Lögberg - 16.06.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 16.06.1927, Blaðsíða 3
I SIs. s íyöGBERG. FIMTUDAGINN 16. JÚNÍ 1927. Minningar. Eftir Björn Jónsson. (Framh.) Við gengum víðast eftir járn- brautarhryggnum. Þegar kom nærri Binscarth, fórum við að hitta.menn, sem voru að byggja brautarhrygginn. Hittum við þar íslendíng, Sem ,síðar varð bezti vinur minn, Guðbrand Narfason, bónda hér í bygð, og sagði hann okkur vel til vegar. Við héldum einlægt áfram, eg bar pjönkur okkar beggja, og að viðbættum járnkarl og oddöxi, sem eg fann með braut'inni; það vofu einföld verkfæri, en komu sér vel loks, þegar heim kom. Við hvíld- um okkur oft. Um klukkan að ganga sjö- fórum við hjá Bins- carth, og var klpkkan farin að ganga ellefu, þegar við loks kom- um til Millwood. Þar var eg bú- inn að frétta til beztu kunningja minna að heiman. Voru það þau Björn ólafson, bróðir Ólafs, sem áður'er getið og kona mín var hjá, og Guðrún Jónsdóttir, kona hans, bæði af Akranesi; eg hafði verið henni samtíða heilt sun}ar hjá þeim góðkunnu hjónum, Ólafi Jónssyni og Þuríði Þorsteinsdótt- ur, á Sturlureykjum í Reykholts- dal. ÍBÖörn og Guðrúrii höfðu þarna fæðissöluhús. Viðtökurn- ar hjá þeim voru svo indælar, að við gleymdum öllum hörmungun- um í Birtle og svo allri göng- unni, um 30 mílur, sem vissulega reyndi á þrautseigju veiks manns og var fullerfið mér með pjönk- ur okkar og verkfærin á baki. Við vinnu þarna í Millwood með Birni voru þeir Jón Hördal, Einar Suðfjörð, Magnús Sigurðs- on og Jón Magnússon, sem allir höfðu tekið sér lönd í Þingvalla- nýlendu og bygt á þe'im bráða- byrgðaskýli. Hjá Birni og Guðrúnu nutum við alls fagnaðar í ríkum mæli, þökkuðum fyrir okkur og lögðum svo upp fram í botn dalverpis þess sem Assiniboine áin rennur þar eftir; er það unaðs fallegt dalverpi, með iðgrænar, háar og skógi vaxnar hlíðar beggja meg- in; minti dalur þessi mig á tung- una í Kalmanstupgu, þar sem eg helst hefði viljað búa á íslandi. Þetta mun vera um 10 mílna leið frá Millwood, og komum við þangað kl. 6 að kvöldi. • Eins og áður er á minst, var barn Freysteins sárveikt, og Kristín var að voníirn hnuggin mjög yfir sjúkleikanum og von- lítil um bata. — Þarna sátu auk Kristínar þær Ingibjörg, kona Gríms, sem áður er talinn í Por- tage la Prairie; Málfríður, sem þá um veturinn varð kona Ólafs bókbindara í sama stað og Grím- ur, og minnir að þar væri ein kona enn. Við nutum þar, hjá þeim ágætu hjónum góðs beina, án nokkurs endurgjalds, sem fjöl- margir aðrir, er þar bar að garði; erum þvi, segi og skrifa, í stórri þakklætisskuld við þau. Hjá þeim var oft mikill átroðningur, og lánuðu þau sumum allar þarf- ir sínar, og ekki ofsagt að þau héldi því fólki við lífið um vet- urinn, og þó ekki þyrfti eg slíks með veit eg, að þau hefðu eins lánað mér. Þarna í Shallmouth hvíldum við okkur einn dag, og lögðum svo á stað til Þingvallanýlendu, sem sagðar voru tólf mílur veg- ar til fyrstu húsa, og sextán míl- ur þangað, sem við settumst að. Fyrst komum við til Ný-íslend- ingá sem kallaðir voru, höfðu komið þetta sama vor frá Nýja ís- ISVid'i. Það voru þeir Helgi Sig- urðsson og Guðbjörg kona hans, Kristján Helgason sonur þeirra og Halldóra kona hans. — Var Högni sonur Ferysteins kominn þangað til fjárgeymslu fyrir þá alla. Við drukkum mjólk hjá Sigurði og þótti það nýnæmi, því slíkt höfðum við ekki smakkað frá því við fórum að heiman. — Síðan lögðum við á stað hálfa aðra mílu til Narfa Halldórsson- ar og Ástríðar Árnadóttur. Þar var okkur vel tekið og gefið kaffi með brauði. 'Hjón þessi voru af Álftanesi, sem við, og þektu þau marga; þau reyndust í bygðinni valinkunn hjón, nú bæði dáin.. Sonur þeirra Guðbrandur, sá er okkur .sagði til vegar austur á brautinni, var éinn sá maður, er aldrei heyrðist nema gott um, ofc sama var að segja um konu hans, önnu ESríksdóttur, sem hann giftist tveim árum síðar en hér segir frá, nú dáin líka. Eftir hvíld og góðar veitingar lögðum við enn á stað hálfa aðra mílu vegar til Vigfúsar Þorsteins- sonar, sem áður er nefndur, og Guðríðar Guðmundsdóttur frá Guðmundarbæ á Akranesi. Var hún ein af þessum töfrandi fall- egu stúlkum, sem eg og allir ung- ir menn þar heima vorum hug- fangnir af; eg mann vel enn, hvað sumir lofuðu hana og settu á bekk með Guðnýju Einarsdótt- ur á Bakka, Skagarósinni; Fúsi varð hlutskarpastur, og kom þar fram gæfumunur. Hún kannað- ist strax við mig og tók mér og okkur báðum hið bezta, eins og maður hennar. Þarna var fult af fólki fyrir: móðir Fúsa, sem áður er á mínst, og svo hjón, Bjarni Stefánsson og Elín Ei- ríksdóttir með mörg börn. Alt fékk húsaskjól og kom öllu vel saman, enda voru þetta ágætis- hjón hvorutveggju; konurnar gáfu mér oft mjólk, því Bjarni var þarna með skepnur sínar; hafði hann dvalið eitthvað um hríð í Winnipeg; Vigfús og kona hans áttu tvö börn. Hjá þessum góðu hjónum vorum við í tvær vikur. Mér þótti of áliðið sumars til þess að fara til vinnunnar aftur. Fórum við þá að skoða landið. Bjarni var yztur af þeim, sem komnir voru; við leituðum sem næst honum, og sáust þá allir merkjahælar. Tvo daga vorum við í landaleitinni, og tókum svo land fyrir sunnan Bjarna, Frey- steinn hálfa mílu frá honum, og eg hálfa mílu þar fyrir sunnan, ekki mílu vegar þaðan, sem bær- inn Churchbridge nú stendur. Svo fórum við að grafa brunn á m'illi okkar, en það var míla, eg var á S. W. y4 sec. 30, Ssp. 22, R. 32W., en Freysteinn á N. E.' y4 Sec., sama Tsp. og Range. Það gekk ekki vel brunngröfturinn, við komust ekki nema átta fet, og fundum ekkert vatn; þoldum ekki við fyrir kveljandi þorsta og fórum að leita og skoða norðan megin við [Bjarna Stefánsson, Freysteinn á N. E. V4 32-22-32, en eg fór hálfa mílu norðar, og þar rakst eg á öndvegissúlur mín- ar á S. E. V4 Sec. 4^23-32 W. Nú var tekið til óspiltra mál- anna, fyrst að fella tró, bera þau á mill'i sín úr buskunum og hlaða upp kofa til að hýrast í, með því fjós, þegar tímar liði. Það var á F/reysteins , landi, (sem, bygging þessi stóð. Gekk verkið fljótt því mennirnir voru afkastamiklir, að meðtaldri þeirrii látlausu von, þegar byrjað er með hinu litla, að það sé vottur þess, að seinna verði það meira, er sannaðist þar, því Freysteinn og kona hans voru við góð efni ,er þau dóu. Þarna fórum við að búa, því þó eg hefði heldur viljað vera hjá Fúsa og Guðríði, þar sem bæði var nægilegt af góðri mjólk, og svo tvær systur Fúsa, sem viljug- ar voru að þvo föt mín og þjóna mér, en þarna á eyðimörkinni var eg enn konulaus. Þegar við Freyfteinn höfðum sezt að í nýja kofanum, skeði dag einn það sem eg áleit kraftaverk. Kristín sál. kona Freysteins, kom þangað gangandi og bar 7 ára dóttur sína, Ingibjörgu. Þegar hún hafði mist Guðnýju dóttur sína, lagði hún upp með Imbu á- leiðis vestur til Freysteins, en það eru sextán mílur vegar, sem áður segir. Eftir komu Kristínar vorum við því fjögur í kofanum. Við fórum nú að fá okkur orf og ljá til grassláttar. Báðir kunnum við vel þann starfa, en miður að raka með heyhvísl, sem þó lærðist með æfingunni. Við hertum okkar við heyskapinn, og fengum svo gamlan mann með uxapar og vagn til að draga sam- an heyið; vann hann svo með okk- ur og við með honum og gekk vel. Maður þessi hét Þórður Þórðar- son, og hafði dvalið um hríð í Ontario; kona hans hét Rósa og voru þau ættuð úr Midölum í Dalasýslu; eina dóttur áttu þau, Sesselju að nafni. Allra þeirra, sem t’il Þingvalla- nýlendu komu þetta sumar, eða árið 1886, er getið svo vel í Alma- naki O. S. Thorgeirssonar frá 1918, að engu er hægt við það að bæta; og því einnig vel lýst, þeg- ar járnbrautin var lögð hér í gegn um nýlenduna. Eg vann þar, sem síðar mun sagt verða. Þá eru og í landnámssögu þætt- inum í Alman. talin lönd þau, í Sec. Tshp og Range, sem tekin voru í bygðinni; einnlg getið um byrjun skóla og safnaðarmyndun, sem alt gekk svo ljómandi vel. Fyrsti kennarinn var ungfrú Guð- ný Jónsdóttir, nú ekkja Magnús- ar Paulson fyrrum ritstjóra Lög- bergs, í Winnipeg. Þá er þess og getiðt er séra Jón Bjarnason kom til nýlendunnar í október 1888, flutti guðsþjónustu í skólahúsinu og skírði 22 börn, gaf saman í hjónaband átta hjónaefrii, vígði grafreitinn, sem myndaður hafði verið á,landi Narfa Halldórsson- ar í marz 1887, þegar Guðbjörg frá Vatnsenda í Eyjafirði lézt og þar var grafin; þar stendur kirkja Thingvallasafnaðar nú. Eins má lesa í Almanakinu um presta þá er komu til nýlendunn- ar: Hafsteinn Pétursson árið 1891, er dvaldi um tíma við ýms prestsverk; séra Björn B. Jóns- son þjónaði hér nokkurn tíma um sumarið 1893; næsta ár þar á eft- ir kom séra Oddur V. Gíslason og dvaldi um tíma hvert árið til ÍÍHKHKHjPÍHJÍHKriKHKHKHKHKKKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHXHJOÍHÍ Ástæðan til þess að verkamenn eiga að styðja liberal flokkinn í þessum kosningum ER SÚ, að liann 1. Lögleiddi Skaðabótalög verkamanna. 2. í i “Fair Wage” lögin. 3. í í Lágmarkslaunalögin. 4. < í \ “Industrial Conditions” lögin. 5. Innleiddi Mæðrastyrkslögin, (sem Brackenstjómin hefir alt af verið að lækka). 6. < < Public Health, Nursery og Free Clinics. 7. < í Ekknastyrkslögin. 8. í í Sveitaspítalalögin. 9. í í Veitti konum atkvæðisrétt og kjörgengi. 10. í í 'Greiðið Og liann fylgir fram ellistyrkslögunum, sem Braekenstjómin lagð í saltið. atkvæði með þingmannaefnum frjálslynda, flokksins— H. A. ROBSON, K.C., leiðtogi. JOHN McLEAN, WALTER J. LINDAL. DUNCAN CAMERON. RALPH MAYBANK. Mrs EDITH ROOERS, M.L.A. Þau eru öll með því, að náttúruauðæfi fylkisins, verði tafarlaust unnin, eins og framast má verða. En það er eini vegurinn, til þess að létta skattbyrðinni af herðum al- mennings og innleiða nýtt velmegunartímabil í Mani- toba-fylki. , * MANITOBA CAN’T WAIT Published by the authority of the Winnipeg Liberal Association. J. I. Morkin, President. J. R. Crawford, Sec’y- <HKHKHKHKHKHKHKHKHKH>)MhKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHK3' ♦♦♦ i T T x x T X x x T x ♦% ♦♦a. ▼ TAT f T x x x X x x x ❖ f x f Kjósendur í Emerson-kjördœmi greiðið atkvæði með H. H. WRIGHT óháðu liberal þingmannsefni Stefnuskrá: Lagning og viðhald þjóðvega, þannig að á- valt «éu færir yfirferðar, og nægileg framræsla. Kostnaður við vegagerð sé greiddur með tekjum af gas- «,% olíu skatti og bifreiðaleyfum. Barnaskólakerfi með því fyrirkomulagi, að hlutaðeigandi sveitarhéruð hafi yfirráð skólanna. Barnaskólamentun til handa sérhverju barni, Útfzrsla raforku-kerfis fylkisins. Lækkun símagjalda, þannig að starfrækslukostnaði sé aðeins fullnægt, Fækkun hálaunaðra umboðsmanna í þjónustu fylkisins. Margaukin og útfærð notkun náttúruauðæfa fylkisins. x X ❖ t x x Y Nýjar markaðsleiðir fyrir framleiðslu bænda, ásamt öfl- <*► f x x ugum stuðningi til samvinnu fyrirtækja. Átkvæði með Wright, þýðir atkvæði með auknu athafnalífi og stóraukinni velmegun í Manitoba. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦'' þess er séra Hafsteinn Pétursson kom hingað um vorið 1898. — En hvergi get eg séð þess minst í téðri grein, að voriið 1889 kom séra Jón Bjarnason út hingað og fermdi tíu ungmeyjar og einn pilt. Eg man enn held eg nöfn sumra þeirra. Það voru tvö frá Ólafi Ólafssyni, Einar og Guðríð- ur Ása, dóttir Jóns Ólafssonar læknis, nú Mrs. Kristjánson; Guð- ný, kona Þórðar gullsmiðs í Win- nipeg, dóttir B. ólafssonar ’sem hér var; Helga J. Hördal; Kristín J. Bildfell að mig minnir og Soffía dóttir Friðbjörns og Ingibjargar. fleiri þori eg ekki að telja, en það var fallegur hópur, og eru flestar stúlkur þessar enn á lífi, við aldur, og eiga uppkomin börn. (Framh.) Athugasemdir. við Mæðradagsræðu séra Ragnars H. Kvarans, sem birtist í Heims- kringlu 11. maí 1927. (Framh.) Næst kemur þess'i málsgrein hjá séra Ragnari: “En í sögu kristn- innar hefir verið einkennilegur reipdráttur um eina hlið hug- myndarinnar ,um guð. Það hafa verið tilraunir til og mótspyrna við að teknir væru til gréina í guðshugmyndinni nokkrir aðrir en þeir eiginleikar, sem afdfátt- arlaust tilheyra karlmönnum. Kristinn heimur tók eingyðistrú í arf frá Gyðingdómnum. Hjá þe'irri þjóð var litið mjög mikið niður á kvenþjóðina. Inn í hug- myndina um Jahve kemst þess vegna ekki einn einasti drátttur, sem telja má ríkari í kvenmönn- um ep karlmönnum. Kristnin finnur smátt og smátt að þetta er yfirsjón, skoðun í trúnni. Fyrir það kemur upp dýrkunin á Maríu mey. Þessari dýrkun er hent fyrir borð meðal norrænna þjóða, þegar virð'ingarleysið þar fyrir kvenþjóðinni, kemst á hástig sitt.” Þannig hljóða þá þessi orð séra Ragnars E. Kvarans, og verð eg að segja, með allri virðingu fyrir höfundi þeirra, að þau eru næsta furðuleg. Hvaða eiginleika kennir krist- in trú um guð? Að hann sé almáttugur, algóð- ur, réttlátur, alvís, óumbreytan- legur, heilagur, eilífur, alstaðar nálægur, ósýnilegur, að hann sé andi, að hann sé kærleikur. Þetta kennir heilög ritning öll- um, sem hana lesa, og þetta kenn- ir barnalærdómskver séra Helga Hálfdánarsonar íslendingum. — þetta eru því megin-þættir krist- innar trúar og aðal lýsingar hennar á h'inum almáttuga, hvar áem hún er kend. Enginn maður né konfl hefir enn fundist svo þröngsýnn að ætla, að þessir eiginleikar tilheyri karlmönnum einum, en geisla- brot af þeim í karls eða konu sál, köllum vér mannkosti eða kven- kosti. Guðsmynd kristins manns er því fyrst og fremst bund'in við göfgi — guð, heilagleik á alla vegu, er hvergi finnist blettur né hrukka á. Á þessári göfgismynd leitast kristin trú við að hefja manninn til guðs. ' Guð er bæði faðir og móðir mannkynsins, því hann er skap- ar'i þess og viðhaldari líka. Hjá honum finnum vér engu síður þann kærleika, sem hlúir að og styrkir hið veika líf, það er móð- urástina í réttri mynd, heldur en þann þróttinn, sem skapar frum- efnið. Fyrirheit guðs ná líka til mannanna um það, að hann vilji vera móðir þeirra, alveg eins vel og fað'ir. “Hvort fær kona gleymt brjóst- barni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi eg þér samt ekki” (Jesaja 49: 15. 16). Þessi þátturinn er kjarni krist- innar trúar, að guð almáttugur elskaði mennina svo, að hann sendi son sinn eingetinn að deyja fyrir þá. Þá er sú staðhæfing hjá ræðu- höf., að hjá Gyðingum hafi ver- ið litið mjög mikið niður á kven- þjóðina. Vitaskuld er hún rétt, en hvort meira hefir verið l'itið niður á konuna hjá fornþjóð Gyð- inga en öðrum samtímismönnum þeirra, það er, þeim hinum heiðnu þjóðum, verður ekki útkljáð hér; en persónulega er eg þeirrar skoðunar, að kvenfólk hafi átt meiri uppreistarvon hjá Gyðing- um þess tíma, sökum hins nána sambands, sem éinstöku menn þeirrar þjóðar voru í við guð, og þar af leiðandi, þau áhrif, sem það samband breiddi út frá sér, líf og ljós, heldur en hjá hinum heiðnu. Frá Gyðingum er oss kristin trú komin. Grunnmúrinn undir henni og allri siðmenningu heimsins eru boðorðin, með Jesúm Krist, guðs son og frelsara mannanna, að hyrningarsteini. j Fyrsta og æðsta boðorðið hljóð- ar svo: “Þú skalteigi aðra guði hafa.” — Ekkert orð er hér um karl eða konu, en af báðum heimtað að hlýða þessu jafnt. Hið sama er að segja um tvö þau næstu. Fjórða boðorðið segir: “Heiðra skaltu föður þinn og móður.”. — Hver getur fundið hér gerðan mismun á karli og konu? Eng'inn. í heilagri ritningu stendur um hinn almáttuga: ‘Guð er andi, og þéir sem hann tilbiðja, eiga að tilbiðja í anda og sannleika.” “Guð er kærleikur, sá sem er stöðugur í kærleikanum, er stöð- ugur í guði og guð í honum.” Guðsdýrkunin á algerlega að vera hafin yfir kynin tvö, þó guðs nafn hafi hlotið karlkenningu í tungumálum mannanna, og þó að þakklæti og ást falli að sjálfsögðu í skaut konu sem karls jafnt, fyr- ir alt verðugt. Ef ræðuhöfundur á hér við það, að konan hefir oft beðlð lægra hlut í baráttu lífsins, þá ætti hann að hika við, áður en hann kennir kristiiyii trú um það, því ekkert afl, sem á jörðu hefir opinberast, hefir hafið konuna eins mikið og kristin trú, né held- ur hefir neitt afl komið nærri því að gera það. Að konan hefir verið í minni hluta og þar, sem hún er það enn, kemur til af eðlisafstöðu karls og konu og göllum mannsins eða blindni. Að hinum göfugu einkennum sálna þeirra er raðað niður í mis- munandi “litar” fyrirkomulag, að einhverju leyti, að hún sé við- kvæmari og veikari, hann sterk- ari og þolnari, lúta þau bæði höf- undi sínum jafnt fyrir því, og ber konunni engan veginn að láta draga niður fána drottins, hvorki einn eða fleiri drottins daga, en hefja vorn eigin við hún, fyrir því. Guðsdýrkun mannsins, Gyðinga né annara, er alls ekki að leita að karlmanni, heldur guði. Allur “reipdrátturinn” milli gömlu og nýju guðfræðinnar, byrjar á guðdómi Jesú Krists. Allur máttur hins eldra felst í hinni guðlegu opinberun í Jesú Kristi. Jesús, guðs sonur, getur alt, elskar alla, bregst aldrei; en Jes- ús Jósefsson verður mannlegum takmörkum háður. Því hrekkur mannssálin ósjálf- rátt máttvana frá þeim síðari, en lifir og þroskast í gegnum eld- raunir með þeim fyrri. Allir heilir vita fyrir því, að karlmenn eiga mikið af göfg'i, eins og konan, en þeir eru bara menn, ekki guðir — miklu síður giuð. 1 Konan er jafningi mannsins að göfgi, sem er sá eini jöfnuður, er hefir verulegt gildi, en hún er því miður einnig jafningi hans í synd. Það er heldur enginn flugufót- ur fyrir því, að dýrkunin á Maríu mey hafi fallið úr gildi hjá nor- Framh. á bls. 7. TRYGGID YDUR ábyggilegfan bindara tvinna 1927 með því að panta nú HoIlandséBinder Twme Tviiuiinn, sem er Lengri, Betri og Sterkari en annar Tvinni (Fra N. V. Vereenigde Touwfabrieken, Rotterdam, Holland) VORAR TEGUNDIR Queen City, 550 ft.; Prairid Pride, 600 ft.; Manitoba Special, 650 fet. A1 lur HOLLAND” tvinni er varinn gegn skordýrum. Bæoi 8 pd. og 5 pd. hnyklar vindast alveg upp án þess að snurða komi^ á þráðinn. Auk þess sem tvinninn er sjalfur ágætur, mun yður líka kaðallinn, sem vér vefjum utan um sekkina. Harold & Thompson Umboðsmenn í Manitoba, Saskatchewan, Alberta REGINA - SASKATCHEWAN Sjáið næsta “HOLLAND” kaupm. F0TAKEFLIÐ Að þeim undanteknum, sem sjálfir eru að verzla með konitegundir, á Canada tiveitisamlagið Miga óvini. Bankastjórar stjórnendur jámbrauta, peningamenn, ritstjórar, ábyrgðarfélög, kaupmenn, stjómmálamenn af öllum flokkum, þeir sem selja jarðyrkjuverkfæri, í stuttu máli, alHr, sem sjá og viðurkenna, að velmegun landsins hvílir á velgegni bóndans, liafa gott eitt að segja um Hveitisamlagið. Hið eina fótakefli Samlagsins er bóndinn, sem nýtur hagnaðarins af því, en stendur samt utan við það. En þeir sem það gera, eru alt af að fækka, og það er engin gild ástæða fyrir því, að nokkur bóndi í Vestur-Canada, sem hveiti hefir að selja, skuli ekki láta Hveitisamlagið selja það. Ahrif þau, sem Canada Hveitisamlagið hefir í þá átt, að gera hveitiverðið stöð- ugra, eru augljós, og stundum viðurkend með þykkju af helstu hveitikaupmönnum í gamla landinu og einnig mölurum og bökurum. Þessi áhrif Samlagsins vaxa með hverjum .bónda, sem í það gengur. Arið sem leið, varð starfrækslukostnaður sem næst tveimur fimtu hlutum úr centi á hvert hveiti bushel, þar sem kostnaður fjslkjanna nam hér um bil hálfu centi í hvert bushel. Hve lítill kostnaðurinn er, stafar aðallega af því, hve hveitið er afar mikið, sem Samlagið hefir að selja. Því fleiri bændur, sem því tilheyra, því minni verður kostnaðurinn tiltölulega. Nálega allir bændur viðurkenna, að Samlagið sé þeim til hagnaðar, þó þeir til- heyri því ekki. Það er því ekki nema sanngjamt, að fara fram á það, að þeir í staðinn hjálpi Samlaginu, stéttar.bræðrum sínum og sjálfum sér, með því að und- irskrifa samninga við Hveitisamlagið. Manitoba Wheat Pool, Saskatchewan Wheat Pool, Alberta Wheat Pool Winnipeg. Regina. Calgary. CÁ Jl{ighiy 'J^Qputaiion- DREWRYS STANDARD LAGER- 'ftir meira en 50 ára stöðugan til- búning á Standard Lager höldum vér enn hróðri vorum sem snjallir ölbruggarar í fyrstu röð. The DBEWBYS Limited Estab/Ishec/ 1877 Wlnnfpeg, Phono 67 221 # v f

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.