Lögberg - 18.08.1927, Page 1

Lögberg - 18.08.1927, Page 1
1 40 ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1927 , NÚMER 33 Canada. Verkfræðinugurinn enski, Fred- erick Palmer, sem að tilhlutan Canadastjórnár hefir að undan- förnu verið að rannsaka hafnar- stæðin við Port Nelson og Fort Churrhill, hefir nú komist að þeirri niðurstöðu, að mæla með Fort Churrhill og gerir hann það mjög eindregið. Mr. Dunning, járnbrautamála ráðherra, hefir vafalaust lengi verið ráðinn í því, að fylgja ráðum Mr. Palmers í þessu efni, og hefir hann nú þeg- ar fallist á að velja Port Church- ill sem hafnarstað fyrir Hud- sonsflóa brautina. Þessi breyting veldur því, að brautin verður töluvert lengri en til var ætlast, eða heldur en hún hefði orðið með því að byggja hana við Port Nelson, og verður nú skift um stefnu hennar við Limestone ána og hún bygð þaðan til Churchill, sem er einum 90 mílum lengra en tii Nelson. Enn fremur verður nú að sjálfsögðu alt það verk ó- nýtt, sem gert hefir verið við Port Nelson. Ef til vill er mikið af því ónýtt nú, því þar hefir ekk- ert verið gert í tíu ár, en þar var á sínum tíma stórfé eytt til hafn- argerðar. En þrátt fyrir þetta eru þeir Mr. Palmer og Mr. Dun- ning, í engum vafa um það, að réttmætt sé að velja nú Churchill í staðinn fyrir Nelson, og er það alt bygt á þvi, að þar sé svo langt um betra hafnarstæði; höfnin svo að segja sjálfgerð og nógu djúp fyrir hafskip. Verður nú þegar bygð loft- skeytastöð við Fort Churchill og þangað flutt þau áhöld, sem til eru við Port Nelson og sem enn kunna að vera nýtileg, og svo önn- ur ný og tekið til að gera það sem gera þarf við höfnina. Vafalaust verður þessi ráða- breytni til þess, að seinka því eitthvað töluvert, að hin marg- þráða Hudsonsflóa braut verði fullgerð. * * * Póststjórnin hefir gefið út ný frímerkj í tilefni af sextíu ára af- mæli fylkja sambandsins. Afar- mikið af þessum frímerkjum hef- ir verið keypt af einstökum mönn- um og félögum, sem safna frí- merkjum, eða kaupa þau til að selja þau aftur með ágóða. Hefir stjórnin grætt mörg þúsund dollara á þessari frímerkjasölu, því hún selur þau öll fullu verði, hvort sem keypt er meira eða minna og til hvers sem þau eru notuð. * * * Brú mikil hefir bygð verið milli Fort Erie, Ont., að norðan, og Buffalo, N. Y., að sunnan, og tengir þannig saman Canada og Bandaríkin, og hefir hún hlotið það fagra nafn, að heita Friðar- brúin. Hún var tekin til afnota og vígð hinn 7. þ.m. og var þar margt stórmenna saman komið, eins og t. d. prinsinn af Wales og George prins bróðir hans, Bald- \vin forsætisráðhérra Breta, fylk- isstjóri og stjórnarformaður Ont- ario fylkis, varaforseti Bandaríkj- anna, utanríkisráðherrann og rík- isstjórinn í New York ríki og margir fleiri. Þar var mikið talað um friðinn, sem haldist hefir milli Canada og Bandaríkjanna í meir en hundrað ár, og sem allir vona að haldist æfinlega. * • • Mörg eru vandamálin, sem bæj- arstjórnin í Winnipeg þarf að ráða fram úr og er eitt þeirra hvað gera skal við hina svo nefndu | “Amusement Parlors” (skemti-! stofur) á Main St. Flestir, sem nokkuð eru kunnugir í Winnipeg, munu hafa nokkurn veginn glöggva hugmynd um þessa staði, því það ber æð’i mikið á þeim, og hefir lengi verið -töluvert arnast* við þeim af mörgum, og þótt til lítillar prýði á einni af aðal götum borgarinnar. Bæjarstjórnin hef- ir lengi verið að hugaa sig um, hvað gera skýldi og virðist nú belzt vera komin að þeirri niður- stöðu, að þessir skemtistaðir verði að hætta, eða þá að m'insta kosti að víkja af Main St.. En hvenær það kann að verða, það veit enginn. * * * Prinsinn af Wales afhjúpaði mikið bronze líkneski af iSir Wil- frid Laurier, sem nú er nýreist og stendur í grend við þinghúsið í Ottawa. Við það tækifæri fluttu ræður: Stanley Baldwin, forsætisráðherra á Bretlandi, W. L. Mackenzie King forsætisráð- herra í Canada, Sir Robert Bor- den og Rodolpht Lemiex þing- forseti. * * * Mr. Bracken, stjórnarformaður'í Manitoba og, allir hinir nýkosnu þingmenn, sem hans flokki til- heyra, héldu flokksfund í þinghús inu í Winnipeg hinn 12. þ.m Eru þeir 29 alls, eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu. Auk þess að kynnast dálítið hver öðrum, mun bjórinn hafa verið aðal um- ræðuefni þingmannanna í þetta sinn. Stjórnarformaðurinn og dómsmálaráðherrann, hafa eins og kunnugt er, verið að ferðast um British Columbia og Alberta, og haft með sér lögmann einn frá Winnipeg, og hafa þeir verið að komast eftir því, hvernig þeir þar vestur frá færu að því að selja bjór í glösum og drekka hann úr glösum. Á fundinum skýrðu þeir félagar frá þe’im fróðleik, sem þeir höfðu komist að í þessu sam- bandi. Nú fara þeir til Ontario og Quebec til að sækja meiri fróð- leik um sama efni. Ekki var það ákveðið á þessum fundi, hvort aukaþing yrði kallað saman til að semja og samþykkja hin fyrir- huguðu bjórsölulög, og á stjórnin sjálf að sjá fyrir því. Það þó liklegt talið, að kvatt verði til aukaþings í öndverðum næsta mánuði. Bandaríkin. Leonard Wood, hershöfðingi og landstjóri í Philippine eyjunum, lézt í Boston, Mass., hinn 7. þ.m., að nýafstöðnum uppskurði. Hann vaf 67 ára að aldri, útskrifaður af Harvard læknaskólanum 1884. Hið alkunna og marg umtalþða sakamál þeirra Nicola Sacco og V Bartolomeo Vanzetti, hefir enn vakið mikið umtal og gauragang, ekki að eins í Boston, þar sem þeir eru, oS annars staðar í Bandaríkj- unum, heldur svo áð segja um allan heim. Eins og kunnugt er, voru þessir tveir menn árið 1920 sakaðir um rán og morð tveggja manna og 14. júlí 1921 voru þeir fundnir sekir og dæmdlir til dauða. En dómnum var ekki ftill- nægf og má heita að alt af síðan hafi gengið í sífeldu stappi út af þessu máli. Menn þessir eru kom- munistar og hafa félagar þeirra víðsvegar harðlega mótmælt þess- um dómsúrskurði og eru mótmæl- in aðallega íi því bygð, að vitna- leiðslan hafi verið óljós og að mennirnir hafi verið dæmdir eft- ir likum en ekki fullum sönnun- um. Miklu fé hefir verið skotið saman og alt g^rt, sem lærðustu og snjöllustu lögmenn gátu látið sér detta í hug til að verja málið. í vor sem le’ið tók ríkisstjórinn í Massachusetts að sér að rannsaka málið alt frá byrjun og fékk sér til aðstoðar mjög mikils virta og hæfa menn þar í ríkinu. Varði ríkisstjórinn, Alvon T. Fuller, miklum tíma til þessara rann- sókna, en að þeim loknum lýsti hann yfir því, að meðferð máls- ,ins hefði verið réttmæt og sann- gjörn og að mennirnir væru sekir 'um þann glæp, sem þeir hefðu verið sakfeldir fyrir. Leit nú ekki út fyrir annað,, en að menn þessir yrðu af lífi teknir, og átti það að gerast h’inn 11. þ.m. En strax þegar ríkisstjórinn hafði gefið út úrskurð sinn, hófust jafn- aðarmenn þegar handa um allar áttir, þar á meðal í Winnipeg, og héldu háværa mótmælafundi, og gerðu þar að auki töluverð spell á ýmsum stöðum, og sendu fund- irnir áskoranir til ríkisstjórans, hlutaðéigandi dómara og jafnvel forsetans, um að ný rannsókn væri hafin í málinu, eða mennirnir náðaðir. — Hvort þetta kann að hafa haft nokkur áhrif eða ekki, þá hefir fullnæging dómsins enn verið frestað til 22. þ.m. og er nú talið miklu líklegra, að menn þess’ir verði aldrei af' lífi teknir., hvernig svo sem úr málinu kann að verða greitt. Stephan G. Stephansson látinn. * Rétt eftir að blaðið var fullprentað, miðvikudaginn hinn 10. þ. m., barst oss sú fregn, að látinn væri að heim- ili sínu við Markerville í Alberta-fylki, Klettafjalla skáld- ið víðkunna, Stephan G. Stephansson. eftir langvarandi vanheilsu, hálfáttræður að aldri. Var hann vafalaust annað máttkasta skáld hinnar íslenzku þjóðar, frá því er Matthías leið. Jarðarförin átti að fara fram síðastliðinn laugardag, . CANADA. Eg elska þig, land, þú ert lýðanna skjól, sem Ieita að farsælli dögum, með glitrandi blómin við geislandi sól, í gróandi þjóðlífsins högum. Þín auðsæld og frelsi er alstaðar virt, sem öreigann hvetur t’il þrifa; þitt nafn verður menningar blómsveigum birt í bók, sem að aldirnar skrifa. Eg kom til þín ungur, þá vermdi mig vor af vonanna Ijósi og trausti, í ljúfustu minning hér liggja mín spor um leið, sem er gengin að hausti. Hér þáði eg marga og munljúfa gjöf sem mótaði daganna línu, og hér á eg vöggu og vinanna gröf í voftblíða skautinu þínu. Þó halli nú \deginum húminu að, með hnignandi fjörið og þrekið eg horfi til baka með þökk fyrir það, sem þú hefir gefið og tekið. Við forlaga mótbyr og fagnaðar hag hér fylgdi eg ástvinum mínum, og því vil eg syngja mitt síðasta lag í sólríka faðminum þínum. Ó, blessi þig drottinn af dygðanna sjóð um daga og komandi árin, og gefi þér máttuga mannúðar þjóð að mýkja þeim líðandi (sárin. M. Markússon. Frá íslandi. Akureyri, 18. júlí. Sameiginlegum prestafundi Múlasýslna á Eiðum var lokið 16. þ.m. Stóð hann yfir á fjórða dag. Fyrsta daginn guðsþjónusta. Er- indi voru flutt, umræður fyrir ál- menning og héraðsfundir. Mörg mál. Prófessor Sigurður Sívert- sen flutti tvö erind’i og tók þátt í st'rfum fundarins. Hann og Ásm. Guðmundsson skóla,stjóri hafa éinnig að undanförnu samkvæmt beiðni austfirskra presta og ung- mennafélaga haldið guðsþjón- ustur og fyrirlestra í átta kirkj- um á Austurlandi. Fundur norðlenzkra presta á að byrja á Akureyri 20. þ.mj— Vísir 19. júl. * * * iGrímsey 8. júlí.—Einmuna tíð, sólskin, logn og 15—20 stiga hiti hvern dag — 40 st. móti sól. — Landburður af fisk’i. Héðan er að eins róið litlum árabátum sem stendur. — Síld vóð ofansjávar fyrstu dagana í júní og hefir alt af fengist síðan í reknet. Hefir hafsíld aldrei í manna minnum sézt svo snemma á ári. — “Esja” komhér í fyrsta sinni 20. júní.— Vísir. Reykjavík, 16. júlí. Berlingske Tidende geta þess 17. f.m., að nýlátinn sé í Kaup- mannahöfn Ari Jónsson óperu- söngvari, og fer blaðið um hann svofeldum orðum: ( “Hann hafði fyrrum sungið hér í Kaupmannahöfn á söngskemt- unum til hjálpar fátækum lista- mönnum, en frægðartíð sína átti hann í Leipzig og Berlín, þar sem hann söng í ríkisóperunum og hlaut nfergvíslega sæmd. En vegna styrjaldarinnar misti hann allar e’igur sínar þegar markið féll, og jafnframt hvarf honum vinahópurinn. Eftir það fluttist hann til Kaupmannahafnar og bjó hér afar einmána og gramur forlögunum og hafði ofan af fyrir sér með söngkenslu. Böndin af hinum mörgu frægðarsveigura hans voru lögð í kistu hans, og var eitt þeirra af sveig frá drotn- ingu Vilhjálms keisara. Margir munu enn minnast þess er Ari kom hingað skömmu fyrir aldamótin og söng hér í Reykja- vík. Þóttust menn þá varla hafa heyrt fegurra söng.—Vísir. Lækjarósinn á nú að flytja frá verkamannaskýlinu og austur fyr- ir eystra hafnargarð. Fyrir fá- um dögum var farið að grafa fyrir hinum nýja farvegi, og þegar því er lokið, verða stein- steypuhringar lagðir í skurðinn og læknum veitt í gegnum þá fram í sjó. Hringar þessir eru bæði stórir og sterk’ir, og hefir Pipugerðin látið steypa þá á blettinum sunnan við gasstöðina. Þeir verða látnir hvíla á stein- steyptum undirlögum, sem Pípu- gerðin hefir einnig steypt,—Vísir. L. W. segir, að féð þrífist ágæt- lega og sé heilsugott, laust við alla kvilla, og til frálags reynist það fult svo vænt, sem fé hér á landi. Sumarhagar eru afbragðs góðir og kjötið af fénu mjög ljúf- fengt. En nokkrir örðugleikar eru á sölu kjötsins og því hefir komið til orða að sjóða niður eitthvað af því. — Fjárræktarmaðurinn íminnist þakksamlega komu Sigurðar Sig- urðssonar búnaðarmálastjóra, til Grænlands, og eins komu ungfrú- ar Rannv. Líndal, sem kendi Grænlendingum tóskap o. fl. Til orða hefir komið, að senda ungan Grænlending, Isak Lund, hingað til lands, til að læra hér hitt og annað, sem að haldi gæti komið þar vestra. Tilraun verð- ur nú gerð í þá átt að ala upp ís- lenzka hesta á Grænlandi og hef- ir Sigurður búnaðarmálastjóri gert ráðstafanir til þess, að einn graðhestur og átta hryssur verði sendar héðan vestur um miðjan þennan mánuð. Færeyingar á Grænlandi. Samkvæmt dönskum blöðum hef- ir nýlendustjórnin 1 Grænland 22. júní heimilað rúmlega 20 fær- eyskum fiskiskipum að stunda veiðar innan landhelgi við Græn- land og veitt þeim leyfi til þess að sigla á opnu hafnirnar “Ravns Storö” og “Trebrödrehavn.” “Trebrödrehavn”, sem er 7—8 mílur sunnan við Godthaab við við hinn forna Rangafjörð, er að eins fær bátum og þilskipum, og enginn lendingarstaður. Nýlendu stjórnin hefir því gefið leyfi til þess, að útbúa megi lendingar- stað utar í firðinum, þár sem eru eyjar nokkurar og fært uppgöngu. Þar kvað og vera dágóð höfn. Þegar “Ravns Storö” reyndist óhentug skipum rausnaðist ný- lendustjórnin til þess að opna “Trebrödrehavn”, eftir þrábeiðni Færeyinga. Samkvæmt þessari fregn, sem staðfest er af nýlendu- \ stjórninni, virðist “Trebrödre- havn” jafnvel vera hálfgerð hafn- leysa og fer örlætið þá að verða skiljanlegra. Stórútgerðaráætlanir Dana. í ’vor mintist Vísir rækilega á stórútgerðaráætlanir 1 Dana hér við land og við Grænland. Var ætlunin sú, að stofna togarafélag með 5—10 togurum til þess að gera út héðan í skjóli sambahds- laganna og frá Grænlandi, ef svo vildi verkast. Þessar ráðagerðir fengu ekki sem vænlegastan byr í Danmörku, því að reynsla er fyrir því þar í landi, að svipaðar fyrirætlanir þafa mistekist. En nú alveg nýlega hefir verið stofnað nýtt blað í Danmörku til þess að afla þessum fyrirætlun- um fylgis. Heitir blaðið ”Dansk Havfiskeritidende” og er gefið út af félagi, en ritstjórann hafa Danir fengið frá íslandi, og er hann Matthías Þórðarson, fyrv. erindreki.—Vísir. Sendiherrafregn 8. júlí skýrir ir frá, að “Berl. Tidende” hafi átt tal við Lindemann Walsöe, for- stöðumann f járræktarstöðvarinn- ar á Grænlandi, og hafi hann sagt, að nú væri komin reynd á, a, skilyrði sé góð til fjárræktar þar vestra. Árið 1915 voru 180 íslenzkar kindur fluttar vestur, en nú er tala fjárins kring um 2,000. —- Þar af eru um 200 kind- ur á vegum Grænlandsstjórnar- innar og er það einskonar kyn- bótabú og þar er ungum Græn- lendingum kend fjármenska og annað slíkt, er að fjárrækt lýtur. Hinu fénu hefir verið skift milli Grænlendinga í héruðunum kring um Julienhaab. — Grænlendingar eru nú sumir farnir að hugsa um sauðfjárrækt. T. d. má nefna það, að tveir læri- sveinar á fjárræktarbúinu hafa útvegað sér jarðnæði og reist bú inn við fjarðarbotn nálægt Kas- siarsuk. Er þar sagt skóglendi m’ikið og landkostir ágætir. Ann- ar þessara manna tók 3,000 ki’. lán til þess að byrja með búskap- inn. Auk þess fékk hann 72 kind- ur hjá “stöðinni” gegn því, að borga þær aftur smátt og smátt með sláturfé að haustinu Bú- skapurinn gekk svo vel, að síðast- liðið haust gat hann endurgreitt 2,000 krónur í vörum, kjöti og ull, og þar að auki látið 60 dilka upp í fjárskuldina. Reykjavk, 16. júlí. Danski náttúrufræðingurinn. Niels Nielsen, Pálmi Hanneson magister, og Stéinþór Sigurðsson stud. mag. verða í sumar við rannsóknir hjá Fiskivötnum vost- an Vatnajökuls; ætla þeir að gera landmælingar þar, rannsk jarð- myndun, jurta og dýralíf í vötn- unum o. fl. Ráðgera þeir að dvelja í óbygðum mestan hluta sumars og koma aftur í miðjum september. Carlsberg-sjóðurinn og Sáttmálasjóður kosta förina. Tveir merkir gestir frá Ame- ríku eru komnir hingað nýlega, prófessor Litchfield Merril frá tekniska háskólanum í Cambridge Mass., með frú og dóttur á listi- skipinu, en dr. Frank Cawley, kennari i norrænum fræðum við Harvard háskóla, með Brúarfossi. Dr. Cawley ætlar að devlja hér um tveggja mánaða skéið í Borg- arfirði og á sögustöðunum austur í Rangárvallasýslu. Báðir báru kveðjur frá háskólum sínum til háskólans hér.—Vörður. Félag Vestur-íslendinga hélt fund og kaffisamdrykkju í fyrra kvöld. Voru þar nokkrir Vestur- íslendingar, sem nú eru hér gekt- komandi í bænum, þar á meðal Halldór Hermannsson prófessor, Ásmundur Jóhannsson, fulltrúi Vestur-íslendinga á Eimskipafé- lagsfundinum og ungfrú Sigrún Bjartmarsdóttir. Var þar allmik- ið rætt um samband og samstarf milli þjóðarhluta íslendinga vest- an hafs og hér heima, og hver ráð Samverjarnir, Flutt í gullbrúðkaupi Eiríks Bjarnasonar og Odd- nýjar ljósmóður Bjarnasonar, í Þingvallabygð, Sask., 13. ágúst 1927. Við flúðum að heiman frá hafís og snjó Og héldum að óbygðum löndum; En fæstir með nesti eða nýjustu skó, Og nokkrir með ómegð á höndum. — En óbygðin rétti hér örlætis hönd Að útlending, nctfðan úr höfum; Hér knýttu oss saman þau bróðernisbönd, Sem bila’ ei þótt frumherjann gröfum. Þótt striðið í mannsaldur margt eé og frægt, Og mörg séu slysin og tárin, — Sem þið hafa örfáir bölinu bægt Og blessandi læknað mörg sárin. ^ í öreigans stríði við ónumin lönd, 1 útveri mannlegra rauna: Þið réttuð í kærleika hjálpandi hönd, En hugsuðuð aldrei til launa. 1 sólhvörfum dagsins nú sveipuð er bygð Og signir hvert barn, er hér dvelur. En hvað er alt ljóshaf hjá lifandi dygð, Sem lífsvonir hjörtunum elur? i— Er húmskuggar dauðans um hánætur skeið Hér heimtuðu ástvini, megi, Þá ristuð þið líknstafi lifenda neyð, Sem Ijósbrot frá eilífum degi! Jónas A. Sigurðsson. væru sigurvænlegust til þess að halda sambandinu sem traust- ustu. Stóð samkoman nokkuð fram á nótt. Alþingiskosningar á Islandi. Þegar skýrt var frá kosningun- um í síðasta blaði, var enn ófrétt úr 10 kjördæmum landsins, sem hafa samtals 13 þingsæti. Nú eru þær fréttir komnar og hafa þeir, sem hér segir, hlotið kosn- ingu Borgarf jarðars.: Pétur Otte- son, íhaldsm. Norður-Þingeyjarsýslu: Bene- dikt Sveinsson, frams.m. Eyjafjarðarsýslu: Einar Árna- son og Bernhard Stefánsson, báð- ir frams.m. Vestur Húnavatnss.: Hannes Jónsson, frams.m. Vestur-ísafjarðarsýslu: Jón A. Jónsson, íhaldsm. Strandasýslu: Tryggvi Þór- hallsson, frams.m. Norður-Múlas.: Halldór Stef- ánsson og Páll Hermannsson, báð- ir framsm. Suður-Múlas.: Sveinn ólafsson og Ingvar Pálmason, báðir frams. Barðastranda.s: Hákon Kristó- fersson, íhaldsm. Suður-Þingeyjars.: Ingólfur Bjarnason, frams.m. Eru þá þingflokkarnir þannig skipaðir, þegar hinir landkjörnu þingmenn eru taldir með, að framsóknarflokkurinn hefir 19 þingmenn, íhaldsflokkurinn 16, jafnaðarmenn 5, einn er utan- flokka, en fylgir væntanlega fram- sóknarflokknum, og einn tilheyr- rr frjálslynda flokknum. Reykjavíkurblöðin telja vafa- laust, að stjórnarskifti fari fram nú í haust og að Framsóknar- menn taki við völdunum, því þeir eru fjölmennastir, þótt ekki hafi þeir fullan meirihluta allra þing- manna. Hver verða mun'i næsti forsætisráðherra íslands, er enn ekki hægt að segja með vissu, en sjálfsagt verður ekki langt að bíða að það komi í ljós. En lík- legastir þykja til tignarinnar, Benedikt Sveinsson, Jónas frá Hriflu, eða Tryggvi Þórhallsson. Gullbrúðkaup Mr. og Mrs. Eiríks Bjarnasonar, Churchbridge, Sask. Stuttu eftir hádegi, laugardag- inn 13. þ.m., fóru bílar að streyma að heimili þeirra heiðurshjóna, Eiríks Bjarnasonar og Oddnýjar Magnúsdóttur, konu hans, í til- efni af fimtíu ára giftingaraf- ntæli þeirra. Mátti heita, að flestir bygðarmenn væru þar sam- an komnir ásamt fjölskyldum þeirra. Prestur bygðarinnar, séra Jón- as A. Sigurðsson, stýrði samkom- unni, skörulega, sem honum er lagið. — Fyrst kallaði hann á Magnús Bjarnason, son brúðhjón- anna og húsbóndann á heimilinu, og ávarpaði hann gestina og bauð þá velkomna. Síðan var sunginn giftingarsálmurinn, “Hve gott og fagurt og indælt er”, og að hon- um enduðum flutti preStur bæn. —Svo rak hver ræðan aðra. Þeir sem töluðu, voru þeir: séra J. A. Sigurðsson, Guðgeir Eggertsson, Jóhannes Einarsson, K. Johnson,* John Gíslason, Ásm. Loftsson, E. Sigurðsson, Árni Árnason. En kvæði fluttu þeir séra Jónas A. Sigurðsson, Björn Thorbergsson og Mrs. Guðbj. Suðfjörð, og eru þau prentuð á öðrum stað hér í blaðinu. Gjöf frá gestunum afhenti hr. Björn Thorbergsson, peninga i gulli. Einnig var lesið upp, af presti safnaðarins, þakkláeti' frá Konkordía söfnuði í heild, fyrir vel unnið verk þeirra hjóna í þarfir safnaðarins. Að síðustu stóð brúðguminn aldni upp og þakkaði gestunum hjartánlega fyrir héimsóknina og gjafirnar. — íslenzkir ættjarðar- söngvar voru sungnir milli ræð- anna, og eftir að sjálf dagskráin var á enda, sem fór fram undir beru lofti, voru brúðhjónin leidd í hús og sett við háborð, er alt var prýtt, og settust gestir við mörg langborð, sem hlaðin voru yistum og allskonar sælgæti. Vér tókum sérstaklega eftir því hversu allar ræðurnar voru þrungnar af einlægni og kærleika til hinna öldnu heiðurshjóna. Enda hefir heimili þeirra veitt mörgum bæði fyr og síðar, og hún, brúðurin, sem á frumbýl- ingsárunum og til skamms tíma var aðal hjálp bygðarinnar, bæði sem yfirsetukona og læknir, lagði mikið á sig þegar engin flutnings- tæki voru fyrir hendi nema uxa- pör, og varð að fara í hvaða hörkum sem var margar mílur til að sinna þe’im sjúku, og oft fyr- ir litla eða enga borgun, — það var ekki í þá daga verið að reikna svo mikið á míluna, heldur að eins sýna mannkærleikann, að hjálpa þar sem hjálpar þurfti, og það þó fara þyrfti frá manni og börnum út í hríðarbyl og hörkufrost. Svo það var ekki að furða, þó bygðar- menn tækju nú tækifærið til að sýna þeim hjónum þakklæti sitt og virðingu, sem þau svo fullkom- lega áttu skilift. Um 250 mánns var þarna sam- an komið. Töldum vér 40 bíla, sem allir komu troðfullir af fólki. — Npkkru áður en fór að skyggja, fóru menn að halda heim til sín, ánægðir í anda og árnuðu gömlu hjónunum allrar blessunar á þéirra síðasta æfikafla. Þau Eiríkur Bjarnason og kona hans komu til Þingvallanýlendu með þeim fyrstu, sem þangað komu. Börn þeirra, sem nú eru á lífi, eru: Sigurður. bóndi í Þingvallanýlendu; Magnús, sem býr nú á heimilisréttarlandi for- eldra sinna; Mrs. Anna Joel, í Winnipeg, og Mrs. Helga Sigurðs- son í Churchbridge. Ein dóttir þeirra, Guðrún, gift skozkum manni, More að nafni, dó í Win- nipeg fyrir tveimur árum. Gestur.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.