Lögberg - 09.06.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.06.1927, Blaðsíða 6
BU. « LöGBERG, FIMTUDAGINN 9. JÚNf 1927 Silfurlax-torfurnar. Eftir REX BEACH. “Hvaða rétt hefir þú til að segja þetta við mig!” hrópaði hún með titrandi röddu. “Fyr- ir Ifáum augnablikum viðurkendir þú, að bú værir morðingi — ef ekki í verki, þá í hugsim. Þú sagðir, að þú vildir fórna öllu til að ná tak- markinu ? Heldurðu að mér sé eins farið? Er hegðan mín blygðunarverð sökum þess, að þín er glæpsamleg? Segjurn að hegðun mín væri þannig! Heldur þú, að þú sjálfur og ást þín á þessari harðhjörtuðu konu, sem sendi þig út í óbygðir til þess að sveitast blóði, séu einu máls- . aðilirnir í þessari veröld?” “Við tölum ekki um hana,” mælti Emerson. “ójú, við skulum athuga hana. Þú segir að eg liafi verðlagt sjálfa mig. Hið sama hefir hún gjört. Munurinn er að eins sá, að þú hefir ekki komið auga á það. Verð hennar var heið- ur þinn, sem er glataður, samvizka þín, sem hefir beðið skipbrot. Þú hefir borgað verðið og þú munt borga það tvöfalt, ef hún krefst þess. En það er eitt, sem ekki er á þínu valdi — að gjörast dómari yfir viðskifta aðferðum mínum, né kveða á um, hvað eg hefi goldið ein- um eða öðrum.” Emerson hafði aldrei fyr séð konu svo gjör- samlega undir áhrifum æstra skapsmuna. Ilún hafði lygnt augunum til hálfs. Svipur bennar var harður og látlaus. Hún var á valdi geðs- muna, sem voru ósveigjanlegir og reiðubúnir að bjóða honum og öllum öðrum bvrginn. Hún hafði varpað af sér blæjunni, og hún sýndi hon- um í svip sál sína, sem var hrærð til grunns og æst eins og hafið í ofviðri. Og þó undarlegt væri, fanst honum eins og liitastraumur liði um sig allan er hann virti hana fvrir sér þannig. “Fyrirgefðu mér,” sagði Emerson, “þú ert sjálfs þín róðandi og átt því rétt á að gjöra hvaða samninga, sem þér sýnist.” Hún sneri sér frá honum og gekk út að glugganum og horfði ofan á götuna, sem var fjölfarin, og reyndi að stilla geðshræring sína. Það varð djúp þögn í herberginu um stund, sem ekkert. rauf nema óglöggur niður frá götunni. Svo sneri hún sér að honum aftur, og sá hann að augu hennar voru rök af tárum. “Eg vil að þú vitir, a eg skil vel afstöðu þína. Ef að þér mistekst þetta fyrirtæki, þá tapar þú ekki að eins ástmey þinni, heldur eyðileggur sjálfan þig líka, því þú getur aldrei endurborgað mönn- unum sem treystu þér. Það er hverjum manni þung bvrði. En það hlýtur að vera einhver vegur út úr erviðleikunum — það er ávalt. Máske að sá vegur opnist þegar þig varir minst”. Svo brosti hún raunalega og dró blæj- una fvrir andlit sér. Emerson stóð á tfætur, gekk til hennar, lagði hönd sína á handlegg henni og mælti: “Fvrir- gefðu hvað hvassyrtur að eg var. Eg er ekki slingur að koma orðum að slíkum hlutum, en eg hefði stilt þeim eins, þó systir mín hefði átt í hlut.” Það var einlæg viðleitni til þess að hug- hreysta hana, þó hún hefði engin áhrif. “Vertu sælí,” sagði Cherry, “ þú mátt ekki gefast upp.” Á leiðinni heim til sín var Cherry alt af að hugsa um síðustu orð Emersons: “svstir! Systir!” hafði hún upp hvað eftir annað. “Guð minn góður, er hann staurblindur? Ef að hann hefði verið ofurlítið afbrýðisamur við Hilli- ard og sagt það, þá hefði þetta verið þolandi, en þessi ískalda framkoma hans var óþolandi!” Það var að eins ein hugsun, sem fyrir honum vakti — að eins einn draumur, sem hann drevmdi — ein von, sem vakti í sálu hans — þessi kvenmhður.” Þegar að hún var orðin ein í herbergi sínu, fanst henni hún enn finna ylinn leggja frá handtaki hans, er hann snerti handlegginn á henni, og það var eins og að hún líka fyndi kossinn gleymda brenna á vörum sér. Hversu oft halfði hún ekki rifjað stund þá, er hann kvaddi hana, upp fyrir sér. Og hversu margar vonir hafði hún ekki gjört sér í sambandi við þá endurminningu! En hluttekningarleysi Em- ersons og kuldi reis í huga hennar sem hrylli- leg mótsetning við þann hlýhug, sem kom henni til þess að leggja alt í sölurnar til að hjálpa honum. Hvú ekki að taka það, sem henni bauðst, og láta Emerson sigla sinn eigin sjó? Hví ekki að njóta lífsins, eins og að hún hafði hugsað sér, áður en hún kyntist honum?” — Launin voru svo að segja í hendi hennar, og hún þurfti ekkert annað en rétta hana út og veita þeim viðtöku og láta hann svo sökkva niður í gröf þá, sem konan tilfinningarlausa, sem hann vildi alt til vinna að ná í, hafði búið honum. Það ,var orðið dimt í herbergi hennar, þeg- ar að hún hætti að ganga um gólf, og með ein- beittnissvip gekk að símanum, og símaði tií Hilliards bankastjóra, sem var á Mount Rainier klúbiwium. “Eg er búin að hugsa um tilboð þitt, og hefi breytt skoðun minni á því,” sagði Cherry. “Þú mátt senda bitfreið eftir mér, klukkan sjö í kvöld.” Svo hló hún út af einhverri spurn- ingu, sem Hilliard lagði fyrir hana og svaraði: “Nú, jæja, ef þú vilt það endilega, — bláa kjól- inn. .Já, bláa kiólinn, sem hvorki hylur háls né herðar.” —Jlún lokaði símanum og stóð stundarkorn með krepta hnefa og það var eins og hrollur færi um hana alla. Svo gekk hún að klæðaskápnum, opnaði dyrnar og horfði á rað- ir af kjólum, sem þar héngu. “Svo þetta er þá endirinn á hinum góða á- setningi mínum.” Svo hló hún og hrifsaði nið- ur kjólinn, sem hún ætlaði að fara í, og mælti: “Nú er bezt að brynja sig gegn hinum and- styggilegu brögðum þessara viðskifta.” 16. KAPITULI. Þeir George Balt, Clydie og Fraser sátu all- ir í biðsal hótelsins daginn eftir mjög áhyggju- fullir, þegar Emerson kom til þeirra, en það var eins og að þeim væri hvíslað, að eitthvað óvænt befði enn komið fyrir, því útlit og fram- koma Emersons var svo undarleg, að þeir spurðu allir í einu: “Hvað gengur að? Ertu veikur?” “Nei,” svaraði Emerson, en eg heid að eg sé orðinn brjálaður.” “Hvað er að?” “Þrautin er unnin.” “Þrautin?” “Eg er búinn að fá peningana.” Þeir George Balt og Clyde spruttu á fætur og fóru að dansa á gólfinu svo að hegðun þeirra vagti eftirtekt annara g>esta og jafnvel svipur- inn á Fraser gaf til kynna, að hann var meira en Hissa. “Hilliard símaði mér um hádegið og bað mig að finna sig. Eg fór strax. Hann sagði, að hann hefði skift um skoðun og bauð að lána okkur eins mikla peninga og við þyrftum, og þetta gáf hann mér skriflegt, svo það er ekki lengur um það að villast, við fáum þessi hund- rað þúsund dollara og meira,-ef við þurfum.” “Þú hefir dáleitt karlinn,” greip Clyde fram í. “Eg sagði ekki orð,” mælti Emerson. “Hann bauð mér þetta sem lán frá sjálfum sér. Það kemur bankanum ekkert við.” “Eg er nú—” hrópaði George Balt. “Og eg segi það líka,” tók Fraser fram í. “Eg ætla að fara strax og segja Cherry frá því. Eg er viss um að það gleður hana,” mælti Emerson. “Eg sagði alt af, að hún gæti snúið karlin- um um fingur sér,” mælti Clyde hlæjandi. “Hilliard tók þetta upp hjá sjálfum sér,” svaraði Emerson hastur. “Hann að ^ins breytti skoðun sinni og—” “Nuddaðu stýrurnar úr ajigunum á þér, svo þú sjáir,” sagði Clyde. “Eg talaði við Cherry eftir miðjan daginn í gær, og eg býst ekki við að hún hafi séð Hilli- ard síðan,” svaraði Emerspn. “Eg veit nú samt, að hún gerði það,” svar- aði Clyde. “Þegar eg var að ifara heim í gær- kveldi, þá sá eg þau. Þau komu út úr French ‘kaffihúsinu hinu megin í götunni og stigu upp í bifreiðina hans Hilliards. Hún var búin eins og drotning.” “Hvað kemur það málinu við?” spurði Fraser. “Hún fór bara ofan í vasa gamla mannsins, það er alt og sumt,” svarði Clyde. “Nú. jæja, það var ekki þinn vasi, var það?” spurði Fraser. “Nei, eg er ekki að kvarta yfir því. Eg held bara, að hún sé makalaust flink. ” “Ef að eg héldi, að hún hefði gjört þetta, þá dytti mér ekki í hug að snerta eitt cent af þessum peningum,” mælti Emerson. “Mér er alveg sama um hvaðan peningarn- ir eru komnir,” sagði George Balt. “Þeir eru fengnir og það er nóg.” ‘Mér er ekki sama um það, og eg skal kom- ast eftir því,” svaraði Emerson. ‘Láttu nú ekki svona,” tók Clyde til máls. “Vertu ekki að reyna að gera að engu verk, ■ sem vel er unnið”, því honum stóð auðsjáan- lega ekki á sama um hve ákveðinn að Emerson var. “Þú veizt, að þú ert ekki sá eini, sem þarif að hugsa í þessu sambandi. Það þarf að taka okkur hina með í reikninginn. 1 öllum bænum, reyndu að stjórna réttlætistilfinning þinni, og þegar þú kemst í þennan geðæs- ingar ham, þá skaltu muna eftir því, að eg hefi lagt tíu þúsund dollara í þetta fyrirtæki.” “Þetta er satt,” tók George Balt fram í, “og hugsaðu um mig og Cherry. Það er eins mikils virði fyrir hana og nokkurn okkar, að fyrirtæki þetta blessist, og ef að hún hefir komið þessu í kring, þá getur þú reitt þig á, að hún veit hvað hún.er að gjöra. En hvort sem er, þá hefir þú engan rétt til að evðileggja fyr- irtækið.” Emerson sat við sinn keip með festu, sem hann sjálfur gat varla gjört sér grein fyrir. Ástæðumar, sem félagar hans báru fram, gerðu hann að eins skapstyfe’gari. En honum • gafst tækifæri til þess að hugsa betur um málið á meðan að hann var á leiðinni á hótelið, þar sem Cherry hélt til, sem, þó þær athuganir ykju á ótrú hans, drógu aftur úr óþolinmæði hans og ákafa, og þegar að honum var vísað inn í herbergið til hennar, þá hóf hann ekki mál sitt með eins miklum myndugleika og hann hafði ætlað sér. Eitthvert hik og ótti við sann- leikann hafði náð valdi ytfir honum, og svo út- lit Cherry, sem var niðurbrotin og veikluleg, hjálpuðu til að fullkomna þau áhrif. Þegar hann sagði henni fréttirnar, brosti hún raunalega og mælti: “Eg sagði þér að gefast ekki upp. Hið ó- vænta ber ávalt að höndum.” “Var þétta líka óvænt fyrir þig?” spurði hann. “Atvikin eru oftast óvænt, ief þau eru geð- feld,” svaraði hún. “Ekki fvrir þá, sem að einhverju leyti ráða þeim,” mælti Emerson. ‘ ‘ Hvers vegna heldurðu að eg eigi nokkurn þátt í þessu?” spurði hún. “Þú varst með Hilliard í gærkveldi.” Hún kinkaði kolli til samþykkir. “Við gerðum út um kaupin á koparnámunni í gær- kveldi.” “Hvernig fór það?” “Hann tekur að sér að opna upp námuna.” “ Það meinar, að þú ert orðin peningalega sjálfstæð — þú getur snúið baki við útilegu- mannalífinu og gjört alt sem þig langar til að gjöra” Um varir Cherry lók bros, sem hann fékk ekki ráðið. “Þú virðist ekki vera neitt sérlega I ánægð yfir þessu,” mælti Emierson. “Nei, töfrablærinn hverfur af hlutunum, þegar að maður hefir höndlað þá,” svaraði Cherry. “En við skulum ekki tala meira um mig. Eg nýt mín naumast í dag. ” “Mér þykir leiðinlegt, að þú skulir ekki ætla að fara aftur til Kjalvíkur,” mælti Emerson, ‘ ‘ og bar rödd hans vott um einlæga hrygð. “En eg ætla að fara til Kjalvíkur,” mælti Oherry fljótlega. “Eg ætla að fara til baka með þér og George, ef þið viljið lofa mér að verða ykkur samferða. Eg ætla mér að sjá þetta fyrirtæki okkar komast í framkvæmd.” “Heyrðu, Cherry! Eg vona að þú hafir ekki haft nein áhrif á Hilliard í peningamál- unum,” mælti Emerson. “Hvers vegna að vera að fást um þetta mál frekar?” sagði Cherry. “Sökum þess, að eg hefi ekki enn glatað öllum velsæmistilfinningum,” svaraði Emer- son hörkulega. “1 gær ásakaðir þú þig fyrir að hafa komið mér út í ^lla þessa erfiiðleika og talaðir um fórnfærslu og — nú jæja. Eg veit ekki mikið um kvenfólkið, en fyrir alt það, sem eg veit, þá getur verið að þú hafir einhverja furðulega, en rómantiska tilhneig- ingu ofna saman við eðli þitt. Eg vona að þú hafir ekki—” “Hvað meinarðu?” “Eg vona að þú hafir ekki gjört neitt það, sem þú hefir ástæðu til að sjá eftir.” Að síð- ustu sá Emerson þótta í andliti Cherry og glampa í augum hennar. “Segjum að eg hafi gjört það. Hvaða mis- mun mundi það hafa fyrir þig?” Emerson varð órótt undir augnaráði hennar. “Segjum að Hilliard hafi krafist tilfinnan- legrar fórnar af mér, áður en hann lét pening- ana ag hendi. Mundir þú álíta það nokkuð þér viðkomandi?” “ Vissulega,” svaraði Emerson og var orð- ið svo órótt undir hinu hvassa augnaráði Cherrv, að hann stóð á fætur til þess að mæta enn harðari atlögu frá henni. • “Jafnvel þó það meinti algjörða eyðilegg- ing fyrir þig — tap peninganna, sem að vinir þínir hafa treyst þér fyrir og — að sleppa allri von um heitmey þína, ungfrú Waylands? 1 allri hreinskilni” (þegar hér var komið, var málrómur hennar orðinn þýður) “mundi það gjöra nokurn mismun?” “Vissulega,” svaraði hann. “Hvað mikinn mismun?” “Eg á mjög ervitt aðstöðu,” svaraði Em- erson seinlega. “Þú hlýtur að skilja, að þeg- ar aðrir reiða sig á mig, þá er eg ekki frjáls að fylgja mínu eigin hugboði.” Hún hló hæðnislega og mælti: “Fyrir- gefðu, það var ekki rétt af mér að spyrja svona. En hikið, sem á þig kom, var mér full- komið svar.” Þegar að hann fór að afsaka sig með ákefð, hélt hún áfram: “Eins og flestir karlmenn, þá heldur þií að konan eigi að eins eina innstæðu, sem hún geti verzlað með. Elf eg fann mig seka um erfiðleika, sem þú ert í, þá kom það mér einni við, og ef að eg réði við mig að reyna að hjálpa þér út úr þeim, þá kom það líka mér einni við.” Hér ætlaði Emerson að grípa fram í fvrir henni, en hún stappaði með fætinum á gólfið, svo hann þagnaði. “Þessi réttlætistilfinning gagnvart okkur, er a& eins stundar hrifning — jú, það er satt” sagði hún með áherzlu, þegar hann reyndi að taka fram í fyrir henni. “Og nú, þegar að þú hefir sagt þetta og létt á samvizku þinni, get- urðu verið ánægður. Hefirðu ekki hvað eftir annað sagt, að þú skyldir beita allri orku til að ná í ungfrú Waylands? Þú ert í rauninni ekki einlægur í þessu á þessum hrifningar augna- blikum, og mér hefði þótt meira til þín koma, hefðirðu gripið tækifærið undir eins, án þess að hugsa um hvernig að það er til orðið. Það hefði verið frumlegt og víkingslegt — og allar konur tilbiðja víkingslundina. ” Emerson . var ekki fimur í orðasennu og varð því stirt um svar. Ásökun Cherry um ó- einlægni hans hafði dregið úr honum þrótt, án þess að skýra hans eigin aifstöðu hið minsta, og þrátt fyrir breytingu þá til batnaðaf, sem orðið hafði, þá var hann alt annað en í góðu skapi, þegar hann skildi við hana, ekki vitund fróðari um það, sem hann vildi vita, heldur en hann var, þegar að hann kom. Þegar hann kom ofan í biðsal hótelsins, hitti hann fréttaritar- *ann, sem Fraser hafði komist í kast við oim kveldið, er þeir komu til Seattle. Fréttaritarinn heilsar upp á Emerson glaðlega og spyr: “Nokkrar nýjar fréttir um fiskiútgerðina?” “Nei!” mælti Emerson. “Svo þú ert maðurinn, sem skrifaði frétta- greinina um það éfni um daginn?” “ Já, hún var nokkuð góð, var hún ekki?” “Sjálfsagt, frá sjónarmiði blaðamanna. Hjá hverjum fékstu fréttirnar?” “Frá Mr. Clyde.” “Clyde! Þú meinar Fraser — Forbisher, átti eg að segja.” “Nei. Alton Clyde! Hann var nokkuð mál- hreifur um kveldið, þegar eg sá hann.” “Drukkinn, meinarðu?” “Ekki væri kannske rétt að segja, að hann hefði verið verulega drukkinn, en hann hftfði bleytt vel í sér. Hann vissi vel, hvað hann var að segja, samt sem áður. Geturðu ekki bætt neinuvið?” “Engu!” svaraði Emerson og flýtti sér sem mest hann gat út og heim til sín. Svo Fraser hafði þá sagt satt, og hafði heldur kos- ið, þó hálf-nauðugt, að liggja undir ósannind- um sjálfur, en ljósta upp um félaga sinn. Þetta kom nokkum veginn heim og saman við hið ein- kennilega lundarfar mannsins. En svo vildi til, að Emerson hitti þá Fraser og Clyde sam- an, er hann kom heim til sín, og lét ekki bíða að tilkynna þeim, hvers hann hefði orðið vísari. “Eg er kominn til að biðja þig fvrirgefn- ingar, ” mælti hann til Frasers, sem brosti og átti erfitt með að hefta tungu sína. Svo sneri Emerson sér að Clyde og sagði: “Hví léztu mig fremja þetta ranglæti?” “E—eg meinti ekki að ljósta upp neinu leyndarmáli — eg get ekki munað, að eg hafi gert það,” sagði Alton mjög auðmjúkur. “Þið vitið, að eg get ekki drukkið mjög mikið. Eg man ekki minstu vitund eftir þessu.” Emerson horfi alvarlega á hann, en Alton virtist svo einlæglega auðmjúkur og svo var hann svo aumingjalegur og hjálparvana, að Emerson fanst að hann ekki haifa hjarta í sér til að refsa honum. Það þarf mótstöðuafl til að framleiða hita, og þar sem engin mótstaða er annars vegar, er óhugsndi að geðsmunaólga geti átt sér stað hins vegar. “Það var ekki einasta, að þú ykir á erfið- leika okkar við að drekka þig fullan, heldur léztu það viðgangast, að annar maður væri hafður fyrir rangri sök,’ mæl^ti Emerson. “Starfsaðferðir okkar Frasers eru ólíkar, og eg hófi stundum verið orðhyass við hann, þeg- ar mér hefir runnið í skap, en eg er hvorki blindur né vanþakklátur fyrir gagn það, sem hann hefir unnið mér og fyrir þrautir þær, sem hann hefir lagt á sig. Þú hefir nú, Alton, kos- ið að gjörast félagi okkar í hættulegu fyrir- tæki, og eftir því sem við liöldum lengra út í það, því alvarlegri verður mótstaðan. Ef að þú getur ekki haldið þér saman, og gjört það sem þér er sagt, þá er bezt fyrir þig að fara heim til Chicago. Fyrir óvænta hepni liefir okkur tekist að bjarga málinu í þetta sinn, en við þurfum ekki að búast við neinu slíku, ef illa fer í annað sinn.” “Gáttu ekki harðara að honum,” mælti Fraser. “Hann er allur í öngum nú. Eg skal veðja, að hann lætur sig ekki henda slíkt glappaskot aftur.” “Nei. Eg var svo gjörsamlega viti mínu f jær, að eg gleymdi öllu í sambandi við þetta umtal um laxveiðarnar og niðursuðuverksmiðj- una. Eg skal brjóta tappatogarann minn og lakka fyrir stútinn á öllum flöskum, þangað til við komum aftur út næsta haust, og segja al- veg skilið við Bakkus, Eru það ekki góðar fréttir?” “Það er engin alvara til í þér,” sagði Em- erson. “Ef að þú getur ekki orðið að manni í þessari ferð, þá geturðu aldrei orðið að manni. En nú bíður verk allra okkar, og þín líka, Fraser. ” t “Hvað á eg að gjöra?” spurði Fraser. ‘Fara á járnbrautar vöruflutninga skrif- stofuna og reyna að fá að vita hvar vélamar, sem við pöntuðum, eru niður komanr, á meðan eg—” “Eg lield það verði nú ekki af þvi,” svar- aði Fraser. “Slíkt er ekki mín iðnaðargrein. En ef þú þarft á peningum að halda fljótlega, þá skal eg slá einhvern dónann um, sem hefir vasana fulla, eða þá fara fundvísum höndum um einhvern örvggisskápinn. En að eltast við ' þessar vörusendingar, er utan míns verka- hrings. Eg mundi bara gera ilt verra.” “Eg hélt að þú vildir hjálpa til,” svaraði Emerson. “Já, vissulega vil eg gjöra það. Og allra manna verð eg fegnastur, þegar við komust á stað. En með allri virðingu verð eg að sneiða mig hjá þessum vöruskrám og skipakvittering- um.” •• / “Það er bara leti, sem að þér gengur,” mælti Emerson brosandi. “Samt skaltu nú ekki komast undan að hjálpa okkur, ' ef við verulega þurfum þín með. Þá skal eg reka þig til að vinna, hvort sem þú vilt eða ekki.” “Hvenær, sem þú þarft á mér að halda,’’ mælti Fraser glaðlega og kveikti í nýjum vindli, “Láttu það að eins ekki vera neitt barnagling- ur, sem þú leggur upp í höndurnar á mér. ” Það var eins og sinnaskifti Hilliards banka- stjóra hefðu breytt öllu til batnaðar fyrir þeim félögum, og þeir gengu að verkum með endur- nýjuðum kröftum og von, og alt virtist snúast þeim í hag. Emerson fullgerði samninga við flutningskip, sem var verið að afferma í Tac- oma. Balt gerði út um samninga á kínverskum vinnumönnum, sem þeir þurftu á að halda, og vöruslattarnir, sem lialdið var hér og þar, komu eins og ósjálfrátt á vettvang, og vör- urnar, sem þeim hafði verið neitað um, komu alt í einu í leitirnar. Og nálega áður en þeir vissu af var búið að afferma skipið, sem hét The Belford Castle, og það var að taka í sig kol 'fyrir næstu ferð. Hópur Kínverja og fiskimanna biðu eftir skipun frá Emerson til að taka til starfa að ferma skipið með vörum þeirra félaga og fara svo með þeim norður. Emerson og Balt unnu ósleitilega að undirbúningi undir ferðina og var aðal verkefni þeirra að sjá um, að alt væri til reiðu þegar skipið legðist við hafnarbryggj- una, og þess var ekki langt að bíða, því kveld eitt í apríl sigldi The Belford Castle hægt og tignarlega að bryggjunni og lagðist við hana, tilbúið að taka á móti vörunum. Ensökuni þess, að of seint var orðið að byrja að ferina þá um kvöldið, gengu þeir Emerson og Balt, þreytulegir eftir ,vel unnið verk, heim á hótel- ið, þar sem ])eir bjuggu. En um morguninn eftir átti að byrja að ferma, því alt var til reiðu og í röð og reglu. “Þeir geta naumast heft för okkar héðan af,” mælti George Balt. “Ekki er það sennilegt,” svaraði Emerson. “Við ættum að leggja út eftiy fjóra daga — það verður þann 15.” George Balt leit í kringum sig, dró loftið að sér í stórum teig og mælti: “Það <(r kominn vorilmur í loftið. Eg býst við það vori snemma og þá ættum við að vera komnir til Kjalvíkur í fyrstu viku maímánaðar.” “Ert þú nógu ilmnæmur til að geta sagt um hv^ð er að gerast þama uppi?” spurði Emer- son' og benti með hendinni upp í loftið. “Já, eg held nú það.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.