Lögberg - 14.07.1927, Side 1

Lögberg - 14.07.1927, Side 1
40 ARCANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 14. JÚLl 1927 Canada. Á laugardaginn í vikunni sem leið, birti blaðið Manitoba Free Press, í þriðja sinn á þessu ári, fréttir af uppskeruhorfum í Mani- toba, Saskatchewan og Alberta Eftir þeirri skýrslu að dæma, er útlitið mjög gott og horfur væn legar um góða uppskeru í haust, þrátt fyrir það, að vorið var ó- vanalega vætusamt og kalt lengi fram eftir. Nú um tíma hefir tiðin verið mjög hagstæð, svo öll- um jarðargróðri hefir farið vel fram síðustu vikurnar. Regn hef- ir alstaðar, á því stóra svæði sem hér um ræðir, verið nægilegt og sumstaðar fullmikið. Skaðar af hagli eða ryði, eða öðru þess konar, varu enn litlir, þegar þess um skýrslum var safnað, en síð- an hefir frézt, að tilfinnanlegur skaði hafi orðið af hagli í Sas- katchewan, sem væntanlega rýrir uppskeruna töluvert í því fylki, en yfirleitt eru uppskeruhorfur góðar nú sem stendur í Vestur- Canada. * * * Á fjölmennum fundi, sem hald- inn var í Montreal fyrir fáum dögum, til að kjósa fjóra erinds- reka til að mæta á flokksþingi conservatíva í Winnipeg í haust, bar fyrverandi fylkisþingmaður, C. Houde, þær sakir á Baron de Vitrolles, aðal konsúl Frakka í Canada, að hann hafi reynt að hafa áhrif á þingkosningar í Que- bec, frjálslynda flokknum í vil, og færði það til, að meðan á síð- ustu kosningum stóð, hefði franska lýðveldið sæmt tvo af fylkisráðherrunum heiðursmerkj- um, og hefði það vafalaust verið gert samkvæmt ráðum konsúlsins og til þess að styðja að kosningu þeirra. Samþykti fundurinn til- lögu þess efnis, að skora á Bri- and, utanríkisráðherra Frakka, að kalla þenna konsúl heim nú þegar og skipa annan mann í hans stað, “því Quebecbúar vildu ekki þola, að útlend ríki skiftu sér af þeirra stjórnmálum.” * * * Ofviðri mikið gekk yfir stórt svæði í Saskatchewan fylki á laugardaginn í vikunni sem leið, eftir því sem frétt frá Regina seg- ii, er hingað barst á mánudaginn. Fylgdi því áköf rigning og hagl stórkostleft, sem fréttin segir að unnið hafi mikið tjón á ökrum og matjurtagörðum á landsvæði því, sem sé um hálf miljón ekra að stærð, og að skaðinn, sem þetta veður hafi valdið, sé stór- kostlegur. Fréttirnar eru enn ó- ljósar, en telja má víst, að hagiið hafi unnið mikið tjón á ökrum manna og farið víða yfir. * * * Bjórsalarnir í Vancouver, B.C., eru að gera ráð fyrir að skifta bjórstofunum í tvent, þannig, að annar hlutinn sé ætlaður karl- mönnum eingöngu, en hinn hlut- inn kvenfólkinu. Enn drekka karl- mennirnir miklu meira, en bjór- salarnir gera sér samt grein fyr- ir því, að það þarf að ætla kon- unum jafnmikið rúm í bjórstof- unum eins og mönnunum, því annars myndi þeim ekki finnast, að þær nytu síns sjálfsagða og ^iðurkenda jafnfréttis og að hlut- úr sinn væri fyrir borð borinn. * * * Kona nokkur í Toronto, Mrs. Hope Leontough að nafni, ætlaði að lækna meltingarleysi, sem hún þjáðist af, með því að svelta sig nógu lengi. Hún fastaði í 55 daga og var þá mjög aðfram komin af næringarleysi og dó skömmu síð- ar, þrátt fyrir það að eftir að hún hafði lifað alla þessa löngu föstu, var gert alt sem læknarnir gátu að gert til að bjarga lífi hennar. * * * fbúðar stóýhýsi mjög vandað á að byggja í sumar við gatnamót- in Broadway Ave. og Kennedy St. í Winnipeg. Á hús þetta að vera sjö hæðir, 150 fet á annan veginn en 145 á hinn og verða í því 72 í- búðir. Gert er ráð fyrir að bygg- ingin kosti $500,000. * * * Á laugardaginn í vikunni sem leið brann stórbygging með mörg- um íbúðum í Vancouver, B.C. Sjö manneskjur fórust í þessum elds- voða og nokkrar fleiri urðu fyrir töluverðum meiðslum. Bandaríkin. Við Chishol111, Minnesota, vildi það slys til á föstudaginn í síð- ustu viku, ag náma hrundi saman og var einn af verkamönnunum, Nick Bozennich að nafni, grafinn þar lifandi. Samverkamenn hans tóku þegar að grafa eftir þessum félaga sínum og bjuggust sízt við að finna hann lifandi. En þegar þeir höfðu unnið látlaust í ná- lega tvo sólarhringa, fundu þe'ir Nick og var hann ekki að eins lifandi, heldur óskemdur og heill á húfi. Stórviðir, sem halda áttu uppi námunni, féllu niður þannig, að þeir hlífðu manninum við.öllum meiðslum, en illa æfi hefir hann hlotið að eiga meðan hann var þarna grafinn. Henry Ford hefir mælt svo fyrir, eftir því sem frétt frá New York hermir, að blað hans, ”The Dearborn Independent”, skuli nú þegar hætta öllum árásum á Gyð- ingana, sem það hefir lengi hald- ið uppi. Er haft eftir honum, að sig hafi aldrei grunað, að blaðið flytti eins mikið af því tagi eins og það í raun og veru hefði gert. Segist Ford skuli hér eftir sjá um, að blaðið flytji það eptt, sem engum sé til meins og meiði ekki tilfinningar þeirra, er sjá og lesa, en ekki vill hann selja blaðið, hvað sem í boði er. Ritstjóri blaðsins, William'J. Cameron, hef- ir látið í ljós undrun sína yfir þessu og segist aldrei fyr hafa orðið þess var, að Henry Ford hefði nokkuð á móti því, þó Gyð- ingunum væri gert eitthvað til miska. Ekki heldur hann samt, að þetta sé til þess gert, að reyna að komast að samningum í skaða- bótamálinu, sem Sapiro höfðaði gegn hönum, án þess að það komi til úrskurðar dómstólanna. * * * Auðmaðurinn mikli, John D. Rockefeller, varð 88 ára á föstu- daginn í vikunni sem leið. Gamli maðurinn er vanur að halda upp á afmælið sitt, en í þetta sinn var lítið um að vera heima hjá honum annað en það, að hann bauð til sín fáeinum af helztu vinum sín- um. Enn er hann all-hress eftir aldri, en er nú látinn njóta allrar þeirrar kyrðar sem hægt er. Hvaðanœf a. Kevin O’Higgins, varaforseti írlands (Irish Free State), var myrtur á sunnudaginn var í Dub- lin á írlandi. Var hann á leið til kirkju, þegar bíll fór fram hjá honum með nokkrum mönnum, er skutu á hann mörgum skotum. Var hann þegar fluttur heim til sín og veitt sú læknishjálp, sem hægt var, en eftir fimm klukku- stundir var hann dáinn. Morð- ingjarnir fóru leiðar sinnar og náðust þeir ekki, í bráðina að minsta kosti. Mr. O’Higgins hef- ir verið talinn atkvæðamikill stjórnmálamaður, en talsvert ráð- ríkur og einþykkur. * * * Fyrir skömmu náðu blaðamenn tali af hinum valdalausa og mjög svo yfirlætislausa Kína-keisara, Henry Uu-Yi, þar sem hann hefst við í japanska hlutanum af Tien- tsin. Fórust honum orð meðal annars á þe^ssa leið: “Hvað ser maður í Kína um þessar mundir? Ekkert nema af- ar ‘illa stjórn, föðurlandssvik, mútur og ófrið. Það sem Kína nú stendur mest óheill af, eru alt of margir misendis hershöfðingj- ar. Þeir eru alstaðar, ýmist í or- ustum eða þá á hergöngum sínum um landið — ekki í þágu ríkisins, heldur til að bæta sinn eigin hag, ef þeir geta og til að þjóna lund sinni. — Það> er enginn hægðar- leikur að vera Kínakeisari nú á dögum. Góður keisari verður að vera faðir og fulltrúi þegna s'inna. En eg er ekki nógu mikill eða góður maður til að vera fað- ir þjóðar minnar. Eg efast ekki um það, að sá tími kemur, að einn keisari ráði yfir öllu Kínaveldi, og það sameinist aftur alt í eina he'ild, en sá keisari verður að vera meiri maður en eg er.” Hátíðarhald í Framnes í Nýja Islandi. Það fór fram, sem víða annars staðar, þ. 1. júlí. Hafði mjög verið vandað til mótsins á ýmsa vegu, en útkoman varð ekki eins ánægjuleg og búist var við. Hamlaði' ,þar óhagstætt veður. Var áformað að vera undir beru lofti, borð reist úti og annar út- búnaður hafður, er heyrir til þess konar skemtimótum. Gat ekkert af því notast vegna rigningar, fyrst úða eða sallarigningar, er varaði lengi dags, og síðar stór- feldara regnfalls, er kom um miðaftansleyti. Var enginn ann- ar kostur en sá, að koma sér und- ir þak. Framnes Hall var og staðurinn, þar sem viðbúnaðurinn allur hafði verið hafður, eða þar fast v'ið, og leituðu allir inn í hús- ið og urðu skemtanir þar fram að fara. Til skemtana var söngur og ræðuhöld, piano spil og lestur frumortra kvæða. Sönginn intu af hendi unglingasöngflokkar, er hr. Brynjólfur Þorláksson hafði æft, þegar hann var hér á slóðum. Söngurinn fór vel, mörg falleg lög voru sungin, en fréttatitari yðar óskaði þó, að Brnjólfur væri kominn með keyrið, að ýta á eftir og auka þar með hraðann að nokkuru. Hefði þá órðið meira fjör í söngnum og líf, en það var það sem helzt vanhagaði um, því raddir voru nógar, vel æfðar og margar. Með söngnum spiluðu þær ungfrúrnar Guðrún, Sigurðsson frá Storð í Framriesi og Ida Holm frá Víðir. Tvær ræður voru fluttar. Fyrri ræðuna, um sögulega viðburði þá, er leiddu til fylkjasambandsins í Canada, flutti séra Jóh. Bjarna- son. Hin síðari var flutt af skóla- stjóra búnaðarskólans í Manitoba, W. C. McKityican. Talaði hann um framfarir, er orðið hefðu í búnaði í Canada á þeim sextíu ár- um, er fylkjasambandið hefir staðið. Var góður rómur giqrð- ur að ræðunum og að söngnum einnig, er fram fór á undan þeim. milli og á eftir. — Samkomunni, eða því, sem fram fór í húsinu, stýrði Lúðvig bóndi Hólm, en á- samt honum munu hafa gengist fyrir mótinu þeir Guðmundur Magnússon, Þorgrímur Sigurðs- son, Þórður Helgason, S. S. John- son og ef til vill einhverjir fleiri. Um það atriði er mér ekki vel kunnugt. Bið velvirðingar, ef eg sleppi þarna úr nöfnum einhverra góðra dugnaðarmanna, er ásamt hinum áttu þátt í að setja þetta myndarlega hátíðarhald af stað þar í bygðinni. Tvö frumort kvæði voru lesin á mótinu, annað eftir Magnús Sig- urðsson á Storð, en hitt eftir Berg bónda Hornfjörð. Munu þau ef til vill siðar verða send Lögb. Hefi þau ekki nú við hendina. (Fréttar. Lögb.) Vér viljum syngja sól og sumar inn í sál hennar, sumarskrúð og sumarlíf, með svo miklum krafti, að engir nístandi næðingar lífs- ins, geti nokkurn tíma tortímt sumarylnum í sálum þeirra. Eg beini máli mínu til hinna fullorðnu, sem bera ábyrgð á ein- hverjum ungling, að> búa hann undir lifsstarfið. Ef þér stand- ið samvizkusamlega í stöðu yðar, eruð þér að leita úrlausnar á dæminu því: hvernig get eg bezt gjört þennan ungling að sumarbarni? Þar kemur til greina starf, og trú og lærdómur. Á sínum tíma fléttast skólamál- ið inn í þetta sem einn liðrir. Þú spyr: á hvaða skóla á eg að senda drenginn minn eða stúlk- una mína? Eftir bezta viti og beztu sam- vizku verður þú að svara því sjálfur. En Jóns Bjarnasonar skól'i vill gjöra sitt ítrasta til að gjöra vestur-íslenzk ungmenni að sönn- um sumarbörnum. Fræðslu um skólann veita fús- lega: Miss Halldórsson, yfirkennari, Lundar, Man., eða sá, sem ritar þessar Iínur: Rúnólfur Marteinsson, skólastjóri, 493 Lipton St., Winnipeg, Man. Bókagjafir til Jóns Bjarnasonar skóla: Frá Sigurði Antóníussyni, Bald- ur, Man.: A History of Iceland, by Knut Gjerset; Saga íslendinga í Norður Dakota, eftir Þórstínu Jackson. Frá J. E. Böggild, í Montreal, yfir ræðismanni Dana og íslend- inga í Canada: The Denmark and Iceland Yearþook, 1927. Fyrir þessar gjafir er hér með þakkað. Rúnólfur Marteinsson, skólastjóri. Sumarið í miðjum júní-mánuði. Þegar eg kom úr ferðalagi mínu1 suður um lönd, sá eg ýms merki þess, að vorið hér hefði verið kaltj og sumarið síð>-búið. Nokkru seinna var eg staddur norður á Gimli og veitti því þá eftirtekt, með fögnuði, að sumar- ið hafði verið vel að verki þann stutta tíma, sem það hafði haft dvöl á þessum slóðum. Alstaðar, þar sem minsta rúm gafst, var bæjarstæðið þakið í smára og punti, eins og fegursta tún. Þetta var enn dásamlegra í mín- um augum, við samanburð á á- standinu, eins og það var í fyrra. Þá var Nýja ísland svið- ið og bert, hið ljótasta, sem eg hefi nokkurn tíma séð það. Nú var sumarskrúðið þar dásamlegt. Hið sama mun vera tilfellið víða, þar sem íslendingar búa. Þrátt fyrir kaldan vetur og erf- itt vor, ríkir nú dýrðlegt sumar. Það er ekki að öllu leyti ókost- ur, að vetrarríkið verður hér stundum tilfinnanlegt. Á því lærum vér að meta sumarfeg- urðina. Vetrarbörnin geta orðið sumarbörn. Hugur vor hlýtur að stefna að sumrinu. Þar nær líf- ið auðvitað tilgangi sínum. Vév viljum ekki vera ofufliði borin af vetrinum. Vér viljum eignast svo mikinn styrk, að sumarylur- inn sé ekk'i horfinn, jafnvel í verstu vetrarnæðingum. Þess háttar sumarbörn viljum vér, að unga kynslóðin sé, hin vestur-íslenzka æska, öll æska. Heillaóska-skeyti frá Islandi. Á demants hátíðinni, sendi Hr. Jón Þorláksson, forsætisráðherra íslands, forsætisráðherra Canada, Rt. Hon. W. L. Mackenzie King, heillaóskaskeyti, sem í íslenzkri þýðingu hljóðar þannig: “Á sextíu ára afmælishátíð Canada, landsins, sem veitt hefir svo mörgum íslendingum nýtt og hamingjusamt heimkynrii, leyfir stjórn íslands sér að samgleðjast Canadaþjóðinni og tjá henni sín- ar beztu óskir um gæfusamlega framtíð.” Svarið frá Mr. King er á þessa leið: “Fyrir hönd stjórnarinnar. í Canada og þjóðarinnar allrar, leyfi eg mér að tjá yður, að vér metum og virðum einlæglega hið Vinsamlega skeyti, sem stjórn og þjóð íslands hefir sent oss í til- efni af demants hátíðinni. Á þess- ari þakklætishátíð finnum vér til þess, með fögnuði, ásamt yður, hversu mikilsvert það er, sem margir af sonum og dætrum ís- lands, sem Canada hafa gert að sínu öðru föðurlandi, hafa nú þegar lagt til þjóðlífs vors.” íslendingar heima og erlendis. Eftir Skúla Fkúlason. I. Á síðustu árum hafa verið stofnuð í Reykjaví’curbæ ýms fé- lög til þess að sta fa að aukinni viðkynningu íslendinga og ýmsra annara þjóða. Má nefna Alliance Francaise, Germania, Anglia og dansk-íslenzka félagið, sem mun vera stærst allra þessara félaga og hið eina, sem notið hefir opin- bers styrks. Þessi félög hafa og nóg verk- efni, og geta eflaust komið ýmsu þörfu til leiðar. En það félagið, sem stærst hefir verkefnið, er enn óstofnað og það er íslendinga sambandið, sem svo mætti nefna. Félag sem starfar að því, að efla samband og andleg viðskifti ís- lendinga heima Við þá sem er- lendis búa, hvar sem þeir eru í heiminum. Eg þarf ekki að leiða rök að því, að slíkt félag á meiri og sjálfsagðari tilverurétt en fé- lög, sem starfa að viðkynningu íslendinga við aðrar þjóðir, því það liggur í hlutarins eðli. Hins vegar skal í grein þessari vikið nokkuð að einstökum atriðum, sem eru þess eðlis, að stofnun fé- lags þess, sem nú hefir verið minst á, má ekki dragast, þjóðinni að vansa- og skaðlausu. — Vísir er þegar til félagsskapar- ins, þar sem er Félag Vestur- íslendinga, sem var stofnað um líkt leyti og Þjóðræknisfélagið var stofnað vestra. En að því er séð verður í fjarlægð, hefir félagi þessu alls ekki verið tekið sem skyldi. Vera má, að nafnið éigi nokkra sök á því, og að menn haldi, að þeir einir fái þar inn- gönguleyfi, er dvalið hafa í Vest- urheimi. S.vo mikið er víst, að félag þetta, sem allra hluta vegna hefði átt skilið að fá margfalda meðlimatölu allra hinna félag- anna, mun tæplega vera betur ment en hiii smærri þeirra. Þjóðinni er minkunn að þessu. Menn tala hátt um viðhald ís- lenzks þjóðernis í Vesturheimi og játa, að það sé komið undir lif- and'i sambandi við móðurlandið. Ýmsir beztu menn í hópi íslend- inga vestra, vinna af alefli að verndun þjóðernisins. Þeir halda úti íslenzkum Vikublöðum, gefa út bækur, hafa stofnað sérstakan félagsskap til þess að vinna að þjóðræknismálum, hafa fengið ís- lenzkuna viðurkenda sem háskóla námsgre'in, og fleira mætti telja. Hvaða styrk hafa þeir fengið til þessarar starfsemi Jir þeirri átt, sem sjálfsagt var? Eg býst við því, að okkur verði erfitt um svárið, því vér höfum sýnt óafsak- anlegt hirðuleysi i þessu máli. Þegar Eimskipafélagið var stofnað forðum daga, var skorað Vestur-íslendlnga að taka þátt 1 því og oftar hefir það borið við, að æskt hefir verið styrktar þeirra, þegar fjársöfnun hefir verið á ferðinni til þjóðþrifa fyr- irtæækja. Við slík tækifæri mun menn eftir því, að þeir eru til. Þeir hafa jafnan brugðist vel við. En hvernig bregðast Frónbúar við, þá er landinn vestan hafs þarf á stuðningi þeirra að halda? — Hvernig hefir ársritinu því hinu vandaða, sem Vestur-íslendingar hafa gefið út nú um nokkurt skeið, verið tekið á íslandi? Hverju höfum vér launað samúð landa vestan hafs? — Vér getum ekki svarað þessu kinnroðalaust og hliðrum oss því hjá að svara því. II. En það er hollast, að leiða sann- leikann í þessu efni ekki hjá sér, heldur játa hre'inskilnislega, að oss hafi farist skammarlega við ættingjana vestan hafs. Við höf- um afrækt þá. Fyrir 900 árum námu íslendingar land fyrir vest- an haf og ættjörðin lét þá sigla sinn sjó. Þeir dóu úr hor eins og sauðfénaður í fellisvetri og ætt- jörðin gat afsakað sig með því, að hún var undir erlendri áþján og ósjálfráð gerða sinna. Það þarf ekki að óttast, að landnemar síðustu aldar hljóti sömu örlög og vesturfararnir fyrir 900 árum. En svo heimskulega geta íslend- ingar farið að ráði sínu, að þjóð- arbrotið vestan hafs glatist ís- lenzku þjóðerni á næsta manns- aldri. Og þá hafa Austur-íslend- 'ingar enga afsökun. Það er og skylda hveimar þjóð- ar, áð varðveita uppruna sinn og efla það sem þjóðlegt var. Þetta sígilda boðorð allra siðaðra þjóð- félaga, ætti ætti að vera nægilegt til þess að mönnum sé það ljóst, að áhugaleysið fyrir Islendingum vestan hafs er vanrækslusynd syfjaðrar eða sofandi þjóðernis- meðjitundar. En hér kemur fleira til greina. Meðal annars er á þessu máli margþætt hags- munahlið, sem vert er að athuguð sé, ef vera kynni að einhverjum ykist áhugi fyrir málinu, er hann sér að hér er um meira en hug- sjón að tefla. íslendingar leru fámennasta þjóð heimsins, þeirra er haft hafa djörfung til að halda uppi sjálf- stæðum bókmentum, máli og öðr- um þjóðerniseinkennum. Er mannfæðinni með réttu kent um þá örðugleika, sem eru á útgáfu bóka og blaða og væru íslending- ar ekki|‘meiri bókamenn en aðrar þjóðir, mundi mundi vart hægt að prenta staf á íslenzku máli, nema með ríkisstyrk. Fjórði hluti allra íslenzkulæsra manna býr utan landamæra íslands, þar af langmestur hlutinn í Ameríku, íslenzkan ritmarkað munar um m'inni styrk en verið getur að þúsundunum vestra, ef rétt er að farð. En vér getum ekki vænst NÚMER 28 þess, að Vestur-lslendingar kaupi til lengdar blöð og tímarit að heiman, án þess að vér gerum þeim sömu skil. Samband getur því að eins þrifist, að það sé gagnkvæmt og njóti áhuga beggja aðila, því að engum er láandi þó hann hætti að tala við þann, sem ekk'i svarar. Vestur-lslendingar hafa sýnt það svo ljóst, að ekki verður um vilst, að þeim er áhugamá! að tengslin við “gamla ísland” slitni i ekki, og þeir gera það enn, þó að íslenzk hróp austur um haf haíi oft verið tal við steina. Sinnu- leysið austan hafs stafar eflaust niikið af því, að vér skiljum ekki landana vestra rétt og erum ekki nægilega kunnugir högum þeirra. Þeir hafa lifað við skilyrði, sem vér ekki þekkjum, fengið nýjan sjóndeildarhring, orðið fyrir ó- hjákværiiilegum áhriifum erlendra þjóða, er þeir hafa búið saman við. Yfirborð þeirra er því ef til vill orðið óíslenzkt, það sem helzt mætir auga og eyra. En íslenzk- um kaupstaðarbúa, sem risi upp úr gröf sinni nú eftir fjörutíu ár í moldinni, mund'i sennilega líka finnast ýmislegt hafa breyzt á yfirborðinu og margt óíslenzkt komið á sjónarsvið. Og hneyksli 'enskuslettur í máli Vestur-íslend- ingsins eyru manna hér he'ima, þá væri holt að hugleiða slettur kaupstaðarmálsins, danskar og aðrar, og minnast þess, að Vest- ur-íslendingurinn hefir ef til vill dvalið áratugi innan um ensku- mælandi meirihluta, en ‘heimabök uðu” sletturnar eru gróðursctt- ar og ræktaðar í gróðrarstöð ís- lenzkrar málmenningar, og gert hærra undir höfði, en arfa í kál- görðum. Vestur-íslendingar hafa nær árlega boðið ýmsum menn'ingar- frömuðum að heiman vestur til sín, til þess að halda fyrirlestra og sýna leiklist, tekið þeim með kostum og kynjum og leyst þá út með gjöfum. He'im til íslands hefir að eins einum manrii verið boðið. Er oss þó ekki minni þörf að heyra frá löndum vestra, en þeim frá oss. Reynsla íslendinga vestan hafs og kunnátta þeirra í ýmsu því, sem oss er enn þá hul- ið, t.d. iðnfræðilegum efnum, er eflaust of dýrmæt til þess, að við getum staðið okkur við að láta hana ónotaða þar sem það á við. í verklegri þekkingu erum vér langt á eftir eigin samtíð, en landar vorir vestra hafa fengið tæk'ifæri til að kynnast verklagi mestu framfaraþjóðarinnar í ver- öldinni. Hver leyfir sér að segja, að við getum ekkert af þeim lært? öllum þjóðum er ant um að auka veg sinn út á við, Islending- um líka. Sumir ganga upp í þeirri dulunni, að stórþjóðir heimsins taki eftir hvernig við stöndum og sitjum hér norður í Atlantsál, og er sá misskiln'ing- ur all útbreiddur. Það eru ís- lendingar erlendis, sem eru mæli- kvarði útlendinga á þjóðina. Þeir hafa skapað henni álit vestra og langmest af þeim kynnum, sem Ameríkumenn hafa af íslandi, hafa þeir fengið af löndum vestan hafs. Oss er hagur að því, að landar vestra geti haldið áfram að vinna íslandi álit, en það geta þeir því að eins gert, að þeir haldi lifandi sambandinu við ætt- jörðina, einkum nú, eftir að stór- um er farið að draga úr mann- flutningum vestur um haf. Og það er sérstök ástæða til, að nafn íslands haldist við lýði í Ame- ríku. íslendingar hafa'um marg- ar aldir verið vestasti útvörður hvítrar menningar og ísland var merkasti áfangastaðurinn í vest- ursækni hvítra manna. Ameríka er íslenzkt landnám. — Vestur- lslendingar hafa veglegt starf að rækja, að halda uppi heiðri fyrstu hvítu þjóðarinnar, sem steig fæti á strönd Ameríku. En “Vínland týndist aftur”, stendur í kenslubókum. Engin þjóð í heimi hefir týnt jafn miklu og fslendingar, sem hafa týnt heil'li he'imsálfu. Það er verk- efni núlifandi íslenzkrar kyn- slóðar austan hafs og vestan, að afstýra því, að íslenzkt þjóðerni týnist í hinni endurfundnu álfu framtíðarinnar. III. Hér hefir einkum verið rætt um þann hluta þjóðarinnar, sem býr vestan hafs, enda er hann stærst- ur. íslenzk landnám eru hvergi erlendis nema í Ameríku. Vestur- íslendingar verða því efstir á blaði, þegar ræða skal um stofn- un sambands íslendinga heima og erlendis. í Evrópuríkjunum eru sárfáir íslendingar búsettir, þegar frá er skilin íslenzka ný- lendan í Kaupmannahöfn. Íslendingasambandið yrði því fyrst og fremst félagsskapur ís- lendinga austan hafs og vestan, en æskilegt væri, að Islending- ar, hvar sem þeir væru í heimin- um, gerðust meðlimir þess. Að- aldeildir félagsins ættu að vera tvær, önnur í Ameríku, með yík- stjórn í Winnipeg, og hin á ís- landi, með stjórn í Reykjavík. Undirdeildir skyldi stofna, hvar sem nægileg þátttaka fengist, og teldust slík^r deildir í Suður- og Norður-Ameríku undir deildina í Winnipeg, en aðrar deildir, hvar sem væri í heiminum, undir stjórnina í Reykjavík. Sjálfsagð- ar undirdeild'ir í sambandinu eru íslendingafélög þau, sem þegar hafa verið stofnuð, t. d. i New York, Chicago og öðrum íslend- ingabygðum vestan hafs, svo og íslendingafélagið í Kaupmanna- höfn. Um fundastaði yrði að eins að ræða á þeim stöðum, sem fs- lendingar eru svo fjölmennir að þeir geti stofnað félagsdeild. En félagið þarf einnig að ná til hinna mörgu, sem vegna fámenn- is yrðu utan undirdeildanna. Það þyrfti því að byggja starfsemi sína allmikið á útgáfu smárita og bóka og svo félagsblaðs, sem kæmi út t. d. eiriu Sinni í mán- uði. Það þyrfti ekki að vera stórt, nægilegt, að það gæti flutt helztu fréttir af íslendingum heima og erlendis, verið eins kon- ar sendibréf, sem flytti kveðjur héim og að heiman. Fjöldi ís- lendinga úti í heimi á enga kunn- ingja heima til að skrifast á við; þeir hverfa þess vegna og gleym- ast — týnast. En máske hugsa þeir oft heim eigi að siður. Mark- mið íslendingasambandsins er það, að vera miðstöð allra íslend- inga; út frá aðal deildunum tveimur verða að liggja þræðir, eigi að eins til íslendingabygð- anna, heldur einnig til hinna mörgu landa, sem búa Við einveru og sjaldan eða aldrei fá tækifæri til að tala móðurmál sitt. Ein- mitt þeim er mest þörfin á sam- bandinu og mundu kunna að meta það betur en þeir, sem alt af geta veitt sér að sjá landa sína. Sambandsdeildirnar í Reykja- vík og Winnipeg héldu skrá yfir alla íslendinga erlendis, eigi að eins meðlimi sína, heldur og þá aðra, sem til næðist. íslending- ar, sem að heiman færu til dval- ar erlendis, létu þá deildina sem þe'ir væru í, vita um heimilisfang sitt og gæti hún því jafnan gefið upplýsingar. Eitt starf deild- anna yrði það, að gefa íslending- um erlendis upplýsingar um at- vinnuskilyrði hér heima, svo að þeir, sem heim vilja hverfa, þurfi ekki að renna blint í sjóinn, og jafnvel útvega þeim atvinnu. Á sama hátt gæti félagið gefið þeim mönnum upplýsingar, sem hugsa til að setjast að erlendis. Þegar aðaldeildir væru komnar á stofn í Reykjavik og Winnipeg, þarf ekki að efa, að hægra mundi að halda uppi viðkynningu landa austan hafs og vestan, enda yrði það aðal stárfsemi félagsins. Skal ekki lengra farið ut í þessa sálma. Það þarf ekki neinnar rök- leiðslu Við, að verkefni íslend- ingasambandsins eru næg, — þau eru Svo mikil, að um það eitt mætti skrifa langa ritgerð. Og það er óafsakanlegt, að láta stofnun þess dragast. Allir hugs- andi menn, sem vilja þjóð sinni vel, eru sjálfsagðir meðlimir sam- bandsins. Allir þeir, sem búa úti i heimi og hugsa heim. Og allir þeir, sem eiga ættingja og vini er- lendis. Meðlimatala þess á að skifta þúsundum. Yið erum krækiberið meðal Noirðurlanda-þjóðanna. Engin þeirra hefir látið ógert að stofna þess konar félag — nema við. Það væri öfugmæli að segja, að Við — þeir minstu — hefðum ráð á að “týna” þeim hluta þjóðarinnar, sem flutt hefir út, úr því að þrjá- tíu sinnum . stærri þjóðir hafa ekki ráð á því. Og eg trevsti því. að eg eigi svo marga skoðanabræður í þessu máli, að þeir láti það ekki liggja í þagnargildi lengur, heldur hefj- ist handa nú þegar og hrindi því áfram. íslendingasambandið á meiri tilverurétt en heil tylft ýmsra annara félaga, sem stofn- uð hafa verið á íslandi.—Vísir.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.