Lögberg - 16.06.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.06.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JÚNÍ 1927. Bls. 7 Þórstína Jackson og verk hennar. Eftir G. S. Grímson. (Niðurlag-.) Hvernig höfum vér nú tekið þess- ari v'iðleitni Miss Jaekson við- víkjandi Islendingum og íslenzku þjóðerni? Yfirleitt hafa Banda- ríkjamenn tekið henni með á- r.ægju og metið hana mikils. Slíkum ágætis tímaritum sem Current History, Journal of Soci- al Forces, Century, o. f 1., hefir þótt vænt um að fá ritgerðir eftír hana. Mikils metnir menn hafa fengið hana til að ferðast um og halda fyrirlestra. Louis C. Tif- fany, sem er alkunnur á sviði list- arinnar, ekki síður en á sviði fjár- málanna, og einn með helztu mönnum í Bandaríkjunum, gerir mikið úr þekkingu hennar á ís- landi og íslendingum og því, hve vel hún skilji og meti mikils ís- lenzka list, og ekki síður úr þvl hvað hún hafi skemtilega fram- komu og sé á allan hátt vel til þess fallin að fræða Bandaríkja- menn um ísland. Percy Grainger, einlægur vinur íslands og ísl. bókmenta, talar lofsamlega um hana og verk hennar. Hann seg- ir: “Hjá Miss Jackson fer það saman, sem bezt er í íslenzkum arfi og hinn göfugi frelsisandi Vesturheimsmanna.” Þessu verki Miss Jackson viðvíkjandi, segir Vilhjálmur Stefánssan: “Gáfur hennar og íslenzk þekking, sam- fara háskólamentun í Vestur- heimi, gerir hana bezt færa til að kynna Vesturheimsmönnum ís- land, þeirra er kostur er á, bæði vegna bókmenta hæfileika og eig- in þekkingar af ferðalðgum sín- um.” írt af ritgerð í Journal of Social Forces, segir Heims- kringla 12. ág. 1925 : “Miss Jack- son á skilið þakklæti íslendinga, vestra og eystra, fyrir þessa rit- gerð, og ekki síður fyrir það, hve skrumlaust hún er skrifuð og lýsingunum á þjóðkostum vorum stilt í sanngjarnt hóf." Hversu starfsemi hennar hefir verið vel og maklega tekið á ís- landi, má glögglega sjá á því, að konungur Dana og fslendinga hef- ir sæmt hana riddarakrossi fálka- orðunnar. Jón Þorláksson, stjórn- arformaður á íslandi, segir: “Fyrirlestrar Miss Jackson um nýlendulíf fslendinga í Ameríku og myndir, sem hún hefir sýnt í sambandi ’við þá, hafa flutt oss vinakveðju vestan um haf og leitt oss til fullkomnari skilnings á Vínlandi forfeðra vorra.’1 Þá kemur maður að því, hvérn- ig Vestur-íslendingar, sem hún tilheyrir og hefir unnið mest fyrir, taka henni og bók hennar. O. S. Thorgeirsson verður, í almanaki sínu 1927, töluvert æst- ur út af því, að mynd sú, sem bókin flytur af frumbýljngshúsi í North Dakota, sem Emil Walters hefir málað, beri ekki saman ýið teikningu, sem hann hefir, fyrir meir en tuttugu árum, látið gera af fyrsta íslenzka heimilinu í North Dakota. Hann gleymir því, að það stendur ekki til, að þessi mynd sýn'i nokkuð annað en það hvernig málariun ímyndaði sér að húsið hefði verið, sam- kvæmt lýsingu þeirra þriggja til- greindra manna. Þetta málverk er frekar til þess gert, að sýna í- veruhúsin eins og þau voru þá, heldur en tjl að sýna nokkurt sér- stakt hús, þar sem te'ikningin er af einu sérstöku húsi. f þessu sé eg ekki neitt, sem réttlæti þann harða dóm, sem Mr. Thor- geirsson lætur yfir bókina ganga. Lögberg hælir bókinni í rit- stjórnargrein, en bendir á ýmis- legt, sem þar hefði átt að vera og sem rítstjórinn vafalaust hefði sett í bókina, ef hann hefði skrif- að hana, en það sannar alls ekki, að það verk, sem Miss Jackson hefir hér af hendi leyst, sé líti-ls virði. Lárus Guðmundsson fer allhörðum orðum um bókina; en aðfjnslur hans eru þó aðallega í því fólgnar, að þar sé ekki getið allra landnemanna, enda sýnist það vera aðallega að bókinni fundið. Það er nokkurn veginn hlaupið yfir sex fyrstu kafla bók- Styrkir Veikar Taugar og Önnur Veikluð Líffæri Meltingarleysi, magaveiki, lifr- arveiki og nýrnaveiki og annað Pess konar læknast fljótlega með Nuga-Tone, hinu ágæta meðali í11 að uppbyggja heilsuna og við- nalda kröftunum og sem reynst nefir millíónum manna og kvenna ain mesta blessun í síðastliðin ö5 ar. Reyndu Nuga-Tone og þig mun íurða, hve fljótt þú losnar við verki og lasleika. Nuga-Tone gerir blóðið rautt og heilbrigt, taugarnar styrkar og veit'ir mönn- OPT konum nýja orku og dugn- að. Fáðu flösku strax í dag og reyndu sjálfur ágæti þess. Allir lyfsalar selja það þannig, að þeir abyrgjast að það reynist eins og það er sagt, eða peningunum er skilað aftur að öðrum kosti. Var- aðu þig á eftirlíkingum. Ekkert getur jafnast við Nuga-Tone. arinnar, sem eru almenns, sögulegs efnis, eins og eg hefi reynt að sýna fram á, þe’im eins og gleymt vegna þess, að einhver gamall kunningi hefir nú orðið út undan, éin-hver nöfn rangt stafsett, ein- hverjar myndir ekki settar alveg á réttan stað, eða ekki gerð nógu nákvæm grein fyrir langafa ein- hvers þeirra, sem þó er getið. Þetta, og annað því um líkt, leiðir mann til þess að telja sér trú um að bókin sé í 'heild sinni lítils virði. Geri menn sér grein fyrir því mikla verki, sem hér er af hendi leyst, hljóta menn að sjá, að ekki getur hjá því farið, að á því séu einihverjir gallar, hver sem verkið vinnur. Miss Jackson hefir lofað að gefa út viðauka, þar sem þær smáskekkjur verða leiðréttar, sem bent hefir verið á, og því aukið Við, sem þurfa þykir. Það ætti að fullkomna þann þátt bókarinnar, sem segir frá því fólki, sem settist að 1 North Dakota á landnámsárun- um. Þeir sem um bókina dæma, halda, að hún hefði orðið miklu betri, ef einhver af landnemun- um hefði skrifað hana, eða éin- hver af hinni fyrstu kynslóð ís- lendinga hér í landi. Getur ver- ið; en þeir hafa ekki gert það og þeir hafa ekki sýnt nein merki þess, að þair ætluðu að gera það. Ættum vér þá að rífa niður og dæma hart verk þeirrar konu, sem hefir haft áræði til að leggja út í þetta fyrirtæki og hefir ver- ið nógu örlát á fé sitt og tíma til að koma því í framkvæmd að skrifa sögu íslenzkra landnema? Mundi oss ekki betur sæma, að láta henpi góðlátlega í té allar nauðsynlegar upplýsingar, svo sagan geti orðið sem fullkomnust og ábyggilegust, og styrkja hana með því að kaupa bókina alment og styðja hana á allan hátt í því að kynna Vesturhéimsmönnum sem bezt íslenzku þjóðina? Eg held að bókin sé vel rituð og eins vel frá henni gengið eins og sann- gjarnt er að búast við af nokkr- um sem tilheyrir annari kynslóð íslendinga 'hér í landi. Að fyrstu sex köflunum hefiir jafnvel ekki verið fundið af þeim, -sem hafa sett slg út til þess að finna að bókinni. ISíðasta kaflann, sem segir frá eitistökum mönnum, les eg hvað eftir annað með mikilli ánægju, því hann vekur hjá mér aðdáun og virðingu fyrir þessum gðmlu landnemum. Auðvelt er að leiðrétta þær villur, sem í bók- inni eru, og skyldi enginn ein- biína á þær og láta þær hylja fyr- 'ir sér hina raunverulegu gosti bókarinnar. Mér er ánægja að geta þess, að það eru ekki allir, sem líta sömu augum á bók þessa, eins og þeir, sem eg nú hefi vikið að. Lögberg lætur í Ijós ánægju sína yfir henpi og hið sama ger- ir jHeimskringla. Bláðið Minne- ota Máscot, sem hinn góðkunni landl vor, Gunnar B. Björnsson, gefur út, segir meðal annars: “Miss Jackson hefir leyst verk sitt vel af hendi, og vér efumst um, að aðrir hefðu jafnast á við hana í því að rita héraðssögu hér í landi; mikið hrós 'hefir hún hlotið fyrir verk sitt, og oss finst að hún eigi það alt skilið.” — Hið mikla íslenzka skáld, Einar Bene- diktsson, segir um málið á bók- inni, að það sé hreint og lausara yið enskan hugsunarhátt heldur en vanalega gerist í vestur-ís- lenzkum rithætti. Þetta er góð- ur vitnisburður frá manni, sem yfirburða þekkingu hefir á ís- lenzkri tungu. Eg er ekki að skrifa þetta til þess að hefja ritdeilur við nokk- urn mann. Hverjum manni er frjálst að hafa sínar skoðanir. Mér þykir fyrir því, að sjá gott verk rifið niður ogjíteinum kast- að í veginn fyúir rithöfund, sem á alt annað skilið og sem betur hefir gert, heldur en nokikur ann- ar, sem lagt hefir hönd á sams- konar verk. Eg held að íslend- ingar yfirleitt vilji dæma verk manna sanngjárnlega og að þeim sé ánægjuefni a$ styrkja þá, sem líklegir eru til að verða íslenzku þjóðinni til sóma. Vér erum nú að verja þúsundum dollara til að styrkja ^íslenzkan listamann til náms, af því vér trúum því, að hann muni verða þjóð vorri til sóma á sviði hljómlistarinnar. Þessu fé er vel varið og maklega. Þvi ekki að styðja einnig listakon- una, sem öllum öðrum fremur heldur á lofti því, sem göfugast er í lundarfari íslendingsins með j því að ríta sögu frumbyggjanna og með því að, kynna hinum nýja heimi vora þjoðarkosti og gróð- ursetja þá í þjóðlífi Canadamanna og Bandaríkjamanna? Vér ætt- um að vera Miss Jackson þakk- látir fyrir að gefa út bók sína nú meðan frumbyggjarnir eru enn á lífi og geta leiðrétt það, sem rangt kann að vera. Hefði það dregist í nokkur ár, þá hefðu vill- urnar orðið fleiri og enginn hefði vitað um þær. Vér getum stutt Miss Jackson með því góðlátlega lega að leiðrétta það, sem rangt kann að vera, og með því að kaupa bókina alment, svo hún geti hald- ið verkinu áfram og gefið sem fyrst út þann viðauka, sem þörf er á og sem hún hefir ákveðið að gefa út, og vér getum stutt hana í því að kynna land vort og þjóð, þeim þjóðum sem þetta meg- inland byggja. í því ættum vér allír að vera samtaka, en gleyma öllu smávægilegu og persónulegu þrefi. — Athugasemdir. Fram. frá bls. 3. rænum þjóðum né öðrum, af ó- virðingu á konum. öll dýrlinga- dýrkun féll úr gildi við siðbót Marteins Lúters. Kirkjan álykt- aði Maríu mey vanmáttuga mann- eskju, þrátt fyrir hið mikla sál- argöfgi, sem hún hefir vafalaust haft til að bera, og þrátt fyrir hið hágöfuga hlutverk hennar. ' Það er því ekki hægt að tilbiðja guð almáttugan í kompnynd, því engin alfullkomin kona hefir birst á jörðinni. En væri um nokkra að ræða, hlyti guðsmóðir að vera sú eina, er til mála kæmi. Það er ekki hægt að tilbiðja karlmenn, því þeir eru syndarar, en Jesúm Krist er hægt að til- biðja, því hann er guð. Guð er faðir minn og móðir mín, getur alt sagt sem lifir, því hann styrkir og viðreisir öll lífs- ins fræ, alveg eins og hann skapar þau. Það er líka algerður misskiln- ingur hjá prestinum, að tilbeiðsl- an á Mariu mey hafi komið inn í mannkynssöguna af því fyrst og fremst, að hún var móðir. Svo dýrleg sem móðurástin er í al- gleymingi sínum, og svo sem það er víst, að hin heilaga guðsmóðir hefir án efa verið gædd þeim eig- inleika í fullkomnustu mynd, sem öðrum göfugum eiginleikum, þá er það ekkert af þessu, sem fyrst kemur mönnum til að dýrka hana, fremur en Pétur eða Páll eru dýr- lingar kaþólsku kirkjunnar af þeim ástæðum að þeir gátu vel hafa verið feður, og þá vafalaust vænir, réttsýnir, ástúðlegir feður. Tilbeiðslan á Maríu mey kemur til af því, að hún er móðir Jesú Krists, mannkynsfrelsarans. Pétur, Páll og aðrir helgir menn, sem nú eru dýrlingar kaþ- ólsku kirkjunnar, eru það af því, að þeir hafa unnið guðsríki svo Greiðið No. 1 atkvæði með Gísla Sigmundssyni þingmannsefni íhaldsflokksins í Gimli kjördœmi Hann fylgir fram; Afnámi aukasveitar skattsins til fylkisstjórn* arinnar. Krefst stóraukinna vegatóta í kjör- dæminu og annarsstaðar á milli vatnanna, á- samt auknu fjárframlagi úr fylkissjóði til \ al- þýðuskólanna. SJALFSTŒÐ og glöð eins og Lœvirkinn þegar þér eruð ,, 65 Fyllið inn “The Coupon" og sendið strax í dag Þér getið orðið gömul að áratölu, en ung í anda, séuð þér laus við áhyggj- urnar. Slík elliár getið þér trygt yður nú, með því að tryggja yður lífstíðar- tekjur. Ef þér hafið stjómar lífeyri, getið þér með ^rósemi horft til elliár- anna. Þér vitið, að þér verðið aldrei öðrum tit þyngsla. Þér verðið alt af sjálfstæð, og getið notið þess, sem yð- ur líkar bezt. \ Takið þetta viturlega ráð NÚ, meðan heilsan er góð og kraftarnir til að afla fjármuna. Tryggið yður árstekjur, alt frá $10 upp í $5000 og borgið fyrir það alt í einu eða smátt og smátt. Hver mað- ur eða kona, sem heima á í Canada á kost á þessu. Stjórnin, með öllum auð Canada ábyrg- ist þennan lífeyri. Hörðu árin hafa þar engin áhrif. Trvggipgin getur ekki eyði- lagst eða farið á nokkurn hátt forgörð- um, og henni verður ekki stolið. Þetta er ábyggileg eign, hver sam liana á. Trvggið elliárin með lífeyri, (annuity). Canadian Government ANNUITIES Annuities Branch, Department of Labour, Ottawa THE HON. PETER HEENAN, Minister Sendið í dag eftii upplýsingum. Annuities Brancli, Dept. 118, Départment of Iiabonr, Ottawa. Please send me Complete Information about Canadian Government Annuities. Name (Print clearly) Atldress stórt gagn, það er, þeir og þær, hafa starfað að velferð þeirra, sem voru fyrir utan þá, sem mönnum og konum er náttúrlegt að elska. Ef ætti að velja kaþólsku kirkj- unni dýrlinga samkvæmt mæli- kvarða hins núverandi mæðra- aags, þá ætti Júdas Iskaríot al- veg sjálfsagt að vera í dýrlinga- tölu. Að Jesús Kristur sjálfur setur framgang guðs ríkis öllu ofar, er auðsætt á svari því er hann gaf, þá er honum var sagt að móðir hans og bræður hans vildu finna hann, og hljóðar svo: “En hann svaraði og sagði við þá: Móðir mín og bræður mínir eru þessir, sem heyra guðs orð og breyta eftir því” (Lúk. 8, 21). Það var sama og að segja: Ef þið að eins viljið vera guði þekk, eruð þið mér eins kær og mínir nánustu. Kaþólska kirkjan hefir tekið í dýrlingatölu margar konur auk guðsmóður, er að því alt fram á þenna dag, konur, sem voru mæður og ekki mæður, af sömu ástæðum og hún tekur karlmenn- ina: afrekuð störf í guðríkis þarfir. Að afrek sannrar móður- ástar sé eitt af þessum guðsríkis- störfum, vita allir og skilja, én það, sem áskapáðiy kærleiki af- rekar, stendur eðli hvers eins nær en það, sem skyldan ein býð- ur; líka fellur móðurástin, sem önnur mannlieg ást, 1 gegn um mannlegar verur, verður heimur- inn því að láta sér lynda að þakka guði fyrir hana; enda er hætt við og gildir einu, að hann viti lítið um það stundum, hvar fórnirnar eru stærstar fram lagðar. Karlmaðurinn á ekkert með að taka drottinsdaginn og gefa hann neinum. “Gaf sá er aldrei átti”, má segja þar. Konan geldur þess cg börn hennar, hváð vitnast þegar fram í sækir, sem nú glampar mest í augum hennar í þessu. Ef karlmaðurinn gæti kent konunni að b'iðja betur einn sunnudaginn en annan, væri vel, til annars ætti hann að taka eín- hvern af sex dégunum, sem guð gaf honum, sé honum alvara með að heiðra móður sína sérstak- lega.. (Nl. næst.) Rannv. K. G. Sigbjörnson. Frá Islandi. Kvennafundur við Ölfusárbrú. Dagana 6. og 7. maí s.l. var haldinn kvennafundur í Tryggva- skála við ölfusárbrú. Halldóra Bjarnadóttir kennari í Reykjavík boðaði til fundar- ins. Aðal tilgangur fundarins var að stofna til kvenfélaga, þar sem þau eru enn ekki til, og í öðru lagi að koma á samvinnu milli hinna einangruðu félaga í Árnes- og Rangárvallasýslum. Fulltrúar voru 30, en 70 konur sátu fundinn, er flest var. Fulltrúarnir voru frá 8 kven- félögum, 1 ungmennafél., og frá 6 kvenfélagslausum hreppum. Eftir beiðni fundarboðanda höfðu fulltrúar með sér nokkra handavinnu úr hverjum hreppi og söfnuðust þannig saman á 3. hundrað munir. Mlest bar þar á fataefnum af ýmsu tagi, salons- ábreiðum og togtóskap. Skýrslur voru gefnar á fund- inum um störf félaganna og um vélavinnu og vefnað í héruðun- um. í einum hreppi, Fljótshlið- ar, hafði t. d. verið ofnar 1439 ál. í vetur. Allar báru skýrslurnar þoð með sér, að heimilisiðnaðurinn lifir góðu lifi í sveitum Árnes- og Rangárvallasýslu, þrátt fyrir alla fólksfæðina, og er það vel farið. Á fundinum var rætt um lands- sýninguna 1930 og undirbúning pegar þér pakkið niður fyrir sumarið er vissara að hafa meðal við sólbruna, pöddu- stungum, þyrnirispum og sár- um. Zam-Buk hefir ávalt reynst besta meðalið. Takið það með 50c askjan, hjá öllum lyfsöl- um og í búðum. hennar. Frú Bríet Bjarnhéðins- dóttir sat fundinn fyrir hönd Hlutafélagsins Kvennaheimilið.— Mbl. 15. maí. Reykjavík, 14. maí 1927. Tíðin, er nú hlýrri, suðlæg og suðvestlæg átt, gróður að hyrja á Suðurlandi. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir samþykt að kaupa jörðina Elliða- vatn, vegna rafveitunnar. Kaup- verðið er 135 þús. kr. iStjórn Búnaðarfélags fslands skipaði nú í vikunni þriggja manna nefnd til þess að fram- kvæma ítarlegar tilraunir með lnadbúnaðarverkfæri, samanburð á notkun hestafls og traktora og á ýmsum jarðvinsluverkfærum.— Verða keypt ýms verkfæri til til- raunanna. Nefndina skipa: Hall- dór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvanneyri; Magnús bóndi Þor- láksson á Blikastöðum og Árni G. Eylands verkfæraráðunautur. Tilraunár fara væntanlega fram bæði hér í nágrenriinu og á Hvanneyri. VERIÐ MEÐ NAGRÖNNUM YÐAR r bændurnir 1 MANITOBA TRYGT AF ÖLLU LANDINU Her er Sönn Saga Árið 1922 mynduðu þeir menn í Kentucky og Tenn,essee, sem dökt tóbak rækt- uðu, Samlag sín á milli. Það varð til þess, að þeir fengu hærra verð, heldur en meðan þeir seldu til einstakra manna. Þá hækkuðu þeir yerðið líka, til að fá vör- urnar. Samlagið hækkaði vöruverðið og margir af meðlimunum héldu, að þeir mundu fá gott verð án Samlagsins og borgunina alla í einu lagi. Margir heimtuðu því að vera lausir við sína samninga. og að Samlagið væri uppleyst. Yerðið hrapaði strax, svo að þeir, sem tóbakið ræktuðu, fengu ekki nema helming verðs fyrir uppskeru sína 1925 í samanburði við það, sem þeir höfðu fengið hjá Samlag- inu. Margir tóbaks kaupmenn brutu samninga sína við hændurna, til að fá tóbakið fyrir lítið. Fóru þá bændurnir að berjast fyrir því, að koma á Samlaginu í annað sinn. Nií er samlagið starfandi, með öllum sínum gömlu meðlimum og 4,849 nýjum meðlimum, sem gengu í það, sem sáu hvernig fór, þegar það hætti að starfa. — Það eina ár, sem Samlagið var ekki starfandi, töpuðu bœndurnir yfir $10,000,000. Leggið ekki í áhœttuna — það kostar bf mikið Samlag Vesturlandsins er öruggasta trygging bændanna fyrir því, að fá full-' virði fyrir sínar vörur. Þess vegna er Samlagið alt af að aukast. Lítið á þessar tölur viðvíkjandi meðlirtiatöhi Manitoba Hveitisamlagsins: 1924 1925 1926 1927 1928 7,600 13,000 , 17,000 19,000 Því ráðið þér Og gleymið því ekki, að vér erum í sambandi við 120,000 aðra kornyrkjumenii í systurfylkjunum. Endurnýjun Ssmningscna Byrjar 15. Júní. Sléttufylkin öll eru nú þegar að verki og Saskatchewan liefir þegar gert samninga um helminginn af sínum hveitiekrum. Látum nábúa vora sjá, að vér drögumst ekki aftur iír, og að Manitoba sé æfinlega vinveitt Hveitisamlaginu. ATHUGIÐ ÞETTA! Annað hvort samningar, sem vara lengi við félaga yðar og samverkamenn, eða lífstíðar fangelsi hjá gróðabrallsmönnum. Þér getið valið um. Verið góðir nágrannar. Vinnið saman. Skrifið undir samningana og hjálpið að gera það I 00% fyrir The Manitoha Wheat Pool

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.