Lögberg - 16.06.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 16.06.1927, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JtlNl 1927. BU. 5 Dodas nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt <bak- verk, ihjartabilun, þvagteppn og ðnnur veikindi, eem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá ölluta lyf- aölum eða frá The Doddfs Medi- cine Company, Toronto, Canada. ins í hendur til að eyðileggja öll t mannviirki, taka mannslíf svo miljónum skiftir og gjöra árás á siðmenninguna sjálfa. Einn her- foringinn, sem fyrir nokkru hélt fyrirlestur um eyðileggingar að- ferðir í næsta stríði, lét í ljós, að eins og skurðlæknir svæfi sjúk- linginn fyrst og að því búnu gjör'i uppskurðinn, þannig munn þeir í næsta stríði fljúga yfir borgir óvinarins og láta síga nið- ur eitraðar gastegundir, sem munu svæfa hvert mannsbarn og hverja skepnu, sem í þeim eru, og að því búnu munu þeir láta rigna eldi og brennisteinl úr loftinu og þannig framkvæma uppskurðinn. Þetta er mjög svo tfögur og göfug hugsun hjá þessum háttvirtu mentamönnum í einkennisbún- ingi á þessari lofsamlegu tuttug- ustu öld. Þegar stríð kemur næst, getur engin stórborg, hvar svo sem hún kann að vera í þessum heimi, jafnvel þó að hún sé í miðbiki einhverrar héimsálfu, verið ugg- laus lengur. íbúar hennar geta vel vaknað nóttina eftjr að land þeirra hefir sagt annari þjóð stríð á hendur og fundið að hið eitr- aða gas er að svifta þá allri rænu og heyrt sprengikúlurnar fram- kvæma sitt skemtilega verk. Þetta er enginn hugarburður eða draum- ur. Vér horfumst hér í augu við veruleika. Þegar rándýr Norðurálfunnar og sporðdrekar Austurálfunnar fara af stað í Harmageddon stríð- ið, mun heimurinn verða vottur að þess konar vdðburðum, og vér förum að skilja betur ritningar- greinar eins og Jer. 25: 31-33; Opinb. 11: 18; 16: 12-16; 19: 19. En guð hefir lofað að gjöra fljótan úrskurð á jðrðunni (Róm. 9: 28). Hann mun einnig nota þessi loftför til að senda fagnað- arerindið um allan heim á ör- stuttum tíma. Þau hafa þegar verið notuð til þess og munu verða notuð í enn stærri stíl héð- an af. Margir eru þeir, sem halda að þessi loftför séu ekki nefnd í spádómum ritningarinnar, en þau eru þar eins og alt annað, sent eitthvað kveður að. Esías spá- maður talar um þau á þessa leið: “Hverjir eru þessir, sem koma fljúgandi eins og ský og sem dúf- ur til búra sinna?” (Es. 60: 8). Það mundi varla vera hægt að lýsa þeim betur á þeim tíma. (1 stríðinu mikla voru flugvélarnar ávalt nefndar dúfur, bæði af Þjóðverjum og Frökkum). En þegar spámaður nokkru seinna fer að sjá þessi loftför í vitrun, þá eru þau komin í hendur þeim, sem eyðileggja jörðina: “Höfð- ingjar þínir eru eins og átvargar, herforingjar þínir eins og sægur af engisprettum, er liggja á ak- urgerðunum, þegar kalt er; þegar sólin kemur upp, fljúga þær burt, og engjnn veit hvað af þeim verður” (Nahum. 3: 17). Davíð Guðbrandsson. Sœluvika. Svo kalla eg viku þá, sem séra Jónas A. Sigurðsson dvelur hjá okkur Islendingunum í Winni- pekosis. Því ætíð verður honum ræknisdeildin svo nefnda köku- skurðar samkomu í bæjar leik- 'húsinu, Rex Hall. Valdar voru til ■UIIHIUMIIIHIIIII iiiHiiiHiun IIIHIIHIIill | | ■ | | ■ STEFNA BINDINDISMANNA ■ Hún er skýr og ákveðin. Hún leitar ekki samninga við sam- vizkuna. Hún ætlar ekki að lækka merkið. Hún er á önd- verðum meiði við ölgerðarmennina. Hún gerir eins vel og hægt er fyrir bindindismálið undir núverandi kringumstæð- um. Fcllið ÖlgerðarmaunÍDn Með því að marka ‘X’ aftan við ‘NO’ í fyrstu spurningu. Og mótmæla þannig nokkurri rýmkun á vínsölu. Með því að marka ‘X’ aftan við“Beer by the Bottle í annari spumingunni. Er mótmælir stefnu ölbruggara um drykkjustofur. Bjórsölu-stofur eru “Bar Rooms” í dularbúningi. Með því að marka ‘X’ aftan við ‘YES’ í þriðju spurningunni. Aftakið rétt ölgerðarmanna til að selja bjór beint til þeirra sem vínkaupsleyfi hafa. GERIÐ SKYLDU YÐAR og Greiðið Atkvæði Um ALLAR Þrjár Spurningarnar. Winnipeg Comittee of the Manitoba Prohibition Alliance. 'IJK niin iHnlil x « s 8 M K M X M æ H s M X H X H X H X H X H X H X H ÞEGAR ÞÉR BYGGÍÐ Þá gœtið þess að hafa HYDRO LJÓS ogORKU í nýja Kúsinu yðar. Símið 84 8124 eða komið til Hydro 55 PrincessiStreet. Yfir 20 miljónir hafa veriÖ sparaðir beejarbúum með Hydro ódýra verði. s e r v i c e WínnípeóHqdro, w e are at ”/ yonr COST *nmn hw ot. ‘tlSp' PARTNERS Séra Jónas A. Sigurðsson. Kvæði það, sem hér fer á eftir, var flutt skáldinu og fræðimanninum, séra Jónasi A. Sigurðssyni, í samsæti, sem honum var haldið að Winnipegosis, 9. apríl, 1927: Meir hefir enginn færst í fang, — né frægari troðið skógar-gang, sóttur vélum og vargi; né stórvirkar ausið, er stormæst haf varð stærra en knörinn bæri af, —en garpurinn, Grettir, frá Bjargi. En svo er því varið með sannleikann: Á sífeldri hraknings-för er hann, um mannlífsins bröttu boða. En honum þú alt, þíns ítra manns, í áföllum veitir, að dæmi hans, sem Hafliða varðl voða. Með friði hefir þú farið, — eins að fornmanns dæmi (í skirring meins, að sáttberans kvöð og kalli), sem óbættan lagði arfa sinn, að óhultur væri friðurinn. Það er sólskin að Síðu-Halli! Háleitri köllun hefir þú helgað þitt starf — (en von og trú ljóma þér bjart um brána.) : Hugi manna að hefja, þrátt fyrir holdsins ok, ,í sólar átt— sem minnir á Þorkel mána. En því hefir íslenzkt eignast mál ómgrunn í þinni stóru sál, —básúnu boðskap sönnum, að þú hefir fullsldilin fært þér í nyt þess fræði, sem glæða manndáð, vit, og mildi — guðs-eðlið í mönnum. H X H S HXHSHSHXHXHSHSHSHXHSHSHXHæHBHSHSHSHSHXHSHSHSHSHXHXHXH EF ÞÉR HAFIÐ VINI HEIMA Á GAMLA LANDINU *em þér viljið hjálpa til að kom- FA RB R ÉF ast til þessa lands, þá komið ogfinnið oss. Vér gernm allar nauðsynlegar ráðstaíanir. ALLOWAY & CHAMPION, Rail Agents 667 Main Street, Wínnípcg, Phone 26 86 til og frá til ALLA S AÐA HEIMINUM Umboðsmenn Fyrir Öll Gufuskipafélög eða skrifið einhverjum umboðsmanni samferða alúðlegt viðmót og, kristilegt hugarfar—og það kallaj eg sælu. Eftir að við höfum frétt, aðj hann geti orðið við bón safnað-j arins og ákveðið hvenær hann kæmi, förum við að telja dag- ana. Samdægurs fréttist það um alla bygðina. Þessa sæluviku bar upp á fyrstu vikuna í apríl þ. á.; presturinn kom hingað 2. apríl og dvaldi hér til þess 11.. Sunnudaginn 3. apríl messaði hann í kirkju íslendinga 'hér, og svo var gestkvæmt á kirkjubóli þann dag, að húsið rúmaði varla fólkið. Svo er það oftast, þegar Jónas flytur hér guðsþjónustur. Hann er ræðumaður með afbrigð- um, eins og allir vita, sem hafa hlustað á hann; og víst mætti það í orðsins fylsta skilningi kallast svefnpurka, sem syfjaði undir ræðum hans. Og þó hárin gráni á höfði hans, og árunum fjölgi á herðum hans, þá er andinn ávalt ungur, og starfsþrekið árvakurt og ókveldsvæft. Að kveldi dags, 4. hpríl, var hald- inn aðal-ársfundur þjóðræknisfé- lagsdeildarinnar Hörpu. Prestur- inn var staddur á þessum fundi. Fáum málum hygg eg að hann beri heitari umhyggju fyrir, en þjóðræknismálum vorum hér, næst kirkju og kristindómi, og þyngri byrði yrði ekki hægt að leggja á herðar hans, en ef þessi hjartans mál hans, kirkjumál og þjóðræknismál, féllu að einhverju leyti í ryð og hégóma fyrir van- rækslu og skeytingarleysi þeirra, er með þau eiga að fara. Þessi fundur var fjölmennur og lýsti það fremur áhuga deildar-* innar fyrir þjöðræknismálum. Ný stjórn var að nokkru leyti kosin fyrir þetta ár. Næst var rætt um uppfræðslu barna í íslenzku, og hefir nú deildin fengið Mrs. Ósk- ar Friðriksson til að takast þann starfa á hendur, þegar enski skólinn hættir. Eg veit að allir íslendlngar hér bera bezta traust til hennar; hún var barnakennari við enska skóla, áður en hún gift- ist, kann alla kensluaðferð og er kona skýr og vel mentuð. — Þar næst kom til umræðu söngkenslu- málið, sem deildin hefir haft á dagskrá að undanförnu. Hún hafði falið skrifara sínum á hendur, að leita eftir því við söng- kennarann Brynjólf Þorláksson, hvort hann gæti verið hér við söngkenslustarf aprílmánuð þessa árs. Svar frá honum áhrærandi þetta, las skrifari á fundi, og þótti deildinni sárt að annríki söngkennarans og loforð til ann- ara deilda þjóðrækninnar stóðu í vegi fyrir því, að hann gæti ver- ið hér að þessu sinni, Þetta voru helztu málin, sem rædd voru á þessum fundi. Nokkrir innrituðust í þjóðrækn- isdeildina og síðan hafa töluvert margir unglingar bæzt við, svo nú telur þjóðræknisdeildin Harpa hér í Winnipegosis mikið fleiri meðlimi en nokkru sinni áður. Að vísu gekk e'inn fullorðinn úr þessum félagskap, en í það skjaldarskarð röðum við börnum og unglingum, þar til það er full- skipað. Þessi fundur var tölu- vert fjölmennur og ánægjulegur og endaði, eins og fleiri nafnar hans, með “gljár sól á hlíð.” 5 apríl að kvöldi hafði þjóð- þess að keppa um kökuskurðinn þær Mrs. L. Burrell og Miss Málmfríður Johnson, báðar ís- lenzkar. Mrs. G. Friðriksson stýrði þessari samkomu. Hóf hún mál sitt á því, að skýra fyrir fólkinu, sem þar var mætt, hvað til stæði þetta kveld; bað tilheyr- endur sína að líta hýrum augum til konunnar og meyjarinnar, sem sætu gagnvart þeim, sin á hvora hlið við sætabrauðshleifinn, sem bráðum yrði útdeilt meðal þeirra. Það væri nú algerlega á þeirra valdi, hvor þessara tveggja hlyti þann starfa að skera hleifinn, það yrði sú, sem hlyti fleiri dal- ina og centin. Benti einnig at- hygli tilheyrenda að því, að hér væri saman komið mikið mánn- val þeirra, sem lofað höfðu að taka góðan þátt í að skemta fólk- inu; tveir prestar, annar íslenzk- ur, hinn enskur, báðir ágætir ræðumenn, sem óefað myndu leggja blessan sína í orði yfir konurnar og blessun bæði í orði og verki yfir brauðið; líka gat hún þess, að hér væru staddir í kveld tveir ágætir söngmenn og einn pianospilari, allir af ensku bergi brotnir, sem hefðu boðist til að skemta með söng á þessari samkomu; líka yrði sungið á ís- lenzku. — Eins og ætíð áður, þar sem Mrs. Friðriksson stýrir sam- komu, var gerður góður rómur að því sem hún talaði; hún er kvenna fundvísust á heppin spaugsyrði, hleypir lífi og fjöri í þá, sem hún á tal við og kemur öllum til þess að leika á allsoddi. —Séra Jónas var fenginn til að mæla með giftu konunni, en enski presturinn með þeirri ógiftu; voru ræður þeirra beggja á ensku. Báðum tölumönnum tókst prýði- lega, en leikslokin urðu þau, að Jónas og kakan völdu' giftu kon- una fyrir skiftaráðanda. — Þessi samkoma var mjög skemtileg að öllu leyti og töluvert arðberandi! fyrir þjóðræknisdeildina.— Þökk ( og virðing hljóti allir, sem á ein- ■ hvern hátt hlyntu að þessari sam- komu. 6. apríl flutti séra Jónas guðs-: þjónustu í íslenzku kirkjunni, að-j dáanlega og áhrifamikla ræðu. I 7. apríl var Jónasarkvöld—svo ! skírði presturinn það sjálfur, og skal það nafn haldast óhaggað. Það kvöld hafði hann valið til | þess að skemta okkur þjóðbræði'-1 um sánum og systrum, með ljóða-! og sögulestri, sem hvottveggja hafði fæðst og þroskast í hans eigin hugiar akurlendi. Hvort- tveggja lýsti -miklu viti og frum- legu og sterku hugsanaafli, og nutum við áheyrendurnir einnig upplýsingar og skemtunar af þvíj veraldlega sem hann flutti, einsj og uppbyggingar og aðdáunar af ræðum hans í andlegum skilningi. Þökk fyrir Jónasarkvöld. 8. apríl fór presturinn norður í íslenzku bygðina á Red Deer Point og flutti þar messu. 9. apríl hélt íslenzki söfnuður- inn prestinum samsæti. Allir Is- lendingar voru boðnir þangað. Þetta samsæti var haldið í kirkj- unni. Forseti safnaðarins, Mrs. G. Friðriksson, stýrði því. Líkti hún komu prestsins hingað við sólskins blett í heiði og samsæt- inu með honum við áningarstað, þar sem allir skyldu setjast og gleðjast, eins og skáldið sagði. Ræða hennar var skörulega flutt og snjöll. IVfrs. G. F. Jónasson mælti fram kvæði, ort af Kristjáni Fjallaskáldi Jónssyni. Mrs. Jón- asson er snillingur að lesa upp hvort sem er bundið eða óbundið mál, sem' hún flytur. Tvö frum- ort kvæði voru prestinum flutt, af þeim Ármanni Björnssyni og Bjarna Árnasyni. Á kvæðin legg eg ekki annan dóm en þann, að margir hafa hlotið að viðurnefni nafnið “skáld” fyrir minna orða- val í ljóðagerð. Mörg og falleg ættjarðarkvæði voru sungin og tóku unglingarnir íslenzku tölu- verðan þátt í því. — Þetta sam- sæti var skemtilegt og undu allir sér vel 1 þessum bjarta áningar- stað. PYesturinn þakkaði þetta samsæti með mjög innilegum orðum til allra íslendinga hér. Hvatti alla til þess að leggja krafta sína óskifta fram öllum góðum málefnum tíl heilla. 10. apríl, pálmasunnudag, flutti presturinn guðsþjónustu, tók fólk til altaris og skirði börn; það var síðasta verkið, sem hann vann hjá okkur í þetta s'inni. 11. apríl hélt hann heimleiðis með járnbrautarlestinni. óskift þakklæt'i frá öllum Islendingum hér fylgdu honum úr garði. — Þökk fýrir komuna, kenninguna og dvölina, Jónas. Svona leiðst þú, Sæluvika! út í skaut liðna tímans. En geisli sá, sem stafar frá endurminningum þinum ætti ekki að ganga undir sjóndeildarhring okkar, sem nú Hvar sem þér kaup- ið og hvenær sem þér kaupið Magic bökun- arduft, vitið þér, að það er ætíð hægt að reiða sig á það og er hið besta, ávalt á- byggilegt og hreint. BÚIÐ TIL t CANADA MACIC BAKINC POWPER stöndum á sjötugs og áttræðis- aldrinum. F. Hjálmarsson. \ DOUGLÁS MÍSLEAN u)M SHIRLEY/MA^ON/1 u Qicture ROSE THEATRE Fimtu- Föstu- og Laugardag þessa viku. DŒMID FYRIR YDUR SJALFA Lesið vitnisburðinn—eins og vitur dómari leggur hann fram, og þér munuð Greiða atkvæði með bjórsölu í glasatali Enginn er betur fær um að dæma um þau siðferðis áhrif, sem bjórsala hefir, sé hún undir hæfi- , “ legu eftirliti, heldur en þeir sem dómaraembætti skipa. HöRÐ LÖG SKAPA EKKI BINDINDISSEMI Mr. Cory, “County Court” dómari I Winnipeg, segir:— “Ef menn í Manitoba gætu fengið glas af bjór löglega, þá er lang líklegast, að mikill hluti þeirra mundi ekki sækjast eftir sterkum drykkjum.” Mrs. Emily F. Murphy (Janey Canuck), Dómari í unglingaréttinum í Alberta fylki, segir:— “Alls áfengis, sem tilbúið er, er neytt af einhverjum. Meðan bjór og áfeng- ir drykkir eru tilbúnir til neyzlu, verðum vér að hafa stjórn á þeim, sem bezt vér getum. Að hafa á móti því, er fjarstæða.” _ LÖGIN EINS OG ÞAU ERU, HLYNNA AÐ ÓLÖGLEGRI VINSÖLU OG LAGAHROTUM Cory dómari segjr:-— 1 “Bjór er seldur ákaflega mikið af mönnum, sem ekki hafa rétt til þess, og Iögin eru stöðugt brotin. Stór heiðarlegir menn og löghjýðnir, hika ekki við að kaupa glas af bjór á ólöglegan hátt.” BINDINDISMENN ERU HLYNTIR BJÓRSÖLU I GLASA-TALI Cory dómari segir:— “Eg hefi æfinlega greitt atkvæði gegn áfengi og verð ekki sakaður um að vera því hlyntur. Eg trúi á bindindissemi eins og hver annar vel siðaður borgari.” Mrs. Murphy segir:— “Áður en bjórsala komst undir stjórnar eftirlit í Alberta, var eg því alvarlega mótfallin. Eg hélt, að síðari villan yrði verri hinni fyrri. Eg verð að kann- ast við, að eg hafði rangt fyrir mér. Ástandið 'hefir stöðugt farið batnandi. Færri hafa verið fundnir sekir um brot á vínsölulögunum. Það er tiltölu- lega lítill drykkjuskapur meðal unglinga; það er minna drukkið og meiri virðing borin fyrir lögunum. Jafnvel vér, sem áður þörðumst fyrir vín- banni, verðum að kannast við, að stjórnar eftirlitið hefir bætt ástandið.” ÞA® ÆTTI ENGIN SUNDURGREINING AÐ VERA Cory dómari segir:— “Fólk, sem vilj fá glas af bjór, ætti að mega fá það löglega. Menn eru fé- lagslyndir, og að því er mér skilst, eru ekki ánægðir með lög, sem leyfa, að seldir séu heilir kassar af bjórflöskum, en banna stranglega og leggja þunga hegningu við, að drekka einn bjór annars staðar en heima hjá sér.” Mrs. Murphy segir:— “Heill bjórkassi kostar talsvert. Þess vegna fer fátæka fólkið í bjórsölu- skálana, þar sem það getur keypt eitt og eitt glas.” VEGIÐ ASTÆÐURNAR _og vegna velferðar almennings og til að glæða virðingu fyrir lögunum og til að koma í veg fyrir ólöglega vínsöluog víndrykkju, þá MARKIÐ ATKVŒÐA SEÐIL YÐAR ÞANNIG: YES X NO 1. RÝMKUN Á BJÓRSÖLU Eruð þér meðmæltur rýmkun á bjórsölu frá því sem nú er? 2. EF MEIRI HLUTINN SVARAR 1. SPURNINGUNNI JATANDI, HVORT VILJIÐ ÞÉR Þá HELDUR KJÓSA? (A) BJÓR I GLASA-TALI sem þýðir, að bjór sé seldur í glasa-tali undir stjórnarreglum og eftirliti á stöðum, sem leyfi er veitt til þess, sem þó séu ekki langborð (bars); slíkir staðir fái leyfi hjá vínsölunefndinni, og hefir hún leyfi til að aftaka það leyfi, nær sem hún álítur að þær reglur, sem hún hefir sett fyrir bjórsöl- unni, séu á einhvern hátt brotnar. B£>A (B) BJÓR 1 FLÖSKUM sem þýðir það, að bjór sé seldur í lokuðum flöskum af Vínsölunefndinni í Stjórnarvín- söluhúsum til neyzlu á heimilum eða bráða- byrgða dvalarstöðum. Sé sölunni þannig háttað, að kaupandi tekur sjálfur það sem hann kaupir og þarf það ekki að vera meira en ein flaska í einu. 3. SALA ÖLGER®ARHÚSANN A. Eruð þér með þvi, að aftaka rétt ölgerðar- félaganna til að selja bjór beint til þeirra, sem leyfi hafa til vínfangakaupa? Beer by the Glass X Beer by „ the Bottle * n YES NO X Til þess að fá bjór, verðið þér að merkja atkvæðaseðla yðar með X aftan við orðið “YES” í fyrstu spurningunni. Til að fá bjór í glasa-tali, verðið þér að merkja atkvæðaseðla yður með X aftan Við orðin “Beer by the Glass” í 2. spurningunni. Þér fáið bjór í flöskum, með því að merkja atkvæðaseðla yðar með X aftan við orðið “NO” í 3. spurningunni. Merkið ekki X aftan við bæði “Beer by the Glass” og “Beer by the Bottle” í 2. spurningunni, því þá eyðilegið þér atkvæðaseðilinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.