Lögberg - 23.06.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 23.06.1927, Blaðsíða 6
Bls. « LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JÚNÍ 1927. Silfurlax-torfurnar. Eftir REX BEACH. “Farið þið nú allir að vinna aftur,” mælti Emerson. “Þið getið hætt að vinna, ef þið viljið, en eg slæ niður fyrsta manninn, sem fer upp í bæ til að sækja öl, eða vín. Ráðið þið við ykkur tafarlaust, hvað þið ætlið að gjöra.” Það kom stundar hik á þá. Svo, eins og oft á sér stað með mannfjölda undir slíkum kring- umstæðum, fóru þeir að hlæja og slöguðu til baka til vinnu sinnar og tveir af þeim drógu foringjann að vatnskrananum, og létu vatn renna á höfuð honum unz hann raknaði úr rot- inu. Þetta hafði alt skeð með svo miklum hraða, að þeir sem fram við skipið voru vissu ekkert um það fyr en alt var um garð gengið. En eftir þetta reyndu þeir ekki að leita á Em- erson, og svo var langt frá því, að mennirnir lögðu sig jafnvel enn betur fram við vinnuna, þegar þeir vissu, hve mikill verkstjóri þeirra var fyrir sér og það var eins og hann hefði sýnt þeim með þessu, að hann væri þess verður að vera í þeirra félagskap og að þeir væru hæst á- nægðir með hann. Jafnvel maÖurinn, sem verstu útreiðina fékk hjá honum, sýndi ekki neina óvild, heldur var eins og að hann líka liti upp til verkstjórans. En friðurinn hélzt samt ekki lengi, því margir klukkutímar voru ekki liðnir, þegar að ókunnur maður kom til þeirra og tók fyrsta manninn tali, sem hann náði í. Emerson kom fljótt auga á hann og fór til hans og spurði hvað hann væri þar að gera. “Ekkert,” svaraði komumaður. “Hafðu þig þá í burtu,” sagði Emerson. “Hvers vegna?” spurði hinn. “Eg er að eins að tala við þennan mann.” “Eg líð ekki neitt samtal hér,” mælti Em- erson. “Eg er frjáls maður, og geri hér ekkert mein,” svaraði komumaður. “Ætlarðu að fara?” spurði Emerson og skerpti róminn. “Heyrðu mér! Þú getur ekki fermt skipið með þessu fvrirkomulagi,” sagði komumaður í ógnandi málrómi. “Og þú átt engan rétt á að skipa mér í burtu—” Emerson beið ekki eftir meiru, heldur tók í hálsmálið á treyju mannsins og sannaði honum að hann meinti það sem hann sagði, og jók það ekki all-lítið á ánægju fiskimannanna. Emer- son rak þennan mann á undan sér út að girð- ingunni, opnaði dyrnar og fleygði honum út um þær, út á götuna og mælti um leið: “Láttu mig ekki sjó þig hér aftur.” “Eg er verkamanna félagsmaÖur og þú skalt aldrei kmnast upp með að fernia skip þitt með utanfélagsmönnum, ” og hamj áréttaði orð þessi með beiskum blótsyrðum. “Þig skal iðra þess arna. En Emerson bandaði honum frá sér og kall- aði á tvo af sínum mönnum til þess að hafa eft- irlit með sér. Þessir þrír menn stóðu á verði fram að há- |Iegi og létu engan inn nema þá, sem brýnt er- mdi áttu við þá. Þegar fram undir hádegið dró, fóru menn að safnast í smáhópa á götunni fyrir utan vörugrindumar, en enginn ófriður hófst samt, fyr en fiskimennirnir fóru heim til sín til miðdagsverðar. Emerson sá, að útlitið var að verða hið versta, svo hann símaði til lögreglustöðvanna, svo kallaði hann í George Balt og bað hann að koma, og brá hann skjótt við. Það var með allmiklum erfiðleikum að útskipunarmennirnir komust til baka að vinnu sinni klukkan eitt. Eftir miðjan daginn gjörðu verkfallsmenn- irnir nokkrar atrennur að því að komast inn fyrir grindurnar,.og þurfti áll-strangt eftirlit til þess að halda þeim úti. Þessi vottur um væntanlegan ófrið, féll fiskimönnunum sýnilega í geð, bg í hvert sinn, sem verkfallsmenn sýndu sig líklega til atlögu, 'þá var eins erfitt að halda þeim til baka og verkafélagsmönnum frá að ryðjast ínn. Meðan á einni atlögunni stóð, þá kom kaf- teinn Peasley í land til þess að líta eftir hverju fram yndi, en þegar að verkfallsmennimir komu auga á hann í einkennisbúningnum, urðu þeir æfir. Eftir að hann hafði rent augum yfir mannþyrpinguna, mælti hann við Emer- son: “Mér lízt ekki á! Það lítur beint úr fyrir áflog, sýnist þér það ekki? Fjögur hundrað pund handa þessum hafnar refum! Svei! Þú veizt, að ef eg hefði látiÖ þá ræna mig þann- ig—’’ Rétt um leið og hann sagði þetta, flaug járnklumpur fram hjá fast við höfuð honum og lenti á skipinu með því afli, að Englending- urinn beygði sig til þess að verða ekki fyrir frákastinu, en hinir fóru að skellihlæja. Kaf- teinninn gat ekkert nema bölvað þeim í sand og ösku á sinn venjulega hátt. “Það er betra fyrir þig, að hafa þig undir þak einhversstaðar, kafteinn”, mælti Emerson. “Þeir sýnast ekki vera þér neitt vinveittir.” “Þeir virðast ekki vera það,” svaraÖi kaf- teinninn. “Þeir eru bara að verða illir, finst þér það ekki ? Eg vona, að þessu haldi ekki á- fram.” “Eg vona að það geri það,” svaraði Balt. “Ef að þeir héldu að eins áfram og veittust að einhverjum af okkar mönnum þegar þeir hætta í kveld, þá koma allir félagar fiskimannanna á morgun.” Það leit út fyrir, að ósk Balts ætlaði að ræt- ast, því ókyrði-n og frekjan óx, og svo var á- standið geigvænlegt, að Emerson þorði ekki annaÖ en senda eftir fleiri lögreglumönnum til þess að menn hans kæmust ómeiddir heim til sín, og það var að eins fyrir sérstaka ná- kvæmni, að áflogum varð varnað. En það kom nú nokkuð til af því, að fiskimönnunum var engin })ægð í þessari vernd. Þeim fanst, að þeir þyrftu engrar verndar við. Eins og Geoge Balt hafði spáð, þá komu svo margir af félögum fiskimanna til vinnunnar morguninn eftir, að ekki var hægt að koma þeim öllum að dagvinnu, svo þeim var skift í dag og næturlið, og var helmingurinn sendur til baka með því skilyrði, að hann kæmi til vinnunnar klukkan sjö um kveldið. Hinir tóku til vinnu og alt gekk vel. Ókyrðin kvöldinu áður hafði vakið ótta hjá eigendum vöruhúsanna og bryggjunnar, um að hætta gæti verið á ferðum, og fengu þeir nokkra menn í sameiningu við Emerson til að- stoðar lögreglunni við að halda friði. Lög- reglumennirnir sjálfir höfðu sýnt að þeir voru hálfvolgir og jafnvel orðið uppvísir að því, að halda taum félagsmanna, og voru þeir ekki seinir á sér að færa sér það til inntekta. En þrátt fyrir það, leið dagurinn svo að engin stórtíðindi urðu. En það leið ekki á löngu áð- ur en verkfallsmenn voru búnir að ná vinnu- mönnum á stóru svæði meÖ fram höfninni á sitt band og alt stóð fast, og það var þá fyrst, er svo var komið, að bæjarfólkið vissi alment um að eitthvað væri á seiði. Þessir fáu fiskimenn, sem við vinnu voru i húsinu og á hafnarbryggjunni, voru í langsam- legum minni hluta, bornir saman við verkfalls- menn og áhangendur þeirra, sem voru fyrir utan grindurnar, sem aðskildu flokkana, en samt höfðu þeir vakið athygli ‘ allra bæjar- manna. Eftir því sem æsing múgsins óx, sem var frekar aukin en úr henni dregið af atkvæðaleysi lögreglunnar, að því skapi urðu fiskimennirnir þyrstari í að ná til hans. Þeir voru ófáanlegir til að láta flytja sér mat á staðinn, heldur upp- ástóðu að fara heim til sín. Gengu þeir þá á- valt í einni fylkingu og mest af máltíðartíman- um lenti í áflogum og barsmíð. En þetta hafði sínar illu afleiðingar, bæði líkamlega fyrir þá sjálfa, og einnig drógu þessar æsingar svo úr virnrn þeirra, að Emerson sá að til vandræða horfði. Það var á fjórða degi, að Emerson sá mann- inn í gráu fötunum, sem hann hafði kynst í Tacoma-ferðinni; var hann utan við grindum- að að tala við verkfallsmennina, og benti Emer- son félögum sínum þremur á hann, því Clyde og Fraser höfðu fyrir forvitnis sakir komið til þeirra. Clyde vildi, að ráðist væri á manninn strax og hanp tekinn, og eftir að hann væri kominn á þeirra vald, mætti pína hann til sagna um hvort að Willis Marsh væri mðurinn, sem blési að þessum ófriðarkolum, en hugrekki hans þvarr lítiÖ eitt, þegar Fraser staklf upp á því, að hann riði á vaÖið. “Nei,” svaraði Clyde, eg er enginn bar- dagamaður, en eg er ágætur hershöfðingi. Þið vitið, að Napóleon var á stærð við mig.” “Eg hefi aldrei te.kið eftir því að þú líktist honum í neinu,” svaraði Fraser. “Þessi tillaga þín er nú ekki svo vitlaus,” sagði George Balt. ,“Það er eitthvað, sem æsir þetta fólk upp, og mér er næst að halda, að það sé spæjarinn. Eg skyldi ekki hafa neitt á móti því, að fara höndum um hann og ef að þið vilj- ið fylgja mér, þá skal eg fara og sækja hann.” “Ekki eg,” svaraði Fraser. “Eg vil ekki lenda í illyndum við nokkurn mann. Eg er hér að eins sem áhorfandi.” “Þú ert ekki hræddur?” sagði Emerson. “Ekki er eg nú verulega hræddur,” svaraði Fraser. “En til hvers á eg að blanda mér fnn í þennan ófrið? Eg er hér útlendingur. ” Þó að múgur sé í eðli sínu hávær og ögr- andi, þá stafar lítil hætta frá honum, þar til að hinum æstu og sundurlausu hugsunum hans er beint í einhverja vissa átt af leiðtogum eða leiÖtoga hans. Þá verður hann í raun og sann- leika ægilegur, og eftirlitsmönnunum við höfn- ina var það ljóst, að fjandmenn þeirra voru að leitast við að beina hinu æðisfulla afli múgs- ins að þeim og verki því, sem þar var verið að vinna. Og svo kom áhlaupið seinni part hins fjórða dags. Fyrirvaralaust og á augnabliki ruddist múgurinn á grindurnar og braut þær niður eins og hálmstrá. Hann bar svo fljótt að, að engin ráð voru til þess að senda hjálp til þeirra manna, sem gættu dyranna á vöruhús- inu, og áður en fiskimennirnir gátu áttað sig, voru óvinir þeirra komnir inn til þeirra og alt í uppnámi. Byggingin nötraði á grunninum. Hróp og blótsyrði kváðu allsstaðar við. Emerson og félagar hans lentu í mann- þrönginni og hröktust undan henni eins og strá fyrir straumi, sem svo sogast inn í hringiðu. Þeirra fyTsta hugsun var að bjarga sjálfum sér. Á bak við læsta glerhurð, sem glerið var nú brotið í, sat náfölur skrifstofuþjónn og var að síma á lögreglustöövarnar eftir hjálp. En í vöruhúsinu sjálfu dundu við óhljóð, fótaspark og dynkir, er vörubunkarair ultu um. Emerson tókst að koma fótum fyrir sig og eftir harða sókn komst hann að stórum kassa, . sem þung jámvara var í. Hann reif borð úr kassanum með hendinni, og lagði með því í kring um sig og tókst aÖ ryðja dálítinn blett fram undan sér. Það var naumast hægt að átta sig á vin og óvin, en samt sá hann að Alton Clyde féll í valinn rétt hjá honum. Hann rudd- ist fram þangað sem hann féll og klauf borðið, sem hann hafði að vopni, á haus á manni, sem hann vissi þó ekki hver var. 1 sömu andránni féll járaklumpur réttvið eyrað á honum, og reiddi hann það sem eftir var af fjölinni, sem hann hafði í hendinni, til höggs og færði í höf- uð á manninum, sem hann hélt að klumpnum hefði kastað. 1 sömu andránni náði hann haldi á Clyde og dró hann með sér illa leikinn í vígi sitt og rendi þaðan augum yfir atfarirnar. Þegar fiskimennirnir sáu, hvað verða vildi, gripu þeir járnkróka og barefli, sem handhæg- ust voru, hlupu saman í þéttan hóp og veittu aðkomumönnum harða skráveifu. En eftir því sem fleiri tóku þátt í þessu þá dreifðust þeir og börðust í smáhópum, og voru menn svo að smá-tínast úr hópunum blóðrisa eða óttaslegn- ir til þess aftur að lenda inn í hringiðuna á ný. Emerson sá, hvar George Balt óð í gegn um fylkinguna með hamar í hendi, og barði á báðar hliÖar, svo ekkert stóð við honum, þar til að maður, sem stóð álengdar, henti steini í höfuð honum. George Balt rak upp öskur við höggið og henti hamrinum í manninn, sem féll í roti til jarðar. Svo hvarf George aftur inn í mannþröngina. En það var lítill friður til athugunar, því hinn breytilegi aðgangur kvaddi hvern og einn til sjálfsvarnar. Emer- son kallaði á Clyde, sem var-í aumkvunarverðu ástandi: “Komdu, eg skal hjálpa þér um borð í skipiÖ.” Hann fann barefli, sem einhver hafði mist á gólfið, tók það og ruddi sér veg með Clyde.. En þegar að hann átti enn spöl- korn að skipinu, sá hann manninn í gráu fötun- um. Hann stóð uppi á vöruhlaða og horfði á leikinn. Maðurinn kom líka auga á Emerson, og þékti hann, kallaði eitthvað, sem Emerson ekki heyrÖi fyrir hávaðanum, og hljóp ofan af vörubunkanum. Emerson sá hann stefna til sín og nokkrir menn fylgdu lionum eftir. Hann reyndi að koma Clyde á óhultan stað, áður en þeir næðu til sín, en gat ekki og hopaði því til baka að vöruhúsinu, og tókst það í sama mund og sá fyrsti af félögum gráklædda mannsins kom að honum. Sá hafði járnstaf í hendi, en Emerson beið ekki eftir að hann legði honum til sín, heldur sló til hans með járnkrók mikl- um, sem hann hafði náð í, og ætlaÖi hinn að slá af sér lagið með járastafnum, en hann hraut til baka og lenti á framhandlegg hans sjálfs. Hvað skeði eftir það, var hvorki Emerson né Clyde ljóst, því á slíkum stundum, þegar hugur manns er upptekinn við eldraun, sem þessa, þá er það að eins einstaka atriði, sem geta fest sig í minni manna. ÁSur en Emerson hafði áttað sig á þessu síðasta, að atlaga var gjörð að honum persónu- lega, var hann kominn í handalögmál við mót- stöðumenn sína, því svo sóttu þeir fast að hon- um, að ekkert svigrúm var til varnar með bar- eflum og varð hann því að treysta á hnefahögg sín. Högg dundu á honum úr öllum áttum frá fótum manna og hnefum, og hann var hrakinn aftur og fram. Að síðustu var hann knuður til að neyta fangbragða við hvern sem fyrir var. Svo sortnaði honum fyrir augnm og þegar hann vissi af sér aftur, lá hann á hnjánum og hélt um fætur á manni, og hann varð sér þess meðvitandi, að ann hafði hálfrotast við högg, sem hann fé'kk. Maðurinn, sem hann hélt um fæturna á, reyndi að sparka í hann og losa sig. Hann reyndi að herða upp hugann og rísa upp, því sízt af öl)u mátti liann falla þar, en hann var svo þjakaður, að hann féll aftur á hnén, er hann reyndi það. Hann sá bareflið, er hann hafði mist, rétt hjá sér, og reyndi til að ná í það. En þá greip annar maður það og hann heyrði mann uppi vfir sér blóta illilega. Enn reyndi Emerson að rísa á fætur, en taugarnar voru orðnar svo óstyrkar, að hann gat að eins risið upp við olnboga og reist ann- an handlegginn upp yfir höfuð sér til þess að bera af sér höggið, sem hann átti von á. En höggið kom aldrei. 1 stað þess heyrði hann byssuskot, og eftir því hafði hann verið að hlusta frá fyrstu. Hann hugsaði um hvort að skotinu mundi hafa veriÖ stefnt á sig. Alt í einu fann hann einhvem þunga leggjast yfir fætur sér. Maðurlnn, sem hann hélt um fæt- urna á, braust í burtu. Svo tók hann á öllum sínum kröftum og reis á fætur. Hann hafði svima yfir höfði og óstyrkur var í fótum hans, en samt sló hann til manns, sem hann sá rétt fram undan sér, en féll sjálfur áfram við það og lenti á fanginu á fingralausa Fraser, sem spurði með ákafa: “Ertu meiddur, Emerson?” Emerson sem var of dasaður til að svara, sneri sér við og sá mann liggja á grúfu endi- langan á gólfinu, og rétt hjá honum sá hann manninn í gráu fötunum, sem flýtti sér inn í mannþyrpinguna og hvarf. Emerson vissi ekki enn hvaðan að skotið hefði komið, þó að hvell- urinn af því væri enn í eyrum hans. Svo sá hann glampa á eitthvað fagurt í hendi Fras- ers. “Fáðu mér skambyssuna,” sagði hann í skipandi rómi. En Fraser skeytti því engu. “Eg þarf má- ske á henni að halda sjálfur og hefi ekki nema þessa einu! Látum okkur reyna að koma Clyde í burtu héðan.” Fraser steig yfir manninn, sem lá hreyfing- arlaus við fætur honum, og lyfti Clyde upp, sem lá eins og steindauður þar á gólfinu, og fóru þeir svo með hann út á skip, og þegar þeir komu um borð, mætfu þeir Peasley kafteini með lið manna, sem hann hafði safnað samn, og voru þð sjómenn, .búnir í leikinn með það í höndum, sem þeir gátu náð til. Þeir Emerson og Fraser skiftu sér ekkert af þeim, en lögÖu Clyde upp í fyrSta rúmið, sem þeir fundu og sneru svo til baka. “Það er betra fyrir þig að vera hér og líta eftir Clyde,” sagði æfintýramaðurinn. “Þú ert líka illa leikinn. Eg ætla að fara og leita að George Balt.” Fraser beið ekki eftir svari, heldur þaut af stað. Emerson rölti á eftir honum, veikburða og blóðrisa og kallaði í hásum rómi: “Fáðu mér skambyssuna þína Fraser! Fáðu mér skambyssuna þína!” Orustan stóð enn upp á þaÖ harÖasta, þeg- ar lögregluliðið kom eftir langa bið, og það var ekki fyr en að hún hafði dreift verkfallsmönn- um og leikið þá hart, að friður komst á. Að síðustu var alt fallið í dúnalogn niður við höfnina og þeir sem særðir lágu, voru flutt- ir á sjúkrahús, en þeir sem stórtækastir voru í bardaganum, verkfallsmenn og fiskimenn, í fangelsi. En ekkert meira var gjört þann dag, þrátt fyrir það þó George Balt, illa útleikinn, tvöfaldaði tölu gæzlumannanna við höfnina, og hefði sjálfur aðal umsjónina. Blöðin 'komu út um kvöldið með feitletruÖ- um fyrirsögnum og sögðu alla söguna, kváðu einn fiskimann hættulega meiddan, einn verk- fallsmann skotinn til dauðs og fjölda annara meidda meira og minna. ^♦^^^^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^^^ÍhÍh^Ím^m^JmJm^ Kjósendur í Emerson-kjördœmi greiðið atkvæði með H. H. WRIGHT óháðu liberal þingmannsefni f f ± f f i f f i i m , , ... f Stefnuskrá: Lagning og viðhald þjóðvega, þannig að á- valt «éu færir yfirferðar, og naegileg framræsla. Kostnaður við vegagerð sé greiddur með tekjum af gas- A t Baruaskólakerfi með því fyrirkomulagi, að hlutaðeigandi ^ sveitarhéruð hafi yfirráð skólanna. 'jt olíu skatti og bifreiðaleyfum. r i i Barnaskólamentuu til handa sérhverju barni. Útfcrsla raforku-kerfis fylkisins. Lækkun símagjalda, þannig að starfrækslukostnaði sé f aðeins fullnægt, Fækkun hálaunaðra umboðsmanna í þjónustu fylkisins. Margaukin og útfærð notkun náttúruauðæfa fylkisins. Nýjar markaðsleiðir fyrir framleiðslu bænda, ásamt öfl- ugum stuðningi til samvinnu fyrirtækja. Atkvæði með Wright, þýðir atkvæði með f auknu athafnalífi og stóraukinni velmegun í Manitoba. X i i i T i i t f i T f f i ♦> I t Sí*<HttI*fttH><HKH>fKH><H><H><H><H><H><H><H><H><H><^^ Sendið korn yðar * tii U NITHD GRAIN GROWERSI? Bank of Hamilton Chambers WINNIPEG Lougheed Building CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. ry. THE WIIISKY SEM HEFIR ALHEIMS ORDSTÍR @íadiaM(Bjb, CWhisky Hefir gerst í ekta eikarköggum 'Von'l Miss 3he (jOod öhings DREWRYS STANDARD LAGER -hefir fengið viðurkenningu og haldið henni í fimtíu ár. The DBEWRYS Limited EatabHshod 1377 Wlnnipeg, Phono 5 7 221

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.