Lögberg - 21.07.1927, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.07.1927, Blaðsíða 2
Bls. 2 LöGiítiftG, FIMTUDAGINN 21. JÚLÍ 1927. 1 W5*5 S a a 3 3 ÍS2SJS2SZSHSHSHS25Z5ZSHSHSHS2SS5HSHSS5ZSESHS2SESH5ZSS5HSíSHSHSa5Z5E5H5H5EffHSE5H5HS2SE5a5HSHSr2S2SHSHSHSE5SSa5H5HSHSHSESH5HSHSH5a5H5HSHSH5HSH5HSHSESHSH5E5aSrHSHi»?,M! Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga IsHSH5H5HS?cí SHi.t:SeSH5H5H5HSH5HSHSHSHSH5H5HSHSHSESZSHSH5HSH5HSHSHSHSH5H5HS?ÍjaiHi5HSHSHSHSHSH5H5HSHS25H5H5ESH5ESHSa5HSHSH5HSHSH5HSHSHSHSH5ESHSH5H5HSHSHSH5HSH5E5H SHSHSHSHSHSHSi ÍÞRÓTTALAUNIN. (Hvöt.) JÆslca, rístu, íþróttirnar iðka betur, Meyja snjöll og dáðadrengur dyljið ei hvað eigið lengur. Ligg þú ei á liði þínu, laukur ungi, þótt ei fagnir þegar sigri þú skalt ekki kasta vigri. f Þoldu áður þráfaldelga þvílíkt hetjur, þær ei gléygðu þegar skjóma, þó að á þær félli róma. En þær tóku æfa sig, sem aldrei fyrri, hefndu svo ;fyr’ háðung þáða hart á þeim, sem vildu ráða. Æfðu þig því alt hvað getur, ungi maður, einhvern tíma, ef áfram keppir, einhver sigurlaun þú hreppir. 1 Eitt er víst, þótt enga fáir orðu að bera, drottinn veitir dýrstu launin dreng og snót, þá borgast raunin: y / Börnin verða betri menn og betur gefin, hraustari í hönd og sefa. Hver má verðlaun betri gefa? X.—íþróttabl. BORCtARSÖNGVARARNIR I BRIMUM. Stgr. Th. þýddi. Einu sinni átti maður asna, sem hafði veitt honum dvggilega þjónustu í mörg ár, en var nú farinn að kröftum svo hann dugði ekki leng- ur til erfiðis. Húsbóndinn ætlaði þá að slá hann af, en asninn hafði eitthvert veður af því og sneri á leið til Brima. “Þar get eg orðið borgarmúsíkant”, hugsaði asninn. Þegar hann hafði gengið nokkra stund, hitti hann veiði- hund; hann lá við veginn með öndina í hálsin- um eins og hann væri lafmóður af göngu. “Því másarðu svona?” spurði asninn. “Æ',” svaraði hundurinn, “húsbóndi minn ætlaði að stúta mér, af því eg er orðinn gam- all og þróttur minn fer þverrandi dag frá degi, svo eg er ekki nándar nærri nógu fóthvatur til dýraveiða; eg strauk frá honum, en ineð hverju á eg að afla mér viðurværis?” “Veiztu hvað?” segir asninnn, “eg er nú á leið til Brima og ætla að verða borgarsöngvari, slást þú með í förina og láttu ráða þig fyrir borgarsöngvara eins og eg.” Hundurinn var ásáttur með það og héldu þeir nú áleiðis. Áður langt liði, sáu þeir kött einn, sem sat við veginn 0g var dauðans eymd- arlegur á svipinn. “Nú, nú,” mælti asninn, “hvaða mótlæti hefir komið fyrir þig?” “ÍÆ,” svaraði kötturinn, “hvernig ætti að geta legið vel á mér, sem er milli heims 0g helju? Eg er nú farinn að eldast og tennurn- ar orðnar sljóar og þykir mér nú betra að kúra við ofninn og mala heldur en verða mýs og þess vegna ætlaði húsfreyjan að láta drekkja mér; nú á eg reyndar fótum mínum fjör að launa, en vant er úr vöndu að ráða, — hvert á eg að fara?” “Farðu með okkur til Brima, þér lætur vel nætur-sönglist. Þú getur orðið borgar-söngv- ari! ’ ’ Kettinum leizt vel á það og fylgdist með þeim, því næst áttu þessir þrír útlagar leið fram hjá bóndabæ einum; þar sat bæjarjianinn á hlaðinu .og galaði við skræk af öllum mætti. “Þú gargar, svo að nístir í mei;g og beini,” mælti asninn, “hvað er um að vera?” Þá svaraði haninn: “Þarna hefi eg nú spáð góðviðri, því í dag hefir jómifrú María þvegið línið sitt og vill þurka það, en á morgun er sunnudagur og von á gestum og þá er engin vægð né miskunn að hafa hjá húsfreyjunni og hefir hún sagt elda- buskunni, að hún skuli á morgun sjóða mig í súpu og skera mig á háls í kvöld. Þess vegna stend eg á hljóðunum meðan eg get.” “Heyrðu, rauðkollur minn,” segir asninn, “komdu heldur með okkur til Brima; alstaðar mun þér eitthvað bjóðast, sem betra er en dauð- inn. Þú hefir góða söngrödd og þegar við báð- ir leggjum saman, verður víst einhver mynd á því.” Þessi uppástunga féll hananum vel í geð og héldu þeir nú allir áleiðis. En ekki gátu þeir á einum degi náð tilBrima og komu þeir er kvelda tók að skógi nokkrum og hugðu að láta þar fyrir berast um nóttina. Asninn og hundurinn lögðust niður undir stóru tré; en kötturinn og haninn leituð hærra upp- Haninn flaug hæst upp í toppinn, því þar var hann óhultastur. Áður en hann sofnaði, skygndist hann um í allar fjórar áttir og þótti honum þá, sem hann sæi neista nokkurn loga langt í burtu; hann kallaði þá til félaga sinna, og kvað hús eitt mundu vera ekki svo fjarska langt frá þeim, því hann sæi Ijós.” “Nú, þá verðum við að taka okkur upp og fara þangað,” mælti asninn, “enda er hér ilt náttból.” Hundurinn sagði fyrir sitt leyti, að ekki þætti sér margt að því að komast þangað, sem einhver von væri um að ná í eitt bein eða tvö, helzt með kjöti á. Þeir gengu nú þangað í áttina, sem Ijósið var; alt af varð það skærara og skærara, stærra og stærra, og loksins komu þeir að húsi, sem var alt ljósum lýst og var það ræningjahús. Asninn læddist að glugganum, hann var stærstur þeirra félaganna, 0g gægðist inn. “Hvað sérðu, gráni góður?” spurði haninn. “Hvað eg sjái?” ansnaði asninn, “dúkað borð með kostulegum réttum á og drykkjar- föngum, og kring um það sitja ræningjar og gera sér til góða.” “Það væri nú notandi fyrir okkur,” segir haninn. “Ýa, ýa!” gall við asninn, “eja, værum vér þar.” Þá réðu dýrin ráðum 'sínum, hvernig þau ættu að fara að flæma ræningjana burt og fundu loks ráð til þess. Það var með þeim hætti, að asninn stóð uppréttur og lagði framfæturna á gluggann, hundurinn stökk upp á bak asnans, kötturinn klifraði upp á hundinn, en haninn flaug upp og settisj á höfuð kattarins. Að því búnu tóku þeir allir eftir gefnu merki að þreyta sönglist sína, asninn hrein, hundurinn gelti, kötturinn mjálmaði og haninn galaði, síðan steyptust þeir inn um gluggann í stofunni, svo að rúðubrotin hrutu glamrandi um alt gólfið. Ræningjamir höifðu þegar orðið skelkaðir við þessa ógurlegu skræki og gátu ekki ímyndað sér ahnað, en að einhver draugur væri að ryðjast inn á þá og flýðu þeir lafhræddir sem fætur toguðu inn í skóginn., Þeir félagarnir fjórir settust þá til borðs, tóku til stærstu þakka það sem eftir var, og átu svo duglega sem þeir ættu í vændum að svelta heilan mánuð. Þegar þessir fjórir sönggarpar voru búnir að borða, þá slöktu þeir ljósin og leituðu sér svefnstaðar, eins og náttúra þeirra var til og hverjum þótti notalegast. Asninn lagðist á mykjuhauginn, hundurinn að hurðarbaki, kött- urinn á arininn í volga öskuna, en haninn sett- ist upp á skammbitann, og með því að þeir fé- lagar voru ferðlúnir, þá sofnuðu þeir fljótt. Þegar liðið var af miðnætti 0g ræningjarnir sáu álengdar, að engin ljós voru í húsinu og kyrð virtist vera á komin, þá sagði ræningja- foringinn: “Það var ljóta sneypan, að við skyldum verða svona skelkaðir.” Hann skipaði jafnframt einum ræningjanna að fara og kanna húsið. Sá er sendur var, sér nú að alt er orðið kyrt, fer fram í eldhús og ætlar að kveikja ljós, og tekur eldspýtu, og því hann heldur að kattaraugun glórandi séu glæð- ur, þá bregður hann eldspýtunni að þeim til að kveikja við. En kötturinn tók því ekki dællega, heldur rauk hann beint framan í ræningjann, hvæsti og klóraði. Ræninginn varð ógurlega hrædd- ur, tók til fótanna og ætlaði að flýja út um bak- dyrnar, en hundurinn, sem þar lá, stökk upp og beit hann í fótinn, og þegar ræninginn hljóp yf- ir húsagarðinn fram hjá mykjuhaugunum, sló asninn hann með afturfætinum rokna högg, en haninn, sem vaknaði við hávaðann, lét til sín heyra frá skammbitanum: Kýkele ký! Ræninginn hljóp aftur í ofboðs flýti til ræningja foringjans 0g sagði: “Mikil skelfing, inni í húsinu situr ógur- leg norn, hún hefir blásið framan í mig 0g klórað skemmilega á mér andlitið með sínum löngu fingrum; að hurðarbaki stendur maður með hníf, hann stakk mig í fótinn, og í hús- garðinum liggur svört ófreskja; hún lamdt mig með trékvlfu, og uppi á þakinu situr dómarinn, hann kallaði: “Komið hingað með þrælinn til mín.” Þá flýtti eg npér að komast .burt.” Upp frá því áræddu ræningjarnir ekki að fara inn í húsið, en sönggarparnir fjórir kunnu þar svo vel við sig, að þeir settust um kyrt, og kveðst sá, sem sagt hefir þessa sögu, vel geta ímyndað sér, að þeir séu þar enn.—Sd.bl. SESSUNA UTARNIR. Davíð litli fluttist til borgarinnar um haust- ið með foreldrum sínum, og kensla var byrjuð í skólanum nokkrum vikum áður en hann kom þangað. Það var ekki til nema eitt sæti autt í herberginu, morguninn, sem hann kom, og það var við borð hjá stórum dreng, sem hét Tómas. Það sæti var venjulega autt, því orð lék á því, að Tómas væri verpti drengurinn í bænum. En nú varð ekki hjá því komist, að setja Davíð í það sæti, þó að kennaranum væri ekki um það- Davíð brosti sakleysislega og vin- gjarnlega til sessunautar síns, um leið og hann settist hjá honum. Tómas lét sem hann sæí það ekki hann vissi, að allir í herberginu horfðu á hann. óðar en bjöllunni var hringt, rétti Davíð Tómasi bókina sína og bað hann að gera svo vel að segja sér, hvað tvö orð þýddu, sem hann skildi ekki. Tómas leysti greiðlega úr spurn- ingum hans. “Dæmalaust hlýtur það að vera gaman, að vera eins vel að sér og þú,” sagði Davíð með mikilli aðdáun. “Eg þóttist líka viss um, að þú gætir frætt mig um þetta; eg mátti ekki tala við þig til þess að spyrja þig að því í kenslu- stundinni, eins og þú veizt. ’ ’ “Ætli það hefði gert svo mikið til?” svar- aði Tómas með kærúleysis-brosi. Hann labbaði út með hendurnar í vösunum, og þegar hann var kominn út á miðjan leikvöll- inn, tók hann eftir því, að Davíð litli fylgdi hon- um eftir, líka með hendurnar í vösunum. “Hvað ertu að fara?” sagði hann við hann, ekki sérlega blíðlega; “ætlar þú ekki að fara að leika þér við litlu drengina?” “Eg vil heldur vera með þér,” svaraði Da- víð litli, “því eg er ókunnugur hér.” Tómas glotti til hinna drengjanna, sem voru þar. “Haf þú það eins og þér sýnist. Sækjast sér um líkir. En mér var svona að detta í hug, að þú kynnir að kjósa heldur að vera með jafn- ingjum þínum, þó að þeir séu kannske ekki eins skemtilegir og eg.” “Það getur vel verið, þegar eg kynnist þeim,” svaraði Davíð í mesta grandleysi. “En heyrðu, eg hafði með mér tvær apelsínur í töskunni minni. Þykja þér góðar apelsínur? Vilt þú ekki aðra? Á eg ekki að sækja þær?” Það kom fát á Tómas. Honum var sem sé betur kunnugt um það, en eigandanum, hvar apelsínurnar voru niður komnar. “Vert þú kyr hérna,” sagði hann, “eg skal sækja þær. ” Hann glotti aftur til félaga sinna 0g hljóp af stað; en ekki var laust við, að hann skammaðist sín. Svo liðu nokkrar vikur, án þess neitt sérstakt bæri til tíðinda. Þegar Davíð var ékki nærri, lét Tómas eins illa og honum var frekast unt, því hann hélt að hinir drengirnir tækju þá síð- ur eftir því, hve vel hann hagaði sér alt af þeg- ar Davíð var með honum. En svo kom Davíð ekki í skóla einn morgun, og heldur ekki daginn eftir. Þá fréttist, að hann væri hættulega veikur. Drengirnir voru hljóðir í skólanum; þeir hópuðu sig saman 0g voru að tala um það sín á milli í frístundunum, hve Davíð ætti bágt; þeir söknuðu allir litla drengsins broshýra, sem var öllum svo ástúð- legur. ‘Tómas gekk þögull milli hópanna; hann var hættur öllum ólátum og hrekkjum, og stund- aði námið af mesta kappi, sér til fróunar. Einn morguninn, áður en bænagerð fór fram í skólanum, sagði kennarinn þær fréttir, að Davíð hefði sofið vel um nóttina og að hann væri talinn úr allri hættu. Svo las hann kafla úr biblíunni, eins og hann var vanur, og bað stutta bæn, sem var þakklæti til guðs fyrir líf Davíðs. En Tómasi fanst hann aldrei hafa heyrt aðra eins bæn; hann hafði heldur aldrei sjálfur þakkað guði eins innilega fyrir neitt áður. Fáum dögum síðar var kennaranum fært bréf í skólann. Þegar kenslunni var lokið, kall- aði hann á Tómas og sagði honum, að Davíð langaði til að finna hann, og .bað hann um að fara til hans þegar í stað. Tómas lét ekki segja sér það tvisvar. Davíð lá í rúmi sínu fölur og máttfarinn; en gleðin og ástúðin skein út úr andliti hans, þegar sessu- nautur hans kom inn til hans. “Þú ert sá fyrsti, sem fær að koma til mín,” sagði hann. “Mamma lófaði mér að kjósa hvern eg vildi helzt, og auðvitað kaus eg þig, því þú ert sessunautur minn.’.’ Tómas tók blíðlega í hendina hvítu, sem vin- ur hans rétti honum, og lagði hana svo varlega ofan á sængina aftur. En engu orði kom hann upp. Davíð varð hálf-órótt. “Þeir hafa þó víst ekki sett neinn annan í sætið mitt?” sagði hann. “Nei, vert þú óhræddur um það,” svaraði Tómas, “og það skal enginn annar í það fara, því máttu treysta, því þú átt það. ” “Við eigum það báðir saman,” sagði Davíð með ánægjubrosi. “Eg vil heldur sitja þar, en í nokkru öðru sæti. Mér þykir vænt um alla hina drengina, en mér þykir samt vænst um þig. Mér þykir ákaflega vænt um þig. Og svo er líka betra fyrir mig, að sitja hjá þér.” “Betra?” spurði Tómas. Þetta var honum ráðgáta. “Eg á við það,” svaraði Davíð, “að eg man þá betur eftir því, að eg á að hegða mér vel. Því þú ætlast til þess, að eg sé siðsamur, — er ekki svo?” “Jú,” sagði Tómas. Hann sagði það satt; en samt fanst honum, að hann væri hálfgerður hræsnari. - “Einu sinni fanst mér, að eg vera kominn að því að deyja,” sagði Davíð. “Og þá bað eg guð að lofa okkur að sitja saman í himnaríki líka.” “En nú er þér að .batna,” svaraði Tómas. Honum vöknaði um augu, en hann harkaði af sér og fór af mestu ákefð að segja frá öllu, sem fyrir hafði komið í skólanum, þangað til móðir Davíðs kom inn og bað hann að fara, til þess að Davíð ofþreyttist ekki. Tómas hugsaði margt á leiðinni heim. “Hann heldur, að eg sé góður drengur,” sagði hann við sjálfan sig. “Það dettur engum öðr- um í hug en honum. Skyldi eg nú ekki geta leikið á hina, án þess að bregða^t honum?” — Að hálfu ári liðnu var svo komið, að ef ein- hver ókyrð var í skólanum, datt kennaranum sízt í hug að líta til Tómasar. Svo var hann orðinn breyttur, drengurinn, sem áður hafði verið verstur — af því að hann gat ekki fengið það af sér, að bregðast trausti Davíðs.—Sam. “Af ávextinum þekkist tréð ” Mælskumaður, Bradlaugh að nafni, hélt ræðu á fundi trúleysingjafélags eins í London. Ræð- an var hörð árás á kristindóminn, og ræðumað- urinn kvaðst mana hvern sem væri til að mót- mæla sér. “Það dettur líklega engum þeirra í hug, sem hér eru,” svaraði fundarstjórinn, “því við erum allir sömu skoðunar og þú.” Þá reis upp verkmaður einn og tók til máls á þessa leið: “Eg er nú búinn að vera í þessu félagi í fimm ár, og þið þekkið mig allir; sumir ykkar hafið líka komið heim til mín. Fyrir hálfu ári veiktist eg og varð atvinnulaus og of- an á það bættist, að konan mín veigtist Ifka. Enginn einasti ykkar lét sér þá detta í hug, að skifta sér af okkur, og var ykkur þó vel kunn- ugt um það, hvernig á stóð. En það kom mað- ur til okkar, 0g hann og konan hans hjúkruðu okkur og sáu um okkur að öllu leyti; annars er óvíst, að við værum enn á lífi. Þessi maður 9 Professional Cards DR. B. J. BRANDSON Í516-220 Medlcal Arts Uld*. Cor. Graham ogr Kennedy Sta. Phone: 21 (M. Ofílce tlmar: 2 s Helmili: 776 Victor St. Phone: 37 122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ísL lögfræðingar. Skrifstofa: Room 811 MoArthnr Buildlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: 26 849 og 24 840 COLCLEUGH & CO. Vér legrgjum sérstaka áherzlu 4 a« ■elja me8ul eftir forskrlftum ltekno Hin beztu lyf, sem hsegt er a8 fft eru notuS eing'öngru. Pegar þftr kómiS meS forskriftina tll vor, megiB þér vera vlss um, aB fft rétt þaB sem lœknirinn tekur tH. Nötro Dame and Sherbrooke Phones: 87 659 — 87 <6t Vér seljum Glftlngraleyflsbréf JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 DR 0. BJORNSON 216-220 Medlcal Arts Hldg Cer. Graham og Kennedy Sta. Phonea: 21 834 Offlce tlmar: 2—S. Heimiil: 764 Vlctor St. Phone: 27 584 Winnipeg, Manitoba. LINDAL, BUHR & STEFÁNSON íslenzkir lögfræðingar. 366 Main St. Tala.: 24 94t 356 Maln St. Tals.: A-4968 þeir hafa einnig skrifatofur að Dundar, Riverton, Glmli og Plney og eru þar aB hltta ft eftlrfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern miBvikudar Riverton: Eyrsta flmtudag. Gimli: . Fyrsta miBvlkudag. Piney: Priðja föatudag I hverjum mftnuBt. DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts nidg. Cor. Graham og Kennedy Sts. l’ane: 21 834 Office Hours: 8—5 Heimill: 921 Sherburne St. Winnlpegr, Manitoba. A. G. EGGERTSSON ísl. lögfræðlngur Hefir rétt tll a.C flytja mftl b«ði 1 Manitoba og Saskatchewan. Skrlfstofa: Wynyard, Saak. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg Oor. Graham og Kennedy Ste. Phoie: 21 834 Stundar augma, eyrna nef o* kverka sjúkdðma.—Er aS hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimlli: 3 73 River Ave. Tlails. 42 691 Athygli! Komið með næstu lyfjaávísun- ina yðar til vor. Þaulæfðir sér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunnl. DR. A. BLONDAL Medlcal Arts Bidg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdöma. Br aS hltta frft kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 208 Heimili: 806 Victor St. Slmi: 28 180 A. G. JOHNSON 007 Confederation Ivife BLdg. WINNIPEG Annast um fasteigmr manna. Tckur að sér að ávaxta <p«rifé fólks. Selur eldsábyrgÖ og bif- reiða ábyrgCir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraö samstundis. Skrlfstofusíml: 24 263 Heimaistmi 33 328 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Tannlæknlr 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Heimilis Tals.: 38 626 J. J. SWANSON & CO. IdMITKD R e n t a 1 8 Insurance RealEstate Mortgages 600 Paris Building, Winnipeg Pohnes: 26 849—26 340 DR. G. J. SNÆDAL TannJkeknlr 614 Somerset Block Oor. Portage Ave og Donald St. Talsíml: 28 889 Emil Johnson SERVTCE EI.EOTRIO Rafmaona Contractino — AB»- kyns rafmaosndhö td scld oo rið þau oert — Eg sel Moffat off McClarv Eldavélar og hefi Pom til sýnis d verkstœOi mínu. 524 SARGENT AVE. (gamta Johnson’s byggingin við Young Street, Winnipeg) Verkst.: 31507 Heima.: 27 288 Giftlnga- og Jarðarfara- Blóm nieC Utlum fyrirvara BIRCH Blómsaii 593 Portage Ave. Tais.: 30 720 St. John: 2, Rlng 3 Verkst. Tals.: Helma Tal». i 28 383 28 S84 G. L. STEPHENSON PBHMBE31 Allskonar rafmagnsfthöld, svo nm straujárn, víra, allar tegundlr sf glösum og aflvaka (batteries) VERK8TOFA: 676 HOME R. A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur llkkistur og annast um út- fiarir. Aliur útbúnaSur sft beztj. Enn fremur seiur hann allskonar mlnnlavarSa og legsteina. Skritetofu tale. 86 607 Heimllis Tals.: 58 862 Íslenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrir lægata verð. Pantanlr afgrcdddar bedðt fljótt og veL FJölbreytt ArvaL Hreln og llpur vtðsklftL Bjamason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Winntpeg. Phone: 34 208 1 Tals. 24 163 NewLyceum Photo Studio Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið. var bæjar-fulltrúi, sem eg hafði áður rekið burtu frá húsdyrum mínum með illyrðum. Þegar mér fór að skána, fór eg að hugleiða, hvernig á því stæði, að hann hefði verið mér svo góður, og eg skildi ekkert í því. Svo eg spurði hann að því, og hann sagði mér, að kærleiki Krists hefði knúið sig til þess. Þessu svara eg Mr. Bradlaugh. Eg fullyrði það, að sú trú, sem leiðir mann að sjúkrabeði annars, sem hefir hatað hann og formælt honum, og kemur honum til að launa ilt með góðu, hatur með kærleika, — að sú trú er góð, að hún er blessun í mannlífsraunum; 0g þá trú vil eg eiga 0g játa. Eg hefi séð ávexti hennar, og þeir bera vitni um ágæti hennar.”—Sam. t

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.