Lögberg - 07.07.1927, Side 6

Lögberg - 07.07.1927, Side 6
Bls. 6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 7. JÚLÍ 1927. Silfurlc^x-torfurnar. Eftir REX BEACH. • 19. KAPITULI. Eftir að þeir voru komnir langt út með ströndinni, stóð Emerson í sömu sporum og harfði út á sjóinn til að vita, hvort hann sæi ekki einhvern hafnar.bátinn veita þeim eftirför, og sem gæfi til kynna, að eftir burtför haas úr landi hefði verið tekið eftir misgripum leyni- lögregluþjónanna, sem Fraser tóku í stað Em- ersons. “Eg verð ekki óhultur, fyr en við erum komnir fram hjá Port Towwnsend,” sagði hann við Cherry, sem alt af hafði staðið við hlið hans. “Og hvers vegna Port Townsend?” spurði hún. “Við stönzum þar ekki?” “Nei, En lögreglan getur símað þangað og látið taka mig þar,” svaraði Emerson. “Ef að þeir taka eftir misgripunum. ” “Þeir hljóta að hafa gjört það nú, og þess vegna hefi eg beðið Peasley að hraða ferðinni sem mest. — Þegar við erum komnir út úr sundjnu, þá er eg ánægður. En á meðan------” Emerson lagði frá sér kíkirinn, og Cherry sá hve þreytulegur og áhyggjufulhir að hann var og í þvðum viðkvæmnisróm sagði hún: “Þú átt skilið að bera sigur lír býtum, þú hefir bar- ist drengilega.” “Og eg skal nú vinna í þessari viðureign,” svaraði hann þreytulega. “Eg verð að vinna sigur. Eg vildi .bara, að við værum komin fram hjá Port Townsend.” “Hvað heldurðu að þeir geri við Fraserí” spurði hún. “Ekkert alvarlegt held eg,” svaraði Emer- son. “Það var eg, sem þeir voru að hyggja eftir og enginn annan, og þegar þeir verða varir við, að þeir hafa ekki rétta manninn, þá held eg að þeir sleppi honum.” Eftir dálitla stund bætti hann við: “Samt sem áður þá er eg órólegur yfir að skilja hann eftir. E—eg myndi aldrei yfirgefa félaga minn, ef eg gæti hjálpað því.” “Þú gjörðir það eina rétta,” svaraði Cherry ákveðin. “Þú veizt, að eg er ekki að þessu fyrir sjálf- an mig, heldur fyrir aðra.” Hljótt andvarp eða stuna sté upp frá hjarta Cherry og hún leit sorgbitnum augum út á haf- ið í vesturátt. Emerson fann til breytingar- innar, sem á henni var orðin. Honum fanst hún vera orðin alt önnur nú, en hún var þegar hún var að telja kjark í hann, er hann var að því kominn að gefast upp. Stúlkan hugrakka, sem við hlið hans hafði staðið þessar síðustu vikur, talað í hann hugrekki og verndað vonarneist- ann í brjósti hans frá að kulna út, var nú alt í einu orðin svo hljóð og hugsi. Það var í fyrsta sinni, sem hann hafði tíma til að veita því eftirtekt, er þau stóðu þarna ein á þilfarinu og hann mintist þess þá líka, að hún hefði aldrei verið eins og hún átti að sér að vera, síðan dag- inn sem Hilliard bankastjóri hafði séð sig um hönd. Honum datt í hug, hvort ekki gæti skeð, að þessi breyting stafaði frá því, að hann hefði sjálfur breyzt. “Nú jæja,” hugsaði hann, “eg get ekki að því gert.” Hin einkennilega framkoma hennar þá hafði haft meiri áhrif á hann, en hann hélt að nokkur eða nokkuð gæti haft, og þó að hann hefði af ásettu ráði haldið sér frá að hugsa um þessi sinnaskifti bankastjórans, þá fann hann, að á bak við þakklætis tilfinningu hans til Hílliards var einhver kend, sem gjörði hann órólegan í návist Cherry. Hann gat ekki ásakað sig fyrir, þó hann hefði fastlega áseft sér að bera hærri hönd í þessari viðureign. En hann brast siðferðislegt þrek til þess að horfast með al- vöru í augu við þann möguleika, að Cherry hefði orðið að fram .bera þá fórn, sem Clyde og fleiri hefðu verið að glósa með. Ef að það í raun og veru var sannleikur, þá setti það hann í þá óþolandi afstöðu, þar sem að hann gat hvoúki vottað henni þakklæti sitt né heldur fyrirdæmt hana. Það leyndi sér ekki að hún hafði ráðið hugsanir Emersons, og hin kvenlega viðkvæmni hennar hefti orðin, sem í huga hennar voru. Þau stóðu hlið við hlið á stjórnarpallinum á meðan að dagurinn kvaddi o" geislar kveldsól- arinnar léku á bárum hafsins, og land, loft og haf var skreytt undursamlegu litskrúði og lit- breytingum. t hug beggja voru hugsanir, sem ekki mátti skýra og á vörum þeirra voru orð, sem þau máttu ekki tala. Loftið fram undan þeim var sólgylt, nema þar sem svartir þoku- bólstrar skygðu á það. Til beggja handa risu fjöllin. upp úr láglendinu, þar sem skuggsýnt var orðið og var mynd þeirra eftir því sem of- ar dró, skýrari. Hér og þar með fram strönd- um sáust ljós í gluggum. Sjóloftið var svalt og hressandi. Hinn þungi vélniður skipsins heyrð- Lst ekki fyrir söngnum í skipverjum, sem dreg- ið höfðu sig saman, og við hljóð þeirra bland- aðist gjálpið, sem lék sér við kinnung skipsins. Matreiðsluþjónnn kallaði á Emerson til kveldverðar, en hann kvaðst vera lystarlaust og afþakkaði, og hið sama gerði Cherry, og þarna stóðu þau á meðan að skipið brunaði áfram og næturkyrðin lagðist yfir láð og lög. Þegar að skipsklukkunni var hringt, mælti Emerson við Cherry: “Eftir tvo klukkutíma get eg sungið, borðað og sofið.” Kafteinn Peasley var á gangi á stjómpall- inum, þegar þeir eftir nokkur n tíma komu á hlið við ljósin í Port Townsend og sáu ljós- glampana í víginu. sem þar er við sundið. Þau sáu, að kafteinn Peasley stnzði skyndilega og leit í sjúnauka sinn. Emerson studdi hendi sinni á handlegg Chorry, og eftir örstutta stund kom Peasley til þeirra og mælti: “Mér sýnist að .bátur sé að leggja út hérna fram undan. Hvað skyldi nú vera á seiði?” Rétt fram undan þeim sáu þeir ljós, sem flögraði til og frá. “ Já, þeir eru að gefa okkur merki.” “Þú ætlar ekki að stanza, ætlarðu?” spurði Emerson. “Eg veit það nú ekki enn. Eg má kannske til,” svaraði kafteinninn. Skipin nálguðust óðum, og eftir stuttan tíma heyrðu þeir á The Bedford Castle, smell- ina í gasolínvélinni í skipinu, sem á móti þeim kom. Og þar sem bæði skipin fóru nokkum veginn jafn hart, nálguðust þau hvort annað svo að eftir litla stund gátu ménnirnir talast við. Skipið, sem á móti kom, hafði geislaljós mikið, sem kastaði birtu all-langt át undan því, en bráðlega skreið skipið sjálft fram úr dimm- unni, svo að það sást vel frá hinu skipinu. Maður stóð á þilfarinu með skriðbyttu í hend- inhi, sem hann veifaði. Skipið linaði ekki á ferðinni, en maður kallaði af aðkomuskipinu og spurði að hvað skip okkar héti. “The Bedford Castle, hlaðið vöru, á leið til Bristol fjarðar,” hrópaði Peasley. Maðurinn á aðkomuskipinu setti skrið- .byttuna niður og hrópaði: “Stanzaðu, við þurfum að koma um borð.” Með blótsyrði á vörum gekk Peasley að símanum, sem lá til vélameistarans. En áður en hann komst að honum, gekk Emerson í veg fyrir hann. “Hinkraðu ofurlítið, þeir eru að elta mig, kafteinn Peasley. Það eru lögreglumenn frá Port Townsend, og ef þú leyfir þeim að koma um borð, þá taka þeir mig fastan.” “Hví heldur þú það?” spurði Peasley kaf- teinn. “Spurðu þá að því.” Hann hrópaði á komumenn og spurði: “Hverjir eruð þið?” “Lögreglumenn, og við þurfum að koma um borð.” » “Sagði eg þér ekki,” mælti Emerson. “Hvað viljið þið?” hrópaði kafteinninn. “Einn af fahþegunum á skipinu, Mr. Emer- son. Stöðvaðu skipið strax, þú ert að fara fram hjá okkur.” “Mér þykir fyrir, Mr. Emerson, að eg get ekki annað en hlýtt,” mælti Peasley og ætlaði aftur að ganga að símanum. Emerson gekk aftur í veg fyrir hann og mælti: “Eg læt það ekki viðgangast. Það eru sam- tök til að eyðileggja mig.” “En, ungi vinur minn—” ”Snertu ekki símann!” Frá skipinu aðkomna komu nú hávær köll og einhver hávaði heyrðistí frá þilfari The Bedford Castle. “Farðu úr vegi frá mér,’ mælti Peasley reið- ur. En Emerson lét hvergi undan síga og mælti: “Eg segi þér satt, mér er full alvara.” “Á eg að stöðva skipið?” hrópaði stýri- maðurinn frá stýrishúsinu. “Nei!” svaraði Emerson hátt og ákveðið, og við ljósbirtuna á stjórnarpallinum, sem var dauf, sáu þeir, að Emerson stóð með marg- hleypu í hendinni og í sömu svifum sást George Balt ganga upp járnstigann, sem lá upp í stýr- ishúsið, opnaði hurðina, henti stýrimanninum út og hrópaði: “Fulla ferð, eða eg sigli komu- mennina í kaf!” “Við stóðum með þér, þegar þú þurftir þess við,” mælti Emerson við kafteininn. “Ger þú okkur sömu skil. Þeir geta ekki neytt þig til að stanza og þeir geta ekki komist um borð.” Skipið aðkomna var komið svo nærri þæim, að örlítið bil var á milli skipanna. Eitt augna- blik stóð Peasley kafteinn sem í ráðaleysi, svo sá Emerson hann glotta, en hann mælti með hárri röddu, sem ekki virtist neitt sérlega vin- gjarnleg: “Hvað á þetta að þýða? Eg verð sektað- ur fyrir þetta tiltæki.” “Eg skal borga alla sekt, sem þú verður fyrir út af þessu,” mælti Emerson, því hann vissi að hinir mundu heyrt hafa til Peasley. “Þetta er uppreisn.” “Þetta er uppreisn!” “ Já, það er rétt það sem það er. Þú getur sagt, að þú hafir orðið áð gera þetta nauðug- ur viljugur.” 'N “Eg hefi aldrei á æfi minni heyrt neitt líkt þessu,” mælti stýrimaðurinn. “En það er eins og eg hafi ekki mikið að segja hér.” “Þú hefir alls ekki neitt að segja.” “Segðu þeim að fara norður og niður,” söng í George Balt um leið og hann rak höfuðið út um stýrishússgluggann, rétt yfir höfðinu á lögreglumönnunum. Lögreglumennirnir borguðu í sömu mynt, nema hvað þeir voru ákafari og hávaðameiri en George Balt. Menn teygðu sig út fyrir öldu- stokkinn á The Bedford Castle eða kíktu út um glugga og göt, sqm á skipinu voru, til að sjá aðkomumennina. “Hví stöðvarðu ekki?” hrópuðu lögreglu- mennimir. Peasley gekk út á brún sfjómarpallsins og hrópaði: “Eg get það ekki, herrar mínir, því eg fæ þess ekki ráðið. Þið verið að komast um borð sjálfir”. Og þannig skildi með þeim. Án þess að stýrimaðurinn sæi, lagði Emer- son hönd sína á öxl kafteininum og hvíslaði þakklætisorðum í eyra honum, en Peasley ypti öxlum og mumlaði eitthvað, sem enginn heyrði. “Skyldu verkfallsmennimir þó ekki verða reiðir? Þeir nærri því flöttu út á mér höfuðið með járnklumpnum, sem þeir hentu að mér. Fjögur hundruð pund! Já, því líkt!” Blótsyrðin frá mönnunum í gasolínskipinu urðu nú svo hávær, að Peasley gekk aftur út á rönd stjórnpallsins og kallaði til þeirra: “Gætið þið tungu ykkar. Það er kvenmaður hér á skipinu.” Gasolínskipið fór nú leiðar sinnar, og smell- irnir frá vélinni urðu daufari og lægri, unz þeir hurfu með öllu, og það var heldur ekki fyr en alt var orðið kyrt, að George Balt lét af hendi stjórnina á The Bedford Castle. Þetta var honum að eins sem partur af verki dagsins, sem sjálfsagt var að ljúka við. Hann sá ekki neitt spaugilegt við það, né var það neitt róm- antiskt fyrir hann. Skipsklukkan hingdi á ný og Emerson tók í höndina á Cherry og leiddi hana ofan á þilfarið. “Nú skulum við fá okkur eitthvað að borða,” mælti hún. “Já,” mælti Emerson glaðlega, “og eitt- hvað að drekka líka.” “Við skulum drekka skál Frasers fingra- lausa — og við skulum drekka’ hana stand- andi.” Eftir viku siglingu komu þeir til Unalaska- hafnar og náðu henni, þó þoka mikil væri og ilt að rata. Fuglarnir, sem elt höfðu skipið, hörf- uðu til baka, er þeir sáu eldfjallaland fyrir stafni, en svartfuglar, sem varla gátu hreyft sig fyrir fitu, börðust við að hefja sig til flugs til þess að komast úr vegi skipsins. - Peasley kafteinn hafði vonast eftir, að hann gæti frétt þar um^ísreikann þar norður undan. En það brást honum, því það var enn óf snemt til þess að eftirlitsskip Bandaríkja- stjórnarinnar væru komin á þær stöðvar. En veiðimenn þar um slóðir vissu hvorki um ís- rek né annað. Peasley kafteinn varð því að treysta á sjálfan sig. Hann fór aftur út úr höfninni. Fór nokkuð til baka og hóf svo för sína á ný norður á leið með hinni mestu varúð. Eftir að hann komst yfir torfærur þær, sem vanalega er að finna þar, sem hin svo nefndu norður og suður Kyrrahöf mætast, fór að anda kalt á móti þeim, og með norðanvindinum komu ísbreiður, sem þeir ekki sáu út yfir, og fyrsta kveldið þorðu þeir ekki annað en leggjast og bíða átekta, þó það væri ekki sem álitlegast, því ísinn rak fiam og aftur fyrir straumum Is- hafsins. Hann kom norðan úr Beringssundi á haustin og hélt sig á þessum stöðvum þar til að hann varð að láta undan geislabráð sumarsól- arinnar. Vaka var stöðugt haldin á skipinu nótt og dag og um morguninn fóru skipverjar að líta eftir opum í ísbreiðunni til austurs og þok- uðust smásaman áfram í gegn um glufur í ísnum, eftir því sem straumarnir af og til og af tilviljun opnuðu þeim sund og ála. The Bedford Castle var stálskip, sem gjörði ferðina í gegn um ísinn enn hættulegri, því hinn minsti árekstur var líklegur til að beygja stál- plöturnar og gera skipið lekt. Peasley skip- stjóri varð því að gæta hinnar mestu varúðar. En 'þrátt fyrir alla varúð, þá festust þeir svo í ísnum, að þeir urðu að láta rekast með hon- um í tuttugu og fjóra klukkutíma. Svo brotn- aði ísinn og þeir komust út úr spönginni, sem þeir voru í, en það var ekki nema stundarfrið- ur því ísinn laukst bráðlega nm þá aftur. Náttúruöflin voru þeim fráhverf, en undir þeim urðu þeir þó að eiga framtíðina. Það gátu orðið dagar, jafnvel mánuðir áður en að þau leyfðu framhald ferðarinnar, og þegar þau loks yrðu að .beygja ofríki sitt fyrir hækk- andi sólu og sumri, þá var engan veginn víst, að þeir yrðu fyrstir til að njóta þeirra hlunn- inda. The Bedford Castle lá lengi föst og hjálparlaus í ísnum og menn þöfðust ekki að annað en horfa á seli sem komu upp á ísinn hér og þar og litu forvitnislega til skipsins, eða þvögur af rostungum, sem líka horfðu forvitn- islega á þessa komumenn, sem óboðnir höfðu • komið til heimkynna þeirra. Einu sinni opn- aðist ísinn í suður frá skipinu; þeir héldu eftir þeirri glufu og reyndu alt ,sem þeir gátu að komast út úr ísþvögunni. En það var ekki fyr en fyrsta vika ,maí hafði komið og liðið hjá, að þeir sáu nokkur líkindi til að lagast mundi fyrir þeim. Kveld eitt seint, sáu þeir reykjar- mökk álengdar, og morguninn eftir sáu þeir þrímastrað eimskip fast í ísnum nokkrar míl- ur vestur frá pér. “Þetta er The Juliet, eitt af skipum North American Packers Association, ” mælti George Balt. “Hún var að taka vörur, þegar við fórum frá Seattle,” mælti Emerson. “Það er skip Willis Marsh, svo hann hlýtur ur að vera um borð,” mælti Cherry. “Það er timburskip og sérstaklega bygt til slíkra ferða. Ef við gáum ekki að okkur, þá verður hann kominn á undan okkur, eftir alt.” “Hvaða gagn gjörir það honum?” spnrði Clyde. “Laxinn fer ekki að ganga fyr en eftir sextíu daga hér fra. ” Emerson ,og Balt yptu að eins öxlum. Ferð þessi hafði verið Cherry eins og draumur, því eftir að þau lögðu út frá manna- bygðum, þafði Emerson aftur tekið gleði sína —* þetta ómótstæðilega viðmót, sem hún hafði að eins séð .bregða fyrir í fari hans, þegar þunglyndinu hafði létt af honum^eins Qg þoku af láglendi, sem svo mjög hafði þreytt sam- vinnu þeirra upp á síðkastið. Á skipinu höfðu þau verið mikið saman, og samvera sú hafði verið báðum hugþekk, og þá hafði Emerson oft verið eins léttlyndur og kátur eins og Alton Clyde. A þeim stundum hafði hún lært að þekkja hann enn nánara, og var sér líka þess meðvitandi, að þekking hans á sér væri orðin víðtækari en hún hefði áður verið. Hún skildi fullvel, að á milli sfn og Emerson gat aldrei verið að ræða um annað en kunningsskap, þvi það var að eins ein kona í öllum heiminum, sem átti hug og hjarta hans. Samt gat hún ekki annað en fundið ósegjanlega mikla ánægju í nærveru hans, og í henni gat hun að eins gleymt raunum sínum. Eins og flestar konur þá tók hún það, sem að henni var rétt og reyndi alt, sem hún gat til þess að na í meira af hylli hans. Tveim dögum eftir að þeir sáu skipið Juliet, sáu þeir seglskip, sem líka var fast ,í ísnum. Og á fimta degi maímánaðar opnaðist vegur fyrir þá í gegn um ísinn. Þeir skriðu á stað, fyrst ofur hægt, og komu eftir nokkra stund í ískrap mikið, sem þeir sáu ekki út yfir, en þegar út úr því kom, var auður sjór fram undan, spegilfagur og lygn, og bráðum sást ströndin lág og eyðileg, í um tuttugu mílna fjarlægð. Um sólarlag um kvöldið vörp- uðu þeir akkerum í Kjalvíkur ármynni. Þau einu lífsmerki, sem sáust þar, var reykur, sem lagði upp úr reykháfunum í Indíána" þorpinu. Niðursuðuverksmiðjurnar stóðu þar eins berar og einmanalegar og þær voru, þegar Emerson fór þaðan. Krossinn gríski á kirkjunni sýnd- ist logagyltur í geislum kveldsólarinnar. 1 sjónauka sá Cherry einhvern í dyrunum á húsi sínu, sem henni fanst að hlyti að vera Constan- tine. ,0g hann hafði ekki farið með þeim, sem niður í fjöruna fóru og voru nú á leið í sel- skinsbátum sínum út í skipið. Cherry og Emerson fóru ásamt Clyde á báti í land, en George ,Balt tók að afferma ‘skipið tafarlaust. Hin langa sjóferð hafði gert fiski- mennina órólega, svo þeir voru áfram um að taka til vinnu á ný. Það voru þrjár mílur vegar þaðan sem skipið lá.og heim til Cherry. Við lendinguna biðu þau Constantine og Chakawana, sem urðu ósegjanlega fegin komu þeirra, og sýndi Con- stantine það með því, að tala ósköpin öll á ensku, að því er hann hélt, en sem enginn skildi. Og jafnvel sleðahundar Cherry, feitir og vinalegir, komu þar til að heilsa upp á Cherry og ýlfruðu mikið, sem að Alton Clyde var ekki sem .bezt við. “Nú er eg hissa! Þetta eru úlfar. Bíta þeir ekki? Og húsið — er það ekki skrítið? Það líkist leiksviði. Heyrið þið, hérna líkar mér — eg er orðinn hálfgerður útile,gumaður, illur og miskunnarlfius,” mælti Clyde. Þegar að þau höfðu athugað búðina, sem nú var orðin nálega tóm, og komu inn í íveru- hús Cherry, þá varð Clyde frá sér numinn. Hann skildi við Cherry og Chakawana, sem voru að tala saman, og fór að skoða heimilið að innan og utan með nefið niðri í hverri kyrnu og inni í hverjum krók, og fór svo að vingast við hundana. * Cherry vildi ekki fara aftur út á skipið, svo þeir Emerson og Clyde fóru og á leiðinni komu þeir við, þar sem til stóð að byggja nið- ursuðuhús þeirra, og töfðu þar nokkuð, svo það var farið að skyggja, þegar þeir komu út á skipið. Var þar fit og fjöður uppi á öllu, því enn voru menn að vinna að uppskipun. Þegar Emerson kom um borð í skipoð, tók hann ofan, þótt svalt væri og teigaði að sér frískandi kveldloftið og fullvissaði sjálfan sig um, að aldrei hefði hann heyrt músfk, sem bet- ur hefði látið í eyrum, en skröltið í lyftivélum á skipinu og hávaðinn í mönnunum. Hann sneri sér til suðurs með bros á vörum og sendi hlý og kærleiksrík hugskeyti út í nóttina, sem var að breiða vængi sína yfir láð og lög. 20. KAPITULI. George Balt hélt áfram að afferma alla nóttina. Hver báturinn eftir annan fór hlað- inn til lands og stórir viðarflekar voru bygðir við hlíð skipsins og dregnir í land með flóðinu. Um morguninn sendi Emerson nokkra fiski- menn í land til að hreinsa verksmiðjustæðið, og allan daginn var haldið áfram að hlaða vörum í stóra stafla á ströndinni. Verkfræðinám Emersons kom sér nú vel, því það var ótal margt, sem sérþekkingu þurfti til við verksmiðjusmíðið. En honum lét það alt einkar vel, eins og George Balt, sá partur verksins, sem hann tók að sér, og ekki leið á löngu áður en fyrirtæki þetta fór að taka fasta mynd. Aldrei voru menn viljugri að verki, en þeir Emerson og George Balt voru og þegar að viku liðinni að skipið The Juliet og Marsh komu, þá höfðu þeir félagar lokið við að reisa íveruhús mannanna og farnir fyrir alvöru að vinna að verksmiðjunni. Mynnið á Kjalvíkuránni er nokkrar mílur á breidd, en það er að eins á litlu svæði, sem haf- skip geta legið. Þar fyrir utan eru grynning- ar, sem að eins smábátar gátu flotið yfir, og þar sem verksmiðjumar stóðu með fram ánni á nokkru svæði var nauðsynlegt að flytja til og frá skipanna á léttari bátum. The Juliet hafn- aði sig rétt hjá The Bedford Castle. Skap Willis Marsh, sem þegar var orðið vont út af töf þeirra í ísnum, batnaði ekki við það að vera knúður til að leggjast við hliðina á skipi mótstöðumanns síns, sem hann nú sá að hann hafði borið lægra hlut fyrir, og hann var sér þeas meðvitandi, að hér eftir yrði sókn þeirra og vörn að vera opinská, og að áfram- hald baráttunnar yrði að fara fram þa rá staðn- um, þar sem báðir málsaðilar voru sjálfir við- staddir, og að hér yrði að skríða til skarar milli þeirra, hvaða brögðum, sem beitt væri. Emerson var draumsjónaríkur unglings- maður, sem, eins og riddararnir forðum, barð- ist til þess að ryðja úr vegi því, sem stóð á milli hans og konunnar, sem hann elskaði. En hon- um var líka hreysti meðfædd, og engu hafði hann mætt í lífinu, sem hann hafði ekki sigrast á, og í hverri viðureign við mótstöðumann sinn hafði hann sýnt sig honum fremri. Þegar að Marsh leit í kring um sig og sá, hversu miklu að Emerson hafði þegar afkast- að, var ekki laust við, að hann fyndi til órór með sjálfum sér. En hér var hann heima hjá sér. Hann var miklu mannfleiri en Emerson, og þó að honum hefði mistekist að stíga á þetta fyrirtæ'ki í byrjuninni, þá var ekki líkt því að hann væri ráðþrota. Honum var forvitni á að sjá mótstöðumann sinn að vinnu og reyna skapsmuni hans að nokkru. Það var eftir miðjan dag, daginn eftir, að Marsh kom, að liann stefndi báti sínum þar að, sem Emerson var að vinnu, og gekk til hans. Hann kastaði kveðju á Emerson og tók hann henni kurteislega, en heldur kalt. Hann þótt- ist sjá, eins og hann reyndar skildi áður, að Em- erson var að engu óeinbeitnari en hann sjálfur. Báðir mennirnir, undir sinni uppgerðar kurt- eisi, sáu að leiktíminn var á enda,og að þarna í hinu norðlæga héraði var að eins maður á móti manni.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.