Lögberg - 21.07.1927, Page 1

Lögberg - 21.07.1927, Page 1
40 ARGANGUR • | Hinn nafnfrœgi, íslenzki listmálari Emil Walters, listmálari. Helztu heims-fréttir 4 Canada. Eins og begar er kunnugt, reynd- ust þeir af kjósendum Manitoba fylkis, viS atkvæðagreiðsluna hinn 28. f. m. töluvert fleiri, sem að- hyltust glasiS, frekar en flöskuna þegar um bjórinn var aS ræSa, og voru því meÖmæltir aS koma á bjórstofum, þar sem fólk geti keypt sér bjór eftir þörfum og efnum og neytt hans þar á staSnum. Sjálfsagt þarf ekki aS efa, aÖ stjórnin sjái um þaS, "að ske skuli fólksins ibeiÖni”. Eru þeir Bracken stjóynar- formaSur, Major dómsmálaráS- herra og Cottingham lögmaSur nú aS ferÖast um Alberta og British Columbia til aS kynnast bjórstof- unum eins og þær eru i þessum fylkjum og öSru, sem þar aS lýtur, og þá líklega sérstaklega því, hvernig bjórsölulögunum er fram- fylgt þar vestur frá. Sumum finst aS svo riSi mikiS á aS koma sem fyrst á stofn þesum bjórstofum aS þeir vilja aS þingið sé kallaS saman á aukafund, nú sem allra fyrst, til aS samþykkja lög þeim viövíkjandi, en aSrir vilja láta þetta dragast þangaS til í vetur, aS þingiS kemur saman hvort sem er. Hvort heldur verSur, segir Bracken aÖ sé “enn óráSiS.” ^ Eftir aS ofanrituS frétt var skrif- uS, hefir veriS ákveSiS aS stefna saman aukaþingi, seint í september, eSa í öndverSum október mánuÖi. * * * Á föstudaginn í vikunni sem leiS kom til Winnipeg loftfar frá Fargo N. Dak. og hafSi p>óstflutning meS feröis og er jiað í fyrsta sinn sem póstur er fluttur í loftinu frá Bandaríkjunum til Winnipeg. Þrír men voru í loftfarinu og hafÖi ferÖin gengiS vel, en nokkuS seinna en til var ætlast. Var búist viS aS þeir kæmu til Winnipeg kl. 11, en komu ekki fyr en kl. 1.30. Borgar- stjórinn og ýmsir aÖrir embættis- menn voru til staSar, til aS taka á móti þeim og fjöldi fólks safnaÖist saman til aS fagna hinum fyrsta loftpósti, sem til Winnipeg kemur. • • • Það stóS til aS mál Earle Nelson, sem sakaSur er um tvö morS í Win- nipeg, kæmi fyrir rétt hinn 26. þ. m., en samkvæmt beiSni lögmanns- ins, sem skipaSur hefir veriS til aS verja mál hans, hefir nú málinu ver- iS frestaÖ þangaS til í nóvember. FærSi lögmaSurinn fram tvær á- stæSur fyrir þessari beiSni, þá fyrst og fremst, aS enn væru hugir manna svo æstir út af þeim ódáSa- verkum, sem hér hefSu unnin ver- ið, aS hætt væri viS aS kviÖdómend- ur yrSu ekki óhlutdrægir og í öSru lagi hefSi hann ekki tíma til aÖ und- irbúa máliÖ, eins og vera ætti fyr- ir þennan dag. Macdonald dómari leit svo á aS siÖari ástæSan væri góS og gild, en gerSi ekkert úr þeirri fyrri, og auk þess mælti flest meÖ þvi aS máliÖ væri rannáakaS sem fyrst, sérstaklega vegna þess, að ef þessi maSur reyndist ekki sekur, þá léki sökudólgurinn enn lausum hala og ef svo væri þá þyrfti lögreglan aS fá aS vita þaS sem fyrst. » * * . MaSur nokkur í Ottawa,.sem Shipman heitir og er einn af skóla- ráSsmönnum borgarinnar, tekur sér þaS mjög nærri hve algengt þaÖ er aS veröa, aS fólk syngi þjóS- sönginn “O Canada” á opinberum samkomum og viS ýms tækifæri, þar sem fólk söng áÖur brezka þjóSsönginn “God save the King.” Finst honum þetta engu tali taka og telur það næst fööurlandssvik- um, eSa einhverju af þvi tægi. Ekki þaS aS söngurinn “O, Canada”, sé ekki í sjálfu sér full sæmilegur, heldur hitt aS honum finst sú ógna hætta get af þessu stafaS, aS breski þjóSsöngurinn verSi hér eftir ekki eins alment notaS í Canada, eins og hingaÖ til. Er rnanni þessum vafa- laust þvert um geS, aS Canada- ínenn séu aS nokkru þjóSernis- braski út af fyrir sig. Manitoba Free Press telur það lán, aS hér vestra sé enginn Shipman, eSa aSr- ir hans likar. Kannske hefir blaSiÖ rétt fyrir sér. “Það getur hver skygnst um sína sveit.” * * * Þrir menn fórust í flugslysi hinn xi. þ. m. skamt vestan viS Mani- toba vatn, i grend viS Hilbre, Man. Mennirnir voru W. S. Weaver, Mel fort, Sask., A. T. Eardely, Loore, Man. og F. H. Wrong, Ottawa, Ont. HaldiS er að loftfariÖ hafi orÖiÖ fyrir eldingu, þar sem þaÖ var ein 2000 fet uppi í loftinu. Menn- irnir losnuSu allir viS loftfariS og féllu niSur meS skömmu millibili, en loftfariÖ á öSrum staS alt brotiS. Voru menn þessir aS taka myndir til aS gera eftir þeim landsupp- drætti. • • • ÁSur en langt líður verSur bygS bryggja viS RauÖána, viS endann á Ross stræti i Winnipeg. Sambands- stjónin kostar verkiS og er gert ráS fyrir aS kostnaöurinn verSi $12.000. Einnig gerir sambandsstjórnin ráS fyrir aS verja alt aS $100.000 — gegn $50.000 tillagi frá fylkisstjórn- inni til aS byggja flóSgarÖ viö Rosseau ána austan við Emerson, til aS varna þvi aS hún flæSi yfir lönd manna eins og hún hefir gert og sérstaklega í vor sem leiÖ. * * * Stjórn Bandaríkjanna vill nú, eins fljótt og mögulegt er, semja viS stjórn Canada um umbætur á skipaleiÖinni eftir St. Lawrence fljótinu til stórvatnanna. Er mein- ingin sú, aS gera St. Lawrence fljótiÖ fært hafskipum svo hægt sé aS flytja vörur á sömu skipunum alla leiS frá Bretlandi eÖa öSrum WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 21. JÚLl 1927 NÚMER 29 löndum í Evrópu alt aS vesturtak- mörkum . stórvatnanna, bœÖi í Bandaríkjunum og Canada. Er hugsunin sú aS bæSi ríkin leggi fé til þess fyrirtækis og hafi sameigin- lega gagn af þessari skipaleið. Til þess aS þetta geti oröiö, þarf samninga milli Canada og Banda- rikjanna og vilja Bandarikjamenn nú byrja á þeim samniitgum og hef- ir Kellogg utanríkisráSh. fariÖ fram á þaS viS stjórnina i Ottawa aÖ nú þegar sé byrjaS á samningatilraun- um um þetta mál. Hefir Hon. Mac kenzie King svaraS á þá leiS aS sér og stjórn sinni sé ánægjuefni, áS sernja um þetta mál viÖ Bandaríkja- stjórnina og muni verSa til þess ál- búinn áSur en la'ngt líSur. Bandaríkin. Coolidge forseti fór frá Washing- ton til Black Hills, S. Dak, meÖal annars til aS komast hjá hitanum, sem er æSi mikill i höfuSstaS Banda rikjanna um þetta leyti ársins. En þaS tók ekki betra viS þegar vestur kom og um tíma komst hitinn í Rapid Citý upp í 96 stig, þegar hann var þó ekki nema 88 i Washington og 84 í New York. «• * * Til heiÖurs forsetanum, sem nú heiÖrar South Dakota meS því aS dvelja þar um stund, hefir rikis- þingiS gefiS hinu svo nefnda Sheep Mountain nýtt nafn og nefnt þaS eftir forsetanum, og heitir þaS nú Mount Coolidge. AuðvitaS varS aS sýna forseta frúnni einhver virS- ingarmerki líka. Á ríkisþinginu í S. Dak. er ein kona, sem Mary E. Kotrba heitir. Hún bar fram þá til- lögu aS lækur eSa dálítil á, sem kölluÖ hefir veriS Squaw Creek, skuli hér eftir heita Grace Coolidge Creek. Náttúrlega var tillagán sam- þykt og nú gerir forsetinn sér þaS til skemtunar aS veiSa silung i Grace Coolidge læknum. ■» » * Maddame Rosika Schwimmer er glæsilega falleg kona, eftir mynd- um af henni aS dæma, vér höfum ekki séS hana, og munu rnargir viS hana kannast siSan Henry Ford fór sína frægu för til NorSurálfunnar hér um áriS, til aS stilla til friöar, þegar alt logaSi þar i ófriÖi. HafSi hún mikiÖ viS þá ferS aS gera og var um þaS leyti oft getiS. Hún hefir sótt um aS gerast borgari í Bandaríkjum, en kom frá Ung- verjalandi, og hefir henni veriS neitaÖ um þaS. Fyrir þá sem sækja um aö gerast Bandaríkja-borgarar eru lagSar margar spurningar og er 32. spurningin á þá leiS, hvort um- sækjandi sé viljugur aS bera vopn í þágu þjóÖarinnar. “Ekki persónu- lega,” svaraSi frúin, .“mér skilst aS ekki sé til þess ætlast aS konur beri vopn' i Bandarikjunum.” Hvort þetta hefir valdiS aS henni var synjaS um borgararéttindi, er ekki hægt aS segja. Hitt er víst aS hún hefir aJt af í skrifum sínum og ræSum, sakaS Bandarikin um hern- aSargirni, sem Bandaríkjamenn þykjast áreiðanlega ekki eiga skiliÖ. Synjunin er á því bygS aS Mme. Schwimmer sé óamerísk í hugsun- arhætti og hún hafi lýst yfir því aS hún sé trúleysingi (atheist). * * • Þess hefir áSur veriS getiS hér i blaÖinu, aS maSur aS nafni Sapiro, sem alkunnur er í Vestur-Canada og víSa í Bandarikjunum fyrir af- skifti sín af bændasamtökum og sérstaklega af hveitisamlaginu, höfS aSi mál gegn Henry Ford, sem er eigandi blaSsins, “Deerhorn Inde- þendent,” og krafSist $1,000,000 skaðabóta fyrir ummæli blaSsins um sig. þJu hafa þeir Sapiro og Ford sæst i þetta mál og hefir Ford lofaÖ aS láta blaSiS hætta öllum á- rásum á GySingana, sem þaS hefir lengi haldiS uppi. Hefir Ford aftur- kallaS öll niÖrandi ummæli blaSs síns um Sapiro, og greitt honum þar aS auki, álitlega fúlgu í fríÖu. * • • Ákafir hitar gengu yfir austur- hluta Bandarikjana í síÖustu viku og dóu allmargir af þeim völdum í sumum stórborgunum. Komst hit- inn upp i 96 stig i Wkshington og Baltimore, 94 í Boston, 92 í Phila- delphia og Albany, 91 í New York, 89 í Cleveland og 88 í Pittsburg. Á sama tima var hitinn ekki nema 62 stig í San Francisco og 76 í Los Angeles. * * * Henry WFite, fyrverandi sendi- herra Bandaríkjanna á Frakklandi og ítalíu. og fulltrúi Bandarikjanna a friÖarþinginu í Paris, dó í Pitts- field, Mass. hinn 15. þ. m. Ctskrifast af St. Boniface sjúkrahúsi. Miss Jónína Guðrún Jónasson lauk námi í hjúkrunarfræði, með heiðri, við St. Boniface spítalann nú i vor. Hún er dóttir Jónasar K. Jónassonar að Vogar, Man., og konu hans Guðrúnar Guðmundsdóttur. Jónas er fóstursonur Egils Gottskálkssonar á Skarðsá í Skagafirði, en kona hans er ættuð úr Bréiðdal í Suður-Múlasýslu. Hvaðanœfa. ÞaS er haft efjtir Dr. Nicholas Murry Butler, forseta Columbia há- skólans, að í samtali viÖ blaSamann í London, að í 2000 ár hafi þaS aldrei komiS fyrir, þangaS til nú, aS heimurinxa ætti ekkert framúr- skarandi mikilmenni. “Aldrei fyr hafa stórkostleg stríS átt sér staS,” segir Dr. Butler, “án þess aS þá hafi komiÖ kram á sjónarviÖiS ein- hver framúrkarandi maSur. í striS- inu rnikla komu fram heilir hópar af mönnum, sem teljast mega mik- ilmenni í hernaÖi og á öSrum sviS- um, en þar er enginn einn, sem tek- ur öðrum frarn.” Dr. Butler heldur að. helsta skýringin á þessu sé sú, aÖ mentun og andlegur þroski fólks ins sé nú meiri og miklu jafnari, heldur en áSur var. ÞaS ber þeim mun minna á fjallatindunum, þvi hærrá sem landiS er í kring um þá. “JörSin skalf og björgin klofn- uSu” í Jerúsalem og grendinni hinn 9. þ. m. eins og sagan vottar aS áS- ur hefir þar korniS fyrir. Segja fréttir þar austan úr heimi aS þessi rnikli jarSskjálfti hafi orSiS 500 nxanns aS hana og 700 hús hafi hruniÖ eSa skemst mikiÖ, flest i Jerúsalem, sum þeirra stór hús og vönduS. EignatjóniS er taliS um hundraS þúsund sterlingspund. Kevin O’Higgins varaforseti á írlandi, sem myrtur var fyrir skömmu, var jarÖaÖur hinn 13. þ. m. meS mikilli viShöfn i Glasnevin grafreitnum, viÖ hliS margra ann- ara íra, sem áSur hafa látiS lífiS fyrir föSurland sitt. Kuldaleg ummœli séra Kvarans. Fremur þótti mér það undarlegt, að sjá ummæli nokkur í þingsetn- ingarboðskap forseta sambands- félagsins, séra R. E. Kvarans, 1 Hkr. þ. 29. júní s.l. Ummæli þau eru í sambandi við málaleitun sam- bandssafnaðarins í Árborg í þá átt, að fá að nota kirkju Árdalssafn- aðar. Umsögn prestsins er á þessa leið: “Og í sambandi við þetta er ekki nema rétt að geta þess, að t. d. Árborgarsöfnuður hefir ekki að ó- hugsuðu máli ráðist í að reisa kirkju í þorpinu, þótt fyrir væri nægilega stór íslenzk kirkja fyrir alla bygðina. Söfnuðurinn lét það verða sitt fyrsta verk, þeg- ar fyrir alvöru var tekið til að hugsa um þetta mál, að fara þess á leit við kirkjueigendur, að þeir mættu nota hana sameiginlega — enda stægu þeir straum af sínum hluta af kostnaði byggingarinnar. Þessu tilboði reyndist ekki neinn möguleiki á að sinna. Að þessari j málaleitun var hafnað, mun þó ekki hafa stafað af skilningi eða mis- skilningi almennings innan kirkju- safnaðarins, þvi að þess hefir ekki heyrst getið að hann hafi verið kvaddur til atkvæða um málið.” Þessi ummæli þykja mér mjög kynleg og óþarflega kuldaleg. Og þar sem mér er vel kunnugt um hina umræddu málaleitun, í aðal- efninu að minsta kosti, þá er ekki nema rétt, að skýra þetta mál of- urlitið frekar: ISunnudaginn þ. 3. apríl s.l. var messað í Árborg á tveim stöðum á sama tíma, sem sé í Árdalssöfn- uði, í kirkju safnaðarins, og í Árborgarsöfnuði, söfnuði sam- bandsmanna, og fór messa þeirra fram í fundarsal Templara. Hvor- tveggja messan byrjaði kl. 2 e.h. Að messugjörð lokinni hjá sam- bandsmönnum, jhöfðu þeir safn- aðarfund, eins og er alsiða hjá söfnuðum af hvaða tagi sem er. Séra Þorgeir Jónsson var þá í fyrsta sinni í Árborg og mun hafa prédikað. Aðrir klerkar þeirra sambandsmanna, þama viðstadd- ir, voru séra Rögnvaldur og séra R. E. Kvaran. Hvað fram fór á fundi sam- bandsmanna vissi eg auðvitað ekkert um fyrr en mér var beint sagt frá því síðar. Áleit eg mér þeirra mál óviðkomandi og reyndi því ekkert að grenslast um gjörð- ir þeirra. Bjóst eg ekki Við, að þessi fundur þeirra mundi nokk- urntíma snerta mína starfsemi né mig sjálfan, hugsaði eiginlega ekkert um það atriði. En daginn eftir, þ. 4. apríl, kem- ur séra Þorgeir heim til mín. Segir hann mér,/ að sér sé falið að finna mig í mikilsvarðandi er- indagjörðum og sér þyki miklu máli skifta, hvaða undirtektir hann fái. Segi eg honum undir eins, að svo framarlega eg geti mögulega eitthvað greitt fyrir er- indi hans, þá skuli mér vera það ljúft í alla staði. Skýrir hann mér þá frá mála- vöxtum. Tillaga hafði verið sam- þykt á fundinum daginn áður, að fara þess á leit við Árdalssöfnuð, að Árborgarsöfnuður fengi að nota kirkjuna, annað hvort með með því að kaupa kirkjuna að einhverjum parti til, eða þá að fá haná leigða fyi;ir kirkjulega starf- semi, fyrir sanngjarna borgun. Hefði sér verið falið að grenslast um hjá mér, hvaða afdrif svona málaleitun væri líkleg að fá. Sagði eg séra Þorgeiri, til að byrja með, það sem eg hélt kann- ske að honum, sökum ókunnug- leika væri ekki fyllitega ljóst, nefnilega það, að hér í landi hefðu prestar ekki éins mikil yf- irráð yfir kirkjum og víða væri á íslandi, því þær væru eign safn- aðanna og algjörlega í þeirra höndum. Kvaðst séra Þorgeir vita þetta. Sagði hann að það væri þó sitt álit, að ef eg væri þessu mótfallinn, þá þýddi ekkert að hreyfa þessu við söfnuðinn. En vildi eg hins vegar taka að mér þetta málefni, þá væri nærri víst, að Árdalssöfnuður fengist til að ganga að þessum kostum. Eg benti séra Þorgeiri á, að við sem værum kunnugir öllum mála- vöxtum, litum svo á, að þannig lagað samband um kirkjueign, eða þó ekki væri nema um afnot af kirkju að ræða, gæti naumast komið til mála. Sjónarmið flokk- anna væri svo gagnólíkt. Fanst honum þetta mjög undarlegt og alt á annan veg en hann hafði ætlað. Sagði eg honum, að mér þætti mjög nýstárlegt, ef ekki beint kynlegt, að fram á þetta væri farið. Lét hann mig þá vita, að hann sjálfur hefði átt tillöguna í þessu máli. Samherj- ar sínir i sambandsfélaginu, á þessum umrædda fundi, hefðu helzt ekki viljað sinna þessu máli, talið þetta með öllu ómögulegt og jafnvel, að það væri alls ekki rétt, að fara þessa á leit. Hefðu þeir helzt viljað, að hann færi ekki fram á þetta. Það væri hvorki líklegt fram að ganga, né sanngjarnt að fara fram á slikt samband. Hefði tillagan verið samþykt eingöngu honum til geðs vegna þess að hann hefði sama Sem krafist þess. En sér hefði verið sagt, að þetta væri þýðing- arlaust. "Sagði séra Þorgeir, að þarna hefðu samherjar hans not- ið kunnugleika, er hann hefði ekki sjálfur, og kæmi álit þeirra og mitt nákvæmlega saman. Slíkt samband væri ekki líklegt að blessast, og því haumast sann- gjarnt fyrir annan flokkinn, að fara fram á það við hinn. Sagði eg séra Þorgeiri, að það bezta sem hægt væri að búast við í Árborg, eða hvar annars staðar sem þessi tvenskonad starfsemi væri í gangi, væri það, að bæri- legt samkomulag og góð samvinna í öðrum málum gæti átt sér stað, af hvaða flokki sem menn væru að öðru leyti. Skyldi eg styðja að því eftir megni, að fólk beggja flokka umgengist hvað annað með kurteisi og með vinsemd á allan hátt, en um samvinnu á trú- málasViðinu, eða samband, mundi tæplega vera að ræða. Virtist mér séra Þorgeiri finnast fátt um þessa “vinsemd, “frá almennu sjónarmiði”, eins og orðtakið var á alþingi forðum, því það væri ekki nema sjálfsagt. Kom þar aftur fram ókunnugleiki hans, því það hefir ekki æfinlega þótt sjálfsagt, að menn gæti verið góð- ir vinir, þrátt fyrir það, að þá hefir greint á í trúmálum. Raun- ar býst eg við, að í seinni tíð megi heita, að gott samkomulag hafi verið hér um slóðir alment, þrátt fyfir trúarágreininginn, sem ekki er'eingöngu tvenskonar, heldur af fleiri tegundum. Með því nú eg sá, að séra Þor- geir var ekki sem bezt ánægður yfir horfum í þessu máli, bauð eg honum að leggja málefnið fyrir sóknarnefnd Árdalssafnaðar. Það boð afþakkaði hann hiklaust. Sagði eg honum þó, að eg skyldi ekki vera í vegi, ef sóknarnefnd áliti slíkt samband reynandi. Afþakkaði hann, mjög eindregið, boðið í annað sinn. Bauð eg hon- um þá, að eg skyldi mæla með, að hann fengi kirkjuna til að messa i næst þegar hann kæmi, eða þá einhvern tíma síðar, til að sýna honum sömu vinsemd og við höfð- um áður gjört við séra Eyjólf Melan. Sagðist hann þakka boð- ið, en þiggja það þýddi ekki neitt. Með það fór séra Þorgeir. — Lesi maður nú með athygli um- sögn séra Kvarans um þessa mála- leitan, um afnot kirkjunnar í Ár- borg, mætti helzt draga út úr henni þá ályktan, að undirtektir hafi verið gjöræðisfullar og alt annað en vingjarnlegar. ÞeixTsem lesa línur þessar, geta hér séð hinn rétta gang þessa máls. Hin kuldalegu ummæli forseta sam- bandsfélagsins eru því naumast verðskulduð. Árborg, Man., þ. 15. júlí 1927. Jóhann Bjarnason. Jóns Bjarnasonar skóli. Hið 15. starfsár hans hefst, ef G. 1., þriðjudaginn 20. sept. næst- komandi. Æskilegt er, að nemendur séu búnir að sækja um inngöngu áð- ur en þeir koma. Kennararáðið getur miklu betur áttað sig á ýmsum undirbúningi, ef það veit hverjir koma og hvaða nám þeir hyggjast að stunda. Enn fremur er það bæði skól- anum og nemendunum mjög mik- ið til góðs, að þeir séu komnir á byrjunardegi. Stundum verða ó- viðráðanleg forföll, en allir vinir skólans verða að hafa það hug- fast, hve áríðandi það er fyrir alla hlutaðeigendur, að nemend- ur séu komnir sem allra næst byrjunartíma. Geta má þess, almenningi til leiðbeiningar, að skrásetning nemenda Manitobaháskólans hefst 19. sept. og er henni lokið hinn 21., stendur þrjá daga. Þeir, sem innritast síðar, verða að borga $2 sekt. Þeir, sem stunda, við Jóns Bjarnasonar skóla, nám fyrsta há- skólabekkjar, verða að innritast í báða skólana. Enn fremur skal þess getið, að ætlast er til af öll- um nýjum háskólanemendum, að þeir hafi sótt um inngöngu ekki séinna en 22. ágúst. Eyðublöð fást fyrir þá umsókn. öllum fyrirspurnum um þessi mál verður svarað fljótt og fús- lega. Menn geta leitað upplýsinga til yfirkennara eða skólastjóra. Yfirkennari er Miss Salómc Halldórsson, Lundar, Man. Skólastjóri er Rúnólfur Mar- teinsson, 493 Lipton St. (heimili), eða 652 Home St., (skólinn). Winnipeg, Man. 0r bœnum. Dr. Björn B. Jónsson kom á laugardaginn sunnan frá Minne- ota, Minn. Haná er nú á Gimli og fjölskylda hans, og verður þar til mánaðamótanna. Mr. Magnús Thorlaksson, sem stundað hefir nám við Jóns Bjarnasonar skóla, fór vestur til Galder, Sask., í vikunn'i sem leið, til móður sinnar, sém þar á heima. Eitt eða tvö númer af Lögbergi frá 5. maí s.l. óskast til kaups nú þegar á skrifstofu Columbia Piess, Ltd. Sú harmafregn barst oss, rétt um þær mundir, er blaðið fer til prentunar, að druknað hefði að Boundary Park ungur, íslenzkur fiskimaður, Ingi ísfeld að nafni, er hann var að vitja netja. Með honum var fimtán ára gömul syst- ir hans, Laura, er gerði allar hugsanlégar tilraunir til að bjarga bróður sínum, þó alt kæmi fyrir ekki. Atburðar þessa hins hörmulega, verður nánar minst síðar. Mrs. Ágúst ísfeld, bónda að Winnipeg Beach, kom til borgar- innar snögga ferð í vikunni sem leið. I —----------- Þann 27. maí síðastl., lögðu þau Mr. og Mrs. Jón Straumfjörð, sem búsett eru að Lundar, Man., af stað í kynnisför vestur á Kyrra- hafsströnd. Dvöldu þau um hríð hjá syni sínum, Jóni og Þórey konu hans, í borginni Portland, Ore. Eru þau ungu hjón bæði útskrifuð af háskóla Manitoba- fylkis og eiga margt vii^a hér í borginni. Þá dvöldu þau Mr. og Mrs. Straumfjörð um hríð hjá öðrum syni^sínum, Jóhanni gull- smið, og önnu Maríu konu hans, sem búsett eru í Seattleborg í Washingtonríki. Eiga þau einn'ig fjölda vina og vandamanna hér í borg, er gott þykir af þeim að frétta. — Bróðir Mrs. Jón Straum- fjörð, Bjarni, er búsettur í PorD land og líður þar vel. í Blaine, Wash., er búsettur bróðir Jóns Straumfjörð eldra, Jéhann að nafni, og höfðu þau hjón einnig hjá honum viðdvöl nokkra. — Loks heimsóttu þau þriðja son- inn, Halldór að nafni, sem bú- settur er í Okanagan dalnum x British Columbia fylki. Leizt þeim í hvívetna vel á sig á ferða- laginu, og kváðust seint myndu gleyma gestrisni þeirri hinni miklu, er þau hefðu í hvívetna mætt.. — Biðja þau Lögberg að flytja vinum og vandamönnum þar vestra, sem og öllu mþeim öðr- um, er að því stuðluðu að gera för þeirra eins ánægjulega og raun varð á, sitt innilegasta hjart- ans þakklæti.—Þau hjón komu til Winnipeg úr för sinni, þ. 14. þ. m. og héldu heimleiðis daginn eftir. I

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.