Lögberg - 14.07.1927, Side 7

Lögberg - 14.07.1927, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. JÚLI 1927. Bls. 7. 43. Kirkjuþing. Framh. frá bls. 3. Hknarsjóður National Lutheran Council 20. júní 1927. Inntektii— Frelsis söfn........................................... $ 5.00 Fríkirkju söfn......................................... 5.00 Immanuels söfn., Baldur...................... . ....... 5.00 Glenboro söfn. ....................................... 5.00 í sjótSi 20. júní 1927 .............................................. $20.00 Yfirskoöaö i Winnipeg, Man. 20. júní 1927. T. E. Thorsteinson. F. Thordarson. Var skýrslu féhirðis síðan vísað til fjármálanefndar þings- ins og í þá nefnd kosnir þeir Árni Eggertsson, J. J. Vopni og A. E. Johnson. Forseti lagði fyrir þingið svo hljóðandi umsókn frá séra Carli J. ólson, um inngöngu í kirkjufélagið, sem einn af þjón- andi prestum þess: Wynyard, Sask. 22. júní 1927. Séra K. K. Ólafsson, B.A. B.D., Winnipeg Man. Kæri, góði vin og bróðir! Hér með beiðist eg inntöku í hið Ev. lúterska kirkjufélag ís- lendinga í Vesturheimi, sem þjónandi prestur þess. Eins og öllum er kunnugt hefi eg tekið köllun frá prestakallinu í Vatnabygðum í Saskatchewan og hefi eg starfað þar síðan i byrjun apríl-mánaðar þessa árs. Eg þarf ekki að taka það fram að eg hefi byrjað þetta helga starf að nýju með mikilli gleði og eg vona og bið góðan Guð að það megi honum verða til dýrðar, fólkinu til blessunar og ríki hans til eflingar, í Jesú nafni! Me kærustu kveðju og öllum blessunaróskum. Þinn ávalt, Carl J. Olson. í nefnd til að íhuga umsókn séra Carls skipaði forseti þá séra N. S. Thorlaksson, séra Sig. Ólafsson og Ásbjörn Sturlaugsson. Þá lagði forseti fram þetta bréf frá séra H._ E. Johnson: Herra forseti, heiðruðu kirkjuþingsmenn:— Eins og öllum er kunnugt, verður mikið hátíðahald á Þingvelli hinum forna árið 1930. Mun það von og vilji vor allra að hátíð þessi verði öllum íslendingum til gagns og sóma. Fjöldamargir Vest- ur-íslendingar munu heimsækja ættlandið við þetta tækifæri. Þetta alþjóðlega íslendingamót virðist þvi skapa sérstaklega hagkvæm skil- yrði fyrir endurnýaðri vináttu, aukinni kynning og samúðarfullri samvinnu milli Vestur- og Austur-íslendinga til hagsmunabóta fyrir báða. Með- velhugsaðri og viturlegri ráðstöfun mætti, að sjálfsögðu nota þetta tækifæri til þess að efla varanleg og gagnkvæm andleg við- skifti milli þjóðbrotanna. Mætti Austur-íslendingum af því græð- ast gleggri skilningur á amerískri menning, en okkur þýðingar-mikil þekking á voru eigin ættar eðli. Fáum mun frekari þörf á þessu en prestunum, enda munu flest- ir telja heilbrigða, kristilega samvinnu þjóðkirkjunnar og kirkjufé- lagsins bæði æskilega og eðlilega. Vor íslenzka, lúterska kirkja virðist nokkuð andlega einangruð, enda hæpið að íslendingar geti notið sín í trúarlegu samfélagi við aðra. Vort þjóðareðli er mótað af þúsund ára þjóðarreynslu. Sú þjóðarreynsla hefir grafið óafmáanleg ættarmörk á skapgerð vora og innræti, sem koma ef til vill hvað best fram L trúarlífinu. Ugglaus sannleikur mun það einnig reynast að hjá frændum sín- um sé jafnan ljúfast að Iæra. Ýmislegt hefir okkur áreiðahlega lærst hér í framsýnustu fram- faralöndum heimsins, sem að gagni gæti komið á íslandi. Hitt mundu enn færri efa að okkur mundi reynast. það andlegur aflgjafi að kynn- ast nánar máli og menningu feðra vorra við uppsprettulindir vorrar íslenzku þjóðmenningar jafnframt því sem okkur yrði heimaveran hressandi tilbreyting eftir lognmollu hversdagslífsins í afskektum bygðum og fámennum sveitaþorpum. Ekki veit eg hvað mörgunr kirkjufélags klerkum endast aurar til austur ferðar, en eg geri ráð fyrir að einhverjir fari. Hitt veit eg að þeim sem heim fara græðist fremur lítil gagnleg þekking á landinu og þjóðinni af fárra vikna heimsókn. Gæti nú ekki komið ti! mála að ameriskir og íslenzkir prestar skift- ust á brauðum um eins eða tveggja ára timabil svo þeir sem á annað borð fara heim gætu haft meira gagn af ferðinni. Mér er kunnugt um að þvílík gagnskifti eiga sér-stað meðal Svía og eg held fleiri Scandinava. Kunnugt er mér líka um,'að minnsta kosti tvo valinkunna presta heima, sem eru fúsir, eða voru að minsta kosti fúsir að koma hingað vestur upp á þessa skilmála. Auðvitað mundi til þess þurfa biskupsleyfi og samþykki hlutað- eigandi safnaða. Nokkurn kostnað mundi það líka hafa í för með sér, en eitthvað af því fé mundi hafast inn með fyrirlestrum o. s. frv. Eg lít svo á sem þetta mundi reynast afar heppilegt ráð til að auka samúð og samvinnu milli Austur- og Vestur-lslendinga, því prest- arnir komast í nánari kynni við almenning en flestir eða allir aðrir mentamenn. Að svo mæltu legg eg þetta mál í hendur þingsins í þeirri von að það veki, að minsta kosti nokkra umhugsun og máske einhverjar umræður. Með einlægri kveðju til “collega” minna og félagsbræðra. Virðingarfylst, Halldór E. Johnson. Var samþykt að vísa því máli til þriggja manna nefndar, samkvæmt tillögu sér J. A. Sigurðssonar, er A. E. Johnson studdi. í nefndina voru skipaðir: séra J. A. Sigurðsson, Árni Eggertsson og A. M. Ásgrímsson. Þá lagði séra G. Guttormsson, fyrir hönd nefndar, fram þessa tillögu til þingsályktunar: Til hins heiðraða kirkjuþings islenzku lútersku kirkjunnar í Vesturheimi árið 1927. V\re the delegates of the Icelandic Lutheran Synod of North America, in convention assembled at Winnipeg, Man. June 23., 1927, express our deep sorrow in the loss of our beloved and honored fellow member, the Hon. Thomas H. Johnson, who died May 20th of this year. We extend our heartfelt sympathy to the widow, children and relatives, and thank God for the example of his life and distinguished service in behalf of Church and State. Var tillagan samþykt með því að allir stóðu á fætur. Þá ávarpaði Dr. J. A. Morehead, samkvæmt ráðstöfun for- seta, þingið í annað sinn. iFIutti Dr. Morehead ágæta ræðu um starf National Lutheran Counci], flutti kirkjufélaginu árnaðarósk lúterskrar kristni, og skýrði ítarlega frá hinu fyrirhugaða öðru alþjóðaþingi lúterskra manna, er koma á saman í Kaupmannahofn 1929. óskaði hann eftir þátttöku kirkjufélagsins í því þingi. Skýrði hann og all ítarlega frá líknar og viðrelsnarstarfi því, er National Lutheran Council er að vinna í Rússlandi og í Síberíu. Að lokinni ræðu Dr. Mþreheads, fullvissaði forseti hann um samhygð og samvinnu kirkjufélagsins, að því er snertir hin miklu málefni, er hinn virðulegi sendiboði hefir með höndum. iBað forseti síðan séra R. Marteinsson, fyrir hönd þings'ins, að svara ávarpi Dr. Moreheads og gjörði séra Rúnólfur það. Sömuleiðis talaði Árni Eggertsson, en kvaðst tala frá sjónarmiði leikmanns. Þakkaði Dr. Morehead báðar ræðurnar og sömuleiðis hinar vinsamlegu undirtektir þings- ins. Samkvæmt tlllögu séra hþ S. Thorlákssonar var fundi slitið með bænagjörð, er Dr. Morehead stýrði. Lýsti forseti hinni postullegu blessun og var svo fundi frestað þar til kl. 2 e. h. sama dag. ÞRIÐJI FUNDUR—kl. 2 e.h. sama dag. Var fyrst sungið sálmsvers. Séra Jóhann Bjarnason tilkynti, fyrir hönd forseta, Breiðu- víkursafnaðar, að svo hefði orðið fyrir sérstök forföll, að hvorki sá, er kosinn var þar kirkjuþingsmaður, né heldur vara- maður þar kosinn, gátu komið til þings. Bar hann fram afsök- un safnaðarins og árnaðarósk til þingsins, samkvæmt tilmæl- um safnaðarforseta, hr. Bjarna Marteinssonar. Fyrir hönd nefndar þeirrar, er átti að íhuga inntökubeiðni séra Carls J. Olsons, lagði séra N. S. Thorláksson fram þetta nefndarálit: Herra forseti! ÞaS var meS söknuöi að við kvöddum séra Carl Olson fyrir nokkrum árum, er hann hætti starfi hjá okkur og tókst á hendur starf annarsstaðar. En við gleðjumst nú útaf því að hann ér aftur tekinn aS starfa með oss og hefir veriS samkvæmt lögum settur inn í em- bætti, sem þjónandi prestur í einu stærsta prestakalfi kirkjufélagsins og beiöist nú inntöku í kirkjufélagiö. Við leggjum til aö það sé veitt, og þökkum Guði, sem hefir gefið oss séra Carl aftur, og biöjum Guð að blessa hann og börnin hans og gefa honum náð til þess aö vinna mikiö verk riki Guös til eflingar. Á kirkjuþingi 23. júní 1927. N. S. Thorlaksson. Asbjörn Sturlaugsson. Sig. Ólafsson. Var nefndarálitið samþykt með því að allir stóðu á fætur. Skrifaði síðan séra Carl undir hina venjulegu játningu þings- ins. Séra R. Marteinsson bar fram heimboð til kirkjuþings- manna, frá Jóns Bjarnasonar skóla næsta sunnudag, kl. 3—5. Var samþykt að þiggja það boð og þakka. Fóru þá næst fram nokkrar umræður á víð og dreif um ýms efni, með leyfi forseta, með því ekkert sérstakt verkefni lá fyrir fundi. Að þeim umræðum loknum, lagði séra G. Guttormsson fram, fyrir hönd dagskrárnefndar, þetta nefndarálit: SKÝRSLA DAGSKRÁRNEFNDAR. Dagskrárnefndin leyfir sér aö leggja fyrir kirkjuþingiö tillögur þær, sem hér fylgja: Þingiö þakkar emibættismönnum og milliþinganefndum fyrir vel unniö starf á árinu, svo og forseta og skrifara fyrir góöar og ítar- legar skýrslur, sem lagöar voru fram í þingbyrjun. Þingiö tekur eftirfylgjandi mál á dagskrá: 1. Afstaða vor viö þjóðkirkjuna á íslandi. * 2. Afstaða vor viö lútersku kirkjuna í Ameríku. 3. Heimatrúboösmálið. 4. Heiðingjatrúboðsmálið. 5. Jóns Bjarnasonar skóli. 6. Betel. 7. Sunnudagaskólarnir og kristilegt uppeldi barna og unglinga. 8. Ungmennastarfið. 9. Útgáfumálið. 10. Fjármálin. 11. Mál um breyting á fyrirkomulagi kirkjuþinga. 12. Efling sönglistar í sambandi viö kirkjustarfið. Út af bendingum skr.ifara um ófullkomleika á skýrslum safnaö- anna, heimilar þ'ingiö skrifaranum að semja og láta prenta áskorun- arbréf til hinna ýmsu safnaða um nauðsynina á góöum og ítarlegum skýrslum; og aö senda bréfiö með hinum reglulegu eýðublööum til safnaðarskrifaranna á næsta ári. Á kirkjuþingi í Winnipeg, 23. júní 1927. G. Guttormsson. J. J. Swanson. ~B. M. Melstcd. Var nefndarálitið rætt nokkuð og síðan samþykt. Forseti tilkynti, að samkvæmt lagabreyting frá 1922, yrði að kjósa tvo menn í viðbót í fjármálanefnd þingsins, því að- eins þrír menn hefðu verið kosnir, en í nefndina bæri að kjósa fimm. Hlutu kosning í viðbót þeir Thorsteinn Swainson og séra V. J. Eylands. Þá var tekið fyrir fyrsta mál á dagskrá: Afstaða vor við þjóðkirkju Islands. Var þetta mál rætt um hríð, en síðan samþykt, að vísa því til þriggja manna nefndar, samkvæmt tillögu dr. B. B. Jónssonar, er séra R. Marteinsson studdi. í nefndina voru skipaðir: Dr. Björn B. Jónsson, séra N. S. Thorláksson og J. H. Hannesson. Þá var tekið fyrir annað mál á dagskrá: Afstaða vor við lútersku kirkjuna í Ameríku. —Samþykt var, sökum hins vir&ilega sendiboða, Dr. More- head, að umræður um það mál færu fram á ensku. Hnigu um- ræður eindregið að því, að sjálfsagt væri að kirkjufélaglð tæki sinn þátt í útgjöldum þeim, er samfara eru hinu mikla líknar- og trúboðs-starfi National Lutheran Gouncil. Er upphæð sú, sem os3 ber að greiða, samkvæmt fólkslali, $322.40 fyrir næsta ár. Enn fremur voru þingmenn eindreg'ið með því, að verða við þeim tilmælum Dr. Morehead, að kirkjufélagið sendi full- trúa á hið annað alþjóðaþing lúterskra manna, er á að mæta í Kaupmannahöfn 1929. Gjörði Árni Eggertsson þá tillögu, að fulltrái sé sendur. Tillagan var studd af Klemens Jónassyni og samþykt í einu hljóði. Þá bar Árni Eggertsson fram þá tillögu, að sökum langr- ar og trúrrar þjónustu í kirkjufélaginu og vegna ágætrar þekk- ingar á tungumálum Norðurlanda, sé séra N. S. Thorláksson kosinn virðulegur sendiboði á hið fyrirhugaða þing. Séra Jó- hann Bjarnason studdi tillöguna og var hún samþykt í e. hlj. með því að alllr stóðu á fætur. Þakkaði séra .Steingrímur þann heiður^og það trauSt er valið gæfi til kynna. Kvaðst hann hugsa með fögnuði til þess að mega mæta á þinginu og vonaði að kirkjufélagið uppskæri einhverja blessun af þeirri för. Forseti tilkynti, að samkvæmt ákvörðun Fyrsta lút. safn- aðar, yrðu offrin við tvær guðsþjónustur þingsins látin ganga til kirkjufélagsins. Bæri þingiinu að ráðstafa þeim upphæðum eftir því, sem því þætti bezt við eiga. Var samþykt, að offur við þingsetningar guðsjónustuna gengi í Heiðingjatrúboðssjóð. Samykt var einn'ig, að offur við guðsþjónustu á sunnudags- kvöld gengi til þess að greiða tillag kirkjufélagsins til National Lutheran Council. Fjárframlögum til þess félagsskapar að öðru leyti vísað til fjármálanfendar þingsins. Dr. B. B. Jónsson, tilkynti að á þing væri kominn séra E. Salter, ráðsmaður Manitoba og Sask. deildar Hins brezka og erlenda biblíufélags, og óskaði hann að fá að ávarpa þingið. Var það samþykt. Flutti séra E. Salter skörulegt erindi um starf Biblíufélagsins. Að því búnu var samþykt fundarhlé í 15 mínútur. Þegar fundur kom saman aftur, var fyrst rætt lítið eitt áfram um annað mál á dagskrá, en síðan samþykt að taka fyrir þriðja mál: Heimatrúboð. Forseti bað vara-forseta, séra R. Marteinsson, að stýra fundi, og lagði síðan málið með ítarlegri ræðu fyrir þing. Talaði hann um málið í heild sinni og m'intist í því sambandi á nauðsynlegt áframhald á styrkveiting til Hallgrímssafnaðar í Seattle. Urðu allmiklar og fjörugar umræður um heimatrú- boð í heild sinni og lýstu þær miklum áhuga þingmanna í því efni. Var síðan samþykt að vísa málinu til sjö manna nefndar. í nefndina voru skipaðir: séra R. Marteinsson, séra Sig. Olafs- son, J. J. Vopni, O. K. Olafson, Skafti Sigvaldason, Vilhjálmur Pétursson og H. B. Grímson. Þá var tekið fyrir fjórða mál á dagskrá: Heiðingjatrúboð. Samþykt var að fresta því máli þar til á laugardagsmorgun, samkvæmt t'ilmælum séra N. S. Thorlákssonar. Þá var tekið fyrir sjöunda mál á dagskrá: Sunnudagsskólarnir og kristilegt uppeldi barna og unglinga. Var málið rætt með fjöri og áhuga og tóku margir til máls. Að því búnu var samþykt að vísa því til fimm manna nefndar. 1 nefndina voru skipaðir: séra G. Guttormsson, J. J. Swanson, Andrew Danielsson, Kolbeinn Sæmundsson og séra Valdimar J. Eylands. Var síðan sungið sálmsvers og fundi frestað til til kl. 8 e. h. sama dag. FJÓRÐI FUNDUR—kl. 8 e. h. sama dag.— Fundurinn hófst með bænagjörð, er séra H. Sigmar. stýrði. —Fjarverandi við nafnakall voru: Jón S. Pálsson, Sigurður A. Anderson, Finnbogi Erlendsson, A. G. Eggertsson og Gísli J. Bildfell. Þá flutti séra Jónas A. Sigurðsson fyrirlestur, er hann nefndi: Heiðindómur, vis. kristindómur. Var honum, að fyrirlestrinum loknum, greitt þakklætisat- kvæði, með því að allir stóðu á fætur, samkvæmt tililögu séra H. J. Leó. Síðan var sungið versið: “Þitt orð er, Guð, vort erfðafé”, lýst blessun af forseta, og fundi frestað til kl. 9 að morgni. Minningar. Eftir Björn Jónsson. (Framh.) Fyrsta tillagan minnir mig væri sú, að styrkja þá að byggja kirkju hjá sér; önnur tillagan, að fund- arhúsið sé rifið og fært norður sem næst mitt á milli bygðanna, sem kom út hjá Guðjóni J. Finn- son; og þriðja tillagan að láta af hendi rakna elnhverja peninga- hjálp. En ekkert gekk saman, og endalyktin varð að Lögbergs og Thingvalla héruðin yrðu saman. En allir, sem urðu í minni hluta, mynduðu strax nýjan söfnuð; eða réttara sagt: hr. Jón J. Klemens, er var hér á ferð, frétti um þetta og brá fundi á í skólahúsinu, kall- aði þangað alla, bæði þá er úr fóru og svo hina, er voru að koma, innflytjendur, sem orðnir voru margir og allir sezt að hér fyrir austan, myndaðist þá Kon- kordía söfnuður og voru embætt- ismenn kosnir: Fr. Jónsson for- seti, B. Thorbergsson skrifari, S. Loptson gjaldkeri, um meðráða- menn man eg ekki. Nú voru enn nokkrir millibilsmenn, og var eg einn af þeim. Það er svo margt, sem kemur af einþykni mannsins, en ekki af einfeldni. Það er bezt að vera hreinskilinn: eg hefi aldrei getað átt heima í Konkord- íusöfnuði; þó eru flestir í honum góðir og mætir menn; eg tala nú ekki um blessaðar konurnar, sem alstaðar bæta, og eins og eg hefi áður sagt, leið mér hér vel um 20 ára skeið. Eg hefi alt af skoðað það svo, að meðan við öll vorum fátæk hér fyrst, þá var kristileg samúð og kærleikur í hverju húsi, allir bræður og systur. En með vaxand efnum og annríki virtust þeir göfugu eiginleikar njóta sín miður, og því segi eg það, að fátækt'in gerir menn oft sælli en auðurinn, þó hún geti vitanlega orðið ofjarl þeim, er hún ein- hverra hluta vegna legst á með ægiþunga sínum. Á þessum árum urðu börn mín öll fullorðin, og voru öll heima til 18 ára aldurs, enda hafði eg þá 22—26 kýr mjólkandi (einn bóndi, ár, voru ekki færir um að borga nema skatta og peningaleigu, er bezt lét; og sumir borga og borga án þess að nokkuð Vinnist á, hve mjög sem þeir reyna, og missa svo löndin að lokum. Slika sögu má víða heyra. Og sama lögmál gildir um verkfæra og bílakaup, að það eru a ðeins hinir efnaðri, sem borgað geta, en hinir missa áhöldin og tapa stórfé. 1 sliku braski lentu íslendingar ekki öðrum þjóðarmönnum fremur, en dautt, á opnum markaði, og nú síðast um daginn kvígu með kálfi á 40 daali, sem sá sá er keypti fékk strax 50 dali fyrir. Borgfirðingar eru hér fáir. Eyleifur bróðir minn, sem allir Borgfirðingar þektu fyrrum sem með afbrigðum dugnaðarmann til lands og sjávar, er nú orðinn mjög lasburða, með höfuðsvima, og nýtur þess nú eins hve frábæra dugnaðar og ágætiskonu hann á, Krlstínu Árnadóttur frá Hábæ í Vogum, sem í viðbót við önnur umfangsmikil störf sin hefir ann- ast hann af stakri nákvæmnl. — Þau eiga þrjá syni, mestu efnis- menn, sem keypt hafa fjögur lönd eins og frændur þeirra, og eru að eg hygg skuldlausir, og sama mun vera um tvö lönd er E. bróðir á. —Jón bróðir 'Kr'istinar á tvö myndarleg börn, stúlkan gift, en Jón hefir verkfærasölu í Curch- bridge, á góða konu og líður vel. —Guðgeir og Guðný systir þeirra eiga efnilegan son og góðan bónda, sem hér býr. — Svein- slíkt var búnaðinum stór hnekkir. Eftir að bankarnir komu, logaðifbjöm Loftsson og Stemunn Ás- alt í peningaveltu; lönd voru í háu verði, og sá sem land átti,' gat fengið stórlán; “feitu kýrnar” voru þó fáar, en traustið á fram- tíðinni ótakmarkað, og varð þetta dýrkeipt mörgum fátækum barna- menni er standa vildi í skilum. Áður en bankarnir komu, virtist engin vöntun á peningum; enda voru hér einstakir bændur, er pcninga lánuðu er á lá, og þó leig- an væri allhá, þá voru þeir land- ar hér er fé lánuðu, góðhjartaðir og vægir í kröfum, fóru fremur eftir lögum góðvilja og samvizku- sem, en þeim viðskiftareglum er bankarnir fylgi. Sem dæmi upp á viðskifti þess- ara efnuðu landa minna, vil eg taka tvö dæmi. Til annars bónd- ans kom maður til að fá peninga- lán upp í bíl; fékk hann nokkra úrlausn, en þegar hann var að fara, sagðist lánveitandi vilja gefa honum eitt ráð, og það væri að taka aldrei lán til að skreyta sig með; vissj hann þó að “lántak- andi var “góður sem gullið” og arðvænlegt að eiga viðskifti við hann. En hitt dæmið er um við- skifti mín sjálfs og gripakaup- manns íslenzks, sem eg áttti oft skifti við; eitt sinn sem oftar kom eg með gripahóp til hans, og spurði hann mig hvað eg vildi fá fyrir þá; sagðist eg halda að eg gerði mig ánægðan með 12c á pundið upp og niður. Það verð sagðist hann ekki vilja borga, því það væri of lágt, og munu það hafa verið um 100 dalir sem eg hagnaðist við söluna á því verði er hann greiddi mér umfram það er eg hafði tiltk-ið. Ef til vill F. J„ mun hafa mjólka 26-281 er nú þetta ekki algengt hér eða kvr); þá keyptl eg þrjár DeLaval 1 annars staðar, því allvíðast munu skilvindur á $100 hverja; einaíslíkir menn hugsa mest um eigin Alexander á $90 og eina Magnet|na2- á $100; rjóminn var keyptur um! Um sambands og fylkisstjórnir tveggja ára skeið með mjög lágu j &et e& ekkert sagt, en okkur verði, þó fengum við F. J. um 400! skattar nokkuð háir nú, dali, eða hann ögn meira, 0gjeinkum «öld tjl skólanna. Jón minnir mig hann segði mér, að; minn t-d- borgar á þriðja hundrað hann hefði keypt heilt land fyrir dolL 1 skatt af Þremur löndum, rjómann éitt árið. I °e Stefan um 170 dolk af tveimur Jarðræktin var byrjuð strax og drengir mínir fóru að koma upp, og gekk vel, og voru keypt þrjú lönd, tvö til sáningar og eitt hey- land og meira og minna sáð; til 18 ára unnu drengirnir fyrir mig, eftir það unnu þeir sjálfum sér. Jón hafði eiglð land, Stefán og Halldór höfðu mín lönd á leigu, þar til Stefán fór sjálfur að kaupa sér land, eins og sagt mun frá síðar. Eg tók alt af kaupa- mann. Dætur mínar tvær giftust innan tvítugs. Fyrir stríðið lentum við, eg og tveir drengir mínir í að kaupa heila “section” af landi, eða fjög- ur lönd; þá voru lönd í geypi- verði. Þetta tók alla mína upp- skeru og alla mína geldgripi í 8 ár átti áður 100 gTipi, en að eins 42 árið 1919, sem var allmik- il blóðtaka. Árið 1919 vorum við feðgar búnir að borga rúm 19,000 dollara; mismunur á Canada og Bandaríkjapeningum varð um 400 og rentur af peningum voru frá 10 til 12 af hundraði; eg á 27 kvitteringar í púlti mínu, sem sanna sögu þessa. Árið 1919 var keypt bifreið og 1920 ferðaðist eg til íslands. — Eg lét brjóta 150 ekr. á löndunum og og Jón hafði 50; fríuðust svo drengir mínir við herskyldu eða að fara í stríðið. Fyrir lönd sín buðust þeim 10,000 dalir hverj- um áður þeir bygðu; nú eru þeir búnir að byggja á þeim stór hús og hafa ágæt heimili. — Það var ekki ósatt, sem stóð í Almanaki Ólafs Thorgeirssonar 1918, að eg ætti þá fjögur lönd, því að þá vorum við búnir að borga þetta. með löndum sem eg átti fyrir. — Góður guð hjálpaði mér fram úr þessu, án þess eg fengi nokkurt cent að láni, því það fékst ekki. Fasteignasala er oft stórhættuleg og sem fyrirhyggjulaust svika- brask. Margir hafa lent í þessu; sumir halda löndunum í nokkur löndum, og aðrir líkt þessu. í sveitarstjórn virðist oft erfitt að fá menn, sem því eru vaxnir að stýra þeim málum þannig að jöfn- uður og réttlæti náist jafnt til handa fátækum og ríkum, þó hér sé ekki um slíkt að kvarta meira en víða annars staðar. Það síðasta sem eg hefi að segja um viðskifti mín og annara, er að eg veit mig ekki sekan um að hafa neitt frá öðrum tekið, hefi selt alla mína vöru, lifandi og mundsdóttir eru hér og hefir farnast vel, þrátt fyrir stóran barnahóp er þau hafa komið upp, 2 pilta og 9 stúlkur, sem öll eru gift nema yngsta stúlkan, og líð- ur vel að þvi er eg bezt veit. Ás- mundur sonur þeirra er starfs- maður góður og gefur slg talsvert við stjórnmálum, er vel látinn. S. Loptson hefir bæði verið bóndi og kaupmaður, og í báðum þeim stöðum reynst vel. — Víglundur Vigfússon og Sigríður Jónsdóttir frá Breiðabólstððum eru hér; eiga þrjú mannvænleg börn; er önnur stúlkan lærður kvennaháskeri, en hln er að læra söng; líður þeim öllum vel.. — Ekki veit eg af fleiri Borgfirðingum hér nærri. Þá held eg sé nú komið mál að hætta. Ástæðan ti^ þess að eg byrjaði var sú, að tveir menn heima, annar nú dáinn, báðu mig að skrlfa héðan alt satt og rétt, ilt og gott, því þeir sögðu að missagnir væru allmiklar heima um líðan manna hér og afkomu, eins og t. d. það, að eg væri kom- inn “á haus'inn”, en öðrum skrif- að að eg væri stórríkur. Eg sé ekkert gott unnið með því að skrifa ne'itt ilt, og þó eitt- h\að væri, hefi eg^aldrei miklast yfir því í skrifum mínum. Svo bið eg alla þá, sem lesa þetta, að virða á betri veg, og eg vona að eg hafi engan meitt. Eg hefi all-Iengi verið veikur af “flú” og vissi of seint, að það vantaði eina skrúfuna í kollinn, eða ekki fyr en eg fór að reyna að stytta tímann við að skrifa þetta, sem er alt satt eftir beztu samvizku. Mig íangar tll að taka hér tæki- færið og kveðja minn góða prest séra Jónas A. Sigurðsson, og fjölskyldu hans, sem eru að fara héðan; þakka eg séra Jónasi fyr- ir hans góðu kenningar og bæn- ir, og óska að gæfan fylgi honum og hann megi l’ifa sem lengst til þjónustu í akri drottins. Og eg þahka safnaðarfólkinu og öllum í þessarl bygð, fyrir alla samvinnu og samúð, vinarþel og kærleika, og bið guðs blessunar öllum til handa hér og eilí^lega. Og síð- ast þakka eg ritstjóra Lögbergs, sem lánað hefir mér rúm í blað- inu fyrir þessar minningar mín- ar, og óska því og honum alls hins bezta. Þér er vinsamlega boðið að koma á sýningu, þar sem Ókeypis er sýnt bökunar aðferð og þeir sem það gera eru sérstak- lega vel að sér í þeirri iðn. bœði vísindalega og veiklega, sem þar til heyrir og vinna við fræðsludeild E. W. Gillett Co. Limited, félagsins sem býr [til Magic Baking Powder og undir þess umsjón fer sýningin fram. t t t t t t t t t t t t t T T T x t T t t f t t t T t T t T t t T ♦♦♦ Frá 1 8. til (23. Júlí hjá ARB0RG FARMERS C0-0P. ASSN. * Arborg, Man. Ltd, t T T t T T T t T T T T t T T T T T T T t T t T t T T T T t t t

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.