Lögberg - 14.07.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.07.1927, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGTÆRG. FIMTUDAGINN 14. JÚLí 1927. Silfurlax-torfurnar. Eftir REX BEACH. "Eg sé að þú hefir nokkra af mínum fiski- mönnum í vinuhjá þér," mælti Marsh. "Já, það var lán fyrir okkur, að ná í svona góða fiskimenn," svaraði Emerson. "Já, þú ert lánsamur í mörgu. Satt að segja ert þú óvanalega lánsamur maður." "Nú! Hvað meinarðu?" "Finst þér ekki, að þú værir lánsmaður að bera hærri hlut í viðureigninni við verkfalls- mennina?" "Það var ekki eintóm hepni. Samt sem áð- ur tel eg mig lánsaman að sleppa í hurtu á síð- ustu mínútunni", mælti Emerson og hló glað- loga. "En, meðal annara orða, hvað varð um manninn, sem þeir tóku í stað mín?" "Eg held þeir hafi slept honum. Eg fylgd- ist aldrei vel með því máli." Marsh hafði ver- ið að líta í kringum sig og sá, að Emerson var kominn mikið lengra á leið með byggingu sína en hann átti von á. Það sveið honum mjög og ásetti hann sér því að reyna að ýfa skap mót- stöðumanns síns, ef hann gæti með því orðið einhvers vísari. "Eg er ekki frá því, að það sé nokkuð margt, sem þú þarft að skýra einhvern tíma bráðlega," sagði Marsh með ilskulegum hrottaskap. "MetS fimtíu þúsund kassa af laxi um borð í The Bedford Castle, skal eg skýra alt, sem menn vilja. En í milíitíðinni getur lögreglan farið norður, og niður." Það hve rólega og blátt áfram Emerson sa<?ði 'þetta, varð flís í holdi Marsh. "Þú slappst hurtu frá Seattle, en það er lögreglu umboðsmaður í Duch Harbor, og að- stoðar umboðsmanni þeim ferst máske ekki ein3 klaufalega í málinu og lögregluþjónunum í Seattle". Marsh gat ekki dulið reiði sína, og Emerson svaraði, til þess að espa hann sem mest: "Já, mér skilst að ]>eir séu báðir launaðir starfsmenn þínir." "Hvað þá!" " Eg hefi heyrt að þú hafir keypt þá báða fyrir peninga—" "Þii meinar okki að dylgja um—" "Eg meina ekki að dylgja um neitt. Hlust- aðu! Við getum talað opinskátt hér. Eg er orðinn þreyttur á öllu þessu undirferli. Þú gerðir alt sem þú gast til að hindra mig, þú rovndir jafnvel til þess að láta drepa mig—" "Þúdirfist að—" "Þér hefir ef til vill aldrei dottiðþað í hug, að eg get verið alt eins ófyrirleitinn eins og þú ert." Mennirnir stóðu nú og horfðu hvor á ann- an og heiftin logaði í augum þeirra. En ákær- an hafði komið svo óvænt og Emerson borið hana fram með slíkri dirfsku, að Marsh varð algjörlega orðfall. Svo hélt Emerson áfram í sama rólega málrómnum: "Eg brauzt í gegn þrátt fyrir allar tilraun- ir þínar, og hingað er eg kominn. Ef að þú vilt láta hér staðar numið, er eg ásáttur með það. En það skal enginn hamla mér frá að hrinda þessu fyrirtæki í framkvæmd, og ef að einhver af lögreglutólum þínum reyna að taka mig áð- ur en vertíðinni er lokið, þá skal eg sjá um, að hræ þitt verði hröfnum gefið. Skilurðu mig?" Willis Marsh hörfaði ofurlítið aftur á bak, eins og óafvitandi, því honum ógnaði heiftar- svipurinn sem stafaði frá andliti Emersons. "Þú ert sjálfráður," var alt sem Marsh gat sagt. "Er eg það!" mælti Emerson og hló kulda- lega. "Eg er að eins nógu brjálaður til þess að framkvæma það, sem eg segi. Eg held, að þú sórt okki áfram um að lenda í handalög- máli. Látum okkur því hvorn um sig annast sinn verkahring. Mér gengur vel, þakka þér fvrir, og eg held að mér mundi ganga enn bet- ur, ef þú kæmir hingað ekki aftur fyr en eg sendi eftir þér. Það gæti eitthvað dottið ofan áþig." Náfölur í andliti og með rödd, sem skalf af reiði, svaraði Marsh: "Svo 'það á þá að verða stríð?" "Þú um það," svaraði Emerson og benti til strandar. "Félagar þínir bíða eftir þér." Marsh slangraði eins og drukkinn maður á leiðinni niður að bátnum. Hann hafði bitið með tönnunum í varir sér .svo það rann blóð fram úr honum, og hann tók andköf eins og kvenmaður, sem slept hefir valdi á skapsmun- um sínum. Seglalapin fóru nú að koma á tveimur næstu vikunum, |með útbreidd segl, og höfnuðu sig nálægt síufuskipunum, því undir eins og ísinn rak norður, þá var leið þeirra opin; og gasolín- bátar fóru að þjóta fram og aftur um höfnina, og aðrir flutningsbátar, þar sem áður ríkti al- gíörð þögn og aðgjörðaleysi, ef það hefði ekki veritS fvrir ýlfrið úr úlfunnm, sem af og til hevrðish Alt var á ferð og flugi á landi, leti- logur roykur lympaðist upp úr reykháfum á verksmiðjum, urgið í tinkönnu verksmiðjum mátti og heyra, og sagarhljóðin og hamarhögg- in lintu aldrei. Xiður við nýju verksmiðjuna var flatbotn- uðum ferjum ýtt á flot áður en tjaran var orð- in þur á þeim. Byggingarnar risu upp hver ef tir aðra og monn höfðu verið sendir upp moð ánni til að sækja trjáboli. Paginn ^ftir að síðasta skipið kom, geróist óvæntur atburður. Cherry hafði komið niður að nvju verksmiðjunni, eins og hún var vön að gera dasrlega. Clyde hafði, eftir að gleypa í sig matarbita, farið á báti út á ána, en var að koma að landi. George Balt var að hrinda einni flatbotnuðu ferjunni af stokkunnm, þeg- ar hann heyrði sagt á bak við þau í málrómi, sem þau könnuðust við: "Sælt veri hvíta fólkið. 'þá öll aftur." Hér hittumst við Þau litu skynd'ilega við og sáu illúðlegan mann, sem þar stóð brosandi. Hann var ó- þveginn og fötin, sem hann var í, gauðrifin. A vöngum hans og höku stóð skeggið út eins og broddar á gelti. Það gat engum blöðum verið um það að fletta, hver maðurinn væri ¦— eng- .inn annar en Fraser fingralausi. En hann var ákaflega breyttur — svo ólíkur hinum glaðlega og léttlynda Fraser, sem þau höfðu þekt. Hann var fölur, horaður og niðurdreginn. Hann leit út fyrir að vera hungraður og að hafa mætt illri meðferð, og svo liðaber, að þeir sáust í gegn um ræflana, sem utan á þeim héngu. A meðan að þau stóðu orðlaus og horfðu á hann, tók hann af allan efa með bað um hvern væri hér að ræða, með 'því að roka tunguna útúr öðru munnvikinu, lygna aftur öðru auganu og setja upp sérstakan spekingssvip. "Fraser!" sögðu þau öll í einu, svo flykt- ust þau utan um hann, hristu hendur hans og þreifuðu á honum til þess að ganga úr skugga um, að hann væri nú áreiðanlega allur þarna kominn. George Balt, sem kom að í þessu, fór að skellihlæja undir eins og hann sá Fraser, og hrópaði: "Mér þykir vænt um að sjá þig, fé- lagi. Hvernig komstu hingað?" -, Fraser rétti úr sér, eins og hann fyndi sér misboðið með spurningunni, en svaraði svo í hátignarfullri alvöru: "Vann fyrir mér." "Þú lítur út, eins og þú hafir gengið alla leið frá Kansas," mælti George Bolt. "Eg skyldi nú segja, að eg.hafi unnið fyrir farinu mínu," mæltii Fraser. "Hvað vanstu og hvar?" "A þessari seglskútu," svaraði Fraser og benti með raunasvip út á höfnina. "En lögreglan?" sagði Emerson. " Ó, eg losnaði nú þægilega úr hennar hönd- um. Það ert þú, sem hún vill ná í. Eg held nú það, að eg hafi unnið," endurtók Fraser, horfði á þau dálitla stund og sagði svo: "Eg var mat- reiðsluþjónn." "Hvað sagðirðu?" "E<r sagði, að eg hefði meðhöndlað fötur með matarleifum, þangað til að köldum svita sló út um mig í hvert skifti er eg fann matar- lykt. Eg er huungraður eins og úlfur, en samt fæ eg velgju í hvert sinn sem eg lít hníf eða matkvísl" Hann sneri sér alt í einu að Alton Clyde, sem hafði farið að hlæja. "Hættu að gráta. Hluttokning þín gerir mig að ómenni." "Segðu okkur allar fréttirnar," mælti Cheriy. "Til hvors væri það?" svaraði Fraser. "Hengilmænuhauainn þarna mundi ekki skilja minstu vitund í þeim." "Haltu áfram," mælti Emerson, "það lítur út eins og þú hafir orðið að vinna býsna hart." "Hart! Eg er eini maðurinn í veröldinni sem veit, hvað hörð vinna er." "Byrjaðu á því, þegar þú varst tekinn fastur." " Jæja, mér stóð alveg á sama um æsingarn- ar, því eg þóttist vita, að þeir gætu ekki troðið rr.'g undir, nema því að eins að þeir fríkendu ])ig. Svo eg tók ekkert svefnmeðal og svo sannarlega komu þeir. Þriðji drykkjartími var kominn, og eg sit á hlemmnum svo alt sé þurt, og sendi Jerry til að líta eftir þér—" "Sögðu almennilega frá þessu," mælti Cherry, "þeir skilja þetta ekki." "Jæja, það var ekki hægt að fá sér neinn Pulmanvagn, sem hingað færi, svo eg faldi mig á kolaskipi, en þá kom einhver og gaf mér bendingu. Svo reyndi eg að ráða mig hingað norður til að fiska, en eg kann ekki mál fiski- manna né aðforðir. Eg fór því aftur um borð og faldi mig á þessu blessaða skipi, The Blessed Isle—það er nafniið á skipinu. Er það ekki skemtilegt? Maður á skipinu lofar að lána mér mat — svo hverfur hann og er í burtu í fjörutíu og átta klukkutíma, eða ár, -cg man ekki hvort var. En hvort som það var, þá hélt eg það út eins lengi og eg gat; svo rak hungrið mig upp á ]>ilfar og þar mjálmaði eg eins og köttur. — Skipverjar voru hin,;r verstu, fyrst í stað, og spurðu mig hve lengi eg hefði falið mig í skipinu. O, ])að er nú skrítin saga, og þeir fóru allir að hlæja, þegar eg sagði þeim það. Þegar eg bauð þeim að borga fyrir mig, þá var eins og þeim fyndist sér misboðið og sögðust nú halda ekki, það væri ekki þeirra aðferð að leggjast á allslausa menn og þar á ofan ókunnuga. Nei, og langt frá því. En þeir sögðust skyldu lofa mér að hjálpa til á skipinu. Þoir sögðu, að mat- borðsþjónninn hefði orðið eftir, og 'þeir skyldu eiga það á hættu að setja m,ig í hans stað. Það er það oina vork, sem eg hefi hangið við, og það var af því, að eg gat ekki með nokkru móti lo.snað við það, skiljið þið? Það voru um þrjú hundruð manns um borð í The Blessed Isle, svo aðal verk mitt var að vera matreiðslumönnun- um und.irgefinn, bera á milli matinn, bera á borð, þvo matarílátin, þvo gólfin, búa um rúm yfirmannanna, skræla sex mæla af kartöflum daglega og þvo allan þvott. 0, það var skemti- leg vinna—að eins leikur. Þegar gólftuskurn- ar sáu mig koma, }>á hoppuðu })ær af ánægiu yfir angist minni, og eg gat ekki orðið litið. framan í nokkra tusku, sem notuð var til að þvo með matarílátin. Mig dreymdi stöðugt um óskrældar kartöflur og kjötskurð. Blóðið í æð- um mér er orðið að skolpvatni, og mér sýnist alt fljóta í fitu í kringum mig, hvar. sem eg er. Eg var auðvitað svo heppinn, að lenda í seinfarnasta skipínu, sem hingað fer. Við lágum þrjár vikur í ísnum og enginn gjörði neitt nema eg og hafsúlurnar." "Og þú straukst úr vistinni í morgun?" "Já, það gerði eg, og nú þarf eg að fá mér bað, hrein föt og svo góðan dúr. Þið þurfið ekki að vokja mig fyr en í haust." /Fraser vildi ekki skifta sér neitt af bygging- unum sem þarna voru að rísa upp — vildi ekki einu sinni líta á þær eða sogja orð um þær, svo þoir fóru með hann fram á skip, þar sem hann lá í hálfgerðu móki í marga daga, og þegar hann var vakandi, lá hann í sólskininu og stag- aðist sífelt á hinni svívirðilegu meðferð, sem hann hafði orðið fyrir. Það var ekkert leikfang að skipa upp þyngstu viðarpóstunum úr The Bedford Castle, einkum fyrir 'það, hve miklum breytingum flóð og fjara olli á Kjalvíkuránni. Fyrsta óhappið vildi til, })egar þeir voru að flytja katlana í land, En Emerson fanst það líkjast meira yfir- lögðu og ásettu ráði til þess að ónýta alt fyrir honum, en verulegu óhappi. Menn voru önnum kafnir við að skipa upp vörum úr skipunum, sem á höfninni lágu, og var því fjöldi fleka, smárra og stórra báta á sífeldri ferð á milli skipanna og lands. Katl- arnir í verksmiðjuna voru látnir síga niður á f leka við hliðina á The Bedf ord Castle og skorð- aðir þar, til þess að flytja þá í land. George Balt og sex menn aðrir fóru með flekanum, sem katlarnir voru á, en Emerson var eftir úti á skipinu. Þeir voru naumast komnir á stað, þegar sex bátar, sem lágu við hliðina á skipi mótstöðumanns þeirra, lögðu líka út. Höfnin var.alskipuð og háflóð var, svo það var næsta erfitt að verjast árekstri. Emerson heyrði hávaða og hróp alt í einu. Hann gekk út að öldustokknum og sá eitt af dráttskipum mótstöðumanns síns með nokkra báta aftan í sér, fara rétt í veginn fyrir flek- ana með kötlunum á, og sá, að árekstur var ó- umflýjanlegur. Hann sá Balt benda í ákafa, en dráttskipið hélt samt beint áfram. Emer- son hrópaði eins hátt og hann gat, en þó þeir hefðu heyrt til hans, þá var nú svo komið, að ekkert varð að gert. Þá breyttist aðstaðan alt í einu. Emerson sá, að George Balt var hættur öllum bendingum og stóð á flekanum með skammbyssu í hend- inni og miðaði henni á stýrishúsið á dráttskip- inu. Tvö skot riðu af, og maðurinn kom lit úr stýrishúsinu í miklum flýti og hljóp ofan á 'þilfarið og þar í skjól. A svipstundu breyttist stefna dráttskipsins, svo að það lenti á hliðina á flekanum, som katlarnir voru á, og skauzt aftur með honum; en svo var mikil ferðin, að Balt og menn hans féllu á kné, og bresturinn sem varð við áreksturinn, heyrðist upp yfir allan hávaðann. Bátarnir, sem dráttskipið liafði í eftirdragi, rákust hver á annan og bár- ust svo með straumi að flekanum. Svo tók að- fallið þá og hrakti. Emerson brá við undir eins og fór ofan í vélarbát, sem lá við hliðina á TJio Bedford Castle, og lagði á stað þangað, sem slysið varð. A leiðinni sá hann, að í handalögmál var komið á dr.áttskipi Marsh, en það stóð ekki lengi, og áður en hann komst þangað sem Balt var með flekann, hafði flóðið aðskilið þá. Það virtist, sem Balt hefði hlaup- ið upp á dráttskip Marsh, tekið kafteininn og barið, unz hann lá ósjálfbjarga, áður en félag- ar hans komu til hjálpar. "Eru flekarnir skemdir?" hrópaði Emer- son, þegar hann kom nógu nærri. "Þeir eru orðnir lekir, en eg held við kom- umst til larlds," svaraði Balt. Þeir festu aðra taug í flekana og drógu þá svo með tveimur mótorbátum, og gátu á endan- um komið kötlunum að landi mílu frá lending- arstað sínum. "Við skulum gera Við flekana þegar fjar- ar," mælti George Balt, vel ánægður með úr- slitin, úr því sem á horfðist. Svo fór hann að blóta mönnunum, sem orsök voru í óhappinu. "Vertu ekki að eyða orðum á þá," mæíti Em- erson. "Við erum heimir, að ekki fór ver fyr- ir okkur, en raun er á) orðin. Ef að dráttar- skipið hefði ekki breytt stefnu sinni, þá hefði það sökt flekunum." "Maðurinn gjörði það með ásettu ráði," svaraði Balt. "Sjómenn eru ekki svo eftir- toktarlausir. Hann reyndi að segja mér, að liann hefði ekki getað áttað sig. En eg hristi úr honum vitleysuna." "Ef 'það er satt, þá eru þeir ekki ólíklegir til að reyna eitthvað Iíkt þessu aftur," svaraði Emerson. "Héðan af skal eg hafa með mér riffil, og eg skal veðja, að þeir komast ekki í málfæri, noma því að eins, að þeir fái sér herskip," — hreytti George Balt úr sér. Eftir því, sem Emerson hugsaði meira um þenna atburð, því meir furðaði hann sig á hepni þeirri, að hann ekki skyldi missa katlana í sjóinn. "Það er betra fyrir okkur að vera vakandi," mælti hann. "Við höfum steinsof- ið. Ef að Marsh var á bak við þessa síðustu atronnu, þá g'etum við verið Vissir um, að hann er ekki af baki dottinn.'' "Nei, ef að hann nær taki á okkur einu sinni ])á er úti um okkur," mælti George Balt. "Eg skal setja vökumann á hvern oinasta bát og fleka eftir þetta. Það er okkur mest áríð- andi." En dagurinn leið, án þess að nokkuð nýtt bæri til tíðinda, og verkinu á verksmiðjunni skilaði vel áfram. Þeir luku við að skipa vör- unum upp úr The Bedford Ca^tle og skipið fór til þess að koma aftur í ágústmánuði. Um miðjan júní kom Jfyrsta laxgangan, hinn svo nefndi "King Salmon", fyrirrennari tegundar þeirrar, sem verðmest er og eftir- sóknarverðust, "sockyes". En Emerson skifti sór ekkert af 'þessari fyrstu laxgöngu. Hann lagði alla stund á að búa sig sem bezt undir aðal-laxgönguna — þá hina ægilegu mergð, er væntanlog var úr hinu dularfulla djúpi, sem gera átti út um það, hvort hann yrði öreigi eða efnamaður. Þegar að aðal laxgangan byrjaði, þá vanst enginn tími til noins annars en sinna henni. Hann varð því að vera undir hana búinn, og hafa lokið öllum undirbúningi fyrsta júlí. Blikkverkstæði hans hafði verið að tin- könnugorð í nokkurn tíma, og mátti þar sjá stórar hrúgur af spegilfögrum blikk-könnum. Smiðirnir höfðu lokið sínu verki, Ne't og næt- ur voru í lagi. Þrjár mílur frá verkstæðinu, niður með ánní, var George Balt með mannval með sér að byggja, eða búa til laxakvíarnar. Þær voru þannig gerðar, að staurar voru rekn- ir niður á hálfar mílu svæði. A þær voru svo tré eða slár settar að ofan til þess að láta netin á, en við endann var krókur, eða kví, sem hag- anlega er fyrir komið og búin var til úr timbri og netjum, þar sem laxinn fer inn í. Fyrir eignarréttinum að þessu látri hafði George Balt barist, og mætt út af því hinni grimmilegustu meðferð frá hendi Willis Marsh, en hafði hangið á þessum rétti sínum í fleiri ár, þrátt fyrir ofsókhir Marsh og hans félaga, og var nú næsta glaður, því hann sá vonir sínar vera nú að rætast. Áhugi Emersons óx daglega, eftir því sem hann sá drauma sína nálgast ráðninguna. Hin mörgu viðfangsefni, sem sífelt bar að hendi, eftir 'því sem fyrirtækinu miðaði áfram, gáfu honum lítinn hvíldartíma, óvæntir erfiðleikar kröfðust fljóts og ákveðins úrskurðar. Hugur hans var svo gersamlega upptekinn við við- fangsefni í sambandi við fyrirtækið, að hann hafði engan tíma til annara athugana. Hver dagur krafðist nýrra úrræða'og á hverju einasta kveldi sat hann á ráðstefnu. Hann sá ekki út úr því, sem hann hafði að gjöra. Hann var ýmist órólegur, glaður eða ánægður. Cherry var ávalt við hlið hans, hljóð og yfirlætislaus oftast, en samt fór ekkert fram hjá henni, og hún var með í öllum áformum með lífi og sál. Hún sýndist skilja allra manna beza, hvenær tala bar, og það var eins og hún gæti lesið all- ar hugsanir Emersons, og ráð hennar voru holl og heilbrigð, því hún var hagsýn og sá og skildi smáatriðin og þyðing þeirra svo glögt, að Emerson og Balt furðaði stórum. En þó verkið gengi vel, þá var eins og velgengnin léki aldrei lengi við þau í senn. Ðaginn, þegar þau hugðu öllu að mestu lok'ið, kom einn af verk- stjórum Emersons til hans og mælti: "Eg vildi, að þú vildir koma og líta á skurð- arvélina tafarlaust." "Hv^ð er að?" "Eg veit það ekki, en það er eitthvað að." Fljótt yfirlit sýndi, að vélin hafði verið eýðiLögð. Vissa parta vantaði í hana alveg, og aðrir voru brotnir. "I»að var ekkert að þessum pörtum, þegar við fluttum þá í land," sagði verkstjórinn; "o_g það vantaði engan. Það hefir einhver náð til þeirra ýnlega." "Hvernig getur það verið?" spurði Enier- son. "Við höfum vökumenn til þess að líta. eftir bæði dag og nótt. Hafa nokkrir ókunn- ugir menn sézt þar í kring nýlega?" "Það sýnist enginn vita neitt um þetta. En þegar við ætluðum að fara að setja vélina á sinn stað áðan, þá sáum við þetta," svaraði verkstjórinn. Skurðarvélin, eða'"fhe Iron Chink"' eins og hún er nefnd á ensku máli, er ein sú allra fullkomnasta verksparnaðarvél, sem þekt er, af véluni ])eim sem notaðar eru í sambandi við laxveiðarnar., Það er heldur klunnalegur, en V^ ])ó fullkominn útbúnaður, sem tekur laxinn eins og hann kemur upp úr ánni, hreinsar hann, slægir og sker í sundur og flytur hann að þvottakerinu. Það tekur tuttugu æfða menn að vinna á við eina eina slíka vél. Emerson vissi strax, að ef nokkuð fiskaðist til muna, þá yrði veiðin ónýt áður en hægt væri að gjöra að henni, ef engin slík vél væri til hjálpar. Hann tók sér tíma til að athuga vólina svo að hann gekk úr skugga um, að ekki verð við hana gert, og það sem í fyrstu sýndist smá óhapp, var í raun og veru óbætanlegt tjón.. 1 vandræðum sínum fór hann rakleiois til George Balt, sem var í hálfrar mílu fjarlægð niður með ánni, og sagði honum frá vandræðum 'þeim, sem orðin væru. "Hvernig ætlarðu að fara að?" spurði Em- erson, eftir að hafa sagt George Balt frá vandræðunum. "Gjöra að fiskinum og búta hann með handavinnu," svaraði Balt. "En hvernig er það hægt?" spurði Emer- son. "Það þarf marga menn til þess og þá vana," svaraði George Balt. "En hvar er þá að finna?" spurði Emer- son. George Balt brosti í kampinn. "Eg er nú orðinn of gamall til þess að láta veiða mig í svona snöru. Eg' átti von á þessu frá byrjun, og þogar eg réði Kínverjana í Seattle, þá réði eg líka skurðarmenn, ef á þeim þyrfti að halda hér nyrðra." "Það var lán. En þú sagðir mér aldrei frá því," mælti Emerson. "Það var þýðinírarlaust að segja þér frá ;því. Við erum ekki yfirunnir enn. Willis Marsh vorður að reyna í annað sinn," sagði George Balt og glotti við tönnn. 21. KAPITTJLI. Á moðan þeir voru að talast við, sáu þeir vélarbát koma í augsýn, og dró hann á ef tir sér fleka moð vól á, sem notuð er til að reka niður staura. Emerson spurði, hvað þeir menn væru að gjöra, er þar væru á ferð. "Eg veit það ekki," svaraði Balt og horfði á bátana. "Mér virðist, að flekarnir séu tveir og að sá síðari sé hlaðinn með trjábolum." "Eg hélt að öll látur . félagsins væru upp með ánni," mælti Emerson. "Það eru þau líka," svaraði George Balt. "Eg voit ekki hvað þeir ætla sér." Eftir nokkra stund, þegar báturinn var stanzaður og lagstur við stjóra í ánni ekki langt fyrir neðan þar sem þeir George Balt og Em- erson voru, fór George Balt að blóta all- hraustlega. "Eg liofði mátt vita þetta," sagði hann. "Vita hvað?" spurði Emorson. ^'Marsh ætlar að loka fiskigöngunni fyrir okkur." "Hvað meinarðu með því?" spurði Em- erson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.