Lögberg - 18.08.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.08.1927, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGCERG. FIMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1927. Silfurlax-torfurnar. Eftir REX BEACH. Hann fann alt í einu til þess, að sér væri næstum ofaukið. Alt sem í kring um hann var, mfnti hann á auð og þægindi. Jafnvel sjómað- urinn, sem var að ganga fram hjá honum, var betur klæddur en hann. "Eg hefði getað skift um föt, þegar þú komst," mælti hann daufur í bragði. "En hugur minn var svo fastur við þig, að eg gleymdi öllu öðru." "Eg var í mestu vandræðum ,þegar eg var að kynna þig Berry og fólkinu hér á skipinu. Eg býst við að það hafi haldið, að þú værir verkstjóri Willis Marsh." Emerson hafði aldrei fundið til neinnar þvingunar í návist Mildred þar til nú, og hann fann sárt til ásökunar þeirrar, sem lá á bak við torð hennar, og honum féll það sárt. Hann sagði ekki orð, en hún hélt áfram og braut upp á nýju umtalsefni "Svo dularfulla stúlkan býr í þessu ein- kennilega, litla húsi, sem stendur þarna undir hæðinni:'" "Hver " "Cherry Malotte." " Já. Hver sagði þér það " "Mr. Marsh. Hann sagði mér, að hún hefði verið samferða þér kingað norður í vor." "Já, það er satt." "Því sagðirðu mér ekki frá því? Hví skrif- aðirðu mér. ekki og sagðir mér, að hún hefði verið með þér í Seattle?" "Það veit eg ekki. Eg hugsaði ekki út í það." Hún horfði á hann þóttalega. "Hefir nokkur komist að því hver hún er, og hvaðan hún er komin?" "Hví ertu svona forvitin umnana?" Mildred ypti öxlum. '' Samtalið ykkar Marsh um kveldið heima hjá mér, vakti forvitni mína. Eg hefi hugsað mér, að fá Marsh til að sækja hana, þegar við komum í land. Það væri nóga " gaman. Heldurðu að hún mundi koma hingað út á skip, ef eg byði henni?" Emerson brosti að þessum bollaleggingum hennar. "Þú þekkir ekki stúlkuna, sem þú ert að tala um,'' mælti hann. '' Hún er ekkert lík því, sem þú hugsar þér hana. Eg á ekki von á, áo" þú getir mætt henni á þann hátt, sem þú ert að ráðgera." "Er það svo?" mælti Mildred og hnyklaði brýrnar. "Og hvers vegna?" "Eg býst ekki við, að hún mundi kunna við, ' að láta leiða rig á fund þinn, og sízt ef Marsh ætti að gjöra það." A svip Mildred gat hann séð, að hann var kominn út á hálan ía með samræðurnar, og flýtti hann sér að leiða þaer aftur að hinu upp- rúnalega umtalsefni þeirra og hann langaði til að snnnfæra Mildred um, að þó að illa hefði farið, þá væri ekki í öll sund fokið fyrir sér, en hún naumast hlustaði á hann og var auðsjáan- lega annars hugar. " Eg vildi, að þú vildir hætta við þetta og reyna eitthvað annað," sagði Mildred eftir all- langa þögn. "Þetta er ekki pláss fyrir þig að vera í. Þú ert að tapa spaugi þínu og gleði — þú ert virkilega að verða alvarlegur, og að fólki, sem alt af er alvarlegt, er aldrei neitt gaman." Rétt í bessu kom Alton og hopur með hon- um, þar á meðal Marsh, út úr káetunni, búið tú landferðar. Mildred stóð á fætur og mælti: ^ "Hér koma Berry's, tilbúin að fara í land.'^ "ílvenær má eg heimsækja þig aftur?" spurði Emerson. "Þú mátt koma aftur í kveld." Hún sá glampa bregða fyrir í augum hans um leið og hann svaraði: "Eg kem áreiðan- Þegar hinir kbmu út til þeirra, mælti Mild- red: "Mr. Emerson getur ekki orðið okkur sam- ferða í land. Hann þarf eitthvað að tala við föður minn." "Eg skildi við hann í káhetunm rett nuna mælti M.arsh. Fólkíð fór ofan í bátinn, sem beið þess við skipshliðina og Emerson veifaði hendinni til þess, er það lagði frá skipinu. Svo fór hann inn í biðsal skipsins að líta eftir Wayne Way- lands. ^ Þegar Emerson fann Waylands, urðu kveðjur þeirra stuttar, og þess engin meTki, að þeir væru áður kunnugir. En Emerson var við því búinn. Hann settist niður, þegar hann fann Mr. Waylands, feginn að hvíla sig h'tið eitt. Hann gat ekki varist, að bera saman í huganum alt það skraut, sem þar var í kring- um hann, við kofann, sem hann sjálfur bjó í. — Eikarborðið útskorna, leðurstólana mjúku og hliðarskápinn kostulega. Með fram veggjum sá hann bókaskápa fulla af bókum, og veggjun- um dýrindis málverk og í gégn um dyr, sem þykk dyratjöld voru lítiB eitt dregin til hliðar í, sá hann í hvít rúm, með snjóhvítum rúmföt- um í. Á gólfinu var þykkur dúkur, sem hann sökk ofan í, og hann fann til sárrar löngunar að mega njóta slíkra þæginda — löngunar; sem sá einn þekkir, er lengi hefir orðið að neita sér um þau og búið við skort og erfiðleika. Mr. Waylands hafði tekið af sér gleraugun og beið með hörkusvip á andlitinu. "Eg hefi margt yið þig að tala, Mr. Way- lands," mælti Emerson, "og eg vil biðja þig að hlusta á mál mitt til enda." "Haltu áfram," mælti Wajtiands. "Eg þarf að segja þér dúíítið um Willis Marsh, sem eg býst við þú eigir bágt með að trúa. En eg skal sanna mál miti Eg hold .að þú sért réttsýnn maður og eg trúi því ekki, að þú vitir um, eða sért samþykkur sumum af að- ferðum hans við mig." Ef að þetta á að verða kæra á Marsh, þá sting eg upp á því, að þú bíðir með hana þar til að hann sjálfur er viðstaddur. Hann er farinn í land með kvenfólkinu." "Eg vil heldur tala við þig einan fyrst. Við getum kallað á hann síðar, ef þér sýnist." "Má eg spyrja, áður en við förum lengra út í þessi mál, hvað það er, sem þú vonast eftir frá mér?" "Eg vonast eftir sanngirni." "Þú manst eftir samningunum á milli okk- ar." "Eg er ekki að biðja um hjálp, heldur rétt- læti." "Hvaða meiningu, sem þú svo leggur í þau orð, þá skilst mér að þú sért að fara fram á, að eg gjöri þér greiða." "Eglít ekkisvo L" "Nú jæja. Haltu áfram." "Þegar að þií sendir mig út í óbygðir fyrir þremur árum síðan, að safna fé handa Mildred, þá var það skilið á millum okkar, að þú legðir engar híndranir á leið mína — að við sýndum drengskap á báðar hliðar." "Hefir þú haldið þann samning?" spurði gamli maðurinn hastur. "Já. Þegar eg kom til Chicago, þá hafði eg enga hugmynd um, að þú værir einn af eig- endum fiskiútgerðarinnar hér við ströndina. Eg hafði fengið peningana lánaða áður en eg vissi, að þú svo mikið sem þektir Willis Marsh, og þá var of seint að snúa til baka. Þegar að eg kom til Seattle, mætti eg óvanalega miklum erfiðleikum, mér var neitað um skipið, sem eg var búinn að leigja, vélaverksmiðjur neituðu að selja mér vélar, vörusendingar til mín týnd- ust, bankinn sem eg safði samið við um lán, neitaði mér um það og allir aðrir bankar á ströndinni gerðu það líka, og eg var eltur _og ofsóttur á alla vegu, og þetta var engin tilvilj- un. Willis Marsh stóð á bak við það alt. Harm sendi út spæjara, sem alt af voru á hælum mér, hann kom á stað verkfalli, þegar eg var að ferma skip mitt, sem að dauði eins manns að minsta kosti hlaust af ;og ofan á alt þetta, þá reyndi hann að láta ráða mig af dögum." "Hvernig veiztu að hann gjörði þetta?" "Eg hefi engar lagalegar sannanir, en samt sem áður veit eg að það er satt." Mr. Wavlands brosti og sagði: "Þetta er ekki sérlega ábyggileg kæra. Þér dettur víst, ekki í hug að halda honum ábyrgðarfullum fyr- ir dauða þessa manns?" "Jú, svo sannarlega dettur mér það í hug, og það var líka hann, sem fékk lögregluþjónana í Seattle til þess að reyna að festa glæpmn a mér Þú veizt máske, hvernig að eg komst i burtu frá Seattle? Þegar Marsh kom hingað til Kjalvíkur, þá reyndi hann að sökkva ffufu- kötlum mínum í ána. Þefjar að hann gat það ekki, þá eyðilagði hann skurðhnífavélma fynr mér' Svo lokaði hann laxakví minni, og alt gjörði hann þetta til þess að eyðileggja veið- ina fvrir mér. Þegar laxinn fór að ganga t ána þá mútaði hann mönnum mínum til að svíkja samninga sína við mig og fara, svo eg vrði í vandræðum með menn, því ekki þurtti hann þeirra. Eg fékk Indíána í stað þessara manna og hann náði þeim í burtu fra mer með svívirðilegum brögðum-með þvi að hota þeim pyndingum, se meg efast ekkert um, að hann hefði framkvæmt, ef vesalings menmrnir hetðu þverskallast. Menn mínir fá ekki að vmna i friði fyrir mönnum Marsh, þeir skera a net okkar og kasta laxinum í ána. í gærkveldi varð aðsóknin svo grimm, að fjöldi manna meiddist. Astandið fer hríðversnandi, og bloðsuthellmg- . ar eru óhjákvæmilegar, ef þessum ofsoknum,/ ekki linnir. Það er nógur lax í Kjalvikuranni handa okkur öllum. En Marsh hefir notað afl félags ykkar til að eyðileggja mig - ekki at neinum verzlunarlegum ástæðum, heldur af úh mensku. Eg hefi reynt að breyta sanngiarn- lega, Mr. Waylands, en ef þessum ofsoknum ekki'linnir, þá verð eg að hætta." "Hætta, segirðu?" . . '' Já Það er nú vika liðin síðan laxmn byrj- aði að ganga upp í ána, og eg er ekki byrjaður enn að sjóða neitt niður. Eg hefi mmna en helming þeirra manna, sem eg l>arf,og helm- ingurinn af þeim, sem eg hefi, e» meiddur. ^ Forseti einokunarfélagsins hreyfði sig nu i fyrsta sinni, síðan að Emerson hóf mál sitt. Andlitsvipurinn varð enn harðari og hrukkurn; ar í andlitinu dýpri. Hann starði kuldálega a Emerson og mælti: . "Það sem þú hefir sagt, fænr mer heim sanninri um, að WiUis Marsh hefir gegnt em- bætti sínu með dygð og trúmensku." Svarið gekk svo mjög fram af Emerson, að hann áttaði sig ekki strax. Svo mælti hann: "Þú meinar ekki að segja mer, að þu sert samþykkur gjörðum hans?" " Jú, eg er samþykkur öllu, sem eg veit um, að hann hefir gjört. Mr. Marsh hefir fylgt á- kveðnum skipunum, sem fyrir hann voru lagð- ar af stjórnarnefnd félagsins. Þú hefir sann- fært mig um, að hann hefir gjört verk sitt veh Þú vissir, áður en þú fórst frá Chicago, að við höfðum ákveðið að ryðja allri samkepni úr vegi." "Eg skil þetta," mælti Emerson hastur, "en er það skilningurinn, að stjórnarnefnd N. A. P. A. hafi líka skipað honum að ráða mig af dögum?" "Talaðu ekki óráð, maður! Þú hefir sjálf- ur viðurkent, að þú hafir engar sannanir gegn Willis Marsh um að hann hafi sýnt þér bana- tilræði. Þvi bauðst hættunni byrginn, þegar þú réðst menn, sem ekki voru í uppskipunarmanna félaginu til að skipa út vörum þínum og brjóta verkfallsmennina á bak aftur. Eg held að þú hafir vcrið s»'rlgea heppinn, að þú hlaust ekki verra af því, en raun varð á." "Ef að Marsh hafði skipun frá ykkur um, að ryðja öllum smærri fiskifélögum ixr vegi hér á ströndinni, hví hefir hann þá lagt mig í ein- elti, en ekki skift sér af n'einum öðrum?" "Það kemur okkur ekkert við. Það er ekki hægt að koma sömu aðferðunum við í öllum plássunum." "Svo þú lýsir þá blessun þinni yfir gjörð- um Marsh og hefir ekkert út á þær að setja?" "Alls ekkert. Eg get ekki fallist á, að Marsh sé að minsta leyti sekur um áreksturinn á ánni, skemdiraar á vélum þínum, eða óeirðirnar á milli mannanna. Þvert á móti veit eg, að hann er að gera alt, sem hann getur til að stilla til friðar, vegna þess, að slíkt tefur fyrir mönn- unum. Hann réði mennina frá þér sökum þess, að hann þurfti þeirra með. 1 sambandi við laxkvína, þá er þér velkomið að byggja aðra, og þó þú viljir heila tylft af þeim, hvar sem þú vilt. Willis var búinn að segja mér frá öllu þessu, áður, og það kemur mér svo fyrir sjónir, að þig hafi skort útsjón við hann. Þess- ar kærur þínar hafa engin áhrif á mig, og þó að maður vildi ganga inn á þá vitleysislegu staðhæfingu, að Marsh hefði viljað stytta þér aldur, þá virðist mér, að þú hafir fyllilega jafnað þær sakir." "A hvern hátt?" "Hann er ekki enn heill eftir áverkann, sem þú veittir honum." Emerson spratt á fætur. '' Hann veit, að eg átti engan þátt í því — það vita allir!" hrópaði hann æstur. "Hann laug, þegar að hann sagði þér, að eg hefði gert það." " Við skulum ekki tala meira um það," sagði Wayne Waylands. "Hvað viltu að eg gjöri?" "Eg vil, að þú látir hann hætta ofsóknun- um." "Með öðrum orðum, þú vilt að eg komi þér til hjálpar?" "Eg býst við, að það geti meint það. Eg vil að þið látið mig í friði, og að eg sé látinn óáreittur." "Eg held nú, að það verði ekki af því," svaraði Wayne Waylands harðneskjulega, og það var eins og tönnurnar í honum skeltust saman um leið og hann sagði það. '' Þú ert að meðtaka það eitt, sem þú átt fyllilega skilið. Þú sveikst mig með því að spæja á mig, meðan að þú sast við mitt eigið matborð heima hjá mér. Eg sé ekkert, sem aðfinslu er vert í framferði Willis Marsh, og þó eg gerði það, þá mundi eg ekki ásaka hann, því engin aðferð, hversu þrælsleg sem hún er, 'er of ströng til að beita á móti svikurum." Emerson fölnaði í framan og rödd hans var skjálfandi, þegar hann svaraði: "Eg er enginn svikari, og það veizt þú. Eg hélt að þú værir heiðarlegur maður og kom til þín til þess að beiðast réttlætis, en ekki ölmusu. Nú sé eg, að mér hefir skjátlast. Eg er farinn að tnía, að Marsh hafi að eins fullnægt fyrir- skipunum ykkar frá byrjun." "Þú getur trúað því sem þú vilt." "Þú heldur, að eg sé yfirunninn, en þar skjátlast þér, og eg skal sigra í þesífiri viður- eign enn þá." "Þú getur ekki sigrað mig í neinum við- skiftum," mælti Waylands reiður mjðg. "Eg get það máske ekki í ár, en næsta ár. Þú og Marsh hafið eyðilagt tækifærið fyrir mér í þetta sinn. En laxinn kemur af tur, og þá skal eg vera svo við búinn, að helvíti með öll- um sínum árum, geti ekki varnað mér veið- innar." , Wayne Waylands vildi segja eitthvað, en Emerson gaf honum ekki tækifæri á því; heldur hélt áfram: . ' "Þér er illa við mig, en framkoma þin syn- ir, að þú ert hræddur við mig — þú ert hrædd- ur um, að eg muni bera sigur úr býtum, ogþað skal eg gjöra." . '' Hreystyrði!'' sagði gamli maðurmn. En þú skuldar hundrað þúsund dollara, og það er ekki ólíklegt, að hluthafarnir frétti um óráðs- mensku þína." "Um ofsóknimar frá þinni hendi, memar þú. Eg get skýrt alt fyrir þeim og er viss um, að þeir bíða annað ár. Eg lápa meira fé, og þeir hjálpa mér." "Eg veit nú máske meira um það en þu. Emerson gekk að borðinu og mælti í reiði- þrungnum rómi: "Eg ráðlegg þér að láta þá afskiftalausa og reyna ekki að koma neinum af fjármálabrögð- um þínum fram við þá, eða eg skal—" Wayne Waylands spratt á fætur sótsvartur í framan: "Hafðu þig burt af skipinu, tafarlaust, hrópaði hann. "Eg líð þér ekki að svívirða mig, né hafa í hótunum við mig. Eg hefi þig á valdi mínu, eins og þú skalt verða var við á sínum tíma. Hafðu þig nú út og í burtu." Haun rétti fram hendina og krepti svo hnefann eins og að hann vildi kreista lífið úr Emerson, —eg skal merja þig undir fæti mér eins og ána- maðk." Emerson sneri sér þegjandi frá honum og fór út og ofan í bátinn. "1 land!" mælti hann við mennina, sem biðu hans í bátnum. Hann settist niður og horfði áhyggjufullur á The Grand Dame, þar sem hún lá við akkeri tignarleg og skrautleg. Hugur hans var svo fullur gremju til Waylands að hann í svipinn gleymdi Mildred og því, hve köld honum fanst hún og skilningssljó á alt það, sem að þessu fyrirtæki hans laut. Hann skildi að hann var kominn að úrslita takmörk- um í máli sínu og að hann varð að velja um tvent, lúta því óumflýjanlega frá hendi Way- lands og félaga hans, eða taka til óyndisúrræða þeirra, sem George Balt var að benda á. Reið- in og gremjan lamaði dómgreind hans. Hann hafði reynt' að verjast og berjast ærlega, með fram til þess að ávinna sér virðingu Waylands. Nú víir úti um það, og hann var með öllu yfir- unninn og lítilsvirtur. Hann var í rauninni ekkert annað en æfitýramat5ur, eigna- og vina- laus. Hið langa stríð hans hafði haft þau á- hrif á hann, að frá hendi hans mátti búast við hverju sem var —jafnvel stórglæp. Og því þá ekki að gjöra það, sem aðrir ætluðu honum? Hví skyldi hann vera að reyna til að vera betri maður, en Waylands og Marsh? Nei, vegurinn út var sá, sem George Balt hafði bent honum á og um það leyti að hann var kominn gegnt nið- ursuðu verksmiðju sinni, var hann orðinn á- kveðinn í því áformi sínu. Þetta var hið dimmasta aðkast lífs hans— reynslutíðin mesta. Það eru atvik í lífi þrótt- mikilla manna, sem í sér fela úrslita ákvæði um það, hvort þau auki þroska manns og þrótjt eða leiði menn inn á brautir ógæfu og glötunar. Slíkir menn beygja sig aldrei auðmjúkir undir nokkurt ok, eða ófarir. Þeir eru í algjörðri mótsögn við þá, sem góðir eru, af því að þá skortir þrek til alls annars. Það er eðli hinna, að sökkva sér djúpt í syndina eða þá ekki. En hið óvænta skeði, og þetta þunglyndi og raunahugsanir Emersons hurfu eins og ský fyrir sólu, við sjón þá er mætti augum hans. Bundin við bryggjuna hans var einn af flutn- ingsbátunum, með farmi, sem hann starði stoinhissa á. Hann vissi, að þeir fáu, sem efHr voru af netamönnum hans, hefðu tekið netin upp og farið í land með þau snemma um morg- uninn, þreyttir, örvæntingarfullir og yfirunnir, en þarna blasti við honum lax í þúsunda tal'. Hann lá í stórum hrúgum á bryggjunni, í fiski- .skúrunum og menn hans voru að afferma fleka, sem hlaðinn lá við bryggjuna. 1 gegn um opnar dyrnar á niðursuðu verksmiðjunni, sá hann skurðmenn sína standa í röðum við borð- -in önnum kafna, og þunganiður vélanna barst honum til eyrna — ekki að eins nokkurra þeirra, heldur allra vélanna í verksmiðjunni. Hann hljóp upp á bryggjuna áður en bátur hans gat lagst við hana, og þar hljóp hann svo að segja í fangið á George Balt. "Hvaðan hefir allur þessi lax komið?" spurði hann. "trr kvínni," mælti George Balt og brosti ánægjulegar en hann hafði gert í marga daga. "Laxinn kom, eins og eg vissi að hann mundi gera, og ekki að eins fáeinir, heldur þúsund á þúsund ofan. Eg hefi stundað hér veiði í mörg ár, en eg hefi aldrei séð aðra eins mergð. Eg held að hann eyðileggi kvína. Þeir kafna í pokanum í tonna vísu og margar miljónir eru I á leiðinni. Það er ekki oft, sem maður sér annað eins." "Það meinar, að við fáum þá nóg að gera í verbsmiðjunni — að við fáum allan þann lax- sem við getum höndlað?" "Við fáum nógan lax til þess að tvær verk- smiðjur gætu haft nóg að gjöra dag og nótt — Laxinn hef ir valið álinn, sem kví okkar er í, til uppgöngu, og það verður ekki hlé fyr en hann ,.,• allur kominn. Við þurfum ekki netanna við nú, það sem við þurfum, eru fleiri skurðmenn og'verkamenn. Það er ekkert látur til hér við norðurströndina, sem líkist þessu. Eg sagði Willis Marsh það fyrir fleiri árum, en hann gaf því engan gaum. Við getum soðið í f jöru- tíu þúsund kassa á klukkutíma í verksmiðjunni. Þú verður að sjá um að það verði gjört. Heyr- irðuþað!" m . "Svo þeir gátu ekki lokað veiðmm tyrir okkur, eftir alt !" sagði Emerson og studdi sig við stoð, er stóð upp úr bryggjunni. "Nei! Við skulum sýna, hvað hægt er að gera í góðri niðursuðu verksmiðju. Kvíarnar hans Marsh mega nú fúna þar sem þær eru," sagði Balt og steytti hnefann í áttina til þeirra. "Við höfum unnið sigur, drengur minn! Við höfum unnið sigur!" "Við skulum þá ekki standa hér og kjafta," mælti Emerson. "Flýttu þér, flýttu þér/' og hann hljóp upp bryggjuna og beint að niður- suðu verklmiðjunni. . Hamingjan hafði að síðustu snúið faðmi við Emerson, og hann strengdi þess heit, að ekkert hjól í verksmiðjunni skyldi stanza, k engu belti slakað og enginn maður skyldi^frá verki vera unz að laxagangan væri fram hjá farm. Hann stanzaði augnablik við verksmið;ju- dyrnar og leit með brosi á vörum á The Grand Dame, sem lá kyrlátlega við akkeri úti a anni. Svo fór hann inn. "Eg hefi heyrt fréttirnar!" hrópaði Cherry, er hún kom í verbsmiðjuna seinni part dagsins. "Það virðist vera einhver æðri kraftur, sem valdr yfir fiskimönnunum," svaraði Emerson. "Mér þykir svo vænt um þetta þín vegna; og mig langar til að biðja afsökunar á fram- komu minni. Komdu í burtu héðan, þangað sem við getum talast við, án þess að hopa hvort til annars. Eg þarf að tala við þig." "Orð þín eru eins og yndislegt sönglag i eyrum mínum," svaraði hann um leið o?,hann tók í hönd hennar og leiddi hana fram h^a roó- um af Kínverjum. "Mér,þykir vænt um að hvíla mig dálitla stund. Eg hefi ekki fanð ur fötum í þrjátíu og sex klukkutima." "Vesalings drengur! Því leggurðu þig ekki fyrir og færð þér ofurlítinn dúr?" "Eg má það ekki. George er á leiðmm með annan laxfarm, og vélarnar eru nýjar, svoeg þori ekki að vera í burtu úr verksmiðjunni emn einasta klukkutíma." "Þetta er ofraun fyrir einn mann, svar- aði hún. ¦ "Ó, eg fæ mér dúr á morgun." "Sástu — hana?" spurði Cherry. "Hún hlýtur að vera stolt af þér," sagði Cherry ofur hægt. <<E—eg held að hún skilji ekkert í þvi, sem eg er að reyna að gjöra, eða hvers virði að það er mér. Samtal okkar var ekki sérlega anægju- Iegt." ^ "Hún hlýtur að skilja, hvað Marsh «r að gjöra." • "Eg sagði henni ekki frá því." "Og því ekki?"

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.