Lögberg - 14.07.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 14.07.1927, Blaðsíða 5
LöGBERG„ FIMTUDAGINN 14. JÚLÍ 1927. Bls. 5 BÆNDUR! SPARIÐ YÐUR 011 Bindaratvinna óþœgindi með því að panta nú þegar HollandséBinder Twine Tvinninn, sem er Lengri, Betri og Sterkari en annar Tvinni (Frá N. V. Yereenigde Touwfabrieken, Rotterdam, Holland) VORAR TEGUNDIR Queen City, 550 ft.; Prairié Pride, 600 ft.; Manitoba Special, 650 fet. Allur “HOLLAND” tvinni er varinn gegn skordýrum. Bæði 8 pd. og 5 pd. hnyklar vindast alveg upp án þess að snurða komi á þráðinn. Auk þess sem tvinninn er sjálfur ágætur, mun yður líka kaðallinn, sem vér vefjum utan um sekkina. Harold & Thompson Umboðsmenn í Manitoba, Saskatchewan, Alberta REGINA - SASKATCHEWAN Sjáið næsta “HOLLAND” kaupm. kona Jóns yngra Sigmundssonar var Halldóra, dóttir Arnórs Kol- beinssonar gamla Arnórssonar. Móðir Halldóru var Guðrún dóttir Brands biskups Sæmundarsonar Grímsonar Loðmundarsonar. En móðir Sæmundar var Guðrún dóttir Brands í Skógum Þorbjarnarsonar. Móðir Brands biskups Sæmundar- scinar var Ingveldur Þorgeirsdóttir Snorrasonar Þorfinnssonar Karls- efnis. Þá kem eg að kynþætti 22. Þar vantar tvo ættliði á milli nr. 30 og nr. 31. Þorsteinn rauður, er var konung- urá Skotlandi, átti Þórríði, dóttur Eyvindar austmanns og Ravörtu dóttur Kjarvals írakonungs. Son Þorsteins og Þórriðar var Ólafur feilan, átti Álfdísi dóttur Konáls Steinmóðssonar Ölvéssonar barna- karls. þ. d. sjá nr. 31. Þá verða Djúpfirðingar næstir til athugunar. K. þ. 23, 6, Þorbjörn loki landnámssnaður í Djúpafirði, 7, Þorgils átti Helgu dóttur Gests Oddleifssonar bins spaka í Haga.” Ekki veit eg hvaðan ættfræðingn- um hefir komið þessi ættfærzla. Það eru engar líkur til þess að Þor- gils son Þorbjarnar loka hafi átt dóttur gests Oddleifssonar. Helgu dóttur hans hefi eg hvergi séð getið. En þar sem barna Gests er getið í Landnámu er nefnd Halla móðir Þorgils Höllusonar. “Önnur dóttir Gests ,var Þórey er Þorgils átti.” Hvaða Þorgils það hafi verið er ekki tilgreint. Þorgils son Þorbjarn- ar loka er aðeins nefndur í Land- námu. Annarstaðar er hans ekki getið í sögum nema þar sem Þorsk- firðingasaga telur hann vera sam- tíðarmann gull-Þóris, og að hann hafi búið á Þorgilsstöðum. Þar sem hann er nefndur hér bendir til þess að hann komi síðar við söguna. Enda er til lítið brot af niðurlagi sögunnar, er segir frá bardaga Þóris við Þorgils, son Þorbjarnar loka. Þar segir svo: “Þórir elti . . . upp með firðinum, til þess er fyrir þeim varð gil eitt, steyptist . . .ofan í fors, en Þórir kastar eftir honum.” Hér vantar aftan við, sem er líklega það síðasta er segir af gull-Þóri; að Þorgils hafi fallið þar fyrir honum, en síðan hafi hann steypt sér í foss- inn eins og sagan segir. Þetta nið- urlagsbrot sögunnar bendir til þess að Þorgils hafi verið með Þorkeli auðga um liðveizlu við þá bræður í Laugardal, til hefnda eftir Þorbjörn stokka og Örn son hans, frændur þeirra. Það mætti helst ætla að þetta atriði er segir af Þorgilsi hafi fylgt hinni upphaflegu sögu, en týnst úr henni, hafi svo verið sléttað yfir sár- ið, en brotið svo fundist síðar. Þetta litla brot ósannar alls ekki neitt það sem í sögunni stendur, enda mun hún áreiðanleg i öllum atriðum, nema hvað nokkrum forn- eskjublæ slær yfir gullið, sem Þórir sækir í hellinn. Það var á öndverð- um dögum Hákonar Aðalsteins- fóstra er Guðmundur Þórisson og félagar hans fara utan og dvöldu með konungi fjóra vetur. En Há- kon konungur kemur til ríkis í Nor- ^fíEC^ Skoðið hið mikla úrval Frá $4.95 hjá Wírinípc^Hqdro, 55 • 59 Prlncess SL iram duu m. ÍWjIJ uo i egi 934. Munu því síðustu atburðir sögunnar hafa gerst um 940. En þá hefur Gestur verið á bamsaldri er Þorgils fellur fyrir gull-Þóri um 940, því hann er fráleitt fæddur fyrir 930, er hann lifir fram um 1016, sem ráða má af Laxdælu. Af þessu má sjá hversu mikil fjar- stæða það er að Þorgils son Þor- 'bjarnar loka hafi átt dóttur Gests Oddleifssonar. Miklu nær lagi væri að geta sér til að Gestur hefði átt dóttur Þorgils Þorbjarnarsonar, enda er eyða í Landnámu fyrir nafn þeirrar konu er Gestur hefir átt, hennar er heldur hvergi getið. Hér næst kemur aðalinnblástur- inn í hinni merkilegu ættfræði fræðimannsins frá Höfða i k. þ. 24. 6, Refur hinn gamli átti Berg- þóru dóttur Kolgrims ens gamla 7, Halldóra Refsdóttir átti Sigfús son Ásgrims Elliða-Grímssonar. 8, Þorgerður Sigfúsdóttir, átti fyrri Loðmund Svartsson Úlfsson- ar Aurgoða, en seinni maður henn- ar var Svertingur á Mosfelli þ. s. 9, Grímur Svertingsson á Mos- felli í Mosfellssveit, lögsögumaður, 1002—1003, átti Þórdísi þórólfs- dóttur, Skallagrímssonar þ. s. var: 10, Svertingur Grimsson á Mos- felli, átti Þórdísi dóttur Guðmund- ,'ir Egla, þeirra dóttir, n, Vígdís Svertingsdóttir, átti Þórð Gilsson, þ. s. 12 Hvamm-Sturla. Hér hefi eg séð ættfræðinga koma einna verst búna fyrir al- menningssjónir. Bardaginn á Vínheiði og fall Þóris Skallagrimssonar verður 925, eftir því sem nánast verður talið, er það ári síðar en Aðalsteinn tekur konungdóm á Englandi. Þórdís dóttir Þórólfs er því fædd 924. Nú er Svertingur móðurfaðir Hvamm-Sturlu talinn hér sonur Þórdísar. Síðar en 974 hefir hún tæpast eignast afkvæmi, því þá er hún fimtug. En svo er Hvamm- Sturla sonur Vigdísar Svertings- dóttur fæddur 1114, því getur móð- ir hans ekki hafa verið fædd fyr en 964, hún yrði annars að vera kom- in yfir fimtugsaldur 1114. Á þessu má sjá að Svertingur yrði að vera 90 ára er honum fæðist dóttir. Skal hér nú vel aðgætt. Grímur Svert- ingsson á Mosfelli er maður Þór- dísar Þórólfsdóttur; mun hafa fengið hennar litlu eftir að Egill föðurbróðir hennar kemur úr sið- ustu utanför sinni 952. Mun hann hafa verið nokkrum árum yngri en hún, fæddur um 932, verið þá um sjötugt er hann hefir lögsögn 1002 —1003. Nú er hann talinn hér son- ur Þorgerðar Sigfúsdóttur, en Sig- fús talinn son Ásgríms Elliðagríms- sonar. En Ásgrímur Elliðagímsson er í bardaganum á alþingi, sem er talið að verið hafi árið 1012. Það er ekki líklegt að hann hafi staðið í bardaga eldri en sjötugur. Mun hann þvi fráleitt fæddur fyr en 940. Því mun Þorgerður Sigfúsdóttir, sem er bróðurdóttir Ásgrims, en ekki sonardóttir, hafa verið á ung- um aldri, en Grímur á Mosfelli andast í hárri elli 1003—4. Sæ- mundur fróði er sonasonur hennar, sem er fæddur 1056. Hér er ekki vanþörf á að kippa í Iiðinn. Enda er auðvelt að fá hér rétta ættfærslu frá Úlfi örgoða og Elliðagrimi, til Oddverja og Sturl- unga. Njála tekur hér af öll tvímæli í þeirri ættfærslu, sem kemur vel heim við það sem Landnáma og Sturlunga tilfærir, og set eg hana hér. “Úlfur örgoði var faðir Svarts föður Loðmundar, föður Sigfúss, föður Sæmunda hins fróða. Loð- mundur Svartsson var faðir Grims, föður Svertings, föður Vígdisar, móður Sturlu i Hvammi.” (TSTjála kap. 25.) “Bróðir Ásgríms Elliða- grimssonar hét Sigfús. Hans dóttir var Þorgerður móðir Sigfúss, föð- ur Sæmundar hins fróða.” fNjála kap. 25.) Um þenan kafla er hér hefir ver- ið til athugunar, hefi eg ná lítið meira að segja. En hvergi hefi eg séð það annarstaðar að Sigfús Elliðagrimsson hafi átt dóttur Refs hins gamla. Þó má það vera rétt, því það getur staðist rétt tímatal. Sú ættfærsla, sem ekki er í sam- ræmi við réttfært tímatal hlýtur að falla um sjálft sig. Þess vegna hefði farið áttu betur á því, þótt stað- leysa væri, að telja Sigfús Elliða- grímsson dótturson Gríms á Mos- felli, því það hefði mátt heimfæra það við aldur þeirra beggja. Hitt má virðast óskiljanlegt gáleysi af viðurkendum ættfræðing að telja Sigfús móðurföður Gríms. En svo yrði heldur engum vafa komið hér að um móðurætt Sigfúss, því Sturl- unga tekur það svOyskýrt fram að Jórunn Teitsdóttir systir Gizzurar hvíta hafi verið móðir þeirra beggja Flliðagrímssona, Ásgrims og Sig- fúss, föður Þorgerðar í Odda móð- ur þeirra Grims og Sigfúss föður Sæmundar prests hins fróða. fSturl. II. kap. 12.) Þá kem eg að því atriði er eg hefi tekið til athugunar í k. þ. 29. 16 Jón Loftsson átti fyr Ragnheiði Þórhallsdóttur, systur Þorláks biskups hins helga, en seinni kona hans var Halldóra Skeggbrands- dóttir. þ. d. 17, Sólveig átti Guðmund gríss eldra Oddsson, Þórarinssonar þ. s. 18. Þorlákur á Svínafelli, átti Hall- dóru Ormsdóttur frá Holti, þ. d. 19, Þóra átti Klæng Teitsson. Það getur verið nokkuð vafasamt að Ragnheiður hafi verið fyrri kona Jóns Loftssonar, af aldri barna þeirra má heldur ráða hið gagn- stæða. Sæmundur, er sonur Hall- dóru, en hann er fæddur 1154. En Sólveig sem er amma Orms Svín- fellings hlýtur að vera nokkru eldri. En Páll biskup sonur Ragnheiðar er fæddur 1155,4 en Ormur albróðir hans mun vera nokkru yngri. Um ætt Skeggbrands hefir að mestu eða öllu verið ókunnugt þar til Steinn Dofri hefir sýnt fram á það i “Bút- um” að Skeggbrandur hafi verið sami maður og Brandur sá, er Landnáma tilfærir að kominn hafi verið frá Melpatrik á írlandi, sem er talið þannig: Melpatrik var faðir Steinröðar, föður Þormóðar, föð- tir Kára, föður Þormóðar, föður Brands. fÞað er Skeggbrands föð- ur Halldóru, er átti Jón Loftsson í OddaJ. Það litur helzt út fyrir að skrásetjara þessarar ættartölu Árna Jónssonar, hafi verið í meira lagi villugjarnt í sinni ættfræði, eins og sjá má af ættfærslu Grims lögsögu- manns hér að framan. Og engu minni þoku hefir slegið hér yfir hann, þar sem hann telur Guðmund gríss vera Oddsson Þórarinssonar. Sturlunga getur Odds Þórarins- sonair Króksfjarðar, ér uppi var um iniðja tólftu öld. Þar eru nefnd- ir þrir bræður synir Þórarins Króksfjarðar, kallaðir miklir menn og sterkir, enda voru þeir komnir í móðurætt frá Herdísi systur Grettir hins sterka. Siðar er Odds getið að hann kaupir bú af Snorra Þórðarsyni undir Fjalli ('Staðar- felli). En að hann hafi átt sonu eða dætur er ekki getið. Hér verður því engri fótfestu náð í nokkra ætt- færzlu til Guðmundar gríss á Þing- velli. Enda er engum vafa bundið með ''föðurætt hans. Faðir hans var Ámundi Þorgeirsson en Þorgeir var bróðir Markúss lögsögumanns Skeggjasonar og Þórarins. Voru þeir bræður komnir i beinan karl- legg frá Ingólfi Árnasyni í Reykja- vík, Iandnámsmanni. Því hefir alls- herjargoðorðið er gengið hefir ó- slitið í ætt frá Ingólfi orðið eign Guðmundar gríss. Nú er óvíst að ættfræðingurinn hafi ætlað Oddi Króksfjarðarsyni þann heiður að vera faðir allsherj- argoðans, þótt ekki taat'i verið um annan Odd Þórarinsson að ræða, sem getið er að uppi hafi verið nokkru fyrir og um miðja tólftu öld. En skyldi hann ekki öllu heldur hafa hlaupið þarna fram fyrir sig um 100 ár ? og tekið Guðmund gríss son Odds Þórarinssonar á Val- þjófsstöðum fyrir Guðmund gríss Ámundason á Þingvelli. Þórarinn faðir Odds á Valþjófsstað var launsonur Jóns Sigmundarsonar á Svínafelli, fæddur 1202—3. En Oddur son hans er fæddur 1231. En 1249, þá átján ára fær Oddur Randalinar dóttur Filippusar Sæ- mundarsonar i Odda Jónssonar Loftssonar. Því munu börn þeirra ekki vera fædd fyr en 1250 og ekki síðar en 1255, því það ár 14. jan- úar er Oddur veginn i Geldingaholti í Skagafirði. Eru þá nefnd börn þeirra, Guðmundar griss of Kikiza, sem bæði hafi þá verið fædd. Ólust þau síðan upp með móður sinni á Valþjófsstöðum, og er þess víð- getið hversu mannvænleg þau hafi verið. Enda mun Oddur hafa verið einhver mestur atgerfismaður sinn- ar samtiðar, er svipað hafi til þeirra Gunnars Hlífarsonar á Eyri, er mestir hafa atgerfismenn verið á söguöldinni. Þóra, sem talin er hér í ættartöl- unni dóttir Þorláks Guðmunds^on- ar, en kona Klængs Teitssonar, er ekki nefnd í Sturlungu. En þar er Asta nefnd kona hans, dóttir And- résar Sæmundssonar í Odda. Er þess getið þegar Andréssynir veita Gizuri atförina 1264; en Klængur var bróðurson Gizurar. Má vera að það hafi verið seinni kona Klængs sem hér er átt við. Ásta er líka tal- in dóttir þeirra er átti Ivar Vígfús- son Hólm. Dætur Þorláks, sem Sturlunga nefnir eru: Arnbjörg nunna, Þorgerður og Guðrún syst- ur í Kirkjubæ. Arnbjörgu átti Helgi Loftsson í Skál, og var þeirra son Árni biskup hinn síðari. En Árni biskup fyrri var son Þorláks Guð- mundssonar gríss á Þingvelli. Eg hefi ekki gagnrýnt svo ættar- tölu þá er eg hefi haft hér til at- hugunar, að eg getið verið viss um að ekki sé þar um fleiri ranghverf- ur að gera, en þær sem hér hafa verið framsettar. En með því að ættir eru már ekki eins kunnar úr því kemur fram yfir 1300, sem frá landnámstíð og fram til þess tíma læt eg hér staðar numið með þær athuganir. Hefi ekki heldur sýslu- mannaæfir eða önnur ábyggileg rit fyrir hendi til stuðnings. Svo vona eg að þeir, sem hafa með höndum að skrásetja ættartöl- ur, vandi betur verk sitt, en hér hefir átt sér stað, með ættartölu Árna Jónssonar frá Kaldrananesi. Ritað í mai 1927. Magnús Sigurðsson á Storð. Frá íslandi. Stykkishólmi, 9. júní Tíðarfar er ágætt, kyrvirði og blíður, en allsvalt seinustu daga, ef nokkuð andar. Skepnuhöld eru ekki góð, yfirleitt misjöfn, sum- staðar mjög slæm. Hefir borið talsvert á lambapdauða á sumum bæjum, Sömuleiðlis ,hefir orðið vart við ormaveiki í fé. Heilsufar má heita dágott, þó hefir gengið hér þungt kvef, sem er þó heldur að minka. Sumir óttast, að kíghóstinn sé kominn hingað, en eigi kveðst heraðs- læknir geta sagt um það með fullri vissu enn. — Auk þeirra framboða, sem fullvíst er um, nefnilega Steinsens og Hannesar dýralæknis, hefir heyrst að ann- ar hvor þeirra Guðmundar Jóns- sonar fyrv. kaupfélagsstjóra eða Oscar Clausen héildsali myndu bjóða sig fram hér í sýslunni, en á þeim orðróm er ekkert að byggja sem stendur. útgerðina hér í ár, vegna þess að bátar hafa orðið að sækja salt til Reykjavíkur sjálfir. Heilbrigði góð. Kvefsótt rén- andi. Var slæm hér um tíma. Sandgerði, 3. júní. Heilbrigði ágæt, enginn kíg- hósti. Tveir bátar í útilegu, Jón Finns- son og Gunnar Hámundarson, þeir eru nú í annari ferð. Gunnar fékk 18 skpd. í fyrstu ferð, en var að eins tvo daga úti; Jón Finnssor. lagði ekki upp hér. Landbátar hafa fengið 7—9 skpd. í róðri. — Fjórir Eyjabátar voru hér og var afli tregari hjá þeim, enda að- eins sex á bát hjá þeim. Allir farnir heim.—Vísir. Keflavík 8. júní. Hér hefir ekki verið róið síðan fyrir hvítasunnu. Komu bátar að laugard. fyrir hátíð og höfðu afl- að fremur lítið. Róa sennilega í dag. Hefir verið heldur storma- samt hér suður frá undanfarið. Ekki verið róið í Sandgerði held- ur nýlega, nema þá kannske í dag. Þjórsártúni, 8. júni. Ágæt tíð og graspretta góð, þó nokkru svalara seinustu þrjá dag- ana. Fyri^ nokkru var hleypt á Flóann og Skeiðina og hefir senni lega gengið vel, að a. m. k. hefir ekki heyrt annað hér, en ekki frézt greinilega af áveitunni. — Bær brann nýlega í Villingaholts- hreppi, Forsæti, og er bóndi þar Kristján Jónsson, fátækur maður. Eigi er kunnugt um upptök elds- ins. Húsið var nýtt timburhús og var það vátrygt, en innanstokks- munir ekki, en þeir brunnu allir. Skaðinn er fólkinu mijög tilfinn- anlegur.—Vísir. ísafirði, 10. júní. Botnvörpungurinn Hafstein kom inn á miðvikudagjnn með 90 tunnur og Hávarður i dag með 100 tunnur. Fiskþurkur ágætur daglega. Beitusíld afarmikil hefir veiðst á ísafjnrðardjúpi. Afli sæmilegur. Jóhannes Jósefsson íþrótta- kappi hélt fyrirlestur hér í gær- kveldi, að tilhlutan ungmennafé- laga ísafjarðar. — Vesturland. um, sem var stiginn til kl. 10. Á Sigurjón miklar þakkir skyld- ar frá starfsfólki Álafoss-verk- smiðjunnar og öllum iþróttavinum yfirleitt, fyrir tröllatrygð sína og áhuga fyrir íþróttahreyfingum. Má með sanni segja, að þar sem Sigur- jón er, þar eru íþróttir iðkaðar. Fjölmenni mikið var þarna upp frá í gær og mikill erill af fólki, á bílum, hjólum og jafnvel á “hest- um postulanna,” enda var veður hið fegursta. Ó. —Vísir. Rvík 2. júní. Jarðarför Helga Guðjónssonar, listmálara, fór fram frá Landa- kotskirkju síðiastl.. þriðjudag að viðstöddu fjölmenni. Listamenn báru kistuna í kirkju og úr henni aftur og enn fremur í kirkjugarð- inn. Jarðarförin fór fram að kaþólskum sið og þótti hátíðleg. Séra Friðrik Friðriksson fer í dag til útlanda. Er förinni heit- ið til Noregs, og ætlar séra Frið- rik að sitja kirkjufund í Björg- vin. Sá fundur er haldinn af al- heimssambandi kirknanna til efl- ingar bræðiralagi meðal þjóðanna, hefst hann 10. þ.m. og verða þar aðallega fulltrúar frá kirkjum Norðurlanda. Hefir séra Friðrik verið boðið að taka þátt í þessu fundarhaldi, og er þegar ákveðið að hann haldi guðsþjónustu 12. þ. m. í einni) kirkju borgarinnar. Verður hann gestur Hognestads Björgvinjarbiskups meðan á fund inum stendur. Próf í forspjallsvísindum stcnd- ur nú yfir í háskólanum. Þessir stúdentar luku því i gær: Bjarni Benediktsson stud. jur, Alfred Gíslason stud. med, Axel Blöndal stud med, Bergur Björnsson stud theol, Bljörn Halldórssojl stud. mag., Einar Guttormsson stud. med., Einar Sturlaugsson stud. theol, Ekyþór Gunnarsson stud. med. og Óskar Þorláksson stud. theol, allir með 1. eink., en Árni B. Árnason stud. med. og Björg- vin Finnsson stud. med. með 2. eink. The Times, Lundúnablaðið mikla, hefir nú tekið Island á siglingalista sinn og getur þann- ig um komudaga skipa héðan og farardaga skipa hingað, eftir því sem áætlanir greina, eða umboðs- menn skipanna skýra frá. Hefir þetta vakið nokkra eftirtekt með- al lesenda blaðsins, sem aldrei höfðu áður séð ísland nefnt á þessum skrám.—Vísir. Vestm.eyjum 2. júní. Dálítill síldarafli upp á síðkast- ið. Heilsufar má heita gott. Þó er nokkuð um kvef. Keflavík, 3. júní. Tíðarfar ágætt til lands og sjáv- ar. Afli ágætur. Bátar í útilegu höfðu 40 til 40 skpd. eftir 5 til 6 daga„ eru nýfarnir aftur. Tveir landbátar sækja sjó héð- an, annar úr Njarðvíkum en hinn úr Garðinum, fiska ágætlega líka, 12 til 14 skpd. 1 róðri. Afli er meiri en í fyrra. Kostn- aður og töf hefir orðið meiri við SVÍAR OG SIMASTÚLK- URNAR. Svíar eru ekki ánægðir með það, að símastúlkurnar hafa hætt því, að segja hverjum sem spyr, hvað klukkan sé, ekki heldur fellur þeim það, að nú hafa þær hætt a ðendurtaka simanúmerið, sem beðið er um, en segja í þess stað bara “tak”. Svíarnir eru því vanir, að vinnufólkið vinni, og þeir líta á símstúlkuna eitt- hvað svipað eins og vinnukonum- ar, sem hreinsa skóna á hverjum degi fyrir alla fjölskylduna, og gerir einnig flest annað á heim- ilinu, sem vinna getur heiti,ð., en í Svíþjóð finst hverjum manni, sem símagjöld greiðir, að síma- stúlkan sé sín vinnukona. Til þess að bæta úr þessu að nokkru tafa nú símafélögin sænsku kom- ið því á, að símastúlkan segir öll- um, sem vilja, hvað klukkan er, en fyrír það verða þeir að borga 10 aura. Sömuleiðis vekur hún Búið til yðar eigin Sápu og sparið peninga Alt tcm þér þurfið er úrgansfeiti og GILLETrS HREINT I VC OG GOTT LY t Upplýsingar eru á hveiri dós Fsest i mat- vörubútSum. fólk á hvaða tíma dags eða nætur sem er, með því að láta símann hringja, ef um það er samið fyrir fram. Enn fremur tekur hún á móti skilaboðum og kemur þeim áleiðis, þcgar hægt er að ná í þann, sem þau eiga að fara til. Margt þessu líkt gera nú síma- stúlkurnar í Svíþjóð, en vitanlega verða viðskiftamenn að borga aukagjald fyrir hvað eina af þessu tagi. Svíar eru iðnaðarmenn miklir og búa þeir til sín eigin simaáhöld, sem þykja mjög þægi- leg og eru notuð í flestum lönd- um í Evrópu og einnig í Suður- Ameríku. l!lllB!!IHI!i!Hi!!!l Sundskálinn á Akranesi var vígður í gær kl. 3 eins og aug- lýst liafði verið. Vígsluathöfnin byrjaði með því, a'ð Sigurjón Pétursson glímukappi og verksmiðjustjóri, forgöpgumað- ur sundskálabyggingarinnar, setti hátíðina oð bauð gesti velkomna og skýrði frá dagskránni. Næst talaði Þórður læknir Sveinsson og lagði út af fánatökudeginum 12. júní, og sagði sögu dagsins. Á eftir var sungið “Ó, guð vors lands.” Síðast talaði forseti I. S. í., Ben. G. Waage. Þakkaði Sigurjóni hinn mikla íþróttaáhuga og framtak, er kæmi fram í þessu verki og sagði að þetta væri eitt millistigið að hinu mikla líkamsmenningarmáli höfuð- staðarins, sundhöllinni. Á eftir var sungið “Ó, fögur er vor fósturjörð.” — Næst fór sjálf vígsluathöfnin fram, á þann hátt, að Einar Pét- •rsson bar fram vígt vatn (úr sund- pollinum?) í silfurbikar, en fána- berar gengu á hvora hönd honum og sujidmenn í fylking á eftir. Stökti hann vatninu á skálann og næsta umhverfi hans, og var skál- inn þar með vígður og tekinn til notkunar strax. Skálinn stendur á vestri bakka Varmár, fyrir ofan Álafoss-stífl- una. Hann er 8x6 álnir að stærð og er dálítið sólskýli framan við hann að vestanverðu til að taka af norð- an- og vestan næðinga. Á bakkan- um niður af skálanum er stökkborð fyrir dýfingar. Sundpollurinn er safnið ofan við stífluna. Er þar sjálfgerð fyrirtaks sundlaug, á að giska 80—100 m. löng og 20 m. breið, með nægu dýpi þar sem dýpst er, fyrir allskonar dýfingar, og vatnið er nýmjólkur volgt og hress- andi ferskt vegna straumsins, sem altaf endumýjar það. Þegar vígslunni var lokið sýndu nokkrir sundmenn úr Reykjavík ýmsar sundaðferðir og dýfingar af stökkborðinu. Voru mörg stökk- in falleg og vel gerð, en því miður var hæðin ekki nægileg, til þess, að stökkin nytu sín sem skyldi. Eftir að sundmennirnir höfðu verið að leik þessum góða stund, sýndi ung- frú Ruth Hanson nokkra sundleiki, sem hún gerði af mikilli list. Gerðu menn góðan róm að list hennar. Næst voru sýnd björgunarsund, — þvernig ‘bjarga skal þreyttum sund- manni og druknandi manni. Að síð- ustu var háður knattleikur á sundi ("Waterpolo), milli Glimufél. Ár- manns og Sundfélagsins Ægis, og sigraði hið siðar nefnda með 2 mörkum gegn o. — Leikurinn var leikinn 7 mínútur á hvora hlið, eins og venja er, og var fjörugur með -köflum, en samleikur var ekki góð- ur, og köstin mistókust alloft. Mönnum virtist falla leikurinn vel i geð. — Leikskrá dagsins var lok- ið með þessu, að dansi undanskild- Ullkemd, spunnin og ofin fyrir almenning Verðið er miðað við hreina | ull, bætið við 5c á pundið ef J vér þurfum að þvo ullina. ■ | Þvegin ull léttist um hér um | bil 10%, en óþvegin 50%. ■ ■ pundið || ( Kembd til að vera handapunnin ...... .... 17 cents ■ Ull undirbúin fyrir yfirsængur . .. 20 cents R I ■ Ullar band ........................ 35 cents B Ullar teppi, 9 pund parið ........ 45c cents R I ■ ■ Spunnið band fyrir sokka og vetlinga . 85 cents 1 Peysur, úr worsted ull, við verksmiðju verði. | i Fairfield & Sons, w«t°« j Miils R.R. Nr, I Winnipeg, Man. l!l!IBUIIBlllBIIIIBillBI!IH!IIBII!ia!IIIHI!IHII!l| ll!IIBI!!BIIIIHII!l ■ m *Brewed from dhe $es t Jv[aberlals Cjrown ^ fiijúijf irt DREWRYS STANDARD LAGER Þetta góða alkunna öl, stafar af nákvæmni í vali efnisins sem það er búið til úr oj aðferð í tilbóning ^ffiUldoTíHÍd^ Thc DfiEWRYS Limited Established 1877 Winnipog, Phone 57 221

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.