Lögberg - 25.08.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.08.1927, Blaðsíða 4
BIs. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. ÁG,ÚST 1927. Jogberg Gefið út hvern Fimtudag af Tbe Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talaimari N-6S27 o£ N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Litanánkrift til blaSsina: THi COLUMtBliV PRE8S, Ltd., Box 3171, Wirmlpog. Utaniskrift ritstjórana: EDlTOR LOCBERC, Box 317* Wlnnlpog, R|aa. Verð $3.00 um árið. Borgiit fyrirfrsm Ths “Lógbsrc” la prlntsd and publUhsd by Ths Columblu Prsaa, Limltad, ln ths Columbla Buildlng, (»( Sarpant Ays., Wlnnlpeg. Manttoba. Menning, F3rrir tiltölulega skömmum tíma, var það að umtalsefni gert, í tímariti ÞjóSbrautakerf- isins, Canadian National Railways, hvaS átt væri í raun og veru viS, meS orSinu menn- ing. Lýsir greinarhöfundiír hngtaki þessu á þá leiS, aS menningin sé í því fólgin, aS lifa saman í bróSerni og reyna aS létta hver annars byrSi. Leggur hann á þaS sérstaka áherzlu, aS hér sé um eina mestu lífsins list aS ræSa, er einstaklingum og þjóSum, .borgum, bæjum, sveitarfélögum og fylkjum, Jberi aS leggja fulia alúS viS, því gott nágrenni, andlegt og efnis- legt, sé ein voldugasta máttarstoSin undir framtíSar velfarnan mannkynsins. Telur höf- undur þessi, ÞjóSbandalagiS stærsta sporiS, sem enn hafi stigiS veriS í þá átt, aS glæSa sam úS og bróSurhug, en eySa hreppapólitík og hefnigirni. Gengur hann þess þó eigi dulinn, aS stofnun sú sé enn á tilraunastigi, og eigi langt í land meS aS ná því hámarki, er henni var ætlaS. Engin þjóS, engin borg, ekkert sveitarfélag, ekkert fylki, getur nú á dögum þrifist án^bróS- urlegrar samvinnu. HvaS væri um póstmálin, samgöngumálin, lýsing og vatn'sleiSslu í borg- um osr hæjum, ef allir legSust ekki á eitt, meS aS fullnægja kröfunum? HiS sama er aS segja um lögga>zluna. LögregluliS hverrar þjóSar um si?. er ekki nema undur lítill hluti af þ)óS- inni sjálfri. 0g til þess aS þaS nái tilgangi sínm, verSur þjóSin í sameiningn aS stySja þaS eftir mætti. Ýmsir halda því fram, aS löggæzla, í hvaSa mynd sem er, sé óaSskiljanlegur hluti hnefa- réttarins. Slíkt nær engri átt. ReglubundiS lögreglu fjrrirkomulag, er grundvallaS á meS- fæddri þrá allra manna, til aS geta lifað í sátt og samlyndi viS alt og alla. MeginiS af nýjum uppgötvunum, miðar að því, aS gera mannkyninu hægra fyrir meS aS lifa hreinlátu og heilbrigðu lífi. Þar kemur þjónustusemin fyrst og síðast til greina. Menn geta hugsað sér, að þvottavélin hafi verið fund- in upp, af hagnaSarvoninni einni. Slíkt er minna en hálfur sannleikur. Hitt mun alsönnu nær, að það hafi aðallega vakað fyrir mannin- uin, er uppgötvanina gerði, að létta á einhvern hátt undir með eiginkonunni, móðurinni, dótt- urinni, eða vinnukonunni, er örmagna af þreytu frá öðrum störfum, varð að leggja á sig aílan heimilisþvottinn í ofanálag. Stjórnþjónar, eða starfsmenn hins opin- bera, eru þjónustusamir andar, ávalt með góð- látleg svör á takteinum, sé til þeirra upplýs- inga leitað. Hvenær hafið þér hitt snúðugyrt- an eða afundinn bréfbera, hvernig svo sem viðraði, jafnvel þótt tafið væri fyrir honum lengur en vera skyldi, með óþörfum spurning- um’ Hógværðin er ótvírætt menningarmerki, grundvallað á bróðurlegri skilnings afstöðu manna á milli. Sízt ber því að neita, að í hinum svonefndu menningarlöndum, megi því miður, enn finna alt of marga sjálfsdýrðar harðhnjaska, er láta hagsmunahvatirnar ganga fyrir öllu öðru. Slík- ir menn eru nú ekki lengur taldir með vel- gerðamönnum mannkynsins, hvað svo sem áður var, meðan hnefaréttur og mannvirðing- ar héldust í hendur. Sérhver sá, er nú á tímurti. gerir til þess tilraun, að traðka rétti nágranna síns, er alment talinn óæskilegur borgari, hvaða siðaðs þjóðfélags sem er. Samstarfs hugtakið er nú orðið það skýrt í huga almennings, að ekki er lengur nokkurt viðlit, að ganga það á snið. Hér í landi mun það nú megin þorra fólks ljóst, að í stað þess að einblína á erfSakreddur og einangran, hljóti þjóðarbrotin öll, að stefna að einu og sama takmarki, með velferð samein- aðrar þjóðar fyrir augum. Gildir og sama regl- an um þjóðir þær, eða þjóSabrot, er mvnda hið volduga brezka veldi. Dæmið af spítnaknipp- inu í æfintýri H. C. Andersens, hefir sama sannleiksgildi í dag, og nokkru sinni áður. En þótt þessu sé nú þannig farið, og fjöldi fólks sk’lji nokkurn veginn til hlítar gildi góðs nágrennis í hinni þrengri merkingu, þá eru þeir þó enn ærið margir, er telja það fjarstæSu, að slík samvinna geti til frambúðar átt sér stað milli fjarlægra þjóða. Málsvarar herdýrkunarinnar, telja slíkt að- eins hégómlega draumóra, að mannk\rnið geti nokkurn tíma komist á það stig, að læra að húa saman í friði. Vopnaði friðurinn, er þeim alt í öllu. Um að gera að vera til taks. Víg- húnaður hefir ávalt leitt til víga, í liðinni tíð, og mun svo enn gera. VopnaSur friður, er grímuklæddur ófriður og annað ekki. Ýmsir leiðandi menn hinnar voldugu Banda- ríkjaþjóðar, hafa hvað ofan í annað orS á því haft, hvernig í dauðanum stæði á þeim hinum þrálátu illdeilum, er svo iðulega ættu sér stað meðal hinna ýmsu NorSurálfuþjóða, og hvað til þess kæmi, að slíkt feikna fé væri þar árlega fram lagt til herbúnaðar, sem raun hefir orðið á. Slíkar spurningar eru að flestu leyti eðli- legar, því flestum hlýtur að- skiljast, aS þær hinar mörgu þjóðir, er NorSurálfuna byggja, örsmáar, margar hverjar, þurfi flestu fremur á samstarfi og bróSurhug að halda. SvariS liggur að sjálfsögðu í því, að megin kjarni frið- arhugtaksins, — gott andlegt og efnislegt ná- grenni, hefir enn eigi fest þar jafn-djúpar ræt- ur og æskilegt var. BíSur þar framtíðar kyn- slóðanna veglegt umbóta starf. Hinu má jafnframt ekki gleyma, að politisk og landfræðileg afstaSa Bandaríkjanna til ná- granna sinna, er yfirleitt á nokkuð annan veg, en viðgengst í Norðurálfunni. Um hernaðar- legar landamei*kjalínur, er þar ekki að ræða, og tollmála samböndin hvergi nærri eins flók- in og varhugaverð, og á sér staS austan við hafið. NorSan landamæranna, á BandaríkjaþjóSin fyrir nágranna vinveitta frændþjóð, sem trölla- trú hefir á góðri sambiið og bróðurlegu ná- grenni. Og þótt hin andlega afstaða Mexico- manna, eða nágrannanna að sunnan, sé nokkuð með öSrum hætti, þá er samt ekkert að óttast úr þeirri átt heldur. BandaríkjaþjóSin getur því af flestum ástæðum, íifað frjálsu og óháðu lífi, og unað glöð við sitt. Þess vegna er hún líka að verða ein af mestu forystu þjóðum heimsins. Þeir eru enn eigi fáir, þótt fækkandi fari, sem betur fer, er hæða friðardrauma mann- kynsins, og að telja slíkt óra eina. Slíkir menn eru ákveðnir óvinir sannrar menningar, því bræðralagshugsjónin hefir farið hjá þeim fyr- ir O'fan garð og neðan. Sennilega er mannkynið ekki komið á það stig enn, að gerlegt væri að losna með öllu við her og flota í einu vetfangi. Þó mætti vitan- lega takmarka vígbúnað til muna, án þess að stofnað væri til fjörráða við örvggi nokkurrar þjóðar um sig. En hvað sem öðru HSur, þá er hitt víst, að menningartilraunir framtíðarinn- ar, hljóta að miða að algerðu afnámi hers og flota, en koma í þess stað á fót rt’glubundnu lög- gæzlukerfi, er allar þjóSir heims tækju þátt í, til verndunar heimsfriðnum bæði á sjó og landi. Er hugmynd þessi í beinu samræmi við stefnu Wilsons forseta og þeirra annara fram- skygnustu manna, er að stofnun þjóðbandalags- ins stóðu. Vel að verið. í nýútkominni skýrslu frá Nova Scotia bank- anum, er að því vikið með nokkrum orðum, hve afar nauðsynlegt það sé, að hin canadiska stjórn komist á einhvern fastan grpndvöll með það, hvernig lækka megi árlega þjóðskuldina, með nokkurn veginn árlegum, jöfnum afborg- Unum. Er þetta í samræmi við ummæli forseta Investment Banker’s félagsins, er fyrir skömmu gerði þá uppástungu, að sérhver stjórn skyldi gera sér það að fastri reglu, að lækka þjóð- skuldina árlega um $23,447,000, og yrSi hún þá til fullnustu greidfl að liðnum fjörutíu árum. Mvndi það þó að sjálfsögðu verða margfalt meira fagnaðarefni, ef takast mætti að greiða skuldina á enn skemmri tíma. Núverandi verzlunarmálaráðgjafi sambands- stjórnarinnar, Hon. James Malcolm, flutti ný- lega ræðu í hinum mikla iðnaðarbæ Oshawa, í Ontario fylki, er vakti almenna eftirtekt, og mjög fer saman við uppástungur þær, er hér hafa verið gerSar að umtalsefni, nema að því leyti sem ráðgjafinn gengur feti framar. Lýstj hann vfir því, að á fjárhagsárinu, frá 30. júní 1926 til 30. sama‘mánaSar 1927, hefði þjóð- skuldin lækkuS verið um $52,000,000, eða eina miljón til jafnaðar á viku hverri. Er það hin langmesta afbofgtín, sem nokkru sinni hefir á einu ári gerð verið, frá því er styrjöldinni miklu sleit. Er þar gengið margfalt lengra, en hina voldugu bankafrömuði, nokkuru sinni hafði dreymt um. Fjármála ráðgjafinn, Mr. Robh, tilkynti bankamönnum þeim, er hér hefir verið minst á, að hann myndi með ánægju taka athuganir þeirra til greina. Og Mr. Robh, er ekki vanur aS lofa upp í ermina sína. Hefir niSurstaðan ávalt orðið sú, frá því er hann tók við forystu fjármálanria, að drjúgum meira sparaðist ár- lega, en áætlað var. Fjármálalegt viðhorf hinnar canadisku þjóð- ar, var alt annað en glæsilegt, er núverandi sambandsstjóm fyrst kom til valda. Munu því fáir hafa gert sér vonir um, að takast mætti að grynna til muna á þjóðskuldinni, fyrstu árin. En nú verður því samt eigi á móti mælt, að frá því er Mr. Robb tókst á hendur fjármálaráð- gjafa embættið, hefir afborgun þjóðskuldarinn- ar numið $105,000,000. Og þegar tekið er jafn- framt tillit til þess, að við upphaf ófriðarins mikla, nam þjóðskuldin $336,000,000, þá verður ekki annað með sanni sagt, en að fjármálaráð- gjafinn hafi afkastað stórþýðingarmiklu verki í þarfir lands og jíjóSar. AriS 1922, nam þjóðskuldin, $270.90 á hvert mannsbarn í landinu, en fimnl áram síðar, eða í marzmánuði síSastliðnum, var hún komin ofan í $245, til móts við $160 í Bandaríkjunum og $850 á Bretlandi hinu mikla. Þrátt fyrir þetta, hefir á það verið .bent, að skuldina alla megi greiða á fjörutíu árum, með $23,447,000 jöfnum afborgunum. En Mr. Rohb virðist ætla að verða nokkuð fljótari í förum; en svo, að bíða þurfi fjörutíu ár, eftir fullri greiðslu. Tekjuskattur sá, er sambandsstjórnin inn- heimti á síðasta fjárhagsári, varð $31,000,000 lægri, en árið 1922, samkvæmt löggjöf um lækk- un tekjuskatts. Söluskatturinn var einnig lækk- aður til muna. Aftur á móti hefir tollur af inn- fluttum vörum yfirstandandi ár, fram að síð- ustu mánaSamótum, orðið $20,000,000 hærri en á tilsvarandi tímabili í fyrra. Bendir því flest í þá átt, að fjárhagur þjóðarinnar fari ,batn- andi jafnt og þétt, og að vel megi því líta björt, um augum á framtíðina. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chamber* Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK ............... - - ■■ - ■ ™...................r * -■ 1111111111111 i! 1111II111111111II111111MIII11II111111II1111111II111111111111II1111! I r II11111111111III “I Helvíti.” Slík er fyrirsögn á kvæði einu, fáránlegu mjög, er birtist á framsíðu AlþýðublaSsins í Reykjavík, þami 13. júlí síðastliðinn, eftir Jó- hannes “lárviðarskáld” Stefánsson, þann, er allmörg ár dvaldi hér vestra og reit .bókina “Love and Pride”, ásamt ýmsum fleiri blek- iðnar afrekum, af sama sauðahúsi. KvæSi þetta, sem hér um ræðir, er orkt í Ameríku, og fylgir því úr hlaSi eftirgreind skýring, frá höfundinum sjálfum: “Lengi deildi fáfrótt mannkynið um það, hvar Helvíti væri. ÞaS er nú fullsannað, að Helvíti er landflæmi mikið á milli Atl'antshafs og Kyrrahafs og Mexico og Alaska í NorSur- Ameríku.” Þótt það sé nú í sjálfu sér næsta ógeðfelt við- fangsefni, að vitna í umrætt kvæði, þá fanst, oss það samt sem áður óhjákvæmilegt, þar sem hlut eiga að máli allir íbúar hins norður-amer- iska meginlands, og þá að sjálfsögðu vestrænir Islendingar líka. KvenþjóSinni í Ameríku, lýsir “lárviðar- skáldið” þannig: “KvenfólkiS, málað og sálarlaust selur sjúkt hold; — þess spillingu ilmvatnið felur. Hjá skækjunum “pólití” flöskuna fylla; svo fá þeir sér koss og mikið þeima dilla.” “HöggormskynjaS, og hrekkjótt og svikult, hjartalaust, ósjálfstætt, fésjúkt og kvikult er kvenfólk; — það aðeins elskar til dauða “inndæla” dollara gullið hið rauða.” BlygSunarlausari lýsingu á .betri helmingi mannkynsins, hefir íslendingum vafalausl/ aldrei verið boðið upp á. Til þess að samræminu í ósómanum verði ekki misboðiS, og að kvæðið kafni ekki nndir nafni, lætur höfundur það enda á þessa leið: “Ameríka! þú ert Andskotans lands hér á jörðu; öfl sjálfs Djöfulsins vinna þín spillvirkin hörðu. Helvíti ertu, því eldurinn stórglæpa logar. Þig óðfluga spillingin niður í kviksyndið togar!” Samlagssölu aðferáin. 1 Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- = = afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega 5 E laegri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin = = hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = = vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, «era henni 5 = ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E = vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru = E fyrgreind þrjú meginatriði trygð. E Manitoba Co-operative Dairies Ltd. | 846 Sherbrooke St. - ; Winnipeg,Manitoba = fvi 111111111E1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111H1111111111111111111111111111 ri Þeir Islendingar, er í hyggju hafa að flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af Islandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Hœttan ekki um garð gengin. Þegar hvíti maðurinn kom var um stöðuga hættu að ræða frá fyrirsátri Indíána. Þó mörg ár séu liðin frá þeim tíma, er sitja um eignir hinna fáfróðu. Án verndar hinna nýtízku banka- stofnana, er ávalt háski á ferð. Th© Royal BanK of Canada Vandræðamanni þeim, er kvæði þetta hefir ort, er óþarft að lýsa. Hann er vitanlega hrjóst- umkennanlegur vesalingur, ómýndugur, að minsta kosti í andlegum skilningi. En hitt gegnir meiri furðu, að jafn útbreitt blað, sem Alþýðublaðið vafalaust er/blað er jafn ákveðið þvkist bera fyrir brjósti, andlega og efnalega velfarnan íslenzkrar alþýðu, skuli dirfast að misbjóða lesendum sínum með öðrum eins ó- fagnaði og þessu íeðisfleipri “lárviðarskálds- ins.” Kemur oss það undarlega fyrir, ef ís- lenzkir alþýðumenn yfirleitt, taka ólvf jan slíkri með þökkum. Ekki horft í skildinginn. Árið 1907, eða fyrir réttum tuttugu árum, har svo til, að Friðrik hinn áttundi Danakon- irfigur heimsótti Island, ásamt fríðu förunevti. Var við hafður viðbúnaður mikill af hálfu stjórnar og þings, sem títt er, þá tigna gesti ber að garði. 1 veizlukostnaðinn var heldur ekki horft, þótt þjóðin yrði að fá lán hjá dansk- inum, til að borga fyrir brúsann. Nefndir til að annast um undirbúninginn, voru fleiri en tölum tjáir að nefna, og þótti slíkt hin mesta mannvirðing, að komast í ein- hverja þeirra. Ein nefndin, að því er oss minn- ir, var kölluð smökkunarnefnd, skipuð einvala liði. Skyldi sú prófa mjöð þann og veigar, er gæða átti á konungi og hirðmönnum hans. Að nefnd sú hefði leyst störf sín samvizkusamlega af hendi, voru víst aldrei bornar brigður á. Ibúar Manitobafylkis, ákváðu við atkvæða- greiðslu þann 28. júní síðastliðinn, að lögleidd skyldi sala öls í glasatali. Brackenstjórnin hafði heitið því í boðskap sínum til síðasta þings, að slík atkvæðagreiðsla skykli fram fara, og hefði því vel átt að geta verið við því búin, að semja þar að lútandi löggjöf. En svo var ■bersýnilega ekki. Stjómin, aldrei þessu vant, fann til vanmáttar sfns, og hefir því Mr. Brack- en, ásamt dómsmálaráðgjafa sínum, verið á “útreiðartúr ” á annan mánuð, til þess að kynna sér eit^hvað í sambandi við bjór. Verð- ur síðan sennilega föst nefnd’ sett í málið, hvað svo sem hún kann að verða kölluð, er af eigin- reynslu kann full skil á hinurn ýmsu bjórteg- undum. Mr. Bracken horfir ekki alt af í skildinginn, — veit enda sem er, að fólkið verður að borga hrúsann, hvort heldur því líkar betur eða ver. Canada framtíðarlandið og Vestur-Islendingar. iii. Champlain fór þennan leiðang- ur í bandalagi við Huron og Al- gomípin Indíánaflokkanna í hagn- aðarskyni, í stríðserindum á hend- ur Indíánaflokki þeim, sem Iro- qúois. nefndist. .Mættust þeir í fyrsta sinni þarna við vatnið, tvö hundruð herskáir, sterkir og stæltir Indíánar af þessum kyn- flokki, og Champlain með örfáa imenn. Bjqlrgaði hann þar lífi sínu og manna sinna fyrir það, að hann hafði skotvopn, en andstæð- ingarnir voru þéim óvanir og þegar áhlaupi Indíánanna var svarað með skothríð, sem strax lagði að velli þrjá úr flokki þeirra, dauða eða særða, urðu þeir felmtursfullir og flótti brast í lið þéirra, og Champlain átti þar sigri að hrósa, en þessi óverð- skuldaða árás Frakka á saklaus- an mannflokk, varð þeim dýrt spaug í framtíðinni, því 1615, þeg- ar hann í bandalagi við Huron Indíána flokkinn, hóf aðra herför á hendur þeim, þéið hann slæman ósigur, þrátt fyrir skotvopna út- búnað sinn. Þessar árásir Frakka á þenna kynflokk, hafði þær af- leiðingar, að þeir ávalt síðan báru til þeirra fullan fjandskap, og 'seinna, þegar að þeir sjálfir voru búnir að læra hernaðaraðferð hvítra manna, búnið að læra að nota byssuna og höfðu hana til hernaðar, þá hefndu þeir grimmi- lega á nýlendum Frakka, sem oft og einatt voru varnarlitlar fyrir; og í öllum skærum Frakka og Englendinga, í meira en heila öld í nýlendunni, voru hinir hraustu og hugdjörfu Iroquois menn á- valt Englendingum fylgjand'i að málum, en Huron og Algonqtíins flokkarnir styrktq hersveitir Frakka. Þegar maður les sögu Vestur- heims, finnur maður til þess, að mörg eru blóðug spor hvítra manna í viðureigninni við þá þjóðflokka, sem fyrir voru, og enginn vafi er á því, að þeir áttu sinn þátt í því að æsa upp eldinn í hjarta þessara villimanna, sem eins fúsir voru að launa gott með góðu eins og nokkur hvítur mað- ur, en voru um leið hefnigjarnir og grimmir, þar sem þeir voru beittir ranglæti og svikum. Þeir gleymdu seint aðförum hinna fyrstu Frakka, er þeir námu burt með valdi menn úr hópi þeirra og fluttu heim til Frakklands og sem aldrei komu til baka; en hvítir menn urðu oft að gjalda, og sann- ast þar hið fornkveðna, að “sér grefur gröf þó grafi.” En Champláin var hinn nýtasti maður og lagði mikið í sölurnar til að kanna óbygðirnar norður og vestur, fór hann upp eftir Ottawa-ánni eins lángt eða lengra þar sem höfuðborgin Ottawa stendur nú; einnig rannsakaði hann strendur Georgian flóans og fann Huron og Ontario stór- vötnin. Champlain var skipaður land- stjóri í Canada. en embættistíð hans varð stutt, því Englending- ar, sem áttu í stríði ýið Frakka, sendu flota sinn til Quebec, undir forystu Sir David Kirke, og í seinna áhlaupinu, sem hann gjörði á borgina, náði hann henni á vald Englendinga og var landið á valdi þeirra í þrjú ár. Að stríðinu loknu fengu Frakkar aft- ur lendur sínar og Champlain tók á ný við stjórninni, og beitti öll- um kröftum sínum nýlendunni til hagsmuna.^ Yar það hinn mesti skaði, er hann snögglega féll frá, að eins 68 gamall. Hefir hann réttilega verið talinn faðir ný- lendu Frakka í Canada. Það sem einkendi sögu Canada á 17. öldinni sérstaklega, var á- herzla sú, sem konungar Frakka lögðu á það að stækka lendur sín- ar á kostnað Englendinga, og kapp það, sem lagt var á það áð boða Indíánum kaþólska trú. Er saga trúboðanna að mörgu leyti áhrifamikil og merkileg; sýndu þeir undra mikla þrautseigju og kjark, því Indíánarnir voru sein- ir til að veita fagnaðarerindinu móttöku. Störfuðu trúboðarnir sérstaklega fyrst meðal Huron Indíána flokksins í héruðunum umhverfis Georgian Bay, og með-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.