Lögberg - 14.07.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.07.1927, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 14. JÚLf 1927. Jögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Ta.lai«iart N-6327 o* N-6328 Utanáakrift til blaðsina: TKÍ eOLUMBÍ^ PIIESS, Ltd., Box 317f. Winnlpog. *(tr\. Utanáakrift rit«tjóran»: EDirOD LOCBERC, Box 3171 Wrnnlpag, M)an. Verð $3.00 um árið. Borgist fyriríram Tha "Lðgbara;" le printad anrt publlahad by The Columbih. Praaa, Limlted, in tha Columbia • uildlnit, Í»S SarKent Ave., Wlnnlpee, Manltoba. Viðskifti Canada við Bretland. ViÖ nákvæma athugun verzlunarskýrslna hhmar canadisku þjóðar, kemur það í ljós, að viðskifti yor við Bretland hafa á síðasta fjár- hagsári, lækkað um $61,000,000. Því sem næst ¦helmingur þessarar fcikna upphæðar, stafar frá þvorrandi útflutningi korns frá Canada til Bretlands. Verðgildi útflutts osts, lækkaði um $9,345,000. Útflutt smjðr varð $4,542,000 minna en fjárhagsárið jmsta á undan. Verðgildi út- flutts búpenings, lækkaði um $5,287,000, en út- flutt reykt svínakjöt, lækkaði í verði um $8,500,- 000. Br hér einungis átt við verzlunarviðskifti milli Canada og Bretlands. Tekið skal það frarn, að þrátt fyrir þessa afar niiklu lækkun á útfluttum varningi til Bret- lands, þá varð meiri vöruútflutningur frá Can- ada, síðastliðið fjárhagsar, en nokkru sinni áður í sögu þjóðarinnar, að undantoknum sjálf- um stríosárurium, og fyrstu árunum tveim, þar á eftir. Munurinn að eins sá, að leita varð fyrir sér um markao* utan takmarka Bretlands, eftir því sem innkaupsþol hinnar brezku þjóð- ar þvarr. Því hefir verið haldið fram, að hér sé um reglulega viðstiftahnignun að ræða, er sam- handsstjórn vor beri a'o' miklu leyti ábyrgð á. Fátt g»ti verið fráleitara en það. Orsakirnar ættu að vera hverjum heilskygnum manni sæmi- lega ljósar. Megin orsökina er að finna í kola- verkfallinu mikla, er svo svarf að þjóðinni brezku, að innkaupsþol hennar þvarr, að heita mátti um þriðjung, frá því sem algengt var. Heilbrigð viðskiftasambönd þjóðarinnar, sættu af þeirri ásta-ðu slíkri truflun, að enn eru hvergi nærri komin í samt lag, þótt tekið sé nú að vísu nokkuð að greiða til í lofti. 1 lok júlímánaðar þess árs, sem tekið er hér til sariianburSar, hafSi hin brezka stjórn, náð haldi á svo miklum skipastól til kolaflutnings frá Bandaríkjunum, að útflutningur korns héð- an úr landi, stöðvaðist aS heita mátti meS öllu um langt skeiS. Af því leiddi þaS, aS kornkaup Breta frá Canada, urðu margfalt minni, en endrarnær. Er það því sýnt, að óviðráðanleg- ar ástæður einar, voru þess valdandi, að út- fluttu vörurnar héðan til Bretlands, urðu svo miklu minni, en venja hefir verið til. Þjóðin brezka, er nú nokkuð farin að jafna sig, eftir verkfallið mikla. Má þess því örugg- lega vænta, að innan tiltölulega skamms tíma, verði hún orðin á ný, einn af beztu viðskifta- vinum hinnar canadisku þjóðar. Bókafregn. Aðalsteinn Kristjánsson: Svipleiftur sam- tíðarmanna, með tuttugu myndum, 310 blaðsíð- ur í stóru broti. Verð í bandi $3.00. Prent- smiðjan Columbia Press, Ltd. Winnipeg. 1927. Bókar þessarar skyldi í raun og veru hafa verið minst nokkru fyr, en sökum anna hefir eigi af því orðið, og biðjum vér höfundinn á því velvirðingar. Höfundur bókar þessarar, er Islendingum beggja megin hafsins, áður að nokkru kunnur, fyrir bók sína: "Austur í blámóðu fjalla", er ýmsir þjóðkunnir mentamenn fóru hlýlegum orðum um, svo sem þeir séra F. J. Bergmann, Guðmundur bókavörður Finnbogason og Guð- mundur Hannesson, prófessor við háskóla Is- lands. Bók þessi hin nýja, hefst með bráðskemti- legum og snjallyrtum formála, eftir séra Jón- as A. Sigurðsson, er drepur á margt og hefir allmikið sögulegt giddi, þótt rúms vegna, sé til- tölulega fljótt yfir farið. Fer hann einkar hlý- legum orðum um höfundinn og tilgang þann hinn þjóðnýta, er fyrir honum hafi vakið. Fyrsta ritgerðin, er næst á eftir formálan- um kemur, er um prestinn og ritspekinginn, Dr. Lyman Abbott, þann, er um f jörutíu ára skeið, var ntstjón að Bandaríkja tímaritinu nafn- kunna, "The Outlook", — einn þeirra manna, er haft mun hafa síðasta mannsaldurinn, hvað ¦ mest áhrifin á hugarstefnu hinnar voldugu Bandarík.iaþjóSar. Var hann víðsvnn menn- ingarfrömuður, er sérhverju mannúðarmáli veittr óskift lið. Manni sem honum, hefir þjóð vor gott af að kynnast, og þess vegna á ritgerð- in um hann erindi til allra Islendinga, undan- tekningarlaust. Næsta Ijósmyndin, sem mætir lesandanum, er af .stjórnmáíamanninum víðkunna, Bobert Marion LaFollette, leiðtoga hins svo nefnda "progressive" stjórnmálaflokks í Bandaríkj- unum. Var hann þrisvar sinnum kjörinn ríkis- stjóri í Wisconsin og átti auk þess'um tuttugu og sjö ára skeið, sæti á þjóðþingi Bandaríkj- anna í Washington. Var hann mælskumaður með afbrigðum, og ótrauður talsmaður þeirra, er harðast voru leiknir í baráttunni fyrir til- veru sinni. 1 niðurlagi ritgerðar sinnar, kemst höfund- urinn svo að orði, um þenna látna mannkosta- mann: "LaFollette var talinn mesti afkastamaður til hins síðasta. — 1 andlátinu var andi hans að starfa fyrir þjóðina, og föðurlandið. — Hjarta hans sló tíðara hin síðustu slögin, fyrir ást hans og umhyggju, fyrir hinum fátæku, fá- vísu, smáðu, — fyrir alþýðunni." Að loknum kaflanum um La Follette, hefst á blaðsíðu sjötíu og þrjú, ritgerð all ítarleg, um stjórnmálavíkinginn Theodore Roosevelt, Bandaríkjaforseta. Bregður höfundurinn upp skýrum myndum úr sögu og svip þessa þrótt- mikla áhrifamanns, er í orði og athöfn bar á sér skarpan litblæ norræns víkingatáps. Var hann ímynd hreystinnar, traustur foringi heima fyrir, en þó Kklegast, að öllu athuguðu, sterk- astur á svellinu, hvað afskifti utanrikismál- anna áhrærði. Mannúðarhliðinni á Roosevelt, telur höf- undur sýnilega bezt lýst, með hans eigin orð- um, sem prentuð eru í niðurlagi ritgerðarinn- ar: "Fylgdu guði í auðmýkt og lotningu, — það er nægilega löng trúarjátning fyrir mig." Ritgerð þessari fylgir kvæSi um Roosevelt, "Great Heart", ort af enska skáldjöfrinum Rudyard-Kipling, í máttugri, íslenzkri þýSingu eftir KlettafjallaskáldiS, Stephan G. Steph- ansson. I>á kemur lengsta, og aS öllu samanlögðu, veigamesta ritgerðin, um Bandaríkjaforsetann, rithöfundinn og hugsjónamanninn, Thomas Woodrow Wilson. Er þaS ekki nema eSlilegt, aS höfundur verji mestu rúminu til hugleiS- inga um Hfsferil þessa mikla manns, er vafa- laust hefir haft dýpri og víStækari áhrif á heimsmálin, en nokkur annar einstaklingur samtíSar vorrar. Allir menn, sem eitthvað verulegt er spunnið í, sæta misjöfnum dómum. Dómamir um Wilson hafa verið næsta mis- jatfnir. Miljónir manna hafa dáð hann og dá nafn hans enn í dag, sem eins af mestu vel- gerðamönnum mannkynsins. Aðrir dæma hann all hart og telja hann verið hafa einrænan sjálfbyrginn, með persónulega s.iálfsdýrð efst í huga. Flestir slíkir dómar, munu þó komið hafa frá mönnum, er lang minst höfðu til þess skilyrðin, að skilja lífsstarf og baráttu "spek- ingsins með barnshjartað." Kafli þessi um Wilson er yfirleitt skemti- legur aflestrar og hefir mikinn. sögulegan fróð- leik að geyma. Er þar meðal annars að finna hin eftirminnilegu, fjórtán friðarskilyrði. Að efni til mun þýðing þeirra mega teljastrétt, en orðfæri er stirt og nær hvergi nærri þeim ljiífa hugblæ, er einkendi ritverk Wilsons. Næst á eftir ritgerð þessari kemur kvæði um Wilson, ort af Bandaríkja góðskáldinu, Worrell Kirkwood, í íslenzkri þýðingu eftir ritstjóra þessa blaðs. Þá kemur síðasti kaflinn, er nefnist "1 kon- ungsþjónustu," — endurminninga samtíningur höfundar frá heimsstyrjöldinni miklu. Kafli þessi er fremur langdreginn og hefir að oss finst, langtum minna bókmentalegt gildi, en hinar ritgerðirnar, sem minst hefir verið á hér að framan. Þó er þar einnig fróðleik að finna, sem betur er geymdur en gleymdur. Má í því sambandi minnast á kaflann um Sir Roger Casement, Irann, sem brezka stjórnin lét taka af lífi, fyrir tilraunir þær, er hann gerði til að koma hergögnum til Irlands, meðan á stríðinu stóð. Að loknum kaflanum "1 konungsþjónustu", kemur kvæði um LaFollette, eftir O. T. John- son, fyrrum ritstjóra Heimskringlu, dágott að efni til, en klöngurslegt í formi. Bókin endar á stuttum eftirmála eftir höf- undinn. Það getur engum dulist, að heimildasöfnun til bókar þessarar, hefir kostað höfundinn ærna fyrirhöfn. Bera heimildir allar vott um staka vandvirkni, og verður slíkt aldrei metið sem skyldi. Höfundi lætur frásögn vel, og hef- ir tekið ákveðnum framförum, frá því er hann reit sína fyrri bók. En takmörknð þekking hans á íslenzkri tungu, gerir honum tilfinnan- lega örðugra fyrir, en ella myndi verið hafa. Aðalsteinn Kristjánsson kom ungur og lítt mentur til þessa lands. Með elju og atorku ruddi hann sér brátt veg til efnalegrar vel- gengni. Margir telja markinu náð, er þangað er komið. Aðalsteinn er ekki í þeirra tölu. Hann hefir varið til þess miklu erfiði og fé, að mentast á hérlenda vísu, og bæta með því upp fyrir það, er hann fór á mis við í æsku. Hetfir hann nú komist yfir ærið margbrotna þekkingu, ekki sízt hvað bókmentum og hugarstefnum Bandaríkjaþjóðarinnar viðkemur. Hann er trygglundaður við íslenzkt þjóðerni og vill sæmd þess í öllu. Upplagið af þessari nýju og vö'nduðu bók sinni, hefir hann gefið Stúdenta- garðinum í Reykjavík og Þjóðræknisfélagi Is- lendinga í Vesturheimi. Svona eiga sýslumenn að vera. Bók þessi fæst til kaups hjá bókaverði Þjóðræknisfélagsins, Páli S. Pálssyni 715 Banning Street, og kostar $3.00 í vönduðu bandi. Þjóðvegir. Bandaríkjamaður einn, er ferðast hafði um Canada, að heita mátti frá strönd til strandar, lýsti landinu, þegar heim kom, með svo feldum orðum: "Landið sjálft er dásamlegt, útsýnið til- komumikið, fólkið glaðlynt og frjálsmannlegt, en þjóðvegirnir slík fádæma ómynd, að manni liggur við að spyrja, hvort landið sé ekki í raun og veru gersamlega stjórnlaust." Vafalaust mun það rétt vera, að hinir can- adisku þjóðvegir, standi mjög að baki þjóð- vegunum sunnan landamæranna, en að þeir séu í eins aumu ástandi og ferðalangur þessi getur um, nær vitanlega ekki nokkurri átt. Að vísu verður því eigi á móti mælt, að þjóðvegum vorum sé enn sem komið er næsta ábótavant. En hinu má jafnframt ekki gleyma, hve þjóðin er ung og hve samanburður við stór- þjóð eins og Bandaríkin, hlyti þar af leiðandi að verða óréttlátur. Sambandsstjórn og þingi, má það að miklu leyti þakka, hve þjóðvegamálum hér í landi, hef- ir miðað vel áfram. Því sú var venjan lengi vel, að veittar voru úr ríkissjóði drjúgar fjár- hæðir til þjóSvega, innan vébanda hinna ýmsu fylkja. Nú er þessu á hinn bóginn mikiS til hætt, og fylkjastjórnirnar látnar einar um hit- una. Hefir sumum þeirra tekist vel. Má þar tilnefna Quebe6, Ontario, Manitoba og Sas- katchewan, er nú eiga innan takmarka sinna þjóðvegi, sem sómi er að. Mikið er að vísu ó- gert enn á þessu sviði, en Rómaborg var ekki byícð á einum degi, og það verða heldur ekki þjóðvegirnir í Canada. Notkun In'la fer stöðugt í vöxt, með hverju árinu sem líður. Þess vegna ríður afar mikið á, að þjóðvegum sé haldið í góðu lagi, og nýir vegir lagðir, hvar sem því verður við komið. GóSir og ifullkomnir þjóSvegir mega teljast meS lífæSum nútíSarkynslóSanna. Illir og ó- sléttir vegir, hafa kostaS margan manninn líf- iS og munu enn gera, sé ráS' ekki í tíma tekiS. Það er því bein siðferðisskylda, hlutaðeigandi stjórna, að halda þjóðvegum öllum í eins góðu ásigkomulagi og frekast má verða. Vanræksla í þeim efnum er synd, sem aldrei verður af- sökuð. Vantar $500.00. Um leið og íslenzka þjóðíhátíðarnefndin þakkar hérmeð öllum þeim, sem með fjárframlögum og á annan hátt hafa stutt því að gera henni mögulegt að búa skrúðvagn íslendinga svo úr garði, að hann hlaut fyrstu verðlaun í skrúðförinni miklu hér í borg þann 1. þ.m., þá leyf ir hún sér að minna íslend- inga í Winnipeg og öllum öðrum bæjum og sveitum í þessu landi á það, að enn þá skortir nær $500 til þess að fjárframlög þeirra nægi til að mæta nauð- synlegum útgjöldum við þátttöku vora í skrúðförinni miklu. Allar þær inntektir, sem nefndinni hafa borist, eru $900, og hefir sú upphæð öll verið útborg- uð. En skuldakröfur eru enn í höndum féhirðis, sem nema nokkuð á fimta hundrað dollars, en sem ekkert fé er til að mæta, en sem þó verða að borg- ast hið allra fyrsta. Nefndin lítur svo á, að hér sé að ræða um mál, sem alla tslendinga varði, hvar sem þeir búa í þessu Iandi, og sanngjarnt sé að ætlast til þess að þeir sendi svo mikil fjárframlög til hennar, að hægt verði að mæta öllum skuldakröfunum fyrir lok þessa mán- aðar. Nefndin minnir á, að þreföld skylda hvilir á oss öllum í þessu máli: 1. Siðferðisleg skylda, að semja sig að háttum þess þjóðfélags, sem vér búum með; 2. Borgaralega skyldan, að taka vorn fulla þátt til stuðnings hvers þess máls, sem miðar til heiðurs og hagsbóta því landi, sem vér höfum svarið holl- ustu, og 3. Þjóðernisleg skylda, að halda á lofti sæmd landsins, sem ól oss. Nefndin treyötir því, að hún hafi sýnt og sann- að, að sér hafi tekist að halda uppi fullri sæmd ís- lenzka þjóðflokksins í skrúðförinni miklu, með því að dómararnir fjórir, þeir C. N. Bell, formaður Sögu- félagsins; W. J. Healy, fylkis bókavörður; J. A. Maclean, formaður Manitoba háskólans, og Dr. A. B. Baird, prófessor við Manitoba College, allir gáfu- og sögufróðir lærdómismenn, voru sammála um, að ekkert af þeim 175 skrúðvögnum, sem mynduðu skrúðförina, hefði haft jafn mikið sögulegt gildi, né sýnt sögulega atburði úr lífi sinna eigin þjóða, eins meistaralega og íslendingar gerðu. Blaðið Free Press í Winnipeg sagði 2. þ.m.: "Stórkostlegt (mag- nifi'cent) er það einasta orð, sem lýsir skrúðfari því, sem íslenzki ættbálkurinn lagði til skrúðfarar- innar. Þar sat á geysimiklum palli, hátíðlega prýddum með fánum og veifum hópur manna, lif- andi eftirlíking hins fyrsta þjéðþings á íslandi, stofnsettu fyrir nær þúsund árum. Val mannanna, sem persónugerðu hina fyrstu þingstofnendur, hefir verið gert með mikilli vandvirkni, því myndin var sem næst alfullkomin," Nefndin biður hér með einlæglega og alvarlega alla íslendinga i hinum ýmsu sveitum landsins, að sýna sér þá velvild að senda fjárframlög sín hið allra fyrsta til núyerandi féhirðis, B. L. Baldwin- son, 729 Sherbrooke St., Winnipeg, sem einnig ann- ast um allar útborganir skuldanna. Jafnaðarreikningur yfir kostnaðinn við þátttöku íslendinga í þessu ríkishátíðarhaldi getur ekki orðið birtur fyr en allar skuldir hennar eru borgaðar að fullu. Jón J. Bildfell forseti. B. J. Brandson varfors. B. L. Baldwinson ritari. A. C. Johnson. Friðrik Swanson. Hjálmar* A. Bergman. Th. S. Borgfjörd. Rögnv. Pétursson. Ágúst Blöndal. Ragnar E. Kvaran. Björn B. Jónsson. Mrs. Th. S. Borgfjórd. Mrs. C. Jónsson. Mrs. I. Johnson. Mrs. B. B. Jónsson. Miss Alla Johnson. Miss Elsie Pétursson. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Otfice: 6th Floor Bank ofHamilton Chambert Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK ^iii/ii/iiiiiii[iniiiiiiiiiiiiiiifiiiifiin!ii(iiii(iiiii(iiii[[iiii[[i(iiii[iiii[iiimiiiiiiiiiii[iiL' Samlagssölu aðferðin. Sama reglan gildir um rjóma, serp aðrar búnaðar- = = afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega 5 = lægri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin = E hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = = vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sera henni i = ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar *§ = vörusendingar og vörugæði. = Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru | = fyrgreind þrjú meginatriði trygð. = Manitoba Co-operative Dairies Ltd. = 846 Sherbrooke St. - ; Winnipej[,Mamtoba = !7lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIMII|lllllllllllllllllllllllllll= Þeir Islendingar, er í hyggju hafa að flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Randarikjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Nokkrar athugasemdir Viö œttartölu Árna Jónssonar frá Kaldrananesi. Er eg hafSi litið yfir Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar, fyrir áriÖ 1927, varð fyrir mér ættartala Árna Jónssonar frá Kaldrananesi, sem víöa er rakin langt aftur í forneskju. Leit eg fljótlega yfir þá ættartölu, án þess að hafa það í huga að gera hér nokkrar athugasemdir við þær ættfærzlur. Enda varð eg ekki var við neitt athugavert fyr en eg kom að nr. 13 í 21. k. >. Þar stendur: "Sigmundur Þorgilsson átti Hall- dóru dóttur Skeggja í Skógum Brandssonar." Þessi ættfærzla er á annan veg í Sturlungu: "Sigmund ur Þorgilsson átti Halldóru dóttur Skeggja Bjarnasonar." Það geta engin tvímæli leikið á því að sá Skeggi, sem hér er nefnd- ur hafi verið nafnkendur maður, hefir því þótt nægja að nefna nafn hans, án ]jcss ao greina það meir en hér er gert. Telja má víst að hann hafi verið Skeggi, son Bjarna hins spaka Þorsteinssonar goða Þorkelsronar mána. Kona Skeggja en móðir Halldóru var Hallbera dóttir Gríms Oddssonar Ásólfsson- ar flosa. En móðir Hallberu var Valgerður dóttir Einars Þveræings. En móðir Gríms Oddssonar var Gunnhildur dóttir ísröðar Hróalds- sonar hjólu. Móðir Odds var Arn- björg dóttir Kampa-Gríms og Vig- dísar dóttur Þorsteins rauðs er var konungur á Skotlandi. Hefir því' Halldóra kona Sig- mundar Þorgilssonar verið systir Iþeirra Þórarins og Markúsar lög- sögumanns. Ari fróði getur þeirra bræðra, sem heimildarmanna að því lögsögumannstali er hann í íslend- ingabók sinni tilfærir, fyrir sitt minni. En þeim sagði Skeggi faðir þeirra, en honum sagði Bjarni hinn spaki, faðir hans; en hann mundi Þórarinn lögsögumann og sex aSra síðan. Af því sem hér er sagt má ráða hve merkir menn þeir feðgar hafa verið. Og það er ekki að vita hvað mikið Ari hafi.átt þeim sinn sagnfróðleik að þakka. Föðurætt Sigmundar Þorgilsson- ar er rakin hér í þessum þætti; en ' móðurætt hans er oss ókunn. Nógu líklegt er að hann hafi átt nafn sitt að rekja á einhvern hátt i ættlið til Sigmundar kleykis, er var dóttur- sonur Sigmundar er veginn var við Sandhólaferju. JEn hann var son Sighvats rauða og Rannveigar, er var dóttir Eyvindar lamba og Sig- ríðar af Sandnesi Sigurðardóttur. Hana átti áður Þórólfur Kveldúlfs- son. Sigurður — Sigmundur — er mjög algengt nafn í þessari ætt Bæði þessi nöfn eru komin í ætt Svínfellinga, máske þaðan til Skóg- verja. — Sigurður Jósteinsson, — Sigmundur Ásólfsson, faðir Njáls. Þessa tilgátu um tengdir Svínfell- inga við Sigmund kleyki styrkir það sem Iandnáma tílfærir: frá Sig- mundi eru þrír biskupar komnir: Þorlákur og Páll og Brandur." (L. n. IV. 13J. Hér er óefað átt við Brand hiskup Jónsson bróður Orms Svínfellings er var sétti mað- ur frá Sigmundi Þorgilssyni, að honum meStöldum. Þeir eru samtimamen|n Markús lögsögumaður Skeggjason og Sig- mundur Þorgilsson. Markús hefir lögsögu frá 1084 til 1T07. Hann andast á því ári 15. október. En Sig- mundur lézt í Rómaför 1118. Um aklur þeirra er ekkert hægt að á- kveða; þeir munu hafa verið í lík- um aldri og Sæmundur fróði, sem er fæddur T056, dáinn 1133. Og Guðrún dóttir Kolbeins Flosasonar er kona Sæmundar, sem verið hefir á líkum aldri og hann, er í þrí- mennings frændsemi við Sigmund Þorgilsson. Ekki væri neitt ólíklega tilgetið að Guðrún Sigmundardóttir, sem Laxdæla getur í niðurlagi sögunnar að átt hafi Koðrán Ormsson frá Gilsbakka, hafi veríð dóttír Sig- mundar Þorgilssonar. — Því sé Ormsnafnið fOrmur Jónsson bróð- urson Guðrúnar Sigmundardótt- ur?j einmitt komið í ætt Svínfell- inga fyrir þær tengdir, og þar af leiðandi kynni þeirra við Orm Hrfer- mundarson föður Koðráns. Þetta gæti vel staðið heima við réttfært tímatal. Herdís Bolladóttir, móðir Koðráns er fædd 1025. Gerum því ráð fyrir að hún hafi gifst Ormi 1050, og Þórvör verið fædd árið eða fáum árum seinna, en Koðrán verið yngri, fæddur um 1060, en Guðrún Sigmundardóttir verið tíu árum eða vel það, yngri en Koðrán. Þótt sú ættfærzla geti staðist rétt timabil að Halldóra kona Sigmunda Þorgilssonar væri dóttir Skeggja í Skógum Brandssonar, þá hefir hún Htið gildi á móti því sem Sturlunga tilfærir, sem teljast má ábyggileg í öilum atriðum, ekki sízt í ættfærzl- um, er hvervetna samrýmast rétt- færðu tímatali. Annað atriði í þess- um þætti viö nr. 10 verður að tak- ast til greina og vera leiðrétt. Þar er Þraslaug dóttir Þorsteins titlings talin móðir brennu-Flosa; en Njála telur móður hans Ingunni dóttur Þóris af Espihóli Hámundarsonar heljarskinna. En Starkað og Egil telur Njála sonu Þraslaugar. En hver þeirra hafi verið móðir hinna sona Þórðar Freys-goða er ekki getið. Við vitum það af Njálu a8 Hildigunnur Starkaðardóttir og Þraslaug Egilsdóttir, þræðradætur Flosa eru giftar skömmu eftir 1000, og Þorsteinn Kolbeinsson bróður- son hans er með honum að brennu Njáls. Starkaður á StafafelH, bróð- urson Flosa fær Rannveigar dóttur Marðar Valgarðssonar, næsta ár eftir brennuna; hefir hann líklega verið sonur Kolbeins, frá honum eru Asbirningar komnir. Kolbein- ungar, höfðingjar SkagfirSinga hvor fram af öÖrum á tólftu og þrettándu öld, frá Kolbeini gamla Arnórssyni, dóttursyni Daða Stark- aðarsonar. "En frá Valgarði er kominn Kolbeinn ungi," /Njála kap. 25.J sannar þessa ættfærslu. Þeir þrír bræður Flosa, sem hér er talið að átt hafi fulltíða börn fyrir brennu Njáls, mætti ætla að verið hafi synir Þraslaugar. En telja má víst að Ingunn móðir Flosa hafi verið seinni kona Þórðar Freys goða og að Þorgeir hafi verið henn- ar son, albróðir Flosa, munu þeir hafa verið töluvert yngri en synir Þraslau^ar; má ráða það af aldri niðja þeirra. Kolbeinn son Flosa hefir lögsögu 1066—1071. Því má ætla að hann sé fæddur nokkru eft- ir 1000, öllu þó helzt ekki fyr en Flosi er kominn úr utanförinni, eða laust fyrir T020. Þorgils1 son Þor- geirs mun hafa verið á líkum aldri og Kolbeinn. Sigmundur son hans mætti ekki vera fæddur fyrir 1050. Rómaför hans takmarkar þaB. Hann er full-gamall til þess að leggja upp í þá erfiSu ferð hátt á sjöttigs aldri. Enda varð honum sú ferð að aldurtíla, sem mörgum öðr- um Norðurlandamönnum. Þriðja atriðið í þessum þætti, er ber að leiðrétta er það aS Brandur biskup Jónsson er talinn albróðir Orms Svínfellings, en svo var ekki. Móöir Brands biskups en seinni

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.