Lögberg - 08.09.1927, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.09.1927, Blaðsíða 2
Bls. 2 LöGötiítG, FIMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1927. j^^SSSHSHSTSSHSSSHSESHS5 SíSHSHSHSH5HSHSSSSSHSHSHSH5HSESHSHSH5ESHSH52SH5HSH5H5HSH5HSHS2SH5Z5252S2SH5H5HSHSESi2SHSH52SH5H52S2SE5S5HS25HSHSH5HS2S?5HS2SH5H5H525E525'2S2ii? ‘í't f 3 Sérstök deild í blaðinu 3 3 rö SOLSKIN Fyrir börn og unglinga 7ci,t‘jilSiiiSHSHSHSH5ESHSHSESESHSHSE5HSH5HSH5H5H5E5HSHSH5ESHSHSHSHíi2sH5 SESHSE5HSHSHSHSHSHSH5HSESH5HSHSHSHSH5ESE5HSH5E5HSHSHSHSHSHSHSE5HSHSHSHSHSHSHSH5H SHSHSHSH5H5HS. HVÖT. Réttu’ úr þér! Renn þitt skeið og djarfur ver! Frá þér varpa deyfðar-draumum, drekk af lífsins heilsu-straumum; vilja þinn með trúar-taumum tem—og með þér gæfan er! Brjóst framsett! Bjartsýnn ver og gakk þú létt fram með hreysti, fjöri, kjarki; forða þér við leti, slarki; örugt sæk að settu marki; sómi .yertu þinni stétt! Hvort þú átt höll að bústað eða lágt hreysi, gildir einu, eldur ef að hjartans lífi heldur. — Þrekraun sérhver þroskun veldur; því skal setja markið hátt. Drottni trevst drekka þótt þú hljótir beiskt; trúin veitir styrk að stríða; styðji guð, ei þarf að kvíða.— Sigurlaunin loks vor .bíða ef vér höfum ekki þreyzt. Lausl. þýtt úr dönsku. Iþr.bl.. B.B. Feginsdagur. Það var jólamorgun. Veturinn hafði lagst að með jólaföstu, og jörðin var þakin snjó. Þenna dag var sólskin og heiðríkt veður- Hvað- anæfa hevrðist klukknahljóð, og það var eins og hljómfagrar raddir streymdu gegn um loft- ið og vektu samkynja raddir í hjörtum manna. Skömmu seinna var kirkjuklukkum aftur hringt og fjöldi manna sást á strætum bæjarins koma út úr húsum sínum. Ungir og gamlir skuud- uðu áfram, heilsuðu vinum sínum, og óskuðu hverjir öðrum gleðilegra jóla. Þá var sam- hringt, og söfnuðurinn gekk í guðshús. í tveim kirkjum í Linoolnshire voru tveir menn, sem voru að hugsa hvor til annars, með því hvor þeirra um sig vissi, að hinn var svar- inn óvinur sinn, og þeir skoðuðu hvor annan, sem vondan og hefnigjarnan mann. Þessir tveir menn áttu ekki heima í sama bæ, heldur bjó annar þeirra í Wainfleetssókn, en hinn í Boston. Þessi síðartaldi var orðinn öreigi og kominn á vonarvöl, og var það hinum fyrtalda manni að kenna. Hann hafði áður verið ríkur og mesti lánsmaður; en hagur hans hafði alt í einu gjörsamlega breyzt; eigur hans voru farnar; mannorð hans var flekkað; vinir hans höfðu snúið við honum bakinu, og kölluðu hann svívirðilegan hræsnara. Þessi maður var í kirkjunni; en guðsorð náði ekki til hjarta hans, því að það var fult af hatri, sárri gremju og brennandi bræði, út af rangindum þeim, sem hann hafði orðið fyrir. Hvert sem hann leit, sá hann menn með guð- rækilegu yfirbragði, og þessir sömu menn höfðu verið harðir og vægðarlausir við hann; þeir höfðu ekki viljað trúa orðum hans, heldur slegist í lið með óvinum hans, til að óvirða hann og koma honum á kaldan klaka; og þó höfðu sumir þeirra verið stöðugir gestir hjá honum, alúðarvinir ,og trúnaðarmenn hans. Þessar hugsanir eitruðu hjarta hans. Nokkr- ir af fornum vinum hans sátu nú í hans gamla kirkjustól, en sjálfur sat hann í skúmaskoti fyrir aftan stoð í kirkjunni, sem að nokkru levti skvgði á hann. Vesalings konan hans var að dragast upp heima, en hjá honum sat dóttir hans, sem grét í kyrþey. Presturinn byrjaði ræðu sína með þessum orðum: “Þá gekk Pétur til hans og mælti: Herra! hversu oft skal eg fyrirgefa þeim, sem gjörir á móti mér? Er ekki nóg að gjöra það sjö sinnum?” — Jesús mælti: “Ekki sjö sinn- um, heldur sjötíu sinnum sjö sinnum” — Þá grét hin unga stúlka enn meir, og leit blíðlega til föður síns, eins og til að biðja hann að taka eftir þessum orðum- En yfirbragð Longmores var kalt og hart. Presturinn minti söfnuðinn á hið nýja guðlega tímatal, sem hefði byrjað með hinum fyrsta jóladegi, og tók það fram, að með honum hefði hatur og hefndargirni átt að hverfa, og að í stað þéss lögmáls, sem heimt- aði tönn fyrir tönn og auga fyrir auga, væri nú komið kærleiks lögmál; að í guðs syni hefði ræzt söngur englanna, sem boðuðu frið á jörðu, og því meir sem menn létu sér stjórna af hans anda, af kærleikans og friðarins anda, því hæfilegri yrðu þeir fyrir eilíft líf og eilífa sælu. “Þetta er eintóm ímyndan”, hugsaði Long- more við sjálfan sig, og hristi höfuðið. En dóttir hans lagði hendina á handlegg hans, og vakti þanníg athygli hans. Presturinn sagði frá æfi Krists, sem hafði verið einber miskunn og kærleiki; hann sagði frá, hvemig vinir hans yfirgáfu hann, og hvernig óvinir hans smánuðu og líflétu hann, en að Jesús á. dauðastundinni lvfti augum sínum til himins og bað: “Faðir, fvrirgef þeim, því að 'þeir vita ekki hvað þeir gjöra.” “ó, þeir vissu það vel, ” muldraði Longmore í örvilnan sinni. “Þeir hlutu að vita það; vond- ir menn eru ávalt sjálfum sér líkir. Að fyrir- gefa þeim. Nei, eg get það ekki.” Dóttir hans hélt grátandi klútnum fyrir andlitið, og það var eins og hún yrði vör við hinn hefnigjarna anda, sem bjó í brjósti hans., En um hvað var nú móstöðumaður hans ajð huga? Hann hét Broadhurst; var málaflutn- ingsmaður, og hafði svo kænlega flutt mál sak- areiganda, að hann hafði steypt Longmore í eymd og volæði. Það var nú liðið rétt ár, frá því hann hafði unnið málið, og hann hélt þá, að Longmore væri sekur og fengi makleg mála- gjöld. En n ú var hann hugsjúkur og hnugg- inn, því að hann hafði seinna komist að raun um, að hann hafði óvirt og féflett saklausan dánumann, og að skjólstæðingur hans var hrakmenni. Hann sat nú grátandi í kirkju sinni, bað guð og sagði: “Drottinn, fyrirgef mér syndsamlega villu mína. Gef þú mér krafta og tíma til að bæta hið illa, sem eg hefi komið til leiðar; snú þú hjarta hans, sem eg hefi móðgað, til mín, og lát þú hann fyrirgefa mér, því að 'þú ert almáttugur.” Þannig baðst hann fyrir af einlægu og iðr- andi hjarta- En hvernig hafði þá viðskiftum þessara manna verið háttað? Fyrir nokkrum .árum kafði Longmore verið ríkur og heppinn ullarkaupmaður í Boston. Hann átti hvarvetna áreiðanlega skiftavini, og var svo vel metinn sakir auðlegðar og ráð- vendni, sinnar, að hann hafði mikil áhrif á öll verzlunarfyrirtæki í greifadæminu. Hann var hreinskilinn, ótórtryggur og vingjarnlegur; í stjórnarmálefnum var hann frjálslyndur, og allir möttu mikils tilögur hans. Hann átti blíða og elskulega konu og yndislega dóttur; hann hélt sig ríkmannlega og gjörði oft vinum sínum heimboð. Hvert ár ferðaðist hann um héraðið til að kaupa ull; voru þá gjörðar móti honum einlægar veizlur, og hvar sem hann kom, þyrpt-- ust menn að honum og veittu honum hinar beztu viðtökur. Þegar hann hafði fimm um fertugt, vildi honum til óvænt happ. Maður nokkur, sem ekki var skyldur honum, en sem hann hafði komist í kunningsskap við, gaf honum í skipun sinni mikla fasteign í Northamptonshire. Long- more fékk sér trúan verzlunarstjóra, og flutti sjálfur til fasteignar sinnar og settist að í fögru og skrautlegu húsi, sem þar var. Þremur árum seinná reis upp slátrari nokk- ur í Greinsborough, að nafni Fillmer, og kvað-st vera réttur erfingi að herragarðinum í North- amptonshire, og einhvern dag fékk Longmore bréf frá málaflutningsmanni þeim, sem áður er getið, er krafðist þess, að hann seldi þessa eign í hendur herra Fillmers, sem væri ættingi hr. Churtons og arfgengur að lögum. Kaupmaður varð gramur af þessu, og með því hann þótist hafa á réttu að standa, svaraði hann málaflutningsmanninum, að hann ætlaði sér ekki að taka kröfu hans til greina. Út af þessu hófst margbrotin og langvinn málsókn, sem hér ekki skal orðlengja um. Longmore þóttist hafa rétt mál að verja og var viss um málalokin. Hann var mikils metinn af öllum, og enginn vina hans efaðist um ráðvendni hans og dánumensku, en móstöðumaður hans hafði fremur ilt orð á sér. Það má nærri geta, hvernig Longmore varð við, þegar hinn ötuli málaflutningsmaður, Broadhurst, kærði hann um, að hann hefði notað sér af geðveiki herra Churtons, til að fá hann til að gjöra skipun sína í vil við sig; og hvað það hlaut að fá á hann, að bústýra Chur- tons, sem hann hafði gefið helmingi meira kaup en hún áður hafði, bar það, að Churton hefði ekki verið með öllu ráði, að Longmore hefði séð ur», að koma öllum ættingjum hans k deyjanda degi burt, og að vesalings Churton hefði oft orðið að súpa á brennivíni, til að geta ritað nafn sitt undir skipunarskjalið. Mála- flutningsmaðurinn lýsti með hjartnæmum orð- um þeim rangindum, sem lögerfingi Churtons hefði orðið fyrir, og vitnisburður bústýrunnar var svo sannfærandi, að dómendur hiklaust úr- skurðuðu, að kærandinn hefði réttlað mæla. Longmore varð fyrst öldungis agndofa; en af því að hann var ákafamaður — sem þó hafði aldrei komið fram nema til einhvers góðs — brutust nú tilfinningar hans út með miklum ofsa. Hann lét skríða til skarar með þvílíkum ofstopa, að frændur hans og vinir urðu skelk- aðir, en mótstöðumenn hans klöppuðu lof í lófa- Málið var tekið fyrir að nýju, og hinir beztu lagamenn voru fengnir fyrir geisimikið kaup, og nokkra stund þótti mönnum tvísýni á, hvor mundi vinna málið. En bráðum var Longmore þess var, að óvinum hans gekk bet- ur, og að þeir, sem áttu að halda svörum uppi fyrir hann, gjörðu það linlega og kólnuðu við hann, en að hann var búinn að eyða aleigu sinni til að verja þetta óttalega mál. Þegar svo var komið, vfirgáfu vinir hans hann, og vildu ekki hafa mök við þann mann, er væri orðinn kunn- ur og sannur að slíkri vanvirðu. Jafnvel þeir, sem höfðu haldið hans taum, báru honum nú á brýn að hann hefði blekt sig með ræsni. Hann var nú orðinn öreigi, og jafnskjótt og það varð hljóðbært, voru allar skuldir vægðarlaust heimtaðar af honum. Til að halda lífinu í sér og sínum, revndi hann þó aftur til að byrja verzlun sína. Hann átti svstur, sem hét Banford og bjó skamt það- an. Hún hélt stöðugri trygð við bróður sinn, efaðist aldrei um ráðvendni hans, og lánaði honum fé til að byrja aftur með verzlun sína. En honum veitti nú alt erfitt; hann átti í stríði við hleypidóma almennings og skapsmunir hans höfðu breyzt. Áður treysti hann öðrum og trúði þeim vel og var vinalegur við alla; en nú var hann uppstökkur og tortrygginn, og hgfði mist alt traust á dygð og ráðvendni. hann hélt, að allir hefðu vondan mann að geyma, og skoðaði lífið sem þunga og þreyt- andi byrði. En forsjón guðs hafði búið honum betri kjör. Þegar Longmore heyrði seinasta dóminn, sem kveðinn var upp yfir honum, hafði hann sem skjótast ásamt konu sinni yfirgefið þá eign, sem dæmd var af honum, því að hann vildi ekki bíða eftir því, að sendisveinar Broad- hursts ræku sig burt. En dóttir hans varð þar eftir, til að safna saman ýmsum munum, sem þau áttu þar. Þegar hún var að enda við það, nam vagn staðar fyrir utan dyrnar og ofan úr hoíium steig ungur maður með þægilegu yfir- .bragði; hann heilsaði henni kurteislega, og bað hana að afsaka erindi, sem hann hefði að reka. “Þér munuð vera erinrsreki herra Broad- hursts,” mælti hin unga stúlka, sem var hissa á kurteisi og látprýði hins unga manns. “Eg er sonur hans, ” svaraði hann og hneigði sig. “Það er illa farið,” svaraði hún aftur; “eg vildi óska, að það væri heiðarlegri skylda, sem þér hér eigið að rækja-” “Göfuga mey! eg get getið þtfí nærri, hversu tilfinpanlegt þetta mál hlýtur að vera fyrir yður, og það er mjög bágt að vita til þess, hvernig það hefir farið. María svaraði með tárin í augunum, að guð mundi einhvern tíma fella réttlátari dóm vfir því. “Það er sem von er, að þér hugsið þannig,” sagði hinn ungi maður og viknaði. “.þá,” mælti hún, “það er ekki að kynja, því að eg hefi frá blautu barnsbeini þekt alla málavöxtu. En er nokkuð undarlegt í því, þótt faðir minn erfði þann mann, hvers eignir og líf hann hafði frelsað?” “Eignir og líf, ” kallaði Broadhurst. Hvern- ig þá? Þess var ekki getið, meðan á málinu stóð.” “Þess var getið,” mælti hún, “en það var • hlcgið 'að því. Ef þér viljið læra að þekkja hið sanna í þessu efni, þá skal eg segja yður, hvernig það atvikaðist. «Þegar faðir minn var ungur, var hann staddur í Calais, og einhvern dag sá hann Englending, sem barðist hraust- lega við fleiri en einn, sem sóttu að honum. Með venjulegum ákafa brauzt maðir minn gegn uin mannþröngina til landa síns og veitti honum lið, svo mótstöðumenn hans hörfuðu undan. En er hinn ókunnugi maður og faðir minn ætluðu að komast burt, bar þar að varn- arliðsflokk, sem handtók þá og leiddi þá fyrir yfirvaldið. Þeir sögðu þar frá öllum málavöxt- um, en voru þó dæmdir til að sitja mánuð í fangelsi; en það var spottakorn fyrir utan bæ- inn. Þegar komið var undir kvöld, fóru tveir vopnaðir lögregluþjónar á Mað með þá. Þeir urðu þess fljótt varir, að fylgdarmenn þeirra skildú ekki eitt orð í ensku.' Hinn ungi maður, sem faðir minn liafði hjálpað, var herra Cliur- ton. Hann barmaði sér út af þessum kröggum og sagði, að af þeim leiddi, að hann yrði öreigi, því að hann ætti í máli í Englandi, og hlyti að falla á því, gæti hann ekki sjálfur mætt. Faðir minn, sem er hugdjarfur, stakk upp á því við hann, að þeir skyldu reyna til að flýja, og félst hinn á það. Á afskektum stað réðust þeir á lögregluþjónana og jarðvörpuðu þeim; því næst tóku þeir byssur þeirra og köstuðu þeim í tjörn, sem þar var, og hlupu alt hvað fætur toguðu niður til sjávar- Þegar þeir komu þang- að, var komin nótt, en þeir heyrðu áraglamm. Þeir kölluðu, og þeim var svarað á ensku. Það vai: fiskibátur þar nálægt, sem þeir .beiddu að hjálpa sér; en sjómennirnir sögðust ekki geta dregið bátinn að landi, heldur yrðu þeir að synda út til sín. Faðir minn var ágætur sund- maður; hann sá, að Churton var lítt sundfær, og að hann mundi ekki lengi geta haldið sér uppi; þreif hann þá í frakkakraga hans og dró hann me ðsér að bátnum. Voru þeir þá teknir upp í bátinn mjög dasaðir og fluttir til Dover. Herra Churton kom nógu fljótt til að geta var- ið mál sitt, sem hann vann, og upp frá því var hann tryggur alúðarvinur föður míns. Allir, sem þektu herra Churton, vita að’hann var í- stöðulítill og hljóðlyndur, en ern í anda með ó- skertum sálarkröftum. Hann var ókvæntur, og sagði jafnan, að ef faðir minn lifði sig, ætlaði hann að gefa honum eftir sinn dag eignir sín- ar, sem að hann hefði frelsað. Það hefir hvorki verið beitt við hann ofríki né brögðum; en til sannindamerkis um trygðavináttu hans við föður minn, eru hin mörgu bréf, sem habn hefir skrifað honum, og sem eg geymi.” “En,” mælti hinn ungi maður, “hversvegna hafa þessi bréf ekki verið lögð fram?” “Eg hefi sagt yður, herra minn,” svaraði María, “að málanutningsmaður föður míns sagði frá þessu; en mótstöðumanni hans tókst að gjöra söguna hlægilega og telja öðrum trú um, að það væri hjartnæm skáldsaga, svo faðir minn vildi ekki láta tala meira um þetta.” “En bréfin,” sagði hann, “hefðu vissuloga getað sannað þessa sö<ni.” “Það held eg líka,” mælti hún, “en faðir minn var þá svo æstur, að hann vissi ekki, hvað hann gjörði.” “Eg vikli gjarna fá að sjá þessi bréf,” svaraði ungi maðurinn; “eg er þræddur um, Professional Cards DR. B. J. BRANDSON «16-2SO Medlcal Arta RMg Cor. Graham og Kennedy St». Phone: 21 834. Oííice timar: 2_S Heimili: 776 Victor St. Phone: 27 132 Winnipeg, Manitoba. COLCLEUGH & CO. Vér leggjum sérstaka áherzlu 4. afi oelja meCul eftir forskriftum lsekna. Hln beztu lyf, sem hægt er a8 fá eru notuB eingönsu. I>egar þér kómið meft forskriftina til vor, megift þér vera viss um, aft fá rétt þaft eem lœknirinn teknr tfl. Nótre D»me and Sherbrooke Phones: 87 669 — 87 660 Vér seljum Giftingaleyfisbréf THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN IsL lögfrscðingar. Skrlfstcfa: Room 811 McArthnr Building, Portage Ave. P. O. Box 1666 Phones: 26 849 og 26 840 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 LINDAL, BUHR & STEFÁNSON fslcnzkir lögfræftingajr. 366 Main St. Tala.: 24 962 366 Main St. Tals.: A-496I Jeir hafa einnlg skrifstofur aft Lundar, Rlverton, Gimli og Plney og eru þar aft hitta á eftlrfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern miftvikudar Riverton: Pyrsta fimtudag. Glmli: Fyrsta miftvikudag. Piney: pritSJa föstudag í hverjum mánufti. A. G. EGGERTSSON ísl. lögfræðlngur Hefir rétt til aft flytja mál bjsCl 1 Manitoba og Saskatohewan. Skrifstofa: Wynynrd, 8ask. Athygli! Komið með næstu lyfjaávísun- ina yðar til vor. Þaulæfðir sér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni. A. G. JOHNSON «07 Confederatton Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta spariíé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarafi samstundís. Skrlfstofusíml: 24 263 Heimastmi 33 328 J. J. SWANSON & CO. LI3UTED R e n t a 1 a Insurance RealEstate Mortgages 600 Paris Building, Winnlpeg Pohnes: 26 349—26 840 Emil Johnson SERVIOE ELEOTRIO Rafmagns Contracting — ABe- kyns rafmagsndhöld teld og viO þau gert — Eg sel iloffat og HcClary Eldavélar og hefi þotr M synis d verkstœOi mínu. 524 SARGENT AVK. (gamla Johnson’s byggingln vlö Young Street, Wlnnlpeg) Vwkst.: 31 507 Helma.: 17 266 Verkst. Tals.: Helxna Tato-i 28 383 M >M G. L. STEPHENSON I’UrMBF.R Allskonar rafmagnsAhöId, ITO wm straujám, vfra, allar tegundlr af glösum og aflvaka (battertea) VERKSTOFA: 676 IIOMK *T. Islenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrir lægsta vrrft. Pantanir afgrelddar beeM fljótt og vel. FJölbreytt irul Ilreln og llpur vlftsklftL Bjamason Baking' Co. 676 SARGENT Avo. WimUpeg. Phone: 34 288 að faðir minn hafi vilst brapallega. Viljið þér leyfa mér að sýna honum þau? Eg heiti yður því, að standa skil á þeim. ” María hugsaði sig um dálitla stund og'sagði því næst: “Þér skuluð fá þau, undir eins og eg get náð þeim.” Þegar hinn ungi Broadhurst * skýrði föður sínum frá því, sem María hafði sagt honum, rak hinn gamli lögfræðingur upp hlátur og mælti: “þetta eru vissulega hjartnæm skáld- mæli; hin unga stúlka er fríð sýnum; varastu Tom að verða ástfanginn af henni, því hún á nú ekki bót fyrir skóinn sinn.” En nokkrum vikum seinna fékk Tom föður sinn til að sjá Maríu og lesa bréfin. (Framh.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.