Lögberg - 11.08.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.08.1927, Blaðsíða 5
LÖGBERG,, FIMTUDAGINN 11. ÁGÚST 1927. Bls. 5 anleg fyrir bygðina, allan ársins] áhuginn fyrir aÖ læra þær, kviknað hring. Þaðan hefir margur máls-! eins og þegar maður stingur log- verðurinn komið fátækum héim- i andi eldspýtu í þurran hálmstakk. ilum, þar var björgin mikla á I Æ)fingakerfi það, er eg nota, og frumbýlingsárunum, sem átti; ætla að sýna nokkrar æfingar úr, er stóran þátt í því að halda lífinu! eftir hinn alþekta fimleika braut- í þeim, sem veginn ruddu, þegar] ryðjanda Dana, Niels Bukh. Eg í harðbakka slóst, þá var vatnið j segi alþekta, því að Niels Bukh athvarf vetur og sumar, og það! hefir ferðast með leikfimisflokka brást ekki; og það á eftir að vera | um öll Norðurlönd og ekki alls það um ókomin ár og aldir; þang- að hafa margir sótt efni þau, sem verið hefir grundvöllurinn undir þeirra efnalega sjálfstæði, og það er á sinn hátt eins og jarðvegur- inn auðgi í Manitoba, að það tæm- ist ekki, þó aldir renni, þótt kyn- slóð eftir kynslóð falli. Nýja ís- land á það, sem engin önnur ís- lenzk bygð á og sem ekki verður keypt fyrir fé, hún á Winnipeg- vatn með björg'ina, með fegurð- ina, og með hið hreina loft, sem er svo hressandi og heilnæmt, og sem dregur til sín fólk, svo hundr- uðum og þúsundum skiftir til sumarbústaða, ’skemtunar og hressingar, sem eykst með ári hverju, eftir því sem Winnipeg og bæ'irnir umhverfis verða fjöl- mennari. Nýja ísland er senni- legast íslenzkasta bygð landa vestan hafs, sem eðlilegt er, því þar hafa þeir verið einna af- skektastir og bezt getað notið sinna þjóðareinkenna, og þar að öllum ilíkindum verða síðustu fjörbrot íslenzkrar menningar vestan hafs, e'ins og svo má heita að þar hafi verið fyrsta ljósið kveikt, sem svo hefir lýst í gegn um alla söguna; þar var fyrsti félagsskapur myndaður, þar var fyrst gefið út blað, þar vaknaði fyrst trúarhugsunin, sem frá önd- verðu hefir átt svo sterk ítök í huga og hjarta allflestra ís- lendinga, þó allmikill skoðana- munur hafi átt sér stað; þar var fyrsti (ísíenzkur þ'ingmaður kos- inn í Canada úCapt. Sigtryggur Jónasson, maðurinn, sem stofn- aði nýlenduna og mest og bezt barðist fyrir velgengn'i hennar), og þaðan eru komnir upprunalega margir af þeim íslendingum, sem á ýmsum sviðum hafa skarað fram úr og gert íslenzka garðinn frægan, og þar eru nú sum af íslenzkustu skáldum vorum, Gutt- ormur J. Guttormsson á norður- enda bygðarinnar, en Jón Kerne- sted syðst og vega salt, auk ann- ara. Á þessum tímamótum mega all- ir íslendingar, hvar sem eru í Canada, bera hlýjan hug til Nýja fslands, þar sem vagga þeirra fyrst stóð, móðurbygðarinnar, þó misjöfn væru kjörln við brjóst ’hennar framan af árum; og svo í heild sinni til landsins víðáttu- mikla, framtíðarlandsins Canada, föðurlandsins nýja, sem brauð og blessun hefir öllum látið í té, rekkj )af skornum 1 skamti, heldur í fullum mæli, með örlæti og höfð'ingsskap; landsins, sem heldur hátt á lofti merki frelsis og drengskapar, landsins, sem leysti úr álögum fátæku, fákunnandi en atorkusama frumbyggjana ís- lenzku, sem í leit eftir frelsi og farsæld, framandi börðu að dyr- um. Avarp Haraldar Sveinbjörnssonar um lík- amsþjálfun, cr liann flutti á undan líkamsœfinga-sýningu sinni í IVyn- yard 2. ágúst 1927. Háttvirtu landar! Eg þakka innilega virðing þá er féll mér í skaut, þegar íslendinga- dagsnefndin hér gerði mér orð um að koma, ef ástæður leyfðu, til að fræða fólk um líkamsþjálfun. Þar sem það er starf mitt og um nýtt pláss var að ræða, þá hirti eg ekki um ástæður, en fór,—því mér er alt af sönn ánægja að koma á nýja staði, með nýjar tilraunir, til að vekja áhuga fyrir hinni hollu og nauðsynlegu líkamsmentun. Það þó ekki sízt þar sem landar eru fyrir. Einnig því að árangurinn er jafnan sá, að eftir að unga fólkið hefir séð æfingarnar einu sinni, þá hefir Stríðið stendur yfir. Hitinn fer illa með matinn, ef hann er ekki varinn með Is. Bestu vörurnar, sem þér getið -haft er ísskápur. Vér höfum ísskápana og isinn; þér getið fengið hvortitveggja fyrir litið verð og með hæg- um borgunarskiLmálum á skápunum. Símið og spyrjið um verðið. ADCTIC fyrir löngu um Bandaríkin, einnig hefir hann sýnt sína leikfimisað- ferð á hinum olimpísku leikjum og allstaðar hlotið hrós fyrir. í Dan- mörku hefir hann bygt stóran og stæðilegan leikfimisskóla, sem er landinu og dönsku þjóðinni í heild til stórsóma. Líkamsæfinga-kerfið kallar N. B. Primitiv Gymnastik, sem þýðir frumþjálfun. Það er viðurkent sem hið besta til að liðka, herða og þroska líkam- ann og þá auðvitað líka til að varð- veita heilsuna, og þar með gera menn hæfari til að afkasta þunga störfum lífsins. Einnig er það gott, til að minka þyngd þeirra, sem viljandi, eða ó- viljandi hafa tileinkað sér hið al- þekta nafn ístrubclgir. Eitt af aðal atriðum leikfiminn- ar er að allir vöðvar líkamans séu notaðir, en þó einkum þeir, sem minst eru notaðir við daglega vinnu. Einnig að nemendurnir verði strax í byrjun tímans, heitir, sveittir, því Jiá fyrst eru möguleikar til að — rétta úr þeim, þ. e. til að teygja þá vöðva, sem eru of stuttir og herSa og stæla þá, sem eru of langir og slappir, og æfingarnar eiga að falla saman eins og mjúkir tónar í lagi, án stans á milli. Með öðrum orðum vinnur þessi leikfimi altaf af því, að ryðja hindrunum úr vegi—að finna fast- an, tryggan , grundvöll og byggja svo þannig, að leggja stein á stein ofan, af fimni, lipurð, krafti óg feg urð, þar til um síðir að húsiS, lík- amin ber vitni um mentun utan og innan, þ. e. á sál og líkama. Það er ei vafa bundið, að með hollri likamshreyfingu ásamt hrein- læti og hollri fæðu, getum við kom- ist hjá margskonar óþægindum. En hvi ver eru það altof fáir Sem sjá þetta i tima. Sá, sem mist hefir, veit þá fyrst hvers virði er að halda heilsu og heilum limum. Margir, sem á heilsuhælin verSa að fara vegna magaveiki eða þvi- liks, uppgötva þar, að betra hefði verið að borða minna af sætindum, eða því sem kallað er sælgæti fcandy) og drekka minna af moon shine, því læknarnir segja að ,það sé ein orsök magaveikinnar. 1 veikindunum rennur upp fyrir mörgum að hluta af frístundum hefði verið betur varið til hollra likamsæfinga, en í loftillum leik- húsum eSa í allskonar slarki, en um óreglu ætla eg ekki að tala, segi að- eins þetta, að það er undarlegt að fólk geri alt hugsanlegt til að lita sem best út að utan; stúlkurnar mála sig og strákarnir hafa byrjað að méla sig í framan, ef mikið liggur við, þó geta þeir notað eitt þýðingarmesta liffæri sitt fyrir reykháf. Það gera þeir með þvi aS soga tóbaksreykinn niður í lungun. 'Svo vil eg aðeins benda ungling- unum á þessi augljósu sannindi,— að timanum er altaf betur variS til að uppbyggja sjálfan sig, en til hins gagnstæða. Mörg eru dæmi þess hve langt er hægt að komast með sterkum vilja og líkamsæfingum. Menn hafa skemt í sér ýms líffæri, t. d. lungun, á of miklum reykingum, eða á annan hátt—einnig mist fót eða handlegg, og /þá getað Éeft hina heilu limi eða líf'færi, til að starfa fyrir hin óstarfhæfu, svo að varla er hægt að sjá nema alt sé í góðu lagi. T. d. sá eg fyrir skömmu handa lausan negra mála eins góðar mynd- ir með fótunum og þeir sem hendur hafa. Svona mætti lengi telja. Þetta sýnir hversu miklu meira við gætum afkastað, ef við legðum eins mikla rækt við likama vorn, áður en limlesting og heilsubilun rekur okkur til þess. Það er leitt, að geta sagt með sanni, að orsakir flestra sjúkdóma megi finna hjá sjúklingunum sjálfum. Nú býst eg við að mönnum, sem hafa daglega mikla hreyfingu við vinnu sina, þyki þessi húslestur orðinn nógu langur. Það má vel vera að sumir hafi svo margbrotna hreyfingu við vinnu sina, að það sé þeim fullnægandi, en þó er vist, að flest dagleg vinna, hvort hún er við skrifborðið, á plógnum eða öðrum áhöldum landmannsins, þá setur hún leiðinda merki á fólk, á þeim ber meira og meira eftir því sem maðurinn eldist og hvaða erfiðleika hann hefir við að striða. Mefkin þurfa engra vitna við, þvi menn bera þau með sér með bognu baki og limum. Þetta álit eg að megi mótvinna með þar til gerðum léttum æfingum. Sjálfur hefi ieg unnið harða erfiðisvinnu, þó tekið minar æfingar og bað að kveldinu og þá liðið miklu betur. Nú, aðrir hafa aftur of litla hreyfingu og visna þessvegna upp, þess þarf ei heldur vitna við, því heilsuhælin, sem oftastnær eru yfir fylt, bera þess ljós vitni. Okkur íslendingum er ekki ein- ungis skylt að iðka líkamsæfingar vegna heilsunnar, heldur einnig til að taka þátt í heimssamkepninni, annars verður sagt með sanni um okkur, að við liggjum á liði okkar, því svo hafa landar reynst í sam- kepninni að réttmætt væri aS segja að þeir liggi á liði sínu, ef þeir ei keppa á leikmótum, til þess voru forfeður vorir fúsir og er okkur illa í ætt skotið, ef við viljum ekki reyna þol og getu hvers annars, eins og þeir. Síðast en þó ekki síst, bendi eg á atriði, sem aðeins verður fram- kvæmanlegt með því að íslendingar hristi af sér mókið, i íþróttamál- unum og hefjist handa með djörf- ung og dug. En þaS er þetta, sem þið hafið víst heyrt, að komið hefir til mála að farið verði með hóp hraustra íþróttamanna heim, héðan að vestan arið 1930, til að sýna og keppa í íþróttum, og þar með sýna löndum okkar á gamla Fróni,-—að við vestanhafs getum enn án kinn- roSa talið okkur til sannra íslend- inga, hvort það er á íþróttavelli eða annarsstaðar. En eigi þetta að bless- ast, þá er okkur ekki til setunnar boðið, því Iandar heima munu reynast harðir viðureignar þegar til kapprauna kemur. Því þætti mér ráðlegt að allar ís- lenzkar bygðir vestanhafs kostuðu kapps um að hafa sem best íþrótta- og glímufélög. Með því móti gæfist iniklu flejri efnilegum íþróttamönn- um kostur á að taka þátt í sam- kepninni um aS komast í hóp þeirra iþróttamanna, sem heim verða send- ir 1930. Þótt “Sleipnis”-meðlimir í WSnnipeg hafi meiri æfingu nú sem stendur, en önnur ísl. íþrótta- félög, þá er ekki þar með sagt að þar séu bestu íþróttamennirnir. Langt í frá, besti maðurinn getur alveg eins verið hér, því það er oft- ar tilfelliÖ, að bestu íþróttamennirn- ir koma utan af landi, þaðan mundu áreiðanlega koma miklu fleiri, ef þeir hefðu eins gott tækifæri til að æfa sig og borgarbúar. Mér hefir komið í hug, ef hin ákjósanlega hugmynd, um að áhuga söm og öflug íþróttafélög taki til starfa í hverri bygð, að þá væri nauðsynlegt að þau hefðu samband með sér, t. d. eins og íþróttafélög heima á Islandi. Þannig að hvert félag fyrir sig hefði íþrótta-kapps- mót einu sinni á ári. Það skæri svo úr hverjir væru sendir á allsherjar kappsmót fyrir öll félögin, sem einnig væri haldið einu sinni á ári. Út i þetta hefi eg ei tíma til að fara nánar að sinni, læt þvi hér staðar numið, í þeirri von, að allir, sem 'likamsþjálfun unna, geri sitt ítrasta til að koma iþróttunum í það horf, að við getum farið án kinnroða af hólmi, hvort fundum okkar ber saman með útlendingum 'Öa með löndum okkar heima. Kraftana höfum við, alt sem vantar er að verja hlut af frístund- um sínum til að beizla þá. Betur má ef duga skal. Fyrir all-mörgum árum síðan kom íslenzka inn á lesskrá mið- skóla í Manitoba, sem námsgrein á bekk við önnur tungumál, svo sem latínu og frönsku. Þetta var í því námi, sem ætlað var til und- irbúnings háskóla. Um leið var hún v'iðurkend sem námsgrein í fyrstu tveimur háskólabekkjun- um. Séinna tók mentamáladeild- in hana gilda í miðskólanámi kennara, en eftir nokkur ar hætti hún því. Það átti jafnvel að taka hana burt með öllu úr mið- skólanáml. Erindsrekar frá Jóns Bjarnasonar skóla gengu þá fyrir háskólaráðið og gjörðu sitt ítr- asta til að afstýra því. Beiðni þeirra var ekki veitt nema að litlu leyti. Skólnum voru veitt sérréttindi til að kenna íslenzku. Þanriig stóð það nokkur ár. Þá fór nefnd frá Þjóðræknisfélaginu á fund mentamálade'ildarinnar og bað um að íslenzkan væri tekin upp í les-skrá miðskólanna. Sú beiðni var veitt. Ný lesskrá var samin, og all-mikill fögnuður varð út af þessu. Síðan hefir þjóðræknisnefndin verið að fara þess á leit við mið- skóla, þar sem íslendingar búa, að þeir sæi um að íslenzka væri þar kend. Líklegast er tíminn of stuttur enn til þess að af þessu megi búast við miklum árangri. Auk Jóns Bjarnasonar skóla, sem alla sína tíð hefir kent íslenzku, er skólinn á Lundar sá eini, sem eg veit til að hafi sint þessu máli á nokkurn hátt verklega, síðan málið komst á þennan nýja rek- spöl. Á Lundar tóku þrír nemendur í 11. bekk próf í íslenzku. í Jóns Bjarnasonar skóla voru fjórir í 11. bekknum, sem gengu undir próf mentamáladeildarinn- ar í þessari námsgrein; en fleiri hafá sjálfsagt stundað það nám, þó þe'ir ekki tækju þetta próf. Það sem eg vildi vekja athygli á er þetta: Það er engin mynd á því, hve lítið vér íslendingar í þessu fylki notum þessi rétt- indi, sem vér höfum fengið. Þeg-‘ ar vér þefjum fagnaðarsöng út af þeirri v'iðurkenning, sem vér höfum fengið, eigum vér að sýna, að vér höfum átt viðurkenninguna skilið. Til hvers er það, Vestur-ís- lendingar, að berjast fyrir því að fá íslenzku skrásetta sem náms- grein og húfa þess svo engin not þegar búið er? Fjórtán ár hefir Jóns Bjarna- sonar skóli kent íslenzku, og lengst af verið eini miðskólinn í Manitoba, sem það hefir gjört. f heiðri og vanheiðri hefir hann samvizkusamlega framfylgt reglu gjörð sinni að kenna íslenzkum nemendum íslenzku. Er ekki sanngjarnt, að allir þeir, sem íslenzku unna, meti það við skólann, hvað hann hefir framkvæmt, með því að senda honum nemendur? Gefið Jóns Bjarnasonar skóla— Mrs. G. P. Thordarson, Winni- peg: myndir íslenzkra skálda. Halldór Daníelsson, Gimli: Harmonia evangelica frá 1749 og frá 1838. Mrs. G. Finnson, áður 1 Winni- peg, nú í Los Angeles: tvær vegg- myndir og þessar bækur: Daglegt Ijós (1809), Sunnudagsskóla- söngvar (1918), Graðuale (1747), íslenzk biblía (1866), þrjár ís- • lenzkar sálmabækur (1871, 1895, og 1912). Fyrir þessar gjafir er hér með ' þakkað kærlega. Vinsamleg tilmæli: Út um allar bygðir Vestur-ís- lendinga á skólinn marga vini. Vil eg mælast til þess, að þeir hafi augun vel opin fyrir hverju tækifæri, sem þeim gefst, til að senda skólanum nemendur. Rúnólfur Marteinsson. 493 ÍLipton St., Winnipeg. Æskuárin. Sú skoðun að barnsaldurinn sé ánægjulegasti hluti mannsæfinnar, er bygð á misskilningi. Menn mis- skilja hvað ánægja í raun og veru er. Margir halda að hún sé í því fólgin, að vera laus við þjáningar og áhyggjur. Allir vita hins vegar að það kemur oft fyrir að heilsan bilar á einhvern hátt þegar aldurinn færist yfir og áhyggjur hlaðast oft að fólki þegar kemur nokkuð fram á æfina og því halda þeir að æskan sé besti hluti æfinnar. Maðurinn er vitanlega eins og skepnurnar, en ekki aðeins það, eða hann er að minsta kosti æðsta skepna jarðar- innar. Eg býst við að skepnunum liði flestum best meðan þær eru ungar. Hvolpurinn er sjálfsagt á- nægðari með lífið heldur en gamall og gigtveikur hundur og folaldið er miklu glaðlegra heldur en húð- arklárinn, sem altaf verður að draga plóginn eða kerruna. En þetta eru skepnur, sem ekki er veitt and- leg þroskaskilyrði eins og mannin- um. Þeir sem halda að æskan sé besti hluti æfinnar, hugsa sér manninn eins og skepnuna. Barninu liður vel þegar það er heilbrigt, því það ber sjálfsagt engar áhyggjur fyrir líf- inu. Þegar því er kalt, þá er að því hlúð, þegar það er svangt, þá er því gefið eitthvað að borða, og þeg- ar það er sifjað þá er það látið i rúmið. En það er einmitt þetta sem skyggir á gleðisól æskunnar: að vera öðrum háður og að vera upp á aðra kominn. Hvað sjálfan mig snertir, þá kýs eg heldur að hafa við ýmislegt að stríða og jafnvel að finna töluvert til, en mega ráða því sjálfur hvenær eg fer í rúmið. Barnið er öðrum háð, ekki ósvipað því sem þrællinn er. Ef þú vilt held- ur vera þræll, sem er heilsugóður og hefir nóg að borða, heldur en frjáls og sjálfstæður maður, þá tekur þú að sjálfsögðu æskuna fram yfir þroskaaldurinn. —Úr Ladies Home Journal. Frá íslandi. Reykjavík, 2. júlí 1927. Uppgripaafli er enn á Siglu- firði og öllum veiðistöðum við Eýjafjörð,' og hefir verið allan síðasta mánuð, þegar ekki hefir strandað á beitu. — Beitulaust hefir verið núna nokkra daga und- anfarið.— Hafa reknetabátar ekki fengið síld vegna þess, að ekkert hefir rekið. Blíðviðri hefir verið hið mesta, logn og straumlaust, en það er til mikils baga fyrir reknetaveiði. Að sögn er síldin komin upp undir land og inn á firði nyrðra. Sú síld, sem aflast hefir og ekki hefir verið notuð til beitu, hefir þótt svo mögur, að hún hefir ekki verið söltuð til út- flutnings, og síldarverksmiðjur hafa heldur ekki viljað bræða hana. Til Siglufjarðar fhrkkist fólkið nú í stórhópum hvaðanæva af landinu. Var Mbl. sagt í gær í símtali, að aldrei mundi hafa safnast þangað jafn margt og nú þetta sumar. FleSt af þessu fólki er óráðið, en ætlar sér að grípa gæfuna á lausum kili..—Mbl. Æíiminning. Margrét Bjömson. f. 18. ág. 1907—dáin 14. apr. 1927. Um lát Margrétar sál. Björnson hefir þegar verið getið í blöðun- um. Hún hét fullu nafni: Mar- grét Fjóla María. Hún andaðist á skírdag í vor að heimili foreldra sinna í grend v'ið Mountain, N. Dak., eftir langvarandi heilsubil- un, sem hún sífelt bar moð stakri stilling og hugprýði. Foreldraú Margrétar sál. eru Árni Friðbjörnsson Björnson, frá Fornhaga í Eyjafirði, og kona hans, Guðrún Magnúsdóttir frá Syðragerði í Eyjafirði. Þau Árni 0g Guðrún gengu í hjónaband að Mountain, N.D., árið 1887. Þeim varð 8 barna auðið; eina stúlku mistu þau í æsku og nú yngsta barn sett Margréti. Hin sex lifa: Friðbjörn, Anna, iSigurður, Valdi- mar, Sigríður og Thorlákur; búa þau öll í grend við Mountain, nema sem gift er H. B. Grimson, póst- afgreiðslumanni í Mozart, Sask. Margrét var, sem sagt, yngst systkina sinna, og augasteinn heimilisfólksins.. Enda var per- sóna hennar svo aðlaðandi og alt framferði hennar svo góðmótlegt, og hún svo ljúflynd, að allir báru til hennar hlýhug og luku á hana einlægu lofsorði. Um langa eða viðburðaríka æfi- sögu getur ekki verið að tala. Mærin ólst upp í foreldrahúsum, cg hafði ekkert að heiman farið, því heilsa hennar bilaði svo snemma, að hún fékk að eins lok- ið námi í heimaskólanum hér, en var heilsunnar vegna ekki fær um að halda áfram með m'iðskóla lærdóm. En með köflum var hún það frískari, að hún gat aðstoð- að heima fyrir, með þeirrl trú- mensku og hógværð, sem sífelt einkendi hana. Hún lærði og líka um þær mundir að leika á píanó, og hafði mikið yndi af söng og hljóðfæraslætti. í sunnudagsskólanum á Mountáin kendi hún tvö ár og var um léið organisti sunnudagsskólans. Var henni það ljúft, svo mjðg seni hún elskaði ýmsa fegurstu barna- sálmana. Enda varð það henni unaður, er heilsan fór meir að bila, að syngja þessa sálma, sem voru henni svo kærir, og spila undir á hljóðfær'ið, sem foreldr- arriir höfðu gefið henni. Eins og þegar er vikið að, var Margrét sál. frábærlega vönduð og góð stúlka. Trúmenska auð- kendi framkomu hennar og störf. Einlæga barnstrú átti hún í hjarta sínu; öllum mætti hún með kær- leikj er þó ekki sízt þeim, sem voru beygðir af elli, eða fyrir aðr- ar sakir. Það var því sérstaklega bjart yfir lífi hennar, fyrir sakir þeirra ípörgu dygða, sem prýddu hana. Ög það var jafnvel líka bjart yfir sjúkdómsstríði hennar, eftir því sem slikt er unt, vegna þeirrar stillingar og hugprýði, er hún sýndi. Og loks var éinnig bjart yfir andláti hennar, bæði vegna þess, hvað vel hún var sjálf v’ið stundinni búin, og líka af því að ástvinirnir, sem þó syrgðu hana sárt, nálguðust stundina í ljósi trúarinnar og gengu inn í skuggadal sorgarinnar með þá bjargföstu trú, að hún væri í helgri gæzlu Drottins, og að síð- er bæri fundum saman á sælli og fegurri ströndum. H. S. Signrður Sólvin Victor Thorarinson F. 10. júlí 1925. D. 30. júní 1927. Þann 30. júní síðastl. burt- kallaðist minn elskulegi sonur, eftir sjö vikna þungt og kvala- fult banastíð. Banamein hans var mænuveiki. Séra N. S. Thorláks- son hélt fagra minningarræðu í íslenzku lút. k'irkjunni hér í Sel- kirk. Að því búnu var líkið flutt til Gimli og lagt til hinnar síð- ustu hvíldar við hlið afa síns, Sigurðar Thorarinssonar, sem mörgum fslend|íngum var kunn- ur. í lúterska gfafreitnum á Gimli hélt séra ISigurður ólafs- son hjartnæma ræðu, við gröf hins látna. Þess ber að geta, að meðan á þessu þunga stríði stóð, var mér sýnd hjálp og samúð, af heiðurs- hjónunum Friðbirni og Elízabetu Austdal, Mrs. Nóru Goodman, Mr. St. Magnússon, Mrs. Victoriu Sigurgeirsson, Mrs. Ingu Stur- laugsson og Miss Láru Stefáns- son hjúkrunarkonu. Alla þá, sem veittu mér hjálp á þessum neyðarstundum, bið eg góðan guð að blessa, og launa af ríkdómi sinnar náðar, þegar þeim mest á l'iggur. West Selkirk, Man., 15. júlí 1927. Sigríður Thorarinson. ■*• * * Sigurður Sólvin Victor Thorar- insson. Þó hold þitt sé dofið, þú hjá okk- ur ert, hjartkæra minning þín skín oss svo bert. Eg veit að þú'Iifir, mín ljúfust er von, af lausnarans mildi, vor elskaði son. Við hliðina á afa þú sefur nú sætt. Sárt stungna und mína drottinn fær grætt. þegar þú vaknar, þá brosir þú blítt í bjarmandi sigurljós geislanum þítt. Enginn þig hrekur, þú enn ert mér hiá, er.ginn þig tekur í burtu mér frá, höndin þín litla mér leikur um kinn, eg lít þig svo, bjartan í anda þig finn. Útsprungin rósin þín rýrnað ei f SG j* • röðullinn’eilífur geislum út slær, verndar mitt blómið sá vermandi bevr. því deyr. Lofaður sértu, mmn lausnari har, þó líði eg sorgir og beisk felli tár, náð þín mér veitist í nauðum og pm, náttmyrkrið þverrar, skín. en dagurinn. Margrét J. Sigurðson. Ort undir nafni móður hins látna. Dánarfregnir. Sigurrós Markúsdóttir Snæfeld, kona Mr. Jóns B. Snæfeld, bónda á Breiðumýri, í grend við Hnausa pósthús í Nýja íslandi, andaðist að heimili þeirra hjóna þ. 19. júlí s.l., fullra 66 ára gömul. Hún var ættuð úr Eyjafirði, en Jón maður hennar ættaður úr Þistil- firði í Norður-Þingeyjarsýslu. Þau hjón fluttu af íslandi árið 1883. Námu land ár’ið eftir, þar sem þau nefndu Breiðumýri og hafa búið þar æ síðan. Börn í hjónabandi sínu eignuðust þau fimm, tvö er dóu ung og þrjú sem enn eru á lífi, öll á fullorðins- aldri, tvær stúlkur, Regína Soffia og María Guðný, báðar g'iftar, og sonur er Númi heitir, heima með föður sínum. Hálfsystkini Sig- urrósar sál. eru Daníel Illugason, á Blikalóni á Melrakkasléttu, og ólöf Ulugadóttir, ekkja, sem mun eiga heima einhverstaðar á Norð- urlandi. Dauða Sigurrósar sál. bar að fremur óvænt. Hún hafði skorið sig lítillega í fingur, e’ins og oft vill tíl, hafði gjört við við skurðinn með meðulum og um- búðum, eins og hún hafði oft áður gjört. En eftir nokkra daga fór fingurinn að stokkbólgna og fékk hún þá jafnframt kölduköst, sem hún hafði ekk'i átt vanda fyr- ir. Var læknir undir eins sóttur. Var hún þegar altekin af blóðeitr- un, er læknar ekki fengu neitt v?ð ráðið. Jarðarförin, er var fjöl- menn, fór fram frá heiiriil'inu þ. 23. júlí. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Sigurrós sál. var mynd- arkona, góð húsfreyja og frábær- lega hjartagóð. Er mikill harm- ur kveðinn að heimilinu við burt- för hennar. Valgerður Nordal, 86 ára göm- ul, ekkja Sigurðar sál. Nordal, er lengi bjó í Nortungu í Geysís- bygð í Nýja ísland'i, andaðist að heimili dóttur sinnar, Mrs. Mar- grétar Bárðarson, á Láglandi í Geysis bygð, þ. 19. júlí s. 1. Val- gerður sál. var fædd í Hvammi í Vatnsdal, þ. 29. júní 1841. For- eldrar hennar, Jón Halldórsson Reykjalín og Guðrún Benjamíns- dóttir. Uppalin var Valgerður hjá séra Ólafi Guðmundssyni á Hjaltabakka. Þau Sigurður G. Nordal og hún giftust þ. 20. nóv, 1866. Fluttu af ísland'i árið 1874, fyst til Kinmount, Ont., þaðan til Nova Scotia og loks til Nýja ís- lands árið 1882. Bjuggu þau fyrst í Breiðuvík ('á Gíslastöðum), fluttu svo til Geysisbygðar og bjuggu þar, í Nortungu, í mörg ár og farnaðist vel. Þau eignuð- ust tólf börn, dóu fjögur í æsku, en átta náðu fullorðinsaldri, fjór- 'ir synir og fjórar dætur. Ein aóttirin þó nú látin. Sigríður, er var gift Snorra bónda Jónssyni, vestur í landi; hún dáin árið 1923. Sjö enn á lífi: Jón bóndi í Nor- tungu, Guðmundur og Jóhannes, báðir búandi í Geys'isbygð; Mar- grét, húsfreyja á Láglandi, ekkja Eiríks sál. ÍBáðarsonar; Jane, kona Brynjólfs Sveinssonar í Ár- borg; Björg og Sigurður, er dval-' R0YAL YÉAST CAKES Gerir Afbragðs Heimatilbúið Brauð Sama að gæðnm yfir 50 ár ið hafa langvistum burtu úr Nýja íslandi, og hún gift annarar þjóð- ar manni. Hálfbróðir Valgerðar var hinn mæti maður, Benedikt sál. Frímannsson á Gimli. önnur systkini hennar voru Ingibjörg, Sigurbjörg, Benjamin og Þor- grímur. Sígurbjörg |nú ein á lífi. — Valgerður var frábærlega mikilhæf kona, starfsþrekið ó- bilandi og kjarkur og dugnaður að því skap’i. Mun hún og hafa verið fríð kona og fyrirmannleg á ynpri árum sínum. — Jarðar- förin fór fram í fundarsal Geys- isbygðar þ. 22. júlí. Fjölmenni viðstatt. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Skrúðgöngusjóðurinn. Áður auglýst .... $1,030.00 Frá Winnipeg Guðlaugur ólafsson ......... 1.00 Hjaltalín......................50 M. W. Dalman ............... 2.00 C. Goodman ................. 2.00 Jónas Thordarson ........... 1.00 Arthur Vopni................ 1.00 Jónas Helg.ason ............ 2.00 Mrs. L Marteinsson..... .... 1.00 F. Hannesson...................50 K. A. Wathne................ 1.0Ó Fred Swanson ............... 5.00 Sig. Sturluson ............. 1.00 R. Marteinsson............. 1.00 Símon Johnson............... 5.00 S. Paulson................. 2.00 Wonderland Theatre...........5.00 Ragnar Stefánsson .......... 1.00 Gunnl. Josephson ........... 1.00 Helgi Bjarnason, Kinosota 1.00 Frá Ocean Falls, B.C.: Ben. Hjálmarsson ........... 2.00 Rögnv. Guðmundsson ......... 2.00 Bjarni Lingholt............. 2.00 Stefania Sigurðson, Glenb. 3.00 Frá Baldur: Gunnl. Davidson............. 5.00 O. Anderson ................ 1.00 Björn Anderson....... .... 5.00 Tryggvi J. Johrison......... 1.00 Chris. Reykdal ..... .... 1.00 E. A. Anderson ............ 1.00 Hoseas Josephson ........... 1.00 S. Árnason, Nýja ísl...........50 Frá Geysir: in Skúlason ............ 1-00 jarni Jacobson.......... 1-00 r. B. Björnson ............50 . A. Kristmundson.... .. 1.00 ieinn Jacobson .... 100 . Sigvaldason .............50 . J. Magnusson.............50 v. Thorvaldson....^.^....^5.00 . Árnason .................25 Frá Riverton elgi Anderson ........... 100 étur Jónsson ........... 1-00 . Bjarnason................g0 lafur Árnason ........... 100 rmann Jónasson ............50 . Austmann................ -50 alli Bjarnason............ 100 Sigurdson ............ J 00 . Eyjólfson ............. 1-00 C. Jóhannson ............. J-™ r. og Mrs. E. J. Doll ... 1.00 II Anderson.............. 1-00 . M. Thorvaldson............5ii . Benediktson ............ -50 h. Stefánsson ........... 1-00 Hjörleifson ...............50 . Sigurdson ................50 jn Sigvaldason..............50 . L. Hallgrimson ...-.......50 h. Thorarinson............ -50 . S. Erlendson .......... i bO . Thorvardson, Bifröst.... 1.00 Frá Árborg: . J. Lifman ............. 2.00 . K. Bjarnason .......... l-O" Ingaldson ............... 1-00 . J. Sveinson...............5ri ennie Goodman................50 K. Laxdal ..........- —• -50 arl Jónasson ............ 2.00 O. Einarson ...............50 H. Björnson ............. 1-00 . F. Danielson........... 1-00 Íi Friðriksson, Vidir... 1.00 ín J. Geirson, Hnausa........25 Magnússon,.... Hn........-1-00 Danielsson, Hn.............50 > S. Einarson. Hn.......... 100 . Helgason, Hn............. LOO Marteinsson, Hn.......... 1-00 . Sigurdson, Arnes ....... -50 afst,. .Tónsson. Howardv. 2.00 . Jónasson, Hesla......... Lw) . Olson. Hecla .....__ • L00 unnl. Sigurgéirsson, Heela 50 . J. .Tohnson. Hallson, N.D. 2.00 annes Biörnson, Mout.n 3.7^ íhann Sigfússon, Selkirk . 00 TTinnsson. Rav End .... ?.00 Alls $1,149.30

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.