Lögberg - 16.06.1927, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.06.1927, Blaðsíða 1
ef i. 40 ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 16. JÚNl 1927 NÚMER 24 Helztu heims-fréttir Canada. Seint í vikunrii sem leið urðu þeir hræðilegu viðburðir í Winni- peg, að kona og unglings stúlka voru myrtar, og veit enn enginn orsök til, eða hver valdur er að þessum vöðaglæpum. Blöðin eru full af fr,éttum um þetta, eins og við má búast, en lítið er hægt af þeim fréttum að sjá með vissu, annað en það, að lík þessara tveggja kvenna fundust s'itt á hvorum stað, annað á föstudags- kvöldið, ,hitt á sunnnudaginn. Bæði líkin fundust inni í svefn- herbergjum, þar sem þau höfðu verið látin undir rúm og voru með svipuðum ummerkjum. Kon- an, sem myrt var, hét Mrs. Emily Patterson, og átti heima að 100 River Ave. í Elmwood, og þar var glæpurinn framinn. Hafði hún síðari hluta dagsins verið ein i húsinu, að því er menn bezt vita, maður hennar í vinnu, en tvö lítil börn þeirra úti að leika sér, ekki langt frá húsinu. Þegar maður- 'inn kom beim frá vinnu sinni, fann hann ekki konuna, en seint um kvöldið fann hann lík hennar undir rúminu í svefnherbergi þeirra hjóna. Þessi kona var inn- an við þrítugs aldur. Unga stúlkan hét Lola Cowan, rétt 14 ára gömul. og átti heima að 3 Universky Place hjá for- eldrum sínum. Hún gekk á barna- skóla og var þar síðast um kl. 4 á fimtudaginn í vikunni sem leið. Hún kom ekki heim til sín um kvöldið og enginn vissi hvað af henni var orðið, fyr en lík hennar fanst á sunnudaginn í húsi á Smith Str., og segja læknarnir, að hún hafi þá ver'ið dáin fyrir nokkrum dægrum. 1 ihúsi þessu búa gömul hjón, Mr. og Mrs Hill, og leigja þau nokkur herbergi í húsinu. Um miðja vikuna kom til þeirra ókunnur maður og leigði þar herbergi. Þóttist hann litla eða enga peninga hafa og gerði litla og óljósa grein fyrir sjálfum sér. Var hann þarna að eins eina eða tvær nætur og hvarf svo og enginn vissi hvað af hon- um varð, en það var í hans her- bergi, sem stúlkan fanst. Hefir sterkur grunur fallið á þennan ó- kunna mann, en hann hefir enn ekk'i fundist, og enn (á miðviku- dag) hefir enginn verið tekinn fastur út af þessu. Hefir þetta slegið töluverðum ótta yfir Win- nipegbúa, því líklegt þykir, að sami maðurinn sé valdur að báð- iim þessum morðum og ekki all- ólíklegt, að hann haldi þessu á- fram, ef hann verður ekki hand- samaður. * * * Það lítur ekki út fyrir, að Rúss- ar ætli sér að hætta viðskiftum við Canada, eins og margíir héldu að verða mundi, þegar Canada- stjórnin sagði upp þeim verzlun- arsamningum, sem verið hafa í gildi milli þessara þjóða. Nú eru þeir að kaupa 4,000 hesta frá British Columbia og verða þeir ; sendir frá Montreal um h'inn 1. júlí áleiðis til Rússlands. * # # Sir Hugh John Macdonald, lög- regludómari í Winnipeg, fékk ný- lega svo ilt fótarmein, að taka varð af ihonum annan fótinn og hefir hann legið á Almenna spít- alanum í Winnipeg, en sagt er að honum líði eins vel og frekast er hægt að vonast eftir. Hann er nú 77 ára gamall. * * * 1 síðustu viku júlímánaðar ætl- ar Dunning ráðherra að takast ferð á hendur norður að Hudsons flóa, með fríðu föruneyti. Er þar á meðal Mr. Palmer, verk- fræðingurinn enski, sem fenginn hefir verið til að rannsaka hafn- arstæðin við Nelson og Churchill og nokkrir fleiri menn. Koma þeir til Winnipeg og fara svo til The Pas og þaðan norður járn- brautina eins langt eins og hún nær og svo á bát eftir Nelson- ánni ofan að sjó. Ramsay Mac- Donald, fyrrum stjórnarformaður á Englandi, hefir látið í ljós, að sig langaði til að vera með í þessari' för, ef hann gæti mögu- lega komið því við að koma hér vestur um það leyti, sem hann virðist ekki telja mikil varikvæði á, ef heilsan leyfi, en hún hefir ekki verið sterk síðan í vor, að hann, var á ferð í Bandaríkjunum. Bændur í Canada, sérstaklega í austurhluta landsins, þeir sem búa nærri landamærunum, selja Bandaríkjamönnum mikið \ af mjólk og rjóma, svo tugum milj. dala nemur árlega. Þótti fyrir skömmu heldur illa á 'horfast að þessi verzlun gæti haldið áfram, því Bandaríkjamönnum fellur bet- ur að selja vörur til annara þjóða en að kaupa þær, og mun flestum þjóðum vera þannig farið, og hafði stjórnin samið strangar reglur fyrir innflutningi mjólk- ur, sem mundu hafa gert Canada- bændum mjög erfitt fyrtr með þessi viðskifti, ef til fullra fram- kvæmda hefði komið. En nú hef- ir stjórriinni í Canada hepnast að semja svo við Bandaríkjastjórn- ina um þetta mál, að mjólkursal- an getur að miklu leyti haldið á- fram og er álitið að 75% af mjólk- urbændum í Canada geti fullnægt þeim kröfum, sem í raun og veru verða gerðar í þessum viðskiftum. Bandaríkin. Detroit er mesta bílaborg í heimi. Þar er Ford og þar eru margir aðrir bílasmiðir. En eft- ir því sem bílum fjölgar, fækkar hestunum. Það er 'haft eftir De- troit manni, sem kom til Manhat- tan nýlega, að hann hefði ekki séð hest í tuttugu ár. En það er ekki að eins í Detroit, sem hestunum er að fækka, heldur einnig í dðrum borgum og yfirleitt í Bandaríkjunum, líka hjá bænd- unum. Síðan 1920 hefir hestum fækkað í landinu um 17 af hundr- aði, og 'það er búist við, að á næstu fimm árum fækki þeim um 30 til 40 af hundraði. Þetta þykir búnaðarmáladeild stjórnarinnai í Washington töluvert iskyggilegt vegna þess, að til ýmsar vinnu séu hestar miklu hentugri heldur en bílar og aðrar slíkar vélar. • • • Blöð og tímarit í Bandaríkjun- um segja eins nákvæmlega frá öllum athöfnum forsetans dag frá degi, eins og blöð í Norðurálfunni segja frá gerðum konunga og annara' þjóðhöfðingja sinna landa. Allir lesandi menn geta hæglega fengið að vita, hvað for- setinn og fjölskylda hans er að gera alla daga vikunnar. Nú er það sumarfrí forsetans, það sem hann ætlar að taka sér í sumar, sem blöðin skýra einna nákvæm- ast frá. í sumar ætlar hann að vera í Soutlj Dakota, svo sem 30 klukkustunda ferð með járnbraut vestur»frá Chicago. Þar er há- lendi mikið, sem Indíánarnir köll- uðu Paha Sapa (Blökku hæðirn- ar). Einu sinrii var þetta land- svæði úthlutað Indíánum. en svo fanst þar gull 1874, og þá urðu rauðskinnarnir að hafa sig þaðan burtu fljótlega. Þá kom þangað fjöldi manna, sem óvíða áttu frið- land og sakaðir voru um margs- konar lagabrot og var fé sett til höfuðs sumra þeirra. Nú er þang- að mik'ill ferðamannastraumur, því landið liggur hátt og þar er útsýni fagurt. Þetta landsvæði kalla Bandaríkjamenn Black Hills og þar er Custer Park, 125,000 ekrur af skógland'i, sem alt til- heyrir South Dakota. Ríkið á þar einnig gistiskála með eitthvað 30 herbergjum. Það hús hefir nú alt verið sópað og prýtt, því þar á forsetinn að halda til og hans föruneyti. En dálítið útibú ætl- ar hann að hafa í Rapid City, sem er 32 mílur burtu, og þangað fer hann til að gegna einhverjum af embætt'isskyldum sínum við og við. ¦ Þar verða blaðamennirnir, sem sitja um forsetann,. að vera, og eru ekki ánægðir, því þeir halda að það sé svalara og skemti- legra í Custer Park. Forsetinn ætlar að hvíla sig frá 13. júní til 15. september. * * # James W. Gerard, fyrverandi sendih. Bandaríkjanna á Þýzka- landi, hefir verið kosinn formað- ur nefndar einnar í Bandaríkjun- i;m, sem hefir tek'ið sér það fyrir hendur, að safna hundrað og fimtíu þúsund dölum handa mæðr- um þeirra Oharles Nungesser og Francois Coli, flugmannanna, sem ætluðu að fljúga frá Paris t'il New York, en sem ekki hafa kom- ið fram og sem vafalaust hafa farist einhvers staðar á leiðinni. Læknaskólaprófin. Vorprófin við læknaskólann í Winnipeg, eru nú orðin kunn, og eru þar að finna nöfn þessara íslendinga: Fjórða ár: Guðmundur Paulson. Einar H. Eiríksson. Peter B. Guttormsson. Þriðja ár: S. Thordarson, Wilfred H. Thorléifson. Annað ár: Brandur T. H. Marteinsson. Frank H. Peterson. Þeirra, sem í þetta sinn hafa lokið fullnaðarprófi við skólann, hefir verið áður getið hér í blað- inu. SIR JOHN A. MACDONALD Canada's First Premier, whose term of office began shortly after Confederation, the 60th anniversary of which is being observed this year. Hinn 7. þ.m. dó í St. Cloud, Minn., Charles A. Gilman, 94 ára að aldri. Hann var um eitt skeið ríkisstjóri í Minnesota og hafði gegnt opinberum störfum um langan aldur. Hann var fyrst skipaður embættismaður stjórn- arinnar 1861 af iþáverandi forseta Bandaríkjanna, Abraham L'incoln. Mr. Hoover telst svo til, að það séu um 700,000 manna, sem fyrir tjóni hafi orðið af völdum vatns- flóðanna miklu í Bandaríkjunum nú í vor, og þar af þurfi um 600 þús. hjálpar við og geti þó vel verið, að þeir verði fleiri áður en lýkur. Talið er, að flóðin hafi valdið miklu tjóni í sjö ríkjum, en langmestu í Arkansas, Mississippi og Louisiana. Hin rikin eru Mis- souri, Tennessee, Kentucky og Ulinois. Síðustu fréttir segja, að taugaveiki mikil gangi nú á ýms- um stöðum, þar sem flóðið fór yfír, og er veikin talin bein af- leiðing þeirra, og er enn langt frá, að séð sé fyrir endann á öllu því tjóni, sem af þessu afskap- le.ga vatnsflóði leiðir. En bót er það í máli, að Bandaríkin eru flestum eða óllum ríkjum betur fær um að hjálpa sínu fólki, þeg- ar í nauðir rekur, og þau gera það. Hvaðanœf a. Sendiherra Rússa, á Póllandi, Peter Voikoff, var skotinn til bana á járnbrautarstöð í Warsaw snemma í vikunni sem leið, þar sem hann var á gangi með A. P. Rosengolz, fyrverandi embættis- manni Rússastjórnar í London, en sem var staddur í Warsaw á léið til Rússlands. Sá sem verkið vann, er nítján ára gamall rúss- neskur stúdent, Boris Kowceda að ^nafni. Er hann talinn vinur keisarasinna og álitið, að þetta verk hafi unnið verið til að lief na Nikulásar Rússakeisara og fjöl- skyldu hans, því það þykjast menn vita með vissu, að Voikoff hafi verið mikið við það riðinn, þegar sú f jölskylda var af dögum ráðin. Rússar eru afar reiðir út af þessu og kenna stjórninni í War- saw um morðið, en henni finst það engu tali taka og það því síð- ur, sem maðurinn er verkið vann var ekki einu sinni Pólverji, held- ur að eins staddur þar. Töluverð br.éfaskifti á milli stjórnanna í Rússlandi og Póllandi hafa orðið út af þessu og ekki sem vinsam-, legust af Rússa hálfu, en vonandi dregur þetta þó ekki til alvar- legra vandræða eða víðtækra. Frá Islandi. Or bœnum. Hingað komu til borgarinnar frá fslandi, síðastliðið mánudags- kveld, þeir herrar Halldór Kyljan Laxness, Páll Jónsson, ættaður úr Hrútafirði, og Sve'inbjörh Gunnnarsson, frá Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Hreptu þeir góða ferð og voru að eins sextán daga á leiðinni. Stjórnarskrárbreyting samþykt. Þing rofið.—Kosningar 9. júlí. Hofuðbreytingar þær, er gert e" ráð fyrir í frumvarpi því til breytingar á stjórnarskránni, er Alþingi hefir nú samþykt, eru þessar: 1. Reglulegt þing skal háð ann- að hvort ár og fjárhagstímabilið verði 2 ár. Aukaþing skal kvatt saman ef meiri hluti þingm. hvorrar deildar krefst þess. 2. KosningarráUvii' og kjör- gengi til landkjðrs verði bund- ið við 30 ára aldnr (í stað 35 ára aldurs, eins og nú er). 3. Kjörtímabil landkjörinna þingmanna verði 4 ár, eða jafn- langt og kjörtímabil annara þing- manna. ^|Nú er kjörtímabil land- kjörinna þingmanna 8 ár.). Þing- rof ná'i til landkjörinna þing- manna. (Nú nær þingrof að eins til þeirra þm., sem kosnir eru í einstðkum kjördæmum). 4. Landkjör fari fram sam- tímis almennum kosningum. 5. Á hverjum þeim lista, er kemur manni að við landkjör, ná allir hinir menn listans kosningu sem varamenn. 6. Varamenn skulu kosnir fyr- ir þingmenn Reykvíkinga, á sama hátt og við landkjör.—Vörður. Þarft verk. Eitt hið allra vandaðasta tima- rit Bandaríkjanna, Current His- tory, flutti í síðastliðnum maí- mánuði, harla fróðlega ritgerð eftir ungfrú Thórstínu Jackson, með fyrirsögninni "Iceland in 1927." Hefir greinin inni að halda alLítarlegt yfirlit, yfir hag hinnar íslenzku þjóðar í yfir- standandi tíð, ásamt glöggri lýs- ingu á staðháttum, aWinnumálum og menning landsbúa í heild. Ritgerð þessari fylgir ágæt mynd af hinum bráðsnjalla og einarð- lega forsætisráðgjafa íslands, hr. Jóni Þorlákssyni. Ungfrú Jackson, er að vinna þjóð vorri stórnþarft verk, með því að kynna Island og íslenzka menning, meðal hinnar f jölmennu og voldugu Bandaríkjaþjóðar, og hún hefir það fram yfir marga aðra, er um íslenzk mál rita í er- Iend blöð eða tímarit, að hún tal- ar af þekkingu og með óblandinni sannleiksást. Er ritgerð sú, sem hér er gerð að umtalsefni, talandi vottur um hvorttveggja. Ungfrú Jackson er alt af öðru hvoru að flytja fyrirlestra um ísland og íslenzkt þjóðerni í stór- borgunum syðra, og hefir í hví- vetna getið sér hinn bezta orð- stír, eftir blaðafregnum að dæma. INGIMAR INGALDSON, þingmannsefni Bracken-flokksins í Gimli-kjördæmi. Ingimar Ingaldson, er sonur þeirra góðkunnu hjóna, Tryggva Ingjaldssonar og Hólmfríðar Jónsdóttur, að Árborg, Man. Er Ingimar fæddur að Akra, í North Dakota, þann 4. apríl 1888, en fluttist með foreldrum sínum til Nýja íslands, árið 1901. Ólst hann þar upp og varð snemma hinn efnilegasti maður. Nám stundaði hann við landbúnaðar- skóla Manitoba-fylkis. Sveitar- skrifara embætti í Bifröst gegndi Ingimar um tíu ára skeið, en hef- ir jafnframt undanfarin átta ár, gegnt forstjórastarfi við rjóma- búið í Árborg, og að auk verið skrifari og féhirðir Arborg Co- | operative Association, og fram- ! kvæmdarstjóri stofnunar þeirrar á annað ár. Þann 22. júlí 1913, kvæntist i Ingimar og gekk að eiga ungfrú j Violet, dóttur þeirra Mr. og Mrs. C. Paulson, er nú dvelja í Mikley. Ingimar er dugnaðarmaður hinn j mesti og prúður í framgöngu, sem I hann á kyn til. Hefir hann starf- j að mikið i þágu bændasamtak- í anna og gefið sig mjög að sam- ! vinnu fyrirtækjum. Mr. Wright er fæddur að Eug- „,.„ „iHn.jM'r of'enia Falls í Ontario fylki, árið launaðn- menn ^xykpao, a ^ ^ ^^ stjornmm W þess að hta eftn ^ ^^ vínsölunm og su verzlun var reK GÍSLI SIGMUNDSSON, Þingmannsefni thaldsmanna í Gimli-kjördæmi. Við fylkiskosningar þær í Mani- toba, er nú fara í hönd, býður sig í'ram af hálfu íhaldsflokksins í Gimli-kjördæmi, Mr. Gísli Sig- rnundsson, kaupmaður að Hnaus- um. Er hann fæddur á Seyðis- firði í Norðurmúlasýslu á íslandi, árið 1880, en fluttist hingað til lands með foreldrum sinum 1892. Hefir fjölskyldan dvalið á stöðv- um þessum jafnan síðan. Verzl- un hefir Gísli stundað síðan 1911, um hríð fýrir eigin reikning, en frá 1916 í félagi við Svein kaup- mann Thorvaldsson. Árið 1911 kvæntist Gísli og gekk að eiga ungfrú Ólöfu Daní- elsdóttur, Daníelssonar úr Hnausabygð. Eiga þau hjón sjö mannvænleg börn á lífi. Síðastliðin sjö cár hefir Gísli átt sæti í stjórn Bifröst-sveitar og getið sér í hvívetna hinn bezta orðstír. Er hann snyrtimenni í umgengni, skemtinn í viðræðum og drengur góður. Herbert Henry Wright þingmannsefni frjálslynda flokks- ins í Emerson kjórdæmi. Páll Zóphóníasson skólastjódi i Hólum hefir tekið að sér að annast nautj^ripasýningar fyrir Búnaðarfélag íslands fyrrihluta sumars. Sýnirigarnar verða haldnar á Norðurlandi í þetta sinn. Próf í íslenzkum fræðum hafa lokið hér við hásk<5Iann: Sig- urður tSkúlason læknis í Skál- holti í Biskupstungum, og Þor- kell Jóhannesson bónda á Syðra- Fjalli í Aðalreykjadal. En i forspjallsvísindum: Gísl'i Guð- mundsson stud. mag. með I. á- gætis eink., ^g Vilborg Á(rna- dóttir með II. betri eink. Víða að af landinu) berast fregnir um faraldur í fé, staf- andtf Vitaniliega fyrst k>g frmest af hröktum heyjum. Vetrarvertíðin hefir orðið all- misjöfn, heldur í rýrara lagi í mjog góð við Faxaflóa. Eldur kom upp í húsinu nr. 78 við Laugaveg aðfaranótt mið- vikudags í þessari viku. Tókst slökkviliðinu fljótlega að slökkva eldinn og bjarga húsinu, þó að mjög væri skemt af bruna og vatni. En maður sá, er bjó í herbergi því, þar sem eldurinn kom upp, fórst þar inni og mun hafa kafnað í Reyknum; það var þýzkur maður, sem hér hefir dval- ist um hríð. Rudolf Köster að nafni, og hefir starfað að því að búa til fisk- og kjötfars. Tvo togara, þýzkan annan, en hinn enskan, hafa Óðinn og Þór tekið að ólöglegum véiðum í landhelgi, sinn hvor. Báðir voru sektaðir.—Tíminn. Bracken og brennivíriið Brackenflokkurinn — sem nú er kallaður — var upphaflega bændaflokkurinn eða framsókn- arflokkurinn. Eins og öllum er ljóst, sem með stjórnmálum fylgjast, er eitt að- al atriðið í stefnuskrá þess flokks algert vínsölubann. Því var 'haldið fram í opin- berri ræðu hér á Lundar nýlega, að Brackenstjórnin hefði erft nú- verandi vínsölulög, og því orðið að staðfesta þau samkvæmt fyr- 'irmælum fólksins. Þetta er algerlega rangt og villandi. Brackenstjórnin kom til valda í ágúst 1922. Hefði hún viljað standa við stefnu flokks- ins, þá hefði hún vitanlega sam- ið, samþykt og lögleitt algert vín- sölumann á næsta þingi eftir að hún var kosin,, alveg eins og l'ib- eralstjórnin lögleiddi þá vín- bannsstefnu, sem hún hafði lof- að, þegar hún tók við völdum af Roblin. En í stað þess að standa við stefnu sína, lét Bracken tafar- laust að óskum brennivínsvalds- ins og lofaði því að láta greiða atkvæði — ekki með vínbanni, heldur með vínsó'lu, með því skil- yrði. að sjálf stjórnin yrði aðal- vínsalinn. Þetta var samþykt með 3,875 atkvæða meiri hluta. Svo sporviljugur þjónn brenni- vínsvaldsins var Brackenstjórnin, að fyrsta verk hennar var það, að láta þessa atkvæðagreiðslu fara fram, og svo bráðlát var hún, að hún gat ekki beðið næsta reglu- þings, heldur kallaði hún saman aukaþing til þess að geðj- ast þessu sama valdi og geta sem fyrst komið á brennivínssölunn'i. Þetta var árið 1923 — einu ári eftir að Brackenstjórnin komst til valda. Brennivínslögin í Manitoba eru því lausaleiksbarn Brackenstjórn- arinnar. Faðir þess er brenni- vínssalinn í Manitoba. Lögin voru sett í gildi; þrír há- in af alefli. tveimur árum síðar, og hefir átt þar heimili jafnan síðan, að und- Sú hlið laganna, sem að ein-j anteknum tveim árum, er hann hverju leyti átti að draga úr f (jvaldi í Saskatoon. Býr hann nú drykkjuskap eða óreglu. var van-|störbúi að Ridgeville. Mr. Wright rækt svo, að fram úr hófi keyrði. niaut barnaskólamentun í Emer- Fyrir opnum augum 'stjórnaiinn ar, í sjálfum höfuðstað fylkisins, er'opinberlega selt áfengi svo að segja á hverju horni og hornanna á milli, beint í bága við lögin, og ekkert til þess gért að stemma stigu fyrir af hálfu stjórnarinn- ar. Bænarskrá kom fram að nýju frá brennivínsmönnum, þar sem þeir æskja enn þá takmarkalaus- ari áfengissölu. Önnur bænar- skrá kom fram frá bannvinum og bindindismönnum um það, að sinna ekki hinni bænarskránni. Bannmenn álitu ekki tíma til þeas kominn að biðja um vinbannslög, en töldu nóg að því gert að selja áfengi, þótt ekki væri lengra far- ið í þá átt. Það komst upp, að bænarskrá brennivínsmanna var fölsuð; i sambandi við hana sannaðist samsæri, meinsæri, mútur og svik. Við bænarskrá bannmanna 'fanst ekkert rangt né athugavert. Undir þessum kringumstæðum var stjórninni engin önnur ærleg aðferð opin en sú, að sinna ekkl bænarskrá brennivínsmanna — og ;þá leiddi það af sjálfu sér, að hin bænarskráin var óþðrf. Með því hefði málinu átt að vera lokið. En hvað skeður? í stað þess að vera óthlutdræg, skipar Brack- enstjórnin sér í lið brennivíns- valdsins enn á ný og undir merki þess. Til þess að geðjast því valdi, þrengir hún nú kjósendum fII þess að greiða atkvæði um aukna áfengissölu og stílar þann- ig atkvæðaseðlana, að bindindis- menn verða annaðhvort að greiða atkvæði með áfengissölu eða greiða alls ekki atkvæði, heldur láta brennivínsvaldið eitt fjalla um málið. Þetta er áreiðanlega versta gerræði og mesta ranglæti, sem bindindismenn hafa verið beittir nokkurn tíma, i nokkru landi, af nokkurri stjórn. Enda mega gömlu flokkarnir njóta þess sannmælis, að þeir neituðu báðir með öllu að J gerast samsekir stjórninni í þessu | athæfi, þegar hún mæltist til son, en gekk síðan á Wesley Col- lege í Winnipeg. Hann var einn hinna fyrstu Manitobamanna, er innrituðust í canadiska herinn, eða þann 6. ágúst 1914, og hélt austur um haf með 27. herdeild- inni. Særðist hann tvisvar. 1 fyrra skiftið í orustunni við Kem- pæl, en síðar við St. Eloi. Lá hann um hríð #á sjúkrahúsi, en hvarf heim aftur til Canada 1917. Ekki undi hann sér þó lengi heima, heldur lagði brátt af stað aftur til vígvalla og dvaldi á .Frakklandi þar til vopnahlé var samið. Auglýsing um stefnuskrá Mr. Wrigþt's er bi'rt á öðrum stað hér í blaðinu, og ber hún það ótví- rætt með sér, að maðurinn er sannur framfaramaður, er láta myndi mikið til sin taka á þingi. Þ6 nokkuð af íslendingum eiga heima í Emerson kjördæmi, svo sem að Piney, og er þess að vænta, að þeir láti Mr. Wright í té allan þann stuðning, er þeir eiga yfir að ráða. þess. r Eg var staddur sem fulltrúi a fjölmennu bindindismannaþingi nýlega í Knoxkirkjunrii í Winni- peg. Voru þar nálega allir prest- ar bæjarins, auk f.iölda annara siðbótamanna og kvenna. Var það einróma álit þeirra, að hér væri svo um hnúta búið, af Bracken- j stjórninni, að brennivínsvaldið | hefði bæði tögl og hagldir, en bindindismenn stæðu uppi varn- arlausir og berskjaldaðir. "Við héldum, að Brackenstjórn- in væri vinveitt okkur bindindis- fólkinu", sagði ein kona, sem þar var fulltrúi, "en það sannast hér sem víðar, að þörf er að biðja guð að vernda sig fyrir vinum sínum. Við árásum óvinanna erum við fremur búin." Allir sannir bannvinir og bind- indismenn hljóta að greiða at- kvæði á móti Bracken og fulltrú- um hans. >Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.