Lögberg - 23.06.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.06.1927, Blaðsíða 4
*ls. 4 LöCBERG, FIMTUDAGINN 23. JÚNl 1927. Jogbcrg Gefið út hvern Fimtudag af Tle Col- umbia Pres* Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Tai.imar, N-6327 o* N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Ulanátkhh tii blaðsinc THE COLUNIBIH PRESS, Ltd., Box 3171, Wlnnlpog, ^aq. Utanáskrift htstjórans: f 0)TOR L0CBF.RC, Bcx 3171 Wtonipag, N|<ui- VerS $3.00 um árið. Borgist fyrirfram The “Lagheiwr" 1s prtntad and publlshed by The Columbla Prees, LLnvlted, In tho Columblu Wulidlng, e35 eargent Ave., Winnipeg, M&nitoba. Ritstjórinn á hálkunni —flytur lterlvngar og verðtír gliðsa. Eosinn magnaðist því meir, sem á daginn leið, og nú var komið fram á rauðanótt. Ekki árennilegt að Iiætta sér i'it á hálan'ís, þegar svo er ástatt. En til hvers er að deila við dómar- ann? Bracken þeytir lúður sinn, smalarnir skríða fram úr skúmaskotum sínum, auðsveipn- ir og krónu-flatir. í hópi þeirra getur að líta liinn snöfurmannlega ritstjóra Heinlskringlu. Það setur að honum hroll. Honum óar við ísn- um. En hvað skal segja ? Nauðugur yiíjugur hefur hann sig til flngs, baðar út bráðþr^yttum Brackenvængjum, missir handbókina, verður gliðsa og flvtur kerlingar eftir ‘framsóknar”- svellinu fram undir morgu'n, kem.st }>á til lands, 'dasaður mjög, hlammar sér niður í ritstjóra- stólinn og klekur út með harmkvælum allra síðasta blekfóstrinu, “Glundroðinn mikli”, er birtist í Heimskringlu þann 15. þ.m. Hand- ,bókarmis.sirinn gengur honum, sem vonlegt er, mjög til hjarta, því í það “þarfaþing” var að sækja fle.st hin nuðsynlegustu gögn, er nota átti t.il að blekkja íslenzka kjósendur Manitobafylk- is, í yfirstandandi kosningahríð. Það, sem rit- stjórinn hefir að segja, er því að meira og minna leyti út í hött, eða vindhögg á vindhögg ofan. 1 einni sinni vesalmannlegu tilraun, til :.ð ófrægja Lögherg í augum almennings, kemst ”hafn”-sögumaður Heimskringlu svo að orði: “Það gerir ekki mikið til, hvernig Norris- Robson velta peningunum; þeirra hlutur kem- ur ætíð upp í Lögbergi.” Skilji nú hver sem vill! Heimskringlu rit- stjórinn virðist hafa fundið upp splunkurnýja iðnaðargrein, sem vel mætti nefna vindmyílu- iðnað. Tæpast trúnm vér þó því, að hann fái marga bændur til að kaupa hjuti í slíku fyrir- tæki. Islenzkir bændur hér 1 fvlkinu, eru enn hvergi nærri húnir að gleyma Farmers’VPaek- ing farganinu alræmda, er or.sakaði þeim tug- um þúsunda dala tjón. Fyrirtæki það var í meira lagi vindmyllukent, og einn af sjálfum 'forsprökkum þess situr nú til hægri handar Mr. Bracken, og sveitist hlóðinu við að telja hændum tni um, hve einlægur vinur þeirra • hann sé. Þeir eru ekki allir saman hvítir englar, sem um þessar mundir fvlkja sér undit merki stórgreifans af Bracken-borg. Á einum stað í “Glundroðanum mikla,” farast ritstjóra Heimskringlu þannig orð: “Ja. sei, sei, sei! Þegar Lögherg fer nú að sundurliða nýju skattana, þá gefur þar að líta meðal annars $700,000, ágóðann af vín.söl- unni, og $134,000 skatthækkunina á járnbraut- arfélögin. Og $230,000 skattinn á veðhlaupa- kongana.” Gefur ritstjóri Heimskringln í skvn, að oss renni til rifja, að svona mikið fé skuli kreist vera undan .blóðugum nöglum þess- ara hlutaðeigandi fóitœklinga! ITmmæli vor gáfu enga slíka meðaumkvun til kjmna. Held- ur áttu þau að sýna og sýndu einungis það eitt, hve miklu fleiri tekjulindum* Brackenstjórnin átti aðgang að, en hin frjálslynda stjórn, er Hon. T. C. Norris veitti forystu. Er því hér um beint ranghermi að ræða, af hálfu ritstjór- ans, — sennilega ritað með það eitt markmið fyrir angum, að trufla ekki samræmið í “Glundroðanum mikla”. Því hætíta var á, að einangruðu sannleikskorni, kynni að verða ó- notalega flökurt, innan um slíkan félagsskap. íikki er ritstjóra Heimskringlu sérlega klígjugjarnt. Enn er hann að japla á fjármái- unum og kaldhamrar það fram, að í tíð Norris- stjórnarinnar, hafi fylkisskuldin aukist um 40 miljónir dala. Staðhæfingu sem þessa forðast Brackenmenn nú sem hálandi eld og þykir sér ekki verri bjarnargreiði ger, en sé henni haldið^ á lofti. Aukning fylkisskuldar- innar nam að eins 23.100,000 dala, eins og vér höfum áður fram á sýnt, með óyggjandi rökum. Þarna hefir Heimskringluritstjórinn rasað og orðið giiðsa, eins og svo oft endrarnær. Málsvarar Brackenstjórnarinnar, í hinum ýmsu sveitakjördæmum, hafa látið digurharka- lega um það, hve dásamlega Mr. Bracken hafi tekist að grynna á fylkisskuldinni. Eitthvað annað veigameiraT þyrftu þeir að hafa í fórum sínum til að stæra sig af, því sannleikurinn er sá, að í stað þess að iækka fylkisskuldina, hef- ir Brackenstjórnin hækkað hana um því nær átta miljónir, þau fimm árin, er hún • hefir setið að völdum. Samkvæmt fjárlögum fvikisins, nam fylkis- skuldin }>ann 30. a'príl 1921, $68,399,249.90. En við iok tilsyarandi mánaðar 1926, var skuld- in komin upp í $72,532,594.56. Við upphæð þvssa bætist svo lán stjórnarinnar fyrir fjár- hagsárið 1926—27, er endaði þann 30, apríl síð- astliðinn, ásamt $2,248,000 fúlgunni, er Mr. Bracken, af einhverjum ástæðum, taldi nauð- synlegt að fá að láni, til vegagerða í fylkinu, yfirstandandi kosningaár. Ekki hefði það átt að hafá verið ókleift fyrir ritstjóra Heims- kringu, að kynna sér þessa hlið fjármálanna í Manitoba vitund .betur, einu sannleikshliðina, sem á þeim málum er, áður en hann ungaði út ‘‘Glundroðanum mikla”. En svo hefir hann nú líklegast haft um eitthvað þarfara að hugsa. Eitt af mörgu, sem Mr. Bracken og fylgi- fiskar hans stærasig af, er það, hve starfræksla símakerfisins gangi nú langtum betur en áður. Er"á það hent, að síðastliðin tvö ár, hafi síma- kerfið gefið af sér drjúgan ágóða. Þetta er rétt. En er það þá Mr. Bracken að þakka? Yfirumsjón með starfra'kslu símamálanna, hef- ir maður, Mr. Lowry, skipaður af Norrisstjórn- inni, er gersamlega ber ábyrgðina á starfrækslu kerfisins, sem er fráskilið stjórninni að öðru en því, að símamálaráðgjafinn (í þessu tilfeHi Mr. Bracken) undirskrifar mánaðarlega skýrslu, um starfrækslu þjóðnytjastofnunar þessarar, og fær í ómakslaun, segi og skrifa, $1,200 um árið. Þurfi símakerfið á auknu starfsfé að halda, verður slíkt. auðvitað að gerast með heimildarlögum, afgreiddum í fylkisþinginu. Frjálslyndi flokkurinn hefir ekki farið dult með stefnu sína, hvað símamálin áhrærir, frem- ur en þau mál önnur, er varða álmenningsheill. Hann er eindregið þeirrar skoðunar, að svo beri að lækka símagjöld, að sem allra flestir geti orðið símans aðnjótandi, — emru síður.fé- litlir hændur og verkamenn, en hinir, sem bet- ur megandi eru. Ritstjóra Heimskringlu virðist hafa veitst afar-örðugt að átta sig á starfrækslu símakerf- isins. Honum hefir sennilega verið. sagt, að ekki hafi verið alt með feldu, um starfrækslu þeirra mála. Hver var sögumaðurinn? En ritstjórinn týndi handbókinni, og þess végua var ekki von að vel færi. Það virðist ekki með öllu óévipað ástatt, fvr- ir ritstjóra Heimskringlu og hreppstjóranum í Fnjóskadulnum í gamla daga, er einhverju sinni hélt glymjandi ræðu um alt og ekkert, eu gat með engu móti komið fvrir sig orði til svars, eftir að tekið hafi verið duglega í lurg- inn á honum. Svarið varð að ein.s þetta: “Ingibjörg mín sagði mér ekki að segja meira.” Vér höfum óbifandi trú á dómgreind og rétt- lætis'kend íslenzkra kjósenda. Vér erum sann- færðir um, að þeir láta engan meðal hávellu- steggja, trufla svo sitt andlega jafnvægi, að gé>ð mál líði haila við. Þess vegna liljóta þing- mannsefni frjálslynda flokksins að ganga -sigr- andi af hólmi næstkomandi þriðjudag, hvort sem ritstjóra Heimskringlu líkar betur eða ver. Presturinn á Bunuvöllum. 1 síðasta töluhlaði Heimskringlu, hneyksl- ast séra ,Guðmundur Árnason mjög á því, að vér skyldum dirfast, að telja Skúla Sigfússyni það til gildis, að Jiann talaði minna af sér á þingi, en margir aðrir. Vér nennum ekki að elta ólar við prestlinginn út úr þessu atriði. Enda hefir hann ef til vill manna hezt, lært af reynslunni, hvað það í raun og veru er, að tala af sér. Préstlingurinn er, sem vera ber, alveg dásamlega hógvær og prúðmannlegur í orði. Hann gefur í skyn, að vafasamt sé, hvort vér séum með fullu ráði, og byggir þá sköðurT ,ber- sýnilega á því, að vér skulum enn á ný, dirfast að iíta öðrum augum á máiin, en sjálfur hann. Höfuðsótt er illur kvilli. Um það verður ekki deilt. Af síðustu grein prestlingsins að dæma, er því miður hætt við, að sjúkdómur hans sé kominn á nokkuð hátt stig. Hitt • þó jafnvel enn átakanlegra, að vafasamt er, hvort hann fengi aðgang að höfuðsóttar spítala, því þangað fá sjaldnast inngörígu aðrir en þeir, sem einhvern tíma hafa verið með réttu ráði. Bracken og vegabæturnar. Meðan afturhaldsstjórnin sat við völd hér í Manitoba, notaði hún ýmsar .brellur til þess að veiða atkvæði og fylgi manna í kosningum. Eitt bragð, sem hvað oftast var notað, var það, /flð lofa miklum vegabótum út um sveitir, rétt áður en kosningar fóru í hönd. Var þá oft éyrja® á vegabótum hér og þar, en aldrei svo mikið gert í stað, að það kæmi að nokkru veru- legu gagni. Menn voru látnir vinna við þetta þar til daginn fyrir kosningarnar; þá var þeim borgað — og þá var hætt. Augsýnilega var hugmyndin sú, að veiða atkvæði. Það var óheinlínis verið að inúta fólkinu. Það var verið að kaupa fylgi þess svona, með þess eigin peningum. Því peningar þeir, sem stjórnin hafði yfir að ráða, voru almenningseign, og stjórnin átti ekkert með að nota-þá þannig. Yfir höfuð mæltist þessi aðferð mjög illa fyrir. Velsæmistilfinning fólksins var mis- boðið. Leiðandi menn og blöð mótmæltu slíkum hrögðum harðlega. Þegar frjálslyndi flokkurinn tók við stjóm, var þessu hætt og það hefir ekki verið tekið upp aftur þar til nú, að Mr. Bracken ríður á vaðið. Nú er verið að beita þessari háskalegu að- ferð í Gimli-kjördæmi—og víðar án efa. Hon. Mr. Clubb hefir lofað hraut frá Ar- borg til Komarno, EF þingmannsefni stjórn- arinnar nái kosningu. Fólk er beðið að selja sannfæringu sína fvr- ir vissa upphæð af þess eigin peningum — eða peninguíh, sem Braekenstjómin verður að taka til láns, og fólkið þarf síðar að borga. Stjómin er að veita , og hefir heitið, álitlegT um fjárhæðum í hrautarlagningai;, hér og þar i Gimli kjördæmi/ Hvrnðan henm kemur slíkt vald, getur verið álitamál. Ekki hefir hún ráð- fært sig við sveitarstjórnina svo kunnugt sé, heldur lætur sér í þess stað nægja leiðheining- ar þingmannsefnis síns, í kjördæminu. Pen- ingum þessum á að eyða, þar sem talið er lík- legt, að þeir hafi mest áhrifin á kjósendur, hvað sem vegastæðunum sjálfum líður. Fylkisstjórnin ætti að hera slíka virðingu fyrir Islendingum — þeir hafa kynt sig þann- ig hér í landi — að henni ætti ekki að koma til hugar að bjóða fé, beinlínis eða óbeinlínis, til þess að hafa áhrif á þá rétt fyrir kosningamar. Hérlent fólk myndi kalla þetta smán (in- sult), ef því væri boðið upp á eitthvað svona lagað. Hvaða álit hafa Islendingar á slíkum brögð- uml Gefið Bracken ákveðið svar, þann 28. þ.m. Greiðið herra Einari S. Jónassyni fyrsta at- kvæði (nr. 1). Skúli Sigfússon. Hann er viðurkendur, jafnt af flokksmönn- um sínum sem andstæðingum, einn hinna nýt- ustu manna á Manitoba-þinginu. Hann er hvorki hávær né langorður, en . hann er samvinnuþíður og áhrifadrjúgur; og öll þau 10 ár, sem hann hefir setið á þingi, hef- ir aldrei heyrst rödd í hans garð úr neinni átt, sem ekki unni honum þess sannmælis, að hann sé ráðvandur maður og samvizkusamur í alia staði. Enda er hann vinsæll með afbrigðum, bæði heima og á þingi. i Fyrir fvlkið í heild sinni og fyrir kjördæmi sitt sérstaklega, vinnur hann með hægð og lipurð og kemur meiru til leiðar en margir þeir, sem hærra og lengur tala. Hann fékk samþykt lög árið 1925, sem köll- uð eru: “Produce Dealers’ Act”. Verja þau bóndann fyrir því, að þeir, sem af honum kaupa, geti svikið hann eða féflett. Þóttu þetta svo góð lög og réttlát, að Brackenstjórnin veitti þeim ekki mótstöðu. Eru það talin þýðingar- mestu lögin, sem samþykt hafa verið um nokk- ur ár, frá hagsmunalegu sjónarmiði hænda. Hann hefir útvegað kjördæmi sínu $24,000 (tuttugu og fjögur þúsund dali) að meðaltali á ári hverju í tíu ár til vegagerða og annara um- bóta, og hann er æfinlega .boðinn og húinn að greiða fyrir mönnum og máiefnum eftir því, sem í hans valdi stendur. Svo vel er hann látinn á þingi, að margir leiðandi menn Braekenflokksins vildu ekki láta neinn sækja á móti bonum. Þeir sögðu, að hann væri fulltrúi fólksins miklu fremur en flokksins, og samvizkusamari fulltrúi fengist ekki. Alt bendir til þess, að Sigfússon verði á þingi eftir næstu kosningar, með meira fylgi en nokkru sinni áður. % SigJúl. Jóhannesson. Brackeji dæmdur af verka- mönnum. “Norrisstjórnin gerði meira fyrir verka- menn og alþýðu á einu ári, en Brackenstjórnin Hefir gert alla sína tíð—fimm ár.”—W. Ivens. “Þetta Brackenstjórnar tímabil hefir verið sannnefnd gullöld fyrir auðvald og sérréttinda menn. Erfitt er að ímynda sér, hvernig liber- alar eða jafnvel conservatívar hefðu betur get- að staðið á verði fyrir auðvaldið og á móti fólkinu, en Brackenstjórnin liefir gert. Athafn- ir þeirrar stjórnar sýna það og sanna, að hún hefir aldrei haft nein framsóknarmál í liuga. Því fer fjarri,' að með nokkru móti sé hægt að bera nokkra tiltrú til Brackenstjórnarinnar. Hvað hefir hún gert við stefnuskí'á bænda- flokksins? Hún hefir hókstaflega kastað henni í bréfakörfuna.” — S. J. Farmer. “Ekki eitt einasta atriði, er til framsóknar geti talist, hefir verið borið fram af Bracken- stjópiinni. Þegar ráðherrar hennar koma fram fýrir fólkið, hafa þeir ekkert sér til hróss nema það, að stjórnin hafi sparað. En hvernig hef- ir hún farið að því ? Hún hefir gert það á kostnað ekkna og munaðarleysingja, með því að klípa utan úr tilögum til þeirra; hún liefir gert það á kostnað veikra og aldurhniginna, með því að neita, að samþykkja ellistyrks- lögin, þegar þau höfðu komist í gegn um Otta^ wa-þingið; hún hefir gert það á kostnað harna og unglinga, með því að hindra þeim mentun og skólagöngu. Einskis þarf að vænta frá Brackenstjórn- inni í framfaráttina. Sú stjórn hefir uppnefnt sjálfa^sig framsóknarstjórn, en sannleikurinn er sá, að hún hefir verið mesta afturhalds- stjórn allra stjórna. Já, þessi stjórn kallar sig framsóknarstjóm, en hvers vegna hún hefir tekið sér það nafn, hefir engum tekist að skilja, enn sem komið er. Hver sem vill, getur kallað laukinn epli, en þegar hýðið er tekið af honum, þá svíður manu svo í augun, að maður grætur sngu síður. — Eftir fimm ár þekkjum vér Bracken og stjóm hans á sama hátt og vér finnum að laukurinu, sem kallaður var epli, er bara laukur.” — JoJm Queen. “Við héldum og vonuðum, að progressive hreyfingin væri eitthvað þess vert, að fylgja því, en Brackenflokkurinn hefir horft aftur en ekki fram, dregið fylkið og fólkift undir, en ekki lyft því upp á við. Við vonuðum, að núverandi stjóm yrði okkur til sómat — vonsviknir fvlgjum við til grafar öllum fögrum hugsjónum í sambandi við hana. Frá henni höfum við engar fram- sóknar athafnir að þakka, frá henni höfum við einskis góðs að vænta.—F. J. Dixon. Þannig dæma þessir menn Brackenstjórn- ina, og þeir ættu að vita hvað þeir segja. Dóm- ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Þeir íslendingar, er í hyggju hafa að flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heirnan af íslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. um gjarnan leigja yður einn Til a8 geyma á öruggum stað Erfðaskrár, Veð- bréf, Eignaskjö), Ábyrgðarskjöl og skjöl scm tilheyra fjölskyldunni, Skrautmuni o.fl. o.fl. The Royal Bank of Canada ur kjósendanna í St. George, verður samhljóða þessum dómi 28. júní. Sig. JúIJóJianncsso'v. Bœndastjórn. A meðan kosningarnar stóðu yfir 1922, fór- ust Norris orð á þessa leið: “Nú hafa öll þingmannsefnín verið útnefnd af hálfu bænda- flokksins. Eg lít í huganum yfir liópinn og get hvergi komið auga á ráðherrae/nin. Hvar eV t.d. maður, sem fær sé um að verða forsætis- ráðherra? Hver getur tekið að sér fjármála- ráðherrastöðuna? Hver er hæfur til þess að verða dómsmálastjóri? Eg sé engan meðal fulltrúa bændaflokksins, sem færir séu í þessar stöður.” “Þetta er glæpsamlegur rógburður,” sögðu bændafulitrúamir Jiver um annan þveran. Við höfum útnefnt valið þingmann.sefni í liverju kjördæmi. Ef fólkið bara kýs okkur í meiri hluta, þá skulum við sýna því, að við getum myndað góða stjórn. Hvert einaSta þing- mannsefni í okk'ar hóþi er fært um að taka við hvaða ráðherrstöðu sem er. ” Og svo voru þeir kosnir. Þeir höfðu meiri hluta yfir alla aðra flokka til samans. En hvað skeði? Þeir komu saman til þess að kanna lið- ið. Eftir nákvæma athugun sögðu jþeir sín á milli: “Norris hafði rétt að mæla; við höf- um engan okkar á meðal færan til þess að verða forsætisráðherr^,; livað eigum við að gera?” Þeir stóðu lengi ráðalausir og gláptu hver framan í annan. Loksins datt einhverjum í hug, að hann þekti skólakennara, sem mætti dubba upp í forsætisráðherra; sá hét Bracken. Hann var boðaður á fund hændaþingmannanna og samtaiið var eitthvað á þessa leið: “Við stöndum hér uppi ráðalausir; við höfum verið kosnir til þess að mynda stjórn, en við höfum engan hæfan fyrir forsætisráðherra. Vilt þú 1 ekki verða það fyrir okkur, Braeken?” “Eg forsætisráðherra! Eg veit ekkert um stjórnmál, en — en — ja, eg kannske gæti það nú samt. Það er ansvíti gott kaup fyrir það og svo er það rækalli virðingarmikil staða. Eg skal gera það með því móti, að eg sé sjálfráð- ur að mynda stjómina, án þess að ráðgast um það við ýkkur, hverjir verði í henni.” “Það er sjálfsagt — alveg sjálfsagt! Ef þú bara losar okkur úr þessari klípu, þá göng- um við að hvaða kostum, sem þú setur okkur.” Bracken glotti ánægjuiega. Svo lagði hann af stað í ráðherraleit. Hann fór inn í skrif- stofur í Winnipeg og valdi þaðan fasteigna- hraskara fyrir fjármálaráðherra. Því næst leitaði hann í gömlum ruslahaug og tók þaðan ryðgað hjól úr gömlu Rohlins-véliuni og gerði þaS að dómsmálastjóra, o.s.frv. o.s.frv. Að þessu búnu kom stjómin fram fvrir ^jiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiniiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ Samlagssölu aðferðin. | = Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- = = afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega E = lægri verður starfrækslukostnaðurinn. En vorugæðin E = hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = E vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni E E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E = vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E E fyrgreind þrjú meginatriði trygð. E Manitoba Co-operative Dairies Ltd. = 846 Sherbrooke St. - ; Winnipeg.Manitoba | TfiiiiimiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiMiiimiiiiiiiiimiMiiiiiitimmiiiE ! J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.