Lögberg - 18.08.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 18.08.1927, Blaðsíða 5
LöGBERG, FIMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1927. Bls. 5 Eiríkur Björnsson frá Ljótsstöðum í Vopnafirði og kona hans, Valborg Jónsdóttir. Lögberg flutti fyrir skömmu mynd af þeim hjónum, í tilefni af gullbrúðkaupi þeirra. Mynd sú var hvergi nærri góð, og þess vegna var önnur tekin og nú birt hér. þau tækifærí, sem hún hefir að bjóða heimsins börnum út um alla víða veröld. * * * Eitt aðal skilyrði fyrir því, að einstaklingurinn fái fyllilega not- ið sín og náð ákveðnu takmarki í lífinu, er það, að hann þekki sjálf- an sig, þekki sinn eigin vanmátt, og sína galla, um le'ið og hann þekkir þann mátt, sem hann hefir andlega og líkamlega til brunns að bera. ótölulegur fjöldi manna lifa lífi sínu jafnvel til hárrar elli, án þess nokkurn tíma að þekkja sjálfa sig, og margir af þeim mönnum eru gáfu- og svo kallaðir mentamenn. Lífsskilyrði er það því öllum mönnum, sem meta .manngildi og ákveðið mark í lífinu, að rannsaka sjálfa sig til hlítar og skilja sig sjálfa. Svipað er ástatt með þjóðirnar. Sú þjóð sem þekkir sjálfa sig, skilur sjálfa sig og sk'ilur sína köllun, og þjóð- in sem er á framfara skeiði og vinnur sigur í kapphlaupi lífsins. Hver einstaklingur, sem vill verða sannur borgari síns lands og vinna ákveðið gagn í sínu þjóðfélagi, þarf að þekkja sjálfan síg og hann þarf líka að þekkja þjóðina sína, sögu hennar og land- ið, sem hún byggir. Hann þarf að vera gagnkunnur öllu þessu á- samt s'iðferðisskyldum kristinna hugsjóna, til þess að geta náð háu marki sem maður og borgari. Canada er landið okkar, föður- land okkar, og það þurfum við að þekkja vel og greinilega, það þurfum við og eigum við að elska, því það er gott land — frjálst land, sem fer vel með börnin sín, og viljum við því nú gera yfirlit yfir sögu þess og staðháttu. Canada var, mjög sennilega, fyrst fundið af íslendingum á 10. öld, þó bygð festist ekki; en það er ekki fyr en eftir Ameríkufund Columbusar, að saga Canada hefst fyrir alvöru; er það ekki fyr en nokkuð löngu seinna, sem landið bygðist að nokkru ráði. Colum- bus er, að maklegleikum, ódauð- legur í sögunni. Hann vann þrekvirki mikið á sviði sögunnar, því með landafundi hans í Vestur- heimi hefst nýtt tímabil í sögu heimsins. Miðaldasögunni lýkur þar, og nýja sagan hefst. Colum- bus var brautryðjand'i nýrra hreyfinga, sem gjörbreyttu heim- inum smátt og smátt. Columbus mun hafa komið til íslands 1477, og því er haldið fram, að hann muni hafa komist á snoðir um landafundi íslend- ingaa á söguöldinni, og er það sennilegt, kannske, þótt það sé hreint ekk'i víst; og merkilegt er það, hafi svo verið, að hann skyldi ekki leggja leið sína í landarann- sókn norðar en hann' gerði, eða nálægt þeim stöðvum, sem ís- lendingar sigldu yfir hafið. En sagan sýnist bera vitni um það, að Columbus hafi með sigllngum sínum vestur um haf verið að leita að leiðinni til Indlands. Það gerir hvort sem er ekkert til, frægð Columbusar verður hvorki meiri né minni fyrir það, þó hann hefði frétt um landafundi íslendinga. íslendingar fundu landið vafa- laust, og það er viðurkent, ekki einungis af íslendingum sjálfum, heldur viðurkennir allur heimur það. Veraldarsagan, saga Canada og alfræðibækur hins mentaða héims bera því vitni. Columbus lagði lífið í sölurnar og spilaði djarft, þegar hann hóf leiðangur sinn, eins og flestir eða allir hinir stærri landkönnunar- menn sögunnar. En þótt hann bæri ekki mikið úr býtum á með- an hann lifði, annað en þola hrakninga og óverðskuldaða illa meðferð, þá hlaut hann strax við- urkénningu, sem hann hefir hald- ið óskertri til þessa dags. öðru máli var að gegna með þann mann, sem á sama tíma, á öðrum stað, vann svipað verk og Columbus, maðuéinn, sem fyrstur í nýrri tíð fann meginland Norð- ur-Ameríku, John Cabol/. Hann lagði eins mikið eða meira í söl- urnar, fékk máske minni styrk og uppörfun til siglinga og landa- rannsókna, en vann, heiminum þó eins mikið gagn. Nafni hans hef- ir aldrei verið haldið eins á lofti og Columbusar, og hann var um langan aldur að mestu gleymdur í sögunni. Þessi merki sjógarpur sigldi undir merki Hinriks VII. Englandskonungs vestur um haf árið 1497, og siéldi með fram ströndum Labrador, Nýfundna- lands og Nýja 'Skotlands (Nova Scotia), og steig á land og fyrst- ur manna dró við hún brezkan fána á vestrænni storð. Hann er því frumherji í sögu Canada, og nafn hans verðskuldar að rit- ast með gullnum stöfum á fyrstu blaðsiðuna í sögu þessa lands. Og nafn hans á með öllum rétti að varðveitast í sögunni, jáfn- hliða nöfnum Leifs Eiríkssonar og Columbusar. í kjölfar Cabots komu margir merkir landkönnunarmenn. Seb- astian Cabot, sonur hans, hélt á lofti merki föður síns, kannaði strendur landsins alla leið frá Nýja Skotlandi porður í Hudsons- flóa sundin. En litlar bygðir festust í landinu framan af, og var það ekki fyr en hinir frönsku landkönnunarmenn fóru að láta til sín taka. Jacques Cartier, hin víðfræga sjóhetja, var merkastur þeirra, er sigldu til landsins á 16. öldinni. Var það árið 1543, að hann sigldi vestur um haf í umboði Frans I. Frakkakonungs, til landarann- sókna. Sigldi hann gegn um Fagureyjarsund og upp eftir St. Lawrence fIjótinu; kannaði Prince Edward island og New Bruns- wick. Þá var landið "fugurt og frítt”, skógar fríðir, gnægð af berjum og alls konar ávöxtum, ár og Iækir og ’ stöðuvötn full af fiski. — Cartier fór fleiri ferðir til landsins og flutti til Evrópu glæsilegar fregnir um þetta undraland; bar hann landinu svipaða sögu og Þórólfur smjör forðum frá íslandi, að “smjör drypi af hverju strái”. Fólk varð hrifið af þessu undralandi í vestrinu, og margir hrifnir af frelsislöngun og æfintýraþrá, tóku sig upp og fluttu vestur um haf, til þess að freista gæfunnar. Nafntogaður á þessari tíð með- al þeirra, er til leiðangurs stofn- var auðugur herramaður frá Pic- ardy, Luis De Roberval að nafni. Er merkileg saga þessa æfintýra- manns. Urðu leiðangursmenn að þola margvíslegar þrautir, bæði sökum fyrirhyggjuleysis, sem að miklu leyti stafaði af þekkingar- skorti, og einnig af hálfu Rauð- skinna, sem fyrir voru í landinu. Var það oft og einatt eins mikið sök hinna hvítu manna, sem stundum beittu þrælabrögðum í garð innbyggjanna. Nafnfrægir enskir landkönn- unarmenn, sem til Canada fóru á sextándu öldinni, voru þeir Sir Marlin Frobisher, sem kannaði strendur Labrador árið 1576; Sir Francis Drake, sem sigldi með- fram (ströndun^ IBtit. Columbija 1577, og Sir Humphry Gilbert, sem fór með leiðangur til" Ný- fundnalands árið 1583, og stofn- sett'i þar landnám í nafni Eliza- betar Englandsdrotningar. Þar við eyjuna eru enn hin frægustu fiskimið í heimi, sem jafnast á við hin miklu fiskimið Norð- manna og íslendinga. Þegar leið undir lok aldarinnar fóru Frakkar að færast í aukana, og merki þeirra var nú haldið á lofti af Markgr^ifa de| la ,Roche og 1598 var hann skipaður vísi- kongur í hinum nýju löndum Frakka vestan við haf. En nú kemur maður til sögunnar, sem merkastur hefir verið talinn i fyrri tíðar sögu Frakka í hinum nýja he'imi, og sem ávalt mun skipa tignarsæti í sögu Canada. En sá maður var Samuel de Champlain. Kemur hann til sög- unnar í byrjun 17. aldar. Champ- lain var af tignum ættum kominn og hafði fengið mikinn orðstír sem hermaður og sjógarpur, og sökum mannkosta hans, hæfileika og hugrekkis, þótti hann líklegur til góðs gengis sem leiðtogi frum- herjanna í nýlendum Frakka vestan við haf. Enda reyndist hann það, því vegur þeirra óx mjög um hans daga. 1608 lagði hann grundvöllinn að Quebec- borg, sem nú þann dag í dag er ein af merkustu borgum í Canada. Hann . kannaði landið víða, og fsnn á ferðum sínum Champlain- vatnið á landamærum Quebec og Bandaríkjanna, að mestu sunnan landamæranna, og skerst það inn á milli Vermont og New York ríkja. Er það um 120 mílur á lengd og ákaflega fagurt. (Framh.) Víðinessöfnuður 50 ára gamall. Sá viðburður var haldinn há- tiðlegur af söfnuðinum, sunnu- daginn 7. þ.m. Hátíðin fór fram í kirkju safnaðarins, sem stendur við Husavick vagnstöðina. Ef frá þessu hefði verið sagt áður én Ijárnbrautin ikom á þessar stöðvar, hefði þetta verið orðað nokkuð á annan veg. Hún stend- ur í Kjalvíkur landi, sem Skafti heitinn Arason nam í fyrstu. Þeg- ar hann flutti burt úr Nýja ís- landi, settist Benedikt bróðir hans þar að og bjó þar til dauðadags. Nú býr þar sonur hans Skafti. Er heimilið nú nokkru austar en kirkjan; en mér er sagt, að hún standi þar sem Skafti he'it. bygði bæinn sinn. Ekki er þvi haldið fram, að 7. ág. sé nákvæmlega hinn rétti af- mælisdagur safnaðarins, en það vita menn með vissu, að hann varð til haustið 1877. Einhver óform- legur félagsskapur um kristin- dómsmál hefir víst átt sér stað þar í bygðinni áður, því fólk þess- arar bygðar sendi, í ágústmánuði, séra Jóni Bjarnasyni, sem þá átti heima í Minneapolis, köllun til þess að gjörast þar fasta-prestur. Skömmu eftir að hann var kom- inn norður til Nýja íslands, þetta sama haust, var boðað til almenns fundar hjá Jóhanni á Bólstað. hinn 13. dag nóvembermánaðar. Þar var afráðið, af5 deila fóllrinu í Víðines-bygð, sem naut prests- þjónustu séra Jóns, í tvo sðfnuði. Var syðri söfnuðurinn nefndur Steinkirkjusöfnuður, en hinn nyrðri, sá á Gimli, var nefndur Bæjar-söfnuður. Steinkirkjusöfn- uður var síðar nefndur Syðri Víðiness-söfnuður og nú um mörg ár, Víðiness-söfnuður, en hann á ðslitna sögu síðan haustið 1877. Kirkjan snýr til austurs, og er halli þaðan nokkur að aðal braut- inni. Kjalvík blasir við og þar fyrir austan Winnipegvatn. — Kirkjan er snotur hið ytra og innra. 1 henn'i er prédikunar- stóll, sem einn af frumherjunum smíðaði. Fer vel á því, að hann sé varðveittur. Helzta vöntunin er altari. Vel hefði á því farið, að söfnuðurinn hefði nú eignast einhvern hlut í kirkjuna til minn- ingar um 50 ára afmælið og að sá hlutur hefði borið áletrun, þar sem þetta hefði verið tekið fram. Hátíðar-guðsþjónustan hófst kl. 2 e.h., h'inn umgetna sunnudag. Henni ptýrði hiemapresturinn, séra Sigurður ólafsson. Auk hans töl- uðu þeir prestarnir, séra Rúnólf- ur Marteinsson, séra N. Stein- grímur Thorlaksson, og séra Krist- inn K. Ólafson, forseti k'irkjufé- Iagsins. Séra Rúnólfur talaði um sigurbraut kristins manns og kristins safnaðar, sérstaklega um, hvað hún kostaði. Séra Stein- grímur talaði út af guðspjalli dagsins um nauðsyn þess, að vera á verði gagnvart þeim, sem af- vegaleiða og falsa hinn heilsu- samlega lærdóm kr'istindómsins. Séra Kristinn talaði út frá júbíl- ári (fimtugsta) Gyðinganna, um þann fögnuð, sem fylti hjarta safnaðarins á þessu afmæli. Að guðsþjónustunni lokinni var haldið norður í fundarsal bygðar- innar, á Steinstaða-landinu. Þar nutu menn aftur ánægjulegrar stundar, við ágætar veitingar, samræður, ræðuhöld og söng. Því móti stýrði Skafti Arason. Töl- uðu allir hinir sömu Qg áður, og auk þeirra séra Björn B. Jónsson, D.D., Þorvaldur Sveinsson og Jón skáld Kernested. Séra Rúnólfur mælti fyrir minni safnaðarins og rakti nokkur söguatriði. Eftir því sem hann vissi bezt, höfðu allir þeir prestar, sem þar höfðu þjónað, verið ánægðir við Víði- ness-söfnuð. Tvær konur eru enn meðlimir safnaðarins, sem gengu í hann, þegar hann hóf göngu sína, þær Elín á Steinsstöðum (Mrs. Thiðriksson, forseti safn- aðarins) og S'igurvéig í Kjalvík (Mrs. Arason, ekkja Benedikts heit. Arasonar). Jón Kernested talaði fyrir minni frumherjanna. Bað hann þá, sem þar voru úr fyrsta hópnum, að fara upp á pallinn, Það voru þau Mrs. Thiðriksson og Kjalvíkur-bræður, Vigfús og| TryggVi Arasyn'ir. Sagði ræðumaður meðal annars áhrifamikla sögu af tilorðning bjálkahússins við Víði-ána, sem notað var fyrir guðsþjónustur safnaðarins (og jafnvel notað all- leng'i sem skólahús), áður en nú- verandi kirkja var reist. Þorvaldur Sveinsson talaði fyr- ir minni prestanna, sem þar höfðu þjónað, og var það kjarnyrt um- getning um þá og starf þeirra, en þeir eru: Jón Bjarnason, Hall- dór Briem, Magnús J. Skaptason, Oddur V. Gíslason, Rúnólfur Mar- teinsson, Carl J. Olson, N. Stein- grímur Thorláksson og Sigurður Ólafsson. Óskaði hann þess í ræðulok, að hann yrði kominn undir græna torfu áður en núver- andi prestur færi frá söfnuðin- um. Minst var á séra Pál heitinn Þorláksson; þó hann væri aldrei þjónandi í þessum söfnuði, flutti hann fyrstu íslenzku guðsþjónust- una í Nýja Islandi og vann þar mikið og gott verk. Þetta er mjög lauslegt hrip um merkilegan atburð. Væri það ó- maksins vert að einhver tæki sig til og gjörði þetta betur. Það er að eins til einn annar söfnuður meðal vor, sem á jafnlanga sögu, Bræðra-söfnuður við Riverton. Það er mannskaps og menningar- merki, að forða merkilegum sögu- atriðum frá sorphaug gleymsk- unnar. Sögur þessara safnaða þyrft’i að rita vel. ' Á einu furðaði mig stórkost- lega, því, að engin manneskja var þarna viðstödd úr Gimli-söfnuði, að prestshjónunum einum und- anskildum. Kirkjan var samt full af fólki. Víst er um það, að dagurinn var þessu safnaðarfólki mjög til á- nægju. Viðstaddur. Prófskýrsla í Assiniboine Park 1. júlí 68.00 Tilbún'ingur hátíðarhnappa 40.00 Verkal. við skrúðvagn'inn 457.50 Næturgæzla og keyrslulaun við skrúðvagninn ......... 35.20 Keypt flögg og fatagæzla.... 20.50 Léigðir búningar.......... 114.80 T. Eaton Co., fataefni .... 193.41 Robinson Co., fataefni .... 118.80 Mrs. Ovida Swainson, fata- efni og vinnulaun 111.60 Árni Thorlacius, fjársöfn- unarlaun................. 87.00 Nefndarritari og féhirðir, smávegis kostnaður........ 6.10 $1,301.70 lýsingíl í íslenzku blöðin.” 1 umboði ísl. Þjóðhátíðarnefnd- arinnar, B. L. Baldwinson, ritari og féhirðir. Inntektir— Fjártilög íslendinga Seldir hnappar ..... Seldir fatnaðir .... 1 sjóði......... $1,149.30 .. 68.90 .. 83.50 .. 26.57 Til Mr. og Mrs. E. Bjamasonar, á fimtíu ára brúðkaupsafmæli þéirra 1927. Við sólbros dags Við sitjum hér og sjáum glöð til baka; því nú er margt, sem minnast ber, þar minningarnar vaka. Og þeim, sem fyrir bræður, bygð og börnin margra “heima”, um langt skeið unnu’ af trú og trygð, er tíföld skömm að gleyma. $1,301.70 i Þess ber að geta, að herra Th.j S, Borgfjörð hefir enn þá ekki sent nefndinni réikning fyrir til- kostnað við járnsmíðar og eytt um há-dag æfitíma; v'ið frumbyggjanna strit og störf með stórhug til að glíma. Á þessum stað þið bygðuð bæ, — og böl þótt nærri gengi, — með heiðri’ og sóma síðan æ hér setið, vel og lengi. efni við skrúðvagninn, og annan kostnað í því sambandi og sem talið er sennilegt að nema muni nær eitt hundrað dollars, en móti þessu hefir nefndin það sem nú er í sjóði og ákveðið loforð um $50 gjöf, sem væntanlega verður Hve mörgum oft þið lögðuð lið, með líkn við gamla’ og unga, er sjúkraþeðinn sat h ú n við og sefaði’ kvala þunga, en starfs í önnum hlaut þá h a n n um hús og börn að s'inna, og í því hreinan fögnuð fann,— auk fleiri verka sinna. gre'idd innan fárra mánaða, og ættu þá þessar tvær upphæðir að fara langt upp í að borga síðustu skuldina, sem á nefndinni hvílir. Á áttunda nefndarfundi dags. 8. júlí s.l., var einróma samþykt svolátandi tillaga: “Nefndin telur sér skylt, að votta hérmeð velþókan sína þeim 1. íþróttafélaginu Sleipnir fyr- ir sýndar íþrótt'ir í Assiniboine Park þann 1. júlí s.l. 2. Mrs. Ovidá Swainson fyrir Og þá skal minnast þess í kvöld, er þegar að var snúið, þið hafið nú um hálfa öld í hjúskap saman búið. 1 sorg og gleði, sæld og þraut, með samhug veginn, þreyttuð; og margur gagns og gleði naut af góðvild þeirri’ er veittuð. Og félagsmálum vorum víst þið veittuð aðstoð góða; þeim góðhug ber að gleyma sízt, er gjörðuð jafnan b.ioða, til fylgis hverju’ er fyrir lá. til fremdar, gagns og sóma.^ Það Drýðir ykkar öldnu brá með ítrurti sæmdarljóma. snildarlegan útbúnað þeirra tólf kvenna, sem þar sýndu þjóðbún- ing íslenzkra kvenna og sem að allra dómi hefði hlotið fyrstu verðlaun, hefðu nokkur verðlaun verið veitt. 3. Mrs. Th. iS. Borgf jörð og þeim konum öllum, er með hennn urtinu Vér þökkum starfið, drenglund, dygð, og dugnað reyndan lengi, til heilla oss ov okkar bygð, þótt örðugt stundum gengi. Og hann, er sérhvers þekkir þrá og þarfir neinum kunnar, mun ykkur síðar umbun fá, af auðlegð náðar sinnar. Magic bökunarduft, er ávalt það bezta í kökur og annað katfi- brauð. það inniheldur ekkert alum, né nokk- ur önnur efni, sem valdið gætu skemd. hann allra og eins sér þörf Á þeirra auð hefir þráfalt reynt, í þjóðar nauð, það vitum beint, en drottinn bauð þeim ljóst og leynt eín líknar veita störf. Ekki veit eg tölu’ að tjá, né tíma glögt að minnast á, sem h ú n bægði sorgum frá með sínum líknar mátt. En bóndinn geymdi börn og bú, blessunin hlaust af þvi sú, að almenningur æ og nú þau elska ’ á kristinn hátt. Jóns Bjarnasonar skóla. Hér með er sýnt, hvernig nem- er.dur skólans stóðu s'ig í hinum opinberu prófum mentamála- deildarinnar eða háskólans. — Tölurnar á eftir nöfnunum, ekki í svigum, sýna einkunnir þær sem nemendur hafa hlot'ið, en tölurnar í svigum sýna í hve mörgum náms- greinum nemendur hafa fallið. önnur einkunn er sama sem 50— 66 stig; 1B einkunn er sama sem 67 stig eða þar yfir. Nöfn allra eru birt, hvort sem þeir hafa gjört vel eða miður. Grade ix— Signý Bardal 2 (1). Herbert Stouffer, 1B. Polson, Konrad—Gen. Sci. I. Thorlacius, Thorun—History. Vopnfjörð Sigurður—History. að tilbún'ingi 50 fatnaða í forn- aldar sniði, og sem goðarnir og fylgismenn þeirra báru í Lög- réttu á skrúðdrekanum 1. júlí, án no*kkurs endurgjalds fyrir alla þá vinnu. 4. öllum þeim, sem með fjár- rramlögum gerðu þátttöku ís- lendinga í þjóðhátíðinni mögulega og sigursæla. 5. Th. Stone, fyrir útvegun sex hesta með skreyttum aktýgjum, til að draga vagninn í skrúðför- inni, alt án nokkurs endurgjalds, og 6. Vorum íslenzku blöðum, sem frá upphafi hafa stutt nefndina af öllum mætti og sem mestan þáttinn hafa átt í því að gera þátt- tökuna mögulega. 7. Að ritari komi þessari yfir- Við sólhvörf lífs við sitjum nú, það sízt skal hug m'inn græta; því vægðin drottins, von og trú, mun vel úr öllu bæta. — • Og þegar endar aftanskin á ellidaga sviði, með Krist sem okkar kærsta vin, við kveðjum heim í friði. — B. Thorbergsson. Lítið erindi, til Eifíks Bjarnasonar og konu hans, IQddnýjar Bjarnason. Oft er gull ei greypt í mund, þó glói fögur brúðkupsstund; og þá er viðkvæm vonar lund, sem vermir geislum strá, sá er auður sýnu bezt, sem í von og trú er fest, það eru bú á bjargi er sézt að beztan stuðning fá. Alt, sem bezt er eign til manns, a Eiríkur og kona hans; á elsku guðs er enginn stanz, Börnin þeirra og barna-börn blómum strá á tima hvörn, sem þau fá þeim fundið vörn fyr en storm að ber. Það er gull og gleðistund að gleðja s'ig við vina fund, og hálfrar aldar heiman mund þá hafa í hjarta sér. Samhygðina sérhver hér í sínu hjarta veit eg ber, gullbrúðhjóna gjöf sú er, sem getur vakið margt. Þó á sólu skyggi ský, skulum ætíð gæta’ að því, að hinum fagra heimi í hljótum ljósið bjart. Þann heilaga friðar fund, faðir hæða, gef þá stund, eilífðar í unaðs lund okkur leið þú inn; þar vér saman syngjum ljóð, samtaka, en aldréi móð. Drott'inn, fyrir þitt dýra blóð, digtin heyr þú minn. Guðbj. Suðfjörð. Grade x— Bardal, Ósk 2 (2). Bjarnason, Jón S, 1B. íEinarson, Halldór F., 2 (2) Gíslason, Harold, 1B. Gíslason, Helga 2 (1). Jóhannsson, Harold, 1B. Polson, Konrad, 2 (1). Ransom, John 2 (2). Thorlacius, Þórun 2 (2) Thorsteinson, örn 2 (2) Vopnfjörð, Sigurður, 1B. Einarson, Margaret—Grammar. Eggertsson, Sigurður, 2. Grade xi— Benjamínsson, Guðný 2 (1). Gillies, Franklin, 1B. (•on five subjects written) Magnusson, Edward, 2 (2). Olafson, Herman 2 (8). Paulson, Magnus Theodore, 1B. Thomsen, Gudrun, 2 (2). Thorlaksson, Magnus, 2 (2). Thorwaldson, Lillian, ÍB. Anderson, Eyjolfur S, 2 (on the subjects written). Bjarnason, Halldor — passed in Literature, Composition, Lat. Grammar. Einarson, Margaret—passed in Composition, Geometry, Chem- istry, Icel. Grammar. First Year Arts— Freeman, Milton, 1B. Grade Xii— Johnson, Sigurlaug Saffía. Marteinsson, Anna. Reykdal, Mabel (|1). Thorgrímsson, Heimir (3). Sigurðsson, Vigdís (?) Salóme Halldórsson, skólastjóri. Skróðfarar skilagrein. Um leið og íslenzka Þjóðhátíð- arnefndin sk'ilar hér með af sér starfi því, sem hún, á almennna fundinum 2. júní s.l. var kosin til að framkvæma, til þátttöku Is- lendinga í 60 ára aldursminningu Canadaveldis þann 1. júlí s.L, finnur hún sér skylt að votta vestur-íslenzkri alþýðu innilega þökk fyrir þann fjárhagslega og annan stuðning, sem var svo ör- látlega veittur, að hún getur nú auglýst þann jafnaðarreikning, sem hún lofaði, þegar hún hóf starf sitt — á þessa leið: Útgjöld— Kostnaður viðl alm. fund- inn 2. júlí s.l.........$ 22.22 Kostn, við íþróttasýningar - - - er vísindaleg aðferð sem geri hitað loft öllu öðru hentugra í Can ada til að hita húsin. yfSINDIN hafa svo umbætt þessa aðferð, að hún er nú lant samlega hentugasta aðferðin. óviss uppsetning, hefir sta( ið þessan aðferð í vegi, en nú er það ekki lengur. Vér éigum ekkert á hættu lengur með að hita heimili vor. Nu vita menn nákvæmlega, hvernig á að setja upp þessi hitun- aráhöld, og það eru fastar reglur fyrir því. McClary’s Sunshine Furnace, sett upp eftir þessum reglum, tryggir manni nóg af heitu lofti, nægilegan raka og heilsusamlegan hita, sem aldrei bregst — “sjötíu stiga hiti í hverju herbergi, hvað kalt sem er.” McClary’s eru hinir einu í Canada, sem tilheyra “National Warm Air Heating and Ventilating As- sociation”, sem er leiðandi iðnfélag og sem fylgir fyrnefnd- um reglum við inn- setning. Verið viss um að hitavélarnar séu rétt upp settar. Fyllið út og sendið o s s meðfylgjandi miða. Vér sendum yður nafn og utaná- skrift næsta manns er selur McClary’s vörur, og sem á- byrgist yður að hit- unarvélarnar sé svo upp^ settar að þer sé- uð ánægður með þær alla æfi. Nægileg loftrás er það, sem einkennir McClary’s Sunshine Furnace, svo í þeim má brenna jafnt linkolum sem harðkol- um, eða við. Þau blanda kalda loftinu við kolagasið og breyta því í loga, sem kemur í veg fyrir sót og ryk og eyðslu. Með þessu móti hafið þér ávalt nógan eldivið, þó erfitt kunni að vera að fá harðkol. Sendið pennan Coupon The McClary Manufacturing Co. London, Canada. Please send me address of Nearest McClary’s Dealer who installs Sunshine Furnaces according to Standard Code. Nlame .................................. Address ’•...............\.............. Kraarys SUNSHINE FURNACE Á það má einnig setja Miles Automatic Furnace Fan, elf óskað er.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.