Lögberg - 25.08.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.08.1927, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1927. Bls. 8. A^A A^A A^A á^AAAA ♦!♦ Gestur Oddleifsson f f ‘ f f f S f f ♦♦♦ f f f f f ♦> ~r í Haga í Geysirbygð. Vöðvanna afl er frá aldanna sjóði, Egils, og Grettis og Skarphéðins blóði, gullið og stálið í táugarnar tvinnað, tápið og kappið og hugrekkið þrinnað; eldurinn norræni blossar und brúnum, birtir oss myndir úr sögunnar túnum. •Gestur snjall í glæstum “Haga” gildan spinnur æfiþátt. Víkings ættar vafurlogi vermir hugans þor og mátt, þar sem bóndans bæjar merki brosir skært við hverri átt. Ungan vestur aldan bar hann, ættarlands frá kaldri strönd, gegft um eldraun útlendingsins oft var leiðin hörð og vönd; von og þróttur vann í stríði, velli hélt, og numdi lönd. Fyr í æsku fáir knárri frægra drengja sóttu mót, fjör og kappið hugann herti hátt við dagsins öldurót. Var sem Héðinn röskur reiddi Rimmugýgi um Markarfljót. Gleðiskál í solli sve'ina svinnur drakk hann, ör og frjáls, norrænt hetju afl og andi ófst í tök og hljóminn máls, spunnu gilda, þétta þætti þróttur, fjör og vilji stáls. Hvar sem hann á þingum þreytti þrek og listir svéinum með, erfðagullið ættar fræga eflda studdi hönd og geð, ætíð þó sem ýtur drengur öðrum mót hann sækja réð. Nú með fljóði á fríðum garði framgjörn stjórn er öllu veitt, æskutiðin ærslaríka er í reynslu dagsins breytt; enn er dáð í hönd og hjarta, hyggjan skörp, og málið beitt. Geysirbygðin gróðursæla, gifturík á þroska braut, frumherjanna tökin traustu tala gegn um sæld og þraut; minning þeirra lifir lengi letruð gulli við þitt skaut. Þjrgg nú, Sestur, þökk og hylli, þú i fylgd oss aídrei brast; frægðu spor í framsókn hverri frelsis hvöt og þjóðar ást,; djörfung beitt og drengskaps gildi djúpt í öllu verki sást. Lifðu heill við Hagans gæði! Halla tekur Jéið af brún. Sveitin fríða blítt þér brosi, bleikir akrar, slegin tún, eins og Gunnari’ Fljótshlíð forðum, feigðin unz þér grefur rún. M. Markússon. f f f f f f f f f <♦ f f f f f ‘f f O Til Sigfúsar Halldórs frá Höfnum. Kæri vinur Halldórs! Ekki skulu óvinir frjálslyndra hugsana öðlast þá ánægju, að við skiftumst á persónulegum hnífil- yrðum, að því er mig snertir; jafnvel þótt síðasta greln þín tiT mín sé þannig stíluð, að sumir, sem hörundssárari eru en eg, hefðu notað hana sem afsökun fyrir dynjandi skammagrein. Eg álít okkur báða miklu skyn- samari og skilningsbetri en svo, að við getum ekki rætt almenn mál án persónulegs kala; og það þess heldur, sem mér skilst að skoðanir okkar falli saman í flest- um efnum. Þú skipar sömu stöðu nú við Reimskringlu og eg hafði við Lögberg. Eg var of frjálslyndur (liberal) á stríðsárunum til þess að geta orðið þar til frambúðar, og var því rekinn. Þegar þú hefir staðið við stefnu þína í Heimskringlu um nokkurn tíma enn, eins ákveðið og eg stóð við mína stefnu í Lögbergi, þá býst eg við að fyrir þér liggi sama gatan, sem eg fékk frá Lög- bergi. Vinir þín'ir trúa því, að þú sért svo mikill maður, að sá tími komi — og það fyr en síðar. Jæja, hvað sem því líður, skulu hér gerðar tilraunir til þess að svara því af grein "þinni, sem ekki var fyrir utan aðalefn'ið upphaf- lega: 1. Þótt þú eða aðrir sendi mér hótanir um minkaðar vinsældir hjá “Voraldarmönnum”, þá hefir það alls engin áhrif. Eg hefi aldr- ei verið þeim þannig buhdinn, fremur en nokkrum öðrum, að þeir hafi á mér nokkurn skoðana- klafa. Þeir menn (ef nokkrir eru), sem einungis geta verið eða vilja vera vinir mínir með því móti, að eg ráðgist um það við þá, hvaða skoðanir' eg megi hafa eða flytja, eru mér litils virði. Þeim er velkomið að vera í friði í ríki þröngsýn'innar; þar mun eg ekki troða þá um tær. 2. Eg ber virðingu fyrir þér sem “progressive” eða bænda- stefnumanni; því eg trúi að þú sjálfur sért þar "einlægur. En eg skil ekki, hvernig þú getur fylgt Bracken. Mér finst það eins m'ikil fjarstæða að þú haldir á- fram að fylgja honum nú, eins og það hefði verið að eg héldi áfram að fylgja Norris 1917. Þeir brugð- ust báðir stefnu sinni; enginn sannur liberal gat þá haldið á- fram að fylgja Norris; enginn sannur bændaflokksmaður getur nú hald'ið áfram að fylgja Bracken. Mér finst það sjálfsagt af þér að kveðja Bracken nú, eins og það var sjálfsagt af mér að kveðja Norris þá. Annað hvort ljúga verkamanna- foringjarnir í Winnipeg, eða þeir segja satt. Eff þeir Ijúga, þá er fáum að trúa. Ef þeir segja satt, þá hefir Bracken stjórnin verið afturhaldssömust allra stjórna, ónýtust allra stjórna, svikulust allra stjórna og mesta auðvalds- tól allra stjórna. Þetta er ekkl minn vitnisburður; eg hefi það svart á hvítu eftir mæta menn, sem við þekkjum og virðum báðir — menn, sem eg trúi að fari ekki með lýglj. 3. Þú segir, að "progressive” eða bændaflokkur'inn 1 Manitoba sé lifandi., Bracken sjálfur segir annað. Sá, sem hlustaði á tvær ræður hans um kosningarnar, hlýtur meðal annars að muna eft- ir því, að þegar hann var sakað- ur um að hafa svikið bændastefn- una, þá neitaði hann þvi, að stjórn sín yæri nokkurrar sérstakrar stéttar stjórn eða fremur skyld að fylgja stefnu einnar stéttar ep annarar. Þú getur lesið allar kosninga bókment'ir stjórnarinn- ar, og ef þú finnur það þar við- urkent, að Brackenstjórnin sé bændastjórn,— þá skal eg taka þina trú í þessu atriði. Bænda- flokkur og Bracken-flokkur er sitt hvað. “ólafur pá og ólafur uppá er ekki það sama,” sagði Jón Ól- afsson. 4. Þú reynir að halda því fram, að eg hafi ekk'i verið liberal, þeg- ar eg stjórnaði “Voröld”. Þar skjátlast þér. Voröld var stofn- uð vegna þess, að Lögberg hætti um tíma að vera liberal, alveg eins og Heimskringla hefir nú um tíma hætt að vera conservative. Eg hætti að fylgja Lögbergi, þeg- ar það brást liberalstefnunni, al- veg eins og t. d. Sveinn Thorvalds- son og Páll Reykdal hættu að fylgja Heimskrinflu, þegar hún brást conservative stefnunni. Hvorttveggja finst mér eðlilegt og sjálfsagt. Hér skulu talin fá- ein atriði, af fjöldamörgum, sem sýna það og sanna, að eg var liberal alla mína Voraldartíð a) Fjórða atriðið í stefnuskrá “Voraldar” var þetta “Voröld verður óháð frjálslynt blað í stjórnmálum. Hún fylgir öllu því, sem með réttu getur talist til þjóðþrifa og umóta; þar á meðal hinni svonefndu bændastefnuskrá dsem Farmer segir að Bracken hafi fleygt í ruslakörfuna). b) 9. febrúar 1918, (fyrsta ár Voraldar) var stofnað nýtt enskt blað í Winnipeg. Blaðið hét: “Western Star” og var l'iberal, því Free Press hafði þá hætt að vera liberal. í stjórnarnefnd þessa nýja blaðs voru þessir: N. T. Mc- millan fasteignasali. Frank Fish- er lögmaður, J. A. Adamson lög- maður, J. H. Gíslason ráðsmaður Voraldar, John Knott formaður liberal klúbbsins, Horace Chevri- er kaupmaður, J. 0. Lewis fast- eignasali og Dr. Sig. Júl. Jóhann- esson, Hinn síðastnefndi var for- maður nefndarinnar og J. 0. Lew- is ritstjóri blaðsins. x c) Eg var eini íslendingurinn frá Manitoba, sem kosinn var af hálfu liberalflokksins til þess að mæta sem fulltrúi á þjóðþinginu í Ottawa 1919, þegar hin nýja stefnuskrá flokksins var samþykt og W. L. Mackenzie King var kos- inn leiðtogi. Þar var einn annar íslendingur, Ásmundur Loftsson frá Bredenbury, Sask. d) Frá því eg flutti til Winni- peg 1914 og þangað til eg flutti þaðan 1920, var eg alt af í stjórn liberalflokksins og samtímis í stjórn verkamannaflokksins; þeir flokkar unnu alt af saman öðrum þræði, eins og síðar verður bent á. 5. Þú hefir einhversstaðar feng- ið þá frétt, að frönsku Indíánarn- ir hafi átt mestan þáttinn í kosn- ingu Skúla. Við þurfum ekki að deila um það; við skulum að eins láta úrslitin á hverjum kjörstað skera úr því máli. Á Lundar eru t. d. flestir íslendingar; þar fékk Skúli 172, Páll 120 og séra Albert 93. Sannleikurinn er sá, að það voru aðallega íslendingar og Skotar, sem kusu Skúla. Fyrir þessu getur þú fengið óræka sönnun, ef þér er það áhugamál. Það, sem okkur aðallega bar á milli upphaflega, var þetta: Þér finst enginn stefnu- eða starfs- munur hjá gömlu flokkunum, liberals og consevatives. En Eg hefi dvalið í þesfeu landi meira en fjórðung aldar og réynt að fylgjast með. Eg hefi meðal annars tekið eftir því, sem nú skal greina: 1. Póliitskir bændaflokkar hafa risið upp í Canada þrisvar sinn- um, með mismunandi nöfnum. Þeir hafa allir myndast, þegar conservativar hafa verið við völd — aldrei í stjórnartið liberala. Fyrir þessu hlýtur að vera ein- hver ástæða. Mér finst hún hljóti að vera sú, að undir conservatív- um hafa bændur og búalýður á- litið að lengra keyrði úr hófi með afturhald og þrælatök; þá hafi þeim fundist þess meiri þörf en endranær að rísa upp og verja sig. 2. Þegar liberal stjórn hefir tekið við, þá hafa allar þessar bændahreyfingar dofnað, sofnað eða sálast. Ástæðan finst mér hljóti að vera sú, að þá þótti þeirra ekki eins mikil þörf: lib- eralar voru það nær fólkinu en conservatívar, að við þéirra stjórn þótti oftast unandi. 3. öll — eða flest — löggjöf, sem rýmkað hefir um frelsi al- þýðunnar eða verið hlynt hag fólksins, hefir náð fram að ganga fyrir fulltingi liberala, þrátt fyr- ir harðsnúna mótstöðu conserva- tíva. Tcium til dæmis afnám hins illræmdu klikusambands (Family Compact), atkvæðarýmk- un fyrir eignalausa karlmenn, at- kvæðisrétt kveyna, hlutfallskosn- ingar, ekknastyrk, skaðabætur til slasaðra verkamanna, ellistyrk og margt fleira. Að öll þessi mál fengu fram- gang, vita allir að er því að þakka að Liberalar ýmist börðust fyrir þeim sem sinum eigin málum, eða féllust þar á skoðanir annara rót- tækari manna eða flokka, og unnu pieð þeim. En conservtivar unnu á móti þeim öllum, eins lengi og unt var. Þetta finst mér glögg- lega sýna og sanna stefnumun gömlu flokkanna. 4. í hvert skifti, sem um sam- vinnu annars gamla flokksins hef- ir verið að ræða við bændur og verkamenn á móti h'inum gamla flokknum, þá hefir það æfinlega verið liberalflokkurinn með bænd- um eða verkamönnum á móti con- servatíva flokknum — aldrei á h'inn veginn. Fyrir þessu hlýtur að vera einhver ástæða; mér finst það liggja í augum uppi hver hún er. Hér skulu talin örfá dæmi af fjölda mörgum: a) Árin 1914 og 1915 var alger samvinna milli liberala og verka- manna í Mið-Winnipeg. Þeir út- nefndu sameiginlega sömu menn- ína (Johnson og Dixon) á móti conservhtívum. b) Árið 1917 unnu liberalar og verkamenn algerlega saman í Mið-Winnipeg. Þeir útnefndu i éiningu Mr. Ward verkamanna- fulltrúa. c) Progressives studdu yfirleitt liberala í Ottawa á meðan þeir máttu sín mest, en ekki conserva- tíva. Þe'ir studdu eðlilega þá, sem stóðu þeim nær að stefnu og hugsjónum. d) Bændur í Saskatchewan heyra svo að segja allir til liber- alflokknum, en ekki conservatív- um. Þar er ástæðan sú sama: liberalar standa þe'im nær. e) Við síðustu sambandskosn- ingar voru í Manitoba og víðar útnefnd sameiginleg þingmanns- efni fyrir liberala og bændur á móti conservatívum. Og í Winni- peg var á sumum stöðum sam- v'inna milli liberala o|g verka- manna — ekki milli conservatíva og verkamanna. f) Nú stendur yfir stórkostleg- ur atburður á Englandi. Þar er barist með hita í þinginu um breytingu á lávarðadeildinni. í þeirri baráttu standa liberal- ar og verkamenn saman að mestu leyti móti conservatívum. Auð- vitað er þetta vegna þess, að þar sem hér eru liberalar nær verka- mönnum en conservatívar. g) Á Englandi hefir verka- mannastjórn veéið við völd með tilstyrk liberala, þótt það stæði ekki lengi. Það hefði aldrei get- að átt sér stað með tilstyrk con- servatíva — af sömu ástæðum eðlilega. í stuttu máli: Samvinna á sér oft stað, milli liberala og hinna róttsðcari flokka eða einstaklinga; svo að segja aldrei milli con- servatíva og þeirra. Ástæðan er sú, að þótt nýju flokkarnir áliti liberala of hæg- fara og séu ekki ánægðir við þá eða gerðir þeirra, þá verður að- alskift'ingin ávalt sú, þegar til al- vörunnar kemur, að liberalar og hinhr róttækari flokkarnir eiga svjipaðan pólitiskan lit, en con- servativar gagnstæðan. Conservatívar eru í stórum minni hluta í raun og veru. Þeirra eina lífsvon er, hefir verið og verður að menn, sem framsókn- arstefnunni fylgja, skiftist í de'ild- ir og deili sín á meðal, en standi ekki saman í einni fylkingu. Tökum til dæmis róttæku flokk- ana; þeir eyðileggja áhrif sin með því að berjast innbyrðis: Social- istar, Communistar, éinskatts- menn, verkamenn, One Big Uni- on menn o.s.frv. Allir þessir flokkar hafa sömu hugsjónir, en deyða framkvæmdirnar með því að hárreita hvorir aðra. Væru allir þess'ir flokkar samvinnandi o g liberalar með, þá væru con- servatívar dauðadæmdir. Eg er fyrir mitt leyti eindreg- inn samvinnumaður; eg álít t. d. að þegar þrír voru kirkjuflokk- arnir meðal íslendinga, þá hafi sú stefna verið skynsamleg, að sameina tvo þeirra — eins og gert var. Og þá sjálfsagt þá, sem skyldastir voru eða næst hvor öðrum. Hvers vegna skyldi ekki sama lögmál ríkja í pólitíkinni? Á meðal íslendinga mætti nefna einn mann, sem sömu stefnu hef- ir haft í stjórnmálum og þá, er eg hefi hér bent á. Það var Steph- an G. Stephansson; óefað sjálf- stæðasti, djúpvitrasti og skiln- ingsbezti maður þessarar kyn- slóðar vor á meðal. Hann var alt af einn okkar allra róttækustu manna í flestum efnum, en fylgdi þó stöðugt liberalflokknum, þótt hann vitanlega væri éindreginn og opinber jafnaðarmaður. Þetta var í alla staði eðlilegt frá mínu sjónrmiði, þó Ólafur Tryggvason kalli það að fara í gegn um sjálf- an sig. Hér eftir sem hingað til mun eg fylgja framsóknarstefnunum, hvort sem þær eru kallaðar liber- al, progressive, labor, socialismi, communismi eða eitthvað ann- að. Hér eftir sem hingað til mun eg neita að fylgja nokkrum leið- toga, sem algerlega bregst stefnu sinni eða svíkur hana. Hér eftir sem hingað til verð eg á ,móti Heimskringlu í stjórnmálum, þeg- ar hún flytur afturhaldskenning- ar eins og á dögum ólafs Tryggva- sonar, en veiti henni m'itt litla lið að einhverju leyti þá stundina, sem hún fellur frá þeirri stefnu og verður frjálslynd — eins og hún hefir ver'ið undir þinni stjórn. Hvort þú eða aðrir kalla þetta stefnuleysi, það liggur mér í léttu rúmi. Flokksfylgi getur enginn kallað það nema á móti betri vitund. Vertu svo blessaður og sæll, þú svarar hvef ju sem þér þykir sann- gjarnt —- en eg endurtek það, að skollanum skal aldrei skemt með persónulegum skömmum t'il þin frá mér. Alveg eins og óvinir frjálslyndra skoðana vilja sjá liberala og bændur og verkamenn berast á banaspjótum, eins væri þeim það ánægja að vita okkur í innbyrðis ófriði í stað þess að vinna saman að málum, sem við báðir unnum. Þinn einlægur, Sig. Júl. Jóhannesson. Vestur-Islendingar. Samtal við P. E. Anderson. Á hverju sumri má sjá hér í bænum við og við útlendingslega menn, sem bera þó svip og ein- kenni íslendinga, þegar nánar er að gætt. Þessir menn líta undar- lega athugulum augum á alt, sem fyrir ber, en þó með gleði þess manns í svipnum, sem kannast við land og þjóð, þekkir mál og siði og horfir á þetta alt með skiln- ing'i og ættartilfinningu. Þessir menn eru Vestur-íslend- ingar, mennirnir, sem horfið hafa af lartdi burt fyrir áratugum, ef til vill £ unglingsárum, og nú koma heim til þess að sjá gamla landið, forna æskuvini, stakka- skiftin, sem orðið hafa, framfar- irnar — “því röm er sú taug, sem rekka dregur ‘föðurtúna til.” Einn þessara Vestur-lslendinga er hér staddur nú, Pétur Egils- son Anderson, ásamt konu sinni, Vilborgu Jónsdóttur, ættaðri úr Mýrasýslu, og elztu dóttur sinni. Er Anderson fæddur á Bakka i Borgarfirði eystra, sonur Egils bónda Árnasonar á Bakka. 16 ára gamall fór hann til Vesturheims, og hefir aldrei til íslands komið síðan fyT en nú, og síðan eru 27 ár. Hefir hann dvalið að kalla má allan tímann í Winriipegborg, og brotist þar áfram til mikillar velmegunar, svo að Mbl-.hefir heyrt eftir kunnugum manni, að hann muni vera me^ lefnuðustu íslendingum í Ameríku. Mbl. hefir hitt Anderson að máli. Býr hann í Hótel ísland, meðan hann dvelur hér. —Þér munuð hafa komið heim til þess fyrst og fremst, eins og flestir aðrir íslendingar, að sjá ættarlandið? — ó já, mig langaði til að líta yfir gamlar æskustöðvar, Borgar- fjörðinn eystra. En þó lagði eg r.ú dálitla lykkju á le'ið mína yfir Kafið. Stóðum t. d. ofurlítið við í London, og svo brugðum við okkur til Parísar snögga ferð. En til Austfjarða komum við siðast í júni og hingað með Esju síðast. — Hvernig leizt yður á átthag- ana, — Vel, svo sem gefur að skilja. En litlar breyting ar sýndust mér hafa orðið þar þess'i 27 ár, sem eg hafði ekki séð þær. En ýmsar kunna þær samt að vera, þó eg hafi ekk'i eftir þeim tekið. — En Reykjavík — hvernig lízt yður á hana? — Hér hefi eg aldrei komið fyr og get þvi ekkert um það sagt, hve mikil stakkaskiftin hafa orð- ið hér á þessum tæpum þrem tug- um ára. En hitt dylst manni ekki, að framfarirnar Hljóta að vera miklar, og sjálfsagt hafa þær hvergi á landinu verið stórstíg- ari. — Hvað segið þér um hið vænt- anlega járnbrautarfyrirtæki hér sunnanlands? — Eg þekki landið svo lítið hér austur um sveitirnar, að eg get litla hugmynd gert mér um það. En mér dettur í hug, að flutningamagn geti trauðla verið svo mik'ið, að járnbraut svari kostnaði. Því til þess að járn- braut beri sig, þarf geysimikla flutninga. En á hinn bóginn virðist mér ríkið eiga að kosta svo tiltölulega l'itlu til járnbraut- arlagningarinnar, 2 milj. kr., að vert sé að reyna járnbrautina. f— Er ekki alt af verið að byggja járnbrautir og auka við þær? — Nýjar járnbrautarlínur eru nú ekki lagðar margar. En alt af er verið að byggja smáspotta út í bygðirnar af aðalbrautunum. Og sýnir það, að ekki telja Ameríku- menn sig geta ver'ið án járn- brautanna. Talið barst að Alþingishátíð- inni 1930. — Um hana er mikið talað, seg- ir Anderson, meðal íslendinga vestan hafs, og gert ráð fyrir mik- illi þátttöku hingað he'im. En hve mikil hún verður, þegar þar að kemur, er ógerningur að segja nokkuð ákveðið um. Alla langar vitanlega heim, en hve margir geta farið á þeirri stundu, er annað mál. — Hvernig er nú hagur fslend- inga alment vestan hafs? — Mér v'irðist hann, eftir því, sem eg hefi litið til hér heima og kynst kjörum manna, vera yfir- leitt betri en hér á landi. En það vil eg taka fram, að það er erf- iðara fyrir Jslendinga að koma Hvernig Nuga-Tone Gerir Líkamann Hraustan. Nuga-Tone hefir að geyma járn- efnj, sem gerir blóðið rautt og heilbrigt. Það hefir einnig phos- phorus, sem er svo áríðandi til að gera taugarnar sterkar og stælt- ar. Auk þess hefir það sex önnur efni, sem beztu læknar alstaðar nota til að gera líkamann hraust- an. Á jafnt við konur og karla. Nuga-Tone styrkir magann, bæt- ír matarlystina og hjálpar melt- ingunni; kemur í veg fyrir gas og því um líkt í maganum, veitir endurnærandi svefn og gerir þá, sem magrir eru, fe'itari og sæl- legri. Nuga-Tone útrýmir and- remmu, hreinsar tunguna, læknar nyrna- og lifrarjsúkdóma, sjúk- leika í blöðrunni o.s.frv. Það er bezta meðal, sem menn þekkja fyr- ir .þá, sem eru orðnir taugaveikl- aðir og hafa mist meira eða minna af líkamlegu og andlegu þreki og áhuga og dugnaði. Þú getur fengið Nuga-Tone í lyfjabúðinni. Reyndu það í 20 daga, og ef þú ert ekki fullkomlega ánægður með verkanir þess, þá skilaðu aftur því sem afgangs er til lyfsalans, og hann fær þér aftur peningana. Vertu viss um að fá Nuga-Tone. Eftirlíkingar gera ekki það sem til er ætlast. Hæsta verð fáið þér fyrir Rjómann Að hafa stutt að flytja rjómann og hafa hann altaf óskemdan, þýðir hátt verð. Þess vegna er mestur ágóðinn í því að selja alllan rjómann til “Co-Op” stöðvanna, sem næstar yður eru. Þús- undir manna hafa hagnasi á því—því ekki þér?” COOPERATIVE CREAMfRIF5 LTa Assinibola, Bich Hills, Broadview, Bruno, Bulyea, Carlyle, Camduff, Cudworth, Empress, .Gravel- bourg, Humbolt, Indian Head, Invermay, Kelliher, Kerrobent, Langenburg, Lanigan, Lloydminster, Maple Creek, Melfort, Melville, Moosomin, Moose Jaw North Battlefoi-d, Outlook, Oxbow, Preece- ville Kadville, Kegina, Saskatoon, Shaunavon, Shelibrook. Swift Current, Tantollon,, Tisdale, nú vestur og hafa ofan af fyrir sér eða efnast, heldur en fyrir t. d. 20 árum. Menn geta að vísn oftast fengið eitthvað að starfa. En það er á ýmsan hátt þrengra um mann og aðstöðuverra en áð- ur var. — Hvað eru nú margir íslend- ingar í Winnipeg? — Þe'ir eru taldir að vera um 5000. Hafa þeir engan sérstakan bæjarhluta, en eru dreifðir um alla borgina. — En hvað er Winnipegborg mannmörg? — íbúarnir eru um 300 þús., þegar talin eru með úthverfin. — Ætlið þér að sjá nokkuð hér af Suðurlandi? — Eg skrapp til Þingvalla fyr- ir stuttu. Og við höfum í hyggju að fara upp í Borgarfjörð á föstu- daginn. Samtalinu lýkur með þvi, að dóttir Andersons kemur inn í her- bergið, og heilsar á íslenzku, en er með enska bók undir hendinni. Þrátt fyrir alla skólagöngu í enskum skólum og umgengrii við enskumælandi fólk, talar hún á- gætlega íslenzku. En faðir henn- ar segir hana lakari að lesa ís- lenzku. Svo vár sezt að kaffidrykkju. — Mbl. 22. júlí. Frá íslandi. Reykjavík, 17. júlí. Símtal við Vopnafjörð 16. júlí: Jón bóndi Stefánsson í Möðrudal kom til Vopnafjarðar í gær og skýrði frá því, að nóttina áður (aðfaranótt 15.) hefði hann verið á ferð yfir fjöllin, og sá hann þá allmikinn eld að sjá yfir miðjan Vatnajökul. Lagði mlikinn reyk í vestur og eldstólpar sáust mjög greinilega. — í gær heyrðust dynkir og skruðningar á Vopna- firði, seni talið er að stafi frá eldinum í Vatnajöklí. Svo sem kunnugt er, eru nú í sumar 300 ár liðin síðan Tyrkir fóru ránsferð til lslands. Til minningar um þenna sorgarat- burð halda Vestmanneýingar minnningarhátið í dag. — Hefst hátíðin með minningarguðsþjón- ustu í kirkjunni; verður kirkjan skrýdd. Að lokinni guðsþjónustu fer söfnuðurinn í kirkjugarðinn, og verður blómsveigur lagður á leiði séra ólafs Egilssonar og sóknarprestur talar yfir leiðinu. Þaðan verður farið í gamla kirkju- garðinn, að Kirkjubæ, og blóm- sveigur lagður á le'iði séra Jóns Þorste'inssonar píslarvotts. Séra Jes E. Gíslason heldur þar rðæu; kl. 8 í kvöld flytur séra J. A. G. sögulefean fyrirlestur um Tyrkja- ránið. Við minningarhátíðina verða sungnir sálmar eftir séra Jón Þorsteinsson og lúðrasveitin leikur sorgarlög und'ir skrúð- göngunni. Fánar verða í hálfa stöng um allar Eyjar. Rekjavík 19. júlí. í gærmorgun átti Mbl. tal við Grímsstaði á Fjöllum, til þess að spyrjast fyrir um það, hvort menn vissu þar nokkuð um eldgosið í Vatnajökli. — Þaðan hafði aldrei sézt neitt gos, og sagði stöðvar- stjórinn þar, að hann vissi ekki til þess að neitt hefði til þess sést nema á föstudagsnóttina, er bóndinn í Möðrudal sá eldstólpa og reyk yfir miðjum jöklinum, eins og getið var um í blaðinu í fyrradag. — Fyrirspurn sendi Morgunblaðið til Kirkjubæjar- klausturs. Þar hafði ekkert sézt eða heyrst af gos'i þessu. — Til Hornafjarðar hefir Mbl. einnig síman. En svar var ekki komið þaðan í gærkveldi. Fornleifafundurinn að Berg- þórshvoli. Reykjavík, 21. júlí. í gær átti Mbl. símtal við Matthías Þórðarson. Hann hefir verið við gröftinn að Bergþórs- hvoli í rúmlega þrjár vikur. Hann skrapp upp að Múla í Landsveit fyrír fáum dögum og var að koma þaðan ofan að, er Mbl. simaði til hans. Fundist hefir forndys nálægt Múla á Landi, er Matthías fór að athuga. Þar voru beinagrindur tveggja manna. Þar fanst spjóts- oddur einn; annað ekkert mark- vert. Frá Bergþórshvoli sagði Matt- hías að gröfturinn gengi grelð- lega. Enn er hann ekki kominn niður að Njálsbrennurústinrii. Skyrsái mikla hefir hann fund- ið. Þeir munu yngri en Njáls- brenna. Fjöldann allan af lömp- um hefir hann fundið, steinsleggj- um o. fl. o. fl. Alls sagðist hann hafa tekið upp um 400 murii, og vera kominn gegn um margar gól f skánir.—Mbl. hefir aukist á árinu um 39 bindi, 25 þeirra voru gefin.—Mbl. STAKA. Sönn er dygð á bjargi bygð , bætir stygð um feril meina. En vonbrigði auka hrygð, oft það trygðin fær að reyna. Mbl Jón M. Melsted. 'Voh.Í Miss cJke CjoocL cJhings DREWBYS STANDARD LAGER -hefir fengið viðurkenningu og haldið henni f fimtíu ár. The DREWRYS Limited Establ/shed 1877 Wlrtnlpog, Phono 57 221 $andanlfáye

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.