Lögberg - 08.09.1927, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.09.1927, Blaðsíða 1
40. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1927 NÚMER 36 Helztu heims-fréttir Canada. Edward prins af Wales á stór- an búgarð í Alberta, eins og kunnugt er, og var hann þar sjálf- ui nokkra daga nú fyrir skemstu. Hann hefir nú farið að dæmi flestra annara bænda í Vestur- Canada og gengið í Hveitisam- lagið. Ráðsmaður hans, prófessor W. L. Carlyle, hefir undirskrifað samninga við Alberta hveitisam- lagið, á sama hátt og aðrir bænd- ur, og leggur til uppskeru af þús- und ekrum. * # * Hið mikla alþjóðar flokksþing conservatíva í Canada, verður sett í Winnipeg á mánudaginn hinn 10. október, en ekki hinn 11. október, eins og áður var ákveð- ið. Það er gert ráð fyrir, að þetta flokksþing verði fjölment mjög, eitthvað töluvert á þriðja þúsund, eftir því sem gert er ráð fyrir. Það stendu h'ka mikið til, því ilokkurinn ætlar á þessu þingi að velja sér nýjan leiðtoga og semja nýja stefnuskrá. • • • Mikill fjöldi manna hafa að undanförnu verið að koma austan úr fylkjum, til að vinna við upp- skeruna hér í Vestur^Canada, eins og vanalegt er á hverju hausti. Langflestir fara þeir til Alberta og Saskatehewan, en heldur fáir staðnæmast í Manitoba, enn sem komið er. * * * Menn hafa margskonar vegi til að græða peninga, þó sumir þeirra séu ekki sem allra heiðarlegastir, eins og flestir vita. Nú um tíma hefir ungur" maður hvað eftir annað verið á ferð á keysrlubraut- inni milli Montreal og Quebec. Hann keyrir í ódýrum og óásjá- legúm bíl. Þegar hann mætir ein- hverjum eða sér einhvern koma á á eftir sér, stóðvar hann bílinn á miðri brautinni, svo hinn maður- inn verður að gera hið sama. Fer hann þá ofan úr bílnum og Iæst taka eitth.vað upp af brautinni, sem líkist demantshring. "Ekki hefi eg neitt með þetta að géra," segir drengurinn, "því ekki á eg neina stúlku. Eg vildi að eg gæti selt þenna hring fyrir eitthvað." Endirinn verður vanalega sá, að ferðamaðurinn kaupir hring- inn og gefur piltinum svo sem tíu dali íyrir hann, og heldur auðvitað hann hafi orðið fyrir mesta happi. En fari hann til gimsteina salans, þá fær hann að vita, að jafngóða hringi er alls- staðar hægt að kaupa fyrir einn dal eða minna. * # * Canada sækir um sæti út af fyr- ir sig í alþjóðabandálagsráðinu fyr- ir næstu 'þrjú ár. Vitaskuld eru Bretar meðal þeirra þjóða, sem þar eiga föst sæti og líta þeir þar eftir hagsmunum Canada, eins og annara hluta breska ríkisins. Bendir þetta meðal knnars í þá átt, að Canada- mönnum sé það full alvara, að vera fyllilega sjálfstæö þjóð út af fyrir sig—innan breska ríkisins. í Montreal á að reisa nýstárlega þyggingu, pall eða rið fyrir loftför að lenda við, er frá Bretlandi koma með farþega, eða frá öðrum lönd- um austan hafs. Halda þau svo á- fram yfir Canada, alt til Kyrrahafs og þaðan fara þau til Ástralíu. Ferð- ir þessar er sagt að muni hefjast 1929. Álíka á að hafa í einhverri horg við Kyrraháfið og ef til vill víðar á þessari leiö. Bandaríkin. Þeir sem bíldrnir hafa orðið að bana í Bandaríkjunum á síðast- liðnum átta árum, eða frá 1. jan- úar 1919, til 1. janúar 1927, eru alls 137,017, en þeir sem meiðst hafa af samskonar völdum á þess- um árum, eru 3,500,000. Af öllum þessum mannfjölda eru 26 af hundraði börn og unglingar inn- an fimtán ára. Árið 1926 voru það 26,000 manna, sem mistu líf- ið af bílaslysum, eða þúsundi fleira en árið áður. í stórborg- unum fjölgar ,slíkum slysum með ári hverju. Á fyrra helmingi árs- ins, sem er að liða urðu bílarnir 514 mönnum að fjörtjóni í New York borg að eins. Um það segir blaðið New York Evening World: "Ef 514 menn, konur og börn hefðu verið myrt í þessari borg á síðastliðnum sex mánuðum, mundi fólk álíta að hér væri velsæmi að engu orðið. Ef jarðgöng og spor- vagnar hefðu valdið slíku mann- tjóni,' mundi öll þjóðin hafa stað- ið á öndinni yfir því. Ef múr- steinar eða annað byggingarefni hefði dottið ofan af byggingum, sem verið er að byggja og orðið svona mörgum að bana, þá væru löggjafarnir ekki lengi að semja lög til að koma í veg fyrir slík slys. En þó bílarnir hafi orðið 514 manns að bnna í New York- borg á sex mánuðum, þá tökum við því með mesta jafnaðargeði og finst líklega, að þetta sé nokk- uð, sem sé bara sjálfsagt og verði að vera." Annað blað, "Columbus Dis- patch", segir að ef almenningur g«ti að eins vaknað til alvarlegr- ar meðvitundar um þá feikna hættu, sem af bílunum stafar, þá mundi þess ekki verða langt að bíða, að slysunum fækkaði stór- mikið. * * * Hið svo nefnda Dole kappflug frá Oakland, California, til Hono- lulu, þar sem til hárra verðlauna var að vinna, hefir kostað tíu mannslíf. Þrír fórust við undir- búning flugsins, fimm í fluginu sjálfu og tveir við björgunartil- raun. Mörg blöð í Bandaríkjun- um fara allhörðum orðum um það, að nokkurn tíma skyldi vera til þessa kaþpflugs stofnað, og halda því fram, að það hafi ekki haft neinn þann tilgang eða þýð- ingu, sem réttlætt geti þá miklu áhættu, sem þar var stofnað til. En áhættan er ekki ávalt sjáan- lega meiri, þegar slysin vilja til, heldur en þegar alt fer vel, og þá dást allir að hinum hugdjörfu mönnum, sem lagt hafa lif sitt í hættu, en sloppið. En nú er fólk farið að finna til þess, að í þess- um efnum eru margir farnir að tefla alt of djarft, án þess þörf sé á. * * * >, Það er ekki nærri vel ljóst fyr- ir sumum blaðamönnum í Banda- ríkjunum, hvað þetta K. C. eigi að þýða, sem sumir lögmenn í Canada skrifa aftan við nafnið sitt. Því var það, að blað eitt í Washington, D.C., sagði frá því nýlega, að þar hefði komið toll- málanefnd frá Canada, og lög- maður nefndarinnar hefði verið Newton Wesley Rowell, Knight of Columbus. * * # Árið 1926 eyddu Bandaríkja- menn1 $761,000,000 til ferðalaga utanlands, mest í Evrópu. Það er meira en helmingi meira held- ur en það, sem þeir eyddu til samskonar ferðalaga árið 1922. * # # Nýlega er dáinn í Detroit, Mich, James Everett 'Smith, sem lengi hefir verið í þjónustu Ford bíla- félagsins. Hann fann upp nýja aðferð til að herða stál, og segir Henry Ford, að á því hafi félagið grætt $36,000,000 á fjórum árum. Þessi maður hefir því verið hús- bónda sínum, Henry Ford, tölu- vert þarfur vinnumaður. * * # Það hefir orðið æði dýrt að verja mál þeirra Sacco og Van- zetti. Eftir því sem Alfino Fel- icani, féhirðir nefndar þeirrar, er málið hafði með höndum, skýrir frá, hefir það kostað yfir $350,000 en af þeirri miklu fjárupphæð hefir ekki komið nema $6,000 frá kommúnistum í Bandaríkjunum. Sagt er, að kommúnistar í Mo'scow hafi sent $100,000, en þeir pen- ingar hafa ekki komið fram. * # * Þrír menn hafa verið teknir fastir í Brooklyn, N. Y., og grun- aðir um að hafa myrt tvítugan pilt, Benjamín Goldstein að nafni. Pilturinn var í lífsábyrgð, sem nemur $70,00b og átti einn af þeim mönnum, sem teknir hafa verið, að erfa þá peninga, eða eitthvað töluvert af þeim. Hann heitir Joseph Lefkowitz og er í verzlun- arfélagi við föður þessa pilts. Er haldið, að hann hafi átt upptökin að þessu og hafi hann fengið tvo unglinga, Harry Greenberg og Irving Rubinvahl, til að róa með Goldstein út á sjó og kasta hon- um útbyrðis. * * * Prestur nokkur frá Chicago, Rev. Dr. Preston Bradley að nafni, sagði í prédikun, sem hann flutti í Belfast á Irlandi á sunnudaginn var að sér fyndist ekki ekki ástæða til að fjargviðrast svo mjög út af morðum, sem ættu sér stað í Chi- cago, eins og gert væri. Þetta væru í raun og veru ekki morð, heldur nokkurs konar tilhreinsun. "Þar hafi ekki ein tylft af heiðarlegum manneskjum verið myrt á síðast- liðnum 20 árum. Heiðarlegu fólki er þar fyllilega óhætt. Vitaskuld er fólk drepið þar við og við, en lang- flestir af þeim, sem fyrir því verða, eru á einhvern hátt riðnir við vín- smyglun. Vínsmyglararnir drepa hver annan. Það veldur mér ekki neins óróleika. Mér þykir það meira að segja heldur vel farið." Ilvaðanœfa. Zaghlul Pasha dó í Cairo á Egyptalandi hinft 23. ág. síðastl. Hann var mikill þjóðernissinni og leiðtogi þjóðar sinnar í baráttu hennar fyrir fullum yfirráðum yfir landi sinu. Bretum var hann lengi óvinveittur vegna afskifta þeirra af Egyptalandi, og það jafnvel eftir að þjóðin hafði feng- ið fult sjálfsforræði, vegna þess að Bretar höfðu þar hermenn til að gæta Suezskurðarins. Síðustu árin var hann þó orðinn þeim vin- veittur. 1 janúarmánuði 1924 varð hann stjórnarformaður á Egyptalandi, en var það að eins í tíu mánuði og sagði þá af sér og bar því við, að hann gæti ekki gegnt því embætti heilsunnar vegna. Stjórnarskiftin á Islandi Konungur hefir veitt stjórn- inni lausn, samkvæmt beiðni henn- ar, en jafnframt beðið hana að gegna stjórnarstörfum þangað til ný stjórn er mynduð. Hefir kon- ungur snúið sér til miðstjórnar framsóknarflokksins og falið henni að mynda nýja stjórn, eins fljóta og mögulegt sé. Ekki bú- ast síðustu blöð frá Reykjayík við, að það géti komist í fram- kvæmd, fyr en í fyrsta lagi um þetta leyti. Það má óhætt gera ráð fyrir, að framsóknarflokk- urinn taki við stjórninni, eða hafi kannske gert það nú. En hverjir verða hinir nýju ráðherrar, er hér ókunnugt enn. íslenzk blöð tala helzt um þá Jónas frá Hriflu og Tryggva Þórhallsson, sem líkleg- asta til að hljóta forsætisráð- herra embættið. í miðstjórn fram- sóknarflokksins eru þessir menn: Magnús Kristjánsson formaður, Klemens Jónsson, Jónas Jónspon, Tryggvi Þórhallsson og Ásgeir Ásgeirsson. Líklega hefir fram- sóknarflokkurinn haldið flokks- þmg í Reykjavík til að velja menn í stjórnina.' Jafnaðarmenn virð- ast til þess búnir, að styðja fram- sóknarmenn til valda. —1 vikunni sem leið, flutti blað- ið Chicago Tribune þá fregn, að Tryggvi ritstjóri Þórhallsson, hefði tekið að sér ráðaneytis- myndun á íslandi. Fréttasam- bandið, Associated Press, er bor- ið fyrir tíðindum þessum. Meiri tru gerir lífið sælla. Eftir Merle Crawell. Þeir sem hafa vanið sig á að gera sem mest úr því, sem aflaga fer í veröldinni, hafa nú nóg að hugsa. Þeir benda á öll-morðin, sem framin' eru, ránin, hjóna- skilnaðina og sjálfsmorð stú- denta, sem fjölgað hafa svo mjög í ^einni tíð, svo maður segi nú ekkert um öll brotin gegn Vol- stead lögunum og átjánda viðauk- anum við stjórnarskráná. Alt þetta telja sumir menn áreiðan- lega sönnun fyrir því, að menn- kynið sé einmitt nú á glötunar vegi. Það er langt frá, að eg geti fallist á að þetta sé rétt. Þrátt fyrir n'okkrar undantekningar, þá er gott siðferði og göfugur hugs- unarháttur stöðugt að þroskast, og það hefir alt af verið svo síð- an sagan 'hófst. Rétt sem stend- ur virðist þó, eins og oss sé held- ur að fara aftur. Hvað veldur því? * Fyrst og fremst er nú tóluverð- ur órói i landinu. Stríðinu er þar að nokkru leyti um að kenna. En aðallega á þetta sér miklu dýpri rætur. Of margt fólk siglir nú sjóferð lífsins án leiðarsteins. Fyrir nokkrum mannsöldrum trúðu flestir á persónulegan Guð, sem réði yfir mönnunum. Þessu trúðu þeir líka, sem ekki voru tíldir að vera neinir trúmenn. Þeir trúðu því, að Guð stjórnaði heiminum, og þeir trúðu orðum biblíunnar, yfirleitt. Eg efast ekki um, að þá hafi menn alment notið meiri ánægju og verið lífsglaðari heldur en þeir eru nú. Á þessum tímum, þegar mentun- in er orðin svo almenn, eru menn síður til þess búnir, en áður var, að taka við trúarbrögðum feðra sinna sem góðum og gildum, og lifa samkvæmt þeim. Nú vill hver maður rannsaka þessi efni fyrir sig og komast að sínum eigin nið- urstöðum. Þegar vísindamenn- irnir eru að gera sínar tilraunir, og svo ber undir, að þeim hepnast að leiða í ljós eitthvað nýtt, sem í fljótu bragði að minsta kosti, ekki virðist koma heima við kenning- ar biblíunnar, þá bætir nútíðar- maðurinn þeim við þær sannanir, sem hann þykist hafa fyrir því, að kenningar feðranna séu ekki á góðum rökum bygðar. Efinn kemst inn í huga hans,. Trúin er horfin. Leiðarsteinninn hefir verið frá honum tekinn, og þeir, sem hafa tekið hann, hafa ekkert gefið honum í staðinn. öldum saman hefir hið andlega líf mannsins ráðiíS' yfir efnis- hyggjunni. Nú sem stendur hef- ir þetta snúist þannig, að efnis- hyggja ræður yfir andlegu lífi mannanna. ! Hvað eigum vér að gera? Mér virðist að eitt af því, sem að er, sé það, að margir ímynda sér, að skynsemi mannsins, éin, út af fyrir sig, geti skilið alla leyndar- dóma tilverunnar. En það tekur engu tali. Eg á oft ta! við vísindamann, sem halla^st mjög að hinum nýrri kenningum og er efnishyggju- maður. Hjá honum er hin gamla kennin'g um persónulegan Guð, að engu orðin. ""Hans guðshugmynd nær ekki lengra en það, að heim- inum sé af einhverjum vitsmunum stjórnað samkvæmt vissum al- heims lögum. Slikir menn hafa kastað frá sér allri trú á persónu- legan Guð, af því þeir geta ekki skilið hann. Gáfur þéirra og upplýsing kemst þar ekki að. Ein- hvern veginn hugsa þeir sér þó, að mannssálin lifi. Ekki get eg fallist á þessar kenningar. Kenn- ingar Dr. Pupin, sem er einn af mestu vísindamönnum vorra tíma, eru í miklu meira samræmi við mínar tilfinningar og vitsmuni. Ef þessir vinir mínir gætu hjálpað mér til að skilja tvö grundvallar atriði, þá mundi eg verða' fúsari til að fylgja þeim. Geta þeir komið skynsemi minni í skilning um þá le'yndardóma. sem táknaðir eru irieð orðunum tími og rúm? Geta þeir gert mér skiljanlegt, hvernig tími og rúm getur haft upphaf og enda, eða hvernig tími og rúm getur verið án upphafs og enda? Nei, þeir geta það ekki. • Mannsheilinn virðist ekki vera þannig úr garði gerður, að hann hafi skilyrði til að skilja þessa leyndardóma. Heldur hefir mannsheilinn ekki skilyrði til að geta sannað neitt um Guð. Trú- in ein getur þar komið til greina. En guðstrúin styðst við skynsemi mannanna og margra alda reynsm Guðshugmyndin verður ekki sönn- uo á sama hátt og reikningsdæmi. Eitt af því, sem heimurinn þarf nú á að halda, er hin einfalda, en sterka trú feðra vorra. Vér þurf- i;m á gömlu trúarbrögðunum að halda, klæddum í nútíðarbúning, en ekki hinn þrönga stakk hins kreddufasta manns. Vér þurfum meira af einlægni, meira af ein- faldleik, meira af umburðarlyndi, meirá af lotningu, en minni upp- gerð. Vér þurfum fleira fólk, sem í einlægni hjartans og í fullu trúnaðartrausti getur sagt: "Fað- ir vor, þú sem ert á himnum." inni um mánaðar tíma. Þau lögðu af stað heimleiðis á sunnudaginn. Með þeim fór Mf. Ingi Gíslason, sem í vetur ætlar að kenna við sama skóla og Mr. Thorlaksson. Mr. Pétur Anderson hveitikaup- maður og frú hans og dóttir, komu heim úr íslandsferö sinni á fóstu- daginn í vikuhni sem leið. Mr. Ragnar H. Ragnar píanó- kennari fór á föstudaginn áleiðis til Medicine Hat, Alta. Ætlar hann að vera þar í vetur og kenna þar hl jóm- fræði, eins og hann hefir gert í Winnipeg nú um nokkurra ára skeið. Mr. Ragnar þykir ágætur kcnnari og hefir unniS sér hér miklar A^insældir. Swedish American línan ætlar að stofna til tveggja sérstakra skemti- feríSa fyrir jólin í vetur til Norður- landa, og er >á sérlega hentugt að fara til íslands. L/inan sendir sér- staka menn með farþegjunum í bæði þessi skifti, til að leiðbeina ])eim og sjá um a5 sem best fari um ]>á. Mr. Kinar Lindblad verður með fyrri ferðinni, en Mr. Charles A. Johnson með þeirri síðari. Fyrri feroin verður hafin frá Halifax 28. nóv. með skipinu "Drottingholtn", en sú sío'ari frá sama stað 5. des. metS skipinu "Stockholm". Þeir sem fara með því fara frá Winnipeg 3. des. í sérstökum vögnum. Línan hefir nú þegar selt mörg farbréf fyrir ]iessar ferðir. Menn geta snú- irs scr til hvaða umboðsmans lín- unnar sem vera vill, eða skrifað til: Swedish American Line, 470 Main St., Winnipeg. Dr. K. J. Austmann frá Wyn- yard, Sask. kom til borgarinnar í gærmorgun. Stefán Jónss'on bóndi að Upham N. Dak. kom til borgarinnar á þriðjudagskveldið og verður hér tvo eða þrjá daga. Kvenfélag fyrsta lút. safnaðar heldux s'inn fyrsta fund í dág eftir miðsumarhvíldina. Fundurinn verð- ur haldinn að heimili Mrs. A. S. Bardal, East Kildonan, og er aétlast til að konurnar séu komnar þangað kl. 3. Miss Thorstina Jackson, flytur fyrirlestra um ísland. með yfir 100 niyiuhini. á eftirgrcindum stöðum : Riverton, j.sept.. Arborg 8. s-ept., VíSir c). scpt.. Hnausa 10. sept. ivick 12. sept., Gimli 13. sept. Aðgöngumiðar fyrit fullorðna kosta 50. en 25 cents fyrir börn frá 7 til 12 ára. Samkomurnar hefjast kl. 8.30 að kveldi á öllum stöðunum. Til borgarinnar komu á þriðju- dagskveldið frá íslandi, Mr. As- mundur P. Jóhannsson, bygginga- meistari, af ársfundi Eimskipafél. íslands, ungfrú Helga Stefánsson frá Húki i Miðfirði, bróðurdóttir Mrs. Jóhannsson, Dr. Ólafur Helgason, nýútskrifaður læknir iir Reykjavík, Mr. Gísli Jónsson prent- smiðjustjóri, ásamt frú sinni, eftir nokkra dvöl heima, Pálmi Sigur- jónsson. sonur Sigurjóns Sumar- liðasonar pósts frá Akureyri og ^Sveinn Sveinsson, unglings1[->iltur úr Reykjavík. Mr. Jóhannsson leit inn á skrifstofu vora, rétt áður en blaðið fór í pressuna. Taldi hann verið hafa á íslandi i sumar, ein- muna tíð, og lét framúrskarandi vel af viStökum þeim, er hann hefði í hvivetna mætt heima á Fróni. Ilr. Einar (). Kristjánss-on. gull- smiður og skrautgripasali á ísafirði hcfir gefið út cinkar lag- lega veröskrá, yfir vörur þær, scm hann framleiðir bg vcrzí- ar meíS. Fást hjá' honum allar teg- undir af kvensilfri, af fornri og nýrri gero'. svo scm s-tokkabelti, kbffur o. fl. Veroio á mununum sýnist einkar sanngjarnt. Eitt ein- tak af verðskrá þessari, er til sýnis hjá Mrs. (). Anderson, að 703 Vic- tnr Strcet. hcr í borginni. Þeir nienn scni kynnu aÖ vilja eignast eintök af vcro'skrá þessari. þurfa ekki anna<S cn skrifa útgefanda til ísa- fjarðar. cr sinna mun pöntunum tafarlaust. Orbœ num. íslenzk stúlka óskast í vist. 45<) Simcoe St., Shni 31 356. að Mr. Edward J. Thorlaksson, kennari frá Mcdicinc Hat, Alta. og frú hans hafa dvalio' hcr í borg- Mrs. M. Magnússon, ao' 650 Hortie Strect, hcr í borginni hefir dvalið um sex vikna tíma i Mont- real hjá dóttur sinni, ?em þar er búsett. Meo Mrs. Magnús- -011 skrapp einnig austttr dóttur- dóttir hennar, Irene að nafni. Þær komu hcini i vikunni scm lcio'. íslcndingar! Gleymið ekki sam- komum hr. Halldórs Kiljan Laxness scm haldnar verða í Arborg þann <). þ. 111. og að Lundar þajpn 13. Lesr ílalklór upp á báðum stöðum kafla úr óprcntuoum skáldsögum, þar á il sögu, sem nefnist Nýja ís- land. Hefir þessi ungi maöur hlotið mikið Iof heima á aettjörðinni fyrir skáldsögur sínar. þar á mco'al hjá Jakobi Smára. og Kristjáni Alberts- svni. scm standa framarla mjög í fylkingu íslenzkra mentamanna. Þeir sem unna íslandi, s<igu og bókmentum landsins, ættu ekki að láta hjá Htfa, að fjölmeYina á fyrir- lestra Miss Thorstinu Jackson, og horfa á þser fögru myn<lir, er hún hefir til sýnis að heiman. Fyrir- lestrarnir og myndirnar hafa stór- mikinn fróðleik að geyma um land "g þjÓÍS, scm enginn má án vcra. Miss lackson er að vinna stérþarft verk meft því að kynna þjóð vora hér í álf.u, <>g ;i hún það sairrlarlega skilið. ao' landar vorir mcti starf- semi hcnnar og fjölmenni á sam- komurnar. Frá Islandi. Borgarnesi 5. ágúst. lleyskapur gengur fyrirtaks vel víðast. Allir búnir að hirða af tún- um aS kalla og allflestir komnir á engjar. Töðufengur orðið nokkuð misjafn, sumstaðar í meðallagi og vel það, en annarstaðar rýrari. Raka- söm tún voru vel sprottin, en þur- end illa. Starar- og flæðiengi eru alstaðar vel sprottin. Talsvert er um skemtanir i hér- aðinu ' um helgar. Næstkomandi sunnudag verða þrjár skemtanir haldnar, í Hálsasveit. Lundarreykja dal og Norðurárdal. Skemtunin í XoríSurárdalnum er haldin að til- hlutan nokkurra bænda þar í daln- um, til ágóða fyrir lestrarfélagið. Hefir verið reistur þar danspallur, ræðupallur <>g tjald fyrir veitingar. Skemtunin fer fram skamt frá Dalsinynni. — í Ungmennafélags- húsinu í Lundarreykjadal syngur Þórður Kristleifsson frá Stóra- Kroppi. Er hann nýkominn sunnan úr löndum, en þar hefir hann stund- að söngnám undanfarið. Hér í kauptúninu er það helst tíðinda. að undirbúningur er haf- inn til þess að byrja á að raflýsa kauptúnið. Verður bráðlega byrjao' á verkinu. Útiljós verða sett upp hingaö og þangað um þorpið. Al- þingi veitti 20 þús, kr. lánsheimild úr \"iðlagasjóði til þessa verks. —Vísir. þó lagður til grundvallar, en honum breytt eins og listamenn ímynda sér að kröfur tímans mundu hafa breytt honum, ef hann hefði aldrei lagst niður. Fonmannabúningur var t. d. fleginn í hálsinn, en þessi bún- ingur er með standkraga og má hann vera baldýraður. Klæðnaðir þeir, sem gerðir hafa verið, kosta frá J13P—300 krónur. Jiggur verð_, munurinn að mestu leyti í því, hvað menn vilja hafa þá skrautlega, hve dýrar spennur og belti menn kaupa. Flesta búningana hefir Kristinn Jónsson klæðskeri saumað, en Björn Björnsson gullsmiður og Finnur Jónsrson hafa gert sylgjurn- ar og beltisskildi. — Flestir bún- ingarnir eru gerðir úr klæði, en nokkrir úr íslenskum dúkum. — Margir hafa þegar pantað sér bún- inga, eða eigi færri en hinir, sem þegar hafa fengið þá. Og utan af landi. sérstaklega frá Vestmanna- eyjum hafa borist fyrirspurnir um það hvað búningarnir kosti og hve fljótt muni hægt atS fullgera ]iá. Annars 'ætti það ao' hcra leikandi hægt að sauma búningana heima, þegar snið er fengið af þeim. og ætti það að vera högum yngis- meyjum metnaðarsök að skreyta búningana, aðallega kraga, belti og húfur, á sem fegurstan hátt með baldýringum, eins og hefðarmeyjar gerðu í fornöld. í —Mbl. Bilfcrð norður yfir heiði. Holtavörðu- Brlingiír Pálsson syndir úr Drang- cy til lands. Þau tiðindi gerðust í gær, er mörgum munu þykja góð, að Er- lingur Pálsson, yfirlögregluþjónn, svam úr Drangey ag Reykjum á Reykjaströnd, og er það sama sund sem Grettir þreytti, eins og frægt er orðið. Fregnina um þetta afreksverk s-ínic-tði SigUTJófl Pétursson hingað frá Sauðárkróki. Sagði hann, a'o' Erlingur hefði synt vegalengdina á 4 klukkustundum og 25 mínútum. Veður var hlýtt og kyrt framan af, en hvesti nokkuð áður en sundinu lauk. og tafði þaíS sundmanninn. Þeir fylgdu Erlingi P.álssyni á bát, félagar hans, sem með honum fóru héðan, Sigurjón, Ben. G. Waage og Ólafur Pálsson. og enn- frcmur formenn tveir frá Sauðár- króki. P>jarni Jónsson og Lárus Runólfsson. \Tinir F.rlings Pálssonar hafa vitaíS þaíS lengi, að honum lck mik- ill hugur á að synda úr Drangey til lands, og treystu margir því, að hon- um væri það ekki ofraun. Nú hefir hann séð þessa djarf- legtt von sína rætast, og vill \*ísir tjá honuni ]->akkir og heillaóskir fyr- ir þetta afrek, sem lengi nnm í minnurn haft ,og verða mun til l^ess að cfla áræði íþróttamanna vorra til nýrra afreksverka. Visir, 1 ág. Reykjavík 19. júní. Xokkrir ])jó<>ræknir menn hér t hx. hafa gcngist fyrir því, að karl- inenn tæki upp þjóðbúning, í lík- ingu við búning fornmana. .lr.tla þeir að berjast fyrir því, atS scm flestir vcrði í slíkum búningum á AlþingishátííSínni 1930. "fjm 20 menn hcr í bæ hafa nú fengií ÍK-ssa búninga <>g sýndu ]'eir sig í þeim í fyrsta skifti hinn 17 júni. Varí5 mönnum starsýnt á þá og þóttu búingarnir fallegir. iH'ir erti að vísu ekki alveg cins og búningiir fornnianna var, cn sá búningur er Getið var um það hér á dögunum, að fariS hefði verið með Ford-bíl norður yfir Holtavörðuheiði. Það var Jón Þorsteinsson bílstjóri í Borgarnesi, sem ók bílnum. í för með honum voru m. a. Ingólfur Sigurjónsson frá Borgarnesi og Andrés Eyjólfsson í Síðumúla. Þeir voru alls 7 í ferðinni. Þeir lögðu af stað frá Síðumúla kl. 10 á sunnu- dagskvöld, og voru nál. sólarhring á leiðinni til Blönduóss, en þangað fóru þeir lengst. Alls voru þeir 16 tímaá ferðinni. en S tímar fóru í tafir og hvíldir. Þeir komu suður yfir aftur í fyrradag. \"erstan sög^u þeir veginn frá Fornahvammi upp að Holtavörðu- heiðinni. Vegurinn á Kattarhrygg er t. d. allslæmur, og verðttr eigi annað sagt, en ]>að sé glæfralegt, að fara það með bil. Er norður í Húnavatnssýslu kom, var vegurinn fullsæmilegtir. Brýr eru ekki ennþá komnar á Víðidalsá og Gljúfurá. Fóru þeir yfir Viðidalsá rétt neðan við Steinsvað. — Brúargerð stend- ur ]iar yfir nú. — Ferðin var farin til þess eins. að vita hvort það væri hregt að komast með bíl þessa leið. Tón Þorsteins-son. sé er bílnum ók, hefir haft vakandi auga á því, und- anfarin ár, að komast með bíl þær leiðir, ?em aðrir hafa eigí farið áður. Hann fór t. d. fyrstur manna mcð bil upp a« Húsafelli> Eigi telja þeir félagar, sem norð- ur fóru, það borga sig, að taka að scr bílflutninga norður yfir heiði, cins og vegurinn er nú. F.n þeir telía að viðgerðir þurfi ekki miklar á veginum til þess að ferðir gætu komist á norður vfir TToltavörðu- heiði sumarmánuðina júlí og ágúst. Mbl. 15- í"1'1- Jón Dúason hefir nýlega sent háskólanum í Osló doktorsritgerð um réttarstöðu Grænlands, og hefir háskóTinn tekið ritgerðina gilda. —\- FALSSPAMENN OG LYGARAR. Akaí) var vondur konungur. Hann ríkti á styrjaldar tímabilk Þá voru falsspámenn margir í ííirael. Þeir voru aldir við borð konungs og drotningar, en hinn fáliðaði spámaður . drottins varð að fara huldu höfði um landið, og teljast skaðvaldur þjóðar sinnar. Við lifum á styr'aldar-tímabili. Ekki eru allir stjórnendurnir góðir og guðhræddir. Falsspá- menn éru margir. Þeir eru aldir við borð tíðarandans1, — þess kon- ungs heimsmenningarinnar, er hreykir sér hátt og vill einvaldur vera. Þeir boða nýja siði. Spá falli þess, er verið hefir, en þeg- ar framtíðin hefir leitt í Ijós, að hinar gömlu, heilögu, vel grund- uðu stofnanir — hjónabandið og heimilið — munu standa, brátt fyrir hrakspár þeirra, þá munu þeir reynast "faglærðir lygarar" og falsspámenn, sem þegið hafa mútur hjá valdhafa skrílmenning- ar og frjálsra ásta "fyrir að ljúga og hræsna." Pétur Sigurðsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.