Lögberg - 09.06.1927, Side 1

Lögberg - 09.06.1927, Side 1
40. ARGANGUR | -----— 8 \ Helztu heims-fréttir Canada. Maður nokkur í Ford City, Ont., hefir skrifað lögreglunni í bæn- um Sarnia, þar sem hann átti heima á árunum 1906—1909, og tjáð henni, að einhvern tíma á þessum árum hafi hann farið á reiðhjólinu sínu eftir gangstétt- um bæjarins og þar með brotið lögin. Vill hann að þetta.mál sé nú tekið fyrir og gefur hann lög- reglustjóranúm umboð til að mæta 'í réttinum fyrir sína hönd og sektina skuli hann svo borgaVstrax þegar hann fái að vita hvað það sé mikið. Segist maðurinn vilja bæta þetta afbrot sitt, svo hann geti haft góða samvizku. En það lítur ekki út fyrir, að honum ætli að auðnast að afplána þessa sekt, því lögreglan( í Sarnia hefir látið hann vita, að hún hefði engar sakir á móti honum. Sagan minn- ir á fslendinginn, sem var einn á ferð langa léið, til að komast í tugthúsíð, þar sem hann átti að vera um tíma. * * * í maímánuði voru óvanalega /‘sólarlitlir dagar” í Manitoba og reyndar víðar í Vestur-Canada. í Winnipeg var sólskin að eins 124.3 klukkustundir , en í maí- mánuði 1917 voru sólskinsstund- irnar 357.4 og að meðaltali síð- ustu tólf árin 238.7 stundir. í þetta sinn höfðu Winnipegbúar minna sólskin heldur en í nokkr- um öðrum maímánuði á þeirri öld, sem nú er að líða. Rigning- ar hafa verið óvanalega miklar, eftir því sem hér gerist; rigndi nokkrum sinnum heila sólar- hringa í einu og stundum lengur, svo að segja látlaust. Frá því um kveldið 22. maí og þangað til síðari hluta dags hins 25. var nærri alt af látlaus rigning. All- an mánuðinn var kalt veður og ekki nema tveir eða þrír dagar, sem ekki þurfti að kveikja upp í eldstæðinu svo húsin væru nægi- lega hlý. * * * Félag, sem nefnir sig “Great West Paper Mills Co.” er að koma á fót pappírsverkstæði í St. Boni- face, Man., og segir forseti fé- lagsins. J. Charles Wood, að 1. sept. verði félagið farið að búa til pappír. Heldur mun þetta fyrirtæki vera í smáum stíl til að byrja með, og gerir félagið ráð fyrir að hafa svo sem 30 til 40 manns í vinnu strax í haust. Eig- endurnir munu vera frá Detroit, Mihh. Höfuðstóllinn, sem þeir hafa lagt í þetta fyrirtæki, er tal- inn að vera um $300,000. • ft • Stræt'isbrautafélagið í Winni- peg og verkamenn þess hafa nú gert vinnusamning með sér, sem gildir í þrjú ár, eða til 1. apríl 1930. Höfðu verkamenn farið fram á að fá kauphækkun, sem næmi þrem centum á klukktím- ann. Það vildi félagið ekki sam- þykkja, en sættin varð sú, að verkamennirnir fá hækkað kaup sitt' um eitt cent um klukkutím-^ ann á ári í næstu þrjú ár, þann'ig, 'að þeir sem nú fá 57c. um klukku- tímann, fá 1930 60c. um tímann * * * Lengí hafa WHnnipeg-búar til þess fundiÖ að þá slcorti nægilega stórt samkomuhús og hefir oft ver- iÖ um það talað að úr þessu þyrfti að bæta. Þykir nú mörgum vel til fallið að byggja þetta hús á þessu ári til minningar úni demants af- mælið. Er áætlað að hæfilegt hús af þess'u tægi fyrir Al'innipeg borg muni. kosta um $800.000 og ráðgert að láta gjaldendur borgarinnar greiða atkvæði um það, hvort þeir vilja verja peningum til þessa fyr- irtækis. Bretland. • Markgreifinn af Lansdowne lézt hinn 4. þ.m. Hann var Iandstjóri . í Canada 1883 til 1889. Höfðingi mikill og gegndi mörgum trúnað- arstöðum og háum embættum fyr- ir Breta um langt skeið. * * * Enn lítur mjög illa út með kola- iðnaðinn á Bretlandi, og hafa leiðtogar r^ámamanna félaganna gefið verkamönnum aðvörun um að þeir skyldu búast við hinu vertsa. Vegna þjss að Frakkar hafa bannað innflutning á kolum frá Bretlandi, hefir kolasalan stórum minkað og hefir 1200 námamönnum í Suður Wales ver- ið sagt upp vinnu út af því. Bretastjórn er að reyna að fá þetta bann afnumið, en ekki lít- ur vænlega út að það ætli að takast. Hvaðanœfa. Flugmaðurinn frægi, Capt. Char- les Lindbergh, lagði af stað frá Frakklandi á laugardaginn með Bandaríkjaskipinu Memphis á- leiðis til Washington og er hann væntanlegur þangað á laugar- daginn kemur. Úr þessari sigur- för kemur hann nú aftur hlaðinn krossum og öðrum heiðursmerkj- um, sem hann hefir þegið af kon- ungum og þjóðhöfðingjum, sem hann hefir heimsótt í Englandi, Belgíu og Frakklandi. Má nærri geta, að honum verði tekið með miklum fögnuði af sinni eigin þjóð, Bandaríkjamönnum, þegar hann kemur heim úr þessari frægðarför. — En nú hefir annar maður gert hið sama, eða þó öllu betur, því hann hefir flogið í einni lotu alla leið frá New York til Þýzkalands. Þessi maður heit- ir Clarence Chamberlain, en flug- vélin “Columbia”. Mr. Chamber- lein fór frá New York í laugar- daginn í síðustu viku kl. 6.05 að morgni og lenti í Paderborn, Westaphalia á Þýzkalandi kl. 9.30 á mánudagsmorguninn. Hafði orðið að koma við á einum stað á Þýzkalandi, til að fá meiri olíu, sem þá var að þrotum komin. — Þessi maður var þó ekki einn á ferð, eins og Lindenburgh, því með honum var eins og farþegi Chadles A. Levin, og er hann mað- urinn, sem kostar förina að ein- hverju all-miklu leyti. Fréttin segir, að ferðin Jiafi gengið vel, báðir mennirnir séu ftískir og líði ágætlega. * * •» Nýlega hefir fundist hátt uppi í fjöllum í Norður-Japan, þorp eitt, áður með ölhi óþekt. fbúarnir, sem eru alls 152 að tölu, tala næsta frá- brugðið mál því, er nú viðgengst í Japan og líkjast mjög villimönn- um í klæðaburði. Lifa þeir einvörð- ungu á ávöxtum og mála tennur sínar svartar. Er mælt að fólk þetta muni vera afkomendur hins svo- nefnda* Heike kynflokks, er ósigur beið fyrir hinum herskáu Genji fyr- ir meir en 700 árum og flúði til fjalla og sökk í gleymsku. Demantshátíðin. Á fimtudagskvöldið í vikunni sem leið, var almennur fundur haldinn í Goodtemplarahúsinu hér í borginni, til að ræða um þátt- töku íslendinga í Winnipeg í há- tíðahöldum þeim, sem fram fara í þessari borg, eins og alstaðar annars staðar í landinu, fyrstu þrjá dagana af næsta mánuði, til minningar um það, að 1. júlí 1927 eru liðin 60 ár síðan fylkjasam- bandið var myndað, en það var gert 1. júlí 1867. Er því hér. um sextugs afmæli þjóðfélagsins að ræða. Fundarstjóri var kosinn Dr. B. J. Brandson, og fundarskrifari Mr. B. L. Baldwinson. Mr. J. J. Bildfell er í allsherjarnefnd þeirri, sem fyrir hátíðahöldunum stendur í Manitoba, og var það að hans undirlagi, að þessi fund- ur var kallaður. Tók hann fyrst- ur til máls og skýrði málið vel og ýtarlega fyrir fundinum. Tók hann það fram, að stjórn'in legði enga peninga til þessa fyrirtækis. Til þess væri ætlast, að skrúð- ganga færi fram og að hver þjóð- flokkur um sig tæki þátt í henni og þar á meðal íslendingar. Sagði hann, að til þess væri ætlast, að hver þjóðflokkur sýndi í skrúð- göngu þessari eitthvað það, sem einkendi þá sem þjóð, eitthvað úr sögu sinnar eigin þjóðar. Eftir að skrúðgöngunni er lokið, verð- ur stórkostleg samkoma haldin í City Park og verður þar einnig hverjum þjóðflokki ætlað sér- stakt svæði. Séra Ragnar E. Kvaran gerði þá uppástungu, að fundurinn skori á íslenzkan almenning í Winnipeg, að veita liðsinni sitt WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 9. JÚNl 1927 NÚMER 23 Einar S. Jónasson merkisberi frjálslynda flokksins í Gimli kjördæmi. þessu máli með fjárstyrk og á annan hátt, svo þátttaka íslend- inga í hátíðahöldunum gæti ,orð- ið sem myndarlegust og ánægju- legust öllum hlutaðeigendum, og jafnframt að fundurinn kjósi níu manna nefnd til að standa fyrir þessu máli. Var tillagan sam- þykt og nefndin kosin, og urðu nefndarmennirnir ellefu áður en lauk, og eru þeir þessir: B. L. Baldwinson, J. J. Bildfell, Dr. B. J. Brandson, séra Rögnv. Péturs- son, Hjálmar A. Bergman, dr. Björn B. Jónsson, A. C. Johnson, Dr. A. Blöndal, Fred. Swanson, séra R. E. Kvaran og Th. S. Borg- fjörð. Einnig Sarpþykti fundur- inn að skora á forseta allra ís- “lenzkra kvenfélaga í þessum bæ, að vinna með nefndinrii að því máli, sem hér er um að ræða og heimilaði nefndinni einnig að bæta við sig hverjum þeim, sem henni sýndist og fáanlegir væru til að starfa með nefndinni. All-margir tóku til máls á fund- inum og voru allir á einu máii um það, að það væri alveg sjálfsagt, að íslendingar í þessum bæ tækja sinn þátt í þessum hátíðahöldum og má vafalaust gera ráð fyrir, að allir íslendingar í Canada líti einn veg á það mál og séu viljugir að veita því lið. Frá Islandi. Reykjavík, 14. maí. Frá Sandgerði er símað 11. þ. m.: Undanfarið ágætur afli, frá 300 pottar lifrar í róðri og upp í 400. Fiskurinn hefir verið mjög lifrarlítill, og því ekki að marka lifrar^öluna, aflinn hefir verið þeta 7—16 skpd\ ,í róðri. En nú ei; afli heldur að tregðast og far- inn verða ýsuborinn. *— Vetrar- vertíð endar í dag og vorvertíð að byrja. Eru sjómenn nú að búast í útilegu. Frá Borgarnesi er símað 10. þ. m.: Tíðarfar er nú gott, hefir brugðið til hlýinda eftir kuldann undanfarið. Héilsufar dágott.— Skepnuhöld slæm sumstaðar, eink anlega í Hnappadalssýsju og hef- ir fé drepist þar úr kvillum — lungnaormum og skitupest. Á einum bæ drapst helmingur fjár- ins. — Vrður. Síðastl. sunnudag var stofnað íhaldsfélag Árnesinga á fundi í Tryggvaskála, og sátu hann ýms- ir af beztu bændum og embættis- mönnum sýslunnar. Séra Gísli Skúlason á Stóra-Hrauni var kos- inn formaður félagsins. Á fund- inum var rætt um kosningar þær er 1 hönd fara og samþykt eftir prófkjör að skora á þá Einar Arn- órsson prófessor og Valdimar Bjarnason bónda i ölvesholti að bjóða sig fram i Ámesýslu fyrir íhaldsflokkinn. Harfa báðir heit- ið því að verða við tilmælum fundarinsJ— Þá hafa íhaldsmenn í Austur-Skaftafellssýslu skorað á Pál Sveinsson, Mentaskólakenn- ara, að gefa kost á sér þar í sýslu við næstu kosningar og verður hann við tilmælum, þeirra. Samkv. skýrslu gengisnefndar var afli þessa árs, kominn á land 1. maí, 140,384 þús. skpd, en S fyrra á sama tíma 119 þús. skpd. Fiskbirgðir í landinu voru L apr. 89 þús. skpd. en 1. maí 130 þús. Útaflutningur ísl. afurða hefir numið röskum 11 milj. kr. fyrstu fjóra mánuði ársins, en tæpum 13 milj. kr á sama tíma í fyrra. Fiskverð hefir farið iækkandi ísl. Leikfimiskennari Haraldur Sveinbjörnson kominn til Winnipeg. Það mun öllum íþróttamönnum hér um slóðir, ánægjuefni, að Haraldur Sveinbjörnsson er nú kominn til Winnipeg, og ætlar að dvelja hér fyrst um sinn að minsta kösti og kenna ungu fólki íþróttir og líkamsæfingar. Er hann hér að tilhlutan íþróttafé- lagsins “Sleipiiir” og vinnur í sam- lögum við það. Mr. Svéinbjörns- son hefir lært við Niel Bukh lík- amsæfinga skólann í Danmörku, sem þykir standa öðrum skólum framar í þeirri grein. Mr. Sveinbjörnsson hefir víða sýnt list sína í íþróttum og lík- amsæfingum, og hafa margir, sem vit hafa á þeim efnum, mjög dáðst að því, hve vel hann væri að sér í íþrótt sinrii. Hann hefir langa æfingu í því að kenna 'lík- amsæfingar, og hefir undanfarin ár kent bæði í þróttafélögum 0g við háskóla í Bandaríkjunum. Hefir hann t. d. kent við stóran skóla í Des Moines, Y. M. C. A. í Fargo, N.D., Búnaðarháskólann í North Dakota, og nú síðast var hann við ríkisháskólann í South Carolina, þar sem hann kendi fimm hundruð ungum möftnum. Hefir hann unnið sér það álit þar syðra, að hann hefir fengið mörg tilboð um atvinnu. En hann hef- ir hafnað þeim ölluií. í bráðina að minsta kosti, til þess að koma hér norður og kenna löndum sín- um líkamsæfingar og íþróttir. Mr. Sveinbjörnson verður hér þangað til í september fyrir það fyrsta.. En hann er ekki ráðinn til lengri tíma enn, hvað sem síð- ar kann að verða. íþróttafélagið kennir stúlkum Iíkamsæfingar, ekki síður en pilt- um og verður bráðlega byrjuð sérstök deild fyrir þær. Kensla fer fram á mánudögum og fimtudögum og byrj"ar kl. 7.30 að kveldinu. Forstöðunefnd í- þróttafélagsins hefir þegar gert allar nauðsynlegar ráðstafanir kenslunni yiðvíkjandi. Sargent Park hefir verið fengið fyrir æf- 'ingar á föstudagskveldum; ann- ars hefir félagið aðsetur sitt í Goodtemplarahúsinu á Sargent Ave. iMarg’ir af yinum Mr. Svein- björnssonar og þeir, sem áhuga- samir eru um íþróttalíf meðal Vestur-íslendinga, héldu honum samsæti á Grange Hotel á þriðju- dagskveldið. Var það skemtilegt og ánægjulegt í alla staði. siðustu vlkurnar og er um 101— 102 kr. skpd. Á sama tíma frfyrra J var verðið 120 kr. á skippund. Heybyrgðir munu hafa enstl sæmilega um alt land. Aðalfundur S. f. S. stendur yf- ir hér í bæ um þessar mundir, og sitja hann 41 fulltri. Málaflutningsmannafélag fs lands sendi í vetur Alþingi eftir- farandi fundarsamþykt: “Málaflutningsmannafélag ís- lands telur það ófullnægjandi, að einungis 3 dómendur skipi *Hæsta- rétt og skorar á Alþingi að fjölga dómendum í réttinum að minsta kosti upp í 5? þegar á þessu þingi.” Áskorun þessari fylgja meðmæli frá öllum starfandi hæstaréttar- málaflutningsmönnum, 9 að tölu. Eggert Vilhjálmsson Briem stundar nú flugnám á skóla í Köningsberg í Þýzkalandi og tek- ur próf í skemtiflugi í sumar. Síðar ætlar hann að leggja stund CANADA IN WASHINGTON Home of Minister of the Dominion to the United States, Hon. Vincent Massey. The opening of the legation is one of the marks of Canada’s progress in the Juþilee yw pf ConfederatiQtx, . á viðskiftaflug. Mun hann vera fyrsti íslendingur héðan að heim- ai^, er flugnám hefir stundað. Sigurður Skúlason frá Skálholti og Þorkell Jóhannesson frá F^alli hafa lokið meistaraprófi í nor- rænu á háskólanum. — Stýri- mannaskólinn hefir ,1 vor útskrif- að 3 með farmannaprófi, og 17 með fiskimannaprófi. — Verzlun- armannaskólinn hefir útskrifað 23 og Hvanneyrarskóli 23. 29. f.m. fór fram kosning á ein- um fulltrúa í T)æjarstjórn Siglu- fjarðar. Fulltrúaefni jafnaðar- manna, Gunnlaugur Sigurðsson, form. verkamannafélagsins, náfti kosningu með 199 atkv., íhalds- listinn fékk 141 atkv. Hafa . nú jafnaðarmenn meiri hluta í bæj- ahstjórninni, 5 fulltrúa af 8. Fiskimjölsverksmiðja brann fyrir stuttu í Keflavík, eign þeirra Ástþórs Matth.assonar 0g Karls Runólfssonar. Stóð verksmliðjan mitt á milli Keflavikur og Innri- Njarðvíkur, og vissi enginn um eldinn fyr en starfsfólk kom að verksmiðjunni, og var hún þá brunnin til kaldra kola, nema vél- ar. Húsið var úr timbri, járn- varið.—Vörður. Séra Árni Jóhannesson, prestur í Grenivík, andaðist að heimili sinu, Grenivík, eftir missiris sjúk- leik. Hann var 68 ára gamall og hafði gegnt prestsstörfu mí 39 ár. —Séra Árni var allra manna glaðastur og vinsælastur, góður kennimaður og mjög skylduræk- iiin og samvizkusamur í embætt- isrekstr'i.—Vísir 5. maí. Víðvangshlaup fór fram hér í’ bænum fyrsta sumardag. Geir| 'Gígja kennari var fljótastur eins og að undanförnu og rann skeið- ið á 13 míTi. 8.5 sek. Næstir urðu Þorsteinn Jósefsson og Magnús Guðbjartsson, allir úr Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur. Vega- lengdin er 4 km. Sameinaða gufuskipafél. hefir látið smíða skip, sem það ætlar til íslandsferða. Hljóp það af stokkunum 9. þ.m. Skipið heitir “Drotning Alexandrina”. Það er með Dieselvél rúml 260 fet að lengd og hefir rúm fyrir 140 far- þega. Vinnudeilunum í Hnifsdal er lokið. Kaupgjald karla við venju- lega vinnu er kr. 0.80 um klukku- stund en kvenna kr. 0.55 og hærra fyrir eftir- og helgidagavinnu, alt að kr. 1.25 um klukkustund. Kirkju veglega ætla kaþólskir menn að láta reisa í Rvík á þessu ári. Er verkið þegay hafið, og var hornsteinn kirkjunnar lagður annan páskadag síðastl. Var fjöl- menni viðstatt þá athöfn. Guð- jón Samúelsson húsameistari hef- ir gjört uppdrátt að kirkjunni. Verður hún bygð í gotrteskum stíl. Að lengd verður hún 40 metra, með afar hám turni, 50 metra. Mun hann þó eigi verða bygður svo hár í fyrstu, en topp- inum bætt á hann síðar. Mjög verður til kirkjunnar vandað, og er gert ráð fyrir að þak og veggir kosti um 300 þús. kr. Kirkjan á að standa skamt frá Landakots- spítalanum, á einum fegursta stað í bænum. Verður eflaust að henni mikil bæjarprýði, og er það ekkert einsdæmi, að kirkjur kaþ- ólskra manna séu meðal fegurstu stórhýsa. í skjali, sem lagt var í hornsteininn stendur, að kirkj- an skuli falin vernd hinna heil- ögu biskupa, Þorláks og Jóns Ögmundsonar. Eldur koiri upp í Laugarnes- spítala á skírdag siðastl. Hafði kviknað í gólfi út frá baðofni og var slökkviliðið hvatt til aðstoð- ar. Tókst því von bráðar að slökkva eldinn og urðu skemdir eigi miklar. Laugarnespítalinn er úr timbri eins og mörg gömul hús hér í bæ, en nú mun eng- um koma til hugar að byggja slíkt stórhýsi öðruvisi en úr steini.— Tíminn. Brynjólfur Stefánsson hefir ný- lega lokið meistaraprófi í vá- tryggingarfræði í Kaupmanna- Eru fræði þessi ný námsgrein á háskólanum. þar. Ungmenni fermd í Fyrstu lút. kirkju . á hvítasunnudag: Drengir: Alexander Jónas Stratton. Conrád Albert Anderson. Elgar Harold Johnson. Franklin Stephensen. Harold Egill Gíslason. Henry Einar Pálmason. John Harvey Johnson. Jón Lárus Bardal. Jón Kristján Sigurðsson Joseph George Henry Cooney. Magnús Frederick Johnson Malcolm Ellice Aikenhead. Marino Helgi Magnússon. Norman Stephen Bergman. Raymond Christian Swanson. Roy Morris Aikenhead. Skapti Ingimar Anderson. Skúli Anderson. Vilhjálmur Georg Brandson. Stúlkur; Ellen Lilia Björg Bergson. Ellen Margaret Johnson. Florence Guðrún Johnson. Guðlaug Sigurveig Sigurðsson. Guðrún Alpha Margaret Magr.- ússon. Helen Elizabeth Johnson. Helga Vigdís Bardal. Ingunn Benedicta Hallgrímsson. Jórunn Guðlín Hannesson. Lilia Olafía Goodman. Mary Margaret Cecilia Johnson. Norma Evelyn Hall. Oddný Guðrún Joel. Signý Hilda Stephenson. Sigurbjörg Steinunn Bjarnason. Theodora Brandson. Vigdís Elín Johnson. I I Kirkjuþingið Áætluð stat fskrá hius 43. ársþings Hins ev. lút. kirkjufélags Isleudinga í Vesturheimi. Miðvikudaginn 22. júní 1927— Þingsetningar guðsþjónusta, með altarisgöngu: klukkan 8 að kvöldinu. Fimtudaginn 23. júní— Kl. 9—12 f.h.: Þingfundur — Skvrslur em- bættismanna og nefnda. Kl. 2—6 e.h.: Þingfundur. Kl. 8 að kvöldinu: Fyrirlestur, sÓra Jónas A. Sigurðsson. # Föstudaginn 24. júní— Kl. 9—12 f. h.: Þingfundur. Kl. 2—6 e. li.: Þingfundur. Kl. 8 að kvöldinu: Fyrirlestur, séra N. S. Thorlaksson. Laugardaginn 25. júní— Kl. 9—12 f.h.: Þingfundur. Kl. 2—6 e.h.: Þing hinna sam. kvenfélaga. Kl. 8 að kvöldinu: Trúmálafundur þingsins. Umræðuefni: “Bænarlífið og efling þess.” Málshefjandi: séra Carl J. Olson. Sunnudaginn 26. júní— Kl. 7 að kvöldinu: Prestsvígsla. Yígsluþegi: Kolbeinn Sæmundsson, stud. theol., kjörinn prestur Hallgrímssafnaðar í Seattle, Wash. (Öðrum samkomum þennan sunnudag ráðstaf- að af presti Fyrsta lút. safnaðar.) { Mánudaginn 27. júní— Kl. 9—12 f.h.: Þingfundur. Kl. 2—6 e. h.: Þingslit. Þingið verður haldið í kirkju Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg, eins 0g áður er auglýst. / K. K. OLAFSON, forseti kirkjufélagsins ns. I 1 — —

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.