Lögberg - 16.06.1927, Blaðsíða 2

Lögberg - 16.06.1927, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JÚNl 1927. |pS2SHSHSE5E5S5H5ESE52S2Sa5Z5HSZ5E5í5ÍSZS 25HSH5HSH5H5HSHSH5H5H5H5HSHSHSH5HSHSH5H5H5H5H5HSH5HSH5HSH5HSH5HSH5HSHSH5H5H5HSH5H5H5H5HSHSH5H5HSH5HSHSHS25HSH5H5HSHSHSH5HS?Sc S Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga a a 5HSHSH5H5HS Tti,t.5HSHSH5H5E5H5HSH5H5H5H5H5H5HSHSH5HSH5H5HSH5H5HSHSHSHSH5HSHSHsHS5H5HSH5HSHSH5H5HSH£H5H5H5HSH5H5HSH5HSHSHSH5H5H5H5H5H5H5H5HSH5H5HSH5HSH5H5HSH5HSH 5H5H5H5HSH5H5i Blað frá himnum ofan. 6'í#r. T/i. þýddi. Hátt uppi í heiðríkjunni flaug engill með blóm úr urtagarði himnaríkis og í því hann þrýsti kossi á blómið, þá fór af því agnarlítið blað og féll niður á leðjuga jörðina mitt í skóg- inum, og óðara kom það undir sig rót og skaut sér upp á meðal hinna jurtanna. “Það er skringilegur nýgræðingur að tarna” sögðu þær, og enginn vildi við hann kannast. hvorki þistill né brenninetla. “Það er víst ein- hvers konar garðvöxtur,” sögðu þær og hlógu, og svo var plantan til athlægis fvrir það, að hún væri garðvöxtur, en hún óx og óx fram úr öllum öðrum og skaut frá sér löngum teinung- um vítt um kring. “Hvert ætlarfiu?” sögðu þistlarnir háu, sem höfðu þorn á hverju blaði, ”þú ert nokkuð sveimmikil, þvkir okkur. Þetta tekur þó engu lifandi tali, ekki getum við staðið hérna til þess að bera þig og halda þér uppi.” Yeturinn kom og snjórinn lá á plöntunni, en af henni fékk snjóbreiðan ljóma líkt sem sólar- ljós streymdi gegnum hana að neðan. Um vor- ið stóð þar svo vöxtuleg blómjurt, að engin var slík í öllum skóginum. Svo kom prófessorinn í grasafræði, sem hafði það svart á hvítu, að hann væri það sem hann var, hann skoðaði plöntuna, hann beit í hana, en hún stóð ekki nefnd í plantfræðinni hans; hann gat með engu móti fundið, til hvaða flokks hún heyrði; hún var ekki tekin upp í systemið. “Ekki tekin upp í systemið,” sögðu þistlar og nestlur. Stóru trén umhverfis sáu hvað um var að vera og heyrðu hvað sagt var, on lögðu ekki til málanna, hvorki gott né ilt, og það er líka ætíð það vissasta, þegar maður er heimskur. Þá átti þar leið um skóginn fátæk stúlka, saklaus; hjarta hennar var hreint, dómgreind- in mikil fyrir tnína; alt erfðafé hennar hér í heimi var gömul biblía, en frá blöðum hennar talaði guðs rödd til hennar og sagði: “Ef mennirnir eru þér illviljaðir, þá minstu þess- ara orða Jósefs: “Þér ætluðuð að gera-mér ilt, en guð sneri því til góðs.” Ef þú þolir ó- rétt, ef þú ert misskilinn og svívirtur og tor- trygður, þá minstu hans, hins hreinasta og bezta, sem þeir spottuðu og negldu á krossins tré, þar sem hann bað þessa bæn: “Faðir, fyr- irgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera.” Hún staðnæmdist frammi fyrir hinni und- ursamlegu himinjurt, sem angaði svo sætt og endurlífgaði með grænum blöðum sínum og skartaði svoi dýrðlpga með blómum sínum i glaða sólskininu og heita mátti flugeldadrífa hinna skrautlegustu lita. Og frá hverju blómi ómaði svo ríkt sem geymdi það í sér hinn djúpa brunn söngl^ganna, sem aldrei tæmist þó ár- þúsundir líði. Hún horfði með fróms hugar fjálgleik á alla þessa guðs dásemd, hún sveigði niður eina af greinunum, til þess að geta vandlega skoðað blómið og andað að sér ilm þess; og það gerði bjart í huga hennar, og fró- aði hjarta hennar svo undur vel; hún hefði gjarnan viljað fá sér blóm, hún gat ekki fengið af sér að brjóta það af, hún þóttist vita, að hjá sér mundi það fölna; hún tók því að eins eitt af grænu blöðunum, fór með það heim og lét í biblíuna sína og þar lá það alt af glænýtt, sígrænt, óvisnandi. Það lá gleymt milli blaða í biblíunni og á- samt biblíunni var það látið undir höfuð ungu stúlkunnar, er hún nokkrum vikum síðar hvíldi í líkkistu sinni með dauðans helgu alvöru á á- sjónu sinni, eins og duftið jarðneska bæri það utan á sér skýrt afmótað, að nú stæði hin látna frammi fyrir guði sínum. En úti í 'skóginum blómgaðist himinjurtin dásamlega, hún var nú undir það til að líta eins og tré og allir farfuglar komu og lutu henni, einkum svölumar og storkamir. “Þetta eru útlend annkringislæti,” sagði þistill og loðgresi, “svona gætum við hér heima aldrei hagað okkur.” ’ Og skógsnilgarnir skirptu á blómtréð. Og samtímis kom svínahirðirinn, hann rykti upp þistlum og rannum, er brenna skyldi til ösku, og undratrénu kipti hann líka upp með rótum eins og það var sig til og fékk það með í bindinið. 9 “Það er ,bezt það vinni sitt gagn líka,” sagði hann og svo var það gert. En nú hafði konungurinn þar í landi ár og dag þjáðst af megnasta þunglyndi; hann var iðinn og starfsamur, það stoðaði ekkert; menn lásu fyrir honum djúpsæ rit og menn lásu fyrir honum öll þau léttustu, sem fengist gátu. Það stoðaði ekki heldur. — Þá kom boð frá einum af heimsins mestu spekingum, mefm höfðu sem sé leitað til hans, og hann lét þá vita, að til væri óbrigðult meðal, sem veitt gæti hinum þjáða konungi fróun og fullan bata. “1 kon- ungsins eigin ríki vex úti í skóginum planta ein af himni kynjuð og upprannin, hún er svo og ! svo útlítandi, ómögulegt um að villast”, — og svo fylgdi með uppdráttur, — hún var svo sem auðþekt. “Hún er græn vetur og sumar; tak af henni glænýtt blað á hverju kveldi og legg við enni konungsins, þá mun birta yfir hugs- unum hans, og um nóttina mun hann dreyma indælan draum, sem styrkir hann undir næsta dag. ’ ’ Þetta var fullgreinilegt, og allir doktorarn- ir og grasafræðis prófessorinn fóru út í skóg- inn. — Já en hvar var plantan?” J “Hún hefir víst slæðst í bindinið hjá mér,” sagði svínahirðirinn. “Hún er orðin að ösku lyrir löngu, mér varð það svona í grannleysi, því eg vissi ekki betur.” “Vissir ekki betur,” sögðu þeir allir, “hví- lík skelfileg fáfræði,” og þau orð mátti svína- hirðirinn taka til sín, því hann var það, sem hann átti við, og enginn annar. Ekki nokkurt blað var eftir, það eina, sem til var, lá í kistu hinnar framliðnu, og um það vissi enginn. Og 'konungurinn kom hnugginn út í skóginn þangað sem plantan hafði vaxið. “Hér hefir plantan staðið,” sagði hann, “það er helgur staður. ” 0g gróðrarreitur plöntunnar var um- girtur með gullnum g'rindum! og skipað svo fyrir, að hjá þeim skyldi standa vörður og það bæði dag og nótt. Grasafræðisprófessorinn samdi( ritgjörð um himinjurtina og fyrir það. rit var hann gyltur sjálfum sér til mikillar ánægju, og sú gylling skfjrtaði mæta vel á honum og hans nánustu, og það var nú það sem gleðilegast var í sögu, því plantan var á burtu og konungurinn dapur og hnugginn, — “en það var hann líka áður,” sagði grindavörðurinn. — Sd.blaðið. Það er vandi rétt að rata. Sótarinn með silfurhærum Sínu verki að Oengur ötull alla daga, Enginn metur það. Móðirin með ástarafli Afkvæmi sitt ver, En þetta enginn þakkar henni, Því hún “skyldug er”. Einbúinn, sem unir hljóður öllum glaumi fjær, Hann er hæddur, hann er hrakinn, Hann er engum kær. En ef einhver apaköttur öðlast tigið nafn, Hann er Jáður, hann er metinn, Honum “enginn jafn. ” Það er vandi rétt að rata Refilstigum á. Gæfan týnist, vonin visnar Vegfarendum hjá. Þú, sem ræður öllu, öllu, Eðli, hjarta manns; • Beindu vei'kum börnum þínum Á brautir kærleikans. —Sd.bl. Þorsteinn Matthíasson, frá Kaldaðarnesi. TRYGGUR HUNDUR. é Kaupmaður nokkur á Frakklandi átti pen- inga hjá einum skiftavini sínum, sem átti heima all-langt frá heimili kaupmannsins. — Einn góðan veðurdag söðlaði kaupmaður hest sinn og reið að heiman, til að finna þennan skiftavin sinn og heimta peninga sína. Hann hafði með sér hund sinn. Honum gekk ferðin greiðlega; fékk hann peninga sína greidda, og hélt síðan heimleiðis aftur, glaður í bragði. Hann batt peningapokann fyrir aftan hnakk sinn. Hundurinn stökk í kringum hestinn og gelti af gleði, rétt eins og hann tæki þátt í gleði húsbónda síns. Þegar kaupmaður hafði riðið spölkorn heomleiðis, fór hann af baki, áði hestinum ná- lægt stórri eik, og hvíldi sig í skugga hennar. Hann spretti reiðtýgjum af hestinum, leysti peningapokann frá hnakknum og lagði hann undir eikina. En er hann lagði aftur á hestinn og reið af stað, gleymdi hann peningunum. — Hundurinn varð þess var, að peningarnir höfðu orðið eftir; hann hljóp þangað, er hann vissi að þeir lágu, og ætlaði að sækja pokann, en hann var svo þungur, að hundurinn gat ekki valdið honum. Hann hljóp þá aftur til hús- bónda síns og gelti og skrækti, til að reyna að minna hann á, hverju hann hefði gleymt. Kaupmaðurinn vissi ekki hverju þetta sætti, og gaf því í fyrstu lítinn gaum, en hundurinn lét því ver, og fór loks að glepsa í afturfæturnar á hestinum. Nú datt kaupmanninum í hug, að hundur- inn kynni að vera orðinn óður. Og er þeir komu að litlum læk, sem var á leiðinni, tók kaupmaðurinn eftir, hvort hundurinn vildi ekki drekka. En ha-nn sinti engu, heldur gelti æ meir og meir, og beit hestinn eins og hann gat. “Því miður er það svo,” sagði kaupmaður- inn við sjálfan sig; “vesalings hundurinn er orðinn óður. En hvað á eg að gera? Eg verð að drepa hann; annars kann hann að ráða mér bana.” Síðan tók hann skambyssu upp úr vasa sínum og miðaði á hundinn. Hann tók sárt til hundsins, og sneri hann sér undan meðan hann hleypti úr byssunrii. En skotið kom í hundinn og féll hann til jarðar, og blóðið streymdi úr honum. Kaupmaðurinn gat ekki horft á þessa sjón, og reið burt hið skjótasta. “Þetta var leitt”, sagði hann við sjálfan sig, “eg hefði nærri því heldur viljað missa peningana mina en hundinn minn.” Um Ieið og hann sagði þetta, greip hann hendinni aftur fyrir hnatk- inn, til að vita hvernig fjársjóð sinum liði, og þá fyrst varð hann þess var, að peningarnir voru horfnir þaðan. “Þetta hefir vesalings hundurinn verið að minna mig á,” sagði hann þá við sjálfan sig. Hann sneri þá við og reið þangað sem hann hafði áð. Á leiðinni þangað kom hann að staðn- um, þar sem hann skaut hundinn; hann sá þar blóðpoll, en hundurinn var horfinn. Víðar á leiðinni sá hann blóðferil, og vissi ekki hverju það sætti. Loksins kom hann að eikinni, þar sem hann hafði farið af baki. Þar lágu pen- ingar hans, og — hjá þeim lá hundurinn. Yes- lings skepnan hafði dregist þangað, allur blóð- ugur; þar lá hann og gætti f jársjóðsins og var þó rétt í andarslitrunum. Þegar hann sá húsbónda sinn koma, gat hann rétt að eins með því að dingla rófunni lát- ið í ljós gleði sína. Hann reyndi að standa á fætur, en kraftar hans vora þrotnir. Kaup- maðurinn gekk að honum og klappaði honum, og gat hundurinn með naumindum sleikt hönd hans; svo var af honum cjregið, og dó hann rétt skömmu á eftir. — Lesb. Ánœgði drengurinn. Jón og Pétur komu hlaupandi fram í dyrnar, að taka á móti pabba sínum, sem kom frá störfum sínum heim til miðdeðisverðar, og þegar þeir voru komnir sinn á hvort hnéð, þá þurfti hann endilega að segja þeim einhverja sögu. “Jæja þá, eg sá í dag dreng, sem var svo fjarskalega ánægður, og reynið þið nú að geta upp á hvernig drengnum var háttað.” Jón, sem var minni, varð fyrri til svars og sagði: “Það hefir verið einhver ósköp fínn drengur, með fulla vasana af brjóstsykri og kökum.” f “Ónei,” sagði pappi þeirra, “hann var ekki fínn, og átti hvorki brjóstsykur né kökur.” “Eg held það hafi verið stór og sterkur drengur,” sagði Pétur; hann langaði sjálfan svo mikið til að verða stór, “og svo hefir hann riðið í nýjum hnakk á hestinum hans pabba síns.” “Langt í frá,” sagði pabbi hans; “hann var ekki stór, og hann á víst engan hnakk, og hann var ekki á hestbaki. Þið getið víst aldrei upp á því, og eg verð að segja vkkur það, hvernig hann leit út, þessi ánægði drengur. Þegar eg gekk um torgið, þá var rekinn stór f járhópur gegn um bæinn, og það var auðséð, að féð var langt að; það var svo þrevtt og rvk- ugt, og svo voru allar kindurnar að deyja úr þorsta í hitanum. Rekstrarmennirnir ráku þær að vatnsbólinu og fóru að brynna þeim, og all- ar kindumar hlupu að jarmandi, nema ein gam- alær; hún var svo uppgefin, að hún lagðist á götuna með tunguna lafandi út úr munninum. Þá kom þar pilturinn, sem eg var að segja ykkur frá, og hann var allur saman rifinn og tættur og óhreinn; hann var þar í stóram götu- strákahóp, sem var að góna á reksturinn. Þessi drengur hljóp með hattinn sinn að pqstinum og fylti hattinn með vatni og gaf ánni að drekka; og þetta gerði hann sex sinnum, og þá var ærin orðin svo hress, að hún stóð upp og gekk inn í hópinn. En hatturinn var víst ekki meira en svo vatnsheldur; hann var svo ljótur og gam- aldags, að eg peti bezt trúað því, að ^drengur- inn hefði fengið hann eftir afa sinn.” “Þakkaði ærin ekki fyrir sig?” spurði Nonni litli, mjög alvöragefinn. “Ekki heyrði eg það,” sagði pabbi hans, “en andlitið á drengnum varð svo dæmalaust hýrt; eg hefi aldrei séð aðra eins gleði skína út úr mannsandliti; honum þótti svona vænt um að geta hjálpað skepnunni, sem bágt átti.” —Lesb. SAMTÖKIN. Maður var á ferð yfir fjall; hann fór veg- inn, enda varð eigi komist aðra leið um fjallið; en á einum stað hafði stóreflis bjarg hranið ofan á veginn, svo leiðin var lokuð. Maðurinn sá, að hann komst ekki leiðar sinnar fyrir bjarginu og reyndi nú af öllum mætti að vela því burtu, en það tókst ekki. Hann setist þá niður hryggur í huga og mælti: “Eg er hér einmana, matarlaus og skýlislaus, og hefi ekkert mér til varnar. Hvað ætli verði um mig, þegar nóttin skellur á og villidýrin koma á kreik að leita sér að bráð?” 1 þessum svifum bar þar að annan ferða- mann; hann fór að eins og hinn, sem á undan var kominn, en ekki fékk hann þokað bjarginu / úr stað, og hann settist hnugginn niður. Og eftir honum komu margir ferðamenn, en enginn þeirra gat velt bjarginu brott, »og þeir vora mjög óttslegnir. Loks tók einn þeirra til orða og mælti: “Bræður mínir, hver veit nema okkur takist það, sem einn fékk ekki orkað, ef við hiálpumst allir að9” Þeir stóðu upp og ýttu a bjargið allir í ^enn, og bjargið varð undan að víkja. Og ferðamennirnir fóru leiðar sinnar í friði.—Uesb. Að undanteknum amtmanninum. Herramaður nokkur var á ferð, og kom í þorp eitt, þar sem harln var alveg ókunnugur. Hann fór þar inn í veitingahús, og keypti sér miðdegisverð. Þegar hann var búinn að snæða, og borga fyrir sig, spurði gestgjafinn hann^ hvernig honum geðjaðist að matnum. — “Eg hefi borðað svo vel, sem nokkur getur á kosið,” mælti herramaðurinn. — “Að undan- teknum amtmanninum,” mælti gestgjafinn. — “Amtmanninum?” mælti herramaðurinn, “eg undantek engan.“ — “Jú, það verðið þér að gera,” sagði gestgjafinn.— “Nei,” sagði hinn, “það geri eg ekki.” — Og það er ekki að fjöl- yrða um það, að þeir fóru að þræta um þetta. Gestgjafinn var einn í bæjarstjórninni í þoj^p- Professional Cards dr. b. j. brandson ai6-220 Medlcal Arts Blds. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone; 21 834. Offlce tlmar: 2 S Heimili: 776 Victor at. Phone: 27 113 Winnlpeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMAN IsL lögfræCtngar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: 26 849 og 26 840 COLCLEUGH & CO. Vér legrgjum sérstaka áherzlu á. a?S eelja meðul eftir forskrlftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aB fá «rii notub eingöngru. pegar þéf kómiB me8 forskriftina til vor, meg-iS þér vera viss um, aS fá rétt þaB sem læknirinn tekur til. Nótre Dame and Sherbrooke Phones: 87 659 — 87 660 Vér seljum Giftingraleyfisbréf JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 DR 0. BJORNSON 216-220 Sledlcal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones: 21 834 Office tlmar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: 27 58'6 Winnipeg, Manitoba. LINDAL, BUHR & STEFÁNSON Islenzklr lögfræðingar. 356 Main St. Tal8.: 24 963 356 Main St. Tals.: A-4968 þelr hafa einnig skrifstofur aB Lundar, Riverton, Gimli og Plney og eru þar aB hitta á eftirfylgj- and timum: Lundar: annan hvern miBvlkudaf Riverton: F-yreta fimtudag. Gimll: Fyrsta miBvikudag. Piney: þrHSJa íöstudag i hverjum mánuBl. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Art.s Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Pane: 21 834 Office Hours: 8—6 Heimill: 921 Sherbume St. Winnipeg, Manitoba. A. G. EGGERTSSON SsL lögfræBlngur Hefir rétt til aB flytja mál b»Bl 1 Manitoba og Saskatohewan. Skrlfstofa: Wynyard, Sask. DR. J. STEFANSSON 216-220 Mcdical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy St». Phole: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka ejúkdóma.—Er aíS hitta ki. 10-12 f.h. og 2-6 e. h. Heimili: 873 River Ave. TlaJle. 42 691 Athygli! Komið með næstu lyfjaávísun- ina yðar til vor. Þaulæfðir sér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni. DR. A. BLONDAL Medlcal Arte Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjökdóma. Hr aB hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—6 e. h. Oífloe Phone: 22 206 Helmill: 80'6 Vlctor St. Slmi: 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Llfe Rldg WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgSir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraC samstundis. Skrifstofusími: 24 263 Helmaatmi 33 328 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Tannlæknlr 216-220 Medical Arts Bidg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Heimilis Tals.: 38 626 J. J. SWANSON & CO. i LIMITED R e n t a 1 s Insurance RealEstate Mortgages 600 Paris Building, Winnipeg Pohnes: 26 349—26 840 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknlr 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talslmi: 28 889 £mil Johnson SERVICE ÉLECrrKIO Rafmagns Contracting — AUs- kyns rafmagsnáhöld seld og v4d þau gcrt — Eg sel Moffat »0 McClarv Eldavélar og hefi þesr til sýnis d verketœOi minu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnsom’s byggingrin vlB Young Street, Winnlpeg) Verkst.: 31 507 Heima.: 27 286 Gíftinga- og Jarðárfara- Blóm með litlum fyrirvara BIRCH Blómsaíi 593 Portage Ave. Tals.: 30 720 St. John: 2, Ring 3 Verkst. Tals.: Hehna Tola-i 28 383 29 384 G. L. STEPHENSON PLHMBER AHskonar rafmagnsAliöId. svo sem straujám, víra, allar tegundlr af glösum og afivaka (batterios) VEUKSTOFA: 676 HOME 8T. A. S. BARDAL 848 Sherhrooke St. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útb'úna'Bur sá bezti. Enn fremur selur hann ailskonar minnlsvai-Ba og legsteína. Skrifstofu tals. 86 607 Hcimllis Tals.: 53 302 tslenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrlr lægsta verð. Pantantr afgrelddar beeði fljótt og vel. Fjölhreytt íml. Hreln og lipur viSsklftl. Bjamason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Whmlpeg. Phone: 84 298 i Tals. 24 153 / NewLyceum PhotflStudio Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið. inu, og vildi láta sýna yfirvöldunum tilhlýði- lega virðingu; hann gerðist reiður, og stefndi gesti sínum fyrir amtmann. En blessaður amt- maðurinn hafði aldrei fengið orð fyrir að stíga á vitið, og þegar gestgjafinn háfði lokið kæru sinni, tók amtmaður á sig amtmannssvip og mælti: “Herra minn, það er nú einu sinni orð- inn vani hér í þessu þorpi að segja þessi orð: ‘að undanteknum amtmanninum’, og það eru engin útlát fyrir yður að gera það líka; en fyrst þér hafið þverskallast, þá sekta eg yður nú um þrjár krónur. ” — “Eg verð þá að hafa það,” sagði aðkomumaður, í‘hérna eru krón- urnar; en það þori eg að segja, að sá sem stefndi mér hingað, er sá mesti kjáni, sem til er • undir sólunni — að undanteknum amtmann- inum.” — Lesb.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.