Lögberg - 09.06.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 09.06.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JÚNÍ 1927 BIb. 7 Fornar stöðvar. ('Framh.) í stað þess að vera tvær vikur í Fallfield, var eg þar að eins tæpa tvo daga. Eg hafði orðið fyrir hlægilegum vonbrigðum, sem öll voru minni eigin heimsku að kenna, en það leið langur tími þangað til eg gat sætt mig við þetta og haft sjálfur gaman af því. 'Eg hafði gengið með þá grillu í huga, að eg væri í hvers manns minni á þessum æsku- stöðvum mínum, þó eg hefði ekki komið þar í fimtán ár, og ekkert fyrir bæinn gert á nokkurn hátt. Eg hafði ekki einu sinni fylgst með, og vissi ekki hvað þar hafði verið að gerast. Það var engin ástæða til, að fólkið í þessum bæ hefði verið að hugsa um mig, og það hafði heldur ekki gert það. Nei, bænum gamla, æskustöðvun- um, var ekki um að kenna. Eg hafði leyft æskudraumum mínum að leiða mig afvega, og á þeim hafði eg bygt hugmyndir, sem í raun og veru eiga sér engan stað. Svona er það vanalega með æskustöðvarnar. Við, sem burtu fórum, gleymumst fljótt hjá þeim sem eftir eru, hvert sem við nú yfirgefum bæinn eða sveitina, eða þá mannlí^ið alt. Maður má aldr- ei búast við því, að fá það sem einhvers virði er, fyrir ekkert, og ef við yfirgefum æskustöðvarnar, með þeirri hugmynd sjálfsagt, að betra sé annars staðar, þá getum við ekki búist við að halda því, sem oss þar var kærast og þótti mest til koma. Manninum er eðlilegt að gleyma því umliðna og sækjast eftir því, sem fram und- an er. Það er vafalaust gott í raun og veru, því lífið verður að halda áfram. Bf til vill getur þú, lesari góður, ekki fallist á neitt af því, sem eg er að segja. Eg vil helzt að þú gerir það ekki. Eg vildi gjarnan geta hugsað mér gamla bæinn þinn eins skemtilegan eins og þú gerir sjálfur. Ef þú gerir ekkert úr þessu, þá hefir saga mín, stirðleg eins og hún er, enga þýðingu fyrir þig, nema að því leyti sem þér þykir gaman að fræðast um reynslu annara. Sagt er, að í New York og Chi- cago sé ekki nema einn af hverj- um tveimur hundruðum íbúanna, fæddur ,í þeim borgum. Það þýð- ir að í þessum tveimur borgum að eins eru miljónir manna, sem einhvern tíma hafa yfirgefið æskustöðvarnar og flutt þangað. Nokkurn veginn hið sama má segja um allar aðrar stórborgir Ameríku, að mikill hluti íbúanna er aðkomufólk úr ýmsum áttum, og það er áreiðanlega óhætt að fullyrða, að fjölda þeirra langar, annað slagið að minsta kosti, mikið til þess að koma aftur á sínar fornu stöðvar. Það er hugsanlegt, að einhverj- ir þeirra hafi eftir langa burtu- veru heimsótt æskustöðvarnar, og fundið þar alt eins og þeir höfðu gert sér í hugarlund. Það er hugsanlegt, að eg hafi spurt yfir hundrað karla og kon- ur að þessu, og að eins einn þeirra hefir svarað mér játandi. Það var New York maður, sem hafði heimsótt æskuheimili sitt í Kan- sas, í fyrsta sinni í tuttugu og tvö ár, og var nýkominn úr þeirri ferð. “Alt var eins og eg skildi við það,” sagði hann. “Og fólkið var mér alveg eins og það hafði áður verið. Síðast þegar eg var þar, þá settu þeir mig í tugthúsið, og þeii- gerðu alveg eins í þetta sinn —sama tugthúsið og sama klef- ann, alt 4ins og fyrrum.” Fyrir mörgum árum átti teg tal um þetta efni við mann nokkurn, í New York, sem síðan hefir orð- i ðríkur og er nú mikils metinn borgari. Þetta er sagan, sem hann sagði mér: “Eg er fæddur í Napels og var þar þangað til eg var tvítugur. Þá kom eg til New York og fékk vinnu við að bera á borð í mat- söluhúsi. Eftir nokkur ár byrj- aði eg sjálfur á greiðasölu. Mér Hvernig Roskið Fólk Fær Aftur Nýja Krafta. Þúsundir roskinna karla og kvenna, sem orðin eru slitin og veikluð, hafa notað Nuga-ýone og notið gleðinnar, sem nýir kraftar og bætt he'ilsa geta veitt, þvi þetta meðal er ágætt til að RPþbyggja líkamann. Þú getur Þka notið þessarar gleði og orðið nraustari ^ og ánægðari og , gert taugar þínar og vöðva stæltari og styrkari, ef þú notar þetta á- gætis meðal reglulega um stund. , .'iyjga-Tone er meðal, sem gerir þjoðina vfirleitt hraustari og sem gert hefir kraftaverk á þúsundum manna á öllum aldri síðustu 35 ánn. Það bætir matarlystina fliotlega og hjálpar meltingunni, læknar nýrnaveiki, veitir endur- nærandi svefn og gerir þá sem magrir eru, feita og sællega. — Nuga-Tone er selt með fullkom- inni ábyrgð, og peningunum skil- að aftur, ef kaupandi er ekki á- nægður með það. Fáðu þér flösku frá lyfsalanum strax ! dag, og vertu viss um að fá Nuga-Tone. gekk vel og græddi töluverða pen- inga, nokkur þúsund dollara. Eg gifti mig og eignaðist tvö börn. En hugur minn var alt af bund- inn við Napels. Þegar eg horfði á bleytuna og forina og snjóinn í New York, þá hugsaði eg um sól- skinið og blíðviðrið á ítalíu, þar sem alt var þakið blómum og þar sem maður heyrði svo mikið af fögrum söng. Mér var illa við Ameríku og eg óskaði þess alla daga, að eg mætti aftur fara til Naples. Loksins gafst tækifærið. Eg gat selt verzlun mina fyrir gott verð, og eg gerði það. Nú átti eg þess kost, að hverfa aftur til míns ástkæra föðurlands. Eg kvaddi kunningja míha og sagði þeim, að í þessa léiðinlegu borg, eða til þessa kalda lands, kæmi eg aldr- ei aftur. Nú færi eg heim, og nyti veðurblíðunnar og annara heimsins gæða í mínu fagra föð- urlandi. Eg var alls ekki ríkur maður, eftir mælikvarða Bandaríkja- mannsins, en eg var töluvert efn- aður og hafði nægilega fjármuni til 'að láta mér og mínum líða vel á ítalíu. Eg var ekki seint á fótum, morguninn þann, sem við lentum í Naples. Eg hafði hvað eftir annað verið að segja konu minni og drengjunum okkar frá allri hinni miklu náttúrufegurð, sem þar væri að sjá og eg hafði út- málað hana með mörgum fögrum orðum, og lýsti henni eins og í- niyndunaraflið og endurminning- arnar sögðu mér til. Eg vaknaði við það, að akker- 'inu var hleypt niður. Eg flýtti mér á fætur og fólk mitt sömu- leiðis og við fórum öll upp á þil- farið til að sjá alla þessa dýrð, sem eg átti von á að sjá. Eg stóð kyr og horfði upp til borgarinnar. En þau vonbrigði! í staðinn fyrir sólskinið og blóm- in og blíðviðrið, sem eg hafði alt verið að hugsa um, sá eg ekki annað en rigningu og for og óá- litlegan bæ. Loftið var drunga- legt og dimt og byrgði útsýnið. Eg sá ekki Vesúvíus eða önnur fjöll, sem eg hafði haft svo mikl- ar mætur á. Veiztu hvað eg gerði? Eftir að hafa staðið þarna dálitla stund, fór eg aftur ofan í skipið og keypti farbréf handa mér og fólki mínu til New York, með sama skipinu, sem við komum á. Það rigndi alla dagana, sem við vorum þarna á höfninni, og eg steig þar aldrei fæti á land. Eg kom aftur til New York og keypti annað greiðasöluhús fyrir pen- íngana, sem eg átti eftir, og það er engin hætta á því, að héðan af yfirgefi eg þessa borg og flýti mér til ítalíu.” Þetta var ef til vill bara til- viljun. Hefði veðrið verið gott, þegar þessi maður kom heim, eft- ir margra ára burtuveru, og ef alt hefði þá staðið í þeim blóma, sem bezt getur verið, þá er ekk- ert ólíklegt, að hann hefði sezt að í heimalandi sínu og aldrei aftur komið til Ameríku. En það vildi svona til, að veðrið var le’ið- inlegt, þegar hann kom heim. Vitaskuld hafði oft verið sams- konar veður í Napels, þegar hann var unglingur, en tíminn hafði þurkað alt slíkt úr huga hans og ekkert skilið eftir af endurminn- ingum hans um föðurlandið og æskustöðvarnar, annað en sól- skinið og blómin og blíðviðrið og sönginn. Nú sá hann æskustöðv- arnar í réttu ljósi, eins og þær voru og höfðu jafnan verið, en ekki eins og ímyndunarafl hans hafði uppmálað þær í hans eigin huga. Það var einu sinni vel metinn listamaður, sem átti mikið af frægð sinni og áliti því að þakka, að Ijonum hafði hepnast að láta þær hugmynudir, sem hann gerði sér um æskustöðvarnar, koma fram í listaverkum sínum. Hann var uppalinn í smábæ í Vestur- hluta Bandaríkjanna. Það var lítið borgarsnið á bænum þeim, þegar þessi maður var að alast þar upp. En náttúran var svo að segja ósnert af mannshöndinni og lífið var hér um bil eins grófgert eins og hægt er að finna það hjá hvítu fólki. Þetta líf hafði vakið hjá manninum ýmsar skáldlegar hujpnyndir og þær höfðu komið fram í verkum hans. Hugmynd hans um bæinn hafði þó ekki geymst í huga hans eins og hún í raun og veru var, heldur hafð'i í- myndunarafl hans fegrað hana og gert hana miklu stórkostlegri, og þannig hafði myndin verið honum mikil hjálp Lstarfi hans. Svo fór hann einu sinni að heimsækja gamla bæinn, eða það var svo til ætlast, að það yrði heimsókn. En það varð heldur lítið úr henni og hann stóð þar við, að eins meðan hann varð að bíða eftir næstu járnbrautarlest. Það hafði farið eins um þenna bæ, eins og svo marga aðra bæi í Bandaríkjunum. Hann var orð- inn að borg, með allri borgar- prýði og borgarþægindum. Þar voru nú komin breið, steinlögð stræti og með fram þeim stórar byggingar og fallegar og ótal búðargluggar, fullir af allskonar varningi. Hestarnir og kúasmal- arnir voru horfnir, en strætis- vagnar og bílar voru þar á flug- ferð í allar áttir. Fólkið var líka alt öðru vísi, en áður var. Nú voru allir prúðbúnir, karlar og konur, sérstaklega kvenfólkið. Listamaðúrinn vildi ekki sjá þessa breytingu, hversu góð sem hún kynni að vera. Hann byrgði augu sín fyrir henni. Hann vildi geyma mynd gamla bæjarins S huga sínum eins og hún var þar, og því flýtti hann sér burtu eins mikið og hann gat. Það var útlit gömlu bæjanna^ eins og það kom ítalapáim og list- manninum fyrir sjónir, sem eyði- lagði þær skýjaborgir, er þeir höfðu bygt sér þeim viðvíkjandi. Eg held að það'sé þó oftar breyt- ingarnar, sem orðið hafa á fólk- inu, sem kyrt er í gamla bænum, Sem þessu valda, en langoftast breytingarnar á þeim, sem burtu fóru og komu aftur eftir margra ára burtuveru. Hans gömlu vin- ir og kunningjar hafa náttúrlega fengið önnur viðfangsefni held- ur en þeir höfðu, þegar þeir voru unglingar fyrir mörgum árum. Það hefir sá, er burtu fór, einnig gert, og sömuleiðis nýja vini. Það sem þeir höfðu gaman af á ung- lingsárunum, er þeim nú ekki mikils virði. Sá sem burtu fer og skiftir sjálfur um ham og hugsun, en ímyndar sér að gamli bærinn og allir, sem í honum eru, standi í stað, hann er að ímynda sér nokkuð, sem ekki getur átt sér nokkurn stað. Gefi hann sér tómstund til að hugsa um þessa hluti, þá hlýtur hann að sjá, að til þess er lítil von, að æskuvin- um hans, sem hann hefir ekki séð í morg ár og ekki einu sinni skrif- að línu, þyki mikið til þess koma, þó hann einhvern tíma komi heim eða þeir rekist á hann annars staðar. Eg skil þetta, síðan eg kom forðum til Fallfield. Maður, sem eg er kunnugur, er var uppalinn í meðallagi stórum bæ í einu af Vesturríkjunum, kom til New York þegar hann var ungur. Þar komst hann svo vel áfram, að hann varð forseti mik- ilsháttar starfrækslufélags. Hann varð ekki að eins þjóðkunnur, heldur svo að segja heimskunnur. Fyrir skömmu sagði hann mér hvernig það gekk, þegar hann heimsótti sinn gamla bæ. Eins og eg sjálfur og sjálfur og miljón- ir annara manna, hafði hann hlakkað mikið til þeirrar ferðar. Eins og skiljanlegt er og vel fyr- irgefanlegt, þá hugsaði hann að sínum gömlu vinum þætti tölu- vert til þess koma, að hann heim- sækti þá, þar sem hann væri nú orðinn svo vel þektur maður. Eins og eg, hafði hann mikið um það hugsað, hvað hann ætlaði að gera og hvað hann bjóst við að gömlu kunningjarnir mundu gera þegar hann kæmi að sjá þá. En hann hafði það fram yfir mig, að hann hafði mikil peningaráð og hann hafði hugsað sér, að koma þarna á fót einhverjum fyrir- tækjum, sem bænum gætu orðið að miklu liði, og hann ætlaði að verja til þess n}iklu fé. Það fór líkt fyrir honum eins og mér. Hans gömlu kunningjar mundu kannske eftir honum, en það var enginn afgangur áf því. Fæstir þeirra vissu nokkuð um hann; auðlegð hans og orðstír hafði farið fyrir ofan garð eða r.eðan hjá þeim. Þeir fáu, sem um hann vissu, sýndust ekkert kæra sig um hann. Ein sagan, sem hann sagði mér, var á þessa leið: “John Smith var‘einn af helztu vinum mínum og félögum, áður en eg fór til New York, og hann var fyrsti maðurinn, sem eg fór að sjá. Hann hefir þarna dálitla verksmiðju og honum gengur ekki sérlega vel. Mér datt í hug, að gaman væri að leggja talsverða peninga í þetta fyrirtæki, koma því vel á stað og gera það nokkuð stórt og myndarlegt. Eg hafði orð á þessu við hann, en eg tók strax eftir því, að hann hafði illan grun á mér og hélt lík- lega, að eg væri að reyna að ná undir mig eignum hans. Sagði samt, að hann skyldi segja konu sinni frá þessu. Eg bauð þeim báðum að koma og borða með mér. Smith hafði ekkert um það heyrt, hvað eg hafði verið að gera í New York og London. Eg gerði alls ekki meira úr hlutun- um en rétt var. En ekki duldist mér, að hann hélt að eg væri að raupa. Konan hans var alveg viss um það. Það var enginn efi í hennar huga, að eg væri hauga-' lygari. Bæði Smith og kona hans héldu að eg bara þættist vera auðugur, en væri í raun og veru einhver fjárglæframaður, sem ætlaði að hafa fé af þelim. Þeg- ar eg gekk svo langt að segja1 þeim, að eg væri til með að leggja í þetta fyrirtæki eina hundrað þúsund dali, þá stóð frúin upp og sagði við mann sinn, að nú væri tími til að fara heim. Eg ætlaði að sjá hann daginn eftir, en þá lét hann mig vita, að hann hefði ekki tíma til að sinna mér. Það er óþarfi að segja fleiri sögur af þessu tagi. Þær eru hver annari líkar og margir hafa reynt eitthvað svipað þessu sjálfir. Maður kemst alt af að sömu nið- urstöðunni: Gamli bærinn tekur breytingum og einnig þeir, sem í honum búa, og þú sjálfur sömu- leiðis, og er það alveg eins og það á að vera. Enginn maður vildi í raun og veru, að bærinn sinn gamli og fólkið þar stæði í stað, svo maður gæti fundið þar alt i sömu skorðum eftir margra ára burtuveru. Það tekur engu tali, að syrgja lengi hvern pilt og stúlku, sem fer. í burtu, og það ber ekki vott um neina ótrygð, þó þeir, sem burtu fara, gleymist þeim, sem eftir eru og það held- ur fljótlega. Manninum er eðli- legt að gleyma þvi, sem liðið er, en sækjast eftir því, sem fram undan er. Þeir sem hafa þetta í huga, verða ekki fyrir miklum vonbrigðum, þegar þeir einhvern tíma síðar á æfinni koma á sínar æskustöðvar. Napoleon III. — Louis Bona- parte — Frakkakeisari, átti um tíma heima í New Jersey. Eg get hugsað mér, að hann hefði komið þangað 1871, eft’ir að hann veltist úr keisaratigninni. Eg hugsa mér, að hann kæmi 1 bæinn þar sem hann átti áður ‘heima, til að sjá bæinn og til að sjá gamla kunningja. Fyrsti maðurinn, sem hann hittir, er Mr. Perkins, sem forðum bjó í næsta húsi við hann. Án þess að láta ímyndunaraflið leiða mig afvega og án þess að fara út í nokkrar ýkjur, get eg í- myndað mér, að samtalið hefði orðið á þessa leið: - “Komdu blessaður og sæll, Mr. Perkins! Manstu ekki eftir mér? Eg er Louis Bonaparte.” “Jú, það held eg, mér finst eg kannast við þig. Þú hefir verið burtu, er ekki svo?” “Eg hefi verið buftu í meir en tuttugu ár. Eg var keisari á Frakklandi frá 1852 til 1870.” “Nei, er það mögulegt! Þú verður að koma eitthvert kveldið og segja konunni og mér frá þessu öllu saman. En heyrðu. Þeir hafa breytt til og láta járn- brautarlestina nú fara á alt öðr- um tíma, heldur en áður var. Þvílíkt tiltæki! Það er eins og þessum járnbrautarfélögum finn- ist, að þeir eigi allan heiminn nú á dögum. — Hvað heitir þú nú aftur, Bonaparte, var það ekki? Jú, Bonaparte, auðvitað, eg man nú eftir þér. En eg má ekki vera að þessu; eg verð að komast á skrifstofuna.” Mr. Perkins er miklu meira um það hugað, að einhverjar smá- breytingar hafa átt sér stað í hans eiigin bæ, heldur en þótt gamall nágranni hans hafi verið keisari á Frakklandi, þrjú þús- und mílur í burtu, og svo hrapað aftur úr tigninni. Þér og mér mundi hafa farist eitthvað svip- að, og það er ekkert tiltökumál. Eg held ekki, að því verði af lesendum mínum illa tekið, þó eg að endingu minni á það undra afl, sem eitt er þess megnugt að varðveita minningu vora í gamla bænum, lengi eftir að við erum sjálfir farnir, og sem þess er valdandi, að oss er sönn ánægja að koma aftur til fornra stöðva. Þetta afl er kærleikur foreldra vorra. Séu þau kyr, þegar við förum, þá helst sambandið við fornar stöðvar og unga fólkinu er æfinlega sönn ánægja að koma heim, því þar bíður þeirra kær- leiksfaðmur föður og fflóður. Álit Kínverja á Evrópumönnum. Hverjum þykir sinn fugl fagur. Evrópumenn þykjast allra þjóða fremstir að menningu, og eigi verð- ur um það deilt, að hvítir menn líta niður á Mongóla, blámenn, rauðskinna og aðrar “litaðar” þjóð- ir. Sumar þessar þjóðir líta einnig upp til hvítra manna, en þó mun virðingin fremur fara rénandi, og má ráða það af því, að hatur til hvitra manna úti um heim fer yf- irleitt vaxandi með “lituðu” þjóð- unum. Þannig er það vitanlegt, að Indverjar lita, margir hverjir, smá- um augum á vestræna menning. Og eftirfarandi dómur, sem nýlega birt- ist í “Shanghai Times”, ber vott um, að surnir Kínverjar lita á hvíta menn sem villimenn og ekki minni en vér teljum Kinverja vera. Það er Kinverji í Vesturlöndum, sem skrifar fjölskyldu sinni heim eftir- farandi dóm um vestræna menning- una: : “Það er ómögulegt að siða þessa djöfla. Þeir geta lifað vikum saman án þess að bragða svo mikið sem spón af hrisgrj., en i stað þess eta kynstrin öll af nautakjöti og sauða- 'kjöti. Þetta er ástæðan til, að lyktin af þeim er svo slæm. Hún er alveg eins og af sauðfé. Þeir baða sig daglega til þess að ná af sér lykt- inni, en það stoðar ekki. Þeir eta heldur ekki kjötið soðið í smábit- um, en bera það inn í stofurnar í stórum stykkjum, sem oft eru hálf hrá, og þar skera þeir það og rifa og slíta í sundur. Siðaður maður getur orðið veikur af að horfa á þá. Það er eins og maður sé innan um sverðgleypa. — Þeir matast meira að segja við sama borð og kven- fólkið, og því er leyft aS taka mat fyrst, þvert á móti náttúrunnar lögum.” —Vísir. Frá Islandi. Guðjðn Guðlaugsson bóndi var kosinn heiðursfélagi i Búnaðarfél. íslands á síðasta búnaðarþingi, samkvæmt tillögu formanns (Tr. Þ.) Geysir hefir kólnað að mun á síð- utu árum, segir Jón Jónsson bóndi á Laug einu blaðinu hér, en gamli Strokkur hitnað að sama skapi/ Þær breytingar virðast hafa á orð- ið i jörðu niðri, að hitinn á hvera- svæðinu hafi færst vestur á bóginn. Rvík, 30. apríl 1927. Sigvaldi Kaldalóns hefir verið skipaður læknir í Flateyjarhér- aði og Ari Jónsson í Hróars- tunguhéraði. Útgáfa Sig. Nordals prófessors af Völuspá er komin út á dönsku. Þýðandinn er kennari i Viborg, Hans Albrectsen að. nafni. Sýslufundi Rangárvallasýslu er nýlega lokið. Alþýðuskóli sýsl- unnar var þar m. a. til umræðu. Svo sem mörgum mun kunnugt, fór fram atkvæðagreiðsla um skólann á síðastliðnu hausti. Kusu þá sýslubúar um hvort stofna skyldi samskóla með Ár- nessýslu, sérskóla fyrir sýsluna með vinnuskyldu fyrir nemendur eða í 3. laggi engan skóla. Sú at- kvæðagreiðsla fór svo, að sam- skólinn fékk flest atkvæði, en eigi nógu mörg til þess að teljast sam- þyktur. Nú ákvað sýslufundur, að atkvæðagreiðsla skyldi fara fram á ný samhliða alþingis- kosningum og verður þá kosið um tvent: samskóla og sérskóla. Prestskosning til Staðarhrauns á Mýrum fór svo, að séra Jón Jó- hannesson á Breiðabólsstað var kosinn með 52 atkv. Séra Þor- steinn Ástráðsson fékk 46 . Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð- inga var haldinn nýlega. Trygg- ingarsjóður félagsins er- nú ,266 þús. kr. og innieignir félagsmanna 950 þús. Eru þetta glæsilegar á-! stæður. Verkfræðingur á ísafirði, Bárð- ur G. Tómasson að nafni, hefir sótt um einkaleyfi til stofnunar orkutækis, sem gengur fyrir sjávarföllum—Tíminn. Rvík, 23. apr. Akureyri, 6. maí Gilfer skákmeistari íslands tefldi í gærkveldi samtímis v'ið 25 keppendur skákmótsins, vann 16, tapaði 5, en gerði 4 jafntefli. Ágætur afli við Grímsey; eru nokkrir vélbátar farnir til veiða þangað. Rvík, 4. maí Frú Kristín B. Símonarson and- aðist á heimili sínu hér í bænum i gær, eftir nær tveggja ára sjúk- leik, rúmlega sextíu ára að aldri, fædd 11. des. 1866. — Frú Krist- in var tvígift og eru synir hennar , Haraldur kaupmaður Árnason, i Árni B. Björnsson gullsmiður, og Björn Björnsson kgl. hirðbakari. I —Vísir. Það er nauðsynlegt að hafa það á hverju heimili CONTAINS NO ANIHAL OILon TAT bí' NOR ANY MINtRAL. „ . CWTS M •SSUISCS• I • SORCS * BURNS • I • PHCS • SIMPICS • CCIÍMA*j - QMtUMATIÍM SCIATICA • BAO • SORt MIAOS A OACRS • CMAPPIO MANOA i//UQUAH£DfMlACQOSSe.BASEM.t,i V tlOCMCVs fOOTBALl PIAYÍRS / S ATHUTIS CíAífíALLV * GRÆÐIR LŒKNAR OG VER SKEMDUM Seyðisfirði, 2. apríl Snemma í vikunni vildi það tíl á Hrollaugsstöðum í Hjaltastaða- þinghá, að fjárhús hrundi og varð undir rofinu drengur á 7. ári og beið bana af. Var sonur bóndans þar, Kristins Magnús- sonar.—Hænir. Hlaðafli hefir verið á Horna- firði all-lengi undanfarið. Hafa vélbátar stundum fengið upp í 16 skpd. í róðri, þeir hæstu sagðir nú með 100 skpd. — Á Djúpavogi verið aflatregt þar til nú um síð- ustu helgi. Aflaðist ágætlega fyrri hluta vikunnar, en gæftir tregar. — Á Fáskrúðsfirði hefir einnig aflast ágætlega þessa viku og á Norðfirði nokkuð orðið fiski- vart undafarið. — Hér á Seyðis- firði hefir orðið fiskivart þessa viku. Dálítið af loðnu einnig veiðst hér í firðinum.—Hænir. VERIÐ MEÐ NÁGRÖNNUM YÐAR i^^ii Hér er Sönn Saga Ariö 1922 mvnduÖu þeir menn í Kentucky og Tennessee, sem dökt tóbak rækt- uðu, Samlag sín á milli. Það varð til þe«s, að þeir fengu liærra verð, heldur en meðan þeir seldu til einstakra manna. Þá hækkuðú þeir verðið líka, til að fá vör- urnar. Samlagið hækkaði vöruverðið og margir af meðlimunum héldu, að þeir mundu fá gott verð án Samlagsins og borgunina alla í einu lagi. Margir heimtuðu því. að vera lausir við sína samninga, og að Samlagið væri uppleyst. Verðið lirapaði strax, svo að þeir, sem tóbakið ræktuðu, fengu ekki nema helming verðs fyrir uppskeru sína 1925 í samanburði við það, sem þeir höfðu|fengið hjá Samlag- inu. Margir tóbaks kaupmenn brutu samninga sína við bænduma, til að fá tóbakið fyrir lítið. Fóru þá bændurnir að bérjast fvrir því, að komá á Samlaginu í annað sinn. Nú er samlagið starfandi, með öllum sínum gömlu meðlimum og 4,849 nýjum meðlimum, sem gengu í það, sem sáu hvernig fór, þegar það hætti að starfa. — Það eina ár, sem Samlagið var ekki starfandi, töpuðu bœndurnir yfir $10,000,000. Leggið ekki í áhœttuna - það kostar of mikið Samlag Vesturlandsins er öruggasta trygging bændanna fyrir því, að fá full- virði fyrir sínar vörur. Þess vegna er Samlagið alt. af að aukast. Lítið á þessar tölur viðvíkjandi meðlimatölu Manitoba Hveitisamlagsins: 1924 1925 1926 1927 1928 7,600 13,000 17,000 19,000 Því. ráðið þér Og gleymið því ekki, að vér erum í sambandi við 120,000 aðra kornyrkjumenn í systurfyhqunum. Endurnýjun Samninganna Byrjar 15. Júní. Sléttufylkin öll eru nú þegar að verki og Saskatchewan hefir þegar gert samninga um helminginn af sínum hveitiekrum. Látum nábúa vora sjá, að vér drögumst ekki aftur úr, og að Manitoba sé æfinlega vinveitt Hveitisamlaginu. ATHUGIÐ ÞETTA! Annað hvort samningar, sem vara lengi við félaga yðar og samverkamenn, eða lífstíðar fangelsi hjá gróðabrallsmönnum. Þér getið valið um. Verið góðir nágrannar. Vinnið saman, Skrifið undir samningana og hjálpið að gera það 1 00% fyrir The Manitoba Wheat Pool ■ . . Sff

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.