bankastjóra. ” Cherry leit til Emersons með ógnandi augnaráði, svo bað hún hann að stilla mál sitt, en það var þýðingarlaust, eða réttara sagt, það var eins og hann yrði enn a^stari. “Eg er ekki svo skapi farinn, sem stendur, að eg geti fengið mig til að viðhafa nein gælu- orð,” svaraði hann og hélt svo áfram: “Eg hélt ekki að þú mundir borga koparnámu þína svo háu verði.” Cherry Malotte var orðin náföl í framan, og þegar hún byrjaði að tala, var málrómurinn óvanalega hvass og harður. “Viltu tala ofurlítið skýrara, svo eg viti hvað þú ert að fara méð?” “Það er þér fyrir beztu, að þú skiljir það. Samkvæmt viðurkendum lífsreglum, þá er það eitt,.sem engin kona ætti að selja.” “H^tu áfram.” ? • “Þú hefir tekið þér fyrir hendur að veiða Hilliard bankastjóra í net þitt, og mér er sagt, að þú sért á góðum vegi með- að ná honum. Hann er giftur maður, helmingi eldri en þú sjálf. Hann er þektur fyrir að vera kvenholl- ur. Þetta hlýtur alt að vera þér ljóst. Samt he/ir þú blygðunarlaust selt þig þessum manni.” Alt í einn varð Emerson var við, að Cherrv var staðin upp. Honum fanst hún vera stærri en hún átti að sér. Það varx eins og eldur brvnni vír augum úr augum henni, og að titr- ingur færi í gegnum hana. ^

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.