Lögberg - 25.08.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.08.1927, Blaðsíða 7
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1927. Bls. 7. JAHVE, Síðan gekk Jahve fram hjá honum og kallaði: “Jahve, Jahve, miskunnsamur og líknsamur Guð, þol- inmóður, gæzkuríkur og harla trúfastur.”—2. Mós. 34, 6. Miskunnsamur. Ver hljóð, ó jörð! og hlusta á: Þér himingéima stjörnu-safn mun drottins mátt og dásemd tjá, hve dýrðlegt sé hans mikla nafn. Með fingri Guðs, um lög og _láð, um ljóssins braut, í sólna-geim, er nafnið, Jahve, skýlaust skráð, og skín í miskunn, ást og náð um allan, allan heim._ Hans náð og miskunn eilíf er, til endimarka geimsins nær, og lífrænt alt í heimi hér af himins lindum drukkið fær. Hið m'insta bló'm og barnið smátt, í blíðu faðmi kærleikans, fær ljóma sinn og lífsins mátt, þar lof^r Guð sinn frískt og kátt, og miklar miskunn hans. ____ d Liknsamur. Hans líknargjafa grunnlaust haf, er græðilind, sem hressir alt. Hann sekum héimi soninn gaf, Jjað sýndi bezt, hve alt var faít hjá föðurást, sem unni heitt • því öllu, sem á þroskabraut \ var slægum dauðans brögðum beitt, og beint í myrkrin grafar leitt. Það hjálp Guðs bezta hlaut. Hver barnsleg sál fær blessun hans, hann breyskum gefur langan frest, hann vægir sál hins vonda manns, og veikum hjúkrar allra bezt; Hann býr í ljóssins himn'i hátt, og hjarta manns, sem göfugt er, hann styrkir lúins lítinn mátt, og líknar þeinu sem eiga bágt. Hans auga a 11 a sér. Þolinmóður. Hann bíður þess um ár og öld, að allir menn sín bæti ráð, hans þolinmæði þusundföld er þrjózkum lýð hin mesta náð. Hann bíður þess, að brákað strá og brostið hjarta gró'i vel, og heim það barn, sem honum frá sér hefir snúið, megi ná, og þroska kærleiks þel. Hann vill hið gamla, visna tré, sem vægir guðleg þiðlund hans, , að lengur standa 1 átið sé, og ljær því höndur vínyrkjans, og þá er honum þessi þið, um þúsund ár, sem dagur einn, svo góður JAHVE, Guð, er ýið alt gróðrarsnauða mannkynið, í elsku heill og hreinn. Gæzkuríkur. Hans guðdómseðli glögt má sjá, því gæzka hans til allra nær, og villist trúar-tæpur, — þá er týndur sonur honum kær. Að elska: það er yndi hans, því éilíf gæzkan þráir mest, að svala hjarta sérhvers manns, það sýnir kenning Lausnarans, og gjöf hans gæzku bezt. Hans gæzkuríka guðdóms mál í geislarit'i ljóssins skín, í lífsins bók, hver lúin sal_ þar lesið getur: “kom til min. Þar opnast föður faðmur hlýr, þar finnur barnið hvíld og skjol, og hver, sem upp við brjóst hans byc sem barn Guðs, verður allur nýr^— hjá Guði sannleiks sól. , Trúfastur. Sem allra heima eilíf bönd um algeims sólna.brautir ná, sá straumur kraftar hans úr hönd, sem himintunglin glitra á, — sem frumlög Guðs, öll föst og sönn hans fyrirheiti reynast oss, þeim brevtir aldre'i tímans tönn, hans trúfesti er ávalt sönn, og þolir kvöl og kross. Þótt breytist alt og bregðist hér, þá bregst Guð aldrei sínum lýð. Hann þarfir eins og sérhyers sér, ' og sinna gætir alla-tíð, svo trúfastur og tryggur við sín trygðrjúfandi. gálaus börn, að bréyskum altaf bvður frið og bersyndugum veltir grið, er hrjáðum voldug vörn. Pétur Sigurðsson. —Eg nota orðið, Jahve, í þessu kvæði, að eins af sérstakri ástæðu, en kann þó mikið betur við orðið drottinn.—Höf. Frá arninum út í sam- félagið. Ræða, flutt á Hnausum á Islend- ingadaginn, 1. ágúst. Eftir Halldór Kiljan Laxness. Heimili æskulýðsins hefir fært út kvíar sínar frá arninum út í samfélag'ið, Það er ekki að eins salarveggir stórborgarans, sem hafa færst út, — nýja öldin hefir ekki gleymt kotungnum, að sið hinna fyrri alda. Baðstofuþrösk- uldur kotungsins er ekki framar ókleift bjarg. Það er hið ánægju- legasta í þessu máli. Börn kot- ungsins eiga leikinn, engu síður en börn stórborgarans í félagslífi nútímans, þessu félagslífi, sem er á fóðum vegi að skapa al- gerð aldahvörf í sögu menningar- innar. Engin orð, sögð á íslenzku máli, veit eg fremur hafa orðið að áhrinsorðum, en þessar hend- ingar úr íslandsljóðum Einars Benediktssonar “Sjá, hin ungborna tíð vekur storma og stríð, leggur stórhuga dóminn á féðr- anna verk, heimtar kotungum rétt og hin kúgaða stétt hristir klafann og sér: hún er (voldug og sterk.” 1 Eg ætla ekki að. fara með yður upp í neinar skýjaborgir; það gæti nefnilega hefnt sín grimmi- lega, ef rið dyttum niður. Mig langaði að eins til að nota þessi fáu augnablik, sem eg fæ að njóta í návist yðar, til að ítreka við yður fáeinar hversdagslegar stað- reyndir, í þeirri von, að það kynn’i að veita okkur aukinn skilning á nokkrum dráttum í andliti hinnar nýju kynslóðar. Við skulum ekki tefja tímann með neinu óþarfa-fjasi, heldur snúa okkur strax að þeim aðal-línum, sem okkur langar til, að rannsaka. Gömul speki, sem vér þekkjum úr ýmsum þjóðlegum orðskviðum, þess efnis, að það séu bernsku- áhrifin, sem skapi mannínn og framtíð hans að ótrúlega miklu leyti, má nú heita einróma álit uppeldisfræðinga og sálkönnuða. Það sem okkur verður nú fyrst fyrir að staðhæfa, með tilliti til nútíðarbarnsins, er þetta: Nútíð- arbarn nýtur skólabundíns upp- eldis frá óvitaárum og þar til það er frumvaxta. Leið barns, sem öðlast nýtízku-uppfóstrun, liggur úr vögguskálanum (nursery) út á barnaleikvöllinn (kindergarten) °g af leikvellinum í barnaskólann (public school). úr barnaskólan- um liggur svo leiðin til sérnáms- ins, þar sem menn læra lífsstarf sitt. Skólarnir veita okkur ungum aðgang að þeirri þekkingu, sem þjóðfélagið telur í senn nýtasta manninum og ánægjulegasta, þéir kenna oss þær siðferðisreglur, sem eiga að skapa nauðsynlegt sam- ræmi í athafnalíf vort og viðskifti og þeir upplýsa okkur í þeirri trú, sem á að hugga manninn og hressa á ömurlegum stundum, þegar jarðnesk gæði hafa brugð- ist.. Nú ætla eg ekki að krefjast þess, að þér samþykkið með mér, að það, sem skólarnir kenna, sé hin nytsamasta þekking, hin rétt- asta breytni, né hin eina, sanna trú, en hitt vildi eg að þér við- urkenduð með mér, svo að við gætum bygt athuganir okkar á meira skilníngi, að þessi stofnun: hinn almenni skóli, sem veitir jafnt aðgang öllum börnum allra stétta, — hann er í rauninni mjög fullkomin hugmynd út af fyrir sig. Hann er regluleg same'ignar- stofnun, þar sem ríkið safnar saman öllum börnum sínum án t'illits til stétta eða efnahags for- eldranna, börnum kotungsins, engu síður en stórborgarans, öll- um eins og á eitt stórt heimili, með því markmiði einu, að ljá þeim þekkingu til undirbúnings fyrir lífið og manna þau. Skóla- fyrirkomulag nútímans er fram- kvæmd á einu atriði jafnaðarhug- sjónarinnar, og fyrir rúmum mannsaldri síðan hefðu það þótt öfgar og ósvinna, ef nokkur hefði gengið svo langt í jafnaðarkröf- um sínum, eins og að krefjast þess, að stofnsettir væru barna- skólar handa almenningi. Áður fyrri var þekkingin einnig séreign ríkari stéttanna. Nú skulum við snúa okkur í einu andartaki frá skólunum til starfsins. Eins og við höfum gengið úr skugga’ um, að barna- uppeldið gerist ekki framar að neinu umtalsverðu leyti kr'ing um arin fjölskyldunnar, heldur úti í hinu stóra heimili samfélagsins, þannig þarf ekki að svipast lengi um til að sjá, að verksv'ið nútíma- mannsins liggur langt fyrir utan vébönd heimilanna. Heima fyrir er enginn krókur eða kimi, að undanteknu eldhúsinu, þar sem hægt er að vinna nokkurt verk, enda er heimilið ekki innréttað framar með það jfyrir augum. Jafnvel ungu stúlkurnar eru hætt- ar að finna pláss heima, til að sitja yfir hekli eða útsaumi. Æskumaðurinn vaknar að morgni til þess að fara út af heimilinu til starfs síns, annað hvort í verk- stæði eða verksmiðju, verzlun, skrifstofu, — eða hvar það nú er. Og þegar hann kemur heim til máltíða, er hann næstum eins og framandi maður. Hann matast í skyndi annars hugar og er horf inn óðar en hann hefir rent niður síðasta munnbitanum. Áhuga- efni fjölskyldunnar, sem pabbi og mamma r^eða við borðið, láta hann ósnortinn eins og flest það, sem við ber innan heimilisins. Þar sem hann vinnur eru þéir, sem deila með honum áhugamál- um hversdagsins. Störf öll á verkbólum nútímans verður að vinna í nánum félagsanda og andi samstarfsins skapar grundvöll- inn fyrir kunningsskap og vip- áttu. Það er í starfsheimi sínum, sem nútímamaðurinn eignast sína raunverulegu bræður og systur. Ættum við nú að líta eftir hvar æskulýðurinn skemtir sér? Sjá- um við hann oft sitja kring um arininn heima og hlusta á sögur þeirra pabba og afa á kvöldin? Nei, heimaskemtanirnar, að með- töldum kyrlátum kaffikvöldum, þar sem rosknar frænkur sítja og frændur með langar pípur í munninum, þar sem fjölskylda og ættingjar safnast saman til að spila trompvist eða hlusta á heimabakaða músík, — þetta til- heyrir fortíðinni. Unga fólkið nú á dögum “hefir eins slæman tíma” og fiskur uppi á þurru landi í félagskap gamla fólksins; við könnumst öll við þessa löngu geispa. Sannleikurinn er sá, að unga fólkið gerir miklu harðari kröfur til skemtana en heimilið með sínum fábreyttu kröftum er megnugt að veita. Aukin ment- un skapar alstaðar auknar kröf- ur. Unga fólkið tekur viðburða- ríka sögu leikna á kvikmynd, langt fram yfir frásagnir af hinum fá- skrúðugu æfintýrum gamla fólks- 'ins. Gamla fólkið þreytt'ist aldrei á að syngja ættjarðarsöngvana sína og þjóðsöngvana upp aftur og aftur, og lét jafnan vel við þótt miður tækist, en það hefir gefið börnunum .tækifæri til að menta eyru sín Svo, að þau gera kröfur stigin mitt í önnum dagisns. Og það er verulega örfandi, að sjá þessi stóru félagsheimili fólks- ins, veitingastaðina, þessar hljóm- sælu vinjar í eyðimörk hins erfiða dags, fyllast af frjálsum, starfs- glöðum æskulýð, sem heilsar vin- um og kunn'ingjum til beggja handa, stígur dans milli borðanna, tæmir bollana sína og er horfið éftir nokkur augnablik inn á víð- erni starfsveraldar sinnar á ný. íþróttaáhuginn hefir á vorum dögum fest rætur í öllum stéttum þjóðfélagsins, öfugt við það, sem áður var, þegar jafnvel iþróttir voru dægradvaljir, sem engir máttu leyfa sér nema ríkari stétt- irnar og aðall'inn. Iþróttaiðkanir nútímans eru að melra eða minna leyti félagsbundnar skemtanir, sem ómögulegt^er að njóta heima fyrir, enda eru þær allar stund- aðar “úti’”. Fyrir mörgum æsku- mönnum, piltum og stúlkum, taka þær upp allar tómstundir, þær eru skemtun, sem hið stóra þjóð- arheimili geldur samhuga þátt- töku, með fastar síður í hverju dagblaði, eins og stjórnmálin eða kauphöllin, og hafa átt ekki hvað síztan þáttinn í því að draga hugi unga fólksins frá arninum út í samfélagið. Eg vona, að þið hafið tékið eft- ir því, að eg hefi hvergi verið að áfellast neitt né hefja annað t'il skýjanna. Eg hefi að eins verið að skýra hlutlaust frá nokkrum stað- reyndum úr félagslífi nútímans, og reynt að sýna fram á, að það er engin furða, þótt æskumenn þessarar aldar séu félagsbundnar verur, þegar tekið er tillit til þess, að félagsandinn hefir mót- að þá jöfnum höndum gegn um uppeldi, starf og' íþróttir. Lýð- ræðisandinn í hinu opinbera upp- eldi hefir vakið samfélagsvitund- ina hjá börnunum ungum, og þótt hugsjónir afturhaldsins búi enn í sterku vígi, þá sannast betur og betur með hverju árinu sem líður, að sú vitund er helzt í vexti með þjóðunum. Hinir ungu kraftar allra þjóða stefna í áttina til þess að gera þjóðfélagið að einni sam- starfandi heild, að einu stóru heim'ili. Fyrst þegar hugarfar æskunnar hefir valdið nógu miklu losi á þeim innréttingum fortíð- prinnar, sem afturhaldið er full- trúi fyrir og gerir sitt til að vernda, þá er von þeirra byltinga, sem skapa hið nýja þjóðfélag, þar sem samvinna einstaklinga í þágu rikisheildarinnar kemur þar í stað sem nú er háð hvað heimskuleg- ust og sálarlausust barátta um frumrænustu lífsgæðin, daglegt brauð. Eg þykist vera allvel kunnur þeirri skynsamlegu gagnrýni og eins sleggjudómunum, sem æskan sætir frá fyrirsvarsmönnum for- tíðarjnnar. Eg hefi sjálfur manna mest orðið fyrir barðinu á þeirri gagnrýni og þeim sleggjudómum heima á okkar elskaða föðurlandi. En eg skal játa, að eg hefi ekki æfinlega tekið þeirri gagnrýni að sama skapi alvarlega, sem hún hefir verið sett hátíðlega fram. Afturhaldið hefir lag á því að slá um sig með þessum hátiðlegu og háheilögu orðtækjum, sem gerir okkur öll svo standandi hlessa. Eg hefi iðulega heyrt því hald- ið frapi, að æskulýðurinn sé al- vörulaus, trúlaus, tryltur, nautna- sjúkur, siðspiltur og alt þar fram eftir götunum. Eg hefi. meira að segja oft hert lýst yfir því í fúl- ustu álvöru, að lífernishættir æksulýðsins, hugarfar og hugð- arefni fari alveg sérstaklega í bága við vilja alrr.áttugs guðs. En sem betur fer, þá er nú svo gott að vita, að m'ikið af þessum yfjrlýsíngum væri syndsamlegt að taka hátíðlega, því þær koma frá faglærðum lygurum og hræsn- urum, sem hafa þegið mútur hjá afturhaldinu fyrir að ljúga og hræsna. ,Sannleikurinn um æsku vorra tíma er sá, að heimurinn hefir aldrei augum litið jafn vel ment- aða æsku og ekki starfshæfari heldur. Gildi nútímamentunar lýðinn um skort á alvörugefni. ættu að hugsa út í það. En þeg- ar til þess kemur, að æskulýður- inn er sakaður um nautnasýki, tryllingu og spillingu, þá verð eg að biðja afsökunar, því eg hefi löngu gefist upp á að finna nokk- ura alvarlega merkingu á bak Við þau orð, eins og eg heyri þau al- ment notuð. Eg hefi persónu- lega aldrei átt í eigu minni hæfi- leikann til að sjá þann grundvöll, sem skapar réttmæti aðfinslanna gegn ástalífi æskunnar. Eg á á- kaflega erfitt með að setja mig inn í þann hugsunarhátt, sem sér alt mögulegt ljótt og óguðlegt í ástum æskulýðsins, ef þær enda ekki í æfilöngu hjónabandi. Það er mislukkuð æska, sem lætur ellina þrýsta á slagæð sína, hlýðir blind hefðbundnum erfi- kenningum og skortir þrótt til þess að skapa ný verðmæti upp úr~arfi fortíðarinnar. En ef það getur ekki verið óblandin ánægja hinnar hrörnandi kynslóðar, þá er það líka óhjákvæmllega harmle'ik- ur hennar, að komast að raun um, að æskan á alt af leikinn. Marg- ir rosknir menn og konur mundu eiga rólegri daga og enn rólegri nætur, ef þeir gerðu sér ljóst, að þessar svokölluðu ódygðir æsk- unnar eru einatt grundvöllurinn að dygðum framtíðarinnar, hversu öfugmælt sem það kann að hljóma. Góðir hálsar, yður er ó- hætt að reiða yður á, að nýja kynslóðin verður ekki fátækari að dygðum en sú gamla var. Það er ekki dygðunum sem fækkar með hinum ungu. Það sem tekur stakkaskiftum er mat kynslóð- anna á dygðum. Menni, sem vilja ekki gera sér far um að skilja hinar þjóðhagslegu orsakir, sem liggja til grundvallar breyttu mati á dygðum, þeir ganga hvorki meira né minna en fram hjá e'in- um þýðingarmesta lærdómi menn- ingarsögunnar. „ Siðferðismæli- kvarðinn er breytingum undirorp- inn frá kynslóð til kynslóðar. Á dögum forfeðra okkar þótti dygð að láta hefnd fram koma fyrir frændvíg. Nú væri seinni villan talin argari hinni fyrri. Ef kvenfólkið er farið að ganga í buxum, sem hefði þótt aldeilis syridsamlegur dónaskapur áður fyrri, þá mætti athuga, hvort ekki væri um að ræða aukna eft- irspurn eftir vinnukrafti á verk- bólum, þar sem hagkvæmara er að klæðast buxum eða pilsum, áður en farið væri að halda vandlætingar- ræður frá prédikunarstólunum um þessa spillingu. Og ef það XHXKZMSHBHXKSHSHBHSHBHXHXHXHaCHXHXHSHSHBHSMSHXHSEHSHEHS M Rjómasendendur veitið athygli! Sendið oss næsta rjómadunkinn. Munuð þér verða meira en ánægðir með árangurinn. Vér höfum aldrei haft óánægð- an viðskiftavin enn, og munum aldrei hafa. Vér greiðum hæsta markaðsverð og ábyrgjumst að þér verðið ánægðir með viðskifti vor. Skrifið oss og biðjið um merkiseðla. Modern Dairy Ltd. ' ST. BONIFACE, MAN. H X H B H X M H 3 B x H X | H X H H X H BHBMKKBHXMBfc'BHBMBMBHBHBHBHXHXHBHXHXHXHXHXHXHBMXHBHXMX skyldi reynast satt að stúlkurnar legt félag hefir tekið nú á dögum væru farnar að stíga fyrsta sporið í áttina til piltanna, þvert ofan í það, sen; áður var lenzka, þá væri áhættumikið að álykta sem svo, að lauslæti ungra stúlkna væri að færast í vöxt, einkanlega ef það skyldi nu standa þannig á, að hlutfallstla karl- manna hefði færst niður í nýaf- staðinni styrjöld eða einhverju slíku. — Menningarsagan kennir sem sagt skýrum stöfum, að það er þjóðhagsleg breytiþróun, sem stjórnar hinum sí-breytilega mæli- kvarða kynslóðanna á öll verð- mæti, — eins þau, sem við heim- færum undir siðgæði og dygðir. Ekkert stendur í stað. Eg held, að margt hafi nú lif- að fífil sinn fegurstan af Verð- mætum þeim, sem drógu fortíð- ina drjúgast. Til þess að komast á þá skoðun, þarf ekki annað en líta á þessa stofnun, sem eg mint- ist á í upphafi: heimilið, sem áð- ur fyrri var hinn heilagi kastali borgarans. Þessi heilagi kastali er á tímum hinnar yngstu kyn- slóðar bréyttur í hótel, þangað sem menn koma að eins til að eta og sofa. Aldarfar vorra tíma v'irðist benda mjög í þá átt, að heimilið kollvarpist alveg í hinni fornu mynd í náinrii fram+ið, og sömuleiðis virðist hjónabands- hugmyndin vera mjög á reiki. Eg játa það, að eg er blindur á drættina í andliti samtiðar minn- ar, ef sú ályktun er villa. Eg held að heimilishugmynd framtiðar- innar, sem á fyrir sér að dafna í aldarfari nýja thnans, sé sú, að þjóðfélagið alt verði gert að einu stóru heimili, þar sem allir kraft- ar saméinist að einu stóru mark- miði: algerðu afnámi stéttamis- munarins. Það er vakning jafn- aðarvitundarinnar, sámfélagshug- sjónin, sem einkennir þroska síð asta mannsaldurs, og undir þe'im stjörnumerkjum er unga kynslóð- in uppalin. Sá þroski, sem mann- síðustu áratugum, byggist ekki á þeirri trú, að enginn guð eigi rétt á sér, nema Guð Abrahams, ísaks og Jakobs, heldur á þeirri tsú, að engin siðmenning eigi rétt á sér önnur en sú, sem veitir öllum mönnum jafnt aðgang að verð- mætum lífsrns, — þá augnabliks- stund, sem oss er unnað þeirrar náðar að mega gleðjast og mæð- ast hér saman; Frá Islandi. Reykjavík, 16. júlí. Skýrsla Bændaskólans á Hvann- eyri fyrir 1926—27, hefir Mbl. nýlega borist. Á skólanum voru 21 nemandi í efri ’deild og 29 í neðri deild. Kennarar hkólans voru hinir sömu og áður Halldór Vilhjálmsson skólastjóri, Þórir Guðmundsson, Steingrímur Stein- þórsson og Þorgils Guðmundsson. Halldór kendi búfjárfræði, um búf jársjúkdóma, búnaðarlöggjöf, mæl'ingafræði, eðlisfræði, söng og bólusetningu á sauðfé. Þórir kendi landsuppdrátt, stærðfræði, efnafræði og líffærafræði. Stein- grímur kendi jarðræktarfræði, mjólkurfræði, búreikn'ingsfræði, íslenzku og dráttlist, mjaltir og fitumælingar. Þorgils kendi leik- fimi og búsmíðar. í skýrslunni segir svo: Síðan 1914-15 hef’ir verið kend hér við skólann náms- grein, sem nefnd hefir verið land- búnaðarlöggjöf. — í fyrstunni var þetta réttnefni, en smámsaman hefir verið aukið og bætt við kensluna, svo nú er það fremur orðið stutt ágrip eða samtíningur á þjóðfélags þjóðhagsfræði. — Verklegt nám stunduðu 8 nemend- ur við skólann. Af þe'im voru 7 alt sumarið á Hvanneyri og unnu að heyskap og öðrum störfum. — Verklegar framkvæmdir eru tald- I ar Sáðslétta 5211 m, flóðgarðar j 22 m, skurðir 339 m. Uppskeran á Hvanneyri varð þetta ár: Taða j 1000 Hkg, tJthey 3000 Hkg, kart- ' öflur 25 Hkg, gulrófur 225 Hkg. Einhverntíma til miklu æðri hljómrænnar snild- fram yf;r mentun fyrri alda er ekki falin í því, að einhver úr- valsstétt (élite) viti nú meira en einhver úrvalsstétt vissi áður fyrri, heldur í hinu, að alþýða manna hefir nú meiri þekkingu til brunns að bera en dæmi eru til um nokkra alþýðu áður. Það er jöfnuðurinn, sem oss ber að fagna í mentun nútímans. Það má vel vera satt, að æskulýður vorra tíma sæki kirkjurnar fremur af kurt- eisi við gamla fólkið, en af svo kallaðri sáluhjálparþörf, en þrátt fyr'ir trúleysið, sem honum er bor- íð á brýn, þá er hann kurteisari, vingjarnlegri og prúðari en hægt er að ímynda sér nokkurn hrein- trúarmann, og enn er annað, sem æskumönnum nútímans verður ekki neitað um með nokkurri sanngirni: að kunnátta þeirra hvers til síné starfa er í frábæru ar, en heimasöngsins, ef þau eiga að njóta einhvers unaðar af tón- um á annað borð. Unga fólkið sækir hljómleiífena úti í hinum stóru sönghöllum borgarinnar, þar sem sóló-snill'ingar eða lærð- ar hljómsveitir flytja boðskap hinnar æðstu listar. Og þegar við tölum um skemt- anir æskulýðisns, þá væri synd að gleyma dansinum. Dansinn, með h'inum léttu lögum sínum, sem fremur mega kallast leikur að hljómföllum en tónlist, — hann er orðinn eins konar undirleikur við hversdagslíf nútímans. Það er svo beggja megin hafsins. Það er oft ánægjulegt að vera stadd- ur í tehöllum stórborganna um nónbilið, þegar ungir menn og konur koma frá störfum sínum til þess að fá sér síðdegishressingu getið ÞÉR líka flogið til Parísar Nýjung 1 dag—algongt á morgun. pegar fyrst var flogiS yfir Atlants- hafiS, þá var það mikill sigurfögn- uSur fyrir hina vísindalegu n&- kvæmi»i. Visindaleg nákvæmni! Hún gerir íoftferSir nútímans Imögulegar olveg hiS sama veldur þvi, af heitt loft er nú þaS fullkomn- asta itil aS hita húsin meS Rétt innsett áhöld til að hita með heitu lofti, eru A hollustu, áineiðanleg- ustu og ódýrustu. 35n þau vefða að vera rétt sett FRESH AIR CODEINSTALLED imv. Verður aS gerast með ná- kvæmni visindanna. Með þvi að fylgja ná.kvæmlega settum reglum, sem bygðar eru & visindalegii reynslu, hefir McClary's hafið þessa hitunaraðferð til meiri fullkomnunar en nokkur önnur hit- unaraðferð hefir n&ð. Hedlsusam- legur 'hdti allan sMarhringinn og stöðug þægindi og mikill sparnaður & eldivið—alt ^ þetta hafa menn, ef þeir lAta McClary’s setja inn Sunshine Furnaoe, samkvæmt þeirra föstu .feglum. og taka sér síðan snúriing milli ágætislagi, en einmitt þetta er bitanna og sopanna. Ekkert með- j e'itt hið lofsamlegasta, sem hægt al er jafn heilnæmt og saklaust er að segja um nokkurn mann — til að létta af sér starfshyggjunni að hann kunni það starf, er hann í svip eins og nokkur danspor stundar. Þeir, sem saka æsku- McClary’s eru hinir einu i Canada, sem tilheyra Natkonal Warm Heating and Ventllating Association, sem er leiðandi iðnfélag og sem fylgir fyrnefndu reglum við innsetning hltunar- tækja. Með þvi að heimita McClary’s Sunshine Furnace sett inn eiftir þessum reglum, itryggið þér yður hin hollustu, þægilegustu og ödýrustu hitunartæki, sem til eru fyrir heimili yðar, og það fyrir hérumhii helmingi minna verð heldur ©n önnur, sem öfull- komnari eru. Fyllið út og sendið oss með fylgjandi miða og vér sendum yður nafn og utanáskrift næsta manns, sem selur McClary’s vörur og sem ábyrgist yður að hibavélarnar séu svo uppseittar, að þér séuð ánægður með þær alla æfi. Sendið pennan Coupon The McCIary Manufacturing Co. London, Canada. Please send me address of Nearest McClary’s Dealer who installs Sunshine Furnaces according to Standard Code. Niame .................................. Address 1............................... MXIarys SUNSHINE FURNACE A það má einnig setja Miles Automatic Furnace Fan, ef óskað er.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.