Lögberg - 01.09.1927, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.09.1927, Blaðsíða 2
Bls. 2 LðCf.BE:ftG, FIMTUDAGINN 1. SEPTEMBER 1927. * r a a 3 (3 i iS52SZ525ZSa5Z52SaS2SÍSas25252sa5ZS2sa5í5a52S2S252SaS2S2SaSHSE525a5aSa5HS?ffa5SSHSH5a5a5aSH5a5MaSHSHSHSH5H53SaSHSaSHSZ5S5BSZ5HSH5HSH5HSH525E5H5HSH5a525H5HS2Sas? 'TeJ T Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN sasHsasasHE stits'dSHSHsasasHsaíasasasasHsasasasHsasasHsasHSHsasasHsasasasHsasas sasasasasasasasasasasasHsasasasasasasasasHsasasasasHsasasHsasasasasasasasasasasH sasasasasasasi Afmælisgjöfin. Það var kominn 24. ágúst. Óli litli Wilson var snemma á fótum. Hann hafði sofnað kvöldið áður með allan hugann við það, hvern- ig hann ætti að vinna sér inn nokkra aura til að kaupa afmælisgjafir fyrir handa móður sinni. Frú Wilson hafði verið ekkja nokkur ár. Óli litli, sem orðinn var 9 ára, var einasta barn- ið hennar. Hann var líka yndi og eftirlæti hennar, en hún var hyggin og guðelskandi kona, og hafði því aldrei látið neitt eftir drengnum sínum, sem orðið gæti honum til ills. Hún hafði alið hann upp í guðsótta og góðum siðum. óli litli var líka góður drengur; þótt hann væri ekki eldri, þá hjálpaði hann móður sipni mikið. Hann gleymdi aldrei að biðja Guð á morgnana, þegar hann vaknaði, að hjálpa sér til að forð- ast alt ljótt, vera hlýðinn og góður drengur við mömmu^sína og duglegur'að læra alt fagurt og gott. Og á kvöldin kraup hann niður við rúm- ið sitt, áður en hann fór að sofa, ,og þakkaði Guði fyrir liðna daginn, fyrir allar hans góðu gjafir. Því þó óli væri 'ekki eldri, þá sá hann vel, hve mikils virði það var, að eiga góða móð- ur, friðsamt og rólegt heimili, að fá góðan og hollan mat, hrein og góð £öt, að vera frískur og glaður og mega leika sér úti í blíðu og fegurð náttúrunnar. Honum þótti mjög vænt um. mömmu sína. Hann vildi alt fyrir hana gera, og nú langaði hann mjög mikið til þess að gefa henni afmælisgjöf. 25. ágúst var afmælisdag- urinn hennar og nú var sá 24. kominn. Hann bað Guð, eins og börnin gera, að hjálpa sér til þess að geta inn unnið sér einhvern veginn nokkra aura fyrir afmælisgjöf handa mömmu sinni. Að svo búnu fór hann að snúast við ým- islegt, eins og hann var vanur. \ Tíminn leið, og nú var klukkan orðin hálf- fvö. ■ Frú Wilson' hafði lagt sig út af, eins og hún var vön að gera,að loknum miðdagsverði. Óli litli sat fyrir framan húsið 'og horfði á ferðafólkið, sem fram hjá fór á leið til kaup- staðarins. Alt í einu stanzat stór bifreið á veginum fram undan húsinu. Maðurinn, sem situr við stýrishjólið# bendir honum vingjarn- - lega og spyr hann, hvort hann geti ekki látið sig fá vatn í fötu, því hann hafi of lítið vatn í biffeið sinni. “Jú,” segir Óli og hleypur að brunninum, tekur vatn í fötu og færir mann- inum, sem er þá búinn að setja trekt í vatnsL geymirinn á bifreiðinni og hellir vatninu þar í. Að svo búnu fær hann óla fötuna aftur. Óli ætlar að hlaupa á stað með fötuna. “Bíddu of- urlítið við, ” kallar maðurinn og tekur pening upp úr vasa sínum og fær óla, og segir að hann eigi að hafa hann fyrir hjálpina. óli lítur undrandi á manninn, en þakkar kurteislega fyr-, ir gjöfina. Maðurinn stígur upp í bifreið sína og ekur af stað. Óli litli stendur kyr eftir og fer að skoða peninginn. Það er krónu silfur- peningur. Þetta kom óla litla í svo mikla geðs- hræringu, að hann varð að hafa sig allan við, til að geta leynt móður sína þessu, er hún vaknaði. Þegar klukkan var orðin fjögur, kom Óli litli til móður sinnar og bað hana um leyfi til þess, að fú að fara til Hans Jörgensonar, sem var drengur á hans aldri og átti heima rétt hjá kaupstaðnum, en heimili Óla var hálfa aðra enska mílu frá bænum. Móðir hans lofaði hon- um að fara og bað hann að vera ekki mjög lengi, og.koma ekkert við hjá Jens Kristjáns- syni. Jens Kristjánsson var 11 ára gamall, skólabróðir óla, sem átti heima á leiðinni tiF kaupstaðarins. En Jens var slæmur drengur, sem oft skrökvaði að foreldrum sínum, var ó- þægur í skólanum, talaði ljótt og gerði ýmis- legt, sem honum hafði þó verið marg-bannað. En hann hafði aldrei lært frásögnina um góða drenginn, sem fæddist í heiminn til þess, að hjálpa öllum öðrum drengjum til að vera eins og hann var, hlýðinn við foreldra sína og góð- ur við alla. Óli lofaði að gera þetta, sem mamma hans bað hann um, og hljóp af stað eins léttfættur og hjartað var létt og fult af fögnuði yfir þessu góða tækifæri. Þegar óli er kominn nokkuð framhjá þar sem Jens átti heima, þá kemur Jens hlaupandi á eftir honum, kallar og spyr: “Hvert ert þú að fara, Ólif” — “Eg ætla að hlaupa í kaupstaðinn og kaupa afmælisgjöf handa ihömmu.” — “Þú kaupa,“ segir Jens hranalega. “Hvað hefir þú til að kaupa fyr- ir?” — Óli tekur krónpeninginn upp úr vasa sínum og heldur honum í lófa sínum fyrir fram- an Jens. Jens slær á hendi Óla, svo að pen- ingurinn dettur niður í sandinn á veginum. Óli flýtir sér að ná aftur í peninginn, én Jens hrindir honum niður og nær sjálfur í krónuna. Óli flýgur á hann og þeir taka að berjast út af krónunni. Jens slær Ola á nasirnar, svo að hann fær blóðnasir og dettur niður í rykuga brautina, en Jens hleypur inn í skóginn og fel- ur sig. Óli var svo eyðilagður og gersigraður að hann fór að gráta og hirti ekki einu sinni um að standa upp. í sömu andránni kemur bifreið eftir veginum. Maðurinn í bifreiðinni tekur eftir drengnum, stanzar og spyr, hvað sé að. Óli litli stendur upp moldugur og blóðugur og segir komumanni, hálfgrátandi, alla söguna. Maðurinn dustar eins vel og hann getur alt moldrykið af óla, ]>urkar honum í framan með hreinum tfasaklút, segir honum svo, að hann geti komið með sér til kaupstaðarins, hann skuli 'gefa honum krónu aftur, því hann sjái að hann sé góður drengur. Svo geti hann keypt gjöfina handa mömmu sinni, eips og hann hafi ætlað að gera, en hinn drengurinn muni vafa- laust fá maklega refsingu. Eftir stutta stund, var óli litli kominn inn í blómabúðina í kaupstaðnum. Hann spyr af- greiðlsustúlkuna, hvort hún geti selt sér falleg- an blómsturvönd fyrir 59 aura. — “Blómstur- vönd fyrir 50 aura! Hvað ætlar þú að gera við blómsturvönd?” — “Eg ætla að gefa mömmu 'hann í afmælisgjöf, ” svaraði Óli. Stúlkan sá strax, að Oli var góður og kurteis drengur og gaf honum fallegan blómsturvönd, sem var mikið meira en 50 aura virði. Fyrir hina 50 aurana keypti óli ávexti og súkkulaði. Honum tókst að komast heim með þetta, inn í herbergi sitt, án þess að mamma hans yrði vör við það, sem hann hafði meðferðis. Er hann hafði borð- að og borið inn dálítið af eldivið fyrir mömmu sína, háttaði hann og beið þess með óþreyju að geta sofnað, því hann vissi að svefninn mundi gera náttlanga bið að engu. Hann fór að hugsa um það, sem við hafði borið um daginn, um vonda drenginn, sem stal krónunni frá honum, og mennina sem hjálpuðu honum. Alt hafði farið vel, samt sem áður. Guð hafði bænheyrt hann, og nú fanst honum að hann geta beðið Guð að fyrirgefa vonda drengnum. Óli litli sofnaði því með bænarorð á vörunum og hjart- að fult af þaklæti til Guðs, og svaf vært og rótt þar til hinir árvökru og léttfættu ljósberar dags- ins, sólargeislarnir, hoppuðu inn um gluggann á svefnherbergi hans, klöppuðu honum á kinn- ina og sögðu, að nú væri mál að rísa úr rekkju og fagna sólfögrum afmælisdegi móðurinnar. Óli flýtti sér í fötin, hljóp svo inn til mömmu sinnnar og óskaði henni til hamingju með inni- legum sonarkossi, og félfk henni gjöfina. Ef mannleg augu gætu séð það, sem farm fer í hin- um ósýnilega heimi, þá hefði mátt sjá, á þessu augnabliki, brosandi ljóssins engil leggja bless- un sína yfir góðan lítinn dreng, sem Guð hafði fengið honum til verndar og gæzlu. Vesalings Jens hafði ekki átt eins góða nótt og Óli litli, og skulum vér hlýða á sögu hans. Hann fór í kaupstaðinn með krónuna, sem hann tók frá Óla, keypti fyrir hana ýmislegt, er hon- um þótti gott, góðar kökur og önnur Sætindi, og einnig öl og vindlinga. Jens hugsaði, að nú skyldi hann þó einu sinni halda sér veizlu. Hann fer með alt þetta inn í skóginn, þangað sem hann var úr allri hættu, að nokkur mundi finna hann. Er hánn hafði borðað nægju sína af kökunum og sætindunum, drakk hann ölið og fór svo að reykja. En það vil'l. oft fara svo, að það, sem gott þykir, hefir slæfar afleiðingar, og þetta fékk nú Jens litli að reyna. Honum varð mjög óglatt af því, sem hann hafði látið ofan í sig, og of reykingunum fékk hann höf- uðverk og svima. Hann lagðist út af og sofn- aði. Þegar hann vaknaði aftur, var orðið dimt. Nú varð hann hálf hræddur og hljóp af stað, þóttist viss um að komast bráðlega á aðal- brautina, en raunin varð önnur. Hann hljóp og flýtti sér alt, er hann orkaði, en fann engan veg. Hann hafði farið í öfuga átt og hélt á- fram að villast, hræddur og grátandi, langt fram á nótt. Þá var hann orðinn svo þrevttur, að hann gat ekki haldið áfram lengur. Hann settist þá niður, en þreytan sigraði hann til fulls, svo að hann valt út af og sofnaði. Hann dreymdi, að það var björt nótt af tunglsljósi, en fram undan sér sá hann sorta mikinn út við sjóndeildarhringinn. Þessi sorti færðist stöð- ugt nær honum, og var hann líkastur því, er voðalegt óveður, með þrumum og eldingum, er í aðsigi. Óveður var þetta þó ekki, því sorta- veggurinn náði ekki nema stutt upp frá jörðu. Hann sá nú, að veggurinn færðist nær, að eld- neistar hrísluðust upp og út úr honum, líkt og þegar sindrar af glóandi járni undan hamars- höggi. Eldneistarnir komu allir frá einum punkti. Alt í einu sá hann voðalega stórt glóð- arker koma næstum út úr sortabakkanum og upp úr því fluggu allir eldneistarnir. Þar rak hver skelfingin aðra, því nú sá hann voðalega stóra og ljóta menn, alla kolsvarta, koma stökkvandi út úr myrkrinu. Hann varð svo hræddur, að hann gat ekki haldið augunum opn- um lengur. Hann heyrði mennina hlaupa og hoppa alt í kringum sig. Fanst einn þeirra taka í hárið á sér og annar í fætuma, eins og þeir ætluðu að kasta honum út í glóðarkerið. Þá heyrði hann einhvenC segja: “Nei, nei!” — “Því þá ekki?” heyrði hann aftur einhvern svara, “hann hefir brotið boðorð móður sinnar og svikið hana, hann hefir brotið boðorð Guðs svikið hann, og þannig drýgt stóra synd. Hann er okkar eign.” — Nú fanst honum þeir lyfta sér upp. Hann hljóðaði af hræðslu og alt í einu létu þeir hann detta niður aftur, þá opnaði hann augun og sá þá stökkva alla út í myrkrið, en hjá hjá sér standa mann í skínandi klæðum. Yfir- li’t hans var bjart, en sorgbitið mjög. Jens horfði undrandi á þenna óvænta gest, sem var honum þó mjög velkominn, og spurði: “Ert þú engill” — “ Já.” — Hví ert þú þá svo hrygg- ur?” spurði Jens aftur, “eg hélt að englar væru æfinlega glaðir.” — “Já, þeir eru æfinlega glaðir í Guði sínum, en þjónustustarf þeirra er oft þannig lagað, að það veldur þeim mikillar sorgar. Þeir eru sendir út á meðal mannanna til þess, að hjálpa að bjarga þeim. Þegar þú fæddist, bauð Guð mér að gerast verndarengill þinn. Og þér hefi eg fylgt og verð að fylgja, þar til æfi þín er á enda, eða að Guð hafnar þér algerlega. Eg hefi orðið að hlusta á alt, sem þú hefir sagt, og sjá alt, er þú hefir að- hafst. Eg hefi orðið að rita það alt í minnis- bók, sem geymd er í himnunum, þar til ^ reikn- ings--skapadægur þitt kemur. Guð er náðugur t og miskunnsamur, þolinmóður, gæzkuríkur og j harla trúfastur. Hann bíður lengi eftir betrun syndarans, en er maðurinn herðir hjarta sitt að lokum algerlega gegn áhrifum Guðs anda og orða, þá er hann seldur á vald andaverum vonzkunnar og honum varpað út í hin yztu myrkur. Eg hefi oft hjálpað þér. 1 þetta skifti var mér b’oðið að gera það. Eg veit ekki, hve mikið oftar eg fæ að gera það, en eg veit, að það er hættulegt að syndga upp á náð Guðs. Þegar þú vaknar, skal eg fylgja þér á rétta leið, ef þú vilt lofa því, að kannast við brot þitt bæði fyrir Guði og mönnum. Ef þú vilt segja foreldrum þínum satt og rétt frá viðskiftum ykkar Óla og afleiðingunum, .biðja þau fyrir- gefningar og fá tvær krónur hjá pabba þínum, fara með þær til óla, því þú átt að gefa honum tvöfalt aftur það, sem þú tókst frá honum, og biðja hann svo fyrirgefningar líka. Þessu lof- aði Jens. Hann lofaði einnig að leitast Við að vera góður drengur upp frá þessu. Jens vaknaði um morguninn við fuglasöng- inn í skóginum. Sólin skein í heiði. Dagurinn var inndæll og bjartur. Alt hræðilegt var nú horfið og draumurinn var að eins draumur. Jens mundi samt, að hann var yiltur og vissi ekkert hvert stefna skyldi. Hann mintist orða engilsins og loforða sinna, stóð upp og hélt leiðar sinnar, viss um að engillinn mundi efna orð sín. Honum brást heldur ekki sú vissa, því er hann hafði gengið svo sem á að gizka 20 mín- útur, kom hann á rétta veginn. Nú var hann kominn á rétta leið og bráðum kominn heim til sín, og nú var Jens líka kominn í sitt gamla gengi. Honum leið nú vel og ekkert var að ótt- ast framár. Hann hugsaði: Eg get ómögulega > farið að so£*|a foreldrum mínum frá þessu. Eg segi þeim að eins, að eg hafi verið að leika mér í skóginum, vilst og orðið að liggja úti. Og þetta gerði Jens. Foreldrar hans höfðu leitað að honum langt fra má nótt og Itið getað sofið. Þeim þótti mjög vænt um að sjá hann koma heim aftur. Þau gátu ekki annað en trúað því, sem Jens sagði þeim, en þótti það samt mjög undarlegt. Dagurinn leið. Jens lék sér eins og hann var vanur og lét á engu bera. Hann borðaði um kvöldið með góðri lyst, háttaði á- hyggjulaus og safnaði fljótt. En voðalegi draumurinn kom aftur. Fyrst sá hann hræði- lega mannsmynd koma á gluggann. Svo heyrði hann eitthvert pískur fyrir utan. Þóttist hann viss um, að þar væru svörtu mennirnir komnir aftur. Það leið heldur ekki á löngn fyrri en hurðinni var hrundið upp 0^ inn komu allir svörtu mennirnir með glóðarkerið á milli sín og settu það fyrir framan rúmið hans. Þeir hoppuðu af kæti í kring um rúmið og glóðar- kerið. Svo staðnæmdust þeir allir. Einn þeirra gerði sig tilbúinn að taka í hárið á honum og annar í fæturna, eins og í fyrra skiftið. Þannig stóðu þeir allir, eins og þeir væru að bíða eft- ir einhverju. Þetta voru voðaleg augnablik fyrir Jens litla. Honum fanst hann ætla alveg að deyja. Hann var að vérða máttlaus. Það (Sortnaði fyrir augum hans. ó, ef hann að eins gæti kallað á mömmu sína. En hann gat ekki neitt. Honum fanst hjartað vera að hætta að slá. Hann vissi nú ekki lengur hvað gerðist. Þegar hann aftur vissi af sér í drauminum, þa sá hann engilinn, er hann liafði séð nóttina áð- ur, standa hjá sér, en allir svörtu mennirnir voru farnir með glóðarkerið. — “Getur þú enn( ekki séð, hve Guð er þér góður?” tók engillum til máls. “Getur þú ekkert gert fyrir þann frelsara, sem er svo miskunnsamur við þig? Getur þú ekki bevgt ])ig ofurlítið og játað synd þína? Sérðu ekki, að Guð elskar þig og vill frelsa þig? Því gerðir þú ekki, það sem þú lof- aðir mér að gera? Veiztu ekki, að það er voða- leg synd að svíkja drottinn? Eg get ekki gefið þér neina von um að hjálpa þér næstu nótt, ef ])ú enn þá einu sinni bregst loforðum þínum. Eg þarf ekki að segja þér aftur, hvað þú átt að gera. Þú veizt það nú. Láttu ekki næsta dag líða án þess að gera það, líf þitt liggur við.” — Og er engillinn hafði sagt þetta, hvarf hann, en orðin “líf þitt liggur við” ómuðu lengi í her- berginu. Jens lofaði Guð, er hann vaknaði og sá, að þetta hafði verið draumur, en nú ásetti hann sér, að gera það, sem engillinn hafði lofað hon- um. En þegar hann hafði klætt sig og fengið sér að borða, var ölj hræðsla horfin aftur, og honum fanst ómögulegt að kannast við brot öítt. Hann lét tímann líða og reyndi að leika sér, en fanst einlægt hann heyra orðin: “Líf þitt liggur við.” Þegar kvöldmatartími var kominn, hafði hann enga lyst á að borða. En foreldrar hans sáu, að hann var eitthvað und- arlegur. Hann fleygði sér niður á legubekkinn. “Er þér ilt?” spurði pa.þbi hans. “Já, dálítið ilt,” sagði hann og stundi þungan við. — “Eg skal hjálpa þér upp í svefnherbergið þitt svo að þú getir háttað,” sagði pabbi hans. “Nei, nei!” hljóðaði Jens litli og fór að gráta. — “Hvað er að?” spurði mamma hans. “Ertu hræddur?” — “Já, eg er hraxldur.” — “Hvað hefir komið fyrir þig, drengurinn minn? Segðu pabba og mömmu frá því, við skulum hjálpa þér, ef við getum.” — Jens hélt áfram að gráta, og mamma hans bað hann innilega að segja sér, hvað að honum gengi. — “ó, mffmma! Eg hefi gert voðalega ljótt,” stundi Jens loksins upp, og nú var erfiðastá. sporið stigið. Hann hafði þegar kannast við brot sitt, og fyrsta hann gat byrjað, þá gat hann líka haldið áfram. Hann sagði nú foreldrum sínum alt saman. Hvernig hann'hafði farið með óla litla, hvað hann hafði gert við peningana og hver afleiðingin af því varð' /Ivað hann hafði dreymt báðar næturn- Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 1516-220 Medlcal Arta Bld*. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phono: 31 8M. Office tímar: 2_s Heimlli: 77« Victor St. Phone: 27 123 Wlnnipeg, Manitoba. COLCLEUGH & CO. Vér legrrjum aérstaka éherzlu 2 atS •elja meSul eftir forakrlftum l«ekna. Hln beztu lyf, eem hœgt er aS fft, eru noíuB eingöngu. Pegar þér kómlB meB forskriftina til vor, meglB þér vera visa um, aB fft rétt þaS eem lœknirinn tekur tH. Ííötre Dame and Sherbrooke Phones: 87 (59 — 17 (56 Vér seljum Giftingaleyflsbréf DR O. BJORNSON 316-220 Modieal Arte Bldg Oer. Graham og Kennedy Ste. Phones: 21 834 Office timar: 2—3. Helmlli: 7(4 Victor St. Phone: 27 514 Wlnnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN [*L lögfraðlniar. Skrlfstcfa: Room 811 MoAjrthur Buildingr, Portag'e Av«. P. O. Boz 1(56 Phones: 2( 849 os 2( 140 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 LINDAL, BUHR & STEFÁNSON lslenzldr lögfræöingar. 366 Main St. Tala.: 24 ((( 85« Maln St. Tals.: A-4((l felr hafa einnlg ekrlfetefur aS Lundar, Rlverton, Glmll og Plney 03 eru þar «B hltta & eftlrfydjrJ- and tlmum: Lundar: annan hvern miSvlkudaf Riverton: Fyrsta fimtudag. Glmll: Fyrsta mlSvlkuda*. Piney: þriBJa föatuda* 1 hverjum m&nuBl. A. G. EGGERTSSON ísL lögfræðlnaur Heflr rétt tll aB flytja m&l b»61 1 Manltoba og Saskatohewan. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Athyglil Komið með næstu lyfjaávísun- ina yðar til vor. Þaulæfðir 8ér- fræðingai annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notfe Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni. A. C. JOHNSON »07 Confederatlon IAte Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og báf- reiða ábyrgfiir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundls. Skrlfstofusíml: 24 263 Helmastmi 33 828 J. J. SWANSON & CO. LIMITED R e n t a 1 s Insurance RealEstate Mortgages 600 Paris Building, Winnipeg Pohnes: 26 849—2« 840 Emil Johnson SERVIOE EIiECTRIO Rafmagns Contractlng — AVs- kyns rafmagsndhöld seld og við pau gert — Eg sel Moffat og McCtary Eldavélar og hefl Pcer tll spnis d verkstceOi mínu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson's byggingin vlB Young Street, Winnipeg) Vorkst.: 31 507 Hoima.: 27 388 Verkst. TaLs.: Helma Tals.: 28 383 2« 384 G. L. STEPHENSON PIiUMBER Allskonar rafmagnsáhöld, svo mean straujárn, víra, allar tegundlr af glösum og aflvaka (battertes) VEItKSTOFA: 676 HOME 8T. Islenzka bakaríið Selur heztu vörur fyrlr lsegsta verö. I’antanlr afgrdddar beeM fljótt og veL FJölbreytt Arval. Hreln og lipur vlSsklftL Bjarnason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Wlnnlpeg. Phone: 34 288 ar og hvað engillinn hafði sagt við hann. For- eldrar hans hlustuðu á söguná bæði nndrandi og hrædd. — “Eg veit varla, hvað eg á að segja, drengur minn,” sagði faðir hans eftir dálitla þögn. “Þetta hefir verið viðburðaríkuf sólar- hringur fyrir þig, en það lítur út fyrir, að Guð hafi leyst okkur, foreldra þína, frá þeim vanda að liegna þér fyrir þetta mikla brot þitt. Hann hefir sjálfur tekið í taumana, og sjálfsagt gleymum ^ið þessu aldrei, en vonandi manst þú það samt bezk Guð hjálpi okkur öllum. En nú hefír þú játað synd þína fyrir okkur og Guði þínum, og vissulega mun hann fyrirgefa þér, ef játning þín er einlæg, og það gerum við líka. Það er þá enn eftir, að bæta fyrir brotið við Óla litla og biðja hann fyrirgefningar. Eg (Niðurl. á bls. 5) I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.