Lögberg - 01.09.1927, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.09.1927, Blaðsíða 1
40. ARGANGUR I WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN I, SEPTEMBER 1927 NUMER 35 Helztu heims-fréttir Canada. Látinn er nýlega í Owasso í Michiganríkinu, canadiski rithöf- undurinn James Oliver Curwood, fjörutíu og níu ára að aldri. Reit hann alls tuttugu og f jórar skáld- sögur, og eru flestar þeirra lýs- ingar á norðvesturlandinu, útsýni og staðháttum. Fyrsta sagan hans "The Courage og Captain Plum", kom út árið 1908. 1 •» * » Ákveðið hefir verið, að fylkis- þingið í Quebec komr saman í öndverðum janúarmánuði næst- komandi. , * • » 1 eldsvoða, sem upp kom í Mont- real þann 23. þ.m., létu sjö mann- eskjur lífið. * * * Heyrst hefir að það stæði til, að Canada stofnaði sendiherra em- bætti í London og að Bretar stofn- uðu annað í Ottawa. Hon. Mac- kenzie King segir, að þetta sé ekki rétt, hvað Canada snertir, því að í þessu efni verði engin breyting gerð fyrst um sinn, og að Mr. P. C. Larkin haldi áfram að vera fulltrúi Canada í EnglandL Hitt geti hins vegar vel verið, að Bret- ar sendi sérstakan sendiherra til Canada, auk landstjórans, sem í raun og veru sé -að eins f ulltrúi konungsins, en ekki stjórnarinn- ar. En það sé fyrir stjórnina í London að ráða iram úr því máli. * * * United Grain Growers félagið hefir ákveðið að geriða hluthðf- um sínum 8 af hundraði, yfir fjárhagsárið, sem endaði þann 31. þ.m. Hefir félagsskapur þessi fært mjög út kviarnar hin síðari ár, og stendur að öllu leyti á föst- um fótum. Forseti félagsins er Hon T. A. Crerar, fyrrum land- búnaðarráðgjafi sambandsstjórn- arinnar. * * » Ellistyrkslögin, sem sambands- þingið samþykti í vetur sem leið, eru þannig, að þau koma því að eins til greina, að fylkin, hvert um sig, færi sér þau í nyt og samþykki sjálf lög í samræmi við þau. Því lögin gera ráð fyrir, að fylkin greiði helminginn af þeim út- gjöldum, sem af þeim leiðir. Hins vegar er fylkjunum í sjálfsvald sett, h'vort þau sinna þessum lög- um eða ekki. Eitt af fylkjunum hefir nú tekið upp þessi elli- styrkslög. Það er British Col- umbia. Verður þess nú ekki langt að bíða, að gamla fólkið þar fari að fá styrk úr ríkissjóði og fylk- issjóði. Líklegt þykir, að flest eða öll hin fylkin geri hið sama áður en langt líður. Engin vissa er þó fyrir því enn, hvenær Manitoba- fylki kemur þessh í framkvæmd. Því að eins getur maður orðið þessa ellistyrks aðnjótandi, að hann sé brezkur þegn, hafi átt heima í Canada í 20 ár og síðustu 5 árin í því fylki, þar sem hann sækir um styrk, og hann verður að vera fullra 70 ára að aldri. Sama gildir um karla\ og konur. Styrkurinn er $20 á mánuði, eða $240 á ári og getur styrkþegi feng- ið hann allan, ef hann hefir ekki meiri tekjur annars staðar frá, en sem svarar $125 á ári, séu tekjur hans meiri en þetta, þá fær hann þeim rnun minni styrk. Ef tekj- ur hans eru t. d. $200 á ári, eða ?75 meiri en $125, þá fær hann $75 minna frá stjórninni, eða ekki nema $165, því það er ekki ætl- ast til að sá, sem styrk þiggur, hafi meiri tekjur í alt, en sem svarar $365 á ári, eða $1.00 á dag. 1 öllu landinu er áætlað að elli- styrkur nemi $24,000,000, og af þeirri upphæð borgar Sambands- stjórnin helminginn, en fylkin hinn helminginn. Samkvæmt fólks- tölu bæri Maitobafylki að borga $850,000. En það er tiltölulega færra af gó'mlu fólki í yngri fylkj: unum heldur en í þeim eldri, og mundi því Manitobafylki ekki þurfa að borga svona mikið. Candiskar konur, sem mist hafa þegnréttindi sín með því að gift- ast útlendum mönnum, fá þenna ellistyrk engu að síður, ef þær að öðru leyti fullnægja settum skil- yrðum. * », * • Prinsinn af Wales og George prins bróðir hans, og þeirra föru- neyti, voru í Winnipeg á laugar- daginn. Komu kl. 10 um morg- uninn og fóru seint um kvöldið. Þeir hafa verið um stund vestur í Alberta, en eru nú á heimleið. Eins og nærri má geta, tók Winni- pegborg vel á móti þessum tignu gestum og skemti þeim sem bezt hún kunni meðan þeir stóðu við. * * * Brennivínsgerðar hús hefir lög- reglan í Montreal nýfundið, graf- ið djúpa í jörðu og vel falið. Er það stórkostlegra heldur en önnur af sama tægi, sem fundist hafa áður víðsvegar í Canada. í þess- um kjallara má búa til 12,000 gallon af brennivíni í einu og er áætlað, að útbúnaðurinn allur kosti um $40,000. Tveir menn hafa verið teknir fastir út af þessu, því alt er þetta ólöglegt, eins og nærri má geta. Það lítur út fyrir, að þéir sem þessa at- vinnu reka, hugsi sér að þeir í Quebec vilji fá sterkari drykki en bjórinn, því hægt er að fá hann þar austur frá og það í glösum. * * * Járnbrautamefndin hefir gert fyrirskipanir viðvíkjandi lækkun á flutningsgjaldi á hveiti og öðrum korntegundum með járnbrautum, sem talið er að sé til verulegs hagn- aðar fyrir alla bændur í Sléttu- fylkjunum, sem hveitirækt stunda. Fyrirskipanir þessar eru nokkuð margbrotnar og eru meðal annars í •því fólgnar, að flutningsgjöldin eru gerð jöfn á öllum járnbrauturn vestan stórvatnanna, en nú eru þau nokkuð hærri á aukabrautum held- ur en aðalbrautunum og séu þau gjöld hvergi hærri heldur en Crow's Nest Pass samningarnir ákveða. Þá skulu og þau hlunnindi, sem bænd- ur njóta af Crow's Nest Pass samningunum gilda jafnt fyrir þaíS korn. sem flutt er vestur til Van- couver eða Prince Albert, eins og baÖ sem flutt er til Fort William eða Port Arthur. Þá hefir og flutn- ingsgjald á korni frá FÓrt William •jg Armstrong, Qnt. til Quebec ver- io lækkuð úr 34% centi ofan í t8.- 34 cents hver hundrað pund. Þýð- ir þetta að flutningsgjaldi8 verður ekki nema n cents á hvern mæli korns á þessari leið. Þessi nýi taxti gengur í gildi hin 12. >. m., eða rétt um það leyti að byrjað er að senda hveiti hér úr Sléttufylkjunum til hafnstöjSvanna austur og vestur Hveitisamlagið lætur vel yfir þessum ráðsföfunum járnbrautar- nefndarinnar og það gera aðrir ekki síður, sem þessum efnum eru kunn- ugastir, og líta svo á að þetta sé til afar mikils hagnaðar fyrir bænd- urna. En líklega eru járnbrautafé- lögin ekki eins ánægð með þessa ráðstöfun. gildi, keyptu 85 af hundraði allra bílaeigenda í Illinois ríki alla þá olíu, sem þeir gátu, eða að minsta kosti eins mikið og bílarnir tóku. * * * William D. Bulow, ríkisstjóri í South I/akota, átti að halda ræðu nýlega í Yankton, S. D. Ræðu- efnið var "veraldarsýning", en ræðan var á þessa leið: "Nýlega hélt eg ræðu, sem sumum f éll ekki vel í geð, og sem eg hefi fengið margt óþvegið orð í eyra fyrir. Nú ætla eg að gæta mín betur. Gott qt blesað veðrið í kveld, eða finst ykkur það ekki? Eg er viss um, að þegar eg segi að veðrið sé sé gott í kveld, þá verður enginn til að mótmæla því, við erum öll á einu máli. Það er áreiðanlega gott veður í kveld. Eruð þið ekki öll á þeirri skoðun? Góða nótt" • • • iRobert L. Owen, senator frá Oklahoma, hefir gefið út bók um orsakir að upptökum stríðsins mikla og kemst hann þar að þeirri niðurstöðu, að Frökkum og Rúss- um sé þar aðallega um að kenna. Segir hann, að tuttugu árum áður en stríðið hófst, hafi þessar tvær þjóðir komið sér saman um, að herja á Þjóðverja, þegar tækifærí gæfist, eti frá upphafi hafi það verið ráðið, að koma því svo fyr- ir, að Þjóðverjum yrði kent um upptök stríðsins. Segiet Senator- inn hafa órækar sannanir fyrir þessu, en vafalaust verða ekki allir á einu máli um það, hversu ábyggilegar þær sannanir eru. Bandaríkin. Charles Chaplin, skojlliekar inn alkunni, og kona hans, Lita Grey, eru skilin. Fær hún $625,000 í sinn hlut, og þar að auki 200,000 handa börnum þeirra tveimur. Þau giftust í nóvember 1924 og var konan þá ekki nema á sext- ánda árinu. Hjónabandið varð því ekki langt og sambúðin ky^ð hafa verið töluvert stirð upp á síðkastið. Hefir þetta skilnaðar- mál staðið yfir all-lengi, en nú virðast þau bæði hafa komið sér saman um að skilja, þannig, að frúin fái í sinn hlut þá fjárupp- hæð sem að framan er getið. Lít- ur út fyrir, að frúnni þyki meira varið í peninga heldur en mann- inn og hefir hún þá nú, það sem taún vill. * * * Illinois ríkið stendur ekki öðr- um ríkjum að baki hvað snertir ágæta keyrsluvegi og þeir hafa verið bygðir án þess að sérstakur skattur hafi verið lagður á olíuna sem bílarnir nota. En bilar eru aðallega þau flutningstæki, sem notuð eru á þessum góðu vegum. Nú hefir ríkið lagt skatt á olíuna, sem nemur 2c á hvert "gallon" (4 potta). Bílaeigendurnir marg- ir þykjast ekki sjá, að ástæða hafi verið til að leggja á þennan skatt, og þeir eru að geta sér til hvað við hann eigi að gera. Hvort stjórni*' t.d. nugsi sér að græða blómskrýdda grasfleti fram með keyrslubrautunum út um alt rík- ið, og lýsa svo alt með rafmagns- Ijósum. og byggja brýrnar úr mar- mara í staðinn fyrir steini eða steinsteypu, eins og nú er gert. Dálítið skerðir það tekjurnar, sem vonast var eftir af þessum skatti, að daginn áður en hann gekk í Bretland. Cecil greifi hefir sagt af sér embætti sínu sem einn af ráð- herrunum í brezka ráðuneytinu. Veldur þar ágreiningur milli hans crg Mr. Baldwi^s og hinna ráð- herranna út af takmörkun hers og flota. Virðist honum vera meira áhuga og alvörumál að draga úr herbúnaðinum heldur en félögum hans. Lætur hann þá skoðun sína í ljós í bréfi til forsætis-ráðherra, að stefna brezku stjórnarinnar í þessum málum sé því valdandi, að ekkert varð af samkomulagi á þrí- veldafundinum í Geneva. Mr. Baldwin hefir svarað bréfinu, þar sem hann samþykklr uppsögn greifans, en neitar því að það sé sér að kenna, eða brezku stjórn- ínni, að ekki náðist samkomulag á Geneva fundinum. Segist hann enn trúa því, að sá fundur ipuni hafa þær afleiðingar, að her- kostnaðurinn muni verða tak- markaður. * * * Hon.' Stanley Baldwin, forsætis- ráðherra Breta, kom heim úr Canadaferð sinni hinn 24. ágúst. Voru blaðamennirnir til staðar að spyrja hann frétta af ferðalginu og lét Mr. Baldwin hið bezta yfir því og kvaðst hann hafa skemt sér ágætlega, þótt hann hefði orð- ið að leggja talsvert mikið á sig, þar sem hann hefði haldið 26 ræð- ur á þeim 19 dögum, sem hann dvaldi í Canada. Sagðist hann geta þessa, ef einhver kynni að hafa þá hugmynd, að hann hefði verið þar vestra að eins til að skemta sér og hvíla sig. Það hefði auðvitað hjálpað til að gera ferð- ina' ánægjulega, að aðra leiðina hefði hann notið þeírrar ánægju, að ferðast með prinsunum, en ekki kynni hann að kjósa sér betri ferðafélaga, heldur en þeir væru. Mr. Baldwin sagði að þegar mað- ur færi um Canada, álíka og fugl- inn fljúgandi, eins og hann hefði gert, þá væri það hin óskaplega víðátta, sem öllu öðru fremur vekti eftirtekt manns. Hann sagð- ist ekki ihafa heyrt þar um svo sem neinn ágreining milli auð- mannanna og verkalýðsins. Þar virtist vera nóg olnbogarými fyr- ir alla. En Canada þyrfti meiri peninga og fleiri menn, "og þegar eg segi menn, þá á eg ekki síður við konur en karla', sagði Mr. Baldwin. — Mr. Baldwin sagði, að sér væri það mikill fögnuður hvað sér hefði verið vel tekið í Canada og hve mikinn áhuga fólkið hefði á öllu, sem væri að gerast á "föður- landinu" og léti sér ant um það. Mr. Baldwin sagði, að sá sem færi til Canada án þess að vera bjartsýnn og vongóður, mundi ekki finna þar marpra skoðana- bræður og mundi ckki eiga þar öllu betur heima, heldur en fisk- ur á þurru landi, og líklegt væri, að einmitt þar fengi hann bót sinna andlegu meina. Á öðrum stað gát Mr. Baldwin þess, að það hefði meðal annars vakið eftirtekt sína, hvað fólkið í Canada væri ánægt og hvað það gerði sér góðar vonir um framtíð- ina. Ekki sagðist hann nú reynd- ar efast um, að þar væru einhverj- ir óánægjuseggir, en hann hafði verið svo lánsamur, að þeir hefðu ekki orðið á sínum vegum. Því láni ætti hann, því miður, ekki að fagna heim* fyrir. Ekki sagði Mr. Baldwin, að það gæti dulist, að Canadamenn væru meir og meir að þroskast í þá átt að verða sjálfstæð þjóð út af fyrir sig, en hún misti ekki þar fyrir sjónar á því, að hún væri ein af þeim þjóðum, sem mynduðu hið víð- lenda brezka ríki. * * * Tvær aukakosningar fóru fram í Dublin á írlandi í vikunni sem leið, og vann Cosgrave stjórnin þær báðar með all-miklum meiri- hluta. En þrátt fyrir það, þykir stjórninni óvíst að hún geti hald- ið völdum þegar þingið kemur saman, og því hefir hún nú rofið þingið og efnir til nýrra kosn- inga hinn 15. þ. m. Telur Cos- grave stjórnin sennilegt, að meiri hluta kjósenda í hinu írska frí- ríki, vilji nú styrkja sig til valda og þar með stuðla að betra samkomulagi milli Breta og íra, Þann 24. ágúst síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband að Bald- ur, Man., Miss Sigurborg Oliver, dóttir Mr; og Mrs. Olafur Oliver þar í bænum, og Magnús Magnús- son frá Hnausa, Man. Séra Krist- inn K. Olafson framkvæmdi hjónavígsluathöfnina. Jónt Bjarnasonar Skóli. býður velkomna til sín nemendur hvaðanæfa. Leitast verður við að láta þeim líða vel, hvaðan sem þeir koma. Nemendur allra flokka og bygðarlaga ;hafa fundið sig þar heima. Það er enginn ókostur, að skól- inn hefst ofurlítið seinna að haustinu en sumir hinna skól- anna. Skóla-árið er samt nógu langt. Eg held reynslan hafi sýnt, að 10 mánuðir er of-Iangt skólaár. Sannfæririg mín er sú, að 9 mánaða námstími færi nem- endum' eins mikinn arð og 10 mánuðir. Vestur-íslendingar, hlúið á all- an hátt að hinni einu mentastofn- un, sem þér hafið re'.st. Eg þarf pláss fyrir ungan mann í 12. bekk, sem vill fá tækifæri til að vinna fyrir fæði og hús- næði samhliða skólagöngu. Lát- ið hann ekki fara á mis við tæki- færi til að komast áí.ram. Skrifið eða símið undirrituðum, Rúnólfur Marteinsson. Sími: 33 923. 493 Lip'ton St. Gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Ólafssyni, að 655 Lang- side Str., Wínnipeg, Björn Sig- urðssn, sonur Mr. og Mrs. Sig- urðsson í Poplar Park, Man., og Hildur Holm, dóttir Sveinbjarnar V. Holm, í Husavick, Man., og fyrri konu hans, Bjargar Bene- diktsdóttur. Giftingin fór fram síðastliðinn laugardag. Framtíð- ar heimili ungu hjónanna verður í Poplar Park. Gefin saman í hjónaband, að 562 Simcoe Str., Winnipeg, þann 24. ágúst, Bjarni Sigurjón Péturs- son og Ingibjórg Ethel Thor- steinsson, bæði frá Gimli, Man. Brúðguminn er sonur Mrs. Sigur- bjargar Guðlaugsson, Pétursson- ar, og iPéturs manns hennar, sem látinn er fyrir all-mörgum árum. Brúðurin er dóttir Mrs. Jónínu Thordarson, á Gimli, og fyrri manns hennar, Kristjáns heitins Thorsteinssonar. Eyamtíðarheim- ili ungu hjónanna verður á Gimli. Ur bœnum. Miss Thorstína Jackson kom til borgarinnar á laugardaginn og hefir hún flutt hér tvo fyrir- lestra um ísland og sýnt jafn- framt fjölda af ágætum myndum frá íslandi. Fyrri fyrirlesturinn var fluttur á mánudagskveldið í Fyrstu lút. kirkju, á ensku. Hinn á þriðjudagskveíldið í Sambands- kirkju, á íslenzku. Báðir voru þeir vel sóttir, sérstaklega þó sá, sem fluttur var á íslenzku. Má óhætt fullyrða, að fólk hafi haft mikla ánægju af að hlusta á fyrirlestur ungfrúarinnar, og á- valt er það ánægjuefni, að sjá eitthvað af íslandi, þó ekki sé annað en góðar myndir, sem bregða fyrir á tjaldinu, rétt í svip. Nánar verður frá þessu sagt í næsta blaði. Mr. John Tlvitstein, umboðsmað- ur innfhttningsmáladeildarmnar norsku er staddur í borginni um þessar mundir, til að kynna sér inh- flutningsskilyrði hér í landi. Er hann jafnframt stórtemplar Noregs. Mr. Hvitstein, flytur tolu á fundi stúkjunnar Skuld í kvöld, 31. ágíust. Ættu íslenskir Goodtemplarar a?S nota sér tækifœrilS til að hlýba á iafn merkan rnann, og fjölmenna á fundinn. Gefin voru saman í hjónaband hinn 20. ágúst síðastl., kl. 10 að morgni, Mr. Ragnar Steingrímur Bergmann og Miss Ella Sigurrós Strang. Dr. Bell gifti. Að vígsl- unni lokinni var samsæti haldið að heimili foreldra brúðurinnar. Samdægurs lögðu ungu hjónin á stað til Detroit, Mich., þar sem framtíðarheimili þeirra verður. Brúðguminn er sonur séra Frið- riks J. Bergmanns sál. og Mrs. Bergmann, en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. J. Strang hér í borg- inni. Þess skal hér með getið, að á upplestrarsamkomum þeim, er hr. Halldór Kiljan Laxness, rithöfund- ur, heldur á Gimli þann 1. þ. m. og í Riverton 2., syngur séra Ragnar E. Kvaran ýmsa íslenzka söngva, en á samkomunni í Goodtemplara- húsinu hér í horginni, þann 6. þ. m. syngur hr. Sigfús Halldórs frá Höfnum, með aðstoð próf. S. K. Hall. Samkomurnar hef jast á öllum stöðunum, stundvíslega klukkan hálf níu. Mr. A. S. Bardal kom heim á þriðjudaginn sunnan frá Pianda- ríkjum, þar sem hann hefir verið um mánaðar tíma. Sótti hann al- þjóðaþing Good Templara, sem haldið var í Philadelphia, Pa. og ferðaðist auk þess all-víða þar syðra og kom við í ýmsum borgum. Mr. C. Benediktson frá Baldur, Man., hefir verið í borginni nokkra undanfarna daga. Fór heim í gær. Fagnaðarmót. Á sunnudaginn (31. ág.) var haldið mikið fagnaðarmót á Gimli. Tilgangurinn var sá, að fagna og þakka lúterska sóknarprestinum þar, séra Sigurði Óalfssyni, þeg- ar hann var að hefja starf aftur, að loknu sumarleyfi. Komið var saman í kirkjunni og hófst samkoman laust eftir kl. 3 e. h, og var þá kirkjan full af fólki. Mótinu stýrði Mr. Helgi Benson. Fyrst var sunginn sálm- ur, síðan las samkomustjóri upp skrifað ávarp til séra Sigurðar og frúar hans, Ingibjargar. Var þar tekið fram, hvað mikið sðfnuður- inn hefði að þakka þeim hjónum, hve frábærlega vel þau stæðu í stöðu sinni og þá ekki sízt, hve mikið drenglyndi það hefði verið að hafna góðum boðum til staifs annars staðar. Var þess óskað af heilum hug, að söfnuðurinn mætti lengi njóta þeirra hjóna og barna þeirra. Ásamt ávarpinu afhenti mótsstjóri þeim hjónunum sjóð nokkurn, sem var gjöf frá safnað- arfólkinu og öðrum velunnurum starfsins. Dr. B. J. Brandson, frá Winni- peg, flutti einnig ræðu og þakk- aði séra Sigurði snildarstarf hans sem prestur gamalmenna heimil- isins Betel. Séra Rúnólfur Mar- teinsson, fyrverandi prestur Gimli safnaðar, talaði einnig nokkur hlýleg orð til prestshjónanna og Jét þess getið, að hann væri sér- staklega ánægður með eftirmenn sína, í starfinu þar á Gimli, þá séra Carl J. Olson og séra Sigurð ólafson. — Heiðursgesturinn fælti fagur- lega um gæði fólksins við sig, og yfirlætislaust um það, sem hann hafði framkvæmt, sagði, að við- urkenningin, sem hann hefði fengið, gæfi að eins til kynna hvernig sig hefði langað til að starfa, og þetta mót gæfi sér nú enn sterkari hvöt til að láta eitt- hvað af hugsjónum sínum birtast í framkvæmdum. Þegar ræðuflutningi var lokið, fóru menn út á græna flötinn, sem kirkjan stendur á, og þar nutu þeir hinna ágætustu líkam- legra ^góðgjorða. Margir fóru svo inn í kirkjuna aftur og sungu heilan skara af íslenzkum söngv- um, eða þá hlustuðu á sönginn. Veður var hið ákjósanlegasta. Að öllu leyti var þessi stund mönnum til mikillar ánægju. Miss Kristín Gunnlaugson. Kristín Gunnlaugson Þessarar ungu og efnilegu, ís- lenzku söngkonu, frá Montevideo í Minnesota-ríkinu, hefir áður verið lítill,ega minst hér í blað- inu, og skal það nú að nokkru frekar gert. Eru ummæli þau, er hér birtast, í íslenzkri skyndi- þýðingu, tekin eftir blaðinu Min- neapolis Journal. "Hér er um að ræða sannsögu- legt æfintýri, um Kristínu Gunn- laugson frá Montevideo og Minne- apolis, sem í dag er Leonite Lan- zoni á Italíu, en á morgun getur orðið veraldarfræg óperu söng- kona. Slík er saga, ungrar söngkonu frá Bandaríkjunum, er eftir ell- efu mánaða nám, hefir sungið sig áfram til frægðar, um leið og meðleikandi hennar, með fjórtán ára nám að baki, er fleyta áttu henni í gegn um hlutverk sitt, brást gersamlega vonum áheyr- enda sinna. ítalskir söngdómendur, telja söng þessarar ungu stúlku, dular- fult fyrirbrigði, en sjálf ségist hún ekki botna í því minstu lif- andi vitund, hvernig alt þetta hafi atvikast til. Kristín Gunnlaugson, er dóttir íslenzks bónda, Sigurðar Gunn- laugsonar, ættaðs úr Hjaltastaða- þinghá í Norður-Múlasýslu, er bú- ið hefir rausnarbúi í grend við Montevideo; fluttist hann þangað fjártán ára 'að aldri og hefir lagt stund á landbúnað í nærfelt \fjörutíu ár. Kristín Gunnlaugson tók snemma að syngja í Montevideo. Stundaði hún og nám í Minneapolis, og aðstoðaði George Krieger, söng- kennarann við West Miðskólann. Á ítalíu varð hún að skifta um rafn, og ganga í gegn um eldraun eftirvæntingarinnar, jafnvel á þeim stöðum, þar sem hið eldra og viðurkendara söngfólk stóð á öndinni af ótta yfir viðtökunum. En hún lét það ekki á sig fá. Hinn einbeitta vilja hennar fékk ekkert yfirbugað. Hvílík nótt! Ellefu mánuðum á undan nótt- inni þeirri, hafði Kristín tekið að stunda nám hjá Astellero Rog- erio, frægum ítölskum kennara. Allan þann tíma, hafði hún not- ið tveggja stunda tilsagnar í söng á dag, gefið sig við leiklist, og lært af kappi ítölsku og frönsku. Var það engan veginn ótítt, að hún starfaði því sem næst uttugu klukkustundir á sólarhring. Og nií átti hún í fyrsta skiftið. að freista opinberlega gæfunnar. Flestir aðrir höfðu stundað nám frá fimm og upp í tíu ár, áður en þeir komu opinberlega fram. En eftir að eins ellefu mánuði,' var hún til þess kvödd, að sanna al- þjóð manna hvað í henni bjó. Atburði þeim lýsir hún þannig í eftirfylgjandi bréfi til systur sinnar, Mrs. T. F. Schilling, að 4325 Forty-fifth Ave., S., er kenn- ir grasafræði við Roosevelt nrið- skólann "Lodi, bærinn, sem eg fyrst átti að koma opinberlega fram í, telur eitthvað um fimtíu þúsund íbúa. Liggpr hann öskamt frá Milano og er reglulegt höfðingja- setur. Jafnvel víðþektir lista- menn höfðu mætt þar afar mis- jafnri móttöku, og orðið fyrir hinum mestu vonbrigðum. Sök- um þess, hve skamt er á milli, fer fólk iðulega frá Lodi til Milano, til þess að horfa á sjónleikina á La Scala. "Við fórum af lestinni og ókum í bll til leikhússins. Á leiðinni sáum við auglýsingar í öllum átt- um, um óperu þá, er eg ætti að syngja í. Það grípur mann ein- kennileg töfra-tilfinning við, að sjá nafn sitt auglýst í fyrsta sinn á leikskránni. Leikhúsið var stórt, en inni nístings kuldi. Héldum við brátt aftur til gisti- hússins og fengum bkkur þar raáltíð. Að því búnu hlýddum við á æfingu söngflokksins í leikhús- inu. "Mér varð ekki svefnsamt nótt- ina þá, — vaknaði klukkan sex um um' morguninn, og kom ekki blund- ur á brá eftir það, þótt eigi risi eg úr rekkju fyr en klukkan ell- efu. Skömmu eftir morgunverð fór eg til leikhússins, og æfði rödd mina um hríð, neytti siðan dag- verðar um þrjú-leytið, og lagði mig fyrir frá klukkan fjögur til hálf-sjö. Eftir að eg hafði búið mig uppá, hélt eg á ný til leik- hússins, til þess að taka þátt í megin-æfingu, Skal eg nú skýra nakkuð frá söngfólkinu, er í óper- unni tók þátt. Tenorsöngvarinn var frá Brazilíu, og ha/ði stund- að nám á Italíu um fjórtán ára skeið. Var hann því enginn við- vaningur. Aðal bassamaðurinn var gamall í hettunni, og þaul- æfður sðngvari. Vár og hið sama að segja um barytone söngvar- ann, er verið hafði á ferð og flugi svo árum skifti og sungið um víða veröld. Minniháttar hlut- verkin flest, voru einnig sungin af þaulvönu fólki. En þetta var í fyrsta skiftið á æfinni, er eg átti að syngja opinberlega með stórum hljóðfæraflokk, er frægur sérfræðingur stýrði. Eg kendi til óstyrks, sem vafalaust stafaði af því, að þarna voru viðstaddir margir blaðamenn og leikhús- stjórar, er kunnir voru að vægðar- lausri gagnrýni. "Fæst orð hafa minsta ábyrgð. Æfingin féll mér siður en svo í vil. Mér var sagt, að eg myndi ekki gera betur en halda út fyrsta leikkveldið. Takast verður það jafnframt til greina, að Faust er ekkert barnaglingur, sízt af öllu fyrir útlending, eins og mig. Það var sagt, að eg væri köld, ojr kynni (Framh á bls. 5).

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.