Lögberg - 18.08.1927, Page 4

Lögberg - 18.08.1927, Page 4
BIs. 4 LÖGBBRG, PIMTUDAGINN 18. ÁGtfST 1927. Gefið út hvern Fimtudag af Tlse Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. TaJalmari >'-6327 N-6328 Einar P. Jónsson, Editor UtanAskríft til blaðsins: Tt(E eOLUMBI^ PRE8S, Ltd., Box 317í, Wlnnlpeg, Man. UtanAskrift ritstjórans: ED1T0R LOCBERC, Box 317* Winnipeg, M«n. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram The "LöíbeTw” la printed and publlshed br The Columblk Preaa. Ldmlted, ln the Columbla ■utidlns, tti Sarftent Aye., Winnlpe*, Manltoba. Norður við vatnið. Vér brugðum oss norður til Gimli núna í viku- lokin, til þess að heilsa upp á ýmsa góðvini vora, er þar eiga heima, og gleyma, þó ekki væri nema svo sem drykklanga stund, stræta- rvkinu og stórborgar mollunni. Þótt all heitt væri að vísu niður við vatnið, og það svo, að sumum þætti nóg um, þá voru viðbrigðin samt hressandi og endurvekjandi. Af vatninu lagði óvalt annað veifið, kærkominn svala, en frá engi og skógarlundum barst til vita manns, gróðrar ilmur og angan af nýþurkuðu heyi. Nokkrir hinna íslenzku fiskimanna, þeirra, er veiðar höfðu stundað á Winnipeg-vatni í sumar, voru komnir heim, — aðrir að eins ó- komnir úr verinu. Sumarvertíðin var á enda. Hafði hún gengið fremur skrykkjótt, enda afla- föng verið með rýrara móti. Samt bar ekki á hugarvíli hjá þessum vestur-íslenzku veiðigörp- um. Skapfesta landnámsvíkinganna fornu, var enn auðsæ í öllu þeirra látbragði. Oss fanst, sem í hugum þeirra myndi ríkara af fáu, en lífskilningi þeim og hetjulund, er í eftirgreindri vísu felst, eftir Hannes Hafstein: “Við skulum ei æðrast þó inn komi sjór og endrum og sinn gefi á bátinn. Að halda sitt strik, vera’ í hættunni stór og horfa’ ei um öxl, — það er mátinn!” Það var dýrlegt um að litast í landnámi hinna íslenzku frumbyggja, “bústað guðanna,” um síðustu helgi, eins og reyndar svo oft endra- nær. # # # Tlla væri það gert og óviðurkvæmilegt, að hefja hina íslenzku fiskimenn við Winnipeg- vatn til skýjanna, á kostnað þeirra mörgu at- orkumanna, er landbúnað stunda víðsvegar með ströndum fram. Því að sjálfsögðu sverja þeir sig engu síður í ættina, hvað viðvíkur skap- festu og hetjulund, en þeir fyrnefndu. Getur þar að líta margt gildra bænda, er reynst hafa trúir hérlendri köllun sinni og aðfluttu erfða- fé. En þeir hafa svipaða sögu að segja og fiskimennimir. Sumar það, er nú er að líða, hefir engan veginn orðið þeim jafn-arðvænlegt og æskilegt hefði verið. Veldur þar miklu um, hve hátt hefir verið í vatninu, — flóð svo mik- il, að á láglendi hefir heyskapur víða farist fyr- ir. Má þar sérstaklega tilnefna hina svoköll- uðu ísafoldarbygð og nokkurn hluta Mikleyjar, þótt víðar hafi því miður allmjög að sorfið. A hálendi hefir grasspretta orðið slík, sem þá er bezt getur. En þrátt fyrir hina ýmsu ann- marka, mun meginþorri fólks niður við vötnin una vel hag. sínum og líta björtum augum á framtíðina. # * * Að afliðnu hádegi á sunnudaginn, var oss boðið í bílför, norður að sumarbústaðnum Camp Morton, sem liggur því sem næst miðja vegu milli Arness og Gimli. Er þangað kom, var vikið út af aðalbrautinni, og staðnæmst við King Edward skólann, sem liggur í 1291. skóla- héraði. Var þar verið að halda hátíð, all-fjöl- sótta, er kaþólski söfnuðurinn að Camp Morton stofnaði til. Fóru þar fram íþróttir, ásamt öðr- um margskonar skemtunum. Voru allir, eins og gefur að skilja, í bezta skapi, líkt og þegar þjóðflokkur vor heldur Islendingadag. Fólkið var vfirleitt frjálslegt í útliti og vel til fara. Rutheniumenn munu hafa verið liðsterkastir, þar næst Pólverjar og loks Þjóðverjar. Ruth- eniukonurnar, þær hinar eldri, höfðu sjöl á herðum og skýluklút um höfuðið. Hefir hér- lent fólk stundum spaugast að þeim fyrir bún- inginn, jafnvel íslendingar líka. Er slíkt flónskulegt, og situr einkum illa á oss Islend- ingum. Því voru eigi konur þær, sem vér heimalningamir kvntumst í æsku, búnar með slíkum hætti ? Við það skal hreinskilnislega kannast, að frá þeim tíma hefir oss ávalt verið hlýtt til sjalsins og skýluklútsins. Einum manni vorum vér kyntir á móti þessu, er oss fanst sérstaklega mikið til um að mæta. Var sá þýzkur að upprana og ætt, flutt- ur hingað til lands með foreldrum sínum, þa er hann var tólf vetra gamall. Er hann uú maður um miðjan aldur, kann íslenzku vel, og taldi hana vera eitt hið allt’a fegursta tungu- mál, er hann nokkum tíma hefði haft kynni af, og tjáðist þó geta bjargað sér á sex tungu- málum. * * * Eftir drjúga viðdvöl á fyrgreindu skemti- móti, var haldið til baka, niður að sumarbústaðn- um kaþólska, Camp Morton. Höfðum vér all- oft farið eftir þjóðveginum, er þangað liggur, en ávalt leitað langt yfir skamt, eða rpeð öðrum orðum, aldrei komið þar niður að vatninu. Bústaður þessi ber nafn kaþólsks prests, Fath- er Mortons, og er sá langfegursti, er vér höfum nokkru sinni augum litið fram með ströndum V innipeg\mtns. Er bústaður prestsins reistur í fögrum kastalastíl, með ódáinsblóm og skraut- vegu á allar hliðar. Skamt þar frá, á háum, skrúðgrænum hól, stendur afar einkennilegt og tilkomumikjð minnismerki, yfir hermanninn nafnfræga frá Selkirk, Major Christopher Pat- rick O’Kelly, er lífi týndi ásamt félaga sínum, í Rice Lake héraðinu, haustið 1922. Vér hittum íslendinga, fædda og uppalda á Gimli, er aldrei sögðust hafa komið til sumar- bústaðarins, Camp Morton. Teljum vér slíkt leiða vanrækslusynd, því þar er vafalaust feg- ursti staðurinn fram með vatninu, og þótt víð- ar sé leitað. Hitt vakti líka sársauka í hjarta voru, að Islendingarnir niður við vatnið, skyldu hvergi geta bent á jafn dásamlegan reit, sem sína eigin eign. ) Dagdraumar. Flestir þeir menn, ‘sem gæddir eru heil- brigðri skynjan, eiga dagdrauma, misjafna að mikilleik,' eftir mismunandi sálarþreki og and- legu útsýni hvers einstaklings um sig. Hina miklu menn dreymir fram í ósæisaldir, og þeir lauga þar anda sinn við bjarmann af komandi tíð. Trú þeirra á sigur-hæfileikum lífsins, þekk- ir engin takmörk og getur flutt f jöll. Smámenn- in dreymir líka, þótt með öðrum hætti sé. Draumar þeirra orsakast venjulegast af því, ef illa fer um þá í fletinu. Voldugir dagdraumar, eru aðalseinkenni hugsjónamannsins, er hefja vill mannkynið í hærra veldi. Slíkir draumar rætast ekki fyrir- hafnarlaust, — ekkert annað en látlaust strit fær hrundið þeim í framkvæmd. Því meiri og fegurri, sem dagdraumarair.eru, þess auðugra verðui; lífið og innihaldsríkara. Sérhverjum ' dagdraumi verður að fylgja átak, því af ’sjálfu sér rætist hann aldrei. Spakir menn fara jafnan varlega í að opin- bera dagdrauma sína. Þeir yfirvega þá fyrst til hlítar, unz þeim er full ljóst, hver afstaðan verður til mannfélagsmálanna. Þá fyrst eru verulegar líkur til, að sönn nytsemd megi af þeim hljótast. tJsnotrir menn eru sjaldnast tungutrúir, og þess vegna láta þeir vaða á súðum, án þess að hafa um það nokkra minstu hugmynd, hvert stefnir. Skáldin háfleygu og djúpsyndu, eru dag- draumamenn, og þess vegna hafa þau svo oft kölluð verið spámenn þjóðanna. Það er óencTanlega dýrlegt, að dreyma vold- uga vökudrauma, og leggja fram til þess alla krafta, að þeir nái að rætast. ísland. Ræða flutt á íslendingadeginum í Winnipeg, 6. ágúst 1927. Af séra Rúnólfi Marteinssyni. “Undarlegt sambland af frosti og funa, fjöllum og klettum og hraunum og sjá, fagurt og ógurlegt ertu, þá brunar eldur að fótum þín jöklunum frá.” , Island I “Rétt að nefna nafnið þitt” nóg er kvæði öllum.” íslandlhvað get eg sagt um þig eða við þig? Eg, sem skildi við þig tólf ára gamall drengur fyrir 44 árum sfðan, og hefi aldrei séð þig upp frá því. Ekki get eg dregið björg af djúpi neinnar sér- þekkingar um þig. Ekki er eg meðal hinna lærðu í bókmentum þínum; ekki er eg kunnugur nema fáum brotum úr sögu þinni; ekki er eg meira en stafándi í letri lyndiseinkunna þiníía; ekki er eg fróður um jarðfræði þína, hefi ekki fyrir mér neinar hagskýrsl- ur, er sýni vandlega afkomu þína; ekki hefir heldur neinn engill snert tungu mína með heilögum eldi frá altari þjóðarinnar, svo eg gæti verið boðberi þinn meðal þeirra, sem í fjarlægð búa. Hvers vegna stend eg þá frammi fyrir þessum mannsöfnuði í dag? Líklegast rétt til að nefna nafnið ísland; enda ætti það að geta verið ræða, engu síður en kvæði. En vel að merkja, þó að Stepháni fyndist það kvæði, er ekki víst, að allir hefðu auga, sál eða tilfinningu til að finna þar verðmæti. Eg er þá hingað kominn til að nefna nafnið þitt, ísland! og eg geri enga yfirlýsingu um, að eg sjái meira í því hugtaki en aðrir. En eitthvað hefir ísland verið mér, öll þessi 44 ár, og ekki er íslend mér enn glatað. Af einhverri ástæðu hefi eg gert mitt ítrasta til að kenna börnunum mínum ís- lenzku, halda á lofti hinu íslenzka í skóla- og kirkjustarfi mínu; af einhverju hefir það stafað, að ræktarleysi sumra landa minna gagnvart feðra- arfinum og hið aumkunarverða skilningsleysi þeirra á gildi íslenzka gullsins, hefir valdið mér sárs- auka. Af hverju hefi eg st^ðið í stríði út af þessu máli, og stundum orðið að þola vanþökk bræðra minna vegna þess, að eg vildi að vér Iegðum skyn- samlega rækt við það, sem feður vorir gáfu oss? óefað hefði það verið auðveldara, að fljóta undan straumi, sofandi að feigðarósi alls hins íslenzka í þessari heimsálfu, en að vera að apa eftir laxinum sem “leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa”, sérstaklega þegar vanmáttur sjálfs mín og áhuga- leysi annara hömluðu stökki upp fossinn. í þeim á- itæðum héfir margur maðurinn spurt: Hvers vegna þá að fara nokkuð að stríða við þetta? Já, hvers vegna hefi eg verið að fást við að rækta íslenzk blóm á amerískri grund? Svarið er éinfalt og liggur beint við. Það er af þvi, að ísland er í sálu minni. Ekki verður vatni ausið úr brunni, sem er þur. Það verður að eins gert þar sem vatn er. Matthías Jochumsson segir á einum stað: “Hljómið inst í öndu vorri eilífs lífs æðstu tónar.” Að eins með því eina móti, að í sálunni sé eitthvað það, sem tekur á móti himneskum tónum. Það verður að vera eitthvað himneskt hið innra, til þess að geta samþýðst því himneska, sem ti] manns kem- ur. Tvær raddir verða aldrei samróma, ef ðnnur á ekkert skylt við hina. Himnaríki í anda mannsins fagnar himneskum tónum. Þannig er farið sjáRs- ástandi allra manna. Á sama hátt kemur hið íslenzka til mín eins og kunningi—, af því að Island er þar fyrir. En Island getur verið þar á margvíslegu stigi og með ýmsum hætti. Hvað get eg með sanni sagt, að eg eigi frá íslandi? Því eg á eitthvað þaðan, sem er svo sterkt, að eg neita að láta hrakspár auraávinnings- ins múlbinda mig, Til að breyta líkingunni, stend- ur svo á fyrir mér, að tveir stórir golþorskar ætla að gleypa mig: Annar, sem segir: hættu að klifa brattann, því þú kemst þangað aldrei; hinn segir: þú ert svo fáfróður um ísland— En það gerir samt ekkert til, því eg veit hvað ‘ eg á og hvað eg vil. Það sem eg á frá Islandi, er nú ekki mikið: að eins ómar. Það eru jafnvel fjar- lægðar-ómar,- en það eru ómar, sem eg er sannfærð- ur um að aldrei hætta. Eg þykist þess fullvís, að ísland ómar í sálu minni til hinstu stundar, að eng- inn skarkali lífsins megnar að kæfa þá óma. Island er nokkur hluti af lífi minu. Eg hlýt að vera það sem eg er. Meðan ísland ómar í sálu minni, hlýtur það að koma í ljós í starfi mínu og stefnu. Leyfum þá allir ómum lands og þjóðar að berast til vor í dag. Hljómi þeir skært og hljómi þeir lengi. ísland, sem lyftir kolli þínum upp úr “ægi blám” og horfir með ró á freyðandi öldur, hvert sem auga þitt lítur; ísland, með töfrandi tign í litskrúði fjalla; með ögrandi mátt í fossum og gígum; Is- land, með friðsæla dali, “þar sem við búann brattra kletta æðandi fossar eiga tal; þar sem að una hátt í hlíðum hjarðir á beit með lagði siðum”; ísland, “þar sem að æðarfugls móðurkvak ómar í ró víð engjarnar grænar á lognstafasjó”; ísland, þar sem að feður vorir hafa þroskast að þrautseigju í baráttu við illviðri á heiðum og hafi; ísland, með álftir í veri, og hveri, sem vella og gjósa. “ísland, Island, mitt ættarland, þú aldna gyðjumynd”! Þú ert oss ekki horfin, því þú ómar í sálum vorum. Frá hinum margvíslegu blæbrigðum, dásamelgri ÞEIR SEM ’ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Offlce: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiimiie | Samlagssölu aðferðin. | Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- = = afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega E E lœgri verður Btarfraekslukostnaðurinn. En vörugæðin = E bljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = = vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sera henni E E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar = = vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E = fyrgreind þrjú mcginatriði trygð. Manitoba Co-operative Dairies Ltd. E 846 Sherbrooke St. - ; Winnipeg, Manitoba = ,Ti 111111111 m 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111FE fegurð og hrikalegum mikilleik íslenzkrar náttúru, berast mér ómar, sem ekki eru með öllu óskildir því eðlisfari, sem þjóðin hefir gefið mér. 1 hverjum sönnum íslendingi verður það að á- hrínsorðum, sem Grímur Thomsen segir: “Og í sjálfs þín brjósti bundnar blunda raddir náttúrunnar, íslands eigið lag. Inst í þínum eigin barmi, éins ií gleði, eins í harmi, ymur íslands lag.” Um Hallgrím Pétursson sagði Matthías Joch- umsson: “Niðjar íslands munu minnast þín meðan sól á kaldan jökul skín.” Slíkt getur með engu móti komið til greina, nema Hallgrimur Pétursson eigi áfram ítök í hjörtum ís- lendinga. Svo lengi sem það er tilfellið, kemur bergmál frá hjörtunum. Frá þeim koma ómar til svars þess, sem t'il þeirra hefir komið, eða ávöxtur af því. Með ísland í sálunni sendir skáldið af útlendri storð óma elsku og aðdáunar: “Þú, Vorgyðja, svífur úr suðrænum geim, á sólgeisla vængjunum hreiðu. Til ísalands fannþöktu fjallanna heim, að fossum og d'immbláum heiðum. Eg sé hvar 1 skýjum þú brunar á braut. Ó, ber þú mitt ljóð heim í ættjarðar skaut.” Eg á ekkert skáldaorð á tungu minni, en ómarnir í sálu minni, af því ísland á þar heima, eru nákvæm- lega hinir sömu sem góðskáldsins. Ómar frá öðru íslenzku skáldi, Sig. Júl. Jóhann- essyni, koma mér í hug, túlka sama efni og eru al- gerlega eins og eg vildi hafa sagt frá þeim: Til vinanna heima. Eg sendi’ ykkur kveðju’ yfir sæinn, eg sendi’ hana langt út í geim, og hjarta mitt biður þess blæinn, að bera’ hana til ykkar heim. Á morgnana’, er sól skín á sæinn og söngfugla heyri eg lag, af alhuga bið eg þess blæinn, að bera’ ykkur góðan dag. Á morganan’, er sól skín á sæinn og söngfugla heyrið þið lag, eg vona’ að þið biðjið þess blæinn, að bera mér góðaií dag. Þá sólin er hnigin í sæinn og sofnar hvert auga rótt, af alhuga bið eg þess blæinn, að að bera’ ykkur góða nótt. Þá sólin er hnigin í sæinn og sofnar hvert auga rótt, eg vona’ að þið biðjið þess blæinn, að bjóða mér góað nótt. Þá sólin er hnigin í sæinn og sefur hvert auga rótt, ó, Drottinn piinn, biddu þess blæinn, að bera’ okkur góða nótt. Ef Drottinn minn biður þess blæinn, að bera’ okkur góða nótt, þá dvínar öll þreyta’ eftir daginn og draumarnir svala’ okkur rótt. Eg sendi’ ykkur kveðju’ yfir sæinn, eg sendi’ hana langt út í geim, og hjarta mitt biður þess blæinn, að bera’ hana til ykkar heim. 1 marzhefti Scandinavian American Review er ritgerð um ísland, eftir E. Diteh, kennara í þýzku við Aberdeen háskólann á Skotlaridi. Hefir hann tvívegis ferðast til íslands, og er vel að sér í ís- lenzkri tungu. Hann segir frá því, hvað vanalegir ferðamenn vilji sjá á íslandi. Það er auðvitað hin einkennilega fjallasýn, sem sumir sækjast eftir að sjá, þegar þeir eru orðnir þreyttir á ltalíu og Sviss- landi. Hálfur mánuður á íslandi nægir þess háj;tar mönnum. En þegar þetta þrýtur, segir Dieth, er hið bezta eftir, íslendingurinn sjálfur. Eg hefi þegar minst á óma landsins, en það er ekki nema hálfsögð saga. Jafnvel landsins sjálfs get eg ekki minst án þess, að hafa þjóðina, sem þar býr, í huga. Og nú vil eg Iítils háttar minnast sér- staklega á fólkið. Þeir ómar ná betur til vor, því hér erum vér í margvíslegum félagsskap við íslend- inga. Fáir þeirra eru samt óbreyttir Islendingar. Amerísku áhrifin hafa breytt þeim flestum á ýmsan hátt. En það eru íslenzkir ómar, sem vér viljum heyra í dag; gera oss grein fyrir íslendingnum, eins og hann er á íslandi. Tveir menn gengu eitt' sinn fram fyrir ólaf Þeir Islendingar, er í hyggju hafa aö flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af Islandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Svíakonung árið 1000. Þeir hétu Hrafn og Gunnlaugur. Báðir vildu þeir flytja konungi kvæði, og orsakaðist snörp deila milli þeirra út af því, hvor þéirra ætti að flytja kvæði fyr. Með hörku- brögðum komst á samkomulag og bæði kvæðin voru flutt. Má vera, að þetta sé ekkert merkilegur at- burður; en tilfellið var, að víða þar sem íslendingar komu til ann- ara landa í fornöld, voru þeir í metum hafðir; fluttu konungum kvæði, gerðust lendir menn þeirra, skipuðu virðingarsess í skálanum, keptu í hinum mestu íþróttum og voru framarlega í fylkingum í styrjöldum. Eg held að þetta sé ekkert skrum, heldur blátt á- fram sannleikur. Fleiri hunudruð ár líða. Þá kemur kvenmaður að bæ, er heit- ir Hallandi, á valbarðsströnd við Eyjafjörð. ól hún þar sveinbarn. Lítt var drenghnokki þess'i vel- kominn gestur á Hallandi, því þegar hann var næturgamall, var stújka, sem nefnd er Margrét, send með hann í poka á bakinu til að færa hann hreppstjóranum. Þannig byrjaði æfi íslendings eins. Að vísu komst hann ekki til hreppstjórans, dagaði uppi á leiðinrii hjá Sigríði á Dálksstöð- um, fékk þar gott uppeldi, en ekki mentun. Varð svo fátækur bóndi og var á seinni hluta æfi sinnar kallaður Bólu-Hjálmar. Á gam- alsaldri, sveitlægur, með kreptar hendur og þrotna krafta, sagði hann og sagði með því sanna sögu: “Guð veit, eg hefi þar árin öll erfiðiskröftum veikum slitið, öreiga vildi forðast föll, fældist því hvergi mæðustritið. Líkaminn sýnir leifarnar og lúamerkin á veiku holdi, að eg sérhlífinn varla var við hann, á meðan fjör'ið þoldi. f þessum ástæðum má það telj- ast undravert, að hugur hans gat “til hæða flogið” og “foldar fúa- ryk af fjötrum hrist”; ort Ijóð, sem að andlegri auðlegð, orð- kyngi og formfegurð, stenzt dóm snillinga. Hann yrkir beztu Ijóð- in sín í örbirgð óg elli. Ekkert finst mér eftirtektar- verðara við þjóðina mína en þe^si geislabrot anda og snildar, sem koma í Ijós hjá svo mörgum sonum hennar og dætrpm, sem áttu við þau kjör að búa, áem virtust synja þeim um allan menningarþroska. Sagt hefir verið um Gyðinga, að engin önnur þjóð geti sýnt aðra éins sögu afburðamanna. 2,000 árum f. Kr. hafi Gyðingur fjósef) verið forsætisráðherra í Egyptalandi; 1000 árum síðar hafi Gyðingur (Daníel) verið forsætisráðherra í iBabýlon, og 1900 árum e. Kr. hafi Gyðingur, Disraeli, verið forsætisráðherra á Englandi; í sérhverju tilfelli í æðsta tíki veraldarinnar á þeim tíma. Eg vil engan samanburð gera á fslendingum og Gyðingum; en eg held, að enginn sé vegur til að neita því, að í íslendingum er óvanalega gott efni. í aumustu hörmungum hefir Ijós andans logað hjá einkenni- lega mörgum íslendingum. — Dæm'in, sem á var drepið, eru að eins lítill hluti af aragrúa. Bæði á íslandi og hér í þessari heimsálfu, er það áberandi, þeg- ar tillit er tekið til fámennis vors, hve margir eru afburða gáfumenn, eða hafa rutt sér ein- kennilega tilkomumikla braut. Eg veit, að með gott efni er af oss mjög oft illa farið, og að oss hættir einmitt við að upphrok- ast af mikilleik þess að komast upp úr skarninu. Þetta er á eng- an hátt sagt til þess, að nokkur fari að hugsa um sig eða þjóð sína hærra en hugsa ber, en það er sagt til þess að styðja að því, að vér mættum bera gæfu t'il að meta rétt það, sem vér eigum, og ávaxta það pund, sem vér höfum af guði þegið. En heimilishaga gaf Drottinn þjóð vorri á íslandi. “Þar fóstr- aðist þjóð vor við elds og ísa mein og áhrif af náttúrunni háu.” Þar slær hjarta þjóðar- innar. Þar er berglindin tæra, sem vér allir hljótum að drekka af svaladrykk hins íslenzka anda. Þar hefir drottinn “drykkjað þjóð með þrótt á þrautadimmri nótt.” Og þar hefir gleðin ómað í sér- hverju hjarta á sólbjörtum sum- ardegi. Þar hefir þessi einkenni- lega, litla þjóð hugsað og sam’ið Ijóð og sögur. Eina orsök þess, að vér höfum komið saman í dag, er sú, að ísland ómar í sálum vorum. Nær því síðasti ómurinn, sem eg læt berast til yðar, er bæn fyr- ir íslandi frá Þjóðfundarsöng’ Bólu-Hjálmars. Þó yður finnist orðin of sterk, getið þér ekki ann- að en kannast við, að heitt blóð rennur þar í æðum: “Legg við, faðir, líknareyra, leið oss einhvern hjálparstig; en viljirðu ekki orð mín heyra, eilíf náðin guðdómlig, skal mitt hróp af heitum dreyra himininn rjúfa kringum þ'ig.” Legg, Drottinn, liðsemd öllum fslands börnum, hvar sem þau eru; en ísland! “ísland, þig elsk- um vér, alla vora daga”. “Þið þekkið fold með blíðri brá og bláum tindi fjalla, (og svanahljómi, silungsá og sælublómi valla, og bröttum fossi, björtum sjá og.breiðum jökulskallá. Drjúpi’ Jiana blessun Drottins á um daga héimsins alla,” Canada framtíðarlandið og Vestur-Islendingar. ii. Nokkur atriði sögunnar. “Kostaland, með gull og græna skóga, geimur margra konungsríkja stærð, skraut þú átt og yndis-lundi nóga, úthöf blá og fjöllin snævi hærð. Borgum depluð, ótal ökrum vikuð ertu og mörkin beltuð fram að sæ, ám og fljótum fosshvítum strikuð. fulla f lífi’ og morgunroða blæ. Nægtland, með efnivið til alda í allra þjóða bygging, tengsli sterk, taugar stáls, sem styrkleik þínum valda, stór og víðfræg þinna handa- verk.” f Svona kvað skáldið Kristinn Stefánsson um hina ungu fóstru ísfendinga í vestrinu, Canada. Og er það fögur og sönn mynd af drotningunni, eins og hún er, þar sem hún situr og bíður eftir því, að iðin hönd og framtakssamur andi mannsins hagnýti sér öll

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.